Lögberg - 18.12.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.12.1924, Blaðsíða 2
Bl«. 10 LÖGBiERG, FIMTUDAGINN 18. DE&EMBEít. 1924. Kola Sannleikur Til kola notenda i Winnipeg Þegar þér kaupið kol, skuluð þér ávalt gera yður sem glegsta grein fyrir því, hvaða tegund þér æskið að fá og fáið. KaupiS ekki eftir námahéraðs nafninu, heldur eftir viðskifta eSa Trade nafni hverrar námu innan vébanda héraðsins. Þetta gildir um öll héruð — til dæmis: Drumheller er hérað, þar sem kol eru unnin úr jörðu. Meðan kolin eru undir yfirborSinu, má svo heita aS hver náma í rauninni jafnist á við aðra. En þegar kolin eru tekin upp úr jörSinni, þarf lærða og æfða námumenn til þess að aðskilja þau frá grjótinu. Það þarf nærgætni og æfingu í með- ferðinni, til að verja þau broti. Dýr screens og pi<;king tables eru notuS við áð flokka kolin, eftir aS þau hafa verið flutt upp á yfirborðið. Séu slík tæki ekki til staðar, eða þá aS þeim er ekki rétt beitt, má ganga út frá því sem gefnu, að slík kol, boðin til sölu, standi aS baki þeim, sem unnin eru undir fullkomnu eftirliti. Segja má það þó, er þau eru boSin til sölu, að þau séu frá Drumheller og séu í rauninni Drumheller framleiðsla. Kolaiðnaður Albertafylkis hefir skaSast mikið á því, sem og kolakaup- endur, á framleiðslu lélegra kola í hinum ýmsu námuhéruðum. Lengi vel gat hver, sem vera vildi, hvort heldur var æfSur eða óæfður, opnað námu í fylkinu. En árið 1923 afgreiddi Alberta þingiS lög, er skylda hvern námueigenda til að skrásetja Trade nafn á kolum sínum, svo hægt yrði aS rekja kosti eða vankosti kolanna til hinnar réttu námu. Kol verða ekki dæmd með því að líta á þau í fljótu bragði. Fyrst verða menn aS kaupa þau og reyna sjálfir hitamagn þeirra, eSa hið sanna gildi. Koí- in, er verst líta út geta iðuglega verið þau beztu, eða hin fallegustu þau verstu. Með það fyrir augum, aS tryggja hag almennings og vernda fólk gegn ófróðum kolasölumönnum. er blancia kynnu saman tegundum og þar með villa almenningi sjónar, hefir borgarstjórinn í Wínnipeg samþykt aukalög, þar sem sérhverjum kolakaupmanni er gert að skyldu, að sýna Trade nafn námunnar á hverjum afgreiðsluseSli og einnig að auglýsa kolin samkvæmt Trade nafn- inu og námuhéraðinu. , Gætið þess að slíkar upplýsingar standi á afgreiSslu seSlinum. Alberta kol hafa rutt sér til rúms á Winnipegmarkaðinum, fyrir gæði sín, Flestir kola-notendur aðhylla-i einhverja sérstaka tegund. Kaupi menn aSra tegund, er hyggilegast að búast við því, aS hún sé næsta ólík og leita sér upp- lýsinga um hvernig með hana skuli fara. Sé um viðurkent Trade-nafn aS ræSa, má nokkurn veginn ganga út frá því sem gefnu, að gildi hennar svari til nafns. En sé aftur á móti um nýtt nafn að ræða^eða gamalt nafn boðið fram undir yfirskini, eSa í blóra við nafn- kent námuhérað, skulu þér ekki búast við eins góðri tegund, fyr en þá aS þér hafið reynt hana til þrautar. Þér megið einnig 'búast viS, að slík kol verði boðin yður á lægra verði, með Jjví Jmð kostar meira aS framleiða góð kol^en þau, er lélegar eru til reidd The Government of the Province of Alberta Coal Truth Oífice 277 SltfiTH STREET, WINNiPEG H.'T. BUTCHART, G. R. PRATT. Assistant Fuel Eugineer. Fuel Engineer. § \ Ungi kristniboðinn. Úr Uncle Toms’ Cabin. Það var á sunnudag eftir hádegi. St. Clare hafði lagt sig upp í legu- bekk úr tágum, sem stóð á veggsvöl unum og reykti vindil. María lá upp við dogg í sófa, isem var gegnt glugga, sem opnaðist út á loftsval- irnar ein út af fyrir sig og yfir hana var tjaldað með gagnsæu þunnu lérefti tiil þess að flugurnar ónáðuðu