Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 1
Látiö taka>af yður MYND í nýju loðyfirhöfninni W. W. ROBSON rKKUR GóB Vlt MYNDIH AÐ 313 PORTAGF, AVE. ÖíftCf 0. PROVINCT THEATIIE AJ pessa viku “TROUBLES OF A BRIDE” With an All Star Cast Næstu vlku: Tom Mix í “The Beadwood”, 38. ARGANGUR WINNIPEG, MAN.P FIMTUDAGINN 12. MARZ 1925 NUMER 11 Canada. Hion. Thomas Law, verslunar- ráÖgj af í sambandsst jórnarinnar, flutti nýlega allharðorÖa þingræðu í garð eimsikipafélaga þeirra, er á undanförnum árum, hefðu einokaö á flutningsgjöldum. Kvað vera kominn meira en tima til, að hefj- ast handa og losast við slikan ó- vinfagnað. Sagðist hann jafnframt ekki fá betur séð, en að það væri engu síður í þágu Breta en Canada- manna, að fá lækkuð flutnings- gjöld með millilandaskipunum. * * • John O’Grady, leynilögreglumað- ur í Vancouver, sá er sakaður var fyrir rúmum fjórum mánuðum um að hafa myrt Mrs. Violet Carr, hefir verið sýknaður með öllu af kæru þessari, sökum ónógra sann- ana. # • • Hon. Sir Edward Kemp, her- málaráðgjafi Canadastjómar aust- anhafs, meðan á heimsstyrjöldinni miklu stóð, kvæntist hinn 3. þ. m. i Toronto og gekk að eiga ekkju- frú Virginíu Copping frá Arkans- as. * * • Kosningar til fylkisþingsins i Saskatchewan, eru sagðar að vera x aðsigi. Jafnvel búist við að þær fari fram fyrir lok næsta mánaðar Allir stjórnmálaflokkarnir eru að sögn, farnir að gefa sig í óða önn við kosningaundirbúningnum. ' 1 • • • W. A. Amos, hefir verið endur- kosinn forseti akuryrkjuráðsins — Canadian Counsil of Agriculture, á nýafstöðnu þingi, sem haldið var í Toronto. • • • Nýlátinn er að Dauphin, Man. Mrs. Mary McArthur, rétt að segja hundrað ára að aldri. Hún var fædd i Yorkshire á Englandi árið 1825, en fluttist til Peterboro- sveitarinnar í Ontario ásamt for- eldrum sínum, níu ára gömul. Til Manitoba fluttist hún 1878 og hefir átt heima að Dauphin síðan 1894. * * * Fjórtán þúsundir kolanáma- manna í Nova Scotia, i þjónustu British Empire Steel félagsins, hafa gert verkfall. Ástæðan sú, að verkveitendur vildu innleiða nýjati launataxta, að mun lægri en undan- farið ár. • * * Samban'dsstjórnin í Ottawa hefir afgreitt $1,905,000 fjárveitingu til útrýmingar alidýra sjúkdómum. • • • Brotum á vinbannslögum Ont- ario-fylkis, fjölgaði í Torontoborg um 649 á árinu 1924, samkvæmt ársskýrslu Dickson’s lögreglustjóra. * * * Látinn er hér í borginni Rev. L. F. Tank, forseti lúterska kirkju- sambandsins í Canada, hinn mesti áhrifamaður. Jarðarförin fór fram siðastliðinn laugardag, að við- stöddu miklu fjölmenni. • • • St. Gertrudes kirkjan að Wood- stock, N. B., brann nýlega til kaldra kola. Var hún talin fal- legasta kaþólska kirkjan til sveita, þar í fylkinu. Tjónið er metið á $50,000 eða vel það. • • • Það hörmulega slys vildi til í fyrri viku, að, tvíburastúlkur, fjögra ára að aldri, dætur Mrs. Robt. Matthews, að Lintlaw, Sask., brunnu inni til dauðs. Móðir þeirra hafði skroppið í burtu í tíu minút- ur eða svo. En er hún kom til baka stóð byggingin í björtu báli, svo ■engrar bjargar var von. • • * Látinn er nýlega i Montreal, Bruno Hessling, nafnkunnur húsa- gerðarmeistari. Hann var fæddur að Voightsheim á Saxlandi, en fluttist ungur til