Lögberg - 01.01.1925, Blaðsíða 6
BI«. 6
LöGBERG FIMTUDAGINN.
1. JANÚAR 1926.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston Churchill.
Og hann snéri burt frá þeim manni, sem með
vináttu sinni hafði verið hans helsta stoð í tuttugu
ár. meðan hann barðist gegn óvinum sínum, hann fór
burt .úr húsi því, sem hafði verið eina heimilið, sem
hann hafði nokkurntíma átt. Jackson hjálpaði honum
í síðasta sinn í yfirfrakkann. Dómarinn sá hvorki
hann né tárvott andlitið á stúlkunni, sem beygði sig
yfir stigahandriðið fyrir ofan þá. Tröppurnar fyrir
framan húsið voru klókuigar og dómarinn, sem sá ekki
vegna táranna, sem komu fram í augu hans, studdi
sig við járnhandriðið, er hann staulaðist niður á
götuna. Sterk hönd hafði þrifið i hann áður en hann
var kominn ofan og hjálpað honum að komast niður.
Dómarinn þurkaði af augunum á sér með erm-
inni og snéri sér við með mótspyrnusivip. En sá sem
hann sá var kafteinn Elijah Brent. Rödd hans hrast.
Reiðin var alt í einu horfin og hin ótöilulega mörgu
góðvildarrverk ofurstanis flugu gegnum huga hanis.
“Lige,” sagði hann, “Lige, nú er komið að því.”
Hinn svaraði með því að taika þétt í hendina á
dómaranum og kinka kolli ti.l þess að sem minst
bæri á tilfinningum hans, s>em voru að fá æ meira og
meira vald yfir honum. Það varð þðgn nokkra stund.
“Og þú, Lige?’ spurði dómarinn.
“Guð veit, að eg vildi að eg visisi hvar eg stend.”
“Lige,” sagði dómarinn alvarlegur, “þú ert of
góður maður til þess að vera miðlunarmaður.”
Kafteinninn átti erfitt með að koma upp orði.
“Þú ert of vitur maður til þess að það sé hægt
að blekkja þig,” sagði dómarinn í málrómi, sem var
næstum bænarrómur. Tíminn er kominn er þið fylgj-
endur Bells og Douglas verðið að ákveða eitthvað.
Við verðum að vera annaðhvort hráir eða soðnir;
enginn kærir sig neitt um þá, sem eru hvorugu
megin. Og láttu ekki þessa stjórnarskrár samibands-
fundi og miðlunarfundi villa þig. Sá tími er nálæg-
ur, Lige, er engir nema fantar geta gengið miðlunar-
veginn.”
Kafteinninn stóð og hlutstaði. Hann var hálf ó-
rólegur og néri saman höndunum, sem voru rauðar
af kulda. Af tilviljun höfðu honum dottið tveir
menn í hug — Eliphalet Hlopper og Jakob Cluyme.
Var hann sjálfur líkur þeim?
“Þú verður að afráða hvoru megin þú ætlar að
verða,” sagði dómarinn. “Þykir þér vænt um þetta
land? Getur þú horft á það, að oiklkar eigin ríki rísi
upp á móti okkur, án þess að hreyfa hönd eða fót?
Getur þú setið meðan ríkisstjórinn og allir skilnaðar-
menn í þesisu riki sitja á svikráðum með að koma
Misisouri einnig út úr samhandinu? Herlið ríkiSins
er fult af uppreistarmönnum, og hinir eru að mynda
herdeildir, sem séu reiðuibúnar.”
Og þið svertingjavinirnir,” hrópaði kafteinninn,
hafði myndað flokk af þýsikum upphlaupsmönnum og
•ruð að vopna þá, svo að þeir geti barist á móti
innfæddum Amerikumönnum.”
“Þeir eru Ameríkumenn samkvæmt stjórnar-
skránni, sem Sunnanmenn játa að þeir hafi í heiðri.
Og þeir sýna, að þeir eru betri þegnar en margir,
sem eiga ættir að rekja til þeirra, sem hér hafa verið
aldur fleiri kynslóða.
