Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 3
Löt*aSEHG, FIMTUDAGINN I2. MARZ, 1925
SÓLSKIN
Sigurður kongsson.
Einu sinni var kóngur og drotning í ríki sinu. Þau
áttu f jórar dætur; allar voru þær vænar, en þó unni
kóngur rnest jngstu dóttur sinni. Einn dag reið kóngur
á dýraveiðar með mönnum sinum, og varð fyrir þeim
hjartarkolla ein, sem þeir eltu; gekk svo lengi fram
eftir deginum, og urðu allir menn kóngs eftir af hon-
um, því hann hafði fljótastan hest. Elti kóngur einn
dýrið, þangað til hann var kominn lengst inn í skóg-
inm; missir hann þá sjónar á dýrinu og fór nú villur
vegar í skóginum. Þegar kvöld var komið, kom hann
loks að húsi einu; þar var hurö i hálfa gátt. Kóngur
gekk þar inn og hitti fyrir sér eitt herbergi; var þar
ljós á borði og vistir og vín.. Rúm var þar upp búið,
en engann mann sá hann. Hundur einn mórauður lá á
gólfinu. Kóngur gekk út aftur, og hittir fyrir sér opið
hesthús fyrir einn hest, og nóg fóður í stalli; lét hann
þar inn hest sinn og gekk aftur til herbergisins og
beið þess, að húsráðandi kæmi. En þegar leið undir
miðnætti, og enginn kom, gerir kóngur sig heima
kominn, tók til kvöldverðar og háttaði. Kóngur sofn-
aði fljótt og vaknaði ekki fyr en dagur var kominn;
reis hann þá úr rekkju, en engann mann sá hann enn,
en nógar voru vistir og vín á borði, og mórauði hund-
urinn lá á gólfinu. Kóngur gekk út og vitjaði um hest
sinn; hafði hann og nóg fóður. Fór kóngur þá og tók
sér morgunverð., tók síðan hest sinn og reið leiðar
sinnar. Þegar hann hafði riðið um stund, kom hann
á einn hól; kom mórauði hundurinn á eftir honum og
náði honum þar og var mjög grimmilegur. Hundurinn
segir að kóngur sé mjög vanþakklátur; kveðst hann
hafa hýst kóng í nótt, veitt honum vistir og vín og
rúm, til að sofa í og gefið hesti hans fóður, en 'kóng-
ur hafi farið á stað, að hann hafi ekki svo mikið
sem þakkað sér fyrir; segist hann nú þegar í stað
muni rífa hann í hel, nema því aðeins, að hann heiti
sér því, sem fyrst mætti honum, þegar hann komi
heim. Kóngur lofar þessu til að leysa líf sitt, og kvaðst
Móri mundi vitja þess á þriggja daga fresti. Hélt
kóngur síðan heimleiðis.
Nú er að segja frá þvi, að allir urðu mjög á-
hyggjufullir í höll kóngs, þegar hann kom ekki heim
um kvöldið, en mest féllst þó yngstu dóttur hans urn
það. Hún fór um morguninn upp í turn einn í borginni,
og horfði þaðan, hvort hún sæi ekki föður sinn koma,
og þegar hún sá hann koma, hljóp hún út í móti hon-
um, til að fagna honum. Kóngur varð hryggur við,
þegar hann mætti dóttur sinni; fóru þau svo heim til
hallar, og urðu allir honum fegnir. Þegar kóngur var
sestur undir borð, segir hann frá ferðum sínum og
hvert heit honum var á hendi en að hann mundi það
aldrei gera, að láta dóttur sína. Nú leið til þriðja dags.
