Lögberg - 26.03.1925, Page 6

Lögberg - 26.03.1925, Page 6
ÐlJ. 6 LöGÐERG FIMTFDAGINN. 26. MARZ 1925 Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL 38. KAPITUU. Fréttir frá Clarcnce. “QrSiS höfðingjar getur orðið óvinsælt og hættu- legt þeim, sem nefnast 'því, á bökkum Mississippi engu síður en á bökkum Signu. Menn skyldu ekki blekkja sjálfa sig! Þessir tímar eru 'hættulegir. Þúsundir manna hafa mist atvinnu sína við það að verslun og iðnaður hafa hætt. Þegar hungrið ber að dyrum hjá þeim, þá er eðlilegt að þeir spyrji um ástæðuna. Það var hugur, sem kom frakknesku stjórnarbyltingunni af stað.” Virginia las ekki þessa ritstjómargrein, vegna þess aS hún birtist í hinu fyrirlitlega málgagni skríls- ins “The Missouri Democrat.’’ Það lék á ýmsu með lánið þetta fyrsta heita ófriðarsumar. Það ber að þakka, að okkar þjóð getur ekki gripið það æði, sem sendir menn í hópum undir fallöxina. En þegar við hugsum rólega um þessa daga, getum við þá annað en vorkent höfðingjunum ofurlítið? Margir þeirra þektu skort og hungur löngu áður en hinu grimmilega stríði var lokið. Og hversu hughraustir tóku þeir ekki á móti hungurvofunni, sem slæglgea læddist inn á heimili þeirra. Æ, Virginía, barnið mitt,” sagði frú Colfax ön- nglyn einn morgun er þær sátu að morgunverði, hvern- ig stendur á því, að þú ert altaf í þessum gamla kjól? Mér er farið að dauðleiðast að sjá þig í honum, góöa min. Þú mátt til með a« fá þér eitthvað nýtt til að fara í, jafnvel þó að hér séu engir karlmenn til þess að halda sér til fyrir.” “Þú mátt ekki tala svona, frænka. Eg held að eg hafi aldrei klætt mig til þess að þóknast karlmönnun- um.” “Uss, góða mín, við gerum það allar. Eg gerði það jafnvel eftir að eg giftist móðurbróður þínum. Það liggur í eðli okkar. Við megum ekki vera illa til fara eða langt á eftir tískunni nú á dögum. Vissirðu að það var von á Napóleon prins í heimsóknarferð hingað í haust? Við verðum að vera undir það bún- ar. Eg er að láta máta kjól á mig hjá ungfrú Elder í dag.” Virginia var farin að læra að stilla sig. Hún svaraði engu um leið. og hún helti kaffinu í bollann handa frænku sinni. “Jinny,” sagði frúin, “komdu með mér til ung- frú Elder, og eg skal gefa þér nokkra kjóla. Hefði Comyn verið eins varasamur með sina eigin peninga og hann var með mína, þá gætir þú gengið sæmilega til fara.” “Eg held eg gangi sæmilega til fara, frænka,” svaraði Virginía. “Eg þarf enga kjóla. Gefðu mér peningana, sem þú ætlar að borga fyrir þá, og eg get notað þá til annars, sem er þarfara.” Frú Colfax hagræddi kniplingunum á kjólerm- inni sinni ólundarlega. “Eg er orðin dauðþreytt af þessu stærilæti í þér, Jinny,” sagði hún. “Til hvers myndir þú nota þá?” “Hedges ætlar að reyna að komast fram hjá vörð. unum annað kvöld, sagði Virginia í hálfum hljóðum. “Eg myndi senda Clarence þá.” “Svei!” hrópaði frænka hennar. “Eg myndi ekki trúa honum fyrir þeim. Hvernig veistu að hann muni komast fram há þýsku útvörðunum til herdeildár Prices ? Souther náðist í síðustu viku og þetta heimsku- lega bréf frá Lóu Russell til Jacks Brinsmade var prentað í andstæðingablaðinu.” Hún hló að endur- minningunni um það, og