“Eg er í anda með Sunnanmönnum,” sagði kaf-
teinninn með þráa, “og mér þykir vænt um Suðurrík-
in.”
“En hvað segir samviska þín?” spurði dómarinn.
Þessari spurningu var ósvarað. En ibáðir litu upp
til hússins, þar sem þeir höfðu mætt gestrisni, sem
hafði aukið þeim ánægju í lífinu. Rödd kafteinsins
titraði af geðlshræringu, þegar hann tók aftur til
orða.
> “Þegar eg var annar 9týrimaður á “Wicksburg”
gömlu, undir Stetson gamla,” sagði hann, ”var eg
bláfátækur unglingur. Carvel ofursti var þá vanur
að bjóða mér til miðdagsverðar heim í hús sitt á
fjórða stræti. Hann gaf mér fötin, sem eg var í, til
þess að eg þyrfti ekki að skammast mín innan um
fína fólkið, sem kom þar; hann fór með mig eins og
eg væri sonur hans. Einn góðan veðurdag var “Wicks
burg” tekin og seld. Þú manst eftir því. Það setti
mig í strand, svo að eg hafði ekkert að gera. Hver
var það, sem keypti hana? Carvel ofursti. Og hann
sagði við mig: ‘Nú ert þú orðinn kafteinn, Lige,
yngsti kafteinninn á ánni. Skipið er þitt. Þú getur
borgað mér bæði höfuðstólinn og renturnar, þegar
þú átt hægt með það.’ Eg hefi aldrei átt neitt annað
heimili en þetta hús; né neina skemtun aðra en þá
að færa Jinny gjafir og sýna þeim. þakklæti mitt.
Hann tók mig inn á heimili sitt og bar mig fyrir
brjósti, þegar eg var á leiðinni til fjandans með
bryggjumönnunum; þegar eg flæktist um strætin,
tók hann mig heim til sín burt frá fretetingunum.
Eg vildi miklu fremur, dómari, fara og fleygja mér
aftur af skipinu mínu heldur en fara hér inn og segja
ofurstanum að eg ætlaði að berjast með Norðan-
mönnum.”
Dómarinn studdi sig fast við staf sinn og gekk
burt án þess að segja orð. Kafteinninn stóð æðilanga
stund og horfði á eftir honum. Svo gekk hann hægt
upp tröppurnar og hvarf inn í húsið.
XXVIII. KAPÍTULI. —.
> Snemma næsta ár, 1861 — þetta voðalega ár í
sögu Bandarikjaþjóðarinnar — komu nokkrir menn
saman í skrifstofu eins máismetandi borgara í St.
Louis og báru ráð sín saman um það, hvernig Miss-
ouri-ríkinu yrði haldið innan vébanda sambands-
ins. Meðal þeirra, ,s,em þar voru, var Whipple dómari,
Brinsmade og lögmaður nokkur, sem sýndi framúr-
skarandi skarpleika og hugrekki. Þessi maður varð
síðar yfirhershöfðingi. Við nefnum hann hér aðeins
leiðtogann. Hann bjargaði St. Louis úr klóm aðskiln-
aðarmannanna með dirfsku sinni og skilningi stjórn-
málamannsins á ástandinu.
Því miður ná sögurnar ekki til allra mikilla
manna á þessum tímum. Þar var t. d. Nathaniel
Lyon höfuðsmaður. Nafn hans er örlagaþrungið nafn.
Nathaniel Lyon hafði úfið hár rautt og blá augu;
hann var fæddur hermaður. Hann var sendur til St.
Louis til þess að vera undirmaður ístöðulauss for-
ingja í stórskotaliðinu. Lyon var maður, sem þoldi
enga smámunasemi. Hann var afar einbeittur á svip,
fljótmæltur og skjótur til allra úrræða. Hann virti
vettugi allar óþarfar reglur, og það að vera dreginn
fyrir herrétt var ekki neitt óttalegt í augum hans.
Hann var hinn öflugasti aðstoðarmaður leiðtogans.
Báðir otu mennirnir þar sem þeirra var einmitt þörf.
