Lögberg - 26.03.1925, Side 2

Lögberg - 26.03.1925, Side 2
Bte. 2 LÖGBERG, FIMTUDAfilNN 26. M ARZ 1925 Knútur síspilandi. Eftir Zach. Topelius. Knútur var fátækur fööurlaus og móðurlaus drengur. Hann bjó í svo litlum kofa, niður við Perlurifa ströndina. Hann átti eina skyrtu, eina treyju og tvennar buxur og húfu; meira þurfti hann ekki með á sumrin. Á veturna átti hann líka ullarsokka og næfra skó, og það var nú ekki svo litið. Hann var ætið glaður og kátur og æfinfega var hann lika svangur. Það er skritin íþrótt, að geta verið í einu bæði svangur og kátur. Það verst af öllu var það, að aumingja amma hans átti sjaldan svo mikinn mat, að drengurinn mætti éta sig saddan. Hún spann ullarband, og sendi Knút til að selja hounm herra Pétri i Ási það. Það var stórt höfuðból, sem var um miluvegar frá kofanum þeirra. Þegar Knútur kom aftur með pen- ingana þá keypti , gamla konan mjöl, sem hún bjó til snúða úr handa þeim. Hún átti líka net, svo þau fengu stundum ffisk, þegar drengurinn hans Jónasar fiskara hjálpaði Knúti til að Ieggja netið. Þegar bandið seldist vel, þá fengu þati stundum líka súrmjólkurdropa, og kartöflur fengu þau úr garðin- um sínum, sem var ámóta stór og lítið herbergisgólf. En þar var ekki ætíð svona gott í húsi, og þá mátti litli maginn hans Knúts biðja á- rangurslaust um meiri mat. Knút- ur var jafnkátur fyrir því. Einn morgun sat hann svangur niður í fjörunni við Perlurifin og tíndi gula steina, sem voru líkir mjúkum, heitum soðnum kartöfl- um. Aumingja Knútur, ekki gat hann étið þá, og svo fleygð^ hann þeim hlæjandi burtu. Þá sá hann eitthvað milli steinanna í fjörunni. Hann tók það upp 0g sá það var ofurlítil reyrpípa, eins og börn skera sér oft í fjörunni. Þetta var nú ekkert tiltökumál, en Knútur vildi reyna hvort nokkurt hljóg væn í henni. Jú það var virkilega hljoC í henni; það mátti blása þrjá tóna 1 hana, pú, pý 0g pí. Þegar Knutur varð þess var, stakk hann pipunni að gamni sínu í treyjuvas- ann sinn. Það Ieit út fyrir, að það yrði sultardagur í dag. Knútur hafði ekki fengið neinn nrorgun- mat. “En ef eg sæti nú í eld- husinu hans herra Péturs í Ási.” hugsaði hann og ímyndaði sér, að hann fyndi lykt af steiktum kola. EitthvaC varð hann að taka til bragCs. Hann settist á stein í fjör- unm og fór að gefa út færi. En engmn fiskur beit á öngulinn. Sjór- jnn var spegilfagur eftir storminn 1 gær; sohn skein, 0g undiraldan ní lT J Skal' UPP 5 sa"dinn g“uySU* f,otspor bafmeyjarinnar. Hvað skyldi amma hafa ti! mið- dagsverðar í dag?” hugsaði Knút- ur með ser. Þf kom st«r undiralda og gekk ^volangt upp,að hún vætti fjurn. hri™ T' °g Hann heyrði su8una í brimgarðinum sem sagCi: Knutur, hefir þú fundiC galdra p.puna prinsessunnar? ÞaS má bIása pý tiI lT ahana; pú "'l að sofna, “H x * ? °g Pí ti! aS hlæja." “er hlð e.r, Þetta?” sa^i Knútur, er það galdrapipa? Furðu heim til una ö' 3 da’ 5* hefi fu°dið píp g ætla mer að eiga hana.” • AMan tautaí5i eitthvað, Sem ene- kömfSki valt aftur út . Knutur tók pípuna upp úr vasa -um og skoðaði hana gPrandg™ Þa* er svo, þú kant þá f Þu? Nú nú, galdraCu nú f ha"da, mér á öngulinn,” Gg þar með bles hann pú, pú. Hann hafði ekki blásið lengi, áð ur en upp kom fyrst smálúða’svo murta og seinast stór gedda, sem flutu i netinu liggjandi á hliðinni eins og þær svæfu. Jú, jú, hér er fiskur á seiðr,” hugsaði Knútur og hélt áfram aC blása. Að stundar- korni lá netið