Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 2
Kfc 2 LÖGBKHG, FIMTUDAjGINN 12. MARZ, 1925 Vonarerindi til gamla fólksins. George Crawfora Segir Hvað Dodd’s Kidney Pills og Dodd’s Dyspepsia Töflur Gíerðu Fyrir Hann. Qnebec maður lœknaður af Gigt og Magavciki. Standon, Que., 9. marz (einka- skeyti)— Enn ein viðurkenning hefir Dodd’s Kidney Pills hlotnast, og kemur hún frá Mr. G. Crawford, velmetnum borgara hér á staðnum. Hann segir: “Það fær mér ósegj- anlegrar ánægju, að skýra yður frá því, hve vel Dodd’ Kidney Pills hafa reynst mér. Sjúkdómur minn kom upp úr kvefi. Eg gat ekki sofiö og hafði slæmt bragð í munn- inum á hverjum morgni. Svo fór eg að fá áköf gigtarköst. Nú er eg að nota Dodd’s Dyspepsia töfl- ur og hafa þær gert mér stórmikið gott. Finni eg til magaveiki, þá tek eg þær strax inn. Eg er nú 76 ára gamall.” Dodd’s Kidney Pills draga eigi aö eins skjótt úr kvölum, heldur koma þær nýrunum í sitt rétta horf, svo þau geta leyst starf sitt fljótt og vel af hendi. Dodd’s Dyspepsia töflur fyrir- byggja magaveiki. Þær eru með- al, sem skerpa méltinguna og styrkja magann. Kafteinn Kidd. Fyrir meira en tvö hundruð og sextíu árum var uppi maður, sem Kidd kafteinn hét. Hann var skosk- ur að ætt — fæddur í Dundee á Skotlandi 1654. Um æskuskeið þess manns er ekki kunnugt annað en það, að hann var snemma mjög hneigður til bóka og lærdóms og má telja víst að hann hafi getað fullnægt þeirri þrá, að einhverju leyti að minsta kosti, því faðir hans, sem var prestur, hefir aö sjálfsögðu stuölað að því. Þó hef- ir hann ekki eytt miklum tíma til námsins, því ungur að aldri var hann orðinn kafteinn í sjóhernum og er hrevsti hans og dirfsku getið í viðureign Englendinga við Frakka Síðar kom þessi maður mjög við söguna, þar sem getið er um hann, sem einn af hinum ægilegustu sjó- ræningjum þeirrar tíðar. Og í bók mentum Bandaríkjanna er hans líka viða getið. Edgar AJlan Poe minnist á hann í “Gold Bug”. Ro bert Louis Stevenson ritar bók sina Treasure Island um hann og “Wahsington Irving”, Wblfers \Vebber” og margir fleiri. Til Bandarikjanna kom kafteinn Kidd 1689. Kevpti sér heimili á Liberty straeti í New York og var þar vel virtur af öllum. Fyrir þátt- töku sína í að stilla til friðar út af uppreisn þeirri, er átti sér stað við komu rikisstjóra Henry Sloughter og veitti rikisþingið honum $150 Skömmu siðar giftist hann eksju, sem var af góðu fólki komin, og sat svo um kyrt i fjögur ár. Arið 1695 er getið um að Kidd hafi haldið upp á fertugasta af- mælisdag sinn ásamt konu sinni og dóttur, en þá er líka hinu friðsam- lega heimilislifi hans lokið og upp frá þvi hefir oss verið sagt, að hann hafi orðið einn af grimmustu sjóræningjum þeirrar tíðar. Nú nýlega hefir verið lögð fram vörn í máli þessa manns af Homer Ií. Cooper, þar sem sýnt er fram á með óhrekjandi sönnunum, að hin grimma, svarta mynd, sem máluð hefir verið af Kaftein Kidd sé ó- sönn og með öílu ástæðulaus. Sagan i þessari nýju útgáfu, sem er að sjálfsögðu ábyggilegri en munnmælasögur þær, sem af hon- um hafa gengið hófst aðallega að lokinni afmælisveislu þeirri, er að framan er nefnd. Því strax að henni lokinni fer hann til Lund- únarborgar til þess að sækja vör- ur í skipi, sem hann að Iíkindum