Lögberg - 23.10.1924, Page 4

Lögberg - 23.10.1924, Page 4
Bla. 4 LC*ÍBERG, PÍMTUDAGINN 23. OKTÓBiER, 19i24. Jögberg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., jCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Tolsimari N-6327 oi N-6328 9 JÓN J. BILDFELL, Editor (jtanáskrift til blaðsina: THi SOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Wnnlpeg, M*n- Utanáakrift ritetjórane: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, Má"- The “Lögberg” ls printed and published by The Columbia Press, Llmited, in the Columbia Bullding, 695 Sargent Ave , Winnlpeg, Manitoba. Landeigendur. Eitt af því, sem tilfinnanlega hefir verið mis- skift í heiminum, er landið—rótfesta mannlegs fé- lagsskapar og auSsuppspretta þjóðanna. Frá því fyrst fara sögur af viðskiftum mann- anna, hefir því verið tilfinnanlega misskift. Sumir hafa átt viðar lendur, aðrir ekki einn einasta blett. og hefir sá mismunur oft valdiS óánægju, mann- drápuni og blóðugum bardögum í liðinni tíð, og enn heldur sundurlyndið og óánægjan út af þvi efni á- fram um allan heim, en ekki sízt þar sem lítið er orð- ið um óbygðar lendur og landþrengsli eru mikil. 1 Vesturheimi er þessi óánægya ékki róttæk, því gnægð er þar ónuminna landa, og hér hafa aldrei konungar eða sigurvegarar launað þjónustu með nafnbótum og víðáttumiklum lendum, eins og sagan ber með sér að gert hefir verið í Evrópulöndunum, þar sem ættarnöfnin og óðulin hafa gengið í erfðir mann fram af manni í hundruð ára. Spursmál þetta, þó oft hafi það látið á sér bera, hefir aldrei náð eins róttæku haldi á einstaklingum og heilum þjóðum, eins og það gerði sumstaðay í Evrópu að stríðinu loknu, og hafa athafnir manna i því máli ekki náð til eyrna almennings sökum há- værðar þeirrar, er staðið hefir í sambandi við skaða- bótamálin á milli Frakka, Þjóðverja og Englend- inga. En samt hefir orðið eftirtektaverð breyting og framsókn í því máli víðsvegar, en pó einkum hjá þjóðum þeim, sem byggja kornræktarlöndin í austur- og mið-Evrópu, en þau eru Rúménía, Ungverjaland, Yugo-Slavia, Czecho-Slavia, Pólland, og á Balkan- skaganum, í Lithuaniu, Latvía, Esthonia og Finn- landi. Öll þessi ríki tóku við arfleifð sinni að strið- inu loknu. Þau höfðu öll aragrúa af fólki, sem ekki átti lófastóran blett af landi, en sem hafði þráð að geta eignast landblett til þess að draga fram lífiÖ á, eins og forfeður þeirra höfðu gert ár fram af ári og öld fram af öld.' Stjórnir þessara landa fundu til þess og skildu, að þetta landeigna spursmál var aðal spursmálið, sem leysa þurfti, svo framarlega að nokkur von afetti að geta verið til þess, að halda þessu fólki frá að flytja úr landi og leita sér hælis í hinum nýja heimi, þar sem landrýmið væri enn ótakmarkað og frelsið breiddi faðminn móti fólkinu og það gat fengið að njóta ávaxta iðju sinnar. En þetta mál var ekki eins auðvelt viðfangs og menn höfðu imyndað sér. Á meÖan þessi ríki til- heyrðu öðrum stærri ríkjum, höfðu valdhafar þeirra veitt mönnum stórar lendur innan vébanda þeirra fyrir holla þjónustu—herþjónustu og slíka aðra, er mikilla launa þótti verð, og þeir menn aftur veitt þjónum sínum stærri og smærri spildur í launaskyni fyrir trygga þjónustu. Sumir meira að segja fengu slik laun fyrir að ganga í þjónustu fjandmanna rikj- anna, áður en þau náðu haldi á þeim, sem