fult með syndandi fiska, lúCur, murtu, kola, urriða, lax, þaraþyrksling, þorsk, ýsu og alskonar fiska, sem eiga heima í sjónum. “Hér ber vel í veiði,” hugsaði Knútur og hljóp i spretti heim að kofanum til að sækja meis til að bera fiskinn i. Þegar hann kom aftur var fjar- an alþakin ýmsum sjófuglum. Mávarnir voru ákafastir og görg- uðu: “Takt’ í ’ann, takt’ í ’ann,’ svo það heyrðist langar Ieiðir. Þeir höfCu líka í félagi meC sér marga aðra, svo sem endur, kríur, villi- gæsir, svartbaki og jafnvel svani. Allir þessir rángjörnu fuglar voru ' ai<ata að gleypa í sig fiskana f netinu, og í miCjum hópnum kom geysistór örn, af harða flugi og niirn «««0« *r U I I L L synlegur. pvl Dr. |l blíetlandl ogr bðl»- I I Irk U mni rylllnlæe? UppækurCur ðnanV. Chasva Olntment hjálpar þér atrax. •0 cent hylkl?5 hjá lyfsðlum eBa frá Bdm&neon, Bates & Oo.. Iamlted, Toronto. Reynsluskerfur aendur 6- k»v-U, ef nafn þeasa biaöe ar tlUek- M m I eeat frlmerk* »-**«. hremdi í klærnar stóran tíupunda lax. “Bíðið Iþið, þjófamir ykkar,v sagði Knútur og fór að kasta smá- steinum í fuglahópinn. Suma þeirra hitti hann í vænginn og suma í fæt- urna, en enginn þeirra var þó á því, að sleppa bráð sinni.Þá hvein við skothvellur hinum megin sundsins, svo komu skotin hvort á fætur öðru utan af sundinu, og sumir fuglarnir fóru nú aC synda á hliðinni eins og fiskarnir áður. En skotin héldu áfram, þangaC til fuglahópurinn var ýmist dauður eða tvistraður í allar áttir, gargandi og kvakandi. Nú kom bátur að landi með þrem- ur.skyttum. Það var herra Pétur, sem hafði róið út á fuglaveiðar meC tveimur vinum sínum. Þeir stigu á land, og voru í góðu skapú “Nei, lítiC þið á Knút,” — sagCi herra Pétur, “hvemig í ósköpunum hefir þú safnað svona mörgum fuglum við Perlurifin.” Eg spilaði fyrir fiskana, og fugl- arnir vildu vera með,” sagði Knút- ur drýgindalega. “Þá ertu sérstaklega góður spil- ari,” sagCi herra Pétur. Héðan af skaltu heita Knútur síspilandi.” “Ja, sama er mér,” sagði Knútur. Hann hafði ekkert auknefni áður, og gat þvi eins vel heitiC síspilandi eins og Jónsson, Dalmann eða Guðmundsson. En heyrðu nú, Knútur síspilandi, hvaða ósköp eru að sjá þig í dag. Þú ert svo mjór og magur, eins og njólastokkur,” sagði herra Pétur. “Já, þvi skyldi eg ekki vera aum- ingjaíegur, eg sem ekki hefi séð matarbita siðan í gærdag?” sagði Knútur í sinum vanalega glaCa róm. “Já, já, komdu þá og éttu mið dagsmat hjá okkur i Ási núna, fyrst þú hefir útvegað okkur svona góða veiöi í dag. En komdu ekki fyr en klukkan fjögur, þvi fyrri verður ekki búiS að reita og steikja fugl ana.” “Eg þakka auðmjúklega,” sagði Knútur. En hann hugsaði með sjálfum sér —: “það er 'heldur seint fyrir þann, sem ekki hefir smakkað mat síðan miSdagsmatinn í gær.” Herra Pétur reri heim með fylgd armönnum sinum, og Knútur fór heim til ömmu sinnar. “Nú, nú Knútur minn, hefir þú séð nokkum fisk í dag?” — “Já, séð hefi eg nóg af fiski, en fuglamir átu fiskinn, og hann herra Pétur skaut fuglana. — ÞaC var Ijótt, Knútur, þá eigum við ekki annað til matar en tvo þara þyrsklinga, fjórar kartöflur og hálfa flatköku.” — “ÞaS gerir ekkert til, amma mín, er er boðinn til miðdags að Ási, og þá skal eg koma með ostbita í vasanum handa þér.” “Farðu ekki þverveginn um Rikkala-skóg, Knútur, þar búa álf ar og tröllakóngar: Fjallakóngur- inn, snjókóngurinn og skógkóngur- inn. FarCu heldur strandgötuna, hún er