Lögberg - 12.02.1925, Blaðsíða 4
Bls. 4
ZjöGBERG, BfMTUDAGINW 12. FEBRÚAR. 1925.
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
■mbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Tfil.imari N-6327 «É N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
(jtanáskríft til blaðsins:
THE eOLUHBI/V PHES8, Ltd., Bo« 3172, Wlnnlpeg, tyar).
Utanáskrift ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpsg, Man.
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Llmited, in the Columbia
Bullding, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Óskráða sagan.
i.
í lengri tíÖ hafa komið fram raddir um, að saga
Ameríku sé aö meira og minna leyti ófull'komin — að
í hana vanti svo og svo mikið, helst allan fyrsta
kapítulann. Menn vita og viðurkenna nú yfirleitt,
að saga þjóðarinnar byrjar ekki með innflytjendun-
um, sem út komu 1620 með litla skipinu Mayflower,
heldur hafi landið verið bygt hvítum mönnum áður,
og því sé saga þeirra miklu lengri í landinn, en sú er
skráð er. En að fyrsti þáttur hennar sé hulinn dimmri
fomöld, sem enn hefir ekki tekist aö ráða.
Það er nú enginn upplýstur maöur lengur til í
Ameríku, sem ekki veit, að fslendingar, sem þeir þó
vanalega nefna Norðmenn, af ókunnugleika), námu
Ameríku löngu áður en Columbus kom hér við land.
En sá sannleiki hefir ekki gjört þeim neitt sérstakt ó-
næði, þeir hafa látið hann liggja á milli hluta, að
mestu. Þó hafa verið bæði menn og konur, sem viö
og viö hafa vakið eftirtekt á bygö íslendinganna, sem
fyrstir komu hér til lands af hvítum mönnum, og á
eyðu þeirri, sem liggur á milli komu þeirra til lands-
ins og tímabils þess, er landið tefkur að byggjast um
og eftir aldamótin 16 og 17.
Einn maður hefir nú alveg nýlega gengið í þetta
mál og segist ekki ætla að skiljast við það, ef sér end-
ist aldur, fyr en hann sé búinn að rita þennan fyrsta
kapítula sögunnar, — það er hinn nafnkunni könnun-
armaður Capt. Donald B. McMillan, eftir því sem
blaðiö Detroit News segir, sem haft hefir tal af hon-
um. f fleiri ár hefir Mr. McMillan verið í rannsókn-
arferðum í noröurhéruðum og við norðurstrendur
Canada, þar sem hann hefir kynst Eskimóum og num-
ið mál þeirra. Og það einkennílega við þetta áform
McMillans er, að hann, eftir því sem bezt verður séð,
hefir fengið hvatning frá þeim tl þessarar rannsókn-
ar sinnar, á ferðum Leifs hepna og komu íslending-
inganna til Ameríku, McMillan heldur hiklaust
fram, að um miklu meiri bygð íslendinga frá Græn-
landi sé að ræða í Amerí'ku, heldur en hinar ófull-
komnu sagnir um þá atburði, sem til eru, beri.meö sér.
Ástæður s'ínar fyrir því áliti sínu, gefur hann lítið
uppi. Þó getur hann þess, að hann hafi orðið var við
orð í máli Eskimóanna í noröur-Canada, sem sjáan-
lega séu úr norrænu runnin. Einnig segir hann, að
háralitur sumra þeirra bendi mjög til þess, að þeir
hafi blandast Norðmönnum. Enn fremur segist hann
hafa fundið ey eina viö Labradorströndin,a, er heiti
Turnivík, sem á máli Eskimóa þýði Norðmannaeyja.
Á ey þessari er afar gamalt steinhús, sem hann segist
vera viss um, að ekki sé bygt af Eskimóum. Enda
hafi einn af eldri Eskimóum þeim, er hafast við á því
svæði, sagt sér, að munnmælasaga hafi gengið mann
fram af manni á meðal þeirra um það, að Norðmenn
hefðu komið þar til lands í fyrndinni, og aö Eskimóar
heföu ráðist á þá og drepið þá. Hvað sem um það
er, segir Mr. McMillan, þá bendir alt til þess, að
steinhúsið á Norðmannaeyju sé ekki bygt af Eskimó-
um, heldur hafi þar verið Norðmannabygð, eða aö
minsta kosti áningarstaður íslendinga frá Grænlandi,
er þeir fóru á milli Grænlands og Vinlands forðum.
