Lögberg - 09.10.1924, Blaðsíða 1
LátiÖ ekki hjá líða aö taka mynd af börnun-
um áður en kólnar meira í veðrinu, og hafið
myndirnar teknar hjá
W. W. ROBSON
KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mát Eaton
35. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. OKTÓBER
1924
NÚMER 41
Canada.
Hon. Charles W. Cros's, fyrrum;
dómsmálaráðgjafi í Alberta hefir|
á afar fjölmennum fulltrúafundi, j
verið útnefndur af ‘hálfu frjáls-1
lynda flokksins, til þess að sækja
um þingmensku til samband'sþings!
í hinu nýja Athábasca kjördæmlj
þar í fylkinu.
oleon Antoine Belcourt, sendiherra
emibætti í Washington.
* * *
Látin «r fyrir fáum dögum að
Russell Man., Mrs. Margaret
Crerar, móðir Hon. T. A. Crerars,
fyrrum leiðtoga bændaflokksins í
sambandsþinginu. Hún var sjötíu
og sex ára að aldri.
* * *
Horfinn er fyrir skömmu J. F.
Wilkinson, póstmeistari að Fife, B.
C. Hefir ekkert til hans spurst
Sþrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lög-
reglunnar. Mr. ÍWilkinson er sagð-
ur að Ihafa verið mjög heilsuveill
upp á síðkastið.
* * *
Hon. James Robb, settur fjár-
málaráðgjafi sambandsstjórnar-
innar, hefir lýst yfir því að stjórn-
in hafi grætt $3,500,000 nýlega,
við að endurnýja gömul lán. Hafði
hún komilst að þeim mun betri
kjörum, hvað vexti áhrærir.
Landskjálfta varð vart á ýms-
um stöðum í Quebec og Ontarlo
fylkjum, fyrstu vikuna í yfirstand-
andi mánuði.
* * *
Hon George P. Graham, járn-
brautarmálaráðgjafi, gegnir stjórn
arformannsemb. meðan Mr. King
er á för sinni um Vesturlandið.
* * *
Látinn er nýlega í Saskatoon,
C. W. fiharp, fyrrum formaður
skemtigarðanefndarinnar hér I
íborginni.
* * *
J. Emile Brunet í Montreal Ihefir
verið valinn til þess, að gera stand
mynd þá af Sir Wilfrid Laurier, er
samlbandsstjórnin lætur reisa þess-
um óskasyni þjóðarinnar.
• * •
F. J. Mead, einn af umsjónar-
mðnnum fylkislögreglunnar í
Manitoba, hefir nýverið lýst yfi>r
því, að íbrot á vínbannslðgunum
séu tíðkuð svo mjög um þessar
mundir víðsvegar meðfram Winni-
pegvatni, að til stórra vandræða
horfi. iSanviskulausir vínsmyglarar
séu dag og nótt á ferðinni milli
ihinna ýmsu Indíánabygða og hafi
út úr fibúum þeirra svo að segja
hvern einasta skilding fyrir á-
fenga drykki.
• • •
Einni bankasamsteypu enn, hef-
ir verið hrundið í framkvæmd hér
í landi. Standard og Sterling
bankamir hafa runnið í eina fé-
sýslustofnun, er nefnist Standard-
Sterling- Bank of Canada. Forsetl
hins nýja banka verður Arthur F'.
White.
• * *
J. H. Barry hefir verið skipaður
forseti yfirdómsins í New Bruns-
wick í stað H. A. MoKeown, er
nýlega lét af því embætti, er hann
tókst á hendur forystu járnbraut-
arráðsins.
* * *
Illræðismenn brutust nýlega inn
í huts Lady Hughes að Lindisay,
Ont. ekkju Sir Saim Hughes fyrr-
um hermálaráðgjafa, og námu á
brott fimm þúsund dala virði af
gimsteinum og öðrum skrautvarn-
ingi. Ekki hefir lögreglunni tekist
að hafa hendur í hári bófanna.
