Lögberg - 25.09.1924, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.09.1924, Blaðsíða 3
LöGBERG FIMTUDAGINN. 25. SEPTEMBER. 1924. Bls. 3 Maðurinn syndari; Kristur frelsari. Maðurinn eigingjarn ng stærilátur, verður að niðurlægjast; Kristur, ihinn ismurði að upphefjast. Móses iskrifaði sköpunarsöguna til að Ibenda á frið- þæginguna. í sama tilgangi var það, að spámennirnir spáðu og pstularnir prédikuðu. Bilblían sýnir oss Jesúm á miðju sjónarsviði tilverunnar. Annarsveg- ar standa spámennirnir hinsvegar postular og guð- spjallamenn, og allir beina þeir ljósgeislum sínum á dýrðelga ásjónu hans — en himinn og jörð eru vegsamandi áhorfendur. Biblían getur um Pisgatind, Karmel og Sínaí; en í samanburði við Golgata verða öll fjöll smá. Fjár- hjlörðin minnir á Guðs lambið, ‘ sem burtu bar synd heimsins.” Ljónið, sem hljóp úr fylgsni sínu, táknar “ljónið af Júda ættkvísl.’’ Og minnumst nú hinna undursamlegustu orða, er nokkru sinni hafa rituð verið: “Það er satt og í alla staði þess vert, að því sé viðtaka veitt, að Krístur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn.” Það var jþá engin fuirða, þó að himininn samfagn- aði jörðinni, er Jesús fæddist í Betlehem, og að fagnaðarsöngur fylti geiminn og bærist niður til hjarðmannanna í þessum orðum: “Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun Guðs með mönnunum”. — Og í næstu kjarna-setningu er tí- vætta-þungi í hverju orði: "Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þe&s að hver sem á hann trúir, glatist ekki, hejdur hafi eilíft líf.” Þetta er kjarni biblíunnar. Getum vér nefnt nokkra aðra bók, er flytji svo djúpsæa, víðtæka og háleita kenningu? Gamlar bækur ganga úr gildi. viðfangesefnin úr- eldast. Það, ,sem vísindin’’ sönnuðu í fyrra, það afsanna þau í ár. Og höfundarnir gleymast. Það er ekki jafn ábyggilegt, að Shakespeare hafi skrifað “Hamlet” eða Snorri Sturluson Heimskringlu eins og það er víst, að almáttugur Guð er — í og með spámönnum, guspjallamðnnum og postuilum — höf- undum biblíunnar. Sannanir þess eru fólgnar í bibí- iunni sjálfri. Sannindi hennar staðfestast daglega. Ámi Jóhannsson. *-----o------ Þau fundust aftur. Það var ágætis hestakyn, ibleika kynið, sem hann Jón í Kampholti átti. Þaðan höfðu marglr fengið góða hesta. En það tvístraðiist alt þegar Jón var dáinn. Hún Guðlbjörg, ekkjan hans, átti ekki eftir nema systkinin, Bleik og Bleikku. Þau voru á bestu aldri, og henni þótti einstaklega vænt um þau. Og ekki iþótti henni síður vænt um, þegar Bleikka eign- aðist son um vorið. Hann var eftirmyndin hennaT mömmu sinnar. Nú voru þeir aðgreindir svo, frænd- urnjr, að bróðir Bleikku var kallaður Stóri-BIeikur, en sonur ihennar Litli-Bleikur. Fyrst framan af skildi Litli-iBleikur aldrei við mömmu sina. Hún mátti heldur aldrei af honum sjá: henni var langt um meira annt um hann en um sjálfa sig. Honum þótti lika mjög vænt um Ihana. Mest var það samt af því, að hann vissi að hjá henni fékk hann að drekka, þegar hann vildi. Að öðru leyti hugsaði hann bara um að skemta sér. Stóri-Bleikur hélt svo mikið upp á frænda sinn, að hann viídi aldrei við Ihann skilja. Og Litla-Bleik þótti líka vænt um hann. Þegar ihann fór að stálpast, fór hann að halda sig meira að honum en mömmu sinni, hann þóttist þá vera orðinn svo stór hestur, að hann væri upp úr því vaxinn að vera undir umsjá mömmu sinnaV, og honum fanst eitthvað meira í það varið að vera