Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 4
Bto. 4
LÖGBERG, í OÍTUDAGINN 12. MARZ, 1925
Jögberg
Gef% út Kvem Fimtudag af The Col-
bia Prets, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
■art N-6S27 0« N-6328
Talsi
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáakrih til blaBsina:
Tt|C totuitaut PUIII, Ltl., Box 1171. Wnnlptg. C«n-
Utaniskrift ríutjórana:
(BiTOR LOCSERC, Rm 117* Wlnnlpsg, *u>.
The “LÓKberg" ie prínted and publiehed by
The Columbla Preea, LAmlted, in the Columbia
Bulldlnff, ItS Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba.
Nepal.
Sunnan í Himalaya fjöllunum, inn á milli Tíbet
at5 norían, Bengal að suSvestan og Sikítim aÖ aust-
an, er sjálfstactt riki, sem Nepal heitir. Er þaö 54,000
fermilur aÖ stærð og íbúatala þess 5,000,000. í norð-
urparti ríkis þess er tilkomumesti partur Himalaya-
fjallanna, svo sem fjalliÖ Everest, Diwalagiri og fleiri
fjöll; en aÖ sunnan er Terai láglendiö. Landiö þar á
milli er fjöllótt, með djúpum dölum og straumhörö-
um ám.
Þjóö þessi er því fjallaþjóð, hraust og hugdjörf.
Karlmennimir eru fjallgöngumenn miklir og hafa
verið að þreyta göngur sínar á fjöllin og ekki sízt
fjallið Everest, og hafa margir þeirra látið lífið í þeim
ferðum.
Fólk það, sem Nepal byggir, er sumt af Mongola
kyni, sumt blendingur af öðrum kynstofnum, en flest
Ghurkhar, sem fluttust frá Rajputana á tólftu öld.
Teljast þeir vera afkomendur Rajputanna á Indlandi,
en þeir eru og voru höfðingjarnir þar ausfur, hraustir
menn og talsvert miklir fyrir sér.
Þessi litla þjóð, sem lítið hefir boriö á í gegn um
aldirnar, hefir nýlega vakið á sér almenna eftirtekt og
aðdáun, meðl því að afmá þann Ijótasta blett, sem
nokkur þjóð getur á sér borið, þrælasölu.
Þrælasala hefir átt sér stað í Nepal um margar
undanfarnar aldir. Menn og konur hafa gengið þar
kaupum og sölum eins og búfénaður. Á opinberum
uppboöum hafa þau veriö seld og meðalverð frá 100
til 200 rupees eftir vænleik. Siðustu; skýrslur segja,
að í Nepal séu 51,419 þrælar, og eru þeir eign 16,000
landeigenda.
Nú hefir Sir Chandra Jung Maharaja i Nepal
tilkynt leiðtogum þjóðarinnar, að hann vilji ekki
lengur, að sá skuggi hvíli yfir þjóð sinni, og að þræla-
salan verði afnumin og þrælaeigendum bættur skaði
sá er j>eir verða fyrir við breytinguna, og sjálfur hef-
ir hann lagt fram 1400,000 rupees ('140,000 pd sterl-
ingj þrælunum til frelsis.
í ávarpi til þingsins í þessu sambandi fórust hon-
um þannig orö: “Ef þér allir eruð samþykkir, eins
og eg vonast einlæglega eftir að þið séuð, þá látum oss
afmá með öllu þá andstyggilegu siðvenju—siðvenju,
svo fyrirlitlega í eðli sinu, að engin þjóð ætti að vera
þekt fyrir aö láta hana viögangast, og sem, eins og þiö
munuð allir finna til, er gagnstæð öllum tilfinningum,
sem hrærast ættu í mannlegu hjarta.”
Er það ekki merkilegt, að nú, þegar leiðtogar Ev-
rópuþjóðanna eru hver eftir annan að telja þjóðum
trú um, að valdið og harðstjómin sé þaö eina, sem
geti haldið þeim í skefjum, að þá kveður við rödd
þessarar litlu fjallaþjóðar og segir ákveðið, að þaö sé
ekki valdið, heldur menning, trúarleg og siöferðileg,
sem vísar fólki veg réttlætisins.
Margar eru réttarbæturnar, sem mannvinir liðins
tima hafa barrst fyrir, fagrar, og “lýsa sem leiftur um
nótt” á liðnum öldum, en þetta er ein með þeim feg-
urstu og björtustu bæði í fórtíö og nútíð, og nafn
mannsins, sem fyrir þeim hefir gengist, Sir Chandra
Jung, geymir sagan á meðal nafna mannúðarvinanna
mestu, er þar er getið.
