Lögberg - 18.12.1924, Page 7

Lögberg - 18.12.1924, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 18. DESEMBER. 1924. Bis. 15 Safoaðarsöngar. Fyrir rúmum 23 árum komu 4 ungir guðfræðignar úr utanför, höfðu verið að kynna sér ýms krisitindómsmál og gengu auðvitað tiil kirkju, er skipið, sem flutti þá heimleiðis, dvaldi snnnudag í 'höfn á Auistfjörðum. 17. árum síðar var einn iþessara manna, þá orðinn fyrir löngu þjóðkunnur bindindis- frömuður, samferða í langferð fé- sýslumanni ,er alist hafði upp I kaupstað þesisum á Austfjörðum. Einhverju sinni harst þá talið að þessari ikirkjuför; féissýlumaður- inn hafði verið þar drengur og mundi eftir komu þessara fjög- urra ókunnugu guðfræðinga. “iSegið mér nú alveg einis og var, voruð þið ekki kendir, er þið komuð í kirkjuna?” sagði hann. .Bindindisfrömuðurinn ibrosti; hon- um var vel kunnugt um að enginn félaga hans hafði bragðað vín i förinni heimleiðis, og spurði; “þvi haldið þér það.?” “Eg Iheld að allir, sem í kihkju voru, hafi halldið það, af því að þið sunguð alla sálmana, þött þið sætuð ekki hjá hljóðfærinu í kirkj- unni.” Eg hefi aldrei Iheyrt eins spaugi- lega <og um leið raunalega sönnun ,um “þögn safnaðarins.” Menn eru því svo vanir — í fjölmennu kaup- túni — að enginn syngi í kirkju, nema þeir, sem eru í söngflokkn- um, að áfengi er um kent, ef ó- kunnugir kirkjugeistir ibregða þeim vana. lEinhverjar Ibreytingar til bóta munu vera orðnar í því efni. Hljóð- færum hefir fjölgað mjög og söng- ur vaxið síðan um aldamót. — En samt kemur kunnugum samart um, að “þátttakan í sálmasöngnum við guðsþjónulstur isé víða nauða- lítil.* Séra Halldór Jómslson á Reynivöllum hefir manna mest, svo kunnugt sé, reynt að kippa því í lag. Á tveím siðustu prestastefn- um befir hann flutt erindi um safnaðarsönginn, og blöðin Bjarmi og Lögrétta hafa flutt þau al- menningi. Sagði hann í fyrra er- indinu rækilega frá starfi sínu í þessu efni í prestakalli sínu, og átti það að vera bæði til hvatning- ar og eftirbreytni. Vel tók presta- stefnan í málið, 1— en ókunnugt er mér um, ihvað aðrir prestar hafa gert heima fyrir. Enginn þeirra hefir, g'vo ,eg minnist, skýrt opin- berlega frá reynslu sinni í því efní, og margir ætla, að flestir þeirra séu hvergi nærri eins ötulir í þeiss- um efnum og séra Halldór, og að þeim finnist þögnin svo gömul og rótgróin, að sér um megn að rjúfa 'hana. Söngmálablaðið Héimir tekur al- veg undir með séra Halldóri; er þar ný-.byjuð löng grein, er heitir “Söngur í kirkjum”; væri vel að organleikarar kirknanna yrðu prestum samhentir að glæða safn- aðarsönginn, því engum iblandaat hugur um, að hann hafi mikil og góð áhrif. William Booth herslhöfðingi á að hafa sagt einhverju sinni, að hver sem frelsaðist og gengi í Hjálp- ræðislherinn, gæti ékki annað en tekið undir lofsöngva Hersins, enda þótt hann aldrei raulaði lag áður á æfisinni. — Hvort sem það er bókstaflega isatt eða ekki, þá er alkunnugt í öðrum löndum, að vaknað fólk syngur miklu meira og almennar við guðs- þjónustur en flest annað fólk, — eins og eðlilegt er. “Þaðan hiljómar þakkargerð og gleðihljóð,’” og þar hugsa menn: “Um náðarverfc Drottins vil eg syngja að eilífu,” og “eg mun syngja þér lof mitt í söfnuðinum.” (;gbr. Jer. 30. 19. Sálm. 89. 2, Hebr. 2. 