Auk steinhússins segir McMillan að nokkur jarðhús
séu þama á eynni, sem bendi til þess, að þar hafi þó
verið nokkuð mannmargt einhvern tíma.
í sambandi við nafnið á ey þessari, má geta þess,
að fleiri einkennileg örnefni hafa menn orðið varið
við á meðal Eskimóa í Norður-Canada, svo sem
Aklavík, sem er vík ein er liggur inn í landið úr
Norðurishafinu, og er þar fiskistöð Eskimóa all-mikil.
Auk þess er þar að finna nofðasta pósthúsið í Canada,
sem ber sama nafn og víkin, og gengur póstur þangað
einu sinni á vetri. Pósthús þetta, Aklavík, er tvö þús-
und milur í norður frá bænum Edmonton í Alberta.
McMillan minnist á hugmyndir þær, sem menn
hafa gjört sér í sambandi við eyðilegging íslenzku
bygöarinnar á Grænlandi og hvarf bygðarmanna, sem
er eitt af því ós'kiljanlega, er hin liðna t'íð geymir.
Honum finst, að óliklegt sé, að Eskimóar hafi eyði-
lagt eða drepið bygðarbúa, því til þess hafi þeir verið
alt of miklir fyrir sér. Aftur á hinn bóginn finst
honum, að, ef drepsóttir, svo sem svartidauði, hefði
orðið þeim aö fjörlesti, þá hlytu leifar þeirra að finn-
ast. Og einnig segir hann,^að öllu nýlendufólki hafi
hlotið að vera kunnugt um Vínland og landgæði þau,
sem þar biðu manna, og heldur hann því, að það muni
hafa haldið i vestur á skipum sínum, er siglingar
teptust til Grænlands og lífsnauösynjar þrutu þar, og
því sé leifa þeirra að líkindum að leita i Vínlandi, en
ekki á Grænlandi. Samt hefir hann nú ákvarðað, að
stefna fyrstu rannsóknarferð sinni til Grænlands, og
hefir, að fengnu leyfi konungsins í Danmörfcu, ákveðið
að leggja upp í þá ferð sina í júní n. k. Fyrst ætlar
hann til Tumivkur, eða i^jrðmarnaeyjar viö Labra-
dor, og rannsaka þá ey og mannvirki þau, sem á henni
eru, eftir föngum, og halda síðan til Grænlands.
I ferð með Mr. McMilIan verða fornfræðingar,
mannfræðingar og aðrir vísindamenn frá Ameriku.
Maðurinn með skófluna.
Fyrir nokkru siðan sátum vér í makindum heima
hjá oss kveld eitt og vorum að blaða í gömlum ritum,
sem legið höfðu í bókaskápnum all-lengi, án þess að
þeim hefði verið veitt eftirtekt, og þá rákum vér oss
á eftirfylgjandi. eftir mann, sem Charles Harris \Vhit-
aker hcitir, um Ypres:
“Yfir þessa auðn voru leifar striðsins breiddar,
eins og að öllu járni og stáli frá verksmiðjum landsins
hefði verið lyft í loft upp og svo sprengt í þúsund mil-
jjóna agnir, smáar og stórar, og steypt með ægilegu
afli ofan yfir landsvæði, þar sem lífsglatt fólk ól
aldur sinn, og yfir litla bæinn Ypres, sem var prýði
sveitarinnar. Til þessara stöðva eyðileggingarinnar
komu sérfræðingarnir, visindamennirnir, búfræðing-
ar, skógfræðingar, bankastjórar, sendiherrar og
stjórnmálamenn. / f
Þeir báru ráð sín saman í fleiri vikur og birtu
svo heiminum niðurstöðu sína, og hún var sú, að
•Flanders væri svo sundur tætt og eyðilagt, að vonlaust
væri um að uppsprengda og eyðilagða landið yrði nokk-
urn tima grætt upp aftur, eða á rústum þeim yrði bygð
reist. Aldrei framar mundi plógur eða herfi verða
notað þar til jarðyrkju og um það svæði mundu hjarð-
ir heldur aldrei dreifa sér framar.