Tímarit Þjóðrœknisfélagsins,
Sjötti árgangur Tímarits Þjóöræknisfélags Is-
lendinga, er nýkominn út og flytur bæöi ritgjörðir og
kvæði eins og að undanfömu.
Fremst í ritinu er kvæöi mikið og snjalt eftir
Stephan G. Stephansson um Islandsvininn og fræði-
manninn André Courmont og þýðing á smákvæði eft-
ir MacKnight Black, “Give not with your hands.”
Þá kemur erindi eftir Einar Hjörleifsson Kvar-
an, er það fyrirlestur, sem hann flutti í Kaupmanna-
höfn og hefir sjálfur þýtt fyrir tímaritiö. Minnist
hof. þar fimtíu ára stjómarskrár afmælis Islands.
Erindi það er skemtilegt og fróðlegt. Framsetningin
laöandi og efnið hugðnæmt og eftirtektavert. Höf-
undurinn sýnir með skýrum dráttum fram á ástandið,
eins og það var fyrir fimtíu árum og svo hvemig það
er nú, og breyting þá sem þjóðin hefir tekið, eöa*rétt-
ara sagt orðið hefir á kjörum hennar, bæöi í efna-
legu og andlegu tilliti. Maður stendur satt að
segja forviða, þegar maður hugsar um alt þaö, sem
þessi litla íslenzka afskekta þjóö hefir afkastað á þess-
um fimtíu árum síðan að hún fór að eiga með sig
sjálf. Þroski hennar á öllum sviðum er furöulegur.
Fyrir 44 árum, segir herra Kvaran að vörur þær, sem
íslendingar hafi flutt út, hafi numið frá 5 til 6 milj-
ónum króna; vörur þeirra, sem fluttar voru út síð-
astliðið ár, námu 78,697,500 kr.
Fyrir fimtíu árum voru sáralitlir peningar til í
landinu; en umsetning Islandsbanka nam 367 milj.
kr. siöastliðið ár, og umsetning landsbankans svipuð,
og auk þess áttu landsmenn 47 milj. kr. inni á spari-
reikningum í bönkunum. Engin skip áttu íslendingar
fyrir fimtíu árum; nú eru botnvörpu og verzlunarskip
þeirra 14 miljón króna virði. — Árið 1874 voru húsa-
og jarðaeignir Islendinga metnar á 6 milj. og 940 þús.
kr.; en nú er verð tþeirra orðið 204,530,600 kr.
Ekki var heldur mikið um vegi, brýr eða síma á
íslandi fyrir fimtíu árum; nú liggja akvegir nálega
um öll héruð landsins, öll stærstu og hættulegustu
vatnsföll þess eru brúuð, og símasamband fengiö við
umheiminn.
Ekki hefir framör íslendinga verið minni á sviöi
mentunarinnar, bókmentanna og listanna. Fyrir fim-
tíu árum segir Hr. Kvaran að ein nútíðar skáldsaga
hafi verið til á öllu landinu, “Piltur og Stúlka”, eftir
Jón Thoroddsen. Á því sviði hefir sál íslendinga
sannarlega vaknað. Barnaskólar voru fáir fyrir fim-
tíu árum. Nú er skylda að veita öllum unglingum til-
sögn frá 10 til 14 ára aldurs. Heilbrigðismálin hafa
tekið þeim framförum á þessu tímabili, að árið 1861
nam manndauðinn á Islandi 36 af hundr., en árið
1920 var hann 14 af hundr.
Listfenga menn og konur hafa íslendingar eign-
ast marga á tímabilinu, og einn þeirra, hr. Einar Jóns-
son, er nú þektur um Vesturheim og alla Evrópu fyr-
ir frumleik sinn og snild.
Vér höfum ekki getað stilt oss um að vera dálítið
Iangoröir um þessa ritgerð, því efnið, sem hún f jall-
ar um, er svo hugðnæmt og liggur svo nærri hjarta Is-
lendinga, hvar í heimi sem þeir eru staddir, að vér
urðum að drepa á nokkur atriði.. Ma»-gt fleira eftir-
tektavert um framför og þroska íslenzku þjóðarinnar
á síðastliðnum fimtíu árum, er aö finna í þessari grein,
sem menn þurfa aö lesa og kynnast. Um frágang og
framsetningu þessa erindis þarf ekki að fjölyrða, það
nóg að menn vita, aö það er eftir Einar H. Kvaran.
