Lögberg - 22.01.1925, Page 4

Lögberg - 22.01.1925, Page 4
Bls. 4 LöGBEBG, ÍIMTUDAGINN 22. JANÚAR, 1925. Jogberg Gefið út hvem Fimtudag at The Coi- ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talsi-mars N-632T oé N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskrift tíl blaSsinc TKI eOLUHBI/\ PRESÍ, Itd., Box 3178, Wtnnlpeg, Utanáakrift ritatjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, l^an. The “Lögberg” ts prtnted and publlshed by The Columbia Press, Llmited, in the Columbia Bullding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Kvittun númer tvö. Þar sem ritstjóri Heimskringlu er risinn úr rekkju og. að því er séÖ verSur, úr allri sjúkdóms- hættu, þá viröist að timi sé kominn til þess, að kvitta fyrir o{>na bréfiö, sem mér var sent í Heimskringlu, er út kom 31. des. Siðastl. Undir það bréf skrifar Sigfú§ Halldórs frá Höfnum, ritstjóri blaðsins, svo ekki verður um fað- erni þess króa efast. Annars var sú faðernisjátn- ing óþörf, þvi fáir hefðu að líkindum orðið til þess, að gangast við því afkvæmi. Eg er aS vona, að þessari siðari kvittun min hafi ekki eins hörmuleg áhrif á ritstjóra Heimskringlu, eins og sú fyrri sýnilega hafði, þvi eg hefi aldrei haft ánægju af að sjá fólk tryllast—ekki einu sinni skepnur og því síSur mannskepnur Því miður fjallar innihald þess bréfs ekki um almenn mál—ekki um neitt, sem lesendum blaðanna getur að gagni komið. Innihald þess er ekkert ann- að en árás á mig persónulega. Hiæfileikar mínir gjörðir að umtalsefni og íslendingum fjær og nær sagt, að þeir, ásamt þekking minni á íslenzkri tungu og almennum málum, sé af svo skornum skamti, að eg sé meS öllu óhæfur til þess að skipa þá stöðu, er eg nú hefi á hendi. Þennan dóm sinn segist þú byggja á blaSagreinum, sem þú hafir séð eftir mig, og nefnir sérstaklega tvær: Aðra um “Ryð”, sem stóð í Lögbergi 3. júli s.l.; hina, sem eg nefndi “Lögmál lifsins”, og birtist í Lögbergi 7. ágúst. Um, ryS- greinina er það að segja, að í henni á eg sjálfur ekki eina einustu hugsun. Þar eru settar fram hugsanir og athuganir íslenzks merkisbónda, sem í meir en tuttugu ár hefir athugað og arist á móti þessum ó- vin bændanna, ryðinu, og veit þess vegna þúsund sinnum meira um hvað hann er aS tala í þeim efnum, en þú. Um hina greinina, “Lögmál lifsins”, vil eg segja, að eg þori óhræddur aS bera hana undir hvern þarrn. sem þolanlega er læs og bærilegan skilning ber á það, sem hann les, að eg ekki tali um menn með heilbrigSa dómgreind, og hlíta dómi þeirra. Sakargiftir þær eru J>vi fremur léttvægar. Persónulega kynningu hefir þú enga af mér, svo þú getur ekki heldur bygt dóm Jjinn á henni. Eg tek þetta ekki fram af því, að eg sé að kveinka mér undan þessum dómi þinum um mig — það er að eins þitt eigið álit og getur þess vegna engan sakaö. Eg gæti lagt fram vottorð, sem ganga í gagnstæöa átt við þennan dóm þinn, sem til mín hafa komið ó- beðið frá merkum mönnum, bæði hér í landi og heim- an af ættlandinu — merkari mönnum en þú ert, eða getur nokkurn tíma orðið. En þaS vill nú svo til, að J)að er hvorki J>ú, eða eg, sem dæma eigum í þessu máli, heldur lesendur blaðanna. Og hvað mig snert- ir, þá legg eg mál þau, sem valdið hafa hinum per- sónulegu árásum þínum á mig undir þeirra dóm. Beri svo hvor okkar skarðan hlut, sem skiliö á, frá borði. Þessi