Vélafræðingarnir gátu ekki hugsað sér neina vél.
sem gæti sléttað og fylt upp hinar mörgu miljónir
gryfja og dælda, sem þar mættu auganu alstaðar, eft-
ir fallbyssukúlumar og landsprengingarnar.
Og þó þeir hefðu getað það, þá komu banka-
stjórarnir og hristu höfuðin yfir tilhugsuninni um, hve
ægilega mikið fé þyrfti til þess að koma slí'ku mann-
virki í framkvæmd.
Búfræðingarnir og sérfræðingamir gátu ekki séð
nokkurt ráð til þess, að landið gæti framleitt nokk-
urn gróður, enda þótt það væri nú sléttað og striðs-
leifunum rutt úr vegi.
Sendiherrarnir, stjórnmálamennirnir og pólitisku
postularnir fullnægðu þvi skylduverki sinu, að vita
eitthvað, um eitthvað; og afleiðingarnar urðu þær, að
allir komu þeir sér saman um, að það eina, sem hægt
væri að gjöra til þess að bjarga auðn þeirri og eyði-
leggkig, sem í Flanders hafi verið framin, væri að
planta landið skógi.
Þeim kom öllum saman um, að skógarrækt væri
það eina, sem hugsanlegt væri að nokkuð gæti gefið
af sér, eða borið ávöxt 'r þessari auðn, og það þó ekki
fyr en eftir langan tíma. Það mundi gefa nokkru af
fólki atvinnu. En aðra þá, sem á þessum stöðvum
hefðu búið, yrði að flytja í önnur landspláss. — Og
mönnum kom saman um, að þetta væri óhjákvæmilegt,
þvi vitrustu, lærðustu og hæfustu mennirnir, sem
þjóðin ætti, hefðu athugað málið frá öllum hliðum,
og það væri samhljóða dómur þeirra.
Svo kom maðurinn með skófluna. Án nökkurs
æðru-orðs, án nokkurra pólitiskra bragða, án þess að
biðja um nokkra hjálp, tóku mennirnir, konumar og
börnin skóflur í hendur sér, fóru til þessarar stöðvar
og mokuðu þar, dag eftir dag og viku eftir viku.
Þegar byssukúlurnar féllu ofan á, eða réttara
sagt ofan í jörðina, tættu þær hana sundur niður úr
gróðrarmoldinni og ofan í jarðlögin, sem undir henni
voru, og hrærðu öllu saman. Það var því Ckki nóg,
að fylla upp holurnar eða dalina, sem eftir þær voru,
heldur þurfti að skilja gróðrarmoldina frá hinni, sem
var ófrjó, og dreifa gróðrarmoldinni ofan á. Gróðrar-
moldin var fimtán þumlunga á þykt á þessum stöðv-
um, áður en jarðveginum var spilt, og bóndinn vissi
hvað gjöra þurfti.
Af þvi að hann þekti landið, þrótt handanna, sem
á skóflunni héldu, og skilyrðin til framleiðslu—þekti
þetta yfirlætislaust og jafnvel án þess að vera sjálfum
sér þess meðvitandi að hann þekti það, hélt hann á-
fram, unz verkinu var lokið.
Þar sem áður var auðn í Flanders, em nú græn,-
ir akrar, að undanteknum nokkrum stöðum, sem enn
eru talandi vottur hinnar mi'klu eyðileggingar — þar
sem gefur að lita hrúgu af jámvír, og sementsgrunn-
um og veggjum, sem svo eru ramgerðir, að nálega eru
óviðráðanlegir. En þau svæði eru tiltölulega fá.
Víðast gefur að líta ný bændabýli, með rauðum þök-
um, umkringd görðum með nýjum gróðri. Hver
myndi geta imyndað sér, að fyrir rúmum fimm árum
hefði heift helvítis ætt um þær stöðvar.
