Lögberg - 26.03.1925, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.03.1925, Blaðsíða 8
Bls. 8 LöGBEWG, FIMTUl. AGINN 26. MARZ 1925 Or Bænum. Séra H. J. Leó prédikaði i Ár- borg um síöustu helgi. Hann kom heim aftur á mánudaginn. Söngsarríkoma sú, sem hr. DavíÖ Jónasson hefir veriÖ aC undirbúa fyrir hönd djáknanefndar Fyrsta lút. safnatSar, verður haldin í kirkj- unni miövikudagskveldið þann 15. apríl næstkomandi. Unglings drengur, duglegur og reglusamur, sem hefir reiöhjól til umráða, getur fengiÖ atvinnu nú þegar. Upplýsingar í Central Groc- ery, 541 Ellice Ave. Mrs. S. Bjarnason frá Church- bridge, Sask., sem kom fyrir tveim mánuÖum til bæjarins að leita sér lækninga, fór í vikunni sem leið heim til sín heil heilsu. Dr. Brand- son hafði gert uppskurð á henni við magasári. Börn þau og unglingar, sem not- ið hafa tilsagnar í laugardagsskóla “Fróns” í vetur, eru ámint um aö fjölmenna og koma stundvislega næsta laugardag, er skólanum verö- ur sagt upp. Aðstandendum barna er einnig boðið að komá þangað. Samkoman byrjar klukkan tvö og hálf e.m. í Jóns Bjamasonár skóla. f þessari viku var byrjað á bygg- ingu kjöt verkstæðís mikils í St. Boniface, rétt austan við Rauöána gegnt Winnipeg. Er ráðgert að bygging sú með útihúsum kosti alt að einni miljón dollara, þegar hún er fullgerð með áhöfdum. At- orkumaðurinn Þorsteinn bygginga- meistari Borgfjörð, hefir “con- tract” á stórhýsi þessu, ásamt fé- laga sinum, Mr. Muir. i ......... ... Jóns Sigurðssonar félagið, hefir afmælisfagnað og silfurte að heim- ili Árna Eggertssonar, 766 Victor street, föstudagskvöldið hinn 27. þ. m. Verður þar mikið um dýrðir og margt til skemtana. Söngkonan góðkunna, Mrs. Alex Johnson, ann- ast þann hluta skemtiskrárinnar, er að sönglistinni lýtur. Þess skal getið, aö skorað er jafnt á karla se'm konur, aö sækja mót þetta sem allra bezt. Rithöfundurinn canadiski Char- les G. D. Roberts, flytur fyrirlest- ur föstudagskv. 27. þ.m. að tillhlut- an Wesley College English Club. Verður erindið flutt í Young Mebhodista kirkjunni á mótum Broadway og Furby. Er hér um að ræða einn allra merkaista rit- höfund fhinnar canadisku þjóðar, er getið hefir sér frægð mikla fyrir dýrasögur sínar, á«amt mörgu fleira, er hann hefir ritað. Það er ekki oft, að fólki voru gefst kostur að hlýða á slíkan mann, og ætti þvi að mega ganga út fr því sem gefnu, að landar vorir fjöl- menni á fyrirlesturinn. Veizla mikil var haldin í Marl- borough hótelinu hér í bænum ný- lega, að tilhlutun Webbs borgar- stjóra, og var þar margt af helztu starfsmönnum og verzlunarmönn- um saman komnir og auk þess for- ■^eti C.P.R. félagsins og tveir mehkir menn sunnan frá Minnesota, er all- ir héldu snjallar ræður um mögu- leika á þvi að beina ferðamanna- straumi hingað til lands meiri en að undanfömu. Létu ræðumenn í Ijós, að vel liti út með það nú að ferðamenn sæktu hingaö sér til skemtunar á komanda sumri, og var ákveðið að mynda $40,000 sjóð til að lyfta undir slíkt feröalag með augíýsingum og öðru. Sjóöurinn mun nú allareiðu fenginn, því að C.P.R. félagið, Eaton félagiö, Hud- sons Bay félagið og ýms önnur stór- iðnafélög lögðu þegar á fundinum fram þúsundir dala til sjóömynd- unarinnar. Gott framherbergi á neösta gólfi. í húsi á Langside street, rétt