Gömul rúnaljóð og rúnaþulur heitir næsta rit-
gerðin í ritinu; er hún eftir hr. Pál Bjamrason. Minn-
ist höfundurinn í byrjun greinar sinnar á þann fárán-
lega skilning sumra fræöimanna, að norrænskan, sem
fyrrum var töluö um öll Norðurlönd, sé dautt mál, er
að eins sé aö finna í gömlum skinnhandritum og forn-
um bókaskræðum, og að í skjóli þess misskilnings hafi
fomnorrænar orðabækur verið gefnar út og heimildir
viltar á íslenzkum fornritum og íslenzkunni sjálfri
sundrað í fornmál og nútiðarmál, og að þetta hafi ís-
lendingar þolað að mestu mótmælalaust, og orðið að
þola af því aö þeir voru smáþjóð. Og er það óefað
satt, að íslendingar hafa verið alt of lítilþægir í því
efni fyrir hönd hinnar voldugu tungu sinnar.
Um skilning útlendra fræðimanna á rúnaljóðum
þeim, sem höfundurinn prentar upp og skýrir, fer
hann mörgum orðum, og finst honum ábótavant, og
leiöum vér vom hest frá að leggja þar orð í belg, en
skýrar eru athugasemdir hans og auðsjáanlega er
þekking hans allvíðtæk á máli þvi er hann ræðir.
Grein þessi hefir heilinikið af fróðleik aö flytja.
ísland, smákvæöi, hlýtt og ekki ólaglegt, eftir
Sigurð J. Magnússon, er næst í röðinni.
Þá kemur æfintýri eftir J. Magnús Bjarnason, og
heitir “Sigurvegarinn”. Er kenning sú, sem það flyt-
ur, bæði Iærdómsrík og falleg. Konungssonur einn,
sem er allra manna vitrastur og beztur, býður börnum
héraðs þess, sem hann átti heima í, til veizlu. Fjöldi
bama kemur til boðsins. Konungssonur segir þeim,
aö þau skuli leika sér að vild allan daginn í hallargarð-
inum á meðal blómabeöanna og að kveldi sagðist
hann ætla aö veita þeim öllum verðlaun, og því, sem
skaraði i einhvecju fram. úr, heiðurs-blómsveig að
auki. Hirðmeyjar og sveinar konungssonarins veita
leikjum bamanna eftirtekt um daginn, ogtþeim finst
að þau séu hvert um sig viss um hver heiðurskrans-
inn hljóti að kveldi. Sumum fanst, að drengurinn,
sem var fljótari að hlaupa en öll hin, mundi fá hann.
En öðrum, að þaö mundi verða stúllca, sem hafði
framúrskarandi fallega söngrödd, eöa 'hin stúlkan,
sem teiknaði svo undur fallega, eða sú er sagði frá
meö svo laðandi list, o.s.frv.
En þrð var ekkert þeirra, sem sigursveiginn hlaut,
heldur stúlka yfirlætislaus, sem enginn hafði veitt eft-
irtekt um daginn, en sem haföi verið önnum kafin
við að binda um sár leiksystkina sinna og þerra tár
þeirra. Miður er léttari í lund og það er bjartara i
kringum mann, eftir að hafa Iesiö slikt æfintýri.
Leikrit í einum þætti, tileinkað skáldinu Stepháni
G Stephánssyni, eftir Dr. Jóhannes P. Pálsson, er næst.
Heitir leikur sá Gunnbjamarsker ið nýja. Persónumar
í því em tíu, sannleikurinn, hugsjónamaðurinn, lög-
gjafinn, hermaðurinn, vísindamaöurinn, auðmaður-
inn„ kaþólskur prestur, tízkan, velsæmin, og tveir
sjómenn. Alt þetta lið lætur höfundurinn vera á leiö
til lands sannleikans. Hugsjónamaöurinn Iendir þar
fyrstur, og er það ef til vill rétt athugað, og hann er
líka sá eini í förinni, sem ekki er látinn misbjóða
sannleikanum. Alt hitt liðið misbýður honum, hvert
og eitt þeirra leggur sitt til aö fjötra sannleikann og
síðast Ieggur hermaðurinn hann í gegn með sverði.