Maðurinn, með skófluna í hendi, með þekkingu
sina á landbúnaði, með plóginn, herfið og útsæðið, er
aftur kominn á arfleifð sína og hefir lokið verki því,
sem v'ísindamaðurinn stóð ráðþrota yfir, sem verk-
fræðingurinn kunni enga úrlausn á, og sem banka-
stjórinn hélt að ekki væri hægt að finna peninga til
að framkvæma.
Ef að eins, að maðurinn með skófluna gæti á
sama hátt læknað aðrar meinsemdir, sem vér verðum
að líða út af misgjörðum stjórnanna, stjómmálamann-
anna, sendiherranna, pólitisku braskaranna, fjármála-
mannanna, iðnaðarforingjanna og okkar sjálfra, er
við snúum okkur frá einum af þessum herrum til ann-
ars, en gleymum afli því, sem við eigum yfir að ráða
sjálfir.”*
Talaðu hlýlega við konuna þína
Jón Jónsson gökk að kveldi dags heim frá vinnu-
stofunni, þar sem hann vann á hverjum degi. Þegar
hann kom inn til sin, var hann þreyttur og í illu skapi,
og eins var kona hans.
“Brosandi kona og broshýrt heimili; hvílík para-
dís væri það,” hugsaði Jón með sjálfum sér, þegar
hann leit á hinn þungbúna svip konu sinnar, um leið
og hann settist niður. .
Þau töluðu ekkert saman. Konan gekk hægt og
þreytulega, þegar hún bar kveldmatinn inn.
“Komdu nú,” sagði hún. En rómurinn var
hvorki glaður né hlýlegur.
Jón stóð upp og settist við borðið. Hann lang-
aði til að hreyta frá sér ónota orðum, en stilti sig þó
og gjörði það ekki. Hann gat heldur ekkert fundið
að matnum, en honum hefði þótt vænt um að sjá kon-
una sína ofurlítið hýrlegri á svipinif.
Hann tók eftir, að hún át ekkert. Honum datt í
hug að spyrja: “Ertu ekki frisk, María?” en hann
sagði það ekki, því andlit konu hans var svo alvarlegt
og hann var hræddur um, að hún mundi svara styggi-
lega. Þannig sátu þau þegjandi hvart á móti öðru,
þangað til Jón hafði lokið kveldverði sinum.
Þá tók konan af borðinu, breiddi svo aftur á það
græna dúkinn, setti lampann fram á borðið og lét
svo manninn eiga sig með sínar þungu hugsanir.
£
“Þetta er þó gremjulegt,” sagði Jón og gekk aft-
ur á bak og áfram í stofunni. Að stundu liðinni tók
hann blað úr vasa sínum og fór að lesa.
- Það var kynlegt, að fyrstu orðin, sem hann las,
voru þessi orð: “Vertu hlýlegur við konuna þína; og
viðurkendu við og við umhyggju hennar.”
“Já, eg hefði ástæðu til að hæla henni,” hugsaði
Jón með sér. Hann las áfram: “Sýndu konunni
þinni hluttekningu og viðurkendu dugnað og um-
hyggju hennar, lífgaðu hana Upp, og það mun hafa
góð áhrif á hana.”
Jón tautaði fyrir munni sér: “Já, það er hægt
að segja, að góð orð kosti ekkert. En fyrir hvað ætti
eg að hæla henni, fyrst hún er svo leiðinleg og gjörir
heimilið að leiðinlegasta staðnmn í heiminum fyrir
mig?”
Hann las áfram í blaðinu: “Hún hefir gjört
heimili þitt þægilegt og skemtilegt. En þótt það væri
ekki af öðru en meðaum'kvun, þá talaðu hlýtt og við-
urkennandi við hana. Þið hafið bæði gott af því.”
Þetta fanst Jóni einmitt vera talað til sín. Hann
gat ekki lesið lengur. Samvizka hans ásakaði hann
fyrir það, að hann hefði verið ósanngjam við kon-
una sína. Hún hefði gjört heimilið svo þægilegt og
skemtilegt, sem hún gat, en hann hafði aldrei látið á-
nægju sína í ljós yfir því.