Hefði það verið vilji Guðs, að Sunnanmenn sigruðu,
þá hefði ekki verig nein þörf fyrir þá.
Rétta stundin var komin, eins og dómarinn sagði,
fyrir alla menn að ákveða hvar þeir stæðu. Allar
vonir um miðlun, sem höfðu verið sem deyfandi lyf
i Washington, voru að engu orðnar. Nú voru engir
stjórnanskrársambandsmenn, engir Douglas demó-
kratar engir repúblíkanar.
Allir urðu að vinna til þesis að ibjarga hinu
sökkvandi skipi. Ræðuhöldunum var enn ekki lokið.
Það þurfti að ryðja flokkmenskunni úr vegi og inn-
ræta mönnunum föðurlandsást í staðinn. Einn dag
sá Stephen Brice leiðtogann fara inn í skrifstofu
dómarans, og það var óðar sent eftir honum. Eftir
það íheyrðilst oft til hans á fundum á afskektum stöð-
um í gtendinni, og hann hvatti alla menn til þess
að leggja niður allar deilur og fylkja sér undir fána
landsins.
Leiðtoginn vann sjálfur bæði nótt og dag —
hann myndaði samtök sætti menn og neyddi þá til
fylgdar, þar sem þess var þðrf. Bréf fóru á milli
hans og Springfield, og eftir hina hátíðlegu inn-
setningu forsetans í Washington, voru bréfaskiftin
milli hans og höfuðstaðarins. Það var opinlbert
leyndarmál, að ríkisstjórinn í Missouri hefði boðið
að rétta Jefferson Davis, sem hafði verið nýlega
kosinn forseti Suðurríkja sam'bandsins, hjálparhönd.
Það varð brátt augljóst hverjum manni, sem leið-
toginn og vinir hans höfðu séð fyrir löngu, nefnilega
að ríkisstjórinn ætlaði sér að nota herlið ríkisins,
þegar búið væri að útrýma úr (því öllum, sem voru
með Norðurríkjunum, til þeiss að snúa Missouri í lið
með Suðurríkjunum.
Vopnabúr stjórnarinnar, sem var fult af vopnum
og skotfærum, var aðal keppikeflið. Það stóð fyrir
sunnan borgina á bakka árinnar. Það var í höndunum
á Majór úr stórskotaliðinu, sem var á báðum áttum
með það, hvoru megin ihann ætti að vera; og meðal
liðsforingjanna í Jeffersön herbúðunum, sem voru
þar skamt frá, voru margir, 'sem voru aðskilnaðar-
menn. öll viðskifti voru í kaldakoli. Næstum öll um-
ferð á Missisippi ánni fyrir sunnan St. Louis var
hætt. í öllum Suðurríkjunum voru Pickens og Sumter
þeir einu, sem stóðu stöðugir undir landsfánanum.
Alt Texas ríkið var fengið í hendur uppreistarmönn-
unum af general einum, sem bar einkennisbúning
Bandaríkjahersins.
Vopnalbúrið í St. Louis var það næsta, sem Sunn-
anmenn mundu taka, og þeir fáu, sem ekki voru ó
trúir landsstjórninni í Jefferson herbúðunum, gátu
ekkert gert til þess að ibjarga þvi. Hvað gátu leiðtog-
inn og Lyon 'höfuðsmaður gert án herliðs? Þetta var
spurningin, sem Stephen Brice og margir fleiri voru
að velta fyrir sér. Því, ef Lincoln forseti sendi her-
lið til St. Louis, þá myndi það hafa valdið vandræð-
um. Og forsetinn hafði líka nóg annað að gera við
her þann, sem hann hafði yfir að ráða.