Virginía var fegin að geta hlegið líka. “Lóa hefir ekki látið sjá sig mikið síðan. Og eg vona að þetta venji hana af því að fleipra út úr sér öllu, sem hún kann að halda um annað fólk.” “Nei, það gerir það ekki,” sagði Virginía. “Eg ætla að geyma mína peninga þangað til Price rekur Norðanmennina burt úr ríkinu, og Clarence kemur hingað sem foringi heillar herdeildar,” hélt frú Colfax áfram. “Það verður ekki langt þangað til.” Virginía hvesti augun á hana. "Þú getur ekki hafa lesið blöðin,” sagði hún. “Og manstu ekki eftir bréfinu, sem Maud fékk frá George? Þeir hafa ekki einu sinni bráðustu lífsnauð- synar. Og helmingurinn af mönnum Prices er vopn- laus.” “Komdu með blað, Jacksor,” sagði frú Colfax. “Eru nokkrar nýjar fréttir í dag?” “Nei,” svaraði Virginía fljótt. "Það eina, s*m við vitum, er að Lyon er farinn frá Springfield til þess að mæta hersveitum okkar og að stór orusta er í vænd- um. Það getur vel verið að — að hún standi yfir i dag.” Frú Colfax fór að gráta. “Ó, Jinny!” hrópaði hún. “Hvernig geturðu verið svona ónærgætin?” Þennan sama dag um kvöldið kom hár og magur maður, sem hafði hið slægðarlega og góðmannlega augnaráð njósnara, inn í borðstofuna. Hann rétti frú Colfax bréf og forstofunni læddi hann bréfi í hend- ina á Virginíu, sem hún stakk í barm sinn. Hún var frá sér numin af fögnuði, þegar hann hvíslaði að henni, að hann hefði séð Clarence og að honum liði vel. Svar mætti skilja eftir hjá Russell eftir tvo daga. En hún yrði að gæta vel að sér hvað hún skrifaði, því njósnarar Norðanmanna væru mjög ásæknir. Clarence hafði sannarlega sýnt það, að hann væri maður. Hann hafði borið frægðina og einkennisbún- inginn vel, en ekki bar hann hættuna og erfiðleikana síður. Orðin, sem hann hafði skrifað voru ungæðis- leg og full af hreinskilni og þau fyltu hjarta Virginiu með sigurfögnuði. Bréfið til móður hans byrjaði með frásögn um æfintýrið fyrir neðan vopnabúrið, þegar báturinn sökk við eyjuna. Hann sagði frá hvemig hann hefði heyrt foringjann kalla til sín í myrkrinu og hvemig sér hefði tekist að ná í grein á stóru tré, sem var á reki, þar sem hann barst niður ána, með straumnum máttlaus af kulda og þreytu. Hann sagði ennfremur frá að tunglið hefði komið upp rétt áður en Memphis póstbáturinn kom að hon^m, og að hann hefði sést frá hqnum, sér hefði verið bjargað og heil- mikið verið látið með sig, þangað til hann hefði verið settur á Iand við næstu viðkomustöð, til þess að skip- stjórinn kæmist ekki í nein vandræði. Um morguninn hafði hann svo fengið sér grófan brúan klæðnað og leðurskó og veiðihúfu og haldið af stað út á lands- bygðina. Virginía hefði aldrei þekt hinn vel búna riddaraliðshöfuðsmann sinn í þessum búningi. Bréfið var langt, eftir því, sem Clarence var van- ur að skrifa, og skrifað smám saman með miklum erfiðleikum. Hann var búinn að ganga í heilan mánuð yfir fjöll og árfarvegi og hafði altaf verið að bíða eftir að fá fréttir um að búið væri að draga saman lið til þess að berjast á móti norðanhernum i Missouri. Hann hafði betlað mat á bændahúsunum og lifað á feitu svínaketi og maísbrauði; loksins hafði hann komist þangað sem brúin á