með Stóra-IBeik. Hann gleymdi samt aldrei að koma til mömmu sinnar, þegar hann langaði í að drekka, og honum þóbti innilega vænt um, að fá sopann sinn hjá henni. Og þó var eins og henni þætti en vænna um að gefa honum ihann. En þegar hann var búinn að hressa sig fór hann undir eins frá henni aftur til Stóra-Bleiks. Stundum hneggjaði hún þá svo viðkvæmnislega á eftir honum, eins og hún væri að biðja hann að vera kyrran hjá sér; en hann lét sem, hann heyrði það ekki. Og því meir sem Lit.li-Bleikur þroskaðist, því betur lét Bleikka sér lynda það, að hann héldi sig með Stóra-Bleik. Hún gerði sig áængða með, að hann kæmi til sín, iþegar hann þyrfíi að fá sér að drekka. 'Gnðbjörg hafði slept jörðinni og var bara hús- kona. Bóndinn, sem nú bjó þar, hélt kaupamann. Sá maðu 'rþurfti einn sunnudag að skreppa austur yfir Þjórsárbrú. Hann vissi að gott var að riða Stóra- Bileik, og bað Guðbjörgu að ljá sér ihann. Og hún gerði það, því að hún var mesta greiðakona, og hún vissi að maðurinn fór aldrei illa með hesta. Hann tók svo Stóra-Bleik og reið af stað. Litli-Bleikur fór með. Hvernig ,sem mamma hann hneggjaði á eftir honum, til að biðja hann að vera kyrran hjá sér, var eins og hann hevrði það ekki. Hann vildi ekki skilja við Stóra-Bleik. Og það lagðist í grun hans, að nú murdi hann “'‘kanna ókunnuga stigu,” ef hann færi með; o,g það þóitti honum heldur en ekki fýsilegt. Á leiðinni hugsaði hann samt ekki um annað én elta Stóra-Bleik. Eftir veginum tók hann ekki mikjð. Þegar hann fór yfir brúna, þá fahst honum það raun- ar einhvern veginn óvanalegt. En af því að hann sá. að Stóri-Bleikur var óhræddur, þá var hann óhrædd- ur líka. Maðurinn fór af ba’ki hjá brúarhúsinu, teymdi Stóra-Bleik fram fyrir veginn og slepti honum þar. Fór hann að bíta með beizlinu. Það var óhætt að sleppa honum hvar sem var, hann beið eftir manni. Litli Bleikur var hjá honum. Maðurinn fór inn í húsið að ljúka erindi sínu ; varð viðstaða hans nokk- uð löng. Alt í einu finnur Litli-Bleikur til þorsta. Þá man hann eftir mömmu sinni og veit, að hann er komlnn svo ógnarlega langt í burtu frá henni. Þá hvarflaði að Ihonum að iðrast eftir, að hann hafði ekki hlýtt henni og verið kyr. Hann vissi samt ,hvar hún var, hann var alveg óviltur. Og hann vissi hvað hann vildi: ,Hann vildi fyrir hvern mun komast til hennar og fá hjá henni að drekka. Hann stökk af stað. Það er brött ibrekka ofan að ánni fyrir'Traman ■brúna; ain er þar mjó, en afar-straumhörð og hamr- ar hinum megin alla leið fram að Urriðafossi. Litli- Bleikur hljóp ofan brekkuna beint að sjá á Kamp- holt; hann hugsaði ekki um að fara sömu leið og hann kom ,en Ibara beint. Þegar hann kom að ánni, lagði hann hiklaust út í, án þess að athuga strauminn eða landtökuna hinum megin. Hann vissi það að hann kunni vel að synda; ihafði þó aldrei borið það við fyr, En hér var við ofurefli að eiga. Straumurinn var svo voðalega harður, greíþ hann undir eins og fleygði honum eins og fisi fram úr öllu valdi: loksins varð fyrir honum sker, ogbann hafði sig upp á það. En þá féllstlhonum hugur; þar var sinn foss hvorum megin skersins; hann sá glögt ,að þaðan var hvergi fært. Hann stóð þ^r ráðalaus. Þegar kaupamaðurinn tók Stóra-Bleik aftur, saknaði hann Litla-Bleiks. En honum þótti líklegt að hann hefði farið isömu leið heim til mömmu sinn- ar. Hann fór heim. En þá varð honum bylt við. Litli- Bleikur var ekki kominn! Maðurinn