Lögberg - 12.02.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.02.1925, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÍKJBERG FIMTUDAGINN. 12. FEBRÚAR. 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. Virginíá ók til Brinsmades. Hans hús var hið eina af húsum samibandsmannanna, sem hún gat komið í án þess að misbjóða sómatilfinningu sinni. Það fór fyrir Brinsmade ein*s og mörgum öðrum Sunnanmönnum, að þegar til þess kom að vera eða fara, var trgð hans við ríkjasamtbandið svo mikil, að hann kaus að vera kyr. Hann hafði greitt atkvæði með Bell og verið fundarstjóri á samktomulagsfund- um Crittendens. Hann var friðarmaður og hefði fús- lega lagt mikið í sölurnar fyrir friðinn. Nú, þótt ó- friður væri skollinn á og íhann hefði fastákveðið að vera sambandsins megin, gátu nágrannar hajis, sem 'hann hafði sýnt vináttu og trygð í mörg ár, ekki fengið sig til þess að skoða hann sem óvin sinn. Hann særði aldrei tilfinningar þeirra, og rétt eftir að stríð- ið hófst, byrjaði hf«n á því verki, sem hefir verið unnið af óeigingjörnum kristnum mönnum á öllum tímum, sem er að hjálpa bágstöddum. Hann heim- sótti ekkjur og munaðarleýsingja og huggaði þau, og marga nótt vakti hann við rúm deyjandi manna í spítalanum. Hann skrifaði síðustu bréf þeirra heim, hvort sem þeir voru Yankees eða uppreistarmenn. Og hvorirtveggju leituðu ráða hans, þegar mestan vanda bar að ihöndum, og tóku þau fram yfir ráð hinna freku leiðtoga sinna. Vagn Brismades stóð við gaaigstéttina fyrir framan húsið, og hann stóð sjálfur við dyrnar. Hann kom ofan tröppurnair berhöfðaður í rigningunni, til þess að rétta Virginíu höndina og leiða hana frá vagn inum.- íHann var kurteils og góðmannlegur, eins og hann var vanur, og spurði eftir hvernig föður henn- ar og frænku liði um leið og hann leiddi ihana inn í húsið. Þótt slíkir menn reyni að hylja raunir sín- ar með gleðilegu viðmóti, þá tekst jþeim það ekki fyrir þeim, sem eins er ástatt fyirir oig þeim sjálfum. Virginía var hvorki svo eftirtekrtarlaus né svo eigin- gjörn að hún sæi ekki að þetta valmenni hefði orð- ið fyrir raunum. Þótt eigin vandræði væru efst í huga hennar, gleymdi hún sumum þeirra í nærveru hans. Beiskyrðin dóu á vörum hennar, og hún hefði einu sinni ekki getað talað illa um óvini sína svo hann heyrði til. Þannig var sálarástand henaar, er hún var leidd inn í stofuna. Anna, sem sat þar í einu horninu, stóð upp og kom á móti henni, til þess að faðma hana að sér. “Það var vel gert af þér, Jinny, að koma, þú hatar mig ekki?” “Hata þig, góða Anna!” “Já, af því að við erum sambandsins megin,” sagði Anna, sem var ekkert nema hreinskilnin og vildi ekki ver í nokkrum efa. Virginía komst við. “Þó að þú værir þýsk, Anna, þá held eg samt að mér þætti vænt um þig.” “En hvað þú varst væn að koma! Eg hefði ekki þorað að fara heim til þín, því eg veit hvað þú ert ákveðin Hefir þú heyirt —?” “Heyrt hvað?” spurði Virginía hrædd. “Að Jack hefir hlaupið burt. Við höldum að hartn hafi farið suður. Hann er ;— hann er ef til vill dáinn.” Það komu tár fram í augun á henni. Virginía gleymdi Clarence. Hún setti önnu niður hjá sér í legulbekkinn og kysti hana. “Nei, hann er ekki dáinn, Anna mín,” sagði hún blíðlega, en með hughreystandi róm. “Þið hefðuð frétt það, ef svo væri.” Hefði hún litið upp, þá hefði hún séð Brinsmade horfa á sig. Hann horfði góðlátlega á alla, en þess- um augum leit hann aðeins á þá, sem hann bar virð- ingu