Eitt kvöld í húðarigningu kom dularfull orð-
sending í litla húsið á Olive stræti. Það var bæði
hræðslu- og feginssvipur í augunum á frú Brice, er
hún hrofði á eftir syni sínum út úr dyrunum. Á
tólfta stræti voru tveir menn að slæpast á gatnahom-
unum. Þeir litu báðir á hann hirðuleyisislega um
leið og hann fór fram Ihjá. Hann gekk upp þrðngan og
dimman stiga í húsi einu og þar kom hann inn í
bjartan sal, sem breitt var fyrir gluggana á ag inn-
anverðu. Alvarlegir menn stóðu þar í röðum á gólfinu
sem var stráð með sagi. Leiðtoginn var þar og var
að gefa iheræfingafyrirskipanir með lágri rödd. Þetta
var byrjunin á hreyfingu til sóknar af hálfu sam-
bandsmannaf
Stephen, sem stóð einn sér fyrir innan dyrnar, tók
eftir því, að margir þeirra, sem þarna voru, voru
Þjóðverjar. Hann sá vin sinn, Tiefel, þar og innan
skamms kom Ridhter til hans til þess að fagna hon-
um.
“Vinur minn,” sagði hann, “þú hefir verið
gerður að lautinant í óæðri röð í herdeild okkar, sem
heitir “svörtu veiðimennirnir.”
“En eg hefi aldrei á æfi minni verið við heræf-
ingar,” sagði Stephen.
“Það gerir ekkert til. Komdu og findu leiðtog-
ann.”
Leiðtoginn brosti dálítið, og vildi ekki hlusta á
mótmæli Stephens, yn sagði honum að fara og kaupa
sér heræfingarreglur. Sá næsti, sem Stephen sá, var
Tom Catherwood. Tom roðnaði upp í hársrætur, þeg-
ar hann tók í hendina á Stephen.
“Hvað á þetta að þýða, Tom?” spurði Stephen.
“Nú, maður verður að gera það sem manni finst
vera rétt,” sagði Tom vandræðalegur.
“0g ^vað er um fólkið þitt?” spurði Stephen.
Það kom kippur í andlitið á Tom.
Eg býst við að það kannist ekki við mig, þegar
Iþað kemst að þessu.”
Richter gekk iheim með Stephen, en annars átti
hann að fara með strætisvagninum, sem gekk til
suðurbœjarins. Þier töluðu um áræðið sem Tom
hefði sýnt og um hin víðtæku leynilegu hemaðar-
.<íhmtök, sem leiðtoginn hefði ráðgert að setja á
stofn þá um kveldið. Stephen kom ekki dúr á auga
til morguns. Væri hann að gera rétt? Gæti hana
staðið sig við að hætta lífi sínu í ófriðnum, sem væri
fyrir höndum og skilja móður sína eftir hjálpar-
þurfa?
Skömmu eftir þetta heimsótti Stephen ungfrú
Lóu Russell — það var síðasta heimsókn bans til
hennar í mörg ár. Það var á sunnudegi og ungfrú
Russell var að skemta mörgum ungum mðnnum,
eins og var vani hennar.Stephen heyrði glögt hver
var afstaða þeirra meðan hann var að fara úr yfir-
frakkanum í forstofunni. Svo heyrði hann ungfrú
Russell segja: “Eg held að þeir séu að æfa þessi ó-
hræsis þýsku leigutól í laumi.”
“|Eg er viss um það,” sagði George Catherwood.
“Einn samkomuisalurinn þeirra er á tólfta stræti. Og
þejr hafa verði þar fyrir framan, isvo að maður getur
ekki komist nálægt þeim. Pabbi heldur að Tom fari
þangað. Og hann sagði honum, að ef hnn fengi nokk-
urn tíma sannanir fyrir því, þá ræki hann hann úr
húsinu.”
”Heldur þú að Tom sé í raun og veru með Norð-
anmönnum?” spurði Jack Brinsmade.
“Tom er heimskingi,” sagði George með á-
herslu, “en hann er engin rs^geit. Honum stæði al-
veg á sama þótt hann segði pabba á morgun, að hann
væri við æfingar, ef Norðanmannaforingjarnir vildu
að það fréttist.”
“Virginía talar aldrei framar við hann,” sagði
Eugéne í skélfingarróm.