Kyrrahafsbrautinni hafði verið sprengd upp samkvæmt skipun ríkisstjórans. Þá hafði hann frétt, að hinn óþreytandi Lyons hefði farið upp Missouri ána og tekið Jefferson City án þess að skjóta einu skoti, og að hið illa búna uppreisnarlið hefði barist hjá Boonville og tapað. Hann hélt áfram, þreyttur en óbugaður, til þess að ná hernum, sem hann hafði heyrt að væri að láta undan síga suður eftir öll- um vestursveitum ríkisins. Á bökkum Osaga árinnar mætti hann tveimur öðrum ungum mönnum, sem voru í sömu vandræðun- um og hann sjálfur. Þeir ferðuðust saman þangað til einn dag, að nokkrir bændur með fuglabyssur í hönd- unum spruttu upp úr runni við læk einn og tóku þá fasta, þvi þeir héldu að þeir væru njósnarmenn úr Norðanmanna hernum. Bændumir hlóu þegar Clar- ene reyndi að koma þeim í skilning um, að hann hefði fyrir skemstu verið snyrtilega búinn höfuðsmaður í riddaraliði ríkisins. Hans velæruverðugheit, ríkisstjórinn í Missouri fallir góðir Sunnanmenn viðurkendu hann sem ríkis- stjóraj hló líka, þegar Clarence var leiddur fyrir hann ásamt hinum tveimur. Ríkisstjórinn sat í bjálkakofa, sem var umkringdur af hermannatjöldum. Útbúnað- urinn var allur þannig að gömlum bardagajálkum fanst hann blátt áfram til stórskammar. “Colfax!” hrópaði ríkisstjórinn. ]“Oolfax 'frá St. Louis í þessum búningi?” “Ljáðu mér rakhnif,” sagði Clarence, með gremju,” rakhníf og ný föt, og eg skal sanna það.” Ríkisstjórinn hló aftur. “Rakhníf, drengur minn! Rakhnif og ný föt! þú veist ekki hvað það er, sem þú biður um.” “Er nokkur hér frá St. Louis?” Það var komið með George Catherwood, eða öllu heldur, það var komið með mann, sem einu sinni hafði verið George Hann var nú risavaxinn útkjálkabúi með ljósleitt skegg og stóran hníf í beltinu í staðinn fyrir sverð. Hann kannaðist við riddaralisðhöfuðs- mann sinn og rikisstjórinn bað afsökunar. Næstu nótt svaf Clarence í bjálkakofanum. Næsta dag var honum fenginn hestur og nýr riffill, sem menn rikisstjórans höfðu náð af þjóðverjunum á leiðinni suður. Nokkru siðar rákust þeir á þrjú þúsund aðra hermenn, sem voru alveg eins búnir og þeir. Þetta var lið Prices, en Price var sjálfur farinn á undan til Kansas, til þess að biðja hinn mikla McCullock og bandamenn hans um að koma þeim til hjálpar og bjarga rikinu. “Elsku mamma, eg vildi að þú og Jinny og Comyn frændi hefðuð getað séð þennan sveitaskríl. Þið hefð- uð getað bæði hlegið og grátið, því að við erum alveg eins og þeir. I öllum hemum eru tvö þúsund, sem hafa ekki neitt í höndunum, nema stórar sveðjur og lurka. Sumir hafa langa riffla frá tímum Daníels Böones, sem ekki hefir verið skotið úr í þrjátíu ár. Og þá ~u áhöldin ekki betri. Opnir vagnar, fólksflutningavagn- ar, eineykisvagnar og kerrur, hlaðnir með pönnum, stólum og fiðursængum. En við erum fullir af áræði og við getum barið á Þýskurunum og Yankee-unum hans Lyons rétt eins og við stöndum. Áræðið er fyrir öllu og hinir hafa það ekki. Eg var gerður að höfuðs- manni í riddaraliðinu í dag undir Rives ofursta. Eg ríð stórum mögrum hesti, sem er líkastur fíl. Hann er svo hastur að hann ætlar að brjóta í mér hvert bein. Það er eitthvað annað en gæðingurinn minn heima. Segðu Jinny að líta eftir honum, svo að hann verði til reiðu, þegar við höldum innreið okkar í St. Louis.” Cowskin Prairie. 