Lögberg - 25.09.1924, Side 6

Lögberg - 25.09.1924, Side 6
Bto. 6 LÖGBERG, MMTUDAGINN.25. SEPTEMBER. 1924. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. “Nú, drengur minn,” sagði hann, “eftir hverjum ert þú að svipast hér?” “Herra Lincoln,’- svaraði Stephen. % Hinn settist niður á eina ströppuna og hló lágt en storkunarlega. ‘?Eg er hræddur um að þú sért á röngum stað.” “Mér var sagt, að þetta væri skrifstctfa hans,” sagði Stephen dálítið espur. / “Hvar áttu heima?’’ spurði hinn. “Eg sé ekkj að það koirfí þessu neitt við.” “Nú, ef iþú værir frá Philadelphia eða Boston, þá mætti fyrirgefa iþér.” Stephen var kominn á fremsta hlunn með að segja, að hann væri frá Boston en hætti við það. “Eg er frá St. Louis og er með skilaboð til herra Lincolns,’’ svaraði hann. “Þú talar rétt eins og þú værir að austan,” svar- aði Iborgarinn, sem virtist vera í ibesta skapi fyrir samræður. “Eg er hræddur um að Abe gamli hafi of mikið að gera til þess að tala við þig. Heyrðu drengur minn, hefir þú nokkurn tíma iheyrt getið um Stepben Arno,ld Douglas, öðru nafni “litli risinn” öðru nafni “goð Illinois manna”?” Otephen fékk nóg af þessu og Ihann sfeildi við bongarann, án þess að .sýna honum þá kurteisi að kveðj^ Ihann. Hann hélt áfram göngunni umhverfis strætaferhyrnínginn og spurði eftir hÚ3Í Lincolns. Hann komst ibrátt bur.t frá búðunum og sjóðheitu steinlagningunni á tsrætinu á tinrburlagða gangstétt sem lá undir stórum trjám fram hjá stórum húsum úr múrsteini, sem stóðu spöíkorn frá strætinu. Loks- ins nam barin staðar fyrir .framan timburhús, sem var gráibrúnt á 'lit. Húsið var of hátt fyrir stærð s1na cg'samsvaraði sér illa. Hlerar voru fyrir glugg- um iþðss með sama lit og veggirnir, og fyrir framan 'það var yiðargirðing ofan'á lágum vegg, sem var umhyerfiá flötina fyrir framan húsið, er lá hærra en gangstéttin. Húsið var óneitanlega ljótt, en jafn- vel Ijótt hús getur sýnst fallegt, þegar umhverfis það etan-da eins falleg tré og þarna yo*ru. Stephen hafðí aldrei séð neitt, sem var eins aðlaðandi og forsaölan undir þessum trjám var. Drengur, sem var á að gizka seoctán ára ihékk á hurðinni, sem var i hliðinu og snéri henni á hjöamnum. Hann var auð- sjáanlega mjög ódæll og hafði stórt kriglótt andlit, eem var brúnt af útiveru, og snör augu. Rétt fyrir framan hliðið var hálf-ræfilslegur eineykisvagn með þak( ög hliðartjöldum og fyrir hann var spentur stór, jbrúnn’ hestur. ‘'Geturi þú sagt mér, hvar herra Lirooín á heima?” spurði gtephen. ,‘.‘Já, eg held nú það,” svaraði drengurinn. “Eg er sonurihans og hér elur hann manninn, þegar hann er heima; en það hefir nú ekki verið oft upp á síð- kaatið.” Aiincoln yngri nefndi amábæ í norðurhluta rík- isins. þar semihann sagði að faðir sinn myndi dvelja þá nótt. Hann sagði og Stephen, að hann liti út fyrir að vera þrejrbtur og bauð honum að koma inn og f& sér glas af límónaði og koma síðan með sér «g öðr- um <?reng að veiða fiska. En Stephen sagð; honum, að hann yrði að fara á eftir fðður hans með næstu járnbrautarieet. • “Æ, þú heyrir þa Preoport kappræðuna,” sagði hinn eina og hann öfundaði Stephen af þvi. Veðrið var ateikjandi heitt þennan dag, eins og frá heffr verið saigt. Þegar Stephen var kominn aftu<r á jámbrautarstöðina og 'búinn að bíða þar heila kluickustund eftir hraðlestinni til Bloomington, var hann ekki nærri eins áfjáður i að heyra þeswa Free- port kappræðu og hann hefði ef til vill verið hefði öðru yísi staðið á. Seint um daginn skifti hann um