Húsfreyjan tók saumaskrínu sitt og fór að sauma.
Hún var að sauma skyrtu, og hann vissi vel, að hann
átti að fá hana.
“Alt sem þú gjörir, María, verður svo fallegt í
höndunum á þér,” sagöi hann.
Hún svaraði engu, en hann sá, að kuldasvipurinn
fór að hverfa af andliti hennar.
“Mínar skyrtur eru alténd hvítari og fallegri en
hinna í vinnustofunni,” sagði hann.
“Það er svoj” sagði hún.
Hún leit ekki upp, en hann fann að ísinn var
þiðnaður. Hún dró léttara andardráttinn og ofurlitíir
sólskinsblettir fóru þegar að brjótast gegn um óveð-
ursskýin.
“Já, Maria,” sagði hann blíðlega, “eg hefi oft
heyrt þá segja: En hvað hann Jón hlýtur að eiga
góða konu.”
“Ef þér bara sjálfum sýndist það sama,” sagði
hún þurlega.
“Getur þú spurt um það?” sagði hann og kom nær
henni. ‘TDvernig getur þú efast um það, María?”
' sagði hann og stóð rétt fyrir framan hana.
“Finst þér það þá virkilega?” sagði hún.
“Já, María mín,” sagði hann hlýtt og innilega,
um leið og hann laut niður að henni og kysti hana.
“Það er skrítið, að þú skulir spyrja um það.”
“Ef þú hefðir einstöku sinnum sagt mér það,
Jón, þá hefði mér liðið betur.” — Hún hallaði höfði
sínu upp að brjósti hans og grét.
Jóni brá í brún. Hann sá nú, að hann hafði
aldrei sýnt sinni tryggu konu minstu viðurkenningu
fyrir ást hennar og umhyggju, sem hún daglega sýndi
honum. Hún var því farin að efast um ást hans, og
sá efi slökti ljósið og gleðina í hjarta hennar.
Þú ert góð og trygg kona, María. Eg elska þig
og mín mesta ánægja er að sjá þig glaða og ánægða;
þá er heimili okkar mér kærasti staður á jörðinni.”
“En hvað mér þykir vænt um þessi orð, Jón,”
sagði hún og brosti með tárin í augunum, — “nú skal
aldrei oftar liggja illa á mér.”
Frá þessum degi varð henni líka léttara um vinnu.
En hversu mikið vann hann líka við þaðl Með fáum
orðum hafði hann umskapað heimilið, rekið burtu
kuldann og gremjuna, en opnað alla glugga og dyr
fyrir sólskininu og gleðinni, því nú fundu þau bæði,
að þau skildu og elskuðu hvort annað. —
Mentun og vinna.
Það þarf anda til að aka mykju, en þeir skilja
það ekki skóla-gutlararnir; og anda og ’íþrótt þarf til
að vera góður skraddari, skósmiður, jámsmiður; það
þarf lika anda, til að standa fyrir hóteli, svo að það
verði annað en basl og fyrirhöfn.
Hægast er fyrir sýslumenn, presta og aðra lærða
menn, að þeir draslist áfram andlausir; enda er and-
inn oft slíkum mönnum að eins til trafala, sem Vinje
sagði.
Einhver finasta kona, sem eg þekki, sönn “dama”
og listakona, sagði einu sinni: Það er ekki hægt, að
láta ómerkilegasta fólkið gera neitt, því það eru eng-
in ómerkileg störf til. Til allrar vinnu þarf hyggið
og fínt fólk.” Við töluðum um vinnufólkið, og hún
sagði: “Það verður ekkert lag á verkunum, fyr en
konur, sem eru sannar “dömur” fara að verða vinnu-
konur og leggja vit og tilgang í vinnuna.” Og hún
bætti við: “þær eru sannar “dömur”, sem kunna það.”
Hún hafði satt að rnæla.^— Arne Garborg.