öruggari, en gættu þín fyrir hafgýginni.” — “Strandgatan er löng, amma min, og eg hefi ekki étið neitt síðan mið- dagsmatinn i gær.” “Jæja, gaktu hvar sem þú vilt, en hugsaðu ekki um matinn, þvl það leiSir mann í freistni.” “Nei. amma mín, eg skal hugsa um næsta spurningartímann minn.” Knútur fór nú á stað. En þegar hann kom að vegamótunum, þá hugsaSi hann með sér: “Víst væri eg kjáni, ef eg, sem er svo svang- ur, gengi tvær mílur í staðinn fyr- ir eina.” Hann gekk því beina Ieið þver- götuna yfir skóginn, en hann hafði ekki gengið lengi áCur en hann sá litinn og magran karl. sem dró kerru hlaðna með 12 járnstengum — “Nei — góðan daginn Knútur sispilandi,” sagði karlinn, því ertu svona illa útlítandi í dag. “Ja, þvi 'skyldi eg ekki vera illa útlítandi, sem ekki hefi étiC annað cn kverið mitt síðan í gærdag? En hvernig veist þú nýja nafnið mitt?” “Eg þekki öll nöfn sagCi karlinn. “Má eg ekki hjálpa þér?” Þú ert svo mæðinn að draga hlassið.” “Ýttu á eftir, ef þú vilt, Knútur sispilandi.” Knútur, ýtti á eftir og bráöum komu þeir að stórum kletti í skóg. inum — “Hér á eg nú heima” sagði karlinn, komdu ,inn; þá skal eg sækja eitthvað gott handa þér fyrir hjálpina.” Karlinn gekk inn í klett- inn, og maginn á Knúti sagði: “Farðu líka inn” og Knútur fór inn Þeir komu brátt í stóra ,höll niðrl i jörCinni; þar ljómaði alt af gulli, silfri og gimsteinum. Áttu hérna heima,” sagði Knút- ur. “Þú veist það líkilega,” sagCi karlinn. — Eg sem er fjallakóng- urinn, og á morgun ætla eg að halda brúðkaup dóttur minnar. All- ir hafa svo mikið aC gera, svo eg varð sjálfur að sækja matinn minn frá stangajárnshamrinum.” u‘Var það jám, sem þú dróst á kerrunni?" spurði Knútur. Stangajárn, dreng- ur minn, og það af allra bestu teg- und. Það er eitthvað meira í þaC varið, heldur en hitt járniC. Stanga-1 Ekki þorp í Canada SEM EIGI GETUR SAGT SINA SÖGU UM HIN GÓÐU ÁHRIF DODD’S NÝRNAPIELA. Qucbccbúi skýrir frá, hve skjótt þœr bygðu hann upp og komu honum til heilsu. St. Fuglgence, Que, 23. marz,— (einkafregn.)— ÞaC, aö ekki sé til þorp í Can- ada, er ekki geti sagt sína sögu um heilsubót þá, er Dodd’s Kidney Pills hafa veitt, er sannað á ný. í J>essu litla þorpi eru margir, sem gefa þakklátan vitnisburð þessu á- gæta meðali. Mr. Philip Gagnon, er einn ^þeirra. “Pillur yðar eru ágætar,” segir Mr. Gagnon. “Eg hafði þjáðst af nýrnaveiklun lengi. Sex öskjur af Dodd's Kidney Pills haf.agert mér það mikið gott, að eg er staðráð- inn 5 að halda áfram að nota þær, þar til eg er orðinn algerlega heill heilsu. Eg segi öllum, sem eg næ til, frá þessu undrameCali. Dodd's Kidney Pills blátt áfram styrkja og lækna nýrun. Hlutverk nýrnanna er, að halda blóðinu hreinu. Séu nýrun í ólagi safnast óhreinindi í blóðið, sem valda sjúk- dómum. jám er minn uppáhafldis matur, einkum ef það er hvítglóandi. Hefir þú nokkurn tíma étið stangajárn “Nei, ekki svo eg muni til,” sagði Knútur. Þá skaltu fá að smakka almenni- legan mat. Taktu nú eftir: Nú legg eg tvær stengur í ofnmn, að tveim- ur minútum liðnum verða þær hvit- glóandi; skríddu inn í ofninn og bíttu í þær meðan þær era með steikarabragðinu. “Kærar þakkir fyrir; en gefðu mér heldur flatköku með smjöri ofan á og svo lítinn ostbita með.” “Sá kann ekki gott aC þýðast! “Flýttu þér inn í ofninn, járnið er orðið blóörautt.” “Getur það verið. Ætli að það sé ekki heldur heitt.” “Hvaða vitlfeysa er þetta, -þar sem