Mynd þessi af lífinu, eins og höfundurinn málar hana
er furöulega ljót og Ijótari en frá vom sjónarmiði aö
nokkur ástæða er til þess að mála hana og því að
meiru og minna leyti ósönn. Sannleikurinn á að vísu
stuðning þar sem hugsjónamaöurinn er. En það er
langt frá þvi að hann sé sá eini, er slikan stuðning
veitir, vísindamaðurinn gerir það vissulega lika. Prest-
urinn og löggjafinn em líka oft einlægir vottar sann-
leikans og hafa verið þaö og mörg dæmi eru þess að
auðmaðurinn hafi veriö það lika.
Sannleikurinn er ekki eign neins sérstaks flokks,
stéttar eða manna og það er heldur enginn einn
þeirra, sem hefir unnið sér þá viðurkenningu, að
vera sérstaklega í þjónustu hans. Það eru og hafa
verið margir flokkar, stéttir og einstaklingar, sem í
allri einlægni hafa leitst við að vígja þjónustu sina í
þarfir sannleikans. ('Framh.)
Landnám,
Rœða flutt í Stúdentafélaginu 7. marz 1925.
Eftir Einar H. Kvaran.
Forsetinn refir sýnt mér þá sæmd, aö mælast
til þess, að eg kæmi til ykkar i kvöld og segði við ykk-
ur fáein orð. Hún lét það » ljós, aö hún kysi helzt, að
eitthvað yröi það áhrærandi þjóðernismál Vestur-fs-
lendinga. Eg hefi þegar minst ofurlítið á það mál á
samkomu Fróns, sem haldin var um þingtima þjóö-
ræknisfélagsins og sú ræða hefir verið prentuð í
Heimskringlu, svo að eg ber nokkum kviðboga fyrir
þvi, að ykkur þyki óskemtilegt að eg sé aö tala um
sama málið hér.
En að hinu leytinu gat eg ekki stilt mig um aö þiggja
það boð að koma á fund til íslenzkra námsmanna, sem
eru aö sýna móðurmáli voru þá ræktarsemi, að koma
saman á reglubundnum fundum til þess, meðal annars,
að láta uppi hugsanir sínar á islenzku. Þvi síðui* gat
eg stilt mig um það, sem mér er það Ijóst, að þjóð-
ræknismálið alt á sérstakt erindi til hinna ungu menta-
manna. Eftir fáein ár eru þeir orðnir leiðtogamir og
ráða að einhverju töluverðu leyti stefnunni. íslenzka
þjóðræknismálið hér í álfu er svo vaxið, aö það þarf
mentun og viðsýni til þess að búast megi við, aö þaö
nái tökum á mönnum. Og verði ekki mentamennimir
til þess að bera það fram og halda því uppi, þá er það
vitanlega dautt, áður er varir.
Þaö er einhvem veginn svo um mig, að þegar eg
hugsa um landnám íslendinga í Vesturheimi, þá leiðist
hugurinn jafnframt að landnámum forfeðra vorra.
Þið vitið auðvitað öll, að Norðmenn bygðu ísland
um 900 e. Kr., byrjuðu aö reisa þar bú 874 og voru aö
flytjast þangað nokkuö fram á 10. öld. Þegar við
hugsum um ferðalögin nú á gufuskipum og jám-
brautum og í svefnvögnum og í bílum, þá hálfsundlar
jkkur við að hugsa um áræöið og ofurkappið og
þrautseigjuna og snildina, sem er bak viö þessa flutn-
inga forfeðra okkar. Á tiltölulega litlum bátum leggja
þeir út á veraldarhafið, með konur sínar og1 börn og
vinnufólk og skepnur, og hafa ekkert sér til Ieiðbein-
ingar annað en himintunglin. Þeir flytja sig frá bú-
görðum, þar sem mikill auður er saman kominn, úr
menningarlandi, þar sem að minsta kosti sumir þeirra
hefðu getað verið í hinum tignustu viröingarstöðum,
í land, þar sem ekkert er til óg Ufsskilyrðin örðugri.
Þeir fara burt óraveg frá vinum sínum og frændum
og öllu, sem þeir höfðu sjálfsagt búist við í æsku, að
mundi varpa ijóma á lif þeirra.
Fyrir hverju var að gangast? Hversvegna gerðu
mennirnir þetta? Var þaö ekki einhver fásinna? Hvert
mál er eins og þaö er virt. Þeir gerðu það til þess að
gieta hagað lífi sínu eftir sínum eigin vilja, sinu eigin
eðli. Auðvitað lögöu þeir mikið í sölurnar. En erindi
þeirra til Islands varð líka veglegt.