* * •
Borgarstjórinn í Vancouver, hef-
ir lagt ríkt á við lögregluna, að
gera alt sem í hennar valdi stend-
ur, til þess að fyrirbyggja ópíum-
nautn og f járglæfraspil meðal Kín-
Verja þar í borginni. Er mælt að
meira hafi verið þar um ópíum-
nautn undanfarið, en nokkru sinnl
áður.
* • •
Rt. Hon. W. L. MacKenzie King,
stjórnarformaður Canada, kom
hingað til borgarinnar síðastliðið
fimtudagskveld . Var ihonum fagn-
að á járnbrautarstöðinni af mikl-
um mannfjölda. Þaðan Ihélt hann
beint til ráðhússins, þar sem opln-
Iber móttökuathöfn fór fram. Mr.
King flutti ræðu í Iðnhöllinni á
laugardagskveldið, fyrir húsfylli.
í fðr með stjórnarformanni voru
þeir Hon. F. J. A. Cardin, fisk-
veiðaráðgjafi, Hon. Charles Ste-
wart, innanrikisráðgjafi, Hon H.
B. MoGiverin og senator Andrew
Haydon.
• * *
Fylkisþingið í British Columbia
kemur saman hinn 3. nóvember
ttæstkomandi.
* * *
Fullyrt er, að MacKenzie King
stjórnin hafi boðið senator Nap-
Hinn 2. þ. m., kom upp eldur í
vöruhúsum Western Grocers Ltd.
að Cranbrook, B. C., er orsakaði
sjðtíu þúsund dala tjón.
• * *
Látjnn er nýlega að Toronto, Dr.
William B. Aikins, bróðir Slr
James Aikins, fylki&stjóra í Mani-
toba. Hann var rúmlega hálfsjö-
tugur að aldri.
• • *
Hinn 5. iþ. m. lést að Miarkdale
í Grey héraðinu í Ontario, John
Stedwell, hundrað og fjögra ára
gamall. Var hann heilsuhraustur
alla æfi. Vanur var hann að þakka
það því, að hann hefði aldrei
nokkru sinni notað tábak.
• • •
Fésektir fyrir brot á vínsölu-
lögum í Manitoba í sept-
emjber mánuði síðastliðnum, námu
$8,680.
* * *
Verkafallinu í kolanámum Al-
bertafylkis, er ólokið enn og sam-
komulagshorfur sagðar að vera
næsta daufar. Þó hefir verið boð-
að til fundar í Calgary, þar sem
búist er við að fulltrúar beggja
aðilja mæti. Tjón það, sem af verk-
fallinu hefir hlotiist, er orðið svo
gífurlegt, að vart verður metið til
peninga.
• « »
E. J. Laxdal frá Dafoe, hefir
verið útnefndur af hálfu bænda-
flokksins, til þess að sækja um
þingmensku 1 Wynyard kjðrdæm-
inu í Saskatchewan.
Bandaríkin.
Fjórtán þúsund starfsmenn og
konur við Amöskeag spuna og
vefnaðarverksmiðjurnar í Man-
chester, New Hampslhire, hafa
sætt sig við launalækkun, sem nem
ur tíu af hundraði. Um Kríð var
eigi annað fyrirsjáanlegt, en að til
verkfalls mundi draga, en svo fór
að lokum, að slakað var til á báðar
hliðar. Vinnuveitendur höfðu upp-
haflega farið fram á að lækka
laun starfsfólks síns, um fimtán
af hundraði.
• * •
James A. Drain, lögmaður frá
I Waslhington, Ihefir verið kosinn
forseti American Legion.
* * *
Eignatjón það, er 'hlaust af völd-
um felKbylja í Wiisconsin, Minne-
sota, Dakotaríkjunum ibáðum og
norðurlhluta Iowaríkik síðustu
vikuna í septemiber, er metið á
iy2 miljón dala. Milli fimtíu og
sextíu manns biðu bana í ofsa-
veðri þessu.
* * *
Hermálaráðuneytinu hefir bor-
ist símskeyti frá Leonard Wood,
landstjóra á Filippseyjnum, þar
sem hann lýsir yfir Iþví, að æsinga-
hugur fólks gegn yfirrráðum
Bandaríkj. sé stöðugt að dofna.