er bara hér um bil mátulegur baðstofuhiti,” tautaCi karlinn og ætlaði að taka Knút með valdi og troCa honum inn í logandi ofninn. En sá sem tók til fótanna, það var Knútur. Hann hljóp eins og hann ætti lifiö að leysa, komst út um dymar og komst bráðum aftur á veginn í skóginum. — Það var satt, sem amma sagði,” — hugsaði Knút- eg skal hlýða mér yfir kver- ur ið mitt.” MeCan Knútur var enn þá að hugsa um: “Hvað er það ?” fór honum að verCa kalt. Hann varð fljótt vís hversvegna það var. Þar varC fyrir honum feikna hár snjóskafl. Þetta er undarlegt núna um hásumarið,” hugsaði Knútur: hva rskyldi maður geta fengið sér heitan mat?” í sama bili og hann var að hugsa um matinn fór hann aC brölta upp snjóskaflinn. En alt í einu hrapaði hann ofan í djúpa gryfju, og þegar hann leit við, sá hann að hann var kominn i ljómandi skrautlega íshöíl Þar var stjörnuljós og tunglskin; allir salir voru skreyttir meC ís- speglum, öll gólfin þakin hélu de- möntum. Fjöildi af snjókörlum skriCu á hnjánum um gólfin. Einn einasti stóð þráðbeinn upp i loft- ið, það var hár og digur risi með klaka klepra bæði i hárinu og skegg- inu, náttskyrtu úr ís-skæningi og skó af frosnuim berjalegi: —• “Nei sjáum til, — góðan daginn Knútur síspilandi,” sagði risinn, “ því ertu svona illa á þig kominn í dag?” “Því skyldi eg ekki vera illa á mig kominn. Eg sem ekki hefi fengiö annað en heitt stangajárn að éta siðan í gærdag?” — sagði Knútur og skulfu í honum tennurn- ar- “Þú ert ennþá of heitur, ungi maCur, þú ert alt of heitur,” sagði risinn. “Eg er snjókóngurinn, eg geri alla mína þegna að frostkúlum og eg ætla líka að gjöra þig að frost- kúlu. Yfirsnjókarl, dýfCu drengn um þeim ama sjö sinnum í íska’t vatn, hengdu hann svo upp á snaga og láttu hann frjósa.” “Nei, bíddu svolitið við,” sagði Knútur, “gefðu mér heldur svolit- inn sopa af volgri mysu, eg er und- ir eins orCinn að frostkúlu.” “Yfirsnjókarl, gefðu honum, of- urlítinn bita af frosnu kvikasilfri og svolitinn slatta af klaka, áður en þú dýfir honum í,” skipaði risinn. Knútur ætlaði aC taka til fót- anna, en það var of seint. Yfir- snjókarlinn þreif í treyujkragann hans, og það hefði veriC útséð um hann, ef hann hefði ekki getað náð í pípuna sína. Nú vissi hann engin ráð, önnur en spila á hana pí, pí. Þá breyttust undir eins drættirnir í andlitinu á stóra snjókónginum og hann skældist allur eins og hann væri aC hlæja en það var ekki annað en gremja yfir því, að geta ekki stilt hláturskastiC, sem kom að honum svo óvörum. Hann hló og hló, svo að ískleprarnir hrundu úr hárinu og skegginu á honum; hann kiknaði í hnjánum og seinast HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN C°f‘ENHAGU # snuff ••• Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum hrundi af honum höfuCið og datt i mola. Allir snjókarlarnir hrundu í smámola af hlátri. Yfir snjókarl- inn datt úr sætinu og varð að snjó- krepju. ísspeglarnir duttu í mola og snjóhöllin breyttistö 11 í krap og vatnsrensli. Knútur gat varla var- ist hlátri meðan :hann blés, en svo hló hann dátt á eftir. En í miðju snjóslabbinu fann hann þá veginn í skóginum; snjórinn bráðnaði, vatnið rann burt i lækjum óg sum- ariC var aftur komið. “Nú skal eg gæta að mér”, hugs- aCi Knútur, labbaði svo beint á- fram og fór að lesa upp í hugi sinum: “hvað er þaC.” En harjn hafði ekki farið lengí, áður en hann hitti fyrir sér ljóm- andi fallega græna