Vesturheims. * * * f ræðu, sem J. S. Woodsworth, verkaflokksþingmaður í sambands þmginu, fyrir Mið-Winnipeg, lýsti nýlega ýfir þeirri skoöun sinni, að verkamenn mundu viö næstu kosn- mgar vinna að minsta kosti tuttugu °g fimm þingsæti. * * * Síðastliðinn mánudag lést á sjúkrahúsinu i Portage la Prairie, John J. Garland, fymun fylkis’ þingmaður fyrir Lakeside kjör- dæmið, hinn mætasti maður að sögn. Hann varð aðeins rúmlega fimtugur. Bandaríkin. Þeir Calvin Coolidge forseti og Charles G. Dawes, varaforseti voru svarnir inn í embætti hinn 4. þ. m., með venjulegri viðhöfn. William H. Taft, dómsforseti hæsta réttar tók af þeim eiðinn. Forseti lýsti stefnuskrá sinni í skipulegri ræðu og kvað sparnað i fjármálum, vera eins og að undanförnu, eitt megin- atríði í stefnu stjórnarinnar. Einnig hét hann landbúnaðinum óskiftu fylgi- Stuðla kvaðst hann vilja ennfremur að alþjóðafriði með bindandi sáttmálum og lýsti trausti sínu á alþjóðadómstólnum. Mr. Dawes, varaforseti, sem jafnframt gegnir forsetastarfi i senatinu, flutti þar ræðu innsetn- ingardaginn, sem vakiö hefir mið- ur vingjarnlegt umtal í blöðunum. Taldi hann þingsköp efri málstof- unnar orðin úrelt, svo að bnýna nauSsyn bæri til, að þeim yrSi breytt. Ummæli hans í því efni orsökuðu ströng mótmæli frá ýmsum leiðandi senatorum úr báð- um flokkum jafnt, er töldu ræðu Mr. Dawes lítt hugsaða og gleið- gosalega. skal ger af bronzi og vera tuttugu og fimm fet á hæð. Hvaðanœfa. Þýska þingið hefir kosið Dr. Walter Simons til bráSabirgSa forseta. Hafa almennar forseta- kosningar verið fyrirskipaSar hinn 29 þ. m. Helstu menn Demokrata, hafa skorað opinberlega á alla lýS- veldissinna, að fylkja sér um Sim- ons við kosningar til þess að fyrir- byggja þaS, að keisara-sinnar gangi sigrandi af hólmi. Mælt er að Marx fyrverandi ríkiskanzlari og Dr. Luther núverandi kanzlari muni báðir verða í kjöri, hinn síð- arnefndi sem merkisberi dinveld- isstefnunnar. , Ofsaveður veldur stór- slysum við strendur tslands. London, 9. jnarz. — Sjötíu og sex manns flest fiskimenn, týndu lífi i ægilegu fárviðri við strendur íslands (undan ReykjavíkJ sam- kvæmt símfregnum til Central fréttastofunnar, frá Oslo í Noregi. Þrjátiu togarar urðu ósjálfbjarga. Fjármálaráðgjafi Bandaríkjanna Andrew Mellon, hefir tilkynt að 1 það séu með öllu tilhæfulaus ó- sannindi, að nokkur minsta óreiða hafi átt sér stað í sambandi við sölu sigurlánsbréfanna Liberty bonds. Ákærur í þá átt, höfðu sem kunn- ugt er, verið bomar fram í þjóð- þinginu hvað ofan í annað. • * • Ford bifreiðafélagið í Detroit, Mich., hefir nýlega stofnað útibú i Yokohama í Japan. Er búist við að verksmiðja sú taki þar til starfs hinn 1. apríl næstkomandi. • • -B - .-- Charles H. Vasburgh, skólastjóri við gagnfræðaskólann að Jamaica í New York rikinu, hefir tekið sér fyrir hendur að rannsaka súkku- laði tegundir, sem sagt er að séu þannig gerðar, að [hver moíli sé holúr innan og fullur af brennivíni. Segir hann að ýmsir af nemendum sínum, bæði stúlkur og piltar, haf: orðið slompatíir af þessum nýju sætindategundum. ' • • • Kona ein 106 ára að aldri lifir enn við bestu heilsu að Bellefour- che í Suður Dakota. Gamla konan hefir enn bestu sjón, — situr að