Ásigkomulag búnaðarins telur
landstjórinn vera með besta móti
á eyjunum.
* * •
Utanríkisráðuneytið hefir til-
kynt, að ákvæði Volstead laganna,
nái engu síður til Filippseyjanna,
en hinna einstöku fylkja eða ríkja
1 innan ríkjaisambandisinis.
* * ♦
Fregnir frá Denver, Colorado,
hinn 4. þ. m. telja' Coölidge for-
seta nökkurn veginn vísan sigur I
því riki. Fjöldi Demokrata sé stað-
ráðinn í að greiða atkvæði með
La Follette, með jþví að þeim þykl
John W. Davis og íhaldssamur.
Ekki nægi það iþó til þess að La
Follette vinni ríkið, heldur bein-
líniis tryggi Coolidge þar sigur.
* * *
Maj. General John L. Hines,
ihefir verið skipaður yfirforingi
Bandaríkjahersins í stað John
Pershing, er nýlega lét af því em-
bætti. Mr. Hines er fimtíu ög sex
ára að aldri.
* * *
Senatör Smith W. Brookhart, Re-
publican frá Iowa, hefir að sögn
sagt skilið við flokk sinn að fullu
og öllu. Megin ástæðan sú, að
hann telur Dawes varaforsctaefni
flokksins óhæfan til slíkrar tign-
arstöðu, sökum afskifta hans af
bankahneyksli, sem sagt er að
hann hafi hafi verið við riðinn í
Chicago, fyrir nokkrum árum.
Hver afstaða Mr. Brookhart kann
að verða til hinna flokkanna við
kosningar Iþær, er nú fara í hðnd,
er enn á huldu.
* * •
William M. Butler, forseti Mið-
stjórnar Republicana flokksins,
þykist hafa komist á snoðir um
leynisamtök milli Demokrata og
La Follette sinna, er að því einu
hnigi, að koma Coolidge í pólitísk-
um skilningi fyrir kattarnef, hvað
sem öðru líði. Að sjálfsðgðu er
þeim Davis og La Follette kapþs-
mál að steypa Coolidge af stóli.
En hvor um sig hafa þeir þverneit-
að um nokkra leynisamvinnu væri*
að ræða, með því að stefnuskrár
þeirra væru gerólíkar og öll sam-
vinna þar af leiðandi áhugsanleg.
* * *
Félag bankajstjóra í Bandaríkj-
unum, hefir nýlega á fundi sam-
þykt tillögu, er telur afskifti
stjórnarinnar af Evrópumálunum
öldungis óhjákvæmileg. Stjórnin
geti blátt áfram undir engum
kringumtæðum setið hjá og hafst
eigi að, eins og málunum nú sé
skipað.
-------o------
iSamkvæmt fregnum frá Berlín
hinn 6. þ. m. hafa Þjóðverjar
ákveðið að sækja um inngöngu I
þjóðbandalagið — League of Nat-
ions.
-----o------
Vígsluathöfn í Selkirk.
Hin nýja og veglega kirkja ís-
lenska lúterska safnaðarins í Sel-
kirk verður vígð á sunnudaginn
kemur kl. 11 f. h.
Prestum, embættismönnum kirkju-
félagsins og öllum vinum safnað-
arins er vinsamlegast boðið að
vera viðstaddir athöfnina.
---o------
DeFivera og stríðið
í Morocco.
Spánverskur blaðaðmaður, Mig-
uiel Unamuno að nafni, hefir ný-
lega ritað svæsna árásargrein í
austurríkst blað, gegn ráðuneyt-
iisforseta, eða öllu heldur alræðis-
manni Spánverja, de Rivera. Ber
hann það blákalt fram í ritgerð
sinni, að þeir Alphonso konungur
og de Rivera, hafi stofnað tiil sam-
særis í þeim tilgangi, að hrinda
hinni þingbundnu stjórn af stóli.