“Uss,” sagði Lóa, “hún hefiir aldrei viljað líta
við Tom. Er það ekki satt, George? Clarence er uppá-
haldið hennar nú. Hafið þið nokkurn tíma séð mann
breytast eins og Ihann hefir breyst, síðan þessi hern-
aðarundirbúningur byrjaði? Hann ber sig eins og
ofursti. Eg hefi heyrt að þeir ætluðu ag gera hann
að höfuðsmanni ýfir riddaraliðisdeild.”
“Þeir ætla að gera það,” sagði George. “Og það
er einmitt deildin, sem eg ætla að ganga í.”
“Nú, jæja,” sagði Lóa með sinni vanalegu of-
dirfsku, “það er gott fyrir Clarence, að alt þetta
kemur fyrir. Eg þekki annan, sem —”
Veslings Stephen vissi ekki, hvort hann ætti að
vera Bcyr eða flýja. En rétt í sömu svipan vildi svo
ti.l, að lEmily Russell kom ofan af loftinu og yrti á
hann. Þegar þau komu inn í stofuna, sló þögn, sem
var þrungin af ósögðum orðum, yfir þá, sem þar voru
fyrir, Lóa var kafrjóð í framan, en höndin, sem hún
rétti honum var köld. Stephen fanst nú í fyrsta sinn
sem hann væri óvelkominn gestur í þessu húsi. Jack
Brinsmade ihneigði sig með mestu viðhöfn og fór út.
Það voru engin vinarmerki í kveðjum hinna piltanna.
Lóa, sem var aftur byrjuð að tala, fór að segja frá
skemtunum, sem Stephen annaðhvort hafði ekki sótt,
eða ekki verið boðinn til , og bar ótt á. Hinir, sem
inni voru, þögðu og voru næstum ólundarlegir á svip.
Stephen, sem leið mjög illa, sat uppréttur á
flauelisfóðruðum stól og beið með óþreyju eftir tæki-
færi til þess að geta komist burt. Þetta varð þá að
verða síðasta heimisóknin til þessa góða og vingjarn-
lega fólks, þetta var endir kunningsskapar hans við
þessa örlyndu og góðviljuðu stúlku, sem hafði gert
svo mikið til þess, að gera bonum lífið skemtilegt
síðan hann kom til St. Louis. Hér eftir myndi þetta
hús, og öll önnur hús, nema Brinsmadeis, verða lO'k-
uð fyrir honum.
Eftir ilitla stund, þegar hlé varð á skrafi ung-
frú Russells, stóð Stephen upp til þesis að fara. Það
var farið að skyggja og það var isem örlagaþrungin
þögnin að utan þrengdi sér inn í stofuna. Enginn
sagði orð við hann. Lóa Russell rétti honum hend-
ina með örgeðja viðkvæmni og henni lá við gráti.
Svo þrýsti hún hönd hans skyndilega. Það ikom kðkk-
ur í hálsinn á Stephen. Rétt í því heyrðist hátt og
hvelt hljóð að utan. Karlmennirnir stukku upp af
stólunum, og eitthvað þungt datt ofan á gólfið.
iSumir hlupu að glugganum, aðrir til dyranna.
Hinum megin við strætið, beint á móti var hús, herra
Harmsworths. Hann var nafnkendur samibandsmað-
ur. Gluggi var opinn á þriðja lofti og út um hann
gaus grár reykur. George Catherwood tók fyrstur til
máls.
“Eg vildi að það brynni til kaldra kola!” hrópaði
hann.
Stephen tók upp hlutinn, ,sem hafði dottið á
gólfið úr vasa hans.
Það var skammbyssa.
ríkfiaisamlbandisins og þrælað og þjálfað sig þess
vegna, væri nú að gerast liðhlaupur, sem bæði vinir
og óvinir myndu forðast. Hann hafði talað máli
landis síns, en Ihann vildi ékki leggja lífið í sölurnar
fyrir það. Hann heyrði menn endurtaka þessa ásök-
un; hann sá þá ganga þegjandi 'fram hjá sér á stræt-
inu. Hann mintist þess, ag hann hefði fyrir réttum
fimm mánuðum farið í einkennisibúning forföður
síns frá frelsisstríðinu. En fyrir ofan alla þá, sem
ásökuðu hann sá hann eitt andlit, og svipur þess
særði sál hans dýpst af öllu.