þá er drepið á dyr hallarinnar. Maður er sendur til
dyra, og þegar hann kemur aftur, kvaðst hann eng-
an hafa séð, nema mórauðan hund. Vissu menn þ'-t
hvað vera mundi, og vill kóngsdóttir fara, en kóttgur
segir, að það skuli aldrei verða. Var þá þerna send t;I
dyra.og þegar hún kom mælti hundurinn: “Ertu mér
send?” Þernan þagði, en hundurinn lét hana fara
þegar á bak sér, og hljóp burt út í skóg. Hann nam
staðar á hól einum og lét hant fara af hrygg sér. Þá
segir hann: “Hvað mun nú fram orðið?” Hún segist
ekki vita það, en það muni vera í sama mund ,sem
hún sé vön að sópa höll kóngs.. “Ertu þá ékki kóngs-
dóttir?” segir hann. Hún kvað nei við. Þá reif hund-
urinn hana til bana. Daginn eftir var enn drepið á hall-
ardyr og gekk maður til dyra. Þegar hann kemur
aftur, segir hann, að úti sé mórauði hundurinn og sé
hann mjög illúðlegur. Skilja menn þá, hvað í efni
muni vera, og vill kóngsdóttir fara, én kóngur bannar
það: er þá önnur þerna send út. Þegar hún kemur
að hundinum spyr hann, hvort hún sé sér send, en
hún þegir. Móri léti hana fara á bak sér og hljóp
á stað, en þegar hann kom á hólinn, hristi hann hana
af sér og spyr, hvað muni nú fram orðið. Hún segir,
að það muni vera í það mund, sem hún sé vön að
bera á borð kóngs. “Ertu þá ekki kóngsdóttir ?” segir
hann. Hún neitar því, og rífur hann hana þá til bana.
Daginn eftir var enn drepið á hailardyr, og var maður
sendur út; hann kemur þegar aftur og segir, að úti
sé enn þá hundurinn mórauði, og sé hann nú hvað
grimmilegastur. Vill kóngsdóttir þá enn fara, en
kóngur vill ekki. Hún kvað sér ekki annað kærara,
en leysa líf föður síns, og* fór samt. Þegar hún kom
út fyrir hallardyr, þar sem hundurinn var, þá segir
hann: “Ertu mér send?” Hún segfr: “Já”. Hann
Iætur hana setjast á hrygg sér og hljóp á stað Þegar
hann er kominn út á skóg 0g að hól þeim, sem áður er
nefndur, hristir hann hana af sér og mælti: “Hvað
mun nú fram orðið?” Hún kvaðst ætla, að nú væri í
það mund, sem hún væri vön ag ganga í höll föður
síns. “Þú er þá kóngsdóttir” segir hann. Hún játar
því. Lætur hann hana þá aftur fara á hrygg sér og
her hana, þangað til þau komal að húsi einu. Þar fer
hundurinn inn með kóngsdóttur; segir hann, að þar
«igi hún að búa; var þar inni borð og rúm og stóll,
°g allir hlutir voru þar, sem hún þurfti með og það,
seni henni gat orðið til skemtunar. Átti hún þar ein
úllu að ráða. Liðu nú fram stundir; sá hún aldrei
nemn mann, en á hverri nóttu svaf maður í rúminu
hjá henni. Hundurinn Móri hélt þar til kvöld og
morgna, en oft var hann burtu um daga. Nú verður
kóngsdóttir þunguð. Einu sinni segir Móri við hana,
að nu sér þar komið, að hún inuni fæða og muni barn-
ið verða tekið frá henni.. Hann biður hana bera sig
svo vel sem, hún geti og tárfella ekki; því sig varði
það miklu; en fari svo, að hún tárfelli, þá skuli hún
láta tárin í dúk, sem hann fékk henni. Gékk hann sið-
an burt. Elur nú kóngsdóttir barn. Það var meybarn
dáfritt; hún laugar það og reifar, leggur það síðan
hjá sér í rúmið, og hallast ofan að því biðjandi; bcr
þá skugga á glugga hússins, og í því flýgur inn gamm-
ur einn, og tekur bamið í klær sér og flýgur á! burt.
Sárt féll kóngsdóttur missir þessi, þó grét hún ekki.
Móri kom nú til hennar og var vingjarnlegur. Hann
færði henni gullkamb, og sagði, að hún skyldi eiga
hann fyrir stöðuglyndi sitt. Nú líður enn lengi, þá
segir Móri einu sinni, að nú sé kóngsson einn kominn
til föður hennar og hafi beðið elztu systur hennar,
og sé nú brúðkaup hennar fyrir hendi. Hann spyr
hana, hvort hún vilji vera í brúðkaupi systur sinnar,
og vill hún það. Ber hann hana þá á hól þann, sem
fyr er nefndur og vísar henni leið heim til hallar
föður hennar. Hann gefur henni tvennan kvennskúða
og segir henni að hún muni gefa systur sinnni annan,
til að vera í á sínum heiðurs degi, en annan skuli hún
sjálf eiga. Að skilnaði biður hann hana að segja ekk-
ert um hagi sína, og vera ekki í burtu nema þrjá daga.