sjálfur átti, mætir hann manni er Robert Livingstone hét, var hann nýlendumaður eins og Kidd og kunningi hans. þörf á réttlátum og hugprúðum manni til iþess að stemma stigur fyrir aragrúa þeim, af sjóræningj- um, sem hafast við með fram ströndum Norður-Ameríku, sem auðga sjálfa sig á kostnað enskra verslunarmanna og til þess treysti eg yður. Bellmont bað konung að sjá um að sér yrði veitt umráö á herskipi til þess að framkvæma þetta og vísaði konungur honum til sjó- flota ráðsins í þeim efnum. En þegar þangað kom kvaðst ráðið þurfa á öllum skipum að halda til heimavarnar og ekki geta látið neitt af hendi til þess starfa. Þegar Bellmont sagði konungi frá þeim málalokum stakk hann upp á að skip væri keypt eða bygt til þess starfa og bauðst til að leggja fram £3000 sjálfur og bætti viö, eg skal fara fram á við ráð- herra mina, að þeir leggi fram jafn mikið fé. Var þetta mál svo auðsótt að meira fé fékst en þurfti til þess að gera út skipið; er konungur sá það dróg hann fjárupphæð þá er hann hafði lofað til baka, en á- skildi sér þó 10% af öllum ágóða, sem af fyrirtækinu yrði fyrir hug- myndina, sem hann sagðist sjálfur eiga. Á meðal þeirra, sem í þessu félagi voru, voru þeir John Somers leiðtogi frjálslyndu stjórnarinnar, jarlinn frá Shrewsbury ríkisritari, og Sir Edward Russell, formaðui sjóflotadeildarinnar og fleiri. Þegar skipið var fengið þurfti að fá foringja og til þess var valinn kafteinn William Kidd og í kjör- bréfi hans ,sem undirritað er af konungi og Somers er tekið fram, að hinum velvirta og hugprúða kafteini William Kidd sé falið að taka fasta og á sitt vald alla sjó ræningja, verslunarskip, sem án leyfis reki atvinnu ^na og sjófar- endur frá hvaða helst þjóð sem þcir séu. Taka skip þeirra og skipshafn ir, vörur og neninga og fara með þá og það til hafnar, þar sem mól þeirra verði afgreidd að lögum Ekkert er talað um í umboösbréfi kafteinsins hvernig að ágóðanum, af fyrirtæki þessu skuli skift, en skilið hefir það verið þá íj byrjun, að einn tíundi gangi til konungs af óskiftu, en hinu skift samkvæmt reglum, er hlutaðeigendur hafa ver ið ásáttir um og tekið er það fram að kafteinn Kidd hafi tekið að sér að gjöra sjóleiðirnar hættulausar að ríkinu kostnaðarlausu. Skip það, er kafteini Kidd var fengið í hendur hét “Adventure”, og var 287 tonn að stærð, Það var gjört út frá Plymouth. Með þrjá- tiu og fjórum byssum, en aðeins sjötíu manns fengust þar til farar- innar. Með þá skipshöfn sigldi Kidd til New York. Á leiðinni náðu þeir litlu frönsku vöruskipi, og tóku með sér. í New Ýork réði Kidd sér menn á skipið, þar sem hann var betur þektur en á Eng- Iandi. En mest af þeim mönnurn voru uppgjafa sjóræningjar og ann- að misindisfólk, sem hafðist við í drykkjukrám í strandgötum bæjar- ins. 6. september 1696 Iét Kidd í haf og eftir níu mánaða sjóvolk kom hann til Austur-Indía-eyjanna, var þá forði hans genginn mjög til þurða og illur kurr kominn í lið hans skömmu síðar sá hann skip álengdar. Hann dróg franska fán- ann við hún og skipverjar svöruðu með þvi að gjöra það sama. Þegar að hann kom um borð í skipið var það enskt. Tók hann þar fátt eitt, aðeins kaffi og það annað, sem hann þurfti nauðsynlegast með og lét skipið svo fara leiðar sinnar. Þegar