lestir í Bloomington og komst á Illinois Central járnbrautina. Sólin ihvarf á bak við marflata sléttuna og ieatin þaut norður með háreysti o>g skrölti, eins og löngéialaistjprna, glóandi í eldi og eimyrju, sem kepti á móti halastjömunni, sem sást í loftinu. Sbephen var orðinn dauðþreyttur á erindinu. Hann reyndi að sofa, en tveir menn, bóndi og.vere'- unarmaður komu inn í lestína á einhverri i3mást<)ð og sebtust fyrir aftan hann. Þeir fóru að taia saman um þennan Lincoln. "Ja, svei,” sagði verslunarmaðurinn. “Að hugsa sér það að hann skuli ætla sér að isækja á móti ‘litla risanum’!” *TIann er gróflega vel fær, Sam,” sagði bóndinn. “Hann getmr taiað svo að það sem líann segir skilst; það er hægt fyrir okkur að fylgjast með því, s*em hann segir. En Steve Douglas bara gerir mann ruigiaðan.” Féla.gi ahn rak upp skellihlátur. “Og fhversvegna er það?” hrópaði hann. ‘>Bara af því að þið hafið enga mentun. Hvað ætli að maður sem Ihefir kV>fið girðingarstaura, ei.ns og Abraham LincoVn, skilji í stjórnmálum. Douglas dómari hefir hugsað um það alt út í æsar. Já, þar er nú gáfaður maður. Það er langbest að láta hjálendurnar sjá um sig sjálfar. Og svo er alls enginn böfðingjabragur á Abrabam. Fyrsta dag vikunnar sá eg hann í komnu- á flutningalest á hliðarspori hér, meðan Douglas þaut fram hjá f isérstakri lest, sem hann hefir einn og út af fyrir síg.” “Abe er látlaus maður, Sam,” sagði bóndinn. “En <iiáðu bara til hvað verður úr hönum.” Klukkan va<r tíu þegar Stepíhen náði þangað, sem hann ætlaði að fara. Náttmyrkrið huldi fyrir honum evðilegu járnbrautarstöðina og húsaræflana í bænum. Maðurinn, sera leit eftir farangrinum, sagði honum að Lincoln væri í veitingahúsinu. Veitingahúsið! Orð fá ekki lýat því hvaða áhrif það hafði á fþennan un?a mann frá Boston. Það var langt «og lágt Og ekakt og inni í því var iheitt eins og f ofni betfa ikvóld. Þegar ha>nn kom nær því eftir gangstéttinni, sem var ein plankabreidd og lá yfir sléttuforina, þá sá hann að veggsvalirnar og mjói gangurinn voru full af (bændúm log stjóimmála- mönnum. Allir töluðu í öllum Ihugsanlegum raddteg- undum, og það var með herkjubrögðum að Steplhen gat ruðist í gegnum mannþröngina og fundið veit- ingamanninn. Veitingamaðurinn var ró'legastur af öllum; hann brosti að uppnáminu og varð eftir því þýðari í viðmóti, sem átroðningurinn varð meirf. Hann þekti hvern mann og ávarpaði hann með fyrra nafni og þó voru það fleiri hundruð, sem flyktust þarna utan um hann. Hann stóð í horni á bak við veitingalborðið og þaðan hafði hann stjóm á öllum og sendi hvern mann þangað sem hann átti að sofa um nóttina, enda var hann alvanur við kosninga- brask.' ‘fHeyrðu, Ðen,” sagði hann, “það er ekki til neins fyrir þig að reiðast. Þú og Jósúa og Villi og' Sam og kafteinninn 'og íBeaver bræðurair fjóri.r I verðið að sofa allir í númer átta. Hvað segirðu Franklín? Nei, það verður nú ekki af því. Abe 0*g Hill og Oglesiby dómari sofa í númer sjö.” Svitalyktin af mannþrönginni var óþolandi er Stephen ruddist í gegnum hana til húsbóndaps. “Hvað segirðu? Kvöld- mat, drengur minn? Hefi*r þú ekki fengið kvöldmat enn? Ef þú getur troðist inn í borðstofuna, þá geta stúlkurnar gefið þér svínaket og kaffi.” Mr. Brice komst að langa borðinu í iborðstof- unni eftir að hafa fyrst átt í stympingum við drukk- inn bónda, sem var í foruigum stígvélum. Hann gat ekki annað gn broisað meðan hann borðaði svína- steikina og kartöflurnar, sem voru löðrandi í fitu, o-g svo þunga eplaköku