12. Erfiðara er viðfangs þar sem vakningin er ókomin og deyfð og þögn rótgróin — en mikið má ef vel yill. — Allir bestu æskulýðs- skólar fjær og nær leggja mikíla ræ'kt við söng, telja hann fagurt og öflugt upeldismeðal — og mörg- um verður þar mikið ágengt4 “Annaðhvort eru þetta trúaðir piltar eða nýkomnir úr lýðhá- skóla,” iheyrði útlendingur ®agt í Danmörku. ‘1Af hverju haldið þér það?” spurði hann. “Af því að þeir syngja svo mikið,” var svar- ið. Þunglyndi og ljótar hugsanir flýja söng, og innilegur og öflugur safnaðarsöngur lyftir sál til hæða. — Enginn andmælir því, en þó er þagað víða — þegar vel færi á að allir “tækju undir.” Hægast ætti að vera að byrja á börnunum. Nær því undantekning- arlauist er þeim ánægja að söng- og að syngja með v— ef ekki er gert gys að þeim, sem eru Ölagviiss °g Htla söngrödd hafa, en sú óað- gætni fullorðinna hefir gert meira tjón og valdið lengri “þögn” en margan grunar. Við fermingarundirbúning geta prestar vanið börnin við að syngja sálma, og sé verulegum tíma varið til þess undirbúnings, mætti þar leggja grundvöll að safnaðamöng framtíðarinnar. Komið gæti til á- lita, hvort ekki væri vel ráðið að söfnuðurinn gæfi íhverju ferming- aribarni sálmabók með hlýlegri á- iritun. Er ótrúlegt annað en það -hefði oft góð áhrif, — og þá þyrf-tu ekki fátæk bðrn að vera sálmabókarlaus, af því að foreldr- ar þeirra gætu ekki keypt þeim fhana. Landar vorir vestan hafs hafa tekið þann sið upp eftir þarlendum söfnuðum, að söfnuðurinn stend- ur meðan sálmar eru sungnir við guðsþjónustur. Sagði mér einhver að sá siður styddi mjög almenn- an safnaðarsöng. Fólk vildi miklu síður ‘Vera iðjulaust” ef það stæði en er það sæti. En eðlilegt er, að áhugmönnum leiðist að bíða eftir “komandi kyn- slóð” í þessu efni. Aðal gleðihátíð kris>tinna manna fer í hðnd, þá eru kirkjur vel sóttar, ef stórhríðar hindra ekki ferðalög, og þá -ættl að vera auðveldara en ella að fá söfnuði til að syngja lofsöngva. Er vonandi að prestarnir noti það tækifæri. Velkomið er að útvega þeim er- indi séra Halldóra á Reynivöllum, sem ekki hafa þegar lesið þau í blöðunum; þau eru mjög íhugun- arverð, og ihann á lof skilið fyrir framkvæmdarsaman áhuga sinn í þessum efunm. S. Á. Gíslason. Tíminn 8. nóv. ------o------ Endurminningar um séra Adam Þorgrímsson. “Vinir minir.í—allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkur hljóðar hallir, hallir dauðans—einn og tveir, einn ----og — tveir!” Guðm. Guðmundsson. Það grúfir þögn umhverfis mig. /0ti rí'kir þögul dýrðleg vetrarnótt. Stjörnur blika á blá-dimmu hveli nætur. Þær halda vörð yfir ný- orpnu leiði þínu. Þetta er fyrsta nóttin þín í faðmi foldar, því jarð- arför þín fór fram í dag. Allan dag inn í dag hefir mér fundis-t -sem eg heyrði grátsog í fjarska; -bergmál af harmi konu þinnar og barna, begrmál af harmi þeirra er þektu þig, endurhljóm af sorg þjóðar þinnar yfir kærum syni, sem ung- ur gekk grafarveg. — Eg hafði þráð, að mega fylla hóp vina þinna er fylgdu þér til hvílurúmsins hinzta. En tilfinning ar ihjarta míns annars vegar og ytri kringumstæður hins vegar, öftruðu lyér frá því. En í allan dag hafa hugsanir mln- ar verið helgaðar þér. 1 kvöld síg- ur mér ekki svefn á -brá; þess- vegna helga eg stundina endur- minningum mínum frá tíu ára við- kynningu okkar. Vel eg því aðeins þær sem lýsa þér best. Það var á hinni fríðu Kyrrahafs- strönd, að fundum okkar bar fyrst