Þeir komu upp hjá sér stjómarfyrirkomulagi, sem
auðvitað var ekki gallalaust, fremur en stjómarskip-
anir annara þjóða hafa reynst, en dugöi þeim þó vel
um nærfelt þrjár aldir.
Með nokkum veginn dæmalausri stillingu, um-
burðarlyndi og vizku sýndu þeir veröldinni, hvernig
á að haga sér, þegar siðaskifti liggja í loftinu. Ef vér
berum saman gauraganginn, manndrápin og ofsókn-
imar, sem urðu samfara kristnitökunni í Noregi, við
þaö hvemig Islendingar komust út úr þessu vanda-
máli, þá sjáum vér, þó að vér sæjum það ékki á neinu
öðru, hvort forfeður vorir hafa ekki átt gott erindi til
Islands. Það er þetta, sem einn af ykkar mentamönn- ^
um Vestur-íslendinga, skáldum og hugsjónamönnum,
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, kveður svo snjalt um í ný-
útkomnum ljóðum, þar sem hann segir meðal annars:
“En hamingja landsins í loftinu sveif
‘þið lútið mér’, sagöi hún og taumana þreif;
‘hér enginn á sannleikann allan.
Þið vitið, að aldrei er vinningur neinn,
aö vegast um trúna — því drottinn er einn,
hvað helzt sem þið kjósið að kalla’ ’hann’ ”.
Þeir komu enn fremur upp sæg af glæsimennum
að likamlegu og andlegu atgervi, mönnum, sem ekki
voru aðeins prýði lansdins heima fyrir .heldur var sózt
eftir þeim viö hverja konungshirð, sumpart vegna
þess, að þeir voru svo vopnfærir menn, að engir stóðu
þeim á sporði, sumpart, og ekki sjaldnar fyrir það, aö
þeir voru svo gáfaðir menn, svo miklir fræðimenn og
svo mikil skáld, að það var sjálfum konunginum hinn
mesti vegsauki að hafa þá við hlið sér. Stundum eru
þessir gáfumenn jafnframt konunglegir samningamenn
og stjórnmálamenn. Hjalti Skeggjason fer meö Bimi
stallara hina miklu glæfraferö fyrir Ólaf konung Har-
aldsson til þess að semja um frið við Svíakonung, og
Sighvatur skáld fer ekki eingöngu annara háskaerinda
fyrir Ólaf, heldur veröur það síðar hans hlutskifti að
gjörbreyta stjómarstefnu Magnúss konungs Ólafs-
sona og allri afstöðu hans til þjóðarinnar. Það er í
mínum augum eitt af hinum fögru æfintýrum verald-
arinnar, hvemig þessir bændasynir utan af íslandi fá
notið sin og orðið aö stórmennum, þegar þeir koma út
í veröldina. Þaö er bersýnilegur vottur þess, að þrátt
fyrir fámennið og fjarlægðirnar milli manna á íslandi,
hefir að baki þessum mönnum verið djúpsett og göfug
menning. Og enn er eitt mjög einkennilegt í þessu
sambandi, þrátt fyrir það rnikla gengi, sem Islending-
ar höfðu í útlöndum, eru þeir Iangoftast friðlausir
eftir því, að komast úr útlendu dýröinni og heim. Það
er ekki eingöngu dæmi um hið fornkveðna, að römm
er sú taug, er rekka dregur fööurtúna til, heldur er
það líka bending um það, að þeir höfðu að einhverju
að hverfa, öðru en kotungsskap og fásinni heima fyrir.
Ef þaö er satt, að Gunnar á Hlíöarenda hafi átt kost
á að mægjast viö Hákon jarl Sigurðsson og Kjartan
Ólafsson við Ólaf konung Tryggvason, en báöir hafn-
að slikri upphefð ,til þess að komast heim til íslands,
þá eru það óneitanlega merkileg dæmi innan um mörg
önnur. En séu þessi atriði ekki sannsöguleg, þá eru þau
að minsta kosti vottur þess, hvað sagnariturunum þótti
sennilegt, eftir reynslunni á öörum íslendingum.