fyrir. Af því hversu hann var vanur að hjálpa öðrm, datt honum í hug, að þessi stúlka væri komin tij sín til þess að fá einhverja hjálp þair sem faðir hennar væri1 fjarverandi. “Virgínía ihefir rétt fyrir sér, Anna,” sagði hann. “Jack er farinn til þess að berjast fyrir sitt málefni, eins og hver frjáls maður ætti að gera. Við verðum að muna eftir því, að þetta er hans heimili og að við megum ekki deila við hann, þótt við höfum aðrar skoðanir en hann.” Hann þagnaði og færði sig nær Virginíu. “Það er eitthvað, sem eg get gert fyrir þig, góða mín?” sagði hann. Hún stóð upp. ‘'‘ónei, Brinsmade,” sagði bún. Og þó var hún eins hreinskilin og Anna; hún vÆldi ekki láta sýnast, að hún kæmi 1 öðrum tilgangi en þeim, sem hún kom í raun og veru. “Frænka mín er svo hrædd um Clarence, að eg kom til þess að spyrja þig að, hvort þú íhéldir að það væri sönn fregn að fangarnir yrðu látnir lausir. Hún heldur að það sé—” Virginía þagnaði og beit á vörina. “Hún trúir því^ ekki.” Jafnvel hinn góðviljaði Brinsmiade gat ekki var- ist að brosa að því að Virginía var næstum búin að segja of mikið. Hann skildi hana og dáðist að henni. Og hann skildi líka frú Oolfax. “Eg skal fara með þér,” svairaði hann. “Eg þekki Lyon höfuðsmann og við skulum komast að sannleik- anum í þessu efni. “Þú skalt alls ekki gera það,” svaraði Virginía nféð áherslu. “Hefði eg vitað þetta um Jack, þá hefði eg ekki komið.” Hann greip fram í fyrir henni með handaibendingu. Hann var sannnefndur hefðarmað- ur samkvæmt hinum eldri siðum, í hvítri fellinga- skyrtu, með svart hálsíbindi og góðmenskuna, sem skein út úr augum hans. “Nikódemus bíður, góða mín,” sagði hann. “Eg ætlaði einmitt að fara sjálfur, til þess að spyrja Lyön höfuðsmann um Jack.” Virginíá hafði ekki tíma til þess að koma með frekari mótbárur, því dyrabjðllunni var hringt í á- kafa og inn kom hár maður, sem var kyntur Virginíu sem majór Sherman, fyrrum herforingi, en nú for- stöðumaður strætisibrautafélags. Majórinn hneigði sig og tók í hönnd hennar. Svo byrjaði hann strax á erindinum. Það vair auðsjáanlega vani hans að vera ekki með neinn drátt. “Eg heyrði af tilviljun fyrir hálfri stundu, að þú værir að leita frétta af syni þínum. Mór þykir fy.rir því, að þær fréttir, sem eg færi þér, skýra ekki i frá ihvar hann er. En mér finst það vera skylda mín gagnvart einum ungum manni hér í bænum, að segja þér frá því, sem eg sá í gær.” “Eg skal vera þér stórþakklátur fyrir það, herra majór. Gerðu svo vel og sestu niður.” Miajórinn settist ekki niður. Hann stóð á miðju gólfinu. Hann gaf stutta og glögga lýsingu af því, er Jack kom í skógarrjóðrið undir brekkunni og að hann hefði ætlað að ráðaist á heila hersveit af sam- bandsliðinu. Það jók mikið á áhrif frásagnarinnar að hann sýndi með hreyfingum sínum og bendingum, það sem hann hafði verið sjónarvottur að. Hér mr alger hreiniskilni. Sherman vildi ekki draga úr neinu, þótt faðir og systir mannsins, sem hann var að tala um, hlustuðu á ihann. “Og þú mátt þakka manninum, sem býr hér í næsta húsi, að eg held, fyrir það, að sonur þinn er lifandi,” sagði hann. “Stephen Brice!” hrópaði Brinsmade forviða. made forviða. Virginía fann að Anna greip fasrtar í hönd henn- ar en hennar eigin var sem máttlaus. Hitaalda fór um allan líkama hennar. Átti hún aldrei að hætta að heyra talað um þennan mann? Brinsmade varð ofurlítið órólegur. “Ertu viss um að þú þekkir hann?” “Eins viss um það og að eg þekki þig,” sagði