9. júlí. Við höfum barið á Sigel á sléttunni hjá Coon Creek og drepið — eg veit ekki hvað marga. Segðu Maud að George hafi getið sér góðan orðstír þar. Við, sem erum í riddaraliðinum komumst ekki að þar. “Nú erum við loksins búnir að komast til Mc Cullocks og hans manna, sem eru verulegir hermenn. Við æptum þangað til við grétum, þegar við sáum þá í gráu einkennisbúningunum með gyltu hnappana, gyltu borðana og gyltu stjörnumar. McCullock hefir tekið mig í yfirforingjaráðið og hefr lofað mér einkennis- búningi. En hvernig á að fæða og klæða menn okkar og útvega þeim nauðsynleg vopn? Við höfum ekkert nema fáeina nautgripi — enga peninga. En okkar menn kvarta ekki. Við sigrum Norðanmennina áður en við sveltum.” Frú Colfax gerði ekki annað í marga daga en að kvarta um það, hvaða erfiðleika veslings drengurinn sinn yrði að þola. Hann, sem væri vanur við tárhrein- ar rekkjuvoðir og æðardúnssængur, hefði einu sinni ekki gróft brekán eða skýli yfir höfuðið; hann, sem væri vanur við besta mat, yrði nú að lifa á drafi. “En, frænka,” hrópaj5i Virg]inía, “hann er að berjast fyrir Suðurríkin. Við værum ekki nærri eins stoltar af honum, ef hann væri fæddur og klæddur eins og Yankee-hermennimir. Það er ekki ástæða til þess að birta á prenti hin ástþrungnu orð, sem Clarence skrifaði Virginiu. Hún marglas bréfið og braut það svo að jafnvel vaxslett- urnar, sem voru á því skyldu ekki brotna eða detta af. Hann sagðist vera sæll, en að sér liði samt illa af því að geta ekki séð hana. Þetta væri lífið, sem hann hefði ávalt þráð, Og að síðustu: nú væri hann að sýra, að hann gæti unnið eitthvert gagn í heiminum; hann væri ekki lengur iðjuleysinginn, sem hún hefði ávítað áður — “Manstu eftir því, Jinny, að þú sagðir fyrir mörgum árum, að það sem eyðilegði okkur væri það að við gætum ekki unnið? Eg vildi að þú gætir séð okkur fella tré til þess að búa til kúlnamót, eða smíða sprengikúlur, eða búa til skothylki á kvöldin og nota byssustingina okkar fyrir kertastjaka. Eg veit að þú, kæra Jinny mín, lætur ekki hugfallast. Mér finst eg sjá þig vera að sauma föt handa okkur; mér finst eg heyra þig vera að biðja fyrir okkur.” Þetta varð til þess að Virginia fór að læra að sauma. Hún hafði ávalt haft andatygð á því. Hún stakk sig í fingurgómana og hana sveið í þá margar vikur eftir að hún byrjaði. Sáraumbúðirnar, skyrt- urnar og höfuðhlífarnar, sem voru búnar til í þúsunda tali fyrsta ófriðarsumarið af konum, sem unnu mál- efni sinu, en sem hermennirnir í spaugi 'kölluðu nátt- húfur — þessir hlutir komust aldrei á vígvöllinn, þó sorglegt sé frá að segja. Virginía stakk upp á því við Russells stúlkurnar, að þær færu að búa þær til. Þær höfðu aldrei verið eins ánægðar og þær voru, er þær keptust við að sauma þær handa lausnarhernum, sem þær áttu von á að kæmi þá og þegar, en sem kom aldrei. Löngu heitu dagarnir liðu hægt. Það var fátt til gleði fyrir fjölskyldurnar, sem hinn mikli norðan- her skildi frá ástvinum sínum. Clarence gat dáið, og heill mánuður, jafnvel