Á'stæðan er sögð að vera sú, að
konungur hafi ekki treyst sem best
ýmsum leiðtogum hersins, er hon-
um þóttu fremur líklegir til blinds
stjórnarfylgi's en sannrar kon-
Bretland.
Breska þingið hefir afgreitt
frumvarp Mac Donald-stjórnar-
innar um landamerkjalínur ír-
lands. Breytingartillögur íhald3-
flokksins, voru feldar allar und-
antekningarlaust.
• « «
Verkamannaflokkurinn hefir á-
kveðið að útnefna þingmannsefni
gegn forseta neðri málstofunnar,
Hon. J. H. Whitley í kjördæmi hans
Halifax. Er það sagt einsdæmi í
ungshollustu. Með því að fá de
Rivera æðstu herstjórn í 'hendur,
mun hann hafa þóst all-mjög ðr-
uggari um sinn hag. Þá var það
látið svo iheita á yfirborðinu, að
de Rivera, skyldi aðeins stjóma
landinu með alræðisvaldi í þrjá
mánuði, eða þar til fastara og
ibetra skipulagi væri komið á her-
inn. Höfunaur greinar þessarar,
sem hér um ræðir, telur de Rivera
sjúkan af valdafíkn,— mann, sem
í ekkert horfi, sé fjár og metnaðar-
von í aðra hönd.
Ýmsir hinna eldri herforingja,
stjórnmálasögu Breta, að forseti, . , , , , _
þeirrar deildar mæti gagnsókn I voru tregir ti þess ^rs u’
ganga de Rivera a hond. En þá
voru þeir óðara smurðir nafnbóta-
smyrslum og upp frá því féll alt I
ljúfa löð.
Nú hefir de Rivera setið að völd-
um í marga þrjá njánuði, þvert
ofan í skýlausa yfiriýsing Ihans
sjálfs og konungsins um þær
mundir er stjómarbyltingin fór
fram. Þjóðin veit að hún hefir
verið dregin á tálar og er báðum
reið.
Um þessar mundir á de Rivera í
stríði við Moorana í Morocco. Und-
ir því 'hvemig honum reiðir af
þar, er hin pólitíska framtið hans
að miklu eða öllu leyti komin. Bíði
hann ósigur, má telja nokkurn J
veginn víst, að þjóðin rísi upp á j
móti honum, sem einn maður og;
steypi honum af stóil. Ef honum
„ , , . , . T. . á hinn bóginn tekst að brjóta upp-
Tala atvinnulauss folks a Bret- __
, ,. , ,. ,, _ rerstarflokk þenna a bak aftur og
landi um þessar mundir, er nokkirð _______ ________u.-a*;™.
kjðrdæmi sínu.
• , * •
Allir istjóramálaflökkarnir bresku,
eru nú í óða önn að búa sig undir
kosningar. Er fullyrt að þær muni
fram fara í nóvember mánuði næst
komandi. Því virðist ærið alment
spáð, eftir enskum blaðafregnum
að dæma, að íhaldlsflokkurinn
muni verða hlutskarpastur og ná
haldi á stjórnartaumunum, enda
mun sá flokkur einna samstæðast-
ur.
* a m
Nýlátinn er í Lundúnum, John
Quiller, sá er annaðist um fjár-
framlög til siðustu heimskauta-
ferðar Sir Ernest Shackleton’s.
Var hann í röð fremstu fésýslu-
manna hinnar bresku þjóðar.
á aðra miljón. Virðist Mac Donald
stjórninni hafa reynst öldungis ó-
kleift að ráða fram úr vandræðum
þeim, er af atvinnuleysinu stafa,
þrátt fyrir hin mörgu og fögru
loforð fyrir síðustu kosningar.
• • •
Carson lávarður hefir verið sklp-
aður í írsku landamæranefndina,
sem fulltmi fyrir Ulster.
gera svo út um málin, að þjóðinni
falli í geð, er ekki gott að segja |
hvað lengi hann kann að haldast
við völd, eða hvort alræðismanns-
fyrirkomulagið með öðrum orðum
beinlínis útrýmir þingbundnu
stjórnarfyrirkomulagi á Spáni.