á eftir. Þegar hann var að enda við eplakðkuna, sá hann að veitingamaðurinn var kominn þar og sfcóð yfir honum. “Ert þúeinn af þessum fréttariturum frá Chi- cago?” spurði veitingamaðuririn og horfðj á Stephen eins og hann hefði illan igrun á ihonum. Stephen neitaði því að hann væri einn af þeim. “Þú talar ekki eins og þeir. Þú verður vlst hér í nótt.” "Já,” svaraði Stepihen þreytulega; og af vana hætti hann við: “Getur þú látið mig hafa herbergi?” "Eg held það,” svaraði hinn glaðlega. “Númer tíu, það er enginn í því nema Ben Billings, Beaver bræðurnir fjórir og þrír aðrir. það er flet handa þér undir norður glugganum.” Þakklæti Stephens fyrir gestrisnina var ef til vill ekki sem hjartanlegast. En þar sem hann sá, að húsráðandinn horfði enn á hann forvitnisaugum, geðrist hann svo djarfur að spyrja; “Er herra Lincoln farinn að sofa?” ‘Hver farinn að's*ofa? Abe gamli, klukkan hálf ellefu? Eg er hræddur um, að þú sért honum ekki vel kunnugur.” Stepben fanst virðingin, sem hér væri borin fyrir um.sækjanda repúblíkanaflokksins um isenators embættið að minsta kosti nýstárleg. Honum duttu í hug senatorar, sem hann hafði þekt í Massachusette. “Eina áatæðan til þes« að hann er ekki hér niðri að segja piltunum sögur, er sú, að hann er að hafa einhvers konar ráðstefnu með dómaranum og Joe Medill frá “Chicago, Press” og “Tribune.” “Hieldur þú að eg geti fengið að tala við hann?” spurði Stephen. Hann varð djarfari vegna hins aug- sýnilega ltíillætis umsækjandns um senators em- 'bættið. Veitingamaðurinn horfði á hann hissa. “Nú eg geri svo sem ráð fyrir því,” sagði hann. “Bara farðu uipp og berðu á dyrn^r á númer sjö • og segðu að Tom Wriglht hafi sent þig.” “Hvernig á eg að þekkja herra Lincoln?” spurði Stephen. “Veldu ljótasta manninn í herherginu. Eg 'get ekki hugsað mér neinn, ,sem er ljótari en A'be Lin- coln.” Með þe(ssa stuttu lýsingu í huganum gekk Ste- hpen upp stigann upp á loftið, þar sem ekki var mjðg hátt undir þakið. Allar svenherhergisdyraar stóðu ognar, nema einar, og á hurðinni stóð númer 7. Að innan heyrðust hlátrasköll og Stephen var boðið að ganga inn, er hann barði á hurðina. Hann opnaði hurðina og leit í kringum sig í herberginu þegar augu hans voru farin að venjast tóbakisreyknum, sem þar var. Á gólfinu stóð þvotta- skál, því stóllinn, sem hún átti að standa á hafði veríð tekinn til þess að sitja á honum. Rúm, sem var ekki sérlega aðlaðandi, og tvö fiet voru í her- berginu, og fjórir istólar, sem voru mei*ra eða minna farnir að biia. Glerlampi strð þar á óheflaðri hillu og undir honum sat ungur maður, esm var í óða önn að skrifa eitthvað niður ihjá sér og var sem hann tæki ekkert eftir hávaðnum í kringum ,sig. Hver einasti maður í henberginu var í engu að ofan nema skyrt- unni. Sumir þeirra börðust við fiugur og önnur rikordýr, sem sveimuðu þarna í stórhópum — ungi maðurinn, sem var að skrifa var sá eini, sem ekki iskifti sér neitt af þeim. Stephen valdi úr ófríðasta manninn í ihe'rberg- inu. Það var ekki ihægt að villast á honum. í stað þess að vera að tala um undirbúuing kosninganna við hina, var Lincoln að verja hóflega g gætilega notk- un blótsyrða. “Þú bölvar heilmikið, þegar þú ert að halda ræður, dómari góðnr,” sagði hann, “ ng Ihað er ef til vill ekki svo slæm aðferð til þess að halda manni vakandi.” “Já,” sagði dómarinn dræmt, “maður lætur stundum iþesn kouar íhrjóta áður en maður hefir tíma til þess/ að setja lo*ku fyrir það.” Lincoln strank hendinni í gegnum úfið hárið