skip það kom til Englands, sagði það farir sinar ekki sléttar og það með að maðurinn, sem vemda átti skipaferðir Breta hefði sjálfur gerst sjóræningi af verstu tegund. Frétt þessi var notuð, ekki að- eins á móti Kidd sjálfum, heldur hentu pólitískir mótstöðumenn frjálslynda flokksins þetta á lofti og notuðu það óspart sem keyri á leiðtoga hans að þeir hefðu af á- settu ráði hagað þessu þannig. Á meðan þessu fór fram á Eng- landi hélt Kidd áfram athöfnum sinum í suðurhöfum. Hann tók þar nokkur skip, sem sigldu undir franska fananum og samkvæmt Robert Livingston var efna- frönskum heimildum, eða vegabréf- við um og hafði hann að síðustu aflað maður og í vinskap miklum heldri stjómrrrálamenn þar i Lund únum, sem Richard Coote frá Bell- mont, sem nýlega var búið að skipa landstjóra yfir Ameríku nýlend- umar. í konunglegu skipunarbréfi, sem i þessu sambandi var gefið út af William III. Englands konungi stendur þetta í sambandi við þá embættisveitingu. “Eg sendi yður, herra minn, sökum þess, að þar er VI I I P1 M Hvt a8 þjast a.t ftJ I I L aynierur. pn Dr. 11 Mæf'amM oy bðlr- I I Lk U inni grylllnlaeCT DppakurCur önauB- Chaaea Olntment hjálpar þér strax. •0 cent hylklC hjá. lyfettlum eCa frá lénwnten, Batca & Co.. Lémltad, Toronto Reyneluekertur aendur 6- kar-la, af nafn Nm biaða »r tlttak- M <M t «Mrt frlmerk* —— * bæði mikils fjár og skipa ,en stríöi hafði hann alt af átt með skipshöfn sina, því hún var honum ótrú, og i einu tilfelli veitti ham einum mamji áverka, sem hann beið bana af. Einn af þeim mönn- um er Kidd mætti, var hinn naf •- kunní sjóræningi Culliford. Var það við Madagaskar, þar sem Kidd setti á land nokkuð af mönnum þeim, er hann hafði tekið og scldi all rnikið af vörum. Skipverjar beggja mættust og struku margir skipverjar Kidds með £20000 í peningum og gulli er þeir stálu að nóttu til, ti! CuIIiford og skildi þar með þeim. Skömmu seinna komu bresk herskip á vettvang og höfðu foringjar þeirra skipun um að taka( hann til Englands. Þegar Kidd varö var við þetta hélt hann til Bandaríkjanna og fékk lögfræðing þar til þess að liðsinna sér. Sjálfur fór hann á fund Bellmont ríkis- stjóra og er ekki annað að sjá, en að á milli þeirra hafi samist vel. Þó leið ekki á löngu áður en óvinir Kidds fóru að bera sögur út um það, að Kidd hefði stolið svo og svo miklu undan af fé því, sem honum hafi hlotnast, en hefði átt að skifta að jöfnu viö aðra hlut- *hafa fyrirtækisins og grafið það á ey þeirri, er liggur við austur end ann á Long Island og nú heitir Gardiners Island. Út af ]>essu gjörðist Bellmont óvinveittur Kidd Sendi menn og lét leita á eynni Fanst þar kista ramgjörð með £5000 virði af gulli og silfri og öðru fémætu i, sem hann náttúr- lega tók, en út af því hafa spunn ist hinar gífurlegustu frásögur um hinn grafna auð kaftein Kidds, ev menn hafa verið að elta í fleiri tugi ára. En á iþessu stóö þannig, að kafteinn Kidd fékk leytfii manns þess, sem á eynni bjó, til þess að geyma fjársjóð þennan þar eynni um tíma unz hann sæi hvern- ig fram úr réðist fyrir sér og hefir þetta óefað verið hans hluti af á- góða þeim, sem af útgerðinni hafði orðið. Skömmu síðar var Kidd tekinn fastur. Fluttur til Englands og kastað í myrkrastofu, þar sem hann lá i