saman. Einn fagran júní-morgun vorum við samferða, sjóleiðiis milli tv-eggja stöðva á starfssvæði mínu. Eg var þá nýbyrjaður á prests- starfi hálf-kviðandi og ístöðulí-till, mér jálfum meðvitandi hve starf það, er eg var þjónustumaður að, var stórt, — og -hve litUl eg sjálf- ur var. Samræður hófust okkar í milli. Við töluðum um margt. Hví- lík nautn að tala við þig um það, er laut að högum og kjörum ís- lensku þjóðarinnar. Þú vanst þá svo að -segja ný-kominn til hins vestræna vona-lands. — 0g við tðluðum um margt, —■ trúmál meðal annars. Um þau fann eg að þú hafðir hugsað. Um þau var þér ljúft að tala. Skilning- ur þinn,—samúð—með ö-llu því fagra í trúarbrögðum, heillaði mig. -þótt ekki virtust leiðir okkar liggja isaman ,með öllu í þeim efnum, þá 'hafði samtalið hressandi áhrif á mi]g. Þegar samferðin var á enda, skildi eg við þig styrkari maður, en þegar fundum okkar bar saman. Þótt kynningin hefði ekki orðið meiri, varst þú mér samt með öllu ógleymanlegur. Næst bar fundum okkar saman í Blaine, Waslhington. Þú hafðir verið að leita áð atvinnu, en varðst lasinn og þjáðist um lengri tíma, vinfár og fjarri ástvinum þínum, í framándi -landi. Boð fékk eg frá þér að koma til fundar við þig. Mér er síst gjarnt að gleyma er- indi þínu. Það var að biðja mig að þýða úr grísku, vers eitt í nýja- teistmentinu. Þú lagðir isérstaka áherslu á það, að eg næði sem ibest ég gæti gildi hvers orðs fyrir sig. Þarna birtist mér þín stóra sál. Þú varst veikur, í erfiðum kring- umstæðum, — en þín stóri andi kaus sér annað umhugsunarefni en eigin hag. — Nærfelt ári seinna mættumst við aftur. Það var í Seattle-borg. Ásamt öðrum manni, — vini okkar beggja, töluðum við um framtíð þína. Vinur minn vitrari og reynd- ari en eg, átti langt tal við þig. Þar lærði eg að þekkja þig frá nýrri hlið. Þú varst jafn elsku- legur, hvort sem vinir þíni-r voru þér sammála, eða hið gagnstœða átti sér stað. — það haust byrjað- ir þú nám aS nýju, — en alla þína æfi varatu námsmaður í sönnustu merkingu, jafnvel þegar heilsa þln var þrotin. Fundum okkar bar -saman þann vetur. Þú sýndir mér þann vinahug, að benda mér á galla mína. Við mættumst í Seattle, vorið 1917. Þá stóðst þú á vegamótum. Byrjunarnám þitt til prestlegrar mentunar -hafði gengið einkar vel. Nú lá leið þín austur ti!l Manitoiba, til meginstöðva íslenskra safnaða. Þú áttir að byrja störf í þarfir kirkjunnar um sumarið. Við dvöld- um saman nokkurn hluta dags. Vorfegurðin þann maí-dag, hafði klæðsf í ’hið itgurata skrúð. Ang- an vorsins vakti útþrá og vonir ! hjörtum okkar beggja. Við geng- um niður að Ihöfninni, þar sem skipin mörgu láu. Við horfðum út á hinn fagra fjörð, er lá sveipað- ur í gliti deyjandi sólar. Köldroð- inn varpaði himneskum friði á alt umlhverfið. Man eg þá að eg sagðl: “Þesisi fegurð og friður spáir góðu um störf þín og -þroiska. Braut þln verður farsældar*braut.’