saumum all-langan kafla úr degi hverjum, en bregður svo út í bíl á eftir. Kona þessli er af canadiskum ættum, fædd í Ontario, en fluttist suður yfir landamærin fyrir langa löngu. Við forsetakosningarnar 1920,, greiddi hún atkvæði í fyrsta sinn, þá 101 árs gömul. Af núlif- andi afkomendum hennar má telja tuttugu og sex barna börn, þrjátiu og þrjú barna, bamabörn og þrjú barna, barna, barnabörn. Bretland. Látinn er í Lundúnum, James Ward, fyrrum prófessor í sálar- fræði við Cambridge háskólann. Hann útskrifaðist í guðfræði á ung um aldri, hlaut prestvígslu og þjónaði Emmanúel Congregational ista söfnuðinum í Cambridge nokk- uð á annað ár. Lét hann þá af em- bætti sökum skoðanaskifta i trú- málunum, að því er honum sjálf- um sagðist frá. Liggur eftir hann fjöldinn allur af heimspekiritum. • • • í lok fjárhagsársins, 30. septem- ber síðastliðinn taldi fastaher Breta 2I5>343 foringja og óbreytta liðs- menn. Varalið, sem kveðja má til herþjónustu, ef nauðsyn krefur telur í alt 447,089 menn. • • • Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá forstjóra Barclay’s bankans á Englandi, þá á breska þjóðin þrjár biljónir sterlingspunda í erlendum fyrirtækjum. Telur bankastjórínn viðskifti Breta við önnur lönd um þessar mundir, ganga næst þvi, sem viðgekst árið áður en heimsstyrj- öldin mikla braust út. • * * Skotar búsettir í Banadríkjunum hafa boðist til að gefa bæjarstjórn- inni í Edinborg, minnismerki um þátttöku þjóðbræðra sinna í styrj- ölddinni miklu. Minnisvarði þessi Sunnan stórviðri ofsalegt skall yfir landið .aðfaranótt miðviku- dags og hélst til næsta kvölds. Hér bænum sviftust jámplötur og hellur víða af húsþökum og þeytt- ust eftir götunum, flaggstengur, símastaurar, rúður og girðingar brotnuðu, reykháfar hrundu, skúra og náðhús tók upp, en alt lauslegt sem á bersvæði lá, feyktist nndan rokinu út um hvippinn og hvapp- inn, svo að háski var að vera á götunum. Síma- og rafmagnsþræð- ir slitnuðu viða um bæinn. Úti um land hefir óveðrið víða valdið miklum skemdum. Á Isa- firði urðu miklir skaðar á húsum og bátum. Einn vélbátur sökk, annan rak á land og brotnaði hann í spón í Hnífsdal fauk eitt hús í heilu lagi, en engin íbúð var í þvi. Þök fuku af höllum og hlöðum og heyskaðar urðu allmiklir. Tveir vélbátar brotnuðu i spón. Tjónið í Hnífsdal nemur tugum þúsunda. I Álftafirði sukku tveir vélbátar. I Grindavik gekk sjór á land og olli miklum skaða, braut girðingar, flæddi yfir tún og matjurtagarða, eyðilagði hús, svo að fólk varð að hrekjast þaðan við illan leik á bátum. Sagt er að tvær eða þrjár jarðir hafi eyðilagst að mestu. Nið- ur við lendinguna tók sjórinn 12 saltskúra og eyðilagði stórar birgð- ir af salti. Mikið af sauðfé drukn- aði í flóðinu og marga báta braut I spón. Hafnargarðarnir á Stokkseyri og Eyrarbakka brotnuðu mjög mikið í ofviðrinu. Fólk flýði úr húsum fyrir sjávargangi. Á ýmsum bæj- meiri- um í Ámessýslu og Rangárvalla- sýslu fuku heyhlöður og fjárhús. I Kjós og Kjalarnesi fuku þök af íbúðarhúsum og heyhlöðum. Landssiminn hefir orðið fyrlr miklu tjóni og eru bilanir víða um land. í Reykjavíkur umdæmi brotn uðu um 70 símastaurar. Þetta er hið mesta rokviðri, sem komið hefir hér á landi í mörg ár, leg