siðasti pistill þinn er aumleg hækja og auö- virðileg stoð. Eins og þú og lesendur blaðanna vita, vorum við að ræða almenn mál. Hví hélztu ekki á- fram með það? Varstu orðinn svo þrotinn að rök- um í þeim málum, aS þú ættir ekkert eftir, og greipst þess vegna til þeirra örþrifa úrræða, að lítilsvirða og sverta mig persónulega? Þú segist vera mér þakklátur fyrir að eg svar- aði hinni fyrri níðgrein þinni. Þakklátur fyrir það, að svar mitt hafi gefiö jiér tækfæri tl þess að haldá l>eim lofsamlega iSnaði þínum áfram. Var það ekki yndislegt, að þú skyldir geta rekið smiðshöggið á þessa rógburðardellu þína? Verst var, að það skyldi verða eins hart á þér og raun er á orðin. Heppilegra óefað, ef þú hefðir getað ungað því meistaraverki út öllu i einu. Því þá hefði þessi síðasti “rógpistill Hall- dórs Heimskringlupostula” (eins og einn maður komst n>lega að oröi við migý ekki þurft að vera upptugga af því, sem þú varst húinn að segja áður. En þaö þykir æfinlega galli á "lærðum” mönnum, þegar þeir taka upp á þeim ósóma, að jórtra það, sem þeir áöur voru húnir að tyggja. í bréfi þínu er tvimælalaus yfirlýsing um, að ritstjóri Heimskringlu semji ritstjórnargreinarnar í blaöi sínu sjálfur og hjálparlaust—að hann hafi eng- an að skjóta skuld á, ef misfellur séu á þeim, eða leiðrétta þær fyrir sig. Slíkt skraf byggist auðvitaS á óviðráðanlegu sjálfshóli, en með því er þó um leið gefið í skyn, aS það sé á annan veg að Lögbergi. Ekki get eg gjört mig svo barnalegan, aö fara að deila um annaö eins og það, hver þaö sé, sem semji ritstjórnargreinarnar í Lögbergi. En hitt get eg hrein- skilnislega sagt ritstjora Heimskringlu, að vansaminna væri honum að láta einhvern, sem skyn ber á, líta yfir ritgjörðir sínar áður en hann sendir þær frá sér, því ef hann hefði gjört þal, þá hefði ekki hver hneykslis-ritgjörðin rekið aöra , eins og raun hefir á orðiö. Og það Iétti líka heilmikið á ritstjóra Lög- bergs, því hann hefði þá losast við að reka ofan í þig vitleysurnar, sem þú hefir ungað út 5 Heimskringlu, síðan þú komst að því blaði. f Þú talar um, að eg hafi gengið á gjörða sætt, þar sem eg hafi hafið persónulegar deilur okkar á milli, þrátt fyrir það, að þú hafir áður en þú gerðist rit- stjóri átt tal um það við mig, að Iáta deilur liggja niðri. Eins og Iesendur blaðanna vita, þá er þetta fyrsta persónulega ádeilugreinin, sem eg skrifa til ritstjóra Heimskringlu. Það hefir verið mark mitt og mið, að sneiða hjá persónulegum deilum, þegar þess hefir verið kostur. Og það: hefir tekist eftir vonum, þar til nú, og ástæðurnar eru öllum ljósar. Núverandi ritstjóri Heimskringlu var of stór upp á sig til þess að þola aðfinslur mínar út af níðgreinum hans um fjárhagsástandið í Canada, meðferð Indiána í Canada og hræsnisskrif hans um Breta og nýlendu- mál þeirra. Þetta eru meginviðir deilu okkar. í sambandi við ummæli mín og stefnu í þeim málum hefi eg engu að breyta og ekkert aftur að kalla, og J>eirri stefnu mun eg halda, hvort sem þér líkar betur eða ver, eins lengi og eg verð ekki sann- færður um, að hún sé röng, án nokkurs tillits til þess, hvað þú segir um mig persónulega, eða hvaða aðferð sem þú kant að grípa til þess að gjöra mig tortryggi- le^an í augum íslendinga í Vesturheimi, eða annars- staðar. Á einum stað í bréfi þínu talar þú um, að eg geti