meira en fimtán mánuöi áður en mál hans var tekið fyrir til rann- sóknar og þegar það að lokum var gjört voru það menn, bæði dómar- inn og kviðdómendurnir, sem fullir voru hleypidómum gegn honum, er um mál hans fjölluðu. Kærurnar gegn honum vóru margar. Fyrsta kæran var út af dauða manns þese, sem áður er getið og var hann kærður um að hafa myrt hann. önnur um rán á sjó og landi og þrjár aðrar. Kidd bað um að fá að hafa málafærslumann, og var hon- um synjað um það. Hann neitaði að svara til sakarkærunnnar, nema að hann fengi að hafa málafærslu- mann. En réttvísin lét kné fylgja kviöi og sagði að hann yrði dæmd- ur án þess að svara til sakar sinn- ar, ef hann gerði það ekki tafar- Iaust. Kvaðst Kidd þá vera saklaus af morðkæru þeirri, sem á sig væri borin. Á meðan að kviðdómurinn var að athuga málavöxtu út af morð- málinu hélt yfirheyrslan áffam út af sjóránsmálinu og voru tveir af Kidds eigin mönnum aðal vitnin á móti Kidd í báðum málunum. í þessu seinna máli bað Kidd um frest til þess að ná skipskjölum þeim, er hann hafði tekið af kaf teinum skipa þeirra, er hann rændi, og sönnuðu að þau hefðu verið frönsk, en ekki ensk ,en fékk því ekki fram gangt. Var svo kveð- inn upp dauðadómur yfir honum og honum kastað aftur í fangidsi unz dauðadómnum var fullnæg\ En það var gjört á þann hátt að gálgi var reistur niður við ána Thames, á stað þeim, sem “aftöku- höfn” var nefndur. Kidd var fjötr- aður á höndum og fótum og reyrð- ur keðjum, síðan var hann bikaður upp úr tjöru og hengdur á gálgan, þar sem hann hékk öðrum til að- vörunar langa tíð. Kafteinn Kidd neitaði því fyrir réttinum og alstaðar annarsstaðar, að hann hefði aðhafst nokkuð rangt, eða það sem hegningar var vert. En kringumstæðurnar kröfð- ust þess, að Kidd væri tekinn af Hfi, ef að póHitísku leiðtogarnir, sem á bak við útgerðar fyrirtíbkið stóðu, og fengu hann til að fram- kvæma skipanir sínar, áttu ekkí að verða fyrir tilfinnanlegu skakka- falli. Skipsskjölin, sem sönnuðu, að Kidd hefði hvergi farið rangt með vald sitt eða brugðið út af skipun yfirmanna sinna fundust síðar. En þá var hann fyrir löngu dauður. í meira en tvö hundruð ár hefir þessi maður verið af öllum álitinn einn af grimmustu sjóræningjum timabiis þess sem hann lifði á og erki fantur. Nú hefir það verið ótvíræðlega sannað, að maðurinn var ekkert slikt, heldur hefir það að eins verið afvegaleitt almenningis ádit, sem dæmt hefir hann til þess vitnis- burðar og kastað skugga þeim á nafn hans og mannorð, sem á það hefir skygt i meira en tvær aldir. Kafteinn Kidd var hugprúður og heiðarlegur maður. Að nokkru eftir Literary Digest. Skipbrotið í Þorlákshöfn Viðtal znð Mr. Thomas Wren, skipstjóra á Viscount Allenby. Tíðindamaður Vísis átti i gær tal við Mr. Thomas Wren, skipstjóra á Viscount Allenby, sem strandaði 13. þ. m. við Þorlákshöfn. Hann kom hingað til bæjarins í fyrradag og býr í sjómannaheimili Hjálp- ræðishersins ásamt skipshöfn sinni. ^ Skipstjórinn er maður liðlega Kidd fastan lifs eða liðinn og færa' fimtugur og hefir lengi stundað veiðar hér við land. Hann var nú á leið til Hafnarfjarðar og ætlaði að stunda veiðar þaðan á vertíðinni Hann sagðist hafa hrept vond veð- ur á leið hingað 0g ekki verið alls kostar hress síðustu