Undanfarna tvo mánuði, hefir \
spanski iherinn í Morocco farið J
halloka fyrir uppreilstanmönnum j
og það svo tilfinanlega, að um J
_ , , ,.. , eitt skeið var helst ekki annað i
Yfirmaður skoska logregluliðs-
.... fyrirsjaanlegt, en að hann yrði
ms, hefir í ræðu lyst yfir því, að J J . ° ... . .'L
talá kvenna beirra er glæDÍ fremji kviaður innl og hoggvinn mður,
tala kvenna þeirra, er glæpi fremji hráviði. síðan að de Rivera
a bresku eyjunum, sé stoðugt aði .... ... , ______ .
, kom sjalfur til vigvallanna, er a-
fara í voxt. Slyngustu vasaþjófar í +n
Lundiúnum og hinum atærri borg-
um yfirleitt, séu konur.
Hvaðanœfa.
i standið sagt að hafa breyst til
muna,'Gpánverjum í hag. Herinn
er nú mikliu betur útbúinn en áður
bæði að vopnum og vistum og ag-
inn strangari. Aftur eru Moorar að
sögn þrotnir mjög að vistum á ýms
um orustusvæðum og farnir að
verða sjálfum sér sundurþykkir.
Kveðst de Rivera munu brotið hafa
uppreistarlýðinn á bak aftur inn-
Hundrað og tvö þorp hafa hrun-
ið til grunna af völdum lanös-
skjálfta í Armeníu. Fólk lét þar
líf sitt svo hundruðum skifti. — | an þriggja vikna: Valt mun þá vera
að treysta sliku, því Moorar eru
atfylgnir mjög og þrautseigir og
kunna ekki að hræðast.
Af Moroccodeilunni er það síð-
ast að frétta að Spánverjum hafi
veitt betur undanfama viku og að
þeir hafi náð til baka ýmsum
þorpum, er uppreisftarflokkur
Moora hafði á valdi sínu.
* * *
Hussein konungur í Hedjaz hef-
ir látið af völdum, en við ríki hef-
tekið elsti sonur hams Emir Ali.
• • •
General Wu Pei Fu, forseti
Peking-<stjórnarinnar, er lagður af
stað til vígstöðvanna og ætlar
persónulega að taka að sér yfir-
stjórn hersims.
Óvinafylkingarnar eru jafnt og
þétt að færast nær Shanghai og
Frá Islandi.
Þorgils gjallandi. Nú á að fara
að gefa út öll skáldverk hans og
er prentun I. bindis hafin í Prent-
smiðju Odds Björnssonar. Auk
áður prentaðra verka hanis verða
nú gefnar út 3 stórar sögur og
auk þes's bestu ritgerðir skáldsins.
Alt verkið verða 4—5 bindi. Nokk-
uð af verkinu verður sérlega vönd-
uð útgáfa og frágangur yfirleitt
ágætur.
Þann 14. júlí síðastl.. andaðist á
hefir ótti mikill gripið borgarbúa. J heimili eínu, Lómatjðrn í Höfða-
TVÖ KVÆÐI
flutt í Silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. ÁSMUNDAR P. JÓHANNSSONAR, Winnipeg
Fimtudagskveldið 2. Október, 1924.
Úr Grettis sögu eru nálega öll orðatiltæki er-
indanna. Þekking á þeirri sögu er því nauðsyn-
leg til að hafa not þeirra. Þó er hugsunin um
baráttu þjóða og beinadalinn úr 37. kap. hjá
Esekíel.—J-A.S.
í Grettis sveit, við hinn fríða fjörð,
Þar fornöldin vígði lóð; —
Þar kappa andinn og kólgan hörð
Óf kjark í þitt unga blóð.—
Frá Kaldbak heimsins þitt kynja þrek
Og kyni Jökuls þú fékst.
Svo fyrir’ þér Ogmundur illi vék,
Er ytra’ að vígum þú gekst.