og koma þá aftur á þennan sama hól. Nú kemur
kóngsdóttir heim, og er henni vel fagnað. Sat hún þar
í brúðkaupi systur sinnar, og gaf henni skrúðann. og
þótti mönnum mikið varið í hann. Ekki vildi hún segja
neitt um hagi sína, þó hún væri oft spurð, nema það,
að sér liði vel. Fór hún svo heim aftur á þriðja degi, og
þegar hún kom á hólinn, var hundurinn Móri þar fyrir.
Flutti hann hana heim til húss síns. Liðu nú tímar, og
verður kóngsdóttir þunguð í annað sinn; segir þá
hundurinn Móri enn við hana, að nú muni hún fæða,
og barnið verða, sem fyr, tekið frá henni: biður hann
hana að bera sig svo vel, sem henni sé unt, og tárfella
ekki; því sér ríði það á miklu. Þó skuli hún hafa dúk-
inn við, segir hann, því henni muni nú finnast meira
um bamamissinn. Síðan gekk hann burt. Kóngsdóttir
eiur barn það var meybarn dáfrítt. Hún laugar það
og reifar og leggur það svo í rúmið fyrir framan sig.
og hallast að því með viðkvæmri móðurást. I því bili
sér hún, að skugga ber á húsgluggann, og þykist vita,
hvað valda muni. Snýr hún sér þá til veggjar; því
hún treysti sér ekki til að horfa á, þegar barnið væri
tékið. Gammurinn kom inn og þreif barnið í klær sér,
og flaug með það í burtu ekki tárfeldi kóngsdóttir enn
Þegar Móri kom, var hann mjög vingjamlegur, og
færir kóngsdóttur hálsfesti úr gulli, setta með gim-
steinum, og segir, að hún skuli eiga hana fyrir stað-
festu sina. Líða nú enn tímar, þá segir Móri henni, að
nú sé kominn til föður hennar annar kóngsson og ætli
að eiga hina systur hennar, og megi hún fara í brúð-
kaup hennar, ef hún vilji það, og þáði hún það. Hann
gefur henni og skrúða góðan handa þessari systur
sinni, og henní^sjálfri annan, og fylgir henni á hólinn,
og biður hana að vera ekki lengur en 3 daga burtu, og
ekki segja neitt um hagi sína. Kóngsdóttir fer nú heim,
og er henni fagnað eins og fyr. Hún er íj brúðkaupi
systur sinnar og gefur henni skrúðann. Ekkert segir
hún af högum sínum, nema sér líði vel, og að þremur
dögum liðnum fer hún aftur á hólinn; er Móri þar
þá fyrir og fagnar henni, og flytur hana heim í hús
sitt. Líður nú enn tími, og verður kóngsdóttir þunguð
í iþriðja sinn, og þegar að því var komið að hún skyldi
fæða, segir hundurinn Móri, að nú komi að því að
hún muni verða léttari, og enn verði þetta barn tekið
frá henni. Biður hann hana eins og fyr, að berast vel
af og æðrast ekki, en nú muni henni samt mest um
finnast, og skuli hún gæta þess vel, ef hún tárfelli,
að láta tárin falla i klútinn, því sér ríði það á miklu.
Hann. gengur síðan burtu. Ó1 nú kóngsdóttir barnið
og var það fagurt sveinbarn. Hún laugar það og reifar
og leggur það í rúmið hjá sér og sýnir því mikla ást;
þá sér hún að skugga ber fyrir gluggann, og snýr hún
sér þá frá barninu og heldur klútnum fyrir andlit sér;
í því kemur sami gammurinn og grípur barnið í klær
sér. og flýgur burtu. Hraut þá kóngsdóttur eitt tár.