‘ En þú svaraðir, — og eg fann að tilfinning hjarta þínis var snort- in; “Nei, braut mín verður ef til vill þyrnibraut, — en hún liggur til þroka og það nægir.” — Við skildum það kvöld, þú fórst “aust- ur um fjöllin háu,” en eg dvaldi enn um hríð þar vestra. En bréf gengu okkar á milli. — Og þegar eg síðar lá sjúkur, og syrgjandi — og þorði vart að horfa framan í ljóis komandi dags, flutti Ibréf þitt hlýja geis'la inn í sálu mína. Eg man þig á kirkjuþingum, síð- an leiðir mínar lágu hingað aust- ur. Þar talaðir þú ávalt af skýr- leik og hugsun. Orð þín voru hressandi eins og aftansvali. þú hirtir ekki um það hvort margir eða fáir féllust á skilning þinn eða skoðun. En hvert sem umtalsefnið var, ibarst þú vitni þeirri sannfær- ingu, sem hjarta þi-tt bjó yfir. Hjá þér sameinuðust tveir sjaldgæfir hæfileikar: skarpleiki í athug- unum og Iheitar tilfinningar hjarta þín-s. — • Aldrei gleymi eg — og fleiri munu þeir vera — er seingleymd verða orð -þín, á prestafundi á Gimli, er þú fluttir erindi þitt um Jesúm Kri-st. Skilningur þinn og tilfinningar þínar voru þar sam- stilt afl, sem gerðu orð þín að lif- andi ógleymanlegum orðum. Vissu lega hafði leið þín legið til þroiska. Þér hafði veist sú náð, að vaka upp við brjóst frelisarans, og sjá inn í hjarta hanls. % Síðastliðinn vetur eignaðist eg nýja mynd af þér, sem hjarta mitt vakir yfir í sjóði endurminninga sinna. Það var á Ungmenna þing- inu, sem ihaJldið var í Winnipeg. Til kvöldskemtunar var efnt í sal Fyratu lút. kirkjunnar þar. Þú tókst þar þátt í leikjum ungmenn- anna; gladdist með þeim á svo lát- lausan hátt, — þrátt fyrir það, að þú varat veikur, og tókst aldrei á þér heilum. * Síðastliðið sumar hittumst við i hinsta sinn hérna megin grafar. Við töluðum saman. Þú varst ör- uggur, vongóður, glaður. Þú afsak- aðir hve íbréf þín hefðu verið strjál. — Og nú þegar þú ert horf- inn — þá finn eg sárt tiJ þess hve eg er sekur að fhafa látið annlr eða kringumstæður mínar aftra mér frá að senda línu við og við, þessa siðu’stu mánuði æfi þinnar. S N Þú ert horfinn úr ihópi ástvina og starfisfólks þíns, starfslbræðra þinna og 'samferðamanna. Við Iburtför þina finn eg sárt til þess að við máttum ekki miise-a þig. Þú sameinaðir frjálslyndi og djúpa hjartanlega trú á Drottinn, sem var þér helgara en alt annað. Sætl þitt er autt. Skarðið er óbætan- le-gt í heimilishring þínum, en það er einnig stór að því er söfnuði þína snertir. Vestur-íslendingar syrgja einn af sínum efnilegustu mönnum. Fóstran íslenska grætur hjartahreinan, drenglundaðan son. Eg, (og margir aðrir munu segja hið sama,) syrgi vin, sem er með öllu ógleymanlegur, þar sem þil ert til grafar genginn. Þakkir fyrir hreinskilni þína, þakkir fyrir els-ku þá, er þú sýndir mér! Saiga þín, þótt stutt sé, -sannar mér það að gildi þjónustunnar t þarfir Guðs og manná, er ekki kom in undir árafjölda, heldur undlr hjartalagi og anda þess er innir þjónustuna af hendi. Vertu sœll! 25. nóv. 1924. Sigurður Ó'afsson. Þekking trjánna. iEftir Lincoln Steffens. Ung ávaxtatré voru grafin upp í New Englands ríkjunum og send til Californíu og góðursett þar. Þau skiftu hundruðum og voru öll valin með mestu nákvæmni af sérfræðingum úr þektum og völd- um aldigörðum og valin af þvi að þau voru sterkari, fegurri og gáfu meiri vonir en önnur -tré. Þau voru göfugust á meðal trjánna og voru afkomendur trjánna, sem höfðu verið valin, plöntuð og endur- plöntuð í marga ættliði, sökum þess hve ávaxtasöm þau voru: Ætt- göfgi þeirra var veruleg. Menn h*Sfðu ástæðu til þess að vonast eftir að s'lík tré væru alt það isem tré af slíkri tegund gátu verið og vita af eðlistilvísan alt sem tré geta vitað og hegða sér einis vel og vitur og vel vaxin tré geta hagað sér. Renyslan varð átakanleg. Breyt- ingin varð mikil. Það átti að gefa þeim