ár, gat liðið, án þess að nokkr- ar fréttir kæmu, nema að hann væri fluttur til St. Louis sem fangi. Virginía öfundaði Maud vegna þess, . að skýrslur norðan hersins yfir fallna og særða myndu að minsta kosti færa henni fréttir af Tom bróður hennar; hún öfundaði margar fjölskyldur, sem áttu syni og bræður í norðanhernum af þessum hlunnind- um. Hér að framan var minst á stjórnarbyltinguna frakknesku. Að vera njósnari var þá, eins og Balzac komst að orði, sama og að vera föðurlandsvinur. Mannslif eru ekki eins ódýr í löndum þar sem eng’ilsaxneskar þjóðir búá; tilfinningarnar eru þar ekki eins æstar og óstjómlegar. Berum saman með merkum sagnfræðing drápin i Boston og drápin á Frakklandi sankti Bartólómeusar nóttina; hvort- tveggja voru manndráp. Eða berum Jackson herbúð- irnar eða Baltimore, þar sem fáeinir menn voru skotnir, saman við einhverjar strætisrósturnar í París eftir fall Bastilíunnar. Tilfinningar manna voru aldrei æstari en á þessum stöðum. Það var æpt og hrópað að yfirmanni herlögreglu vorrar á strætinu og hann var kallaður “Robespierre” en samt óttaðist hann ekki hnif morðingjans. Sunnanrikja höfðingjalýður okkar umkringdur í borg, sem var á valdi Norðanmanna, en sem var þó þeirra borg. Það er sannleikur að engar konur voru hneptar í fangelsi. Samt var engum leyft að æpa fagnaðaróp fyrir Jeff Davis á gatnamótum fyrir framan lögregluvarðliðið. Stöku sinnum bar það við að hópur varðmanna, sem einhver ungur liðs- foringi réð fyrir gekk snúðugt upp að einhverju húsi. íbúar hússins þutu þá til bakdyranna, en fundtf ann- an hópinn þar. Einn dag kom Eugénie Rénault hlaupandi með miklu írafári og hringdi dyrabjöllunni hjá Carvel. Hún hljóp fram hjá Jackson, sem stóð steinhissa og upp á loft til herbergis Virginiu, og hratt upp hurð- inni. "Ó, Jinny!” hrópaði hún. Russelss húsið er um- kringt af Norðanmönnum og Lóa og Emilía og alt hítt fólkið eru fangar!” “Fangar! Hversvegna?” sagði Virginía og varð svo mikið um fregnina, að ársgamall hattur, sem hún var að skreyta með rauðum, hvitum og bluám borðum, datt úr höndunum á henni. “Vegna þess,” sagði Eugénie bálreið, vegna þess að þær veifuðu til nokkurra vesalings piltanna okkar, sem var verið að fara með I þrælastíurnar. Þeir voru leiddir fram hjá húsinu í fylgd varðliðs — Lóa hafði lítinn fána —” “Sunnanríkjafána,” greip Virginfía fram í og gat ekki varist því að brosa. “Og hún veifaði honum á milli gluggahleranna,” hélt Eugénie áfram. “Og einhver sagði yfirforingja herlögreglunnar frá því. Hann hefir látið umkringja húsið og fjölskyldan verður að sitja þar.” “En ef maturinn endist þeim ekki?” “Þá,” sagði ungfrú Rénault með óttasleginni rödd, "þá á hver meðlimur fjörskyldunnar að fá bara venju- legan hermannaskamt; það á þá að fara með þau eins og fanga.” "Ó, þeir eru fyrirlitlegir, þessir Norðanmenn!” hrópaði Virginía. “En þeir skulu fá að borga fyrir þetta og það tífalt! Undir eins og herinn okkar er kominn í lag og rétt útbúinn skulu þeir fá að borga fyrir það.” Hlún lét á sig hattinn fyrir framan spegil- inn. Það bar mikið á rauða litnum og hvíta í honum. Svo hljóp hún að fataskápnum og tók út hvíta kjólinn með rauðu