majórinn með áherslu. “En,” sagði Brinsmade, “eg kom þar í gærkveldi. Eg vissi, að hann hefði komið til herbúðanna. Eg spurði hann að, hvort hann hefði séð Jack. Hann sagðist hafa séð hann, en hann sagði ekki orð um það, að hann hefði bjargað lífi hans.” ‘1Hann mintist ekki á það”! hrópaði majórinn. “Hann er þá reyndar betri en eg hélt að hann væri. Sástu svarrtan púðurblett á enninu á honum?” “Já, eg sá að það var slæmur brunalblettur af einhverju tagi á enninu á honum.” “Nú, sjáðu til, hefði Þýskarinn, sem skaut á Jack, haft vit á því, að láta kúlu í bssuna sína, pá hefði hann drepið Brice, sem var aðeins tíu fet fra honum og stóð fyrir framan son þinn.” Anna rak upp lágt hljóð; Virginía þagði. Varir hennar voru opnar. Hún beið með óþreyju eftir að iheyra alla söguna, án þe»s að hún gerði sér grein fyrir því. Majórinn sagði hana eins og hermaður, en samt vel. iHann sa'gði frá hvernig Jack hefði ætt upp að fylkingunni; hvernig hann sjálfur hefði séð Brice fleygja niður kvenmanni, og hefði kallað til hans að leggjasrt niður sjálfur; hvernig skothríðin dundi/yfir og menn og konur féllu alt í kringum þá; og hvern- ig Stephen hefði fleygt Jack niður og haldið honum niðri. Virginía sá í huganum hvernig það alt hefði gengið til. Hafði hún nökkurn rétt til að sýna slíkum manni fyrirlitningu ? Hún mundi eftir því, hvernig hann leiit til hennar, þegar bann stóð á strætisliorn- inu hjá Catherwoods húsinu. Og það sem verra var, hún mundi etfir mörgum óvingjarnlegum orðum um Steplhen, sem hún hafði látið falla við önnu. Þau Ihöfðu flest hnigið að því, að Stephen myndi vera duglegri í því, að tala um fyrir öðrum en að berjast sjálfur. Hún vissi nú, og hún hafði vitað það í hjarta sínu áður, að þetta væri hið mesta óréttlæti, sem hún gæti gert honum. “En Jaök, hvað gerði hann?” Það var Anna, sem skjálfandi spurði majórinn að þessu. En Sherman var ekki sá maður, að hann segði frá því að Jack hefði skotið Stephen, ef hnnn sjálfur hefði ekki komið í veg fyrir það. Það var það Ijóta við söguna: Jack hefði ætlað að skjóta mann- inn, sem bjargaði lífi hans. Hvorki Brinsmade né kona hans vissi það til dauðadags. En þegar Brins- made og Anna voru farin upp á loftið, sagði majórinn Virginíu frá þessu, og hún geymdi það sem leynd- armál. Ástæðan til þess, aðTiann sagði þetta var sú að hún hafði g'iskað'á það að nokkru leyti. Brinsmade fór með Virginíu til vopnálbúrsins í vagni sínum þennan dag. Hann gleymdi raunum sín- um og talaði glaðlega við hana af gömlum vana. Hann sagði henni margar smásögur frá ferðalögum sínum, en hún hlustaði á enga þeirra. Nú aftur, þegar hún hélt að traust sitt á Clarence og ást sín til hans væru loks orðin óblindandi, gat hún ekki annað en borið hann í huganum saman við þennan hægláta unga mann frá Boston. Hún varð að kannast við það með sjálfri ser, að Stephen hefði unnið verulega göfugt verk. Væri það ótpúmenska að gera það? Hún roðnaði við þá hugsun. Clarence ihefði getað gert það, hann hefði jafnvel getað bjargað óvini sínum. En — hún varð að halda samanburðinum áfram, því miður — myndi Clarence hafa getað þagað um það, ef Brinsmade hefði komið til hans. Stephen hafðl einu sinni ekki sagt móður sinnl frá því, eða það (hélt Brinsmade. Henni til enn meiri kvalar, fór Brinsmade að tala um Stephen. Þetrta var mjög eðlilegt. Hann sagði henni frá erfiðleikum Stephens og hvernig hann hefði unnið fyrir ýmsum nauðsynjum handa móður sinni með því