spæjarar, og hlutu að launum stór svæði af verðmestu löndum þjóða sinna. í öðru lagi var óskyldleiki í hugsun á milli hinna ýmsu mannflokka linnan ríkjanna sjáflfra, ‘og að siðustu ekki nálægt því nógu mikið af landi til, sem lífvænlegt var, til þess að hægt væri að miðla öllum. Mörg erfið spursmál hefir þar verið við að eiga í þessu sambandi. Fyrst kom spursmálið um landeignir þær hinar miklu, er stór-landeigendurnir og ríkishöfðingjarnir áttu i ríkjum þessum. Um landeignir ríkishöfðingj- anna var ekki að ræða í þessu sambandi, því Ver- sala sáttmálinn tekur það fram, að þær með allri á- höfn, skuli vera eign ríkja þeirra, innan hverra landamæra þær eignir eru. En um stór-landeigendurna er þar ekki getið, og urðu þjóðir þessar því að ráða fram úr því vanda- máli sjálfar. Umræður og æsingar urðu afar miklar á þing- um þeirra út úr málinu, en í flestum, eða réttara sagt öllum tilfellum varð ofan á, að ríkin tækju þessar landeignir af eigendunum, eða part af þeim, fþví í flestum tilfellum er ákveðið að hinn fyrri eigandi haldi eignarrétti á vissum parti landeigna sinna), og greiddi honum andvirði fyrir. í Czecho-Slóvakíu hafa framkvæmdir verið mikl- ar í þessa átt. Landlögin, eins og frá jæim var gengið á þjóðþinginu, voru fengin landeigna skrif- stofu ríkisins í hendur, sem svo aftur framfylgir fæim. Er þá fyrsta verk skrifstofu þeirrar það, að veita móttöku bænarskrám um að fá land keypt. Þegar bænarskrár þær eru fengnar og búið er að ganga úr skugga um, að menn þeir, er á bak við þær standa, eigi rétt á að gjörast landeigendur, þá er land- eign einhvers stóreignamannsins verðlögð, og rikið kaupir fyrir vist verð land það alt, að undanteknum 150 hekturum, ef landiÖ er gott akuryrkjuland, sem lögin leyfa ekki að sé snert, og þvi er skift upp í smá- bújarðir, oft frá 6—15 hektara (en í hverjum hektara er 2 og hálf ekra). Kaupandinn verður að borga vissa upphæð niður í landinu, og svo hinn partinn af verði Iandsins á vissum árafjölda. Ef sá, er kaupa vill, ekki hefir peninga til þess aö borga fyrstu borgunina, þá Iánar stjórnin þá. Ef aftur á hinn bóginn að land það, sem tekið er af eigendunum, er úrgangsland, þá er ekki gengið nær eigandanum en svo, að hann hafi frá 250 til 500 hektara, eftir sjálf- ur, en enginn má hafa meira land en 500 hektara (1250 ekrurý eftir þessum landlögum. En ekki und- ir neinum kringumstæðum mega þeir, sem undir þessum lögum kaupa land af stjórninni, selja það fyr en eftir tíu ár, nema með leyfi stjórnarinnar. Tekið er fram í lögum þessum, að forgangsrétt skuli hafa menn þeir, er í herþjónustu hafa verið, þeir, sem unnið hafa á landi hjá hinum stóru land- eigndum og innflytjendur. Er híð síSasta ákvæði sett þar, til þess að leitast við að sniA huga þess fólks, sem flutti burt úr landinu á stjórnarárum austurríkska keisarans, sem telið er að vera einn- fjórði partur þjóðarinnar, heim aftur. Þegar búlendur eru virtar til kaups af rikinu, þá er verð það á landi, eins og það var árin 1913— I9Í5. til grundvallar, og þegar þess er gætt, að gjaldmiðill þjóSarinnar hefir fallið ofan í um einn níunda við það, sem hann var fyrir stríðið, þá er auðsætt, að verð það, sem landið er selt á til hinna nýju kaupenda, hlýtur að ver^ þeim 'sérlega hag- kvæmt. Ungverjar hafa farið nokkuð öðru vísi að í þessu máli. Þeir hafa samþykt lög, sem