dagana. Úr- koma var og svarta myrkur, þegar skipið kendi grunns á skerinu við Þorlákshöfn. Brim var mikið og braut þegar botninn undan skipinu. Skipverjar vóru 10 og fóru þeir fyrst upp á stjórnpall skipsins, en síðar fram á “hvalbak”, því að stefni skipsins vissi að landi. Von bráðar sáu þeir menn vera komna sér til hálpar. Kyntu þeir bál í landi og var nú flotholti fleygt út af skipinu og lína bundin við það Sogaðist það oft út, áður en þvi varö náð. Síðan var kaðall bund- inn í línuna, derginn á land og festur þar, en skipverjar strengdu sem best á honum. Þegar þvi var lokið, vóru þeir bæði orðnir blautir og kaldir, en réðust þó í að handstyrkja sig til lands á kaðlinum, því að ekki höfðu þeir tæki til að flytjast öðru vísi á honum. Lögðu þeir síðan af stað, einn og einn og höfðu ekki lengi þumlað sig eftir kaðlinum er sjórinn skall á þeim. Mistu þá sumir handfestk, en það kom ekki að sök, þvi að vaðið var á móti þeim úr landi, og þeir ýmist gripnir„í brimlöðrinu eða á kaðlinum og dregnir á land. Er það skemst af að segja, að eftir sjö klukkustundir vóru þeir allir komn ir lífs á land, ómeiddir en þjakaðir mjög. Svo sem kunnugt er, var það Þorleifur Guðmundsson í Þorláks- höfn, sem gekst fyrir björgun þess- ari og þrír menn aðrir, fullorðnir, en hinn fimti var 13 ára gamall drengur, Sigurður, sonur Þorleifs. Skipstjórinn sagði fortakslaust, að þeir félagar hefðu allir farist, ef þeim hefði ekki komið þessi hjálp. Engin tök voru að skjóta út báti fyrir brimi, og skip þau, sem lágu þar fyrir utan, fengu enga aðstoð veitt. Litlu síðar en þeir komu land, valt skipið af skerinu og sökk. Hefði þá verið úti um hvern mann, sem þar hefði verið. Sikpstjóri lofaði mjög framkomu og forsjá Þorleifs Guðmundssonar. hreysti hans og þeirra félaga allra. Einkum furðaði hann á dugnað drengsins, sem áður var nefndur, sagði að hann hefði gengið fram sem fullorðinn maður og væri þó ekki nema 13 ára. Þá lauk hann hinu mesta lofsorði á viðtökurnar á heimili þorleifs. Hann haföi sent dreng, sem Sigur- geir heitir Sigfússon, eftir Gísla lækni Péturssyni á Eyrarbakka, þegar hann sá að skipið var strand- að, og var hann kominn, þegar skip verjar komu á land, og kom þeim það að góðu haldi. “Þegear við komum heim til Þar- leifs Guðmundssonar,” sagði skip- stjórinn, “fengum við þur föt og vorum látnir hátta niður í góð og hlý rúm, og var færð flóuð mjólk að drekka. Við sátum þar í viku og nutum hinnar mestu gestrisni. Siðan fylgdi Þorleifur okkur á hestum, fyrst að Kolviðarhóil, en þar sátum við dag um kyrt í veðr-, inu, en þaðan riðum við að Lög- bergi og vorum sóttir þangað í bif- reiðum, Við erum engir hestamenn og vorum þreyttir eftir reiðina.” Skipstjórinn fór mörgum og miklum lofsorðum um konu Þor- leifs Guðmundssonar, frú Hannes- ínu Sigurðardóttur. Sagði að hún hefði lagt mjög mikið á sig við að taka á móti þeim og farist það snildarlega. Hann lét þess getið, aðsýslumaður Magnús Torfason hefði sent menn til hjálpar, þá er hann frétti um skipbrotið, en þeir komu ékki fyrri en skipverjar voru komnir úr skipinu. Þeir fengu allir mat og gistingu, og sagði hann, að konan og börnin hefðu haft mikil óþægindi og átroðning af þessurn gestagangi. — Hann sagðist hafa veitt því