Það yröi vitanlega alt of langt mál, ef eg ætlaði í
kvöld að fara að gera ykkur þess grein aö fullu, hvert
erindi forfeður vorir hafa átt til íslands. Eg skal nú að
eins bæta því við, að þeir áttu það erindi að bjarga frá
glötun hinni göfugu tungu, sem töluð var um öll Norð-
urlönd á landnámstiö íslands, og að færa í letur bæk-
ur, sem eru jafnungar enn í dag og þegar þær voru
nýritaðar — bækur, sem sumar geyma í sér saman-
þjappaðan vísdóm og lífsreynslu aldar sinnar, aörar
ritaðar af svo mikilli frásagnarsnild, að þær eru enn
i dag hin veglegasta fyrirmynd — bækur, sem 600 ár-
um eftir að þær voru ritaðar urðu þjóð sinni sterkasta
lyftiaflið til nýs gengis, nýrra vona, nýrrar frægðar.
Þeir áttu áreiðanlega mikið og gott erindi, forfeður
okkar, sem námu ísland. Og hjartanlega óska eg þess
aö erindi íslendinga til Vesturheims veröi ekki óveg-
legra.
Eg ætla að benda ykkur á ar.nað landnám, sem
gerist um sama leyti og það íslenzka. Landar og vinir
og frændur íslenzku landnámsmannanna fara ti!
Frakklands. Þeir kúga keisarann til þess að láta af
hendi við sig ríki á Norður-Frakklandi. Þeir drekka
í sig alla þá þekking og alla þá prýði, sem fyrir var þar
í landi, og auka hvorttveggja að
stórum mun Þeir koma á stjóm-
semi í landinu, sem þar haföi lengi
verið óþekt. Þeir taka upp frönsku
sem tungu sína, en þeir gera hana
margfalt veglegra mál en hún
haföi verið. Þeir koma upp nýrri
löggjöf og nýjum bókmentum.
Þeir leggja niður ofdrykkjuna, sem
var eins og faraldur norðan til í
Norðurálfunni um þær mundir, og
verða glæsilegustu og kurteisustu
riddarar veraldarinnar, Þeir verða
mestir mælskumenn og slyngustu
samningamenn Norðurálfunnar1.
Og langmestu hermennimir eru
þeir. Einn stofnar konungsríki
suður á Italiu. Annar leggur undir
sig England.
Kæru vinir mínir! Mér finst hug
næmt fyrir þjóð, sem er ung í landi,
að athuga slíkar fyrirmyndir, og þá
ekki sízt fyrir þá, sem eru ungviði
þeirrar ungu þjóðar. Eg veit það
vel, hvaö þið eigi ólíkt aöstöðu því,
sem forfeður vorir áttu, þeir sem
leituðu vestur til íslands.
Þið eruð ekki einir í landi eins
og þeir voru, þegar þeir voru komn-
ir i sitt landnám. Það er nú eitthvað
annað. Þið eigið hér aðallega að
keppa viö Engilsaxana, sem hafa
reynst allri veröldinni í meira lagi
örðugir keppinautar. Einn andríkur
maöur heima á íslandi hefir líkt
þeim kappleik ykkar viö það að
kveðast á við fjandann. Þið vitið
auðvitað að menn hafa hugsað sér
hans satanisku hátign í meira lagi
hagmælta eins og menn hafa yfir-
leitt ekki hugsað sér þann karl sem
neinn atgervislausan aumingja. Það
var ekki heiglum hent aö þreyta
skáldskaparlist við hann — allra
sízt þegar um það var kept hvort
skáldið ætti. að vera eign kölska
aö eilífu ef það yrði undir. Þjóð-
sögurnar okkar segja frá tveimur
gáfumönnum, sem þreyttu þennan
leik. Annar var Kolbeinn Jökla-
skáld. Hann sat í tunglsljósi með
óvini mannkynsins á hárri kletta-
snöSt Undir var gínandi brim.
Þama sátu þeir og botnuðu vísur
hvor fyrir öðrum — þangað tíl
Kolbeinn kvað kölska svo afdrátt-
arlaust í kútinn, aö óvinurinn
steyptist ofan af bjarginu í eina
brimölduna, og vissi það upp frá
því, að við Kolbein gat hann ekki
átt. Hitt skáldiö var Sæmundfur
fróði. Hann ætlaði að komast í
hann krappann einu sinni, þegar
þeir voru að yrkjast á á latínu.
“Nunc bibis ex cornu,” segir kölski.
Sæmundi hugkvæmd'ist ekki neitt
latneskt orð, sem rímaði á móti
“comu” Svo að hann greip til ís-
lenzkunnar og rímaöi á móti þvi
“fór nú”. En svo mikill lærdóms-
maður var hann, segir þjóðsagan,
aö hann gat sannað kölska það, að
“fór nú” væri latína — sem eng-
inn maöur annar hefir víst getað
hvorki fyr né síðar.