gefa ríkinu rétt til þess að taka á virðingarverði stórar landeignir og er ekki að sjá að í þeim sé réttur hins fyrra eiganda til þess að halda neinu eftir af þeim, gaumur gefinn, og þegar um landkaup ríkisins er að ræða, er verð á landinu miðaS við það, sem á því er, þegar kaupin fara fram, en verð á landi þar er afar-hátt. Þegar stjórnin útdeilir svo landi þvi, eru það sérstaklega tvær stéttir, sem ræða ei' um. Fyrst hermenn; undir þessum lögum hefir stjórnin í Ungverjalandi rétt til þess, aS skifta landeignum upp á milli her- niannanna, sem laun fyrir góSa frammistöðu í stríði eða fyrir velunnin verk í .þjónustu þjóðarinnar, og er sagt, að stjórnin noti ákvæSi þetta óspart, til þess að tryggja sér vináttu þeirra manna, sem undir þann lið laganna koma. Slíkir menn eru nefndir “hetjur” og lönd þeirra “hetjulendur”,, og er það festarnafn arfgengt eins og lendurnar. Lendur þessar eru tak- markaðar að stærð. ÁkveðiS, að þær skuli vera á stærð viS meðal bújarðir, eins og þær gerast þar í landi, og er ætlast til að eigendur þeirra veiti hinni núverandi Hortley stjórn aS málum og leggi sjálfa sig og eignir sínar fram ef á þarf aS halda. Hinn annar flokkur manna, er lög þessi tala um, er alþýðan, en hennar hlutur er hvergi nærri eins veglegur og hermannanna, þvi tekiS er fram, að land- blettur sá, sem hverjum einum úr þeim flokki sé út- hlutaSur, geti ekki fariÖ fram úr parti af ekru, og jafnvel sá litli blettur, er almenningi þar í landi of- urefli, sökum verðhæðar, því eins og sagt hefir ver- ið, borgar stjórnin ákvæðisverð fyrir landið eins og það er, þegar hún kaupir það, sem er afar hátt. Aðra leiÖ hefir stjórnin í Ungverjalandi valið sér til þess að ná haldi á landeignum auðmanna, en hún er sú, að ákveSa að þeir borgi skatta sína i landi, en sú aðferð er sein—svo sein, að mönnum hef- ir talist til, aS það taki hundrað ár að fá búlendur handa 1,200,000 manns á þann hátt. Þessi landlög Ungverja hafa mælst illa fyrir og stjórninni borið á brýn, að hún með þeim sé að færa þjóSina aftur í miðaldaþrældóm. Balkanríkin. 1 sumum Balkanríkjunum hafk ! framkvæmd- irnar í þessu landeigna máli verið hægfara, og ber einkum til þess framkvæmdarleysi stjórnanna og’sú kenning mótstöSumanna þess máls, að hinir smærri landeigendur væru ekki í færum um að rækta lönd sín eins vel og þeir efnuðu, og stóru, en aö allar hömlur, sem lagðar væru á kornræktina, væru háska- legar frá hagfræðilegu sjónarmiði þjóöanna. í Latvíu er sagt, að þetta landeigna spursmál hafi gengið hvað greiðast, og því ráðið þar til lykta á einna hagkvæmlegastan hátt. Með því að ríkið tæki í sína eign allar landeignir, sem tilheyrðu krún- unni áSur, og aðrar landeignir, sem samkvæmt land- lögunum aS ríkiS hefði rétt til þess að taka í eign sína, og nam það land alt 4,000,000 hektara, eSa tíu miljónum ekra. Fimtíu þúsund fjölskyldur hafa nú sezt að á þessu landsvæÖi og keypt sér bújarðir, og er verð bújarSanna og afborgunarskilmálar svo að- gengilegt, að enginn, sem vill eignast land, þarf að vera án þess. Esthonia hefir einnig lagt hönd á plóginn og leitt i gildi Iandlög, sem gefa ríkinu rétt til þess að kaupa og skifta upp stórum landeignum, og eru þau nálega eins afgerandi eins og landlögin í Latvía, en þó með nokkuð öðrum hætti. í Esthoníu eru bú- jarSirnar ekki seldar, heldur leigSar