og féll tþað í horn klútsins, en hún hnýtti að. Eftir
það kom Móri inn vinalegur, eins og fyr, en þó eins og
óglaður. Hann segir, að nú hafi tekist miður til, en
hann vildi. Hann gefur henni nú spegil einn, greiptan
í gulli, og segir, að hún skuli eiga hann fyrir þolgæði
sitt. Nokkru seinna segir hann henni, að nú ætli
kóngsson einn ag giftast þriðju systur hennar og
megi hún einnig fara í brúðkaup hennar, og gefur
hann henni enn 2 kvennskrúða, annan handa systur
hennar, en hinn handa henni sjálfri; fylgir he'nni síðan
á hólinn, og bað hana að muna sig um það, að segja
ekki nokkrum manni frá högum sínum; fer hún
þá heim, og er henni fagnað vel; gefur hún systur
sinni skrúðann, til að klæðast í á heiðursdegi hennar;
í hinn fór hún sjálf. Dvaldi hún þar í þrjá daga, en
ekki sagði hún annað af högum sínum, en að sér liði
vel. Þegar hún fór af stað, gekk drotning móðir henn-
ar á veg með henni, og leitar hún þá fyrst á hana um
það, hvernig högum hennar væri varið. Hún sagði
henni það eitt, að maður svæfi hjá sér hverja nótt, en
hún hefði aldrei séð hann. Drotning gaf henni þá stein
einn, og sagði, að þegar maður sá væri sofnaður hjá
henni, skyldi hún bregða steininum yfir andlit honum
og mundi hún þá geta séð hann. Siðan kvöddúst þær.
Þegar kóngsdóttir kom að hólnum, var Móri þar, og
tók við henni, og flutti hana heim með sér. Nóttina
eftir, þegar maður sá var sofnaður, sem hvíldi hjá
henni, brá hún yfir hann steininum og sá, að hann var
ungur og mjög fríður sýnum, en í sama bili vaknaði
hann og varð mjög hryggur við; segir hann að þetta
hafi verið hið mesta óhapp, og muni þau þess seint
bætur biða, því nú hljóti þau að skilja, og muni þau
að líkindum aldrei sjást framar. Segir hann henni þá
að hann sé kóngssonur og heiti Sigurður, að móðir
sín hafi dáið og faðir sinn borið þungan harm eftir
hana. Einu sinni hafi hann gengið með föður sínum
út á skóg honum til skemtunar, og þar hafi þeir hitt
eitt silkitjald, sem 2 konur sátu inni í, önnur roskin,
en hin ung, og sú eldri mjög sorgbitin. Hann segir að
báðar hafi verið dáfríðar að sjá, og hafi faðir sinn
spurt um hagi þeirra, og að sú eldri hafi þá sagt, að
hún væri drotning kóngs nokkurs, og þetta væri <f6tt-
ir sín; hefðu óvinir herjað á ríki manns síns, og hann
fallið í bardaga, en hún þá flúið úr landi með dóttur
sína, og væru þær nú hér komnar. Nú segir hann, að
faðir sinn hafi séð aumur á þeim, og boðið þeim
heim til hallar, og litlu síðar hafi hann gengið að eiga
eldri konuna. Kveðst hann hafa haft viðbjóð á stjúpu
sinni, og aldrei getað aðhyllst hana, en hún haldið
því fast fram að hann ætti dóttur sína. Segir hann að
um þær mundir hafi faðir sinn farið að heiman, til að
heimta skatta af öðrum löndum sínum, og þá hafi
stjúpa sín komið til sín, og skorað fast á sig um að
eiga dóttur sína; hann hafi neitað því þverlega. Segir
hann að hún hafi reiðst þessu ákaflega og lagt á sig
að hann skyldi hverfa út á skóga og verða að mó-
rauðum hundi hvem dag, en halda sinni mynd á nótt-
unni, og skyldi þessi álög vera í 10 ár; þá skyldi hann
hljóta að hverfa heim aftur og eiga dóttur sína, ef
honum þætti það þá betra, en að eiga hana nú viljug-
ur, nema hann fengi einhverja hina vænstu kóngs-
dóttur, til að vera hjá sér og ætti með henni 3 böm,
án þess hún nokurn tíma sæi hann, eða reyndi til að
hlaupa burt frá honum, og skyldi þó öll börn hennar
verða tekin frá henni eftir fæðinguna; en ef hún þá
feldi tár, skyldi það verða vagl á auga bama hennar,
sem ekki yrði náð af, nema í tárum þeim, er hún
feldi. Eftir þetta segist hann hafa horfið í hús þetta,
sem hann sé nú staddur í, og hafi aðeins verið eftir
einn mánuður, þangað til að hann hefði losnað úr þess
um þungu álögum, en nú hljóti hann að yfirgefa hana,
og hverfa heim í borg föður síns, og það sem hræði-
legast væri ganga að1 eiga dóttur stjúpu sinnar; segir
hann, að nú sé þess enginn kostur að hún geti frelsað
sig frá þessum bágindum, hvað fegin sem hún vilji.