eftirtekt, að allir, sem komu, hefðu þekt Þorleif, og sér hefði virst, af framkomu þeirra, að þeim væri mjög vel til hans, og þætti sér það ekki undarlegt, því að hann hefði reynst sér afbragðsvel og ætti þeir félagar honum allir líf að launa. Þorleifur og þeir félagar hafa gert landinu mikinn sóma með hreysti sinni, og er framkoma þeirra þess verð, að hún sé lengi í minnum höfð. Þeir, sem unnu að björguninni með'Þorleifi, voru Guðmundur Sig- urðsson, frá Riftúni, Runólfur Ás- mundsson og Guðmundur Gott- skálksson. Vísir 24. jan. '25. við Afríku, og af kortinu geta menn séð, að það hefir verið ákaf- lega stórt land. Það var eyland, umflotið sjó. í þann tíma rann Golfstraum- urinn frá Mexico í milli Ameríku og Atlands norður til Grænlands. Þar skiftist hann í tvo strauma. Sá stærri rann norðaustur milli Grænlands og Atlands, norður fyr- ir Svalbarð, út í Ishafið, dreifðist þar og misti mátt sinn. Hinn minni straumur, sem kvíslaðist úr aðalstraumnum við suðurodda Grænlands, rann norður Davis- sund á milli Grænl. og Wanaðs eyj- anna. Af þessu geta allir séð, að Græn- land var gott land i þá tíð, jafn- gott eða betra en ísland er nú. og allslags gróður óx þar. En að þau stóru tré og blómstur, sem vaxa í Mexico, hafi nokkru sinni lifað á Grænlandi eða Svalbarði, er mikl- um vafa háð. En hugsanlegt er, að hinir stóru trjábolir hafi fluzt með straumnum frá Mexico til Grænlands og Svalbarðs og kastast þar upp á land af sjó og vindi, þvi það sem er þar nú af undirlendi, var í þá tíð fjöruborð. En að sólin hafi gengið út af sinni braut eða jörðin snúist um annan möndul, skyldi maður ékki láta sér koma til hugar, eins og sumir hafa þó verið að geta til. Nei, sólarinnar gangur er sá sami 1 dag og þá, og jarðarinnar snún- ingar um sinn möndul eru hinir sömu og fyrir miljónum ára. En það er Pólarstraumurinn sem hefir umhreytt sinni rás. í fyrri tíð rann hann fyrir sunnan At- lanta, niður til Noregs og inn í Norðursjóinn, út Englandssund og fylti alla firði og víkur með hafís, allar ár og vönt botnfrusu og öll skandinavisku löndin fyltust með is og jökla. Veðurátta var þar þá hin sama og nú er á Norður Græn- landi, það var ísöldin. Að ísinn ekki komst lengra suð- ur en á mitt Þýzkaland, var að þakka þvi hinu hlýja Miðjarðar- hafs loftslagi, sem kom þar á móti kuldanum og varði honum leið. En svo kom sá stóri viðburður, atland sökk í sjó, og þar með var dómurinn upp kveðinn: Skandi navían fékk líf, golfstraumurinn breytti rás sinni til þess, sem hún er nú, og hinn voðalegi kuldi og ís hvarf snjátt og smátt frá Skan dinavisku löndunum, en líf og gróður byrjaði að festa rætur þar. En Pólarstraumurinn tók sér rás með fram Grænlands ströndum, og flutti með sér dauða og kulda: ekki að eins á Grænlandi, því að Kanada og norðustu riki Bania- ríkjanna fá að kenna hans einnig. Eitt af ástæðunum fyrir þvi, að Atland hafi verið til, eru sagnir um að menn hafi bjargað sér bar frá og komist upp á Afrikustrand- ir, og að þeir hafi haft mikla þekk- ingu og vizku, og er það ekki ó- mögulegt, að frá því fólki hafi komið hin svokallaða egipska speki. Snorri Sturlason segir oss, að Sigurður Jóssalafari hafi siglt urn Njörfasund, inn í Miðjarðarhafið, og að hann hafi verið þrjú ár á