fór að leita. Hann hitti dreng frá Urriðafossi. Drengurinn sagði honum að þar ihefði sést folald úti á skerinu á foss- brúninni. En ómögulegt væri að bjarga því þaðan; þar væri engum fært nema fuglinum fljúgandi. Þá ræður maðurinn það úr vandræðunum, að hann sækir Bleikku og fer með hana austur á hamrabrúnina við fossinn. Þá sá Ihún Litla-Lleik og sá í hvaða hættu hann var. Og hún hneggjaði tii hans í þeim róm, sem ekki er unnt að lýsa. Þegar ihann sá mömmu sína svona nærri sér gleymdji hann hættunni, ansaði mömmu sinni í feginsróm og ætlaði þegar að hend- ast til íhennar. Hann stökk út í ána ;og á sama augna- bliki hvarf hann ofan fyrir fossinn. Hann kom ekki upp aftur. Bleikka horfði á eftir honum. Enginn vissi hve mikið hún leið! Hún var róleg á heimleiðinni og hneggjaði ekkert. Það var auðséð að hún vissi ,að ekki var von á Litla-Bleik framar. Og eftir að hún kom heim, bar hún sig eins og ekkert hefði í skorist. En lengi isumars eftir þetta fitnaði hún ekki. Vorið eftir eignaðist Bleikka dóttur, sem var kölluð Litla-Bleikka. 'Þá var það einu sinni, að bóndinn átti brýnt erindi auétur í Brúarhús. En hestar hans voru allir í ferð. Guðlbjörg léði honum Bleikku. Hún vildi síður ljá StóraJBleik, því að hann var nýkominn úr lang- ferð. En nú varð Litla-Bleikka eftir hjá Ihonum, þeg- ar Ibóndi fór. Honum þótti því vissara að binda Bleikku, meðan hann stóð vH5 í Brúarhúisum. En þegar Ihann kom út ,var Bleikka ðll í iburtu.. Hún hafði slitið; sig lausa, — aldrei þssu vön, — og lá beislið þar eftir. Nú sýndist bónda það ekkert efamál að Bleikka hefði farið sömu leið til baka ,og væri komin til Litlu-Bleikku. Hann fór heim. En Bleikka var ekki komin og kom ekki um dagion. Og á næstu bæjum hafði enginn iséð hana. En eftir tvo daga kom sú fregn, að Bleikka hefði fundist dauð á eyri fyrir ofan Mjósund, rekin upp úr ánni.. Og ritjan af Litla-Bleik skamt frá henni. Hún hafði farið sömu leiðina og hann. Þau höfðu fundist aftur! — öll aðalatriðin 1 þessari frásögn eru bókstaf- lega sönn —. Br. J. • ’ ' * Kötturinn osr erfinginn. Ensk kona að nafni Knight, segir frá því í æfi- sijgu sinni, er hún sjálf hefir ritað, að gömul kona á írlandi átti ættingja einn, er var málafærslumaður, og hafði hún arfleitt hann að öllum eigum sínum. Þessi gamla kona átti kött einn, er henni þótti mjög vænt um; vildi hann jafnan vera hjá henni og þegar hún andaðist fékst hann ekki til að fara frá likinu. Erfðaskráin var lesin upp í herbergi einu við ihliðina á því, er líkið var í. Þegar dymar voru opnaðar, réð- ist kötturinn á erfingjann og hringaði sig svo fast utan um háls hans, að naumast var hæjjt að ná kisu burtu þaðan. Átján mánuðum síðar dó maðurinn og meðkendi á (banasænginni, að Ihann hefði ráðið frændkonu sinni bana til þess að ná sem fyrst í arfinn. ------o------- Á víð og dreif. Eftir Rannveigu K. G. Sigurbjörnsson. (Framh.) Bænin í Jesú nafni. Eins og kristnum heimi er kunnugt, hefir bænin til Guðs ótæmandi fyrinheit en bænin í Jesú nafni hefir þau mest, því þar er mönnunum skýlaust heitið að þeir fái það er þeir biðja um. Skiljanlegastar eru oss mönnunum tvær á°tæður fyrir synjun bænar, sú fyrri, að það sem beðið er um reyndist til skaða þeim er beiddi, ef það veiftist þó hann engan vegin skilji að svo myndi verða, fyr en seint og síðar meir, máské aldrei til fullnustu. Það er mannlegu eðli samkvæmt að:“ vér vitum ei hvers biðja