Eg veit það líka, að ykkur hefir
ekki verið fengið í hendur neitt ríki,
eins og frændum okkar í Frakk-
landi. Síður en svo. íslendingar
voru ekki yfir aöra settir, þegar
þeir komu hingað fyrst. Eg man
sjálfur þá tið, þegar það var eink-
um hlutskifti Islendinga í þessum
bæ, að vinna þau verkin, sem örð-
ugust voru og óviröulegust þóttu.
Þeir hafa engu haft fyrir sig að
beita nema likamlegu og andlegu
atgervi. Mér sýnist margt benda á
þaö, að þeir ætli að eiga mikið er-
indi til þessarar heimsálfu.
Þeir em að sýna það, að þeir eru
Engilsaxanum jafnsnjallir, eins og
skáldin í þjóösögunum sýndu það,
að þeir vom ekki ósnjallari en
sjálfur fjandinn. Og vitanlega er
það ekki neitt smáræði. Eg geri ráð
fyrir, aö til séu þeir menn, sem
þyki það nóg, og telji Islendinga
geta, með þeirri reynslu og þeirri
meðvitund, meö góðri samvizku
horfið inn » mannhafið hér. Þeim
mun þykja það mikið erindi að taka
'hér upp samkepnina við veraldar-
innar dugmestu þjóð, sýna það, að
íslendingar séu færir um þá sam-
kepni og veröa svo alveg eins og
þeir aðrir menn, sem hér búa. Vit-
anlega er það sæmilegt erindi — eg
kannast við þaö. En einhvern veg-
inn er það svona, að mér finst það
ekki nógu veglegt erindi Vestur-
fslendingum. Norömönnunum i
Normandí fanst það ekki nógu veg-
legt sér. Eg hugsa mér að Vestur-
íslendingar standi þeim ekfkert á
baki að andans atgervi. Eg efast
ekki um það, að Vestur-íslending-
ar muni koma ýmsu merkilegu til
vegar hér eins og aðrir myndar-
menn í þessu landi. En ef þau áhrif
bera engin merki uppruna þeirra,
ætternis, gáfnafars, séreölis, ef þau
bera ekki á sér nokkurt mót hins
göfga kynstofns þeirra, ef þar koma
ekki fram neinar hugsjónir, sem
eigi sérstaklega ætt sína að rekja til
Islendingseðlisins, þá finst mér
ekki aö Islendingar hafi notið sín
í þessu landi að fullu. Þá finst mér
ekki að erindi íslendinga til Vest-
urheims hafi orðið jafnveglegt og
erindi forfeðra vorra til íslands
og erindi frænda vorra til Frakk-
lands.
Eg ætla ekki að fara að fjölyrða
um þau verkefni, sem fyrir ykkur
kunna að liggja í þessu landi sem
vestur-íslenzkum mentamönnum.
Þið verðið vitanlega glöggskygnari
á þau, þegar þið farið aö athuga
það mál, en eg get verið meö mín-
um ófullkomna kunnúgleika. En
eg vona, að þið takið því ekki illa
af mér, þó aö eg minnist á eitt eða
tvö atriðk
Eg get ekki stilt mig um að minn -
ast á vanþekkinguna úti um veröld-
ina á því landi og þeirri þjóö, sem
þið eigiö kyn ykkar til að rekja —
vanþekkingu, sem er eins hér i
Vesturheimi og nokkurstaðar ann-
arstaöar. Eg geri ráð fyrir að þið
hafið orðið vör við hana, og að
stundum hafið þiö brosað aö henni,
og stundum hafi ykkur gramist hún.
Eg ætla að segja ykkur frá einu
atviki, sem fyrir sjálfan mig hefir
komið. Eg var á ferð á einu Atlants-
hafsskipinu. Nálægt mér við borðiö
átti sæti fyrirmannleg kona, vel
búin. Við höfðum ekkert saman
talað, en eg hafði hlustað á samtal
hennar viö aðra menn, og heyrt á
því, aö hún var frá Toronto, og
að bróðir hennar var þingmaður i
Ottawa. Hún hafði áhuga á stjórn
málum og þaö var auðheyrt, að hún
hafði töluverða mentun. Einn dag-
inn stóð eg úti á þilfari og var aö
horfa á sjóinn. Þá kom þessi kona
til mín og gaf sig á tal við mig.