!Þó segir hann henni, að hann eigi 3 föðurbræður, sem
allir hafi lagt sín vegna i sölurnar bústað sinn, auð
og metorð og hafi tveir þeirra flutt sig nær sér og búi
í fátæklegum kofum; hafi þeir tekið þetta upp, til
að forðast stjúpu sína, gn veita sér lið, og þeir hafi
lagt sér alt það til, sem hann hafi haft sér til uppeldir
og ánægju, meðan á þessum álögum hafi staðið. Sá
þeirra, sem nær sér búi, hafi og einmitt, segir hann,
verið i liki hjartarkollu þeirrar, sem teygði föður
hennar út í skóginn til hans; þeir einir muni og helst
geta leyst vandræði hennar nú, og skuli hún fara frá
húsinu fram með læk þeim, sem renni þar, og þá
verði fyrir henni kofi annars föðurbróður síns Hann
biður hana að geyma vandlega dúk þann, sem tárið
féll á, og skijla ekki viö sig, og ekki skúli hún láta
gripi þá, sem hann gaf henni, nema henni liggi mikið
á. Síðan gaf hann henni gullsjóð mikinn, og bað hana
vera örláta á fénu við föðurbræður sína, ef hún hitti
þá, þvi þeir væru fátækir mjög. Síðan hvarf hann, en
hún var ein eftir í húsinu með miklum harmi. Hún býr
sig svo undir eins af stað, og gengur með fram lækn-
um, sem hann vísaði henni til, og að kvöldi kom hún
að koti einu. Karl einn fátæklega búinn með síðan
hatt stóð úti fyrir dyrum. Hún heilsaði honum, en
hann tók dauflega kveðju hennar; :hún bað hann
gistingar, en hann sagði að sér væri lítið um gesti,
enda mundu lítil höpp af henni standa. Hún bað hann
iþví betur og gaf honum allmikið fé úr sjóði sinum;
varð hann þá léttbrýnni og lét gistinguna heimila; var
síðan kóngsdóttir þar um nóttina. Hún segir nú karl-%
inum alt um hagi sína, og biður hann leggja sér lið, að
hún gæti náð aftur fundi kóngssonar, en hann kvað
það torvelt mundi veita, og ekki gæti hann það, en nær
væri um, að bróðir sinn gæti það, og byggi hann þar
alllangt i burtu undir þessari sömu fjallshlíð, og bauðst
hann til að vísa henni leið þangað. Morgunninn eftir
íór hún af stað frá kotinu, og hélt með fram fjnlls-
hlíðinni; sagði karlinn henni, að þá hitti hún fyrir
sér kot bróður síns. Að kvöldi kom hún að koti einu,
og barði á dyr; þar kom út karl einn svipmikill og
ófríður; hann var á svörtum kufli og hafði barðastór-
an hatt á höfði. Kóngsdóttir bað hann gistingar en
hann sagði, að það mundi ekki verða hagur fyrir
neinn, að ljá henni hús, þvi henni mundi lítið lán
fylgja. Hún bað hann cþó ljá sér húsaskjól nætur-
langt og gaf honum ómælt gull úr sjóði sínum; bliðk-
aðist þá karl og fylgdi henni inn. Þar sat kona á palli
og hélt á barni í reifum, en tvö börn önnur léku sér á
gólfinu. Hún tók vel móti kóngsdóttur, bauð henni
sæti og var málhreif við hana. Fóru þær að minnast á
bömin, sem kóngsdóttur þótti yfrið fríð. Þótti konunni
það mein, að sveinn sá, sem hún hélt á, hafði vagl á
öðm auganu, en hún vissi ekki, hvort bót yrði ráðin á
þvi. Kóngsdóttir kvað það mikið mein um svo frítt
barn. Þær létu síðan tal sitt detta niður, og bað konan
kóngsdóttur að gæta sveinsins, meðan hún færi ofan
að gæta niðriverka sinna, og varð það svo; konan
fór ofan að matreiða handa gesti sínum. Þegar kóngs-
dóttir var orðin ein, og hélt á sveininum, hugkvæmd-
ist henni, hvort ekki mundi sú náttúra fylgja tári