hana ekki og í ihendi sér hélt hún á bænabók í skrautbandi. Hún var með íbænabókina af því að það var sunnudagur, 0g hún hélt að hún hefði verið að lesa í henni þó í raun og sannleika að hún hefði setið þarna dottandi, með bókina opna í hendinni. Ungfrú Ophelia, sem hafði komist að því að Meþódistasam- koma var þann sama dag þar í bygðinni hafði farið ríðandi á samkomuna í umsjá Tom og Eva hafði farið með þeim. “Ágústínus,” sagði María eftir að hún hafði dottað nokkra stund. “Eg verð að senda til bæjarins eft- ir doktor Pasey; eg er viss um aðj það er hjartveiki, sem að mérj gengur.” “Og því þarftu að senda eftir honum? Læknirinn sem stundarj Evu sýnist vera góður læknir.”[ “Mér dettur ekki í hug að treysta J honum, þegar mikið liggur við.” svaraði_María, og mér finst að í mínu tilfelli þurfi mikils við. Eg hefi verið að hugsa um þetta í ein- ar tvær, eða þrjár nætur. Eg hefi stingi um mig alla og svo finst mér eg vera alt ððruvísi en eg á að mér.” “Þetta er bara ímyndun, María. Eg get ekki fengið mig til þess að trúa því að það sé hjartveiki.” “Eg býst ekki við að þú trúir því,” svaraði María. “Eg var svo sem undir þessi ónot búin. Þú verður dauðhrædd ef hún Eva hóstar, eða fær í sig kveisusting. En um mig bugsar þú aldrei. “Ef þér finst það sérstaklega ánægjulegt að telja þér trú um, að þú sért ihjartveik, þá skal eg reyna að koma mér til (þess að trúa Jrví,” svaraði St. Clare “En egvissi ekkl að svo væri.” “Eg vona bara að þig iðri ekki þess arna, þegar það er orðið um seinan! mælti María. “En þú getur gjört hvort sem þú viit að trúa þvi eða ekki að áhyggjur mínar út af Evu og áreynsla mín í samtoandf við blessað 'barnið hafa leitt í ljós það, sem eg hefi löngum verið hrædd við.” Hvaða áreynsla, það var sem j María að tala um var ekki gott að j vita og þó St. Clare hafi Jbaft ein- hverja íhugmynd með sjálfum sér þá ]ét hann hana ekki í ljósi, held- ur hélt áfram að reykja þegjandi, harðhjartaður og tilfinningalaust mannihrak uns ferðafólkið sté af foaki af hestum sínum fyrir neðan v«ggsvalirnar. Ungfrú Ophelia gekk beint til herbergja sinna eins 0g hún var vön til jæss að taka af sér sjalið og hattinn áður en hún átti tal við nokkra manneskju. St. Clare kallaði til Evu dóttur sinnar, sem kom undir eins, settist á kné hon- um og fór að segja honum frá prédikuninni, sem bún hafði heyrt. En þau hðfðu ekki talaist við lengi þegar þau heyrðu hávaða úr hér- bergi ungfrú Op>heliu, sem var op- ið og vissu dyrnar á því lika út á veggsvalimar, og heyrðist málróm ur ungfrú Opheliu hár og skrækur og var hún að ávíta einhvern harð- lega. “Hvaða pörum skyldi Topsy nu hafa gjðrt sig seka í?” spurði St. Olare. “Eg er vias um að al'luT þessi hávaði er henni að kenna.” Á næsta augnabliki kom ungfrú Oplhelia út úr herbergi sínu og dróg sökudólginn á eftir sér. Komdu út bérna svo eg geti sagt | húsjbónda þlínum (það,” mælti Ophelía rpiðilega. “Hvað gengur nú að?” spurði | St. Clare. ^ 1 “Það gengur það að, að mér er | ómögulegt að tjónka við þennan j óþægðaranga lengur. Hún gengur ! alveg fram af mér — hún er með ■ öílu óþolandi! Eg læsti hana inni jþegar eg fór og fékk henni sálm ! ti 1 þess að læra, og hvað heldurðu j svo að hún hafi gjört. Njósnar uppi staðinn, sem eg faldi lykilinn minn á og he-fir farið í dragkist- | una mína og tekið hattborða, sem jeg.geymdi þar, klipt hann allan í sundur til þess að búa brúðutreyju úr. Eg hefi aldrei á æfi minni séð annað eins.” ‘“Eg sagði þér það frænka,” mælti María, “að það væri óhugr- andi að ala þessa ræfla upp án þess að láta þá kenna á vendinum. “Ef