skifting stað í hugsunarhætti, innan vébanda þjóðarinnar. Sendi- nefndir koma viku og mánaðarlega á fund stjórnarinnar, er sérstak- lega vilja að skarað sé eldi að köku hins eða þessa landshluta. Slikt get- ur gengið of langt. Sameiginleg þjóðarheill verður æ og æfinlega að sitja í fyrirrúmi.” “Þvi er ekki að leyna,” sagði Mr. Graham “að eg er hlyntur gamla fyrirkomulaginu, að þingflokkarn- ir séu aðeins tveir. “Að kalla flokk- ana gamla, er þó rangnefni, því að minsta kosti er flokkur sá sem eg telst til ávalt ungur.” Mr. Fork, leiðtogi bændanna: “Ræðumaður á sjálfsagt við, að séu flokkarnir tveir, þá skuli hans eigin flokkur vitanlega vera annar þeirra, því bændaflokkinn hefir hann tæpast í hyggju.” Mr. Graham: “Eg vildi leyfa mér að gera þá skýringu, að þótt eg að sjálfsögðu sé hlyntur tvi- flokka fyrirkomulaginu, þá tel eg litla hættu stafa af smærri þing- flokkum, eins lengi og frjálslyndi flokkurinn hefir meiri hluta um fram alla aðra flokka til samans.” Mr. Caldwell, bændafl.: “Eftir þessa slfýrijigu verður hugaraf- staða járnbrautarráðgjafans vel skiljanleg.” Mr. Meighen: “Já, það finst mér lika.” Scndineftid frá Strandfylkjnnum. Siðastliðna viku vitjaði á fund stjómarinnar all-mannmörg nefnd frá Strandfylkjunum. Töldu nefnd- armenn fylki þau hafa verið höfð útundan og kröfðust ýmsra hlunn- máli, og samkvæmt beiðni hans, sent honum bréf, er skýrði tilgang þjóðræknisfélagsins, og færa skyldi rök fyrir því gagni, er verða mætti af því, að námsfólk hér í fylkiriu fengi kost á að leggja stund á ís- lenzkunám. Hefði málið þegar verið lagt fyr- ir fræðslumálanefndina og hefði hún það enn til ihugunar. Myndi mega búast við að róðurinn gengi þar nokkuð þungt, meðal annars vegna þess, að nefndin væri smeik við eftirdæmið. Kvaðst hann þó vona hins bezta árangurs, því sér hefði virst allir hlutaðeigendur, fræðslumálaráð- herrann ritari fræðslumálanefndar- innar, Mr. Fletcher, og einstakir meðlimir nefndarinnar og háskóla- ráðsins, taka persónulega vingjam- lega í málið. Hefði sér verið falið, að ganga með sendinefnd til fundar við fræðslumálanefndina, síðasta þing- dag, og vonaði hann góðs af þeirri för. Forseti raktii sögu Ingólfs- málsins í fáum en skýrum dráttum, frá upphafi til hinna ánægjulegu úrslita, að dauðadómnum var breytt í æfilangt fangelsi. Það, sem hér hefði bjargað, væri sá fagri einhugi, og einstöku sam- tök, sem orðið hefðu meðal allra tslendilnga hfér veStanhafs. Bæriu þar öllum aðilum þakkir: Lögmann t inum, sem svo ágætlega hefði með málið farið; Þjóðræknisfélaginu, sem ábyrgðina hefði axlað, sem enginn annar hefði vogað að tak- ast á hendur; íslenzku blöðunum inda, svo sem aukinna hafnarvirkja. hér vestan hafs, sem fyrir málinu Stjórnin tók erindinu vel, og kvaðstj hefðu svo drengilega talað, en án hafa ákveðið að fara fram á við þejrra hefði litið getað orðið úr þingið, að veita fé nokkurt til end- urbóta á hafnstöðum austur þar, sem og til ýmsra annara nauðsynja mála. Hitt væri ekki á rökum bygt, að umrædd fylki hefðu verið sett hjá, — nákvæmlega hið sama hefði gengið yfir þau og aðra hluta lands- ins. Raráttan fyxir lakkun flutning.'