skógarbrekku inn á milli klettanna, og þar glitr- aði lyngið fult með rauðber. “Ekki getur það veriC hættulegt, þó maður tíndi sér fáein ber, fyrst maður fær ekki mat fyr en klukkan fjögur I dag,” — hugsaCi Knútur og klifr- aðist upp brekkuna. En varla var hann kominn upp á hana, fyr en hann sá, aC það sem hann hafði haldið að væru ber, voru svolitlar álfameyjar í rauðum kjólum. Þær voru ekki ^hærri en berjaleggir, og dönsuðu og léku sér í kringum græna þúfu, sem drottning þeirra sat á. Hún var þriggja þumlunga löng. “Nei, sko! Góðan daginn ,Knút- ur síspilandi — hvaða ósköp er aC sjá þig í dag.” — sagCi álfadrottn- ingin. — “Já, því ætli að eg sé ekki illa útlítandi, eg sem ekki hefi smakkað afmaC síðan í gær en gló- andi stangajám og Jreðið kvika- silfur, eg hélt aC þú værir hrúta- ber.” “Aumingja drengurinn er svo svangur,” sagði álfadrottningin við vinnukonur sínar. Gefið honum einn daggar drctpa og einn mý- flugufót svo hann fái einu sinni fylli sína.” “Kærar þakkir,” sagði Knútur. “Kannské eg gæti fengið eina fötu af berjum, og eina kút- holu af mjólk.” “Skárra er það nú átvaglið! — sagCi álfadrotningin mjög reiðu- lega yfir öðrum eins gipuskap — “veistu ekki drengur minn að þú komst vegabréfslaus í ríki mitt og tróðst i hel þrjátiu og þrjá af n:ín- um trúu þegnum svo að ekkert sás*- eftir að þeim netha rauður flekk- ur. Kóngulær, geriC skyldu ykkar.” Varla hafði hún slept orðinu, fyr en ótölulegur fjöldi af kóngulóm klifruðu ofan úr trjánum og fóru að spinna í kringum Knút óteliandi fína silkiþræði. Knúti geðjaðist ekki að svona gráu gamni, 0g ætl- aði leiðar sinnar um skóginn, en komst ekki úr sporunum. Fætur hans fjötruðust í enn sterkara neti, handleggir hans límdust við treyj- una, augun toldu saman og loks datt hann kylliflátur i grasið. Hann gat e*kki séð neitt; hann heyrCi alla skógarbrekkuna skellihlæja. Álfa- meyjarnar tóku höndum saman og dönsuðu hringinn í kringum hann, klipu hann í kinnarnar eins og mý- flugur og voru frá sér numdar at gleði yfir því, hvað þetta væn skrítið. i— Liggðu nú og hungraðu þangað til þú færð nóg af daggar- dropa og mýflugufæti, — sögðu þær Knútur lét nú svo lítiC aC fara bónarveg að þeim. “Heyrið þiC mig nú Iitlu álfameyjar” — sagði hann — “eg er ánægður með að éta ofurlitinn reyrbita, sem er í treyju- vasa mínum. Vill ekki einhver ykk- ar gera svo vel og stinga honum í munninn á mér?” Þetta þótti álfameýjunum ótta- ega gaman að sjá svona stórt mannsbarn éta. Fjórar af þeim ruddust ofan í treyjuvasann og drógu með sameinuðum kröftum gaklrapípuna upp úr honum og með mikiHi fyrirhöfn tókst þeim að stinga henni í munninn á honum. Síðan fóru þær aftur að dansa enn þa fjorugar í kringum hann og of- an a honúm, svo aC undir tók í skogarbrekkunni af hlátrunum i þeirn, ems og þaC væri suða úr miljónum af mýflugnahópum. Und ir eins og Knútur fann pipuna uppi 1 sér, fór hann að blása pý, pý. hyrst hættu hláturshviðumar i skógarbrekkunni, svo fóru að heyr- ast hundrað þúsund gráthljóð i öllum áttum, ekki ólíkt því þegar hellirigning slæst í steinana og trén í skógarbrekkunni. Knútur gat ekki séð, en hann skildi að álfameyjam- ar grétu, og fanst það samt vera leiðinlegt, að (lata svo glaCværar verur gráta. — “Leysið þiC mig, þá skulu þið fá að hlæja” — sagöi Knútur við þær. Nú þykir þeim ekki jafnvænt um neitt og að fá að hlæja; þær hlæja líka burtu sitt skammvinna líf á