verið nýtur maður annars staðar en við ritstjórn. Auðvitað er eg þér þakklátur fyrir J>á sérstöku náð. En það er meir en eg get með góðri samvisku sagt um þig. Mér vitanlega hefir þú aldrei unnið ærlegt verk um þína daga, þrátt fyrir það, að upp á þig hefir verið kostað stórfé, til aö reyna að gjöra úr þér mann. Eitt er víst, aö siðan að þú koms.t hingað vestur, hefir þú ekkert aðhafst, sem minsti eimur af mannskap er í — ekkert, sem eftirtekt hefir vakið, nema ef vera skyldu þessar níSgreinar þinar í Heimskringlu. Að vísu veit eg ekki, hvað í þér kann að búa, undir menta-gorgeirnum, hrokanum og gikkshættin- um, sem þú ert útblásinn af. En framkoma þín hér enn sem komið er, minnir frekar nokkru öðru á um- mæli Guðmundar ríka Eyjólfssonar á Möðruvöllum, er hann var staddur i húð Svínfellinga foröum og sá Þorbjörn rindil; þá mælti hann við Vigfús Víga- Glúmsson: “Hefr J)ú nökurn mann sét, er siðr sé nök- urs verðr en þessi maör?” Vigfús svarar: “Eigi veit ek þat þegar.” Guðmundur mælti: “Eigi hefi ek sét J>ann mann, er betr sé fallinn til flugumanns.” í ofanálag við alla aSra ósvifni, sem þú lætur þér um munn fara í þessu bréfi þínu, staðhæfir þú, að þú sért ekki að rógbera mig í þessum níðgreinum þínum. Ekki veit eg hvort sú staðhæfing þín eri gjörð af skilningsskorti á þvi, hvað rógburður meinar, eða þú heldur íslenzka lesendur svo skyni skroppna, að þeir skilji ekki þaö hugtak. Rógburður er það, að láta út úr sér orð, sem ætluð eru til þess að gjöra öSrum ilt—• orð, sem i sér fela lastmælgi um menn og geta gjört þeim mein. Það gjörir ekki minsta mismun, hvar þau orð eru fram borin eða hvernig—hvort þau eru borin fram á vegum og gatnamótum í ljósi dagsins og fjöl- menni, eða í skúmaskotum mannlífsins og drykkju- krám, — þau eru ávalt og undantekningarlaust rógur. Og í honum hefir þú gert þig sekan, svo að þýðingar- laust er fyrir þig, að reyna aS afmá þá sök meS vifi- lengjum og orðaglamri. Þú reynir á hinn ísmeygi- legasta hátt, að koma þvi inn hjá lesendum blaðanna og útgefendum Lögbergs, að eg sé óhæfur starfs- maður, og gengur svo langt i þeirri iön þinni, aö skriða flatur við fætur J>eirra. Segir þá gáfaöa menn og læröa. Að J>eim gangi gott eitt til, aö gefa Lögberg út, og að það hljóti að vera í ósamræmi við hinar göfugu hugsjónir Jæirra, að hafa mig fyrir ritstjóra. Hvað finst þér vera rógburður, ef ekki þetta? Það er meira,—þaS er lika hræsni—hræsnin á miklu hærra stigi en sú, sem þú varst að fordæma hjá kirkju- mönnunum, sem sögSust heldur kjósa stríð, en ó- heiSarlegan frið. Sérðu ekki, hversu grátlega and- styggilegt ]>að er, að maður, sem er þjónustubundinn “úthaldi” í þessum bæ, er ljóst og leynt, rær öllum árum að því að koma Lögbergi og verki þvi, sem það er aö vinna, fyrir kattarnef, skuli láta annað eins og ]>etta út úr sér, að eg ekki tali um þá blygðunarlausu ósvífni, að senda það frá sér á prenti. Dómgreind þin í þessu efni er ekki á marga fiska, og hún hefir heldur ekki veriö það í málum þeim, sem þú hefir rætt í blaði þínu. Hvert stórmál- ið eftir annað hefir þú lagt út í að ræða og brjálað þau öll, annað hvort af þekkingarleysi, skorti á dóm- greind, eða hvort tveggja, og skal eg benda á nokkur þeirra: 1. Þú réðst með ofsalegum fruntaskap á stúlk- ur þær, sem á skrifstofum vinna- í þessu landi og lagöir þær