að eg fengi mínum vilja fram gengt,’ sagði hún um leið og hún leit til St. Clare, “þá skyldi eg senda stelpuna út og láta flengja bana ærlega — flengja hana þang- að til hún gæti ekki staðið.” “Eg efast síst um það,” sagði St. Clare. “Segðu mér af hinum kærleiksríku reglum kvenfólksins. Eg hefi aldrei þekt fleiri en svo sem tólf konur, sem ekki hefðu gengið af negrum hálfdauðum eða jafnvel vinnuiihjúum ef þœr hefðu fengið að ráða að eg ekki tali um af kar’lmönnunum.” “Það er ekkert unnið við þetta háittalag þitt, St. Clare,” sagði María. “Frænka min er skyni bor- in og veit um hvað hún er að tala og henni er þetta eins iljóst og mér.” Þykkja ungfrú Ophelíu náði ekki Iengra en húsráðenda þeirra, sem friðinn elska, sem Topsy í bili hafði komið í hræring og æst með tiltæki sínu og býst eg við að syst- ur mínar sem lesa þessar línur muni vera mér samdóma um að margar þeirra mundi hafa hent hið sama undir islíkum kringum- stæðum. En orð Maríu höfðu eng- in áhrif á hana, enda var skap hennar farið að stillast. Eg vildi ekki fyrir nokkra muni vita ti'l þes,s að þannig væri farið með barnið mælti hún. En eg veit ekki hvað eg á að gjöra St. Clare. Eg hefi kent og kent, eg hefi talað um fyrir henni, þangað til eg hefi verið steinuppgefin, eg hefi barið hana og hegnt henni á alla vegu, j sem mér hafa til hugar komið; en samt hefir hún ekki tekið allra minstu breytingu frá því fyrsta.” j “'Komdu hérna til mín Topsy,” sagði St. Clare. Topsy gegndi undir eins og kom til hans. Augun stór og svört blik- uðu og úr þeim skein þrjóskubland- inn ótti. t ‘TIví ertu svonq ódæl, Topsy?” spurði St. Clare, og gat varla að sér gert að brosa ekki að andlits- j svipnum á Topsy. “Eg býst við að það «é hið vonda hjartalag mitt,” svaraði Topsy og dróg dálítið seiminn; “ungfrú Feely segir það að minsta kosti.” “Veistu ekki hve mikið ungfrú Ophelía befir gjört fyrir þig? Hún hefir gjört alt sem hún hefir get- að.” '‘Drottinn minn, jú berra! gamla húsmóðirin var vön að segja það líka. Hún barði mig þó enn meira og var vön að taka í hárið á mér og slá svo höfðinu á mér upp við dyrastafinn, en það gjörði mér ekkert gott! Eg spái því, að þó þær slítí bvert hár af höfði mér að þá mundi það ekki gjðra mér neittj gott Iheldur! Eg er «vo vond! Herra minn, eg er ekkert annað en negri, og get efeki annað verið.” “Eg verð að senda hana í burtu frá mér,” mælti ungfrú Ophelia. “Eg get ekki verið að standa 1 þesisu stríði lengur.” “Mig langar til að spyrja að einni ispurningu,” mælti St. Clare. “Hvaða spuming er það?” Ef guðs orð hefir ekki mátt til þess að frelsa einn beiðinn ung- ling, sem að þú getur haft Undir hendi þinni heima hjá þér, til hvers er þá verið að senda einn eða fleiri kristniboða með það til þúsunda af slíku fólki? Eg býst við að þetta barn sé ekki ver á sig komið heldur en fólk upp og ofan er á meðal þeirra þpsunda.” Ungfrú Ophelía svaraði ekkl strax. En Eva, sem ihafði staðið þegjandi hjá á meðan þetta sam- tal fór fram iben-ti Topsy að koma með sér. í horninu á loftsvölunum var herbergi, sem var jþiljað af með gluggum með stórum rúðum í, þar sem St. Clare var stundum vanur að sitja og leisa. Þangað fóru þær Eva og Topsy. St. Clare varð undir eins var við þegar þær fóru og nrælti: ‘fHvað ætlar Eva nú að gera? Eg ætla að vita um það.” Hann gekk hljóðlega að dyrun- um á herberginu og lyfti til síðu tjaldi er var utan á hurðinni og leit inn, svo leit hann til Ophelíu og gaf henni bendingu um að koma og fara h'ljóðlega. Inni í herberg- inu sátu bæði börnin á gólfinu og snéru hliðum að þeim sem við dyrn ar