Hann hafði sofnað dauðþreyttur af baráttunni
og þetta andlit hafði ljómað í myrkrinu fyrir fram-
an hann. Færi hann burt í hinum bláa einkennisbún-
ingi lands síns, sem því miður, var ekki hennar land,
þá myndi hún virða hann fyirr það, að leggja lífið í
sölurnar fyrir sannfæringu sína; yrði hann kyr
heima, þá myndi hún ekki skilja neitt í því. Það
væri þó skýlaus skiilda han® gagnvart móður sinni.
Og samt vissi hann að Virginía Carvel og aðrar
konur líkar henni myndu fylgja hermönnum Suður-
ríkjanna á iberum fótum.
Það var komin hellirigning eftir þrumurnar.
Móðir Stephens gat ekki séð raunasvipinn á andliti
hans. Hún hlustaði eftir rödd hans fyrir ofan regn-
hljóðið á húsþakinu.
“Eg fer ekki, maimma,” sagði hann rólega. “Ef
það kemur að því, að allir þurfi að fara, þá verður
öðru máli að gegna.”
“Þú ræður,” sagði hún. “Þú getur verið landi
þínu til gagn® á margan hátt hér. En mundu eftir
því, að þú átt mikla erfiðleika í vændum.”
“Eig hefi orðið að etja við þá áður,” svaraði
hann. “Eg get ekki skilið þig eftir og látið þig vera
hjálpapþurfa.”
Hún fór aftur inn í herbergi sitt og gerði bæn
sína, því hún visisi, að hann hefði lagt vonir sínar
og langanir í sölurnar fyrir sig.
Það var ekki fyr en viku síðar að fréttirnar, sem
allir óttuðust, fcomu. Allan föstudaginn rigndi
sprenigifcúlum yfir vígið litla, en Charleston borg
horfði á. Enn var engin uppgjöf. Yfir landið vítt og
endilangt var kyrstaðan, isem er undanfari mikilla
athafna. Menn gengu til starfa sinna af vana, til þess
að sitja svo auðum höndum. Sunnudagurinn næsti á
eftir var sann-nefndur bænardagur. Sumter-vígið var
fallið. Suður^Carólína hafði skotið niður fánann, sem
ihún áður hafði borið lotningu fyrir.
Á mánudaginn sendi Lincoln forseti út boð eftir
sjálfboðaliðum. Missouri var beðið um að sen-da
sinn skerf. Ríkisstjórinn sendi til baka skammarlegt
svar. Aldrei skyldi ríkið senda hermenn til þess að
ráðast á sýsturríkin. Jackson ríkisstjóri sá það eldci
fyrir, að MissOuri myndi verða fimta ríkið í sam-
bandinu eftir tölu hermannanna, sem það sendi. Frá
iMissouri komu að lokum fleiri menn en frá Massa-
chusetts, sem sannarlega lá ekki á liði siou.
Háreysti hernaðarundirbúningsins, kvað við í
horginni og úti um alt landið. Á mánudagsmorgun-
inn, er Stephen gekk þreyttur til skrifstofunnar,
mætti hann Richter efst í stiganum; Richter tók í
axlir hans og horfði beint framan í hann. Andlit
hans var uppljómað af ákafa þess manns, sem berst
fyrir málefni, sem honum er heilagt.
“Nú æfum við oklkur á hverju fcvöldi, vinur,
þangað til við fáum frekari fyrirskipanir,” sagði.
hann. Þetta er skipun leiðtogans. — Þangað til við
förum á vígvöllinn, Stephen, til þess að bæla niður
uppreistina.” Stephen hneig niður á stól og beygði
niður höfuðið. Hvað myndi hann halda — þessi
maður, sem hafði bariist og liðið og afneitað föður-
landi sínu vegna sannfæringar sinnar. Nú var hann
vegna sinnar nýju og göfugri þegnhollustu reiðu-
búinn að leggja lífið í isölmraar fyrir þá. Richter var,
að honum fanst, síðasti maðurinn, sem bann gæti
gert játningu sína fyrir.