og menning þeirra að jöfnu við hálfvilt kvenfólk austur á Malaya skaga, án þess að þú vissir nokkurn skapaðan hlut um hið menningarlega ástand Jæirra, eða heföir nokkuS til þess að byggja þann svivirðingardóm }>inn á, annað en munnmælasögu, sem einhver hafði spýtt í þig, og er Iygilegri en nokk- uð annað, sem eg hefi séS á prenti í langa tíð. 2. Þú, eða blað þitt, réðst á einn af bezt þektu, gáfuSustu og mentuSustu borgurum Bandaríkjanna, William Jennings Bryan, með ódæða brigslum, kall- aðir hann “sauðheimskan”, “ómentaðan”, ræðu hans “óvitahjal”, stjórnmálastarf hans “gaspur”, framkomu hans sagðir þú “einfeldnislega” og hátt hans “glaiögosahátt.” Og samt veizt þú, ef aö þú ert ekki einn af þeim mönnum, sem Bryan talar um að ekki sjái neitt fyrir ofmetnaði sjálfs sin—ekki einu sinni guð almáttugan, að hann er þér svo miklu framar, að lífsreynslu, lærdómi, mannviti og menningu, að þú nærS þangað aldrei með tærnar, sem að hann hefir hælana. 3. Þú hefir birt ummæli í blaði þínu um fjár- hagsástandiö í Canada, sem hafa ekki aö eins verið villandi, heldur staðlaus. 4. Þú hefir borið á stjórn Englands sakir í sam- bandi við meðferð hennar á Indíánunum í Canada, sem ekki hafa við neitt að styðjast nema illgirni þína í garð alls J>ess, sem brezkt er, og þína eigin fáfræði í því máli. 5. Þú staðhæfir í blaði þínu, aö hvatir brezku stjórnarinnar, Jægar hún eða Bretar lögöu út í stríðið við Búana í Suður-Afríku, hafi stjórnast eingöngu af ránsþrá. Eg hefi verið að hugsa um, hverjum að þú værir aS þjóna meS þessu athæfi þínu, en ekki getaö komist að neinni niðurstöðu. Sannleikanum ertu áreiðanlega ekki að þjóna, og eg efast stórlega um, að þú sért með því níði þinu, að þjóna útgefendum Heimskringlu, — því suma af þeim mönnum }>ekki eg svo, eftir meira en þrjátíu ára sam-búð viö þá hér í landi, aö þeim tnun litil þægö í, að landið, sem þá hefir fætt, sé nítt; að stjórnarfyrirkomulag ríkis Jæss, sem þeir tilheyra og þeir hafa notið frelsis og verndar í, sé svívirt. — Ef að þeim skyldi vera það — ef þeir hafa skift svo um skoðun nú alveg nýlega, að þeir séu orSnir þjóðníð- ingar, í staðinn fyrir að vera þjóðhollir borgarar, eins og þeir hafa veriö, J)á á eg og aðrir Vestur-íslending- ar heimting á að fá að vita það—og það tafarlaust. Að síSustu vil eg minna þig á stöku eina, sem sagt er að Ól. Briem hafi ort, er á hann vap ráðist á svipaðan hátt, og þú hefir nú ráðist á mig: “Lygar, baktal, last og spé, látum værðir sefa; við skulum meina, að svoddan sé sælla að þiggja en gefa.” í' einlægni og alvöru, Jón J. Bíldfell. -------o------- Hvernig á að skilja þetta ? Deila hefir staðið yfir milli Lögbergs og Heims- kringlu í sambandi viS skógarleiguna í Manitoba. Greinina um það mál í Lögbergi 25. desember siSastl. skil eg ekki, og eg hefi talað við marga fleiri, sem kvarta um það sama. Hér er ekki um neitt viljaleysi til skilnings að ræSa, einlægir frjálslyndir menn, sem ávalt halda taum núverandi stjórnar, vilja skilja mál- ið, en er það um megn eins og það er framsett. BlaðiS segir frá því, að Ottawastjórnin hafi sam- iS við mann, er McArthur heitir, um það, að leigja honum 40,000 fermílur af skógarlöndunum í Manito- ba meS ýmsum skilyrðum, þar á meðal því, að hann léti setja á stofn pappírsverksmiöju. En samkvæmt gildandi reglu varð skóglendið