voru. Á andliti Topsy var hinn vanalegi gletnis- og kæruleysis- svipur. Á andliti Bvu var hluttekn- ingaysvipur og augu hennar flóðu í tárum. MHvað er það Isem gjörir þig svona vonda, Topsy? Hví reynirðu ekki til þess að vera góð? Þykír þér ekki vænt um neinn?” spurðl Eva. “Eg þekki ekki kærleika, mér þyk- ir vænt um ibrjóstsykur og svo- Ieiðis góðgæti, það er líka alt, svaraði Topsy. “En þér þykir vænt um hann föður þinn og hana móð- ur þína.” “Eg hefi aldrei átt neinn fðður eða móður eins og eg var búin að segja þér, ungfrú Eva. *‘Ó, eg man það,” svaraði Eva sorgbitin. ‘En áttir þú ekki bræður eða systur, frænku eða —” Nei, enga 'bræður né isystur. Eg hefir áldrei áitt nei-tt — hvorki skyldmenni né annað.” “En Topsy, ef þú aðeins viildir reyna að vera góð, þá gæti skeð —” “ Eg get aldrei orðið annað en negri, þó eg reyndi allra manna 'best” svaraði Topsy. “Ef hægt væri að flá ,af mér svarta skinnið og færa mig í annað hvítt, þá skyldi eg reyna.” En fólki getur þótt vænt úm þig þó hörundslitur þinn sé svartur, Topsy. Ungfrú Ophelíu þætti vænt um þig, ef þú værir góð.” Topsy rak upp kuldahlátur, sem hún var vön að gera, þegar hún heyrði eitthvað sem henni þótti sérlega ótrúlegt. “Heldurðu ekki það?” spurði Eva. “Nei, hún getur ekki liðið mig af því að eg er negri! Hún vfldi heldur láta krabba snerta sig en mig. Það getur engum þótt vænt um negra og negrar geta ekkert gjört. Mér stendur alveg á sama,” sagði Topsy og fór að blistra. “Ó, veslings Topsy, mér þyklr vænt um þig, sagði Eva með við- kvæmni og lagði litlu hvítu hend- ina á öxlina á Topsy. Mér þykir vænt um þig, vegna þess að þú hef- ir hvorki átt föður, móður sýstkinl eða frændur og vegna þess að þú hefir verið fátæk og það hefir verið farið illa með þig. Mér þykir vænt um þig og mig lángar til þes að þú sért góð. Mér líður mjög illa Topsy og mér finst að eg muni ekki lifa lengi 0g það hryggir mig að þú skulir vera svona ódæl. Eg vildi að þú vildir reyna að vera góð. Viltu gjöra það fyrir mig, þessa stuttu istund, sem eg á eftlr að vera með þér?” Hin fögru augu dökka barnsins flóðu í tárum, krystalskærir dropar fellu úr þeim og niður á litlu hvítu höndina. A þeirri stund brá 'björtu ljósi — himnesku kærleikisljósi fyrir i sálu þessa heiðna barns. Hún faldl andlit sitt og grét með þungum ekka og Eva laut ofan að henni föl en fögur til að sjá, sem mynd engils þess, sem krýpur til þess að endurreisa sál fallins syndara. “Veslings” Topsy, sagði Eva veistu ekki að Jesú elskar alla jafnt- Honúm þykir eins vænt um þig og mig. Hann elskar þig alveg eins og eg geri, nei, óendanlega miklu meira — þeim mun meira, sem hann er óendanlega miklu betri en eg er. Hann vill hjálpa þér til iþesa að verða góð og til hans getur þú að síðustu farið og verið engill í iríki hans að eilífu alveg eins fyrir því, þó hörundslitur þinn sé^ dökkur. Hugsaðu bara um það Topsy, að þú getur orðið einn af englum ljóssins, sem hann uncle Tom er að syngja um.” “Ó, elsku Eva! elsku Eva! stundi Topsy upp. ‘Eg skal reyna. Eg skal reyna. Mig hefir aldrei langað til þess áður.” Þegar hér var feomið lét St. Olare tjaldið, sem var fyrir her- bergishurðinni falla niður. “Þetta minnir mig á móður mína,” sagði hann við ungfrú Ophelíu. “Það er satt sem hún sagði mér. “Ef að vér viljum gefa blindum sýn, þá verðum við að vera viljug að gera það sem Krist- ur gerði — kalla þá^til ofckar og snerta þá.” “Eg hefi alt af haft fordóma á móti negrum,” isagði ungfrú Ophe- lía, “og það er satt að eg hefl aldrei getað þolað að þetta barn snerti mig. En eg hélt ekki, að hún hefði