fyrir sunnan Sargent, fæst til leígu nú þegar. Herberginu fylgja öll hús- gögn og eldavél. Einnig 3. her- bergja íbúð á efra lofti, án hús- gagna, en með eldavél. Rafhitað vatn ávalt til taks. Ókeypis not- un talsíma. Herbergin öll nýmáluð. Upplýsingar veitir Mrs. G. Göod- man, 304 Kennedy street. Til sölu með mjög aðgengilegum kjörum í Mikley, Hekla P. O-, 57 ekrur af ágætu landi, 22 ekrur ræktaðar, hitt engi og kjarr. Á landi þessu, sem liggur skamt frá pósthúsinu, er verslunarbúö 20x38 fimm herbergja smáhýsi ('cottage) og aðrar byggingar, sem eru frem- nr gengnar úr sér. Búðin er ekkF alveg kláruð, en nægt efni við hend ina til þess að Ijúka viö hana. Tals- vert er þar einnig af húsgögnum, skilvinda o. fl. Alt þetti fæst keypt gegn vægum skilmálum, og gæti það komið til mála, aö eigandi mundi taka í skift-1 um eignir á Gimli eða í WSnnipeg. j Uplýsingar veitir. /. J. S-wanson & Company. 611 Paris Bldg. Winnipeg. Wonderland Theatre Fimtu,- Föstu- og Laugardag þessa viku John Barrymore í ‘BEAU BRUMMEL’ Mánudag, Þriðjudag og Miðvikudag næstu vikn “SINNERS IN SILK” LEIKIN AF ADOLPHE MENJO OG CONRAD NAGLE Skuééasyeinn Hinn Þjóðkunni leikur eftir MATTHÍAS JOCHUMSSON verður leikinn í GOOD TEMPLARA HÚSINU í Winnipeg Mánudags og Þriðjudagskv. 6. og 7. Apríl Naestkomandi Vér viljum leiða athygli almennings að því, aö í þetta sinn er sérstaklega vandaöur útbúnaður við þenna leik. Ný tjöld máluð af Fred Swanson af mikilli list. Nýjar stofur, nýir búningar. Leikstjóri—Óskar Sigurðsson. Söngvarnir œfðir af Björgvin Guðmundssyni. Leikurinn undir umsjón Good Templara. Komið öll og njótiö góðrar skemtunar og styðjiö að því að sú mikla fyrirhöfn, sem leikendurnir hafa tek- ið sér á ihendur til að gjöra þenna leik sómasamlega úr garði, verði ekki til ónýtis. Aðgangur 50C og 75c, fyrir númeruð sæti. Pöntunum fyrir númeruðum sætum verður veitt mót- taka nú strax að ELECTRIC REPAIR SHOP 675 Sargent Ave. Talsfími A-4462 G. TIOMAS, J. B. THORLEIFSSON Gjafir til lóns Bjarnasonar skóla. Einar Laxdal, Baldur Man $2.00 Kvennfélagið “Framsókn Gimli, Man.--------------25.00 Arður af gleðileik er Miss Jódís Sigurðsson og Mr. Furney héldu í Goodtempl- aralhúsinu í Winnipeg til styrktar fátæku námsfólki skólans. — —--------------100.00 í umboði skólanefndarinnar leyfi eg mér að votta hlutaðeigendum öllum alúðar þakklæti fyrir þessar gjafir. 1 S. W. Melsted. gjaldkeri skólans. Nýlátinn í Reykjaéík Ólafur Er- lendsson, smiös, Ólafssonar. Ólafur bjó lengi á Ytra-Hóli í Vestur Landeyjum, Rangárvallasýslu, síð- ar bjó hann í Vetleifsholts-parti í Rangárvallasýslu. Fyrir nokkrum árum fluttist hann til Reykjavík- ur og starfaði á verkstofunnl “Völundur.” Hann var kvnætur Guöríði Þorsteinsdóttur, ættaöri úr Vestur Landeyjum. Lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra. Þóurnni giftri konu i Rang- árvallasýslu. Guðna og Erlendi sjó- mönKum á botnvörpuskipum i Reykjavík, en til heimilis hjá for- eldrum sínum. Hið eina barn þeirra vestan ihafs, er séra Sigurður á Gimli, sem rétt nýlega hefir fengið skeyti um lát föður síns. Hinn ötirii og framtakssami landi, Halldór byggingameistari Sigurðs- son, að 804 McDermot Ave. hér í borginni, hefir nýlokiö við bygg- ingu eina á Gwendoline stræti, fyr- ir