leiðinni. Hugsanlegt er, að hann hafi lært margry sagnir á þeirri leið, sem hann hefir flutt til Nor- efs. En hver var Njörfi, sem Njörfasund fékk nafn af? Er ekki hugsanlegt, að hann hafi verið frá Atlandi og bjargað sér þar frá á skipi, eða örkinni Nóa númer 2, og komið inn um Njörfasund? Og eru allar líkur til, að þá hafi sund- ið fengið hans nafn, að hann hafi átt dætur, sem hafi druknað í haf- inu, þegar Atland sök, getur mað- ur einnig gert sér í hugarlund, því skáldin gera Njörfa dætur að gyðjum, sem taki druknaða menn til sinna bústaða. Þar fyrir kölluðu forfeður vor- ir þetta stóra haf Atlantshaf. Þeir voru hinir fyrstu menn, sem sigldu til íslands, og frá íslandi til Sval- barða og Grænlands, og komu margsinns til Ameríku. Ekki að tala um, að þeir voru árlegir gest- ir á Orkneyjum og írlandi. HVí kölluðu þeir ekki hafið Islandshaf., eða Grænlandshaf, ellegar írlands- af? Af þvi að þeir þektu hið eðli- lega nafn, Atlantshaf. B. B. Mygla eyðileggur árlega o.g fellir í verði hveiti. svo miljónum dala skiftir. Þetta má umflýja, ef notað er Formaldehyde. Fbrmaldehyde er nú mjög notað ryið fræ á bestu kornræktarbýlunum. I cTANDARn S°rmaldehyd| 10056 EFFECTIVE BY ACTUAL TESTS KILLS SMUT Dr. Seager Wheeler notar hað á hverju vori. Hann segir: “Þeir sem nota Formalin (Formaldehyde) blöndu á hverju ári, losna alveg við mygluna og koma í veg fyrir að hún geri vart við sig síðar.” Hreint fræ veitir meiri og hreinni nppskeru og meiri arð. Spyrjið kaup- manninn eða iskrifið STANDARD CHEMICAL CO. LTD ^lMontreal^^WINNIPEG^^Trbronta Fínasti strengurinn. Farðu varlega bróðir, því veröldin er hál, en viðkvæmir hjarta þíns strengir, og brostið eins getur hið stiltasta stál, þegar stríðið að fastara þrengir. Ef gengur þér illa og gefst ekki byr, og grípur þá siðasta kostinn, að samlagast því, er þú forsmáðir fyr, þá er fínasti strengurinn brostinn. Þú mætir hér mörgum, sem hirða' ekki hót um hamingju barnanna sinna, þó að þeir sjái þau svelta og snót, þeir samt ekki nenna að vinna. Þeim finst eins og harmurinn hefn- ist á sér, og þeir hafi einn nauðugann kost- inn, en þegar svo aumlega fyrir þeim fer þá er fínasti strengurinn brostinn. Þar skortur er kærleik og kurteisi á, en kuldinn af svörunum hrýtur, þótt virnirnir deyi þá vöknar ei brá, á viðsta<lda harmur ei bítur, en lauslæti, gjálífi, léttúð og svall, og logandi skemtana þorstinn auglýsir kyjislóðar fráhvarf og fa.lt. þá er fínasti strengurinn brostinn. Þá ástvina sambúðin orðin er köld, og einlægni vinanna þrotin, en fláttskap menn reiða sem góð- verka gjöld, og gleðskapur allur er rotinn, og fegurðar smekkurinn fallinn i dá, en fjöllunum hærri þó rostinn, og hrakyrði bamanna foreldrar fá, þá er fínasti strengurinn brostinn. Ef Guð, sem þú dýrkar er orðinn þér eins og eitthvaQ, sem litt muni styðja, þú álítur það sé því ekki til neins hinn almátfka lengur að biðja, og uppgefinn leggur svo árar í bát, alls konar hrakningum lostinn, en telur þig fallinn og framvegis mát, þá er finasti strengurinn brostinn. Ef gremja og svekking á svip þinn er skráð, og sól þinnar lífsgleði hnigin, en hálfrökkur dáðleysis lagst yfir láð, og lægð eru tignustu vígin, og brotin er vikingsins hreysti og hjör, en hugprýðin spillingu