skilið það.” ‘T>ú getur reitt þig á að það eru einmitt börnin sem slíks verða fyrst vör,” „agði St. Clare, “það getur engin vilt þeim sjónar í því efni, og eg trúi því faistlega að all- ar tilraunir mannanna til þess að hafa betrandi áhrif á börn, og cll velvild. sem þeim er sýnd, megni ekki að vekja þakklætistilfinningu í hjörtum þeirra á meðan að ó- vildar andinn býr í Ihjörtum manna. Það er undarlegt sann- leiksflögmál, en svona er það.” * ‘^Eg veit ekki Ihvernig að eg á að fara að gjöra að þessu,” mælti Ophelía, “þeir eru mér svo ógeð- feldir — sérstaklega þetta barn. Hvernig get eg varist þeirri til- finningu?” “Eva sýniist gjöra það.” Já, en hún er svo kærleiksrík! En samt hefir hún ekki náð lengra en að líkjast Kristi,” sagði Ophe- lía. “Eg vildi að eg gæti líkst’ henni. Hún, gæti verið mér fyrir- mynd.” “Það væri ekki í fyrsta sinni, að ibarn væri notað til þess að kenna ihinum eldri lærisveinl, þó svo væri,” sagði St. Clare. Til Mrs. Guðrúnar Magnússon. Þökk: >... Skylt er þakka, Guðrún góð göfugmensku þina. Er þú mér, sem óháð fljóð ætíð gerðir sýna. Þökk fyrir þina trölla-trygð tállaus dygð er hvetur. Hún er á þvi bjargi bygð bifast sem ei getur. Fús þú vildir frelsa mig fjötraðan læðing nauða; bið eg drottinn blessi big bæði lífs og dauða. Lýsi þér eilíf auðnusól, amaský burt svífi, svo heilög náir halda jól hér og í öðru lífi. Forlát virta vina míu vesælt ljóða-smiði. öll eg þakka atlot þin eðladygð og prýði. S. J. Jáhannesson. -------0 ----- Frá Islandi. Þann 5. þ. m. andaðist Magnús ÞórarinsisOn bóndi í Hátúnum 1 Landbroti. Var hann búinn að vora veikur í alt sumar. Magnús var drengur hinn besti. -------o------ Úr Stykishólmi var símað í gær, að þar hefði verið undanfarið mjög gæftarlaust og tilfinnanlega fiskt- lítið, þegar á sjó ihefði gefið. í gær var þar kafalds mugga og dálít- ill snjórkominn; annars hefir ver- ið þar auð jörð að mestu fram til þessa. Afkoma manna var sögð á- gæt eftir sumrið jafnvel óvenju- lega góð. Þrjú hundruð og fjörutíu lítra af spíritus fundu tollverðir í gær við vöruskoðunina í ”íslandi”. Eru þá fundnir alls1 440 lítrar. Áfengl þetta var í sterkum trókössum, og voru þeir merktir, en auðsjáanlega til þess að villa mönnum sýn. Menn þeir af skipinu, -er settir voru í gæsluvarðlhald, bafa nú játað smyglunina. — Verður dóm- ur kveðinn upp yfir þeim bráðlega. Þeir sitja að sjálfsögðu í gæslu- varðhaldi enn. Compmtít 4 INCOW^OWATfO.*f» MAV )| ^ AD NYJU Vort árlega ókeypis Turkey tilboðmeð vorum ‘Imperiar Eldavélum VERD $59.00 —$5.00 út í hönd, isenda heim til yðar Hudson’s Bay; “Imperial” Bldavél, eins og myndin sýnir, og með hverri eánni sendum vér yður ókeypis tíu punda Turkey til Jólanna. —Þessir fríu Turkeys ná aðeins til þeirra fyrstu 25 eldavéla, sem seldar verða fram að Jólum. Ef þér þarfnist eldavélar, þá bregðið fljótt við og gerið yður gott. af tilboði þessu, eins og aðrir gerðu í fyrra. ]?ér fá- ið ekki að eins góða eldavél með lágu verði og auðveldum afborgunum, þeldur einnig stóran Turkey fyrir Jólin. -“Imperial” Eldavélar vorar, eiga engann sinn líka að gæðum. pær hafa reynst hundruðum heimila í Vesfcurlandinu sönn hjálparhella. Afar- góðar ti!l hverskonar matreiðslu, með ofni, sem hitnar fljótt og þó jafnt. pær eru mjög fallegar, með nickelskrauti. -Vér höfum tíu tegundir af “Imperial” Ranges, á verðinu frá $59.00 til $93.00. Sumar eru með tile baki og vatnsgeymi. Allar þessar eldavélar eru hreinasta fyrirtak. Komið og skoðið þær í iharðvörudeildinni á þriðja gólfi. EBfr r.; ■:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.