Henry Bros. Dye Works. Auk þess hefir hann bygt í vetur fjögur eöa fimm íbúðarhús, ásamt tveim verzlunarbúðum, er hann lét byggja í haust. Er þetta því betur að ver- i’ð, sem meginþorri byggingameist- ara í borg þessari hafa setið auðum höndum. Hálldór er í hvívetna hinn nýtasti maður og hefir veitt fjölda landa sinna atvinnu, síðan hann tók að reka húsabyggingariðn fyrir eig- in reikning. Er óskandi að honum vegni sem bezt í framtíiðinni, sjálf- um sér til gagns og ánægju, og þjóðflokki vorum til sæmdar. FRÓNSFUNDUR. Mánudagskveldið þann 30. þ. m. heidur þjóðræknisdeildin Frón fund í neðrisal Goodtemplarahúiss- ins, og býður þangað öllum ís- Iendingum, sem hér eru. Skemti- skrá verður fjöllbreytt, aðalliður- inn verður fyrirldstur fluttur af vorum góðkunna, unga landa, Berg þóri E Jónssyni um íslenskan víisnakveðlskap. Einnig verður sðngur og ihljóðfærasiláttur o. fl.. Gleymið hvorki stað né stund og fjölmennið. P. Hallson. ritari- Samkvæmt auglýsingu hér í blað- inu, heldur Winnipeg Choral-Orch- estral félagið concert í Board of Trade byggingunni, næstkomandi þriðjudagskveld, kl. 8.30. Verður skemtiskráin harla norræn á blæ. Má þar meðal annars hlýða á söng- verkið “King Olaf”, eftir Sir Ed- ward Elgar. Enn fremur “The Wfraith of Odin” og “The Chal- lenge oif Thor”. Velþekt íslenzkt söngfólk aðstoðar við hljómleika þessa, ásamt Svíum og^ Norömönn- um. Hon. T. H. Johnson á sæti í framkvæmdarnefnd téðs hljómlist- arfélags. Miss Idora Sigurðsson, dóttir Mr. og Mrs. Halldór Sigurðssón, að 804 McDermot Ave., dvelur um þessar mundir að Lundar, Man., í gistivináttu móðursystur sinnnar, Mrs. Chris. Backmann. Framkvæmdarnefnd kirkjufélags- ins átti fund með sér hér í borginni síðastliðið þriðjudagskveld. Fund- inn sátu, forsetinn séra K. K. ÓI- afsson, séra N. S. Thorlaksson, séra Jónas A. Sigurðsson, Dr. B. B. Jónsson, Dr. B. J. Brandson og hr. Finnur’ Johnson. Einn nefndar- manna, séra Friðrik Hallgrímsson, átti eigi tök á að sæíkja fundinn. íslenzka Stúdentafélagið sýndi leikinn “Grænir sokkar”, fyrir hús- fylli síðastliðið þriðjudagskveld. Var þar um að ræða hina ágætustu skemtun. Nánari umsögn síðar. Kappræða Stúdentafélagsins um Brandson’s bikarinn, fór fram í samkomusal Sambandskirkjunnnar síðastliðið laugardagskveld. Um- ræðuefnið ihefir áður verið aug- lýst hér 3 blaðinu. Sigur báru úr býtum þau Agnar Magnússon og Ruby Thorvaldsson. Kappræð- endunum öllum tókst yfírleitt vel. Fundinum stýrði ungfrú Aðalbjörg Johnson, fráfarandi forseti, og fórst skörulega. Með söng og hljóð- færaslætti skemtu Mr. Frank Thor- olfsson, MLs Inga Bjarnason og þau systkinin Miss Þjóðbjörg og Jón Bildfell. — Dómendur voru: Sigfús Haildórs frá Höfnum, Ólaf- ur Eggertsson og Einar P. Jónsson. WONDERLAND. Myndin, sem sýnd verður á Won- derland þrjá síðustu daga yfir- standandi viku, heitir “Beau Brum- mel” og er bæði fræðandi og mjög skemtandi, — mynd, er sem allra flestir ættu að kynnast.— Á mánu- dag, þriðjud. og miðvikud. í næstu viku, sýnir Wonderland leikinn “Sinners in Silk”, með Adolphe Menjou í aðalhlutverkinu. Hefir leikur þessi vakið almenna aðdáun, hvar sem hann hefir verið sýndur^ Við seljum úr, klukkur og ýmsa gul og silfur-muni, ódýrar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