“Carl” sagði hann að lokum, ‘'eg — eg get ékki
farið.”
XXIX. KAPÍTULI.
FaUbyssurnar í Sumters-víginn.
Veturinn var liðinn: vorið hafði komið hægt og
hljótt. Mörg angistarfull augu horfðu út á litla
eyju ,sem liggur í döklflbláum sænum í Oharleston
höfninni.
Var fáninn enn uppi þar?
Guð einn veit hversu margar konur og mæður
Ihluatuðu um hljóðar nætur eftir fallbyssuskotum frá
Sumter. Móðir Stephens vaknaði eina mollunótt í
apríl með felmtri í hjartanu, því hún hafði heyrt þau.
Þey! Þetta eru drunurnar, lágar en ðmuriegar. Þarna
er rauður glampi á suðurloftinu. ógnir og grimd lífs-
ins birtast okkur í hvílurúmum okkar; þar verðum
við að snúa á móti óvinum og berjast við hann einir.
Frú Brice var hugdjörf fcona. Þá nótt gefck hún
með guði.
Stephen vaknaði líka og við Ijósglaigpann sá
hann hana, þar sem hún stóð og beygði sig yfir
hann. Hugur hans flaug til baka til æskuáranna 1
stóra húsinu í Roston. Hann sá barnaherbergið með
háa glugganum, sem vissi fram að almenningsgarð-
inum. Svona hafði hún oft komið til hans þá um næt-
ur og hafði þreifað á honum, til þess að finna hvort
rúmfötin væru ofan á honum.
“Hvað viltu, mamma?” spurði hann.
“Eg er hrædd um að stríðið sé byrjað, Stepben,”
sagði hún.
Hann settist upp. Jafnvel hann grunaði ekki
hversu mikil sálarkvöl henmar var.
"Þú verður að fara, Stephen.”
Það leið löng stund áður en hann isvaraði.
"Þú veist að eg get ekki farið, mamma. Við eig-
um ekki nema þetta litla, sem eg vinn fyrir. Og ef
eg —” Hann lauk efcki við setninguna, því hann fann
að hún titraði. En hún sagði aftur með því hugrekkl
sem fconur einar eiga yfir að ráða;
“Miundu eftir Wilton Brice, Stenhen — Eg get
komiist af einhvern veginn, eg get saumað.
Þetta var stundin, sem hann hafði óttast; hún
var nú komin yfir hann þarna f næturkyrðinni.
Hverisu oft hafði hann ekki í huganum lifað þessa
stund? Hann, Stephen Brice ,sem hafði talað máli
“Þú — þú getur ekki farið? Þú, sem ert búinn
að gera svo mikið. Og hvers vegna ekki?
Stephen isvaraði ekki. En Richter, sem alt í einu
grunaði af hverju það væri, lagði hendina á ðxl vin-
ar síhs og sagði:
“Eg skil það. Eg hefi dregið saman dálftið af
peningum, Stephen. Þeir skulu ganga til þess að
móður þinni geti liðið bærilega meðan þú ert burtu.
Stephen varð fyrst orðlaus af umdrun. Svo, þrátt
fyrir tilfinningar sínar, horfði hann á Þjóðverjann
með nýjum skilningi á lyndiseinkunnum hanls. Að
%
síðustu gat hann aðeins hrist hðfuðið.
‘1Er það ekki fyrir ríkjasambandið?” sagði
Richter í bænarróm. “Eg skyldi gefa auð fjár, ef eg
ætti hann. Það væri mér mesta ánægja vinur minn.
Og eg þarf peninganna ekki með núna. Eg hefi eng-
ann til þess að sjá um.”
Það var vonveður í loftinu; golan blés hinum
fyrsta gróðurilm yfir ána. Stephen gekk að opnum
glugganum og augu hans voru full af beiskum tár-
um. Hann sá í huganum herdeildina á göngu og fán-
ann. borinn í broddi hennar.
RJOMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Go-opei*ative Dairies
LIMITKD
..... ...................................