á sér. Neðri vörin á honum, sem va*r hvkk fæ,*ðist upp og lagðist yfir þá efri. Það var leiftur í gráu aug- unum, isem láu innarlega í böfðinu. “Heyrið þið piltar,” sagði hann, “hefi eg nokk- urri tíma sa-gt ykkur söguna af bonum Samúel, sem var handverkssveinn hiá gömlum kvekaTa.” “Nei, segðu okkur hana,’ _,ðruðu a'l'r í eiru hlióði. Ungi maðurinn, gem var að skrifa slepti blýantinum sínum. Stehpen horfði með undrun á þennan grófgerða son sléttunnar. Andlitið, sem var .stórskorið og með djúpum brukkum, varð framúr- skarandi alvarlegt/Lincoln byrjaði sögu sína með alvarlegri bægð, isem var undraverð, jafn smávægi- legt og efni hennar var. “Þessi handverkssveinn var rétt eins hlótsamur og þú, dómari.” (Hinir hlóu) “Já, Samúel gat komið út eins mörgum iblótsyrðum á sekúndu og neistarnir voru, sem ‘hrukku af isteðjanum hans, þegar hann vildi leggja sig fram. Og gamli maðurinn var vanur að tala um fyrir honum á kvöldin og leiða honum fyrir sjónir, hvaða hegningu þetta hlyti að hafa í för ijieð sér, og hann bað fyrir honum á hænarsam- komum. En það var alt til enskis. iSamúel hafði altaf viðeigandi orð til taks, þegar eitthvað var að. En einn góðan veðurdag datt gamla manninum gott ' ráð í hug, þegar hann var að leita að járni á smiðju- gólfinu. "Samúel,” sagði hann, “komdu hingað.” Samúel fór til hans og Isá að Ihann stóð þar hálf- boginn yfir stórri rottuholu, þar sem irotturnar voru vanar að koma upp til þess að éta rusl, sem þær fundu á smiðjufólfinu. “Samúel,” sagði kvekarinn, “komdu með tang- irnar.” Samúel sótti tangirnar. “Heyrðu nú Samúel,” sagði gamli maðurinn, “hérna skaltu sitja þangað til þú nærð í rottu. Þú þ^rft ekkert að hugsa um það að fá þér að borða. Og ef eg heyri þig blóta þegar þú nærð rottunni, þá verður þú að sitja þangað til þú nærð í aðra. Heyr- irðu það?” Lineoln greip tvær regnihlífar og ýtti stólnum, sem hann sat á eftir gólfinu þangað til hann var kominn út í eitt bornið, þar búkti hann eins og hann sæti við rottuholuna og var engu líkari til að sjá en ó- liðlega vöxnum unglingi. Og þetta var umsækjandinn um senatorembættið, sem næista dag átti að mæta í kappræðu hinum fræga og fágaða Douglas. “Jæja, eg held að þetta bafi verið á mánudag,” sagði Lincoln,’ og piltarnir komu í höpum í smiðjuna, til þess að láta járaa hestana sína. Þeir svikust ekki um að gera gaman að Samúel en þarna varð hann að sitja og eftir nokkurn tíma ,fór húöbómdi hans að borða. Samúel opnaði ekki munninn. Alt í einu skelti hann saman töngunum.” Lincoln leit í kring- um sig alvarlegur. “Hvað heldur þú að hann hafi sagt, dómari?” Dómrinn tilnefndi duglegt blótsyrði svona rétt út í bláinn, áheyrendunum til mestu skemtunar. “Eg 'geri ráð fyrir að þú hefðir sagt þetta,” sagði Lincoln alvarlegur. “En Samúel sagði ekki neitt og gamli maðurinn hélt áfram að borða. Klukkan varð eitt'og fólk fór að koma inn aftur, en Samúel sat kyr, þegar kom fram undir kveld fóru piltarmir að safnast að dyrunum á smiðjunni. Þeir voru farnir að verða forvitnir. Samúel leit ekki upp.” Lincoln beygði sig áfram og lækkaði róminn. “Loksins bólaði á rottutrýni í holunni og svo sást í augun rauð, sem skimuðu í áttina til smiðju aflsins — svo —” Regnhlífarnar skullu saman. / “ ‘1 guðs* bænum.” hrópað Samúel, ‘þarna náði eg þér.’ ” ' Lincoln stóð upp og hinir skelliihlóu. Hann hélt upp regnhlifunum rétt eins og þær væru smiðju- tangir og rotta héngi í þeim. Þeir iheyrðu tístið og þetta var alt svo náttúrlegt, að þeim fanst þeir geta séð rottuna spriklandi þarna fyrir framan augun á sér. Stephen ,gleymdi veitingahúsinu og stjórnmál- unum, honum fanst hann vera kominn inn í smiðju hjá gömlum kvekara. ^ --- --1 ' I 'Í"— XVI. KAPÍTUIJ. Stephen fræðist um nokkuð. Það var Lincoln sjálfur, sem kom honum til þass að ranka við sér. Þessi undarlegi umsækjandi um senators emlbættið settist stól sinn og andlit hans varð alvarlegt næstum með sorgarsvip, nema hvað glampinn var enn í augum hans. Hann sat þar hreyfingarlauis. þangað til hláturinn hætti. Þá snéri hann sér að Stephen. “Vildir þú fá að finna mig, drengur minn?” Stephen ásetti sér að vera þægilegur og að láta ekki Lincoln merkja á sér neitt stolt hvorki í máli né látbragði. En 'hann reyndi að ímynda sér senator frá iMassachusette, til dæmis'herra Sumner, segjp söguna um rottuna og sannast að segja vaT honum það ómögulegt. Massachusetts senafcorar höfðu ekki þá gáfu, sem til þess þurfti, hvernig sem á því stóð. Og hann var ekki viss um henfa að það væri gáfa, t=em aflaði mönnum ekki svo smárra vinsælda. Ste- þhen féll ekki rétt vel þetta “drengur minn,” en honum varð eittlhvað einkennilega við, þegar hann horfði í gráu augun og framan í andlitið. Hvernig gat hann vitað, að þúsundir samlanda hans myndu finna til þess; sama við að sjá þetta andlit og þessi augu ? “Drengur minn,” sagði Lincoln aftur,” vildir þú finna mig?” “Já”, sagði Stephen og dró upp úr vasa sínum umslagið, sem dómarinn hafði fengið honum. Lincoln reif Ibréfið upp. tTt úr umslaginu hrundi eitthvert skjal og hréf. Hann lét skjalið í háa hatt- inn sinn, sem stóð öfugur á gólfinu. Svo las hann hréfið og eftir því sem hann las lengra kipruðust varirnar meir og meir saman og hrukkurnar á and- litinu dýpkuðu og urðu að brosi. Svo leit hann upp og varð aftu » alvarlegur á svip. “Sagði Wihipple dómari þér að haldá áfram þangað til þú fyndir mig, herra Briee?” “Já.” , / “Er dómarinn sami þverúðarfulli, og óviðráðan- legi heimskinginn, ®em hann hefir altaf verið?’’ Það var sem fo'rsjónin legði Stephen orð í munn. “Hann ihefir verið mér mjög góður, herra Lin- coln.” Lincoln hló. “Hann er sá örlátaisti maður, sem eg hefi þekt. Þú þekkir hann, Ogleslby — Silas Whipple. En mað- ur verður að vera ein,s og Daníel spámaður eða hugaður sem Putman hershöfðingi til þess að voga sér inn í ibælið til hans. Það er aðeims. einn maður til í heiminum, sem þorir að standa uppi í hárinu á Silas og hann er sunnanmaður og sérveldismaður og mesti heiðursmaður, eg á við Carvel ofursta. Þú hefir beyrt harjs getið Oglesby. Rífast þeir ekki við og við, Brice?” “Þeim slær stöku sinnum saman í kappræður,” sagði Stepihen, sem hafði gaman af þessu. “Kappræður!” ihrópaði Lincoln. “Eg gæti ekki þolað það dag eftir dag að vera eins nálægt því að lenda í áflogum og þeir eru. Ef minn hundur og hundur nágranna míns hringsnéruist urrandi hvor utan um annan hálfan daginn og legðust svo niður saman, þá skyldi eg fleygja pipar á trýnin á þeim.” “Eg býst við að ofurstinn sé emginn bardaga- maður,’ sagði einh*ver af þeim, sem viðistaddir voru. Stephen fann strax til einhverrar löngunar til þess að halda uppi vörn fyrir ofurstan og mæla með hugrekki Ihans, en bæði Lincoln og Ogleshy urðu fyrri til en hann. “Ekki neinn bardagamaður!” hrópaði dómarinn. Rétt hérna um daginn —” “ Bjíddu við Og'lesby,” sagði Lincoln, eg ætlaði að segja þessa sögu. Stepihen hafði heyrt þessa sögu. En Lincoln hermdi svo vel eftir ofurstanum og dró seiminn eins og hann, svo