Fyrir peninga má kaupa mat,—en ekki matarlyst;
meðöl,—en ekki heilsu; mjúkt rúm,—en ekki svefn;
Iærdóm,—en ekki djúpsæan fróðleik; skraut,—en ekki
fegurð ; völd og glans,—en ekki þroska; skemtun,—en
ekki gleði; félaga,—en ekki vini.—Arne Garborg.
Ef þú hefir verið í samkvæmi, þar sem þú hefir
lært að skammast þin fyrir grófar hendur og sprungn-
ar af vinnu, — þá hefirðu verið í illu samkvæmi. —
Björnstjerne Björnson.
Ný-útkomið merkisrit.
Kappræða sú, um spiritismann,
sem háð var í Lundúnum 1920 af
Sir Arthur Conan Doyle og Joseph
McCabe er nú komin út í íslenskri
þýðing eftir þann, sem þessar lín.
ur ritar. Skitist hún í sex parta
eða ræður, sínar þrjár eftir hvorn
kappræðumann.
Sir Arthur heldur uppi svörum
fyrir spiritismann, en Mr. McCabe
mælir á móti, frá sjónarmiði frjál^
hyggjumanna (ration'alists). Kapp
ræða þessi hefir komið út í þýð-
ingum á ýmsum málum, jþar á með_
al á dönsku, þýsku og frönsku.
Það er tekið fram í formála
kappræðunnar, að hún sé haldln
“í því eina augnamiði, að leitast
við að komast nær sannleikanum í
þessum efnum.” Eg held að það sé
ekki að bera í bakkafullan lækinn,
að kappræða þessi komi fyrir sjón-
ir ísletuskrar ajlþýðu, því naumast
mun nú um önnur mál meira hugs-
að, rætt og ritað á þessum tímum,
meðal Islendinga, en dularfull og
sálræn efni, einkanlega heima á
ættjörðinni, þar sem heilar bækur
eru um þau ritaðar og þýddar, og
tímariti haldið út, sem einvörð.
ungu ræðir þessi mál, auk fjölda
blaðagreina, sem iðulega ibirtast
um þau. Berst meiri hluti alls
þessa til vor hingað vestur, og mun
fátt lesið með meiri gaumgæfni og
athygli en einmitt þessi rit.
Um kappræðum'ennina þýðlr
ekki að fjö.lyrða hér. Annar þeirra
Sir Arthur Conan Doyle, er tals-
vert þektur meðal íslendinga af
Sherlo^Jc Holmes sögum hans, sem
margir hafa sjálfsagt lesið á
ensku, enda eru nokkrar af þeim
þýddar á íslensku. Auk þess hefir
hann ritað nOkkrar bækur um dul-
ræn efni, þar á meðal ‘New Revel.
ation,’ ‘Vital Message, ‘Wandering
of a Spiritualisit’ og ‘The Ooming
of the Fairies og ýmsar fleiri.
Mr. McCaibe var tólf ár prestur
í katólsku kirkjunni, og um eitt
skeið kennari við eina af guðfræð-
iisstlofnunum hennar. Síðan sagði
skilið við hana, þá hann fann það,
að hann skoðana sinna og sam-
visku vegna, ekki gæti haldið á.
fram að starfa í þjónustu hennar.
Lýsti Ihann því all-ítarlega í riti,
sem hann gaf út um það, sem nefn-
ist, IWhy I left the Churah. Varð
hann upp frá því ákveðinn og ein
beittur frjálshyggjumaður í öll-
um efnum og gekk í Ratilonalist
Press Asscociation manna í Lund-
únum og er nú ásamt prófessor Ed
ward Westermarck, Georg Brand
es, Sir Arthur Keith og Sir E. Ray
Lankester einn af heiðursfélöigum
þess félagssakþar.
(Mir. MciCalbe er starfsmaður með
aflbrigðum, og kveður mjög mikið
að honum í öllum þeim málum, er
hann tekur (þátt í, fylginn sér Og
harður í hom að taka mótstððu-
mönnum sínum. Mun það rétt vera
sem Sir Arthur Conan Doyle segir
um hann í kappræðu þessari, að
han sé igæddur siðferðisþreki og
einn af frem'stu mönnum hresku
þjóðarinnar.