að vera boðið til leigu á opinberu uppboði. BlaSið segir, að von manna um pappirsverksmiðjuna hafi verið veitt rothö|gg 16. desember, })egar uppboðið hafi farið fram. Og svo heldur blaðiS áfram á þessa leið: “Uppboðið fór fram hér i Wjinnipeg, eins og til stóö. Skjöl öll og skilmálar, sem stjórnin setti, voru lögð fram — Skil- málarnir voru, að leigjandi borgaði $1.00 fyrir hverja fermilu af landi, sem hann tæki á leigu á ári, en land- svæði það, sem um var að ræða, nam 40,000 fermilum. Auk þess var tekið fram, að borgast skyldi í skatt af hverju greniviSar “cordi” 80 cent minst og 40 cent af hverju ‘cordi” af öðrum viðartegundum; að sá, sem boðið hrepti, borgaSi $100,000 sem tryggingarfé og sem hann tapaði, ef samningum öllum yrði ekki full- nægt innan 90 daga frá uppboðsdegi. Að leigjandi hyggi pappírsmyllu, sem ekki kosti minna en $2,000,000 og að því verki sé lokið innan tveggja ára frá því aö samningar séu undirritaðir. Að $200,000 af þessari upphæð sé varið til þessa fyrirtækis innan þriggja mánaða frá þvi aS samningarnir eru undirritaðir og leigjandi leggi fram $150,000 í tryggingarfé (bond), sem hann tapi, ef út af þessum ákvæðum sé brugðiS. öll iþessi atriði voru tekin fram í uppboðsskjali því, er frá fyrstu lá öllum til sýnis á landskrifstofu ríkis- ins hér í borginni. Svo hófst uppboSið, og þaS einkennilega kemur fyrir, að félag frá Bandaríkjunum, sem Spanish River Paper Co. nefnist, býður $1.55 umfram hið uppsetta verð, sem gjörir $2.35 fyrir hvert “cord” auk leig- unnar. t Samt fékk Jætta félag ekki viðarréttinn, því J. D. McArthur bauð $2.00, eða $2.80 fyrir “cordið”. Lengra þarf ekki aö prenta upp úr Lögbergs- greininni. — Svo segir blaðið, að með þessu hafi ver- ið tekið fyrir kverkar á einu þarfasta og bezta fyrir- tæki hér í fylki, því McArthur geti ekki sett á stofn papirsverksmiðjuna. Það er þessi athugasemd, sem eg ekki skil. Það eina, sem auðfélagið frá Bandaríkj- unum gerði, ef eg skil málið rétt, var þaö, að hækka boðiö, auka verðið á timburleyfinu, með öðrum orö- um, auðfélagið varð til ]>ess að stjórnin—þjóöin, fékk miklu hærri leigu fyrir vöru sína, en ella hefði verið. Að félagið hefði ekki sett upp pappírsverksmiöj- una, hefði þaö hlotið viðarleyfið, nær engri átt, eftir því sem Lögberg sjálft segir, þar sem það varf eitt aðal skilyrðiö af hendi stjórnarinnar, með háu veðfé frá félaginu. Að McArthur geti ekki sett upp papp- írsverksmiðjuna vegna þessa háa leiguverðs, er einnig fjarstæða. Hann bauS í viðinn með þeim skilyrðum og verður aö standa við þau. Ef hann bauð í viðinn án þess að ætla sér að standa við samningana eða vit- andi það, aö hannj gæti ekki staðið við pá alla, þá er hann maðtr, sem ekki má treysta. Stjórnin veröur að ganga eftir því, að hann haldi samningana alla og láta hann að öðrum kosti tapa -250,000, sem hann setti í veð. Sig. Júl. Jóhannesson. » Oss þykir fyrir því, að Dr. Sig. Júl. Jóhannesson skuli ekki hafa getað skilið öll ummæli vor í sam- bandi við viSarleyfismálið og pappírsverksmiðjuna, sem verið var að reyna að koma á fót hér í fylkinu, og viljum vér því gjarnan bæta úr því, ef unt er. Það sem doktornum virSist óskiljanlegast hjá oss, er, að hið háa verð ($2.80, sem boðiö var fyrir “cordið”) hafi orðið til þess, að eyðileggja eöa taka fyrir kverkarnar á einu þarfasta