- gjalda með miJMlandaskipum. Eins og þegar er kunnugt, hefir stjórnin hafið baráttu i þeim til- gangi, að knýja fram lækkun flutn- ingsgalda með skipum ,er sigla á milli Canada og Bretlands. Er slíkt hið þarfasta verk, því um beina einokun hefir verið að ræða, af hálfu eimskipafélaganna. Sagðist stórnarformaður eigi mundu við það mál skiljast fyr en yfir lyki og einokunarmúrveggirnir hryndu til grunna. Var máli hans tekið með fögnuði af meginþorra viðstaddra þingmanna. Aðskilnaðarhjal. * Ekki kvaðst King stjómarfor- maður leggja mikið upp úr aðskiln- aðarhjali þvi, sem gert hefði verið veður út af undanfarandi. Slíkt væru aðeins draumórar. Fylkja- sambandið væri traustara, en nokkru sinni fyr og þjóðareiningin Vörður 24. jan. '25. Or herbúðum sambands- þingsins. Síðustu viku snerust umræðurn ar í sambandsþinginu allmikið um flokkaskiftinguna, hvort æskilegt væri, að þingflokkarnir væm tveir eða fleiri. Þingmaður einn bar fram þá stað hæfingu, að eigi væri annað sjáan- legt, en að bændaflókkurinn mundi innan skatrjms renna inn í frjáls- lynda flokkinn, þvi stefnan væri í raun og veru nákvæmlega sú sama. í þvi sambandi tók járnbrautarráð' gjafinn, Hon. George P. Graham til máls. Kvaðst vera þeirrar skoðunar að stefnumunur þessara tveggja flokka væri svo lítill, ,að hann væri naumast teljandi. Núverandi stjóm hefði hrint í framkvæmd mörg- um og mikilvægum laganýmælum, er öll gengju í frjálslyndis áttina, svo óhugsandi hefði annað verið, en að bændaflokksþingmennimir fylgdu henni að málum. “Eg er sammála leiðtoga íhalds- flokksins um það,” sagði Mr. Gra- ham, “að því miður eigi sér óeðli- Mr. Donald Kennedy, þingmað- ur fyrir vesturhluta Edmonton- borgar, flutti í vikulokin all-Ianga ræðu um flutningsgjöldin og kvað á því sviði vera um háskalegt ó- samræmi að ræða. Mismunurinn á flutningsgjöldum í Austur og vest- urfylkjum, væri óverjandi með öllu. Járnbrautarmálaráðgjafinn svaraði ræðumanni og Iýsti yfir þvi, að stjórnin væri staðráðin í að bæta úr þessu eins fljótt og frekast mætti verða og koma á fullkomnum jöfn- uði. Sjötta ársþing í Þjóðræknisfélags Islandxnga Vcsturheim'u Þing þetta var sett í Goodtempl- arahúsinu á Sargent Ave., í Winni- peg, miðvikudaginn 25. febr. 1925, kl. 2,30 e. h., og stóð það í 3 daga. Forseti félagsins, séra Albért E. Kristjánsson frá Lundar, bað menn fyrst að syngja sálminn nr. 619 i sálmabókinni: “Þú Guð rikir hátt yfir hverfleikans straum.” Er sálmurinn var á enda, flutti forseti stutta bæn. Þvínæst lýsti hann fund settan, og las þá þegar upp skýrslu sína um það, sem stjómamefnd félags- ins hefði haft með höndum á ár- inu. Mintist hann sérstaklega á tvö stórmál, auk annara smærri. Þessi mál voru islenskukenslan, og 1 ngólfsmálið. Um islenzkukensluna gat forseti þess, að stjórnamefndin hefði fal- ið sér, að koma málinu á fram- færi við fræðslumálanefnd og há- skólaráð fylkisins. Hefði hann ífundið fræðslumálaráðherrann að framkvæmdum fyrir félaginu. En dýpsta þakklætistilfinningu kvaðst hann bera til íslenzkrar alþýðu hér vestanhafs, h|vers einstakjlings af henni, sem hér hefði hjálpað með að leggja hönd á plóginn. Með árangur þann fyrir augum, sem fengist hefði í þessum tveim stórmálum, er Þjóðræknisfélagið hefði fyrir beittst, og með þann vaxandi