sumarkvöldunum. Undir eins voru hundrað hendur á lofti til að reka burtu kóngulærnar, frelsa fangann, leysa fætur hans og hendur, og ná opnum samanlímdum augum hans. Knútur gat nú séð litlu óvinina sína og var nógu óhræsislegur til að blása enn þá einu sinni “pý”. Ó, hvaC aumingjamir litlu skældu og hristust. Þær stukku upp í loftið,. svo að þær ráku sig nærri þvi á fuglana, og sumar þeirra duttu svo beint niCur á nefið á Knúti, svo hann mátti hrista þær af sér. Hann tók ekki eftir því, að ein álfamærin datt ofan í treyjuvasa hans og rat- aCi svo ekki út aftur. —“ Verið þið nú sælar, litlu álfakonur” — sagði Knútur og hélt ferð sinni áfram um skóginn. Eg verð að gæta mín fyrir skóg- inum” hugsaði hann “Það er sagt aC hann sé lang-verstur. Hvernig er nú greinin í kverinu mínu: “Hvað er það ... ?” Liltu síðar kom hainn aC mýrar- móum, sem ber spruttu á. — “Hér aatti að vera óhætt aC hrifsa fáein ber” — hugsaði hann fyrst eg kki fæ mat fyr en siðdegis,” — þar lá stórt grenitré. sem hafði brotnað og dottið um koll, og Knútur varð að fara yfir til að komast í mýrina. En áCur en Knútur var kominn inti á milli þéttu greinanna þess, rels það upp Knúti til mestu skelfingar, og öskraði: “Nei, góCan dag, Knútur síspil- andi, ósköp er að sjá þig,”— Knút- ur hafCi orðið fastur í trjátoppnum hátt uppi í loftinu. Hann herti upp hugann og svaraði:— Því skyldi eg ekki líta illa út? eg sem ekki hefi fengið annan mat síðan í gærdag, en heitt stangajárn, freðið kvika- silfur, einn dagardropa og einn mýflugufót. — “Nú, nú, því raskar þú þá miðdagssvefni mínum” — spurði grenitréð — veistu ekki, að eg er skógarkóngurinn og ræð yfir öll- um trjám, og flóum, í sjö milna fjarlægC. Hefir þú séð höllina mina? Á eg ekki falleg hýbýli?” Knútur sá ekkert annað en eyði- heiCi, en hann leyfði sér þó að spyrja allra auðmjúklegast, hvert hann mætti ekki fara snöggvast- niður úr trénu og tína sér fáein bláber. — Hvað er þetta? Tína sér bláber.” öskraði skógarkóngurinn. Fáðu þér furutré ,fyrir ausu og mokaCu í þig sjö klifjum af mosa. Það kalla eg undirstöðumat og þaC er minn uppáhalds matur.” — “Kannské eg gæti fengið eina klif af eplamauki og svona meðal- gryfju futla með villi-hunangi ?” —Epla-mauki ? Eg skal búa til úr þér eplamauk af því þú ónáðaC- ir miðdagsdúrinn minn. Kóngsörn, eg gef þér strákinn. Búðu til úr honum kássu handa ungunum þín- um.” Nú tók Knútur eftir óttalega stórum erni, sem sat í trjátoppin- um og horfði á hann mjög gráðug- lega. Ofan gat Knútur ekki komist af því, grenitréð hélt fast höndum og fótum hans, og hann mundi fljótt hafa saxast í kássu. Knútur sísjpilandi hafCi aldrei étiC kjöt- kássu, en þó hann héldi að það væri góður matur þá langaði hann þó ekki sérlega til að verða sjálf- ur erni aC fæðu. Þegar svona var illa ástatt fvrir honum, fann hann að eitthvað í'tið var að fikra sig upp úr vasa hans, upp handlegginn á honum, upp treyjuermina hans, upp hökuna og þaðan upp í munninn á honuin. ÞaC var álfakonan litla, sem hafCi orðið eftir í treyjuvasanum hans; hún togaði nú galdrapípuna með ótrúlegri fyrirhöfn upp úr vasa hans og upp í munninn á honum, þó hún væri sexfalt lengri en nún sjálf, og sagði : — “blástu nú.” Knútur fann að pípan var i munninum á honum og fór aC blása; pú, pú. GrenitréC fór þá að geispa og teygja úr greinunum, og tautaði, að það hefði veriC glapinr: fyrir sér miCdagssvefninn. Síðan fleygði það