fyrirtæki hér í fylki. Þú segir, doktor sæll, að það sé fjarstæSa, að hiö háa verð geti haft slík áhrif á iðnaðarfyrirtæki J>etta, og að auðfélag frá Bandaríkjunum hafi orðið til þess að ríkiS fái miklu hærra verð fyrir viðinn, en það annars heföi fengið, og þvi sé þessi staðhæfing vor vitleysa. Fyrst viljum vér benda þér og öðrum, sem ve- fengja það sem vér sögðum i þessu sambandi. á það, að viöarleyfi, sem seld hafa verið í Canada til slikra fyrirtækja, hafa langflest veriS seld fyrir 8oc—90C “cordið”, ekkert yfir $1.00 “cordið”, fyr en þetta. Backus félagið og önnur stór félög, sem leyfin hafa keypt fyrir J)að verð, eru nú aS vinna úr við þeim pappír og selja. Á móti þeim félögum verður þetta nýja félag að keppa, eða hefði orðiS, með þeim vandkvæöum, að þurfa að borga um $1.10 meira fyrir hvert einasta “cord’ heldur en keppinautar þess gjöra. Er liklegt, að það heföi staðist þá samkepni? Værir þú liklegur, doktor minn, til þess að geta unnið í kapphlaupi við jafningja þina eða menn, sem þér eru jafnsnjallir, eða snjallari, ef lóð væri bundið við annan fótinn á þér, en engar hömlur lagðar á keppi- nauta þína? Þetta háa timburverð olli fleiri erfiðleikum en ]>eim, sem nú er nefndur. Það gjörði líka það að vei'kum, aö auðmenn, eða auðfélög, buöust ekki eða fást ekki til að leggja fé í fyrirtæki, sem svo er há- bundið, og framkvæmdir því ómögulegar, nema ef McArthur gæti Iagt starfrækslu og 'hyggingarféð fram sjálfur. En því er ekki heldur að fagna. Tal þitt um aS knýja menn til J>ess að gjöra Jætta eða hitt í þessu sambandi, hefir ekki við neitt að styðjast. ÞaS knýr enginn einstaklingur eða stjórn McArthur, eða neinn annan, til J>ess að gjöra þaö, sem hann ekki getur, eða sér sér ekki fært að gjöra. Við uppboðið borgaöi hann $50,000 og hefir svo 90 daga frá uppboðsdeginum og þangað til að hann þarf að skrifa undir samninga viS stjórnina. Ef að hann þá sér sér ekki fært aö ganga að samningum (og það sér hann sér að líkindum ekki, nema ef hann getur á einhvern hátt komist að samningum við stjórnina meö að þurfa ekki að borga meira fyrir viðinn, en keppi- nautar hans gjöra), þá tapar hann því fé og ríkið fær aftur rétt yfir skóglendum sínum, en engin pappírs- mylla verður bygö. I }>essu sambandi er vert að benda á, að á flestra' vitorði er, að Badkus og umboösmenn Spanish River félagsins komu ekki hingað norSur til þess að bjóða í þetta viðarleyfi og setja hér upp pappírsverksmiðju, heldur til þess að ryðja úr vegi keppinaut, og þeim tókst það með þvi aö spenna svo upp verðiö á viðn- um, að óhugsanlegt væri að starfrækja fyrirtækið. Þeim geröi auðvitað ekkert, þó þeir fengju boðið, því fimtíu eða hundrað þúsund dollarar er ekki meira til þeirra en 5 eSa 10 cent eru) til þín eða mín. Lotning. Hugleiðingjar þesisar byrja eg með ein verisi, eftir eitt af okkar íslensku skáldum Jónas Hallgríms son, og lýsir skáldið þar í tiltölu- lega fáum setningum, mikiilleika, mætti og valdi Guðs. Líti eg um loftin blá skýin, sem sigla fram 1 silfur glitraðan Ihoga hálf tungls gullnu hornin á herinn stjarna jþann tindrandi löga. Þrungna þrumu heimkynnið, þar sem að skruggan skæð skekur dunandi hamar, rekur fjalli ihögg á hlið, hittir skóginn og stórviðu lamar. Þú ert mikill hrópa eg hátt, himna Guð, eg sé (þinn mátt, fyrir þinni hægri hönd. hnígur auðmjúk