Mr. McGabe ihefir ritað fjölda
bóka, allslkOnar efnis, og munu fá-
ir Englendingar síðan Huxley leið,
hafa látið sig ein® varða öll þýð-
ingarmeiri málefni á öllum isiviðum
mannfélagsins, sem hann. Skulu
hér aðeins tilgreindar örfáar af
bókum ihans:
Modem Rationalism, The Evo.
lution of Mind, Shakespeare and
Goethe, Evolution, George Bern-
ard Shaw, Talleyrand, Origin of
Life, Religion of Sir Oliver Lodge,
Goethe, Prehistoric Man, og fjðl-
margar fleiri, sem eg hér ekki tel.
Hann hefir einnig þýtt hina nafn
frægu bók Haeckels, Die Weltrat-
zel (alheimsgátan), 9em kom út
1905 og er sú þýðing kunn fjölda
fslendinga undir titlinum The
Riddle og the UniverSe. Var hún
mikið lesin og rædd af íslending-
um um þær mundir og um hana
haldinn fyrirlestur fjölsóttur
mjög, af einum mentamanni ís.
lems'kum íhér í Winnipeg.
Þegar Riddle of the Universe
kom út á Englandi, hófst fjöldi
manna til handa, henni til and-
mæla, svo sem ýmsir háttstand-
andi menn kirkjunnar, vísinda-
menn og fræðimenn á ýmsum svið.
um mannlegrar þekkingar. Einn af
þeim var Sir Oliver Lodge, sem
fyrst ritaði langa ritgerð um hana
í Hibbert Journal, sem Mr. Mc
Cabe svaraði í júlihefti sama rits.
Síðan fór Sir Oliver aftur á stúf-
ana, og ritaði bók ó móti henni,
sem hann nefndi Life and Matter,
þar sem hann leitaðist við að tæta
bók Haeckels isundur, ögn fyrir
ögn. Mr. McCábe svaraði með ann-
ari bók, Origin of Life árið eftir,
þar sem hann sýndi fram á með ó-
hrokjandi rökum, að Sir Oliver
hefði rangfært fjölda þýðingar.
mestu atriða, bæði hjá sér Og
Haeckel, og þar á ofan lagt alger-
lega rangan iskilning í ýmislegt
annað, og hefði dregið fram svo
grunnhyggnislegar samlíkingar, á-
lyktanir og útskýringar, að þær
hryndu eins og spilaborg, þá
hreyft væri við þeim minsta fingri
rökréttrar gagnrýnandi athugun-
ar.
Sir Edward Marshall Hal,l varð
við þeim tilmælum kappræðu-
mann, að <skipa forsetasæti þessa
kappræðuifundar, með því skilyrði
einu, að þett'a mál væri rætt með
þeirri sannleiksþrá, alrvöru og
lotningu, sem það verðskuldaði.
Bókin kostar 35 cents, og fæst
hjá hr. Jóni Tómassyni, 853 Sar-
gent Ave., Winnipeg. Boxnúmer:
3105.
Sigtr. Ágústsson.
Farbréf til Islands.
Nokkur siðastl. ár hafa þeir, sem
farbréf hafa sent til vina sinna eöa
ætingja á íslandi, ekki getaS feng-
ið þau keypt nema frá Glasgow til
Winnipeg, því Linurnar höfðu
ekki neitt samband við ísland eða
agent þar, og þurfti því að senda
peninga, annað hvort í gegn um
Línuna eða beint til þess, sem mað-
ur vildi fá til sín, fyrir farbréf frá
íslandi til Glasgow og til að kosta
hann þar meðan beðið var eftir
skipi. Nú er ráðin bót á því, og
hægt að kaupa hér farbréf sem
gildir frá íslandi til Winnipeg,
fyrir $147.50. í því farbréfi er inni-
faliöj (1) Annað farrými frá ís-
landi til Leith; (2) fæði á skipinu
frá ísl. til Leith; (3) farbréf og
flutningur á farangri frá Leith til
Glasgow; (4) fæði og húsnæði í
Glasgow, meðan þar er beðið eftir
Atlantshafsskipi; (5) þriðja far-
rými og fæði á skipi frá Glasgow
til Canada; og (6) far með jám-
braut frá lendingarstað 'í Canada
til Wiinnipeg. — Það sama gildir,
ef menn vilja koma við i Kaup-
mannahöfn á leiðinni vestur, þá
njóta þeir sömu aðbúðar hjá Sam-
einaða eimskipafél. fyrir sömu upp-
hæð: $147.50 frá íslandi til Wiin-
nipeg. — Annað farrými og fæði
frá íslandi til Khafnar, fæði og
húsnæði meðan beðið er þar eftir
skipi til Canada, þriðja farrými
og fæði frá Höfn til Halifax og
járnbrautarfar þaðan til Winnipeg.