vilja til samúðar og skiln- ings á sameiginlegum nauðsynja- málum Vestur-Ííjlendinga, er sér fyndist hann alstaðar og alment verða var við á meðal xslenzkra einstaklinga, hvar sem hann færi, kvað forseti, að sér hefði aldrei virst bjartari vonahiminn fram undan félaginu, en einmitt nú, og félagið aldrei hafa staðið jafn föstum fótum, á jafn öruggum grundvelli. Lauk forseti skýrslu sinni á þann hátt, að hann væri þess fullviss, að meira en litla áreynslu myndi þurfa til þess að svæfa félagið, jafnvel þó félagsmenn allir vildu reyna til þess; svo mikið lifsafl væri nú I æðum þess.. — Var forseta þökkuð ræðan með miklu lófaklappi. Næst skýrslu sinni las forseti upp dagskrá þingsins, og lágu þá, sam- kvæmt henni, þessi mál fyrir þing- inu til afgreiðslu: Skýrslur embættísmanna, Lesbókarmálið, Stúdentagarðurinn og samvinnu- málið, Verðlaunapeningar fyrir lenzkukunnáttu, Bókasafnsmálið, Útgáfa Tímaritsins, íslenzkukenslan, Útbreiðslumál, Varnarsjóður Ing. Ingólfssonar Ný mál. Kosningar embættismanna. Var kosin þriggja manna nefnd þeir Thorst. Gíslason, Guðmundur Féldsted og Björn Pétursson ti þess að athuga dagskrána. Sú nefnd gerði tillögu um að á eftir cj lið áframhaldandi starfa “Útbreiðslumál, kæmi d) liður “um þátttöku deilda og kosningu erindreka til þings.” Ennfremur að kosning embættismanna skyldi fara fram á föstudag kl. 1,30 e. h., svo að nefndin, er fara skyldi á fund fræðslumálanefndar kl. 4,30 e. þann dag, skyldi ekki verða síð búin. Dagskráin var síðan samþykt og lesin upp með þessum breytingum áorðnum. Samþykt var að setja þriggja manna nefnd til þess að athuga skýrslu forseta. Voru kosnir í hani Sigfús Halldórs frá Höfnum, séra Rögnvaldur Pétursson og J. . Gillies. Lagði nefndin það til, að skýrsla forseta skyldi samþvkt með lítil fjörlegum orðabreytingum, og birt i siöunda ársrangi Tímaritsins. Var tillaga þessi samþykt, og þar með tekið við skýrslu forseta ís- Þá las ritari stutta skýrslu. Hafði stjórnarnefndin haldið með sér 14 fundi á árinu, alla að einum 3 und- anteknum að heimili vara-forseta Gísla Jónssonar. Hefðu þau hjónin af gestrisni sinni boðið nefndinni heimili sitt til fundarhalda, í eitt skifti fyrir öll. Var því næst gengið til atkvæða um skýrslu ritara, samkvæmt sam- þykt, er gerð var um að samþykkja skýrslu hvers embœttismanns fyrir sig. Var skýrslan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Þá las féhirðir, Hjálmar Gísla- son upp skýrslu sína, er var útbýtt prentaðri meðal fundarmanna. Gat féhirðir þess, að þrátt fyrir hinn mikla kostnað er fallið hefði á þjóðræknisfélagið, við útgáfu bókaririnar “History of Iceland’” eftir Knut prófessor Gjerset, þá væri félagið svo furðulega vel stætt að nú við árslok væru um $1100,00 í 'sjóði. — Var þeirri fregn fagnað með dynjandi lófataki. Að því búnu var skýrsla féhirðis samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. Þá bar skjalavörður, Arnljótur Björnson Ólson fram skýrslu sína. Gat hann þess, að hún væri i al- gjörðu samræmi við skýrslu fé- hirðis. Áleit hann að segja mætti um sölu þeirra bóka, er félagið hefði haft með höndurn, sérstak- lega Tímaritsins, að hún hefði engu miður gengið en á undan- farandi árum, þó vitanlega hefði