að skrifa í blöð. “Eg hefi oft ekki getað sofið,” sagði Brinsmade, “og þá hefi eg séð Ijós loga hjá honum langt fram yfir miðnætti.” “Ó, Brinsmade!” hrópaði Virginía, honum til mikillar undrunar, “ gerturðu ekki sagt mér eittihvað ilt um hann, rétt einu sinni?” Honum varð litið á stúlkuna, sem sat þarna við hliðina á honum rjóð og vandræðaleg. Ef til vill hélt hann — en hvernig getum við vitað hvað hann hélt? Hvernig gertum við hugsað okkur að kennarar okkar hlæi að strákapörum okkar eftir að þeir hafa barið okkur fyrir þau ? Við munum ekki að foreldrar okkar hafa sjálfir verið ungir og að einstöku orð, sem við tðlum eða jafnvel augnatillit minna þau stundum á liðna tíma. Brinsmade var þðgull, en hann hoirfði út um vagngluggann. Eftir nokkra stund, þegar vagninn skrölti gegnum forina rétt Ihjá vopnalbúrinu mættu þau hópi manna í einkennisbúningi ríkislhersins, sem voru á leiðinni til bæjarins. Nkódemus stöðvaði hest- ana samkæmt bendingu húsbónda «íns. George Cath- erwood var meðal þeirra, sem þau mættu, og faðir hans var með honum. “Þeir hafa látið okkur lausa gegn drengskapar- orði,” sagði George. “Já, okkur leið afleitlega í nótt. Þei,r hefðu ekki getað haldið okkur; Þeir höfðu eng- an stað fyrir okkur að vera í.” Hann var ekki sami káti hermaðurinn, sem hann hafði verið daginn áður. Fallegi einkennisibúning- urinn hans var allur í hrukkum og óhreinn. Hann var órakaður og það voru dökkir hringir fyrir neð- an augun í honum, atf þreyrtu. “'Veistu hvorrt Clarence Colfax er farinn heim?” purði Brinsmade. “Clarence er bjáni,” svaraði George í vondu skapi. “Hann var eini fanginn, sem neitaði að gefa drengskaparloforðið eða sverja hollustueiðinn. Hann segist ætla að ve.rða fangi þangað til hann verði lát- inn laus fyrir artnan fanga. “Hann hagar sér mjög sérviskulega,” sagði eldri Catherwood, sem var í ekki sem bestu skapi sjálfur. “Herra minn,” sagði Brinsmade í ströngum róm, , sem var mjög sjaldgæft að hann notaði, “eg ber meiri virðingu fyrir honum fyrir þetta, en eg fæ með orðum lýst. Þú mátt halda áfram Nikódemus.” Og hann skelti afrtur hurðinni. George hafði ef til vill séð annað andlit inni í vagninum. Hann roðnaði og stóð og starði niður á gangstéttina eftir að faðir hans var farinn. Af öllu þeim ungum mönnum, sem höfðu vernd- að heiður ríkisins þessa viku var aðeins einn, sem kaus að sitja sem fangi innan veggja vopnabúrsins — Clarence Colfax höfuðsmaður í riddaraliðinu fyr- verandi. [Brinsmade var leyfð innganga tafarlaust og hon- um var sýnd sú virðing, sem hann átti skilið sökum sinnar löngu þjónustu í þarfir borgarinnar. Honum og Virginíu var fylgt inn í herbergi með mjög óbrotn- um húsbúnaði og Lyön höfuðsmaður kom þangað sjálfur eftir lirtla stund. Virginiía fyltist mótþróa, þegar hún sá þennan mann, sem borgin hafði skolfið fyrir, sem hafði troðið undir fótum hið leiftrandi sverð málefnis hennar. Það var auðséð á honum, að hann hafði staðið í miklu erfiði, en það voru aðeins föt hans og útlit, sem sýndu það. Langa rauða hárið á honum var ókembt, stígvélin hans. voru þakin með svörtum forarslettum og treyjan óhnept. En andlitið á honum var eins rjótt og augun eins skær og þó hann heði veið nýrisinn upp af tólf klukkustnda blundi. Hann hneigði sig fyrir Virginíu, að vísu ekki of kur- teislega. Honum virtist standa á sama þótt hún tæki naumast undir. “Já,” sagði hann fljótt og ákveðið við spurningu Brinsmades, “við verðum að halda Colfax