1— Nú er einnig hægt að kaupa
hér farbréf til íslands, sem kostar
frá hafnarstað í Canada til íslands,
hvort sem er yfir Skotland eða
Kaupmannahöfn, fyrir $122.50. —
— Frekari upplýsingar um ferðir
til íslands og sending farbréfa
þangað, er eg fús að gefa hverjum
sem æskir þess. Eg er nú um-
boðsmaður fyrir bæði C.P.R. Lin-
una fgömlu Allan Línuna) og
Scandinavian American iínuna
ý'Samein. Eimskipafél.J og leið-
þeini öllum, sem með þeim l'ínum
vilja ferðast.
H. S. Bardal.
894 Sherbrooke St.
W|innipeg, Manitoba.
Starf sjónleysingjanna.
Fyrir tíu árum síðan, var fátt
algengara en að sjá auglýsinga.
spjöld með þeissari áletran:
“Hjálpið þeim hlindu.” Var þá á-
valt átt við bein fjárframilðg. Nú
er orðið nokkuð öðruvísi ástatt. I
stað þess að leita isamskota tíl
slíks fólks, er aðeins farið fram á
að ailmenningur styrki það, eða
stofnun þá, er umsjón hefir með
því, með 'kaupum á vörum þeim, er
það framleiðir.
Fyr meir voru sjónleysingjarn-
ir brjóstumkennanlegir einstæð-
ingar, staddir á örvæntingar eyðl-
mörkinni, allislausir og ráðþrota.
Sem betur fer, er nú sú (breyting
orðin á, að þeir hafa lært, flestir
bverjir heilnæma atvinnu, vinna
fyrir kaupi og þarfnast þess eins,
að framleiðsla þeirra sé keypt.
öilmu'sutímaJbilið er úr sögunnl,
en í stað þess er komið nýtt tíma-
Ibil atíhafna 0g orku. Á verksmiðju
tolinda fólksins, þar sem búnir eru
til sópar, hrúðuvagnar og margt
fleira, hefir ánægjan tekið við af
örvæntingunni og tómleikanum.
Það er heilög skylda, að hjálpa
þeim blindu — ekki með peningum,
sem ef til vill er séð eftir, heldur
með því að kaupa framleiðslu
þeirra. Auðvitað eru peninga til-
Vanrækið ekki
hár yðar
Margar stúlkur láta klippa hár sitt
og hrukka það, vegna þess að það
krefst minni umhyggju. En samt
sem áSur er meiri hætta á að
það eyCileggist. Pess vegna er sjálfsagt að nota rétta meðalið, ef sjúkdómar gera
vart við sig í hári og það fer að losna. Er þá lang-bezt að nota L. B. , sem veltir
fágeetan árangur ó skömmum tlma. Blðið ekki. Fáið það strax.
Fáið flösku af L.B. Hair Tonic í dag
Ábyrgsta hármeðalið. Peningum skilað aftur, ef fólk er ekki á.iægt. Varist eftir-
líkingu. Heimtið ávalt L. B. . vHafi lyfsalinn það ekki, þá skrifið strax.
TVEOÍi.IA MÁNABA LÆKNING..........$1.50. L. B. HHAMI'OO 40c.
F'æ8t í öllum lyfjabúðum eða með pösti frá L. B. t'OMPANY, 52 Adelaide 8t., Winnlpeg