ekki árað vel hér í landinu, og vða væri þröngt í búi. Var skýrsla skjalavarðar síðan samþykt með öllum greiddum at- kvæðttm. Varaf jármálaritaril, Klemens önasson, sem annast hafði störf fjármálaritara, var ekki viöstadd- ur. En með því að skýrsla hans var óbeinlínis innifahn í skýrslu fé- hirðis, var sanaþykt að fást ekki frékar um það ef vara-f jármála- ritari ekki gæti mætt á þinginu. Þá las Björn Pétursson upp at- xugasemdir yfxrsk^ðunarmannar-og fundu þeir, eins og í fyrra, að hinu óheppilega fyrirkomulagi á bók- færslu embættismanna félagsins, sérstaklega skjalavarðar og fjár- málaritara, og töMu nauðsynlegt að breyta bókfærsluaðferðinni. J. J. Bíldfell gerði og nokkrar athugasemdir um reikmngsfærslu og bankaviðskifti félagsins og gaf ýmsar bendingar um það. — Var samþykt að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga bendingar yfirskoðunarmanna 0g J. J. Bíld- fells. í þá nefnd voru kosnir Þor- steinn Gíslason, Bjöm Pétursson og Árni lögmaður Eggertsson. Þá las Páll Bjamason. frá Win- nipeg, skýrslu um islenzkukensluna þeim bæ á yfirstandandi vetri. Hefðu 98 böm og unglingar orðið kenslunnar aðnjótandi, á þvi tíma- bili, er af væri. Þar af hefðu aðeins 3 hætt, 15 væm fluglæs, 43 væru lesandi, eða stautandi og 40 væru að læra að stafa. Kvað hann góðan árangur sjáanlegan af starfinu, en )ó gengi erfiðlega með laugardags- skólann. Mundi sú kensla, er þar færi fram, ekki koma að tilætluð- um notum. Væri tíminn ónógur, til þess að koma fylljlega að tilætluð- um notum. Þá er skýrslur þessar höfðu verið afgreiddar á þinginu, bað vara-forseti Gisli Jónsson, sér hljóðs. Skýrði hann frá því, að í þingsalnum væri staddur skáldið og rithöfundurinn Einar H. Kvar- an, fyrir tveim mánuðum kominn vestur um haf. Vildi hann skora á þirigheim að veita honum full þingréttindi. Var það samþykt með dynjandi lófa— Þá skýrði fonmaður Þjóðrækn- isdeildarinnar “Fjallkonan” í Wyn- yard, Ámi Sigurðsson, frá starfi deildarinnar síðastliðið ár. Kvað hann deildina hafa haft umsjón með íslendingadgshaldi, í Wýn- yard, á síðastliðnu sumri. Hefði um 1000 manns verið þar saman- komnir, og væri líkur mannsöfn- uður við þá hátið staddur árlega Þá hefði og deildin með höndum bókasafn, 400 bindi, mest góð skáldrit. Gengi mest fé deildar- innar til þess safns. Félagsmenn væru um 80. Þá hefði og sú deilc hlutast til um það fyrst, að Þjóð ræknisfélagið beitti sér fyrir Ing- ólfsmálið. Var þessu erindi fagnað með miklu lófaklappi. J. Gillis og G. Húnfjörð frá Brown skýrðu og nokkuð frá starfi Þjóðræknisdeildarinnar þar. Væri bar mikill áhugi á því, að kenna börnum íslenzku, enda væri það ekki eins vandasamt og margir teldu. Deildin hefði og gengist fyrir samskotum í Ingólfssjóðinn. Enn fremur hefði hún og tekið að sér, að halda hátiðlegt 25 ára af- mæli hins unga bygðarlags, og hefði það farið ágætlega úr hendi. Þá var tekið fyrir lesbókarmálið. Gerði Bjami Magnússon tillögu um, að framkvæmdarnefndinni skyldi falið að semja um það mál við dr. Sig. Júl. Jóhannesson, að svo miklu leyti sem hann sæi sér fært, þar eð J. Magnús Bjarnason, skáld, hefði ekki séð sér fært að verða við tSlmælum stjórnar- nefndaririnar, um að safna til les- bókar, að því