til afnota til sex ára; aö þeim tima liðnum er meiningin að endur- nýja leiguskilmálana, eða framlengja þá á þann hátt, að þeir verði arfgengir, og getur þvi sama ættin setið á óðulum þessum mann fram af manni á meðan hún fullnægir skilyrðum þeim, sem sett eru, en fá aldrei eignarrétt. — Aftur hefir þetta mál verið hægfara í Lithúaníu, því sú þjóð hefir tekið sér fimtán ár til þess að koma breytingu þeirri á. Samt hafa búlend- ur baróna nokkurra verið keyptar af rikinu, en litið af þvi landi hefir enn verið skift upp á niilli manna. En þegar því er lokið, gefur væntanlega þar að ' lita smá-bújarðir eins og í nágranna löndunum, sem eru um 15 ektara á stærð (27% ekraý. Pólland og Rúmenía. Hvergi hefir þessi stefna í landeignamálunum, þar sem hún annars hefir náð sér niðri, mætt eins mikillí mótspyrnu og á Póllandi. Þó hafa lög verið samþykt þar, sem gefa stjórninni rétt til þess að taka með virðingarverði stór landeignir manna, að und- anskildum 60 hekturum, í héruðum þeim, sem verk- smiðjuiðnaSur er mestur i, og 160 hekturum, í akur- yrkjuhéruðunum. En máliÖ hefir fengið þar megna mótstöðu og ástæður manna gegn hinu nýja fyrir- komulagi hafa verið þær, að slíkar athafnir væru háskalegar fyrir efnalega afkomu þjóðarinnar, og svo hefir þetta mál verið gert óvinsælt þar í landi, að meiri parturinn af þeim tuttugu stjórnum, sem þar hafa setiÖ að völdum síSan stríðinu lauk, hafa falliö á því. Samt var 52,000 hekturum skift upp á milli manna árið 1922 og 110,000 árið 1923. í Rúmeníu átti landmáliö ýmsa talsmenn utan- þings og innan, en þar var við raman reip að draga og talsmenn þess máls viðurkendu, að áhrif þeirra hefðu veriö ónóg til þess að breyta hinu forna fyrir- • komulagi. En það voru St. Germain, Trianon og Neuilly sáttmálarnir, sem greiddu því máli götu. MeS þeim sáttmálum jukust Rúmeníu nýjar lendur, þar sem fólk bjó er illa átti saman og óvinátta haföi verið á meðal um langt skeið. Til þess að koma lagi á það, fann Rúmeníu stjórnin sig.knúða til þess, aS taka í sínar hendur víðáttumiklar lendur x Trans- sylvaníu, Bessarbíu og að nokkru leyti í Bukowina. En sökum óánægju, sem átt hefir sér stað lengri tíð í hinu forna konungsríki, Rúmeníu, þorðu ekki leiö- andi menn þjóSarinnar annað en láta landlögin ná yfir það lika, sem gefa stjórninni rétt til þess aö taka í sínar hendur gegn virðingarverÖi allar víðlendar landeignir í rikinp, að undanteknum 500 hekturum, sem hinum fyrri íandeigendum eru trygöir. ------o------ Markaður fyrir Alberta kol, Ritið “Natural Resources”, sem gefið er út að til- hlutan innarikisráðuneytisins, hefir nýlega tekið til meöferðar í grein einni kolbyrgðir Alberta-fylkis. Er fullyrt, samkvæmt rannsóknum námafræðinga, aS þar sé í jörðu falinn einn seytjándi hluti alls kolaforða heimsins. í Drumheller námunum einum er sagt að vera rnuni nálægt hundrað miljónum smálesta. Það liggur því í augum uppi, að frumskilyrðið fyrir aS kolaframleiðslan á þeim stöðvum, sem hér um ræðir, geti þrifist, er aukið markaðssvið.’ En því mið ur virðist fremur hið gagnstæða hafa átt sér stað, eða með öðrum oröum, aS markaSurinn sé jafnt og þétt að takmarkast eða þrengjast, í stað þess að færa út kví- arnar. Mun ranglátlega háurn glutningsgjöldum, að nxiklu leyti mega um kenna. I þeim tilgangi, að ráða bót á þessu, ákvað framkvæmdarstjórn Þjóðeignajárn- brautanna ('Canadian.Naíional Railwaysý í fyrra vet- ur, að lækka til bráðabirgða flutningsgjöld á kolurn frá Alberta og til Ontario. Skyldi gjaldiS nema sjö dölum á smálest, gegn því skilyröi þó, að námaeigend- ur gerðu alt, er í þeirra valdi stæði, til að lækka fram- leiðslukostnaðinn og greiða þar með fyrir bættum markaðshorfum. Því miður hefir niðurstaðan orðið sú, aö fram til þessa hefir framleiSslukostnaöurinn frenxur hækkað en hitt, og hefir ástandið þar af leið- andi síður en svo breyzt til hins betra. Af þessu leið- ir þaö, að markaður fyrir Bandaríkjakol hefir stór- kostlega aukist vestan vVatnanna miklu, einmitt á því svæöinu, þar sem sjálfsagðast virtist, að canadisku kolin fengju mestan og jafnastan markað. Er nú svo komið, að fullyröa má, aö fluttar verði á yfir- standandi hausti‘inn í Vesturlandið, eigi færri en tvær nxiljón smálestir af kolum sunnan úr Bandaríkjunum. Er þetta alt annað en glæsilegt, þegar tekiö er tillit til hinnar brýnu þarfar á aukinni innanlands framleiðsu. ÁÖurnefnt rit bendir á, og það með réttu, að við svo búið megi ekki standa, yfirvöldin verði að skerast í leikinn hiS bráðasta og beita sér fyrir, aS því sern nú sé ábótavant í sambandi við kolaframleiðslu Al- bertafylkis og markaðsskilyrði, verði kipt í lag, eða að öðrunx kosti geti svo farið, að Bandaríkin því nær loki markaði Sléttufylkjanna og vesturhluta (Intario, fyrir hinurn innlendu kolum. Þetta er orð í tíma talað, og er þess aö vænta, aö eigi verSi látið sitja við orðin tóm. ------o------ Tvœr skáldkonur systur. Ólína og Herdís Andrésdœtur. Það er hvorttveggja—segir J.B. í Morgunblaðinu nýlega, “að þær systur eru tviburar, enda eru ljóð þeirra lík að hugsun og búningi. Þær hefðu vel getað ort hvor annarar vísur. Báðar elska þær ferskeytl- una, og báSum er hún svo tiltæk, að hún er þeim lang- tamasta formið, og með henni geta þær báðar brugö- iö upp skýrri mynd og eftirminnilegri, hvort sem er af náttiiru, manni eSa málefni. Þarf ekki annað en benda á þessar. Ólína yrkir til ferskeytlunar: Á ey og bala öldu falls áttu sali kunna; þú ert dala dís og fjalls, dóttir alþýÖunnar. Herdís kveður um meðalhófið: Margra váru mörkuð skeið manna, er báru snilli. Skall á fár, því skektist leið skers og báru milli. Eða þessa góuvísu Herdísar, sem hefir alla kosti ferskeytlunnar: Þeysti góa í garð meö snjó, geyst á nógu skriöi. En þorri hló og hneig og dó hljótt í ró og friði. . En þær geta brugðið fyrir sig fleiru en ferskeytl- ununx. T.d. yrkir Ólína yndislegar þulur, eins og: “Gekk eg upp á gullskærum móður minnar” og “Sat eg undir fiskihlaöa föður míns” — Sama er að segja um Herdísi. Henni eru fleiri strengir tækir en þeir, sem ferskeytlan hlj’ómar. Hún yrkir þessa ömurlegu vísu: -' En hver hefir ýtt mér út á gljána, á sem hvergi festi eg tána ? Eg hélt að veðrið væri að skána og vægri seinni parturinn. Þvi nógu þótti mér þungbær hinn. Seint vill vora, seint vill hlána; svefninum verð eg fegin. En bíÖur þá nokkuð betra hinu rnegin ? Konan með peninga. I^- ONAN, sem á pen- inga í Sparisjóðsbók, hvort heldur er húsmóö- irin, er sparar af tillaginu til heimilisins, eða skrifstofustúlkan, er sparar af kaupi sínu, er sú kona, sem getur veitt sér ýms þægindi, er gera lífið ánægju- legra. Með peninga á bankanum, getur hún lit- ið öruggum