sér kylliflatt ofan i mýrina og marði örnina undir sér um leið. Knútur skreið ofan á milK greinanna, hann heyrði1 skóginn hrjóta eins og það væru hundraC birnir, sem hrytu hver i kapp viC annan. Já. nú skal eg vara mig, — hugsaði Knútur, — það er hættu- legt hérna í skóginum ; eg held eg fari heldur strandgötuna við sjó- inn.” Þegar hann hafði klöngrast yfir stokka og steina, sem nú voru í fasta svefni, komst hann brátt aftur út á strandgötuna. Hér blasti hið stóra reginhaf viC honum, langt um meira og tignarlegra en inni við Perlurifin Vestanvindurinn blés hér, ekki hvast og kaldranalega, eins og inni við Perltirifin, heldur hægt og þýðlega eins og sjómann- inum þykir best, og bátamir dansa léttilega eftir. Og litlu öldurnar voru svo indælar og glaðlegar eins og f jörug börn, sem elta hvert ann- að en þær voru klæddar í sægræn- ar treyjur og pilsin þeirra voru lögð meC hvítum blúndum í fell- ingunum. Knútur settist á klöpp, við víkina. Hann var dauCþreytt- ur og hvíldi sig við að horfa út á sjáinn. Honum þótti vænt um hann, síðan hann mundi fyrst eftir sér. Hann hafði líka fæðst og alist hér upp viC ströndina. Næst því að synda í öldunum vissi hann ekkert indælla en að horfa þ leiki þeirra. Ef hann hefði aðeins ekki verið svo glorhungraCur. Ef hér væru nú ekki þær hellur, sem eg hefi látið flytja kerlingar og aC þær væru orðnar að brauði og smjöri:— hvað eg skyldi þá éta. Þá reis alda á voginum og gekk svo langt upp á ströndina, að hún vætti fæturna á Knúti. En upp úr sjávarfroðunni sást á mjallhvítar axlir, og rétt á eftir sat ljómandi falleg litil stúlka á klöppinni við hliCina á Knúti. Hún var nærri því jafnhá honum, var í ljósgrænum kyrtli og silfurbelti og silfur arm- band, en gullkamb í síða gulbjarta hárinu, og á höfðinu kranz af snjó- hvítum sjávarliljum “Nei, góðan daginn — Knútur síspilandi.” — sagði hún, meC svo þýðum rómi eins og lækjarniður á vorin. “En hvað er að sjá þig í dag?” Knútur leit hissa á haiia og sagCi “Þvi skyldi ekki vera ósköp að sjá mig, sem ekkert hefi smakkað síð- an i gærdag, nema glóandi stanga- járn, freðiC kvikasilfur, einn dagg- ardropa og einn mýflugufót og sjö hlöss af mýrarmosa. — Aumingja drengurinn” — sagði vingjarnlega litla stúlkan, og strauk mjúku hendinni sinni um ennið og hárið á Knúti. — Komdu til mín, þá skaltu fá fylli þína af sjávar- froðu og hvitujTi ektaperlum. —“Eg þakka kærlega fyrir” — sagCi Knútur. — “En mér þætti betra að fá steikta lúðu og fimtán brauðsneiðar meC steiktum lax- hrognum ofan á.” Telpan hló og sagði“Hafið þér j>á aldrei étið ísfroCu með sykri ofan á. Eg skal segja þér nokkuð, eg er uppáhaldsinnistúlkan hennar Undinu sem er uppáhaldsdóttir sækóngsins. — Hún, sem býr í fögru kórallahöllinni þarna úti í sjónum, og setur fallegu fótsporin sín á fjörusandinn þegar hún leik- ur sér á öldunum. f gær lékum við hauk og dúfu við ströndina við Perlurif, og þá týndi hún Undína galdrapípunni sinni viC ströndina. Viltu nú koma með mér til hennar Undinu o gskila pípunni aftur, þá skaltu fá heilt fjall af fallegustu perlum hafsins að fundarlaunum?” “Nei, þakka þér fyrir” -L sagCi Knútur — “Eg er boðinn að Ásl til miðdagsverðar og hefi ekkert étið síCan í gær.” “Sýnist þér ekki, að eg sé nógu lagleg.” sagði hafmeyjan, um leið og hún tók i báðar hendurnar á honum og horfCi svo fast á hann, eins og hún vildi lesa i gegnum hann með bláum blikandi augunum