er forseti hefði skýrt frá, og heldur ekki séra Eyjólfur Melan, er nefndin um tima hefði vonað að gefa myndi kost á sér. Þessi tillag var samþykt í einu hljóði. Næst var á dagsrá stúdentagarð- urinn og samvinnumálið. Var ákveðið að setja þriggja manna nefnd til þess að athuga það mál og hlutu kosningu séra Rögnv. Pétursson, Hjálmar Gísla- son og Árni Sigurðsson. Þá lá fyrir að ræða um verð- launapening fyrir íslenskukunn- áttu. Sigfús Halldórs frá Höfnum gerði tillögu um, að væntanlegri framkvæmdarnefnd Þjóðræknis- félagsins skyldi falið, að fjalla um það mál óbundnum höndum, þar eð nefndartillögur þær, er samþ. hefðu verið í fyrra, hefðu, að áliti framkvæmdarnefndrinnar stofnað félaginu í mjög þungbæra kostn- að. — Var þessi tillaga samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Til þess að athuga bókasafns- málið, skipaði {forseti Iþriggja manna nefnd, með samþykki þing- heims. Voru það þeir Páll Bjam- arson, Jakob Kristjánsson og Jón Húnf jörð. Þá var tekið fyrir málið urri út- gáfu timaritsins. Kom fram til- laga um, að henni skyldi haldið á- fram, og var samþykt. Var kosin 3 manna nefnd, til að gera tillögur um útgáfu rits- ins, og voru það þeir séra Ragnar E. Kvaran, Einar P. Jónsson og Ámi Sigurðsson. Þá var \s\enskukenslumálið tekið fyrir, og var samþykt að setja í það þriggja manna nefnd. Vom i þá nefnd kosnir Páll Bjarnarson, Ragnar H. Stefánsson og B. B. Ólson. Þá var næst á dagskrá útbrciðslu- mál. Taldil forseti nauðsynlegt, að leggja meiri áherzlu á að stofna nýjar deildir Tillaga var samþykt um, að leggja útbreiðslxunálin al- gjörlega i hendur stjórnarnefndar- innar til næsta þings. Þá var tekið fyrir málið um hluttöku deilda og kosningu crmd- reka til þings. Var samþykt að setja í það mál þriggja manna nefnd, og hlutu kosningu Árni Sigurðsson, Thorst. Gíslason og J. J. Bildfell. Varnarsjóðsmál Ingólfs Ing- ólfssonar var því næst tekið fyrir. Var sett í það þriggja manna nefnd og voru í henni, Ámi lög- maður Eggertsson, tvar Hjartar- son og Guðm. Féldsted. Þá er hér var komið, var degi mjög hallað, og var því samþykt að fresta fundi til næsta dags, kl. 10 f. h. * * * Að kvöldi þessa þingdags, kl. 8, var samkoma i Goodtemplarahús- inu, að tilhlutan stjómarnefndar Þjóðræknisfélagsins, og var að- gangur ókeypis Flutti séra Hjört- ur J. Leó þar erindi af mikilli mælsku. Kvað hann það hafa verið áhugamál sitt í heilan manns- aldur, að svo yrði i garðinn búið, hér vestra, að engar góðar ís- lenzkar námsgáfur þyrftu hér for- görðum að fara, sökum efnaskorts. Vildi hann óska þess, að Þjóð- ræknisfélagið gengist fyrir sjóð- stofnun, unz saman væru komnir um 30—50,000 dalir. Skyldi vöxt- unum af því fé varið til styrktar efnilegum námsmönnum af ís- lenzku bergi brotnum, hér vestan hafs. Var gerður hinn bezti róm- ur að erindi ræðumanns. Á undan og eftir söng karlakór Goodtemplara, sem nýlega var stofnaður undir stjórn hr. H&ll- dórs Þórólfssonar. Hafði hann náð mjög góðum tökum á flokkn- um. Var ánægja að hlusta á söng- inn, þó húsið sé, því miður, ver sönghæft, en flest önnur samkomu- hús. Gefur þessi söngflokkur góð- ar vonir um framtíðina. J /Trh.JJ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.