borðunum. “Biddu eftir mér, Génie,” sagði hún. “Við skul- um verða samferða þangað. Það verður ef til vill ofurlítil hughreysting fyrir þau að sjá okkur.” "En ekki í þessum kjól,” sagði Eugénie dauð- hrædd. “Þeir taka þig fasta.” “En hvað eg óska þess að þeir gerðu það!” hrópaði Virginía, og augu hennar leiftruðu svo að vinstúlku hennar þótti nóg um. “En hvað eg vildi að þeir gerðu það!” Ungfrú Rénault leit með aðdáun á vinstúlku sína. Klukkan var fimm, þegar þær lögðu af stað saman undir hvítu sólhlífinni, sem Virginía bar. Eugénie óx hugur við að sjá hve djarflega Virg- inia bar sig. Við megum ekki gleyma þvi að Virginía var ung, og tilfinningar hennar voru svipaðar tilfinn- ingum þeim er langömmur okkar höfðu, þegar Bretar tóku New York herskildi. Það var sem hún vært fædd til þess að bera liti Suðurríkjanna, rautt og hvítt. Aldraðir menn, sem fylgdu Norðurríkjunum að málum námu staðar, er þeir sáu hana, og brostu af eintómri aðdáun, sumir að vísu dálítið raunalega, svo sem Brinsmade. Yngri mennirnir gerðu sér eitt- hvað til erindis til þess að geta gengið á eftir henni nokkurn spöl. En það var sem Virginía gengi í loft- inu og kæmi ekki við jörðina, hún sá ekki neitt. Til- finningar hennar voru sambland af ákafri reiði og óstjórnlegum fögnuði. Hún lét ekki svo lítið að líta við liðþjálfanum og vörðunum fyrir framan húsið hjá Russell; !hún leit ekki á mannþröngina, sem stóð á götuhorninu og sem gat ekki annað en látið fögnuð sinn koma í ljós. Liðþiálfinn brosti aðeins og hreyfði sig ekki til þess að taka fasta þessa djörfu, ungu stúlku, sem klæddi sig í hvítt og rautt. Og Lóa hratt ekki opnum gluggahleranum til þess að veifa til henn- ar. “Eg býst við að það sé af því að faðir hennar leyfir henni það ekki,” sagði Virginía hálf óánægð. “Við skulum fara til aðalstöðvanna, Génie og sýna þessum Yankee-hershöfðingja Fremont, að við séum ekki hræddar við hann.” Eugénie vlar nærri ‘búiní að missa andann af undrun yfir fifldirfskunni, sem fólst í þessari uppá- stungu. Hún leit hálffeimin framan í Virginíu og að- dáunin fyrir henni varð hyggindunum yfirsterkari. Húsið, sem FrémOnt hershöfðingi tók sér til í- búðar, þegar hann kom aftur frá Norðurálfunni til þess að taka við yfirstjóm hersins í vesturríkjunuin, var ekkert smáhýsi. Það stendur enn, stærðar höll úr múrsteini með steingafla að framan, hátt og breitt með þakskrauti og stórum gluggum og hárri undirstöðu. Tvö fordyri úr steini með haglega gerðum járn- grindum að ofan prýða það bæði að framan og á annari hliðinni. Reykháfarnir eru stórir og í samræmi við húsið. í stuttu máli, húsið er eitt af þessum hús- um, sem margir ríkismenn bygðu sér um miðbik nítj- ándu aldarinnar, og sem hafa enst vel. Stór garður, sem liggur hærra en strætið, er umhverfis það, og garðurinn er umkringdur af vegg úr höggnum steini, og ofan á honum eru grindur úr járni. Alt húsið ber vott um auðlegð, öryggi, festu, íhaldssemi. Því miður hafa kolalögin, sem eru undir dökka jarðveginum í vesturríkjunum smám saman hrakið eigendur þessara húsa burt úr þeim. Þau eru nú orð- in svört, hálfgrafin í sóti; þau annaðhvort standa tóm eða eru orðin að