augum á framtíðina og mætt hverju, sem að höndum ber. Öruggasta leiðin til að safna fé á spari- sjóöi, er að leggja inn dálitla upphæö á hverri viku eða hverjum mánuði. Uie Mcasure of Your Income heitir bækling- ur, mjög nyt- samur konu hverri. KiSjiS um eintak. Skógarmenn. Eftir sr. Friðrik Friðriksson. Ekki voru það sekir skógarmenn, úalandi, úferjandi og úráðandi öll- um bjargráðum,” sem útivistir hðfðu uppi í Vatnaskógi og lágu þar í tjöldum heila viku. Það voru piltar úr K. F. U. M. Þeir voru áð eyða þar sumarleyfisdögum sínum á þessum yndislega stað. Loftið var þar þríréttað, fjallaloft, skógarloft og sjávarloft, hlandað sæferi angan af vaxandi -birkinu og iblómskrúði því, er skógsvörðinn þekur. K. F. U. M. hefir fengið þar rjóður eitt til afnota fyrlr sumar- starf sitt. En ®ú stairfsemi er enn í byrjun sinni. Slcátarnir eru sá einasti flokkur innan K. F. U. M., sem að undanförnu í nokkur ár Ihafa tíðkað slíkar útilegur á sumr- um í sumarskála sínum og víðar. Hefiir þeim reynst svo hér, eins og reyndin hefir orðið annarsstaðar, að mikla blesun og yndisleik hefir e*lík félags-útivera í för með sér. Nú er að komast skriður á þessa .starfsemi, einnig meðal annar.i pilta og dlrengja innan K. F. U. M. Sumarið 1922 ibyrjaði þeslsi staéf- semi með útileguflokki er hafðist við á Vatnsleysu, og naut þar hinn- ar mestu velvildar og góðsem! fólksins á þeim ágæta bæ. í fyrra isumar hafðist einn flokkpr við uppi i Vatnaskógi, en ísumar tveir flokkar. Fyrri flokkurinn var upp frá dagana 17. til 23. júlí; voru í honum 14 þátttakendur. Síðari flokkurinn dvaldi upp frá dagana 7. til 13 ágúst, og voru í honum 20 piltar. Stefán ólafsson ferjaði flokkana til og frá á hinum stóra 0g góða vélbát sínum. Auka sjó- ferðirnar skemtun og nautn ferða- lagisins. Með flutning og ýmsan greiða áttum vér gott athvarf hjá prófastshjónunum í Saurbæ. Þeg- ar komið var upp í rjóðrið var tjaldað, og búist sem best um. í rjóðrinu stendur allhá fánastöng: Blaktar þar á í björtu rjóðri Fáni vors lands Með litum þrennum Dýrðarmerki Og dáðahvati. Alskærast tákn Vorsi unga ríkis. í rjóðrinu stendur og lítill elda- skáli úr timbri, sem reistur var i fyrrasumar. Er þar eldavél og önnur eldhústæki. Til íbúðar var haft tjald eitt mikið, 10 álnir að lengd, 7 að breidd og 4 á hæð. Var það Tiýtt og vel vandað; gaf einn velunn- ari K. F. U. M. iþað til sumar- starfsins’. Enn voru þar og tvð tjöld minni. í öðrum enda stóra tjaldsins var sofið á þykkum hálmdýnum, isem í þessu aughamiði höfðu verið búnar til og stangaðar af sjálf- boðaliðum í K. F. U. M. Hver pilt- urihafði með sér kodda, línvoðir og ábreiður. í hinum helmingi tjalds- ins voru tvö borð til að matast við. Þar var einnig setustofa til inni- veru í rigningum, og ærið rúm. Tveir fullorðnir piltar önnuðust matargjörð, en aðrir tveir upp- þvott. Allar matarbirgðir voru fluttar með frá Reykjavík, nema mjólk og ismjör. Það var keypt að iSaurbæ, og skiftuist drengirnir á að sækja mjólkina. Það er góður Ihálftíma gangur. Var liðlega líter af mjólk ætlaður á mann á dag. Allur var matartilbúningur hinn besti; piskruðu drengirnir stund- um við miðdegisverðinn, að elda- menn mundu hafa matreiðslubæk- ur með sér. Var matarlyist hin besta og undu menn vel vistinni. Enda var þetta kveðið: “Tjaldbúar saman sátu teitir, isíglaðir og urðu