í duftið mín önd. 1 anda þessa eina vers sjáum vér undra-mátt Guðs eilífu stjórn- ar, og um leið hve 1 ítil og vanmátt- ug vér mannanna Ibörn erum. Fyrir Guði verða allir að heygja kné sín í lotningu fyr eða síðar. Það að sýna mönnum lotningu, hefir oft reynst örðugt. Sömuleið- is virðist fólki veitast örðugt að sýna Guði lotningu opinberlega, sem að J>ó allir ættu að gjöra. En það verðum við þó að játa, að við gjörum langt of sjaildan, þar eð eg finn sárt ti/1 þess ,að virðing fyrir því, sem mér og mörgum ððrurn er heilagt og kært, er oft stórkost- lega mislboðið, þá finn eg löngun hjá mér, að minnast dáliítið. fyrst á ytri Guífe dýrkun, til dæmis : á kirkjuna, Guðs húsið. Hér á meðal Vestur-fslendinga — þar sem kirkjan er notuð fyrir gkemtisiam- komur af ýmisu tagi, og oft það á skemtiskránni, sem alls ekki ættl að eiga sér stað að flutt væri i Guðs húsi, og ®em eykur ým'san háVaða Og ærsl, Isvo isem lófaklapp stapp með fótunum og sem ótvi- rætt lýsir því, að fólk ber ekki virð ingu fyrir Guðs h-úsi, þeim helga stað, og gefur virðingarskortshug myndinni fyrir kirkjunni byr und ir 'foáða vængi, mér dettur í hug hvort ekki mætti t. d. endurkal’.a þá sem skemta og þess eru verðir, með J>ví að fólk rétti upp hægri hendina í istaðinn fyrir það sem áður er tekið fram. Engin taki þó orð mín svo að eg sé á móti því, að haldnar séu kristi legar skemtisamkomur í kirkjum, nei, eg er með því að þær samkom- ur séu allar með því augnamiði, að lofa og vegsama þann Guð, som kirkjan er reiist fyrir og helguð, og í þeirri von að vér lærðum þar eitthvað, sem gjðrði oss fullkomn- ari í góðum hugsunum, og í sam- bandi við það kemur^mér til hug- ar eitt vers eftir Björn Halldórs- son: í kirkju þína kenn þú mér, að koma Drottinn, sem mér ber, svo hvert sinn er eg héðan fer, eg handgengnari verði þér. Og þær samkomur, sem göfga oss að hguSunarhætti í kristilegum efnum eiga sannariega að vera haldnar í kirkjum, og þær sam- komur færa fólki sanna gleði og lotningu fyrir því, sem háleitt er og heilagt og í þeim felst sannur kristindómur og sönn uppbygging, hverjum iþeim, sem þráir að breyta vel. Þeir, sem enga lotningu bera fyrir Guðs húsi, getum vér ekki bú- ist við, að (beri lotningu fyrir því, sem þar fram fer, þó í anda krist- indómsins sé, eittokkar óefað allra besta andlega skáld Hallgr. Pét- ursson segir: “Þá þú gengur í Guðs hús inn, gæt þess vel sál mín fróma, hæð þú þar ekki herra (þinn, með hegðun líkamanls tóma. Beygðu holdsins og hjartan® kné, heit hæn þín ástarkveðja sé, hræsnin mun isiíst þar sóma.” Óhætt mun okkur, sem nú lif- um ,að taka Hallgr. Pétursson til fyrirmyndar í þessu efni, í þeslsu versi felst sönn kirkjuleg lotning fyrir þeirn helga stað, kirkjunni og Iþví sem þar á fram að fara. Vér verðurn að ibera lotningu fyrir algóðum Guði, þv! að hversu mikið álit, sem að menn hafa á sínum eigin s-tyrkleik kom- ast þeir ekki eitt fótmál án Guðs hjátpar. Þó þeir viðurkenni ekki Guðs tilveru nema í náttúrunnl sjáanlegu og er margra þeirr3 kjörorð eftir eitt íslenska skáldið Stgr. Thoústeinsson: “Trúðu á tvent í heimi tign, sem æðsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.” En mér mér finst, að þessi trú- arjátning sé ekki einhlít, þar eð oft hefir það sýnt sig, að tiltölulega lítill partur af Guði eða Guðs anda hefir ibúið