að Stephen dauðlangaði heim aftur. “Nei, eg ætlaði ekki að sekjóta ,ekki ef hann ihefði gengið beint. En hann hlykkjaðist og engdi'st, svo að eg gat ekki á mór setið. Svo sendi eg svert- ingjann minn hann Ephum, til þess að segja honum, að hanrí skyldi ekki láta mig sjá sig oftar í grend við Plantens hótelið. Já, og það er nú reyndar það sem hann var, cinn af þessum bölvuðum Yankees, sem koma suður til þess að verzla með svertingja og vasast í istjórnmálum.” Lincoln leit á Stephen og svo á hréfið frá dóm- aranum. Hann tók upp silkilhattinn sinn og stakk því í fóðrið á honum, sem var orðið mjög slitið og var þegar fult af bréfum og 'blöðum. Svo setti hann hattinn á höfuðið á sér og hnepti að sér kraganum. ‘Eg he*ld eg verði að ganga dálítinn ap'öl, piltar.” sagði hann,” og ihugsa mig um svo að eg verði reiðubúinn að mæta “litla risanum” á prorgun í Free- port. Vilt þú ganga líka, Brice?” Stephen, sem var dálítið hissa, sagði að ihann vildi það. “Nei, heyrðu nú, Abe,” sagði einn af þeim, sem viðstaddir voru, “þetta er ekkert nema ólukku vit- leyisa. Við viljum fá að vita, hvort þú ætlar að leggja apurningar fyrir Douglas.” “Þú eyðileggur sjálfan þig, ef þú gertr það,” sagði annar þeirra. Stephen komst síðar að raun um að þetta var herra Medill.eigandi hins nafnkenda •blaðs Press and Tribune. y “Eg iheld eg verði að eiga það á hættu, Joe,” sagði Lincoln alvarleguT. Svo alt í einu kom titring- uri í kringum munnvikin og gráu augun urðu fjör- leg. “Hafið þið nokkurn tíma heyrt söguna af Beíl ihónda á Egyptalandi. Eg skal segja ykkur hana og þá getið þið máské skilið, hversvegna eg spyr Doug- las að spurningunni. Bell bóndi átti það besta neru- tré og þá fallegustu dóttur, sem voru til nokkuT- staðar þar nærlendis, og honum þótti jafn vænt uii hæði. öllum piltum leist vel á Súsðnnu Bell. En það var bara einn, sem gat komið til mála, sem biðill hennar, o ghann hét Jim Rickets. Jim var myndar- legasti maðurinn 1 nágrenninu. Hann var hengdur síðar. En Jim naut lífsins eftir því sem föng voru til. Honum þótti vænt um Súsönnu og honum þótti perur góðar, og hann ætlaði »ér að njóta hvors- tveggja. Og það vildi svo vel til að perutréð bar marg- faldan ávöxt það ár og Bell bóndi gat ekki um neitt annað talað en það. Þar var líka Ijótur sláni sem ekki er vert að nefna. Hann vissi ósköp vel að hann vaT Súsönnu ekki samboðinn og honum þótti perur eins góðar og Jim Rickets. Eitt kvöld kom Jim eftir veginum, til þess að biðla til Súsönnu. Þar stóð þá hinn undir perutrénu og horfði löngunaraugum á rjvextina. Jim, sem var sparibúinn, sagði við slánann: “Nú skulum við kasta í perurnar.” Hinn vissi vel að gamli Bell horfði á þá yfiv girðinguna, svo hann var strax til í það og lofaðj Jim að kasta fyrst. Jim’ kastaði og niður kom stærðar pera hjá honum. Hann leit á hana og lábbaði heim að húsinu og kendi í brjósti um hinn fyrir allan kjánaskapinn. En þegar hann kom heim að húsdyrunum, var gamli maðurinn þar fyrir. “Hvað ert >ú að gera------*-------------- RJOMI títyðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið íélag og í‘4 fult verð l'yrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er cini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið efeki glepja vður sjónir. farið að fnrdæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skaoar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL / Thc M nnifoba Co-opora<ÍA*o Dairios LTMITFP

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.