alt það tækifæri, sem hægt var og veita þeim alla umönnun sem unt er. Þau voru góðursett utan í hæð, sem var alveg eins og Ihæðin, sem þau uxu upp úr heima. Stoðir voru settar við þau, þeim var vatnað og um þau var annast. Þessi verðmiklu ungviði nutu kærleiksríkrar umönnunar í Cali- forniu. En kærleikurinn og umönnunin Var þeim ekki fullnægjandi. Það var ýmislegt, sem engin mannleg hönd gat gert — sem þau urðu sjálf að gjöra. Og það þýðingar- mesta af því, var að ráða við sig hvenær þu ættu að blómgva og foera ávexti. Það er ekki auðgert — jafnvel fyrir sérfræðing, sérfræð- ing í grasa og skógræktarfræði að segja, til dæmis hve- nær að vorið kemur í Californíu. Hin vanalegu merki -vorsins eru ekki ávalt óyggjandi þar. Þegar þurkatíð sumarsins er liðin og fyrstu foaust skúrirnir falla, lbaða og fylla skrælnaðan og sárþyrstan jarðveginn með nýrri von, þá lifnar öll náttúran. Jðrðin skrýðist fjölgresi stóru og smáu með snjófolæjuna sér til skjóls þar til hætta -sú, sem kuld- inn fooðar, væri hjá liðin. “Svo við getum ekki sagt um þetta frá grasafræðislegu sjónar- miði,” segir grasarfræðingurinn, ,,!hvort heldur, að við kemur hér að haus-ti eða að vori.” Og þessi ungu ávaxtatré visisu það ekki heldur, þegar þau voru orðin fullorðin, þegar steikjandl- sumarl^itanum var lokið, þá vissu þeissi nýju aldintré hvað þau áttu að aðhafast. Þau voru reiðubúin, og þau þráðu kend þá, sem athafn- alífinu var samfara; en einiS og alt annað ungt og óreynt, þá urðu þau að fara viturlega að ráði sínu. Af forfeðrum sínum höfðu þau numið alt það sem móðir þeirra jörðin hafði kent þeim í aldaraðir. Þau vissu, iþað sem þau vissu, og undir kringumstæðum þá þurftu þau að nota þá þekkingu. Þau urðu að yfirvega alt og þau gjörðu það. Gamli aldigarðurinn leit á þau og s'kildi um hvað þau væru að hugsa. Hann skildi þrá þeirra til þes® að bera blóm og á- vexti, og sá hikið, sem á þeim var, og áhugasamur sjálfur, lýsti hann yfir því, að Ihin kærleiksríku heima tré sín hefðu talað sig saman, spurt spurninga, svarað þeim og rökrætt og að alt sem fram hefði komið, hefði verið rætt til þrauta og niðurstaðan var að kaldur regn- skúr væri kaldur regnskúr, sem steyptist yfir þá, sem héldu fram vorinu. Að hlýi regnúðinn væri þróttmikil rök gegn þeim, sem haustinu foéldu fram og foíða vildu vetrarins. Beygð fyrir Ihverjum vindblæ, sem þaut, forifin af hverju vængja- taki fugls, sem foreifði sig og vilt sýn af foinum breytilegu og marg- víslegu skorkvikindum héldu þessl þekkingar auðugu, vitru og slægu tré fund dag etir dag og viku eftir viku. En þau urðu ekki á eitt sátt — gátur ekki komið sér saman. Það var þó óhjákvæmilegt að kom- ast að niðurstöðu — það var meira að segja llífsspursmál fyrir þau, og hvert eitt af trjánum svaraði út af fyrir sig og framkvæmdi. Sum þeirra ákváðu, að það værl vor og þau blómguðust. önnur komust að þeirri niðuratöðu að það væri haust og þau biðu. Og þau ®em biðu lifðu og folómguðust á næsita vori og báru ávexti á foinu komanda sumri. Þar sem hln er þóttust viss um að það værl vor og blómknapparnir komu út ar urðu vetrarkuldanum og vetrar- frostunum að bráð. Svo þið sjáið að trén eru ekkt vitrari en við mennirnir. Að minsta koteti ekki mikið vitrari. VERÐUR ÞÚ VIÐSTADDUR? • Hinn átjándi árlegi fundlur Agricultural féJaganna í ÍSaskatchew, verður haldinn