feitir.” Dagarnir liðu fljótt við samveru og leiki. Var á morgnanna blásið í horn til fótaferðar kl. 7.30, ef sólskin var, en einum tíma seinna, ef rigndi. Fóru menn þá niður að vatni og þvoðu sér, bjuggu upp sængur sínar og gengu síðan til snæðings. Síðan var fáni íslands direginn upp með Ihyllingarsöng. Þarnæst var kyrlát stund með sálmasöng og guðsorði. Síðan var farið út tit leika og ýmissar skemtunar. Stundum höfðu útvald- ir útlagar og Hólmverjar falist í skóginum, og lið var sent út til að handsama þá. Stundum nutu menn sólskinsins í einhverju irjóðri og sögðust þá á sögur og sungu fjör- uga söngva. Gekk svo alt til mið- degisverðar. Að honum loknum var venjulega farið eitthvað Iangt út, ef veður leyfði, t. d. niður að Eyrarfosisi eða upp á Sikarðsheiði er þar afarmikið víðsýni, þegar vel er bjart. Gafst þar kostur á að fara í snjókast í sumarblíðunni. Stundum var og leikið að fótbolta á flesjum við neðri enda vatnsins. Fundið var upp á nýjum knatt- leik, sem vér kölluðum tvístirni, og var hann leikinn með tveim knött- um, stórum og litlum. Menn stóðu í hring og ihentu íhver til annars, og máttu aldrei báðir knettirnir vera í einu hjá sama manni, ella varð hann að ganga úr leik. Ef rigndi og heima var setið, gjörðu menn sér líka margt til gamans: kváðust á, sögðu eða lásu sögur, eða köstuðu smáknetti hver til annars, og sagði þá sá er kastaði fyrra ihelming af samsettu orði, og átti sá að botna er við tóik. Það var góð leiknisæfing. Eftir kvöld- verð var fáninn tekinn ofan með söng. Þá var haldin stutt guðs- þjónusta, og fóru menn síðan út að þvo sér og búa sig til rúmferð- ar. Var isvó alt komið í kyrð og blíðan blund kl. 10 til 11. Á sunnudögum fengum vér heimsókn. iSunnuadginn, þegar fyrri flokk- urinn var uppfrá, komu milli 40 oS 50 manns úr Reykjavík. Skemtu gestir slér hjá oss í rjóðrinu, og var þeim veitt kaffi eftir vild Síð- an fylgdu skógiarmenn gestum yfir að Sauihæ, og var þar haldin guðs þjónusta í kirkjunni kl. 5. Og að henni endaðri gengu komumenn til skips, en útilegumenn til skóg- ar. Sunnudaginn, er síðari flokkur- inn var uppfrá, komu milli 30 og 40 heimsækjendur frá Reykjavík. Tóku þá skógarmenn á móti þeim á ISaurbæ 0g voru allir fyrst við kiirkju; messaði prófasturinn, sr. Einar Thorlacius. Síðan var hald- ið upp í skóg og skemt sér vel, í indælasta veðri, þar til gdstir SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Kf |>ér haflð ekki þegar Spnrlsjóðsrelknlng, |>á getlð þér ekkl breytt hyggilegar, en að Ieggja penlnga yðar Inn á eltthvert af vor- utn na’stn trtibúum. J>ar bíða þeir yðar, þegar rétti tíminn kemur til að nota þá yðnr til sem mcsts hagiiaðar. Union Bank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tima komið upp 345 útihúum frá strönd til strandnr. Vér hjóðnm yður lipra og áhyggilega afgreiðslu, hvort scm þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vér bjóðum yður að heimstekja vort ntcsta ítibú, ráðsmaðurinn og starfsmenn hans, munu finna sér ljúft og skylt nð lelðbeina yður. CTIKÚ VOR EUU A Sargent Ave. og Sherbrooke Osbome og Corj’don Ave. Portage Ave. og Arlington Logan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg. AÐALSKIUFSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAÍ.V and WILLIAM — — WINVIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.