ber, breyskleikinn holds því veldur,” má sjá þetta oft á ibörnum, er biðja títt með mestri ákefð um háskann og væri talið lélegt foreldri er upp- fylti slíkt til þess að forðast augnabliks sársauka. Kærleiki Guðs til mannanna tekur fram öllu öðru í tilverunniþað er því eðlilegt að í bæniheyrsl- unni sem öðru verði Drottinn að taka fram fyrir hendur mannsins til þess maðurinn skaðist ekki. Hin önnur á.stæðan oss skiljanleg, er sú, að það sem maðurinn þráir sárast Ibað á hann rrf'ðast með að trúa að skei, en trúin er skilyrði bænheyrslunnar. Stórgáfaður maður, lærður og reyndur sagði við mig ■einu sinni: iþví það máttu aldrei efast um, að þegar þú biður í Jesú nafni er það næsta sem skeður svarið.’’ — Eg hafði hugsað um þetta á svipaðan hátt, þó harla lítill væri þroski minn að skilja það, á móts við hans Enginn hlutur stendur heiminum eins mikið fyrir þrifum nú, og skorturinn á trú á frelsarann. Ef menn vildu grafa nógu djúpt og líta nógú víða, gætu þeir séð að þetta er sannleikur. Heildarskilyrðið fyrir tilkomu guðsrikis, til vor mannanna, er trúin á Jesú nafn, en um ekkert nafn greinir mennina eins mikið á. Aðalástæða þess á- greinings er hið stærsta afrek hans eða kærleiks- undur: friðlþægingin. iMannssálin á í eðli sínu framsókn og styrk, þetta verður (hún að beygja fyrir Guði og játa Ihann frels- ara sinn, en ekki sig sjálfa; viðurkenna að hann ekki hún, hafi afrekað mesta meistarastykki tilver- unnar. Þessa viðurkenningu vill mnnssálin öllu síður gefa, og sé henni ekki innrætt það á meðan hún er bljúgust, getur það orðið stórt spursmál hvort hún getur það nokkurntíma. Geri hún það, finnur hún sjálf, er hún rekur sig á lífsreynsluna, að þetta sem ihún unn| svþ mjög, aflið, (þ^osk)inn og Ifrelsið, og átti svo erfitt með að Ibeygja, jafnvel til viður- kenningar Guðs náðar, var hvergi virkilegt að finna. nema fyrir Ihandan þetta af öllu dýrastá tjald. Það er töluvert mismunandi hvernig menn neita. Sumir neita þvert af, neita af hjarta. Finst þeir verða sjálfum sér nógir, vilja ihvorki né geta beygt sig til viðurkenningar, né virðast mega sjá það, að allir menn eru ófullkomnir. Aðrir virða Jesú nafn mikils, unna því jafnvel í rauninni, en eiga ekki ráð á þeim mannskap er til þess þarf að viðurkenna hann alveg. Þannig var þeim varið höfðingjum í ísrael, Jósep af Arimatíu og Nicodemusi og í þeirra bópi'eru margir núlifandi menn. Mér kemur oft til hugar greindur alþýðumaður sem eg átti tal við, fyrir nokkrum ár- um. Við töluðum um eitt og annað og talið barst að trúmálum. Hann segir þá: “Eg er Únítari, en það tekur mig einhvern vegin ægilega illa að heyra menn ákalla nafn Jesú Krists í blótsorðaskyni.”— Þungir sjúkdómar hafa verið lagðir á þenna mann síðan og samkvæmt læknis úrskurði ætti hann nú að vera búinn að gista gröf sína í nokkur ár, en þvert á móti er hann á; batavegi. Hugur minn hefir æfin'lga hvarflað þar að, er hann forsvaraði Jesú nafn, þegar eg hefi heyrt um bata hans; þvi samkvæmt náðinni mundi ihonum tilreiknast ját- unin framar neituninni. Hann elskar í rauninnl frelsarann þó hann afneitði honum svo grátlega 1 fyrstu þremur oðrunum, ojg eg er enn að vona að hann fái að lifa það, að ,sjá orsðkina virkilegu fyrir því, hve viðkvæman blett Jesú nafn átti í sálu hans. t persónu Jesú Krists skiljum vér Guð best, Ibrynjaðir með nafni hans fyllist sálin vissu og trausti í hafróti heimsins og alla leið að fundi Guðs. ------o ------ Hjtt og þetta. Ráð við gigt. Þeir ,sem gigtin kvelur, ættu að hafa það fyrir reglu að drekka vænan kaffibolla af heitu vatni á morgnana á fastandi ma'ga. Vatnið hreinsar nýrun og tekur þaðan með sér ýms þau efni, sem valda gigtinni. Að þynna blek. Blek, sem er orðið þykt, er hægt a ðþynna út aftur, án iþe,ss að það skemmist, með því að setja á það nokkra dropa af sterku te. Það er geringarsýran í teinu, sem verkar þannig á blek- ið, að upp frá því Ihelst það alt af þunt. Hættuleg óvarkárni. IMargir Ihafa þann sið að stinga upp í eyrun á sér ýmsum hörðum hlutum, svo. sem nálum, ölum, tannstönglum ða öðru því, er þeir hafa handibært, þegar þeir þurfa eitthvað að hreinsa úr eyrum sér. Þetta er mjög hættulegt; getur valdið Ibilun á hljóðhimnunni svo viðkomandi missi heyrn- ina æfilángt. Sérstaklega er þetta hættulegt, er börn eiga í hlut. Hafi óhreinindi komist inn í eyrun, og slæmt er að ná Iburtu, má he!,st enginn nema læknir eiga við að hreinsa slíkt. —V .. í Paramakudi í Indlandi hafa Svíar trúboð mikið. Biskupinn þar, Heuman að nafni, skírði nýlega 200 heiðingja til kristinnar trúar. Enska kirkjan rekur trúboðsstarf í Telagor í Suður-Indlandi. Á síðastliðnum 4 árum hafa þar verið sikírðir 20,0' i'3 menn og er nú verið að undirbúa 24,000 manna undir skírn. Verið er að byrja á því að byggja kirkju í Ghi- cago, sem kend verður við hinn mikla leikprédikara Moody. Alls mun hún kosta 1 miljón dollara. 1 henni verða sæti fyrir 5C00 manns og að auki 300 sæti fyrir söngflokk, og kirkjan á að vera búin fyrir nýár i vetur og á að heita: “Moody Memorial Church”; gömul kirkja var þar áður með því nafni. Fingraraun. Leggið lófana saman svo að fingur mæti fingri. Kreppið síðan löngutöng á báðum höndum, unz fremstu kjúkurnar falla alveg saman. Nú eigið þið að leitst við að skilja að græðifingurna án þes3 þó að hinir finurnir haggist. LIFIÐ OG LIFSLOK. Lifdaganna sígur sól sína leið án tafar; senn mér verður búið ból á botni köldum grafar. Þá er úti braut og kíf, það mér gleði vekur; aftur kemur annað líf, T I Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga 1 P m-n-irm- Kjarni biblíunnar. •> Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 21S-220 SrEDICAIi ARTS BLiDO Oor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-18:54 Öfflce tímar: 2—3 Heimlll: 77« Vlctor St. Phone: A-7122 tVlnnhpetC, Manitnha THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Roora 811 McArtlMU’ Bullding. Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-664* 1 DR. 0. 8JORNSON 21 «-220 .MEniCAIj ARTS BIiDO. Cor. Oraham and Kennndy Sta. Phonc: A-1834 Office tlmar: 2—3 Heimlll: 764 Vlctor St. Plione: A-758« Wlnnlpeg, Manltoba W. .1. L.INDAI,, J. H. DINDAl B. STEFAríSSON Islenzkir lögfræðingar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main Street. Tals.: A-4963 P elr hafa elnnig skrlfstofur af Dundar, Riverton, Gimll og Piney og eru t>ar að hitta á eftirfylgj andl timura; Lundar: annan hvern mlðvlkuda* Rlverton: Fyrsta fimtudag Gimliá Fyrsta mlðvlkudzg Plney: þriðja föstudag 1 hverjum mánuði DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAI. ARTS BLDO. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office Hours. 3 to 6 Hehnill: 723 Alverstone 8t- Wlnnlpeg, Manltoba • ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garlaud Skrifst.: 801 Electric Rail- way Chambers Talsimi: A-21*7 DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAt ARTS Bl.no Cor. Graham and Kennedy Sta. Stundar augna, eyrna. nef o« kverka sjúkdóma.