lostin, áhuginn sljófur og fatlað þittfjör, þá er fínasti strengurinn brostinn. Svo það er þess virði að stæla það stál, —1 að strengurinn haldi því betur, — sem fögrustu tónum frá sérhverri sál sveiflað og bergmálað getur. Þá ríkja mun endalaust vonarbjart vor, og verma oss kærleikans eldur, en leiða til frægðar og frama hvert spor, ef finasti strengurinn heldur. P. Sigurðsson. Bolsar og guðstrúin. Eitt atriði á stefnuskrá fyrir- myndarþjóðarinnar, en svo kallar Alþýðubl. Bolsana á Rússlandi', er m. a. það, að rífa niður alla guðstrú. Kristindómurinn og trúar- brögð öll, er þyrnir í augum þeirra, Bolsanna. Þeir hafa eflaust orðið þess varir, Bolsamir, að trúmálin eiga bágt með að samrýmast við hatursfulla stéttabaráttu þá, sem þeir eru að berjast fyrir. Bolsunum er illa við stórhátíðir, eins og jólahátíðina, þa'r. sem milj- ónir manna streyma í kirkju og minnast frelsarans. Hinn nafntog- aði Zinovieff sendi þess vegna rétt fyrir jólin siðustu ávarp, þar sem hann hvetur Bolsana til þess að vinna á móti guðsdýrkuninni, og hann lætur þá ósk sína og von í ljós, að ráðstjórnin fari nú fyrir al- vöru að hefjast handa í þessu mik- ilvæga máli, og vinna á móti guðs- dýrkuninni. Hins vegar býst Zino- vieff við, að það verði nokkuð langt að biða þess, í bændalandi eins og Rússlandi, að guðsdýrkunin verði með öllu rifin niður; en þegar “menningarstarfjð” byrjar fyrir alvöru, fer árangurinn vonandi að koma í ljós. Blöð Bolsanna hafa nú einnig þegar hafist handa móti trúmálun- um. Meðal annars krefjast þau þess að hátiðarhelgidögum kristninnar verði breytt í hátíðar- og minning- ardaga fyrir kommúnismann, og með því móti verði best unninn bugur á guðsdýrkuninni og kristin- dóminum. Mygla í hveiti árið 1924. Síðastliðið ár skemdust af myglu 247,420 mælar hveitis er féllu i verði að meðaltali ioc hver. — Tapið, sem af þessu leiddi, nam $24,742.00. eÞtta gildir um verð- tap á markaðshveiti. Tap það, er af mygluninni leiðir í öðrum kom- tegundum, er meira en svo, að töl- um taki. Fyrirbyggja hefði mátt tjón þetta, ef Formaldehyde hefði verið notað við fræið áður en því var sáð. Þessi aðferð er afar einföld og kostar tiltölulega sára lítið. Er hún nú alment notuð á landbúnaðar- skólunum og eins hjá hinum for- sjálli bændum. The Standard Chemical félagið í Winnipeg, hefir nýlega gefið út bækling, sem nefnist “Smuts in Grain and Their Prevention,” þar sem mál þetta er tekið til rækilegr- ar yfirvegunar og sýndir eru vitn- lisburðir kornræktarrrranna, sem fengið hafa verðlaun fyrir hveiti- rækt. Er það sannað af reynslunni, að Formaldehyde veitir 100% á- rangur. Það algerlega útilokar myglu — kostar lítið, en sparar stór fé. Skrifið til The Standard Chemi- cal Co. Ltd. Winnipeg og fáið bæk- ling , þenna. Hann flytur marg- víslegar upplýsingar, sem hverjum bónda koma vel. Eins dauði er annarslíf. Hefði ekki það stóra land, At- Iand, horfið inn í innýfli jarðar- innar, væri Norvegur, Svíþjóð, Danmörk og stór partur af Rúss- landi og Þýzkalandi, enn í dag dauð ísöræfi. Atland lá í Atlantshafinu, frá Svalbarði og alla leið suður á móts4 T a 1 s í m i ðj KOL COKE Thos. V I D U R Jackson & TVÖ ÞÚSUND PUND AF ANÆGJU. S o n s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.