sínum, — “Viltu ekki kyssa rós- rauða munninn minn?” “Ekki ertu ljót,” sagCi Knútur, en eg vil samt heldur kyssa góða fuglasteik.” “Nei, hlustið þið á hann, sá er góður.” sagCi hafmeyjan skelh- hlæjandi. "Eg skal segja þér nokk- uð meira, Knútur síspilandi. Ef þú1] vilt fylgja mér og skila aftur píp- unni, þá skaltu verða minn allra besti unnusti, og eg skal verða allra besta unnustan þín, og við skulum lifa ánægð saman í þúsund ár og klæCast í silki og perlur.” "Nú flest skal maður nú fá að heyra,” sagCi Knútur. “Eg hefi ekki étið neitt, sem teljandi sé, síð- an í gær, og er boðinn til aC éta miðdagsmat að Ási í dag. Vertu sæl sullukolla, nú fer eg leiðar minnar.” “Þú raupar bara,” sagði haf- meyjan kænskulega, “þú hefir ekki neina pípu.” “Hefi eg enga pipu?” — kallaðt Knútur og tók pípuna upp úr vasa sínum. f sama bili fann hann að stór alda skvettist yfir höfuCið á honum og fleygði honum flötum á klöppina. Hann vissi svo ekki leng- ur af sér fyr en hann vaknaCi á klöppinni. Þá var sólin komin í vest ur, svo nú hlaut að vera komið fram yfir nón. Knútur nuddaCi augun og furð- aði sig á hvar hann væri. Jú Þarna var þá Krikkala-skógurinn með alla tröllakóngana, þar sem hann hafði komist i svo mörg æfintýri og verið boðið að éta svo skrítna morgun- verCi. Þarna var stóra hafið, sem hélt áfram að ganga í báróttum bylgjum upp aC ströndinni og skvetti mjall- hvitri froðunni alveg upp á klöpp- ina, sem hann lá á. En hvar var innistúlkan hennar Undinu? Hún sást hvergi, hún hafði synt burtu á öldunum. Og hvar var galdra- pipan og hvar var litla álfamærin, sem hann gleymdi í treyjuvasanum, og sem svo trygglyndislega hafði frelsaC hann úr klóm kóngsaraar- ins? Rétt hjá honum á klöppinni lá ofurlítill reyrbátur, en það var ekki nokkurt hljóð í því, og í treyjuvas- anum fann hann líka svolítinn blautan blett, en enginn vissi hvort þaC voru leifar af álfameynni eða sjórinn hafði skvest ofan í vasann. Knútur fór að halda að hann hefði sofnað þarna í sólskininu og dreymt tómt rugl. — “Og eg er boCinn að Ási til miðdagsverðar r dag.” — kallaði hann upp yfir sig. I sama bili var hann kominn á fætur og tók á rás beinustu leið þvert yfir skóginn. En það var nú ekki svo sérlega fljótfarið. Eini- runnarnir áttu ýmislegt vantalað viC huxnaskálmarnar hans, greni- hríslurnar löfðu svo fast, sem þær gátu í treyjunni hans og bláberja- lyngið og krækiberjalyngið nudd- aði og nagaði beru fæturnar hans. En Knútur vildi komast áfram, og áfram komst hann, án þess að rata í fleiri æfintýri, þegar klukkan sló rétt fjögur; en þá var hann svang- ur, þreyttur og bróðrjóður af hita. “Velkominn Knútur síspil- andi,” sagði herra Pétur. 1 dag liggur reglulega vel á þér.” Því skyldi ekki liggja vel á mér, sem hefi verið boðið að éta hvít- glóandi stangajárn, freCið kvika- silfur, einn daggardropa, einn mý- flugufót, sjö kerrahlöss af mýrar- mosa, eina skál af sjávarfroðu og eitt fjall af perlum,” sagði Knútur. “Það voru margir réttir á einum degi,” sagði herra Pétur. — “Mað- ur ætti ekki að hugsa of mikið um matinn hérna í heiminum. Þegar maður er stöðugt aC hugsa um þess- konar, þá rekur maður sig alt af á tröllin, sem gera bara gabb að mönnunum. Þú ert kannske svang- ur, drengur minn?” fFramh. á bls. 7). T a 1 s í m i ð’ □ KOL ÍC COKE V I D U R Thos. Jackson & Sons TVÖ ÞÚSUND PUND AF ANÆGJU.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.