Er för þin var út “af garði ger’’,
Og gæfuraun mörg á leið;
Um fararefni var fátt hjá þér,
En frægð og sigur þin beið.—
Þá léttbrýnn Ásmundur lét í haf,
Er leiðið f r á Drangey stóð. —
Þann fésjóð, er Ásdis Gretti gaf,
Þú geymdir, — sem arfalóð.
Þótt “illa þeir treysti íslending’ ”
I útlöndum, — nú sem fyr;
Sem Hrafnistumenn við hafnyrðing
Þar hafðir þú jafnan byr.
Þú háðir nútímans heiðarvíg,
Ef hlýri þinn féll í val; ;
Og hefndir fyrir þann flokkarig,
Er fyllir sinn beinadal.
Hér þyntist eigi þitt ættgengt blóð,
Við ættlandið hélztu trú.
Því sögum og kvæðum, sveit og þjóð,
1 sannleika unnir þú. —
Þér helg era vé um Húnaþing,
Með heiðar og dali’ og sund;
Með gullaldarsagnir og goðmenning,
Með Grettir og Ingimund.
Á tvidægru lífs, um tröllaveg,
Við torfærar, mót-él ströng,
Sem Snorri, við farbann: “Ot vil ek”,
Þitt íslenzka hjarta söng. —
Þó “sonaeignin er svipul” enn,
Hér Sóley lét vaskan bur.
En “grát eigi móðir”, gildir menn
Eru’ Grettir og Ásmundur.
Vér heiðrum ’inn mæta Miðfirðing,
Er mestan ber orðstír nú;
Hinn ötula, styrka Islending,
Hans ástmenni’, syni og frú.
—En þegar “hösmagi hurðir knýr”,
Þann hróður mun öölast þú:
Af hólmi Ásmundur hvergi flýr.
Og: “Hélt æ vel sína trú.”
Jónas A. Sigurðsson.
2.
3-
ASMUNDUR
Gamalt rímnalag.
Löngun hafði lifnað mér,
þótt lítt við bragi sé eg slyngur,
að hreifa streng til heilla þér,
hrausti, djarfi Miðfirðingur.
Og velkominn þér Fróni frá
fagna á þessum heiðursdegi.
Gæfan þig um land og lá
leiddi á sínum bjarta vegi.
Aldarfjórðungs eftir starf,
ykkur þakkir ber að vanda.
Þið geymduð frægan feðra arf,
frjáls i skauti tveggja landa.
Þú berð okkar ættjörg frá
óska-gull i báðupm mundum,
þér hefir miðlað, sem má sjá,
P. JÓHANNSSON.
Sólareyjan gleðistundum.
5. Þér af guði gefinn er
góður vilji, traustar hendur;
þú á bjargi bygðir þér
bygging, sem um aldir stendur.
6. Áa þinna þrek og þor
þú að erfðum hefir fengið,
og fjölmörg lika farsæl spor
í fósturjarðar nauðsyn gengið.
7. Eg í brjósti el þá von:
til auðnu verði’ og stærri nytja,
að þú Grettir Ásmundsson
aftur lézt um Drangey vitja.
Jósep Schram.
hverfi, Guðrún Sigríður Hall-
grímjsldóttir, ekkja Jáhannesar
Jónssonar prests Reykjalíns að
Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Hún
var 74 ára gömul. Þann 28. f. m.
andaðist að Reykhúsum í Eyja-
firði, Sigríður Davíðsdóttir, systlr
Jónis sál. Davíðssonar.
-------o------
Mannfagnaður.
Fimtudagskveldið 2. þessa mán-
aðar, var þeim hr. Ásmundi P. Jó-
hannssyni byggingameistara og frú
hans Sigríði, haldið veglegt sam-
sæti í efri sal Goodtemplarahúss-
ins á Sargent Ave. hér í borginni,
í tilefni af tuttugu og fimm ára
hjónabandsafmæli þeirra. Var sal-
urinn fagurlega skreyttur, en tala
veizlugesta mun hafa verið um
hálft annað hundrað.
Hr. B. L. Baldwinson stýrði
samkvæminu og skýrði tilgang
þess með fáum, velvöldum orðum.