í Saskatchewan háskólanum 14., 15. og 16. janúar 1925. Félög þessi eru yfir hundrað og fimtíu að tölu og telja um 25,000 meðlimi. J7að liggur þvi í augum uppi, að þau hljóti að hafa stórþýðingu fjyrir land- búnað fylkisins. pessi félög útbýta árlega $125,000' eða vel það. Sér- hver félagsdeild hefir til eftirlits þrjátíu mílna svið, eða fimtán mílur í hverja átt frá aðalstöðvum. Aliir bændur, sem í námunda eru við fram- kvæmdarstofu hvers Agricultural umdæmis, geta gerst meðlimir og orðið aðnjótandi hagnaðarins, sem því fylgir. Hér um bil hundrað þúsund bændur í fylkinu, standa enn utan við félagsskap þenna, sem þó er stofnaður þeim sjálfum- til hagsmuna, eða með öðrum orðum. til þess að lyfta landbúnaði Saskatchewan fylkis á hærra stig. Tilgangurinn og starfsemin í heiid sinni kr-efst hluttöku yðar. * VERKEFNIÐ. Starfsemin er næsta víðtæk, en gefur sig þó aðallega við því, að efla kornyrkju og griparækt. J þeim tilgangi að efla akurrykjuna, má nefna Seed Drill samkepni, svo Field Crops samkepni til þess að auka útsæði hveitis, hafra, byggs, hörs og rúgs. Seed Fairs, til þess að auka sölu og skifti á útsæði. Forage Crop samkepni, til þess að hvetja til rannsókna í Maís, Sunflowers, Sweet Clover og Grasi, sem rækta skal til þess að styrkja jarðveginn. J?á gangast félög þessi einnig fyrir sýningum á kvikfénaði og stofna til Summerfallow samkepni. Einnig fara fram árlega Horticultural sýning- ar, undir umsjón félaganna. Til’ þess að hefja griparæktina í hærra veldi, eru Spring Stallion sýningar. pá gangast félögin einnig fyrir því, að stuðla að kynbótum búpenings, og hefir þeim orðið mikið ágengt í því efni. Sömuleiðis eru háldnar alifugla sýningar. Dómarar, er við sýningar þessar eru riðnir, (kenna unglingum að annast um slík efni. Einnig má benda á Good Farming samkepni, sem orðið hefir að mikJu og áþreifanlegu liði. Svo eru og haldnar árlegar sýningar búnaðarafurða á hverju sumri. Agriculturail félögin standa undir umsjón Extension Department landbúnaðarháskólans í Saskatoon, er velur dómara og annast um annað það, er að sýningum lýtur. Akuryrkjudeildin yeitir félögunumi styrk. Frekari upplýsingar fást hjá ritara Agricultural félagannna, Direc- tor of Agricultural Extension, eða THE DEPARTMENT OF AGRICULTURE HON. C. M. HAMILTON. Minister. REGINA, SASK. F. H. AULD, Deputy Minister. Rafáhöld eru hentugar jólagjafir pér óskið, að jólagjafirnar verði vel þegnar. pær verða það, ef þér giefið rafmuni. Hér má sjá muni handa hverjum sem er. við því verði, sem engum er um megn að greiða. Heating Pad handa mömmu, Flashlight ihanda “Buster”. Hárjárn handa , systir Sue, Lestrarlampi fyrir pabbá, — Toaster, Percola- tor, eða Straujámkoma sér vel á hverju heimili og fyrir slíl<ar gjafir eru allir þakklátir. Þér verðið einnig í sjöunda himni pér fáið svo mikið fyrir peninga yðar, að þér verðið í sjöunda himni, er þér veljið raf-gjafirnar hjá oss. Og hvort sem þér kaupið fyrir einn dollar eða þúsund, þá er- um wér hér til að þóknast yður og veita yður lipra af- greiðslu. Auk þess eruð þér velkominn, hvort sem þér kaupið að þessu sinni eða ekki. Winnipeg Electric Company . Main Floor Electric Railway Chambers. Appliance Departments—1841 Portage Avenue, St. James, og Coraer Marion and Tache Sts., St. Boniface.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.