sínu, sem væri geymt i klútnum, að það eyddi vagli
af augum annara barna en sinna. Leysti hún þá hnút-
inn og brá klúthorninu á augu barnsins, og rann vagl-
ið þegar af. Þegar konan kom inn og sá þennan at-
burð, varð hún mjög glöð og þakkaði kóngsdóttur
fyrir góðverk hennar. . Síðan bar hún henni mat. Var
kóngsdóttir iþar þá nótt; sagði hún þá karlinum upp
alla raunasögu sína, eins og þá var komið. Karlinn var
henni nú blíður í ávarpi, og sagði sér rynni mjög til
rif ja raunir hennar, en torvelt mundi verða að bæta úr
þeim, því nú væri svo naumur tíminn, að kóngsson
ætlaði að halda brúðkaup á morgun með dóttur stjúpu
hans, en þangað væri löng leið kringum fjall eitt
mikið, og mundi hún koma of seint, ef sá vegur væri
farinn, en til væri þó skemmri leið yfir fjallið, og
mætti þá komast: þangað á einum degi, en það mætti
heita ófært sökum töfra drotningarinnar, sem vildi
tefja komu hennar. Þó kvaðst hann mundi reyna að
hjálpa henni, svo hún kæmist styttri leiðina yfir fjall-
ið. Fylgdi hann henni nú að fjallinu, og áður en hún
ræðst til uppgöngu, býr hann hana út með brodd-
færum, svo hún gæti skriðið upp brattan veg, sem
einnig var háll eins og gler. Hann vafði dúki um höf-
uð hennar, svo hún skyldi ekki heyra og ærast af
undrum þeim, sem henni mundu mæta vegna töfranna.
Hann segir og, að aldrei megi hún aftur lita. Hinum
megin við fjallið sagði hann að byggi vinur sinn, þar
skyldi hún gista, og fá hjá honum fylgd til kóngs-
garðs, en hann kvaðst mundi sjá svo um, að drotning
ekki þekti hana. Nú kveður kóngsdóttir karlinn og
fer yfir f jallið, eins og hann segir henni; leit hún
aldrei aftur á allri leiðinni, og æðraðist ekki, þó hún
heyrði xmdur og hljóð, enda hlifði höfuðdúkurinti
DR. B. J. BRANDSON
21*-220 MEDICAIj arts bu>g.
Oor. Grsham anð Keonedi Sta.
Phone: A-1834
Otfice tlmar: 2—3
Helmill: 77« Vletor St.
Phone: A-7122
WlnnlpeK, Manitoba
Vér leggjum sérstaka áherzlu & að
selja meðul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem bægt er að fá eru
notuð elngöngu. . pegar þér komlð
með forskrUftum tll vor meglð þjer
vera visa um að fá rétt það sem lækn-
irinn tekur tli.
COLCIÆUGH & OO.,
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7650—7850
Giftingaleyfisbréf seld
J. J. SWANSON & CO.
Verzla með fasteignir. Sjá
um leigu a nusurr.. Annast
lán, eldsábyrgð o. fl.
611 Paris Bldg.
Phones. A-6349—A-6310
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMANN
ísl. lögfræðingar
Skrifstofa: Room 811 McAltka
Bulldlng, Portage Ave.
P. O. Boz 165«
Phones: A-6840 og A-«MC
DR. 0. BJORNSON 216-220 MEDIOAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Bta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Heimili; 764 Victor St. Phone: A-7R86 Winnlpeg, M&nltoba
DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAI/ ARTS BLDG. Cor. Grahara and Kennedy Sts. Phone: A-1834 Oifico Hours: 3 to 5 Heimili: 921 Sherbume St. Wlnnipeg, Manltoba
DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ART8 BXiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna. oyrna, nef og kvorka sjúkdöma.—Er afi hltta kL 10-12 f.h. og 2-6 e.h. Talsími: A-1834. HeimlU: 373 Rlver Ave. Tals. F-2601.
DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUdlng Oor. Portage Ave. og Fxlmonton Stundar sérstakiega berkiaayki og afira lungnasjúkdöma. Er afi finna & skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og 21—4 e.h. Slml: A-3521. Heiinili: 46 Alloway Ave. Tal- eimi- B-3168.
DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Vlctor 8te. Sfani A 8180.
DR. Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Sími B-7288.
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Taleími A 8621 Heimili: Tals. Sh. 3217
J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald 8t. Talsfmi: A-8889
; Munið Símanúmerið A 6483 ; og pantitS mefiöl yfiar hjá oss. ; Sendifi pantanír samstundis. Vér '• afgreifium forskriftir mefi sam- ; vizkusemi og vörugsefii eru öyggj- ; v andi, enda höfum vér magrra ára ; ? lærdómsrika reynslu afi baki. — ; ; Alla.r tegundir lyfja, vindlar, Is- ; rjömi, sætindi, ritföng, töbak o. fl. ; McBURNEY’S Drug Store i Cor Arlington og Notre Dame Ave
W. J. UNDAL, J. H. IíTNDAXi
B. STKFAN8SON
Ialenzklr iögfræðingar
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Main Street. Tais.: A-4063
>eir hafa ainnlg ekrlfatofur aC
L>undar, Rlverton, Glmll og Plney
og oru þar aB hitta á •ftlrfylgj-
andl tlmum:
Liundar: annan hvern mlCvikuda*.
Rlverton: F'yrsta ílmtudag.
GimUá Fyrsta mlðvikudag
Plnay: þrifija föstudag
I hverjum mánufii
Stefán Sölvason
Teacher
of
Piano
Ste 17 Emily Apts. Emily St.
A. G. EGGERTSSON LL.B,
ísl. lögfræðingur
Hefir rétt til að flytja mál
bæði í Man. og Sask.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta mánudag i hverjum mán-
ufii etaddur I Churchbridge.
Dr. H. F. Thorlakson
Phone 8
CRYSTAL, N. Dakota
A. S. Bardal
841 Sherbrooke 8t.
Selur likWstui og anna.t um útfarir.
Ailur útbúnaður sá bezti. Enafrenr-
ur selur haun alakonar minnievarfta
og legsteina.
Skriíet. talánal N «*««
Heimllis taWral N M47
EINA ÍSLENZKA
Bifreiða-aðgerðarstöðin
í borginni
Hér þarf ekki afi blfia von úr vltl.
vlti. Vinna öll ábyrgat og leyat af
hendl fijótt og vel.
J. A. Jóhannsstm.
644 Burnell Street
F. B-8164. Afi baki Sarg. Fire Hal
JOSEPH TAYLOR
LiOOTAKBHAÐUR
HetmlUetala.: St. John 1(M
Skrtfsbof n-Tala.: A«H
Tekur lögtaki b»8i húaalelgartaiies
ve'Sekuldtr, vlxlartuldkr. AtgratMr «8
aem at) lögum lítur.
Skritntofa 355 Mntn
Verkstofu Tftls.: Heima Tala.!
A-8383 A-0384
G L. STEPHENSON
Plumber
Allskonar rafmagnsáhöld, svo
atraujárn víra. nUar tegundlr af
glösnm og aflvaka (ba-tteriee)
Verkstofa: 676 Home St.
Endurnýið Reiðhjólið!
T.átið ekki hjá líða að endur-
nýja roiðhjóltð yðnr, ðður en meatu
annlmar hyrja. Komið með það
nti þegar og látið Mr. Stebbitw
gefa yður kostnaðar íurtlun. —-
Vandað verk ábyrgst.
(Mafiurinn sem allir kannast. viC)
S. L. STEBBINS
634 Notre Dame, Winnipeg
Giftinga og . , ,
.Jarðarfara- PIom
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tal*. B720
ST IOHN 2 RtNG 3
hennl. A8 kvöldi kom hún atS koti vinar karlsins; var
það snotur bær en lítill; fékk hún þar góðan beina
og gisti þar um nóttina. Hún bað bónda fylgja sér
til kóngshallar, og sagði hann, að sér væri það hægt,
því hann færi þangað sjálfur til að vera við brúökaup
kóngssonar. Þegar þau komu heim til kóngshallar,
var þar mikið um dýrðir, þar sem kóngsson var að
halda brúðkaup sitt. Framh.