hálftómum matsöluhúsum. Afkom- endur gömlu fjölskyldanna fara nú fram hjá þeim. þegar þeir eru á leiðinni til skrifstofanná í borginni eða leikhúsanna, og varpa öndinni mæðilega þegar þeir sjá þau. Synir þeira sem áttu þau, hafa bygt vestar og vestar, þangað til þeir eru komnir sex mílur frá ánni. Þetta sumarkvöld fyrir fjörútíu árum, þegar Virginía og Eugénie komu í nánd við húsið, var uppi fjöður og fit umhverfis það. Orð var gert á því hversu mikil viðhöfn væri á öllu hjá yfirhershöfð- ingjanum. Hann var nýkominn frá Norðurálfunni, þar sem viðhöfnin var ófráskiljanleg öllu, sem að hernaði laut. Útlendir liðsforingjar áttu að koma til Ameríku til þess að kenna hermönnunum að klæða sig og bera sig rétt. Skrautbúinn ungverskur liðsfor- ingi stjórnaði lífverði hershöfðingjans. Og lífvörð- urinn stóð nú í fylkingu fyrir framan húsið. Álengdar stóð fjöldi manns, sem var of hræddur til þess að spaugast að þessu, þó að margan langaði til þess, þeg- ar hann sá framan í stranglegt og valdsmannlega and- litið á ungverska höfuðsmanninum. Virginía leit á skrautlegu einkennisbúníngana, sem glitruðu í sól- skininu, og á feitu hestana; og það komu brennheit tár fram í augun á henni við að hugsa til hálfhungruðu agalausu sunnanihermannanna úti á glóðheitri sléttunni. Rétt í því gaf höfuðsmaðurinn fljóta skipirn á slæmrí ensku; fólkið, sem stóð umhverfis, tvístraðist og yfir- hershöfðinginn sjálfur gekk regingslega út úr hlið- inu og fram á strætið, þangað sem reiðskjóti hans stóð og barði fótunum óþolinmóðlega niður í grjótið. Augu hins mikla manns, sem einu sinni hafði sótt um forsetaembættið og átti eftir að gera það aftur, féllu, um leið og hann steig í ístaðið, á hvíta kjólinn með rauðu borðunum á strætishorninu. Hann stóð graf- kyr eitt augnablik með annan fótinn á lofti. Svo lét hann fótinn falla ofan á jörðina og talaði nokkur orð við ungan liðsforingja í lífverði sínum. Liðsfor- inginn brosti og gekk síðan í áttina til Virginíu og Eugénie. Sú síðamefnda fór að skjálfa á beinunum. Hún þreif í handlegginn á Virginíu og hvíslaði að henni dauðskelkuð: “Ó, Jinny, þú verður þá tekin föst. Æ, eg vildi að þú hefðir ekki verið svona djörf!” “Uss!” sagði Virginía og bjóst til að yfirbuga liðsforingjann gersamlega með augunum. Hana lang- aði helst til þess að ráðast á hann og grípa fyrir kverk- ar honum fyrir það, að hann skyldi vera svo ósvífinn að brosa. Hvernig gat hann vogað sér að ganga hik- laust upp að henni? Mannfjöldinn veik til hliðar. En veik ungfrú Carvel undan ? Nei, ekki eitt fet. “Ó, eg vona að hann taki mig fasta!” sagði Virginía með ákefð við Eugénie. “H'ann kveikir þá þann eld, sem enginn Yankee getur slökt.” Hvað segir hann? Skipar hann henni að koma með sér? Nei, orð hans eru vissulega ekki á þá leið. Hann tekur ofan húfuna, hneigir sig mjög djúpt og segir: “Yfirhershöfðinginn sendir kveðju sína og biður að ofurlítið sé rýmt til að strætinu fáein augna- blik.” RJÓMI Styðjið heimaiðnað með þvi að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að þvf er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvúinumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.