Þvinæst var sunginn sálmurinn:
“HVe gott og fagurt og inndælt er”,
en að honum loknum flutti séra
Rúnólfur Marteinsson bæn. Aðal-
ræðuna fyrir minni silfurbrúðhjón-
anna flutti Dr. Björn B. Jónsson
og afhenti þeim í lok tölu sinnar
vandaðan te-vagn ásamt te-sam-
stæðu úr sterling silfri. Voru grip-
irnir forkunnar fagrir og áttu að
tákna vináttu og hlýhug viðstaddra
gesta til þeirra hjóna. Fyrir minni
hrúðarinnar mælti A. S. Bardal.
Þá fluttu einnig ræður, þeir séra
Páll Sigurðsson frá Gardar, N. D.,
Dr. B. J. Brandson og Jón J. Bild-
fell. Allar voru ræðurnar vel og
skipulega fluttar. Hljóðfæraflokk-
ur sunnudagsskóla Fyrsta lút.
safn., er hr. Stefán Sölvason veit-
ir forystu, lék öðruhvoru alt kveld-
ið, fólki til óblandinnar ánægju.
■ Með einsöngvum skemtu ritstjóri
Heimskringlu, herra Sigfús Hall-
J dórs frá Höfnum, herra Halldór
Þórólfsson og Mrs. Dr. J. Stefáns-
son. Við sönginn aðstoðuðu, Mrs.
B. H. Olson og Mr. Steingr. K.
Hall. Söngvarnir tókust ágætlega,
enda einvalaliði á að skipa. Loks
flutti Asmundur snjalla ræðu,
sagði kafla úr íslandsför sinni
hinni síðustu, og þakkaði fyrir
hönd sína og konu sinnar, hlýhug
þann og virðingu, er samsætið bæri
vott um. Sungnir voru margir ísl.
ættjarðarsöngvar, er flestir tóku
bátt í. Var það vel viðeigandi,
því Ásmundur er, sem kunnugt er,
heitur þjóðræknisvinur og einn af
ákveðnustu forvígismönnum ís-
'enzks þióðernisviðhalds í Vestur-
heimi. Tvö kvæði voru heiðurs-
gestunum flutt, annað eftir séra
T. A. Sigurðsson, prest í Church-
bridge, en hitt eftir Jósep Schram.
Eru þau bæði birt hér í blaðinu.
Einar P. Jónsson las kvæði séra
Jónasar, en hr. Jónas Jónasson,
bróðir frú Jóhannsson, flutti hitt.
Þau hjón, Ásmundur og kona
hans, eru ættuð úr Miðfirði í Húna-
þingi, hann fæddur á Haugi, en
frú hans á Húki í sömu sveit,
dóttir Jónasar, er þar bjó. Flutt-
ust þau hingað vestur um aldamót-
in. Kom Ásmundur félaus að
heiman, eins og flestir aðrir. En
fyrir frábæra elju, ráðdeild og
hagsýni, hefir honum fénast svo,
að nú mun hann vera einna mest-
ur efnamaður Islendinga hér í
álfu. Ásmundur er kappsmaður
mikill, gengur að hverju verki með
lifi og sál og er þar allur. Heimili
þeirra hjóna er einkar aðlaðandi,
enda eru þau samhent í öllu, er
það megi prýða.
Rausnarlegar veitingar vora fram
reiddar í samkvæmi þessu og
skorti yfirleitt hvorki gleði né góð-
an fagnað. Hófinu sleit eigi fyr en
að aflíðandi miðnætti. Héldu
veizlugestir þá til híbýla sinna, með
ljúfar endurminningar eftir á-
nægjulega samverustund.
------o------
Lúterska kirkjan í Sel-
kirk.