í einstöku mönnum á liðinni tíð, þrátt fyrir það, að vér viðurkennum, að Guð sé alt í öllu og einnig í náttúrunni í kringum oss. tEn því er ver að vér meðtökum ekki Guð í hugskot vor, 'eins og vera foer. Hinn visisasti vegur, er að meðtaka Guð eins og foann foirtilst oss í frelsara vorum Jesú Kristi og hann kendi osis að tigna og tilfoiðja. Þeir eru til, og því er ver, sem stæra sig af því að þeir sæki ekki kirkju og foafi ekki brúk fyrir neitt þesis Iháttar, og séu eins góðir og þeir sem í kirkju ganga. Þá hina sömu, er svoleiðis tala, dæmi eg ekki, því það er ekki mifct, en Guð hjálpi }>eim, því þeir eru upp á náð Guðs komnir, ekki síður en þeir, ®em í Guðs bús ganga. En gæti ná ekki skéð, að við, sem sækjum kirkju hefðum hein- líni, eða öbeinlínis, með lotning- arakorti fyrir kirkjunni og okkar andlegu málum, gefið þeim tæki- færi að tala þannig? Vel gæti þetta verið, öli erum við breysk. Gefi Guð oss öllum af náð, að vér Ibreytum þannig að. vér löðum fólk að kirkju Guðs, en hrindum Jzví ekki frá henni með daglegri framkomu vorri við aðra menn ög lotningar skorti á okkar folessaða málefni. Mörgum hefir fundist óviðeig- andi, að siamskot séu tekin við guðsþjónustur, og eg verð að játa, að eg gat ekki lengi vel felt mig við þau, en þegar vér athugum allar kringumistæður hér í þessu landi þesisu viðvíkjandi, þar sem fjöldi fólks istendur fyrir utan söfnuði, þá finst ds® að sanngjarnt sé að gefa Jwí fólki tækifæri að styrkja söfnuðina með frjálsum samskotum, því flestir söfnuðirn- ir eru fátækir, og um leið að styrkja hið ihelga málefni, sem verið er að flytja öllu mannkyni til Iblesisunar, þar eð enginn fé- lagslskapur getur staðist án fjár- hagslegs koistnaðar að meira eða minna leyti, hviort sem er verald- legur eða andlegur á meðal vor, 0g undir núverandi kringum|stæðum virðiist þesisi aðferð hin eina heppí lega. Ef fleira af okkar fámenna þjóðarhroti, sem vi'll kallast krist- ið fólk, (þar á eg ekki við þá, sem afneita Jesú Kristi, sem isínum pensónulegum frelsara,), fylktu 6ér undir merki hans og gengju honum algjörlega á hönd skilyrð- islauist mundi kærleikur hverfe ti! annans aukast 0g lotning fyrir þvl sem háleitt er og heilagt glæðast á meðal vors fámenna þjóðflokks í þessu landi, en sundrungarand- inn í trúmálum hverfa og líða undir lok meg giínum fyrirrennur- um, sem um mörg undanfarin ár Framih. á fols. 8. SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef þér Iiafií5 ekkl þeKar Sparlsjóðsreiknlng, þá petlð þér ekkl breytt hy(?gil<“Bar, en að lcgKja peninjia yðar Inn & eitthvert af vor- um narstii títibúum. par bíða þeir yðar, þegar rétti tfminn kemur til að nota þá yður til sem mests hagnaðar. Unlon Bank of Canada hefir starfað > 58 fir og liefir fi þoim tíma komið upp 345 útibúum frfi strönd til strandar. VTér bjóðum yður lipra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vér bjúðum yður að heimsiekja vort næsta fitibú, rfiðsmaðurinn og starfsmcnn lians, munu finna sér IJúft og sltylt að leiðbeina yður. OTIBO VOR EHC A Sargent Ave. og Sherbrooke Osborne og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington T.ogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú f Winnipeg. AT> ALSKRIPSTOFA: UNION BANK OF CANADA M \ IN and WXIjLIAM — — WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.