höfuðs- manni hér. Hann vill vera fangi þangað til hann verður látinn laus í skiftum. Hann neitar að sverja hollustueið, sem þegn Bandaríkjanna.” “Og 'hversvegna að neyða hann til þess, Lyon? Á hvern hátt hefir hann sett sig upp á móti her Bandaríkjanna ?” Það var Virginía, sem lagði þessa spurningu fyrir hann. Báðir litu á ihaná undrandi. “Þú fyrirgefur ungfrú Carvel,” sagði Lyon höf- maður alvarlegur, “þó að eg neiti að ræða það mál við þig.” * Virginía ibeit á vörina. “Mér skilst að herra Oolfax sé násyldur þér,” • hélt Ihöfuðsmaðurinn áfram. “Vinir hans mega heim- sækja hann hér að deginum til. Og eg held að það sé ekki úr vegi þó að eg láti í ljósi hér aðáun mína fyrir því, hvernig hann hagar sér. Þú vildir ef til vill sjá hann núna.” “Þakka þér fyrir,” sagði Virginía þurlega. “Undirforingi, skilaðu kveðju minni til Colfax ihöfuðsmanns og bið hann að gera svo vel og koma hinngað. Eg vildi gjarnan tala nokkur orð við þig, herra Brinsmade, einslega.” Það var nærgætni höfuðsmannsins að þakka að Virginía var ein, þgar Clarence kom til hennar. Hún réði varla við sig fyrir geðshræringu. Hún hljóp á móti honum, þegar hann opnaði hurðina og hrópaði nafn hans.” I “Max, þú ætlar að verða hér?” “Já, þangað til eg verð látinn laus í skiftum fyrir annan.” Full áf aðdáun fyrir honum fleygði hún sér í faðm hans. Nú gat hún verið stolt af honum. Hann einn af öllum þeim þúsundum, sem ætluðu að verja ríkið var köllun sinni trúr — var Suðurríkjunum trúr; hann einn kaus sér að vera án allra þæginda iþótt hnn væri örskamt frá heimili sínu. Hún leit upp og framan í hann. Á andliti hans var auðsæ geðshræring og þreyta; en þó bar mest á g^ðshræringunni. Hún vissi að átkafinn og hugarœs- ingin voru honum sama og niatur og drykkur. Henni flaug í hug, hvort það myndi vera það, sem veitti hönum þrek nú. Hún bægði þeirri hugsun frá sér eem væri hún eitthvert illræði. Þessi reynsla hlaut að breyta þessum dreng í mann. Hér var veiki blett- urinn á herklæðunum, sem hún bar, frænda síns vegna. Hann hefði vaxið upp í iðjuleysi; hann hefði ekki haft neinar áhyggjur og ekki borið ábyrgð á neinum verkum sínum. Hans eina löngun frá bams- beini hafði verið að berjast og lenda í æfintýrum, og þetta var samgróið ættarstofninum. Virginía hafði aldrei fyr haldið, að þetta væri sprortitið af löngun eftir að láta á sér bera, né að í því fælist nokkur eigingirni. Hún horði framan í hann; O'g í andliti hans sá hún það, sem aðeins konum er gefið að sjá. Það var sem hann væri að hugsa um eitthvað í mik- illi fjarlægð. Þótt hann héldi utan um hana virtist sem hann befði gleymt henni og þv*í, að hún hafði komið alla leið út þsngað til þess að sjá hann. Hend- ur hennar sigu máttlausar niður af öxlunum á hon- um og hún færði sig frá honum, því það var sem hann tæki ekkert eftir því. Svona er karlmönnunum farið. Þótt feonan fórn- færi lífi sínu og maðurinn njóti þeirrar-------— -------o------ Samskot í varnarsjóð Ingólfs IngóHssonar. Frá Washington Island— Sigurður Sigurðsson....... Mrs. Margrét Sigurðsson .... Árni Guðmundsson.......... Christopher Einarsson.... Pétur Gunnlaugssoni jr... A. GuSmundsson .......... Hannes Johnson............ $1.00 1.00 1.00 .50 1.00 1.00 1.00 Frá Mountaln, N.D.— Th. Thorfinnsson........ .... C. Indriðason ............... K. G. Kristj&nsSon .......... G. Guðmundsson............... Sigm. Sigurðsson ........... Tr. Ingimundarson............ S. T. Hjaltalín ............ Malla Hjaltaiin ............. Mr. o<r Mrs. Tr. G. Johnson .. Rosa Tenney.................. Frá Hallson, N. D.— Árni J. Jóhannsson .......... Arni Magnússon .............. Kristinn Einarsson .......... Einar J. Einarsson .......... Sig. Einarsson ........ ’.... J. B. Johnson................ Frá Ákra, N.D.— Kristín Kristjánsdóttir...... Jðnas Johnson .............. John Jónasson .............. Frá Raymond, Wash.— O. Mackson ................. Bertha Wood................. Violelt Metckson ............ Mrs. B. Bjarnason .......... Mrs. W. S. Stapleton ....... Frá Dundar Mon,— Geiri Dindal ............... Franklin Lindal ............ George ILindal.............. Mrs. J. Lidnal ............. Úr ýmsum áttum:— Steini Goodman, Milton ..... Jón Sigurðsson, Erik,sdtle . p jóðræknisdeild "Bræðraborg’ Foam Dake ................ H. Jóhannsson, Hamiota ..... S. Dandy, Cypress River .... I. A. Anderson, Poplar Park . Frá feðginum, Dundar........ H. IBergsteinsson Alameda . Mrs. S. G. Hjálmsson, Blaine Mrs. K. J. Brandson, Blaine. Vigl. Guðmundss., Hekla..... S. Stevenson, N. York....... Mrs. L. S. Freeman, Piney . J. B. Johnson, Walhalla .... A. S. Finnson .... Alkra ... Frá Winnipeg— Mrs. W. H. Butler .......... Mrs. A. Wood................ Mrs. Herdís Bray............ Mis Bertha Bray ......... ■ ’Frá Winnipegosis, Man.— Aðalibjörg Jónasson ........ Malvin Einarsson ........... Jón Einarsson ............ , F. Hjálmarsson ............. Mrs. J. Y. iSchaldemose .... Mrs. Málfr. Johnson ........ Jón Rögnvaldsson ........... Mrs. Csmun<lsson ......... . Mrs. Elis Magnússon ........ Mrsl. Karfitas (Brynjólfsson . G. H. Jónasson.............. Guðmundur Brown............. Mrs. G. Brown .............. Kristbj. fð&onundsd......... Guðjón Guðmundsson.......... Ottó Kristjánsson .......... Stephan Halldórsson ........ WiUiam Wright............... Mrs. Wm. Wright.„........... Sigurður Magnússon ......... TUorsteinn O'liver ......... August Johnson ............. O’lafur Johnson ............ Mrs. O. Johnson ............ Wilhjálmur Johnson .... .... Wilbert K. Goodman ......... Mrs. W. K. Goodman ........ Jóhann Schaldemose ....... Felix Magnússon .......... Bjarni Arnason ............ 1.00 1.00 1.00 1.00 .50 1.00 .50 .50 1.00 2.00 1 00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 .50 1.00 1.00 1.00 15.00 2.00 2.00 1.00 2.00 4.00 . .50 1.00 1.00 5.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 1.00 .25 .50 1,00 1.00 2.00 .40 ,50 1.00 1.00 .50 .50 1.00 1.00 1.00 1.00 2.00 1.00 2.00 2.00 1.00 1.00 1.00 1.00 Samatals .............. $108.25 Aður komið................... 6121.50 Alls ....... $3,729.75 Winnipeg, 27. jan. 1925. 668 Lipton str. Winnip. Man. ívar Hjartarson. / Gufuskipa °! Járnbrauta FARBRÉF Til og Frá t llum stöðum í Heimi HÖFUM UMBOD ALLRA ‘GUFUSKIPALINA Borgið Fargjaldíð í Canada V.JF.R GETUM HJALiPAD YBUR AD KOMA VINIXM OG VANDAFÓLKI THi OANADA Snúlð yðtir ttl Umboðsmanna Canadian National Bailways Hln stutta leið milll Vestur-Canada og Gamla landalns er Canadtan Natlonal járnbrautin gegn um Hallfax, NJS., og Portland. Malne. Má velja um braut/ beint eða gegn um Toronto. » Aðstoð Vedtt Alls ókeypis Vlð Útvegun Vegabréfa, Uelðarvísia og Iiandgönguleyfa, o.s.frv. VELJID UM LEIDIR —á — Landi og Sjó RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÖMANN TIL t The Manitoba Go-operative Dairies LIMITBD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.