Blaðið Man. Free Press skýrir
frá því 3. okt s.l., að íslenzki lút.
söfnuðurinn í Selkirk hafi haldið
sína fyrstu guðsþjónustu í nýju
kirkjunni á sunnudagskveldið fvíst
sunnudagskveldið þar næst á und-
an),' og farast því orð um þá at-
höfn á þessa leið:
“Á sunnudagskveldið hélt ev-
angeliski lúterski söfnuðurinn í
Selkirk sína ‘fyrstu guðsþjónustu
í hinni fögru nýbygðu kirkju sinni,
sem að öllu leyti er nú fullgjörð,
að öðru leyti en því að í hana vant-
ar sætin.
Eftir að sálmur hafði verið sung-
inn, var kirkjuklukkan, sem kven-
félag safnaðarins hafði gefið og
búið var að festa í kirkjuturninn,
Jormlega af|ient; sö(fnuðinum af
forseta kvenfélagsins, Mrs. B. S.
Benson, og veitti Th. Anderson,
borseti bygg.nefndarinnnar, henni
viðtöku fyrir hönd safnaðarins, og
á meðan prestur safnaðarins, séra
N. S. Thorlaksson, blessaði yfir
söfnuðinn, var henni hringt í fyrsta
sinni, en á meðan stóð allur söfn
uðurinn í þögulli bæn. Fimm ár
eru nú liðin, síðan hljómar kirkju-
klukku þessa safnaðar þagnaði af
völdum þrumu þeirrar, er eyði-
lagði kirkju hans 7. sept. 1919.
Forseti safnaðarins, hr. Clemens
Jónasson, afhenti söfnuðinum mjög
vandað kirkjuorgel, gjöf frá Mr.
og Mrs. Thorsteinn Oddson í W!in-
nipeg, sem tilheyrðu söfnuðinum
áður fyrri.
Mrs. B. S. Benson afhenti söfn-
uðinum mjög vandaðan prédikun-
arstól. Á prédikimarstólnum er
koparskjöldur og á hann er grafið:
“Gjöf til evangeliska lúterska safn-
aðarins í Selkirk, í kærleiksrikri
minningu um Björn Benson
fBamyJ, frá ekkju hans, Floren-
tínu Júlíus Benson og frá börnum
þeirra, Normu Ester Benson, Láru
Florentínu Ruth Benson og Barney
Stephen Benson, 1924” og var pré-
dikunarstóllinn afhjúpaður af Mrs.
J. J. Júlíus (móður Mrs. BensonJ.
Altari, fagurlega gjört, með
Kristsmynd Raranée’s í miðju,
með orðunum “Komið til mín“ á-
letruðum, gjöf frá Mrs. S. Ben-
son, til minningar um mann henn-
ar, Sigurbjörn Benson og tvo sonu
þeirra hjóna, Stefán og Bjöm, var
þar næst afhent söfnuðinum, og
var altarið afhjúpað af ungfrú
Dóru Benson.
Eftir að hver ein af þessum
gjöfum höfðu verið afhentar, stóð
söfnuðurinn á fætur til þess að
votta gefendunum þakklæti sitt
fyrir gjafirnar og hugarþel það,
sem á bak við þær stóðu og til
virðingar minningu þeirra manna,
er gjafirnar voru gefnar til minn-
ingar um.
Th. Anderson þakkaði gefend-
unum fyrir hönd safnaðarins fyr-
ir hinar dýrmætu og fögru gjafir,
kvenfélaginu fyrir klukkuna og
vináttu kvenfélagskonanna til safn-
aðarins, sem aldrei hefði brugðist,
Mr. og Mrs. Thorst. Oddson fyr-
ir orgelið, Mrs. S. Benson og Mrs.
S. B. Benson fyrir altarið og pré-
dikunarstólinn. Hann mintist einn-
ig stuttlega á starf þeirra þriggja
manna, sem minst væri með gjöf-
unum og senr ástvinirnir væru nú
að minnast á svo fagran og göf-
ugan hátt, og tók fram, að á engan
hátt hefði verið hægt að minnast
þeirra sem minningu þeirra hefði
verið samboðnara, en á þann, sem
gert hefði verið.
Að þessari athöfn lokinni var
bæn flutt og hin vanalega guðs-
þjónusta safnaðarins svo flutt.
Séra S. O. Thorlaksson stýrði
altarisguðsþ j ónustunni.”