þegar við höföum talaö dálitla
stund saman, spyr hún mig,
hvaðan eg væri. — Frá íslandi,
sagði eg. — “Oh, how interesting!”
sagði konan. “Segið þér mér, hvaða
mál er talað á íslandi?” sagði hún
svo. — “íslenzka,” sagði eg. —
‘Oh, of course,” sagði konan, “En
eg á ekki við the natives” —. "The
natives?” sagði eg. — "Já,” sagöi
konan, "hvaö mál tala þeir, sem
ráða yfir landinu? Hvaða mál tal-
ið þér?” — “íslenzku,” sagði eg. —
Hún fór að athuga mig nokkuð al-
varlega, eins og hana langaði til að
komast til botns í þvi, hvers konar
spjátrungur þetta væri, sem hún
hefði komist í tæri við og væri að
henda eitthvert gaman aö henni. —■
“Heyrið þér,” sagði hún þá nokkuð
einbeittlega, “þér misskiljið mig
vist einhvern veginn. Eg veit nokk-
uð um Ísland. Eg veit að the nati-
ves grafa sig inn í hóla og klæðast
ekki öðru en sauðargærum. Þeir
tala auðvitað íslenzku. Eg er ekki
aö spyrja um þá. Eg er aö spyrja
um hina.”—Eg fór þá að reyna að
koma henni í skilning um, að þekk-
ing hennar á íslandi virtist vera
nokkuð í molum. Þessir “natives”,
sem hún væri að tala um væri þjóð-
in, sem í landinu byggi og yfir þvi
réði, alveg eins og t. d. Englending-
ar yfir Englandi. Þessir “hinir”
væru engir til. íslendingar græfu
sig ekki inn í hóla og gengju ekki
í sauðargærum. Þeir væru gömul
mentaþjóð. Tunga þeirra væri eng-
in skrælingja mállýska, eins og hún
virtist ætla, h'eldur væri hún elzta
bókmentamál, Norðurlanda. Og
eitthvaö fleira tíndi eg til. Hún
hlustaöi á mig og sagöi ekki nokk-
urt orð meðan eg lét dæluna ganga.
— Hvaða maður eruð þér? Hvað
gerið þér yður að atvinnu?” sagði
konan þá. — Eg sagðist vera rit-
höfundur. — Hvers konar bækur
skrifið þér?” spuröi hún. — “Hin-
ar og aörar bækur,” sagöi eg.
“Mest samt skáldsögur.” — “Oh,”
sagði hún með kuldalegu skilnings-
biosi. Hún sagði ekkert annað en
þetta oh! En það leyndi sér ekki
fyrir mér, hvað í þeirri upphrópun
var fólgið. Hún var eins og heil
ræða. Nú hafði hún fengið skýr-
inguna á öllum þeim ósannindum
sem eg hafði yfir hana helt! Og i
sama bili hvarf brosiö af andlitinu
á konunni, og svipurinn varð allur
vanþóknun. Munnurinn sagöi ekki
nokkurt orö. En svipurinn sagði
meira en mörg orð hefðu getað
gert. Hánn sagði mér það, að þó
að það kunni að vera sæmilega
heiðarlegt aö setja saman sögur,
sem allir viti, að aldrei hafi gerst,
þá sé þaö mjög ótilhlýðilegt og ill.i
til fundiö, að vera úti á reginhafi
að fylla meinlausa farþega með ó-
sannindum. Og hún sneri sér frá
mér og leit aldrei við mér það sem
eftir var ferðarinnar.
Eg gæti fylt hjá ykkur heilt kvöld
af sögum um slíka vanþekking á
því Iandi og þeirri þjóð, sem þið
eigið uppruna ykkar að rekja til,
sögum, sem gerst hafa í minni við-
urvist, í ferðum mínum hér og þar
um löndin. Eg geri ráð fyrir, að
ykkur þyki slík vanþekking óþol-
andi hér í álfu. Og mér finst það
sæmdarhlutverk fyrir ykkur aö
eyða henni.
Eg ætla að minnast á eitt verk-
efni annað, sem mér finst btða
vestur-íslenzkra mentamanna — og
svo ætla eg ekki að þreyta ykkur á
fleirum. Það má deila um það, hvað
lengi sé hugsanlegt að íslenzkan
geti haldið sér hér sem dagleg
tunga þeirra manna, sem af is-
lenzku bergi eru brotnir. Það kann
jafnvel aö mega deila um það af
r.okkurri skynsemi, hvort fyrir því
sé hafandi að halda henni viö hjá
almenningi, þó að eg sé ekki í
neinum vafa um, hvemig eigi að