—Er atS hltta kl. 10.12 f.b. og 2-5 e.h. Talsíml: A-1S34. HeimUl: 373 River Ave. Tals. F-2691. A. G. EGGERTSSON LL.B. 1 ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard. Saak. Seihasta mánudag í hverjum mán- uði staddur 1 Churchbridge. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. „K Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra lungnasjúkdóma. Er a8 tinna á skrifstofunnl kl. 11 12 f.h. og ?—4 e.h Síml: A-3521. HelmJU; 46 Alloway Ave Tal- siml: B-3158. Phone: Garry 8616 1 JenkinsShoeCo. 1 689 Notre Dac* Avenuw DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenn* eg barna sjúkdóma. Er a« hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 hi fk a v* Office Phone N-6410 Heimili 806 Vlctor 8tr. Simi A 8180. A. S. Ðardal 843 Sherbrooke St. Selui llklci.tui og anna.t um útfarir. Allur útbúnaður •& bezti. Ennírem- ur selur hann alskonar minnisvarðe og legsteina. Hkrifet. laisluai N eeoe Heimllls talsiml N 6*07 DR Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Btk. Viðtalstími 7—8 e. h Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að biða von úr vltl. vlti. Vinna 311 ábyrgst og leyet af henúi fljött og vel. J. A. Jóhannssom. 644 Burnell Street F. B-816 4. AS baki Sarg. Flre Hal DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAD ARTS BIiDO. Cor. Graham and Kennedy Sta. Talsími A 3521 Heimili: TaLs Sh.3217 JOSEPH TAVLOR iJ'gtaksmadur Hetmillstals.: St. John 1844 Skrtfstofu-Tals.: A 6557 Tekur lögtakl bseðl húsaleigujílruld^ ve'ðskuldlr, vlxlaekuldir. Afgreáðtr eJ sem að iðgum lýtur. Rkrllstofa 255 Mirin 8tw»' J. G. SNÆDAL Tanniæknir 614 Somerset Block Cor. Portage A ve. og Donald 8t. Tnlsíml: A-8889 Vér leggjuin sórstaka álierzlu á af selja meðul eftir l'orskriftum liekna Hin beztu lyf, sem hiegt er að fá ert notuð eineöngu. . pegar þér komið með Torskrllftum til vor megið þjei vera viss nni að fá rétt |>að sem lækn- iriim tekur tII. COI.CTjEUGII & CO., Notre Dume and Sherhrooke Phones: N-7659—7650 Giftlngaiejfisbréf seld Verkstofn Tnls.: Helma Tal*. A-8383 A-9384 G L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáhöld. svo sen> straujárn víra. allar tesrundlr *i glösum og aflvaka (l>atterie«) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðbjólið! l.átlð 'ekkl lijá lfðn nð endur- nýja reiðhjólið yðnr, áður en mestu. nnnirnnr byrja. Komið með |>að nú þegar og iátlð Mr. Slebbins gefa yður koslnaðnr áætlun. — Vandað verk áhyrgst. (Maðurinn sem allir kannast vlð) S. L. STEBBINS 634 Notre Dnnic. Winnifæg Munið Símanúmerið A 6483 ; og pantið meðöl yðar hjá oss. — ; Sendið pantanir samstundis. Vér afgrelðum forskriftír með sam- vizkusemi og vörugæði eru öyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lEerdómsrlka reynslu að bakl. — Ailar tegundirt lyfja, vindlar, ts- rjðmi, sætindi, ritföng, töbak o. fl McBURNEY’S Drug Store \ Ct>r Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.^ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Giftinga og j, . , Jarðarfara- "lom með litlum {yrirvara Hirch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RtNG 3 sem enginn frá mér tekur. l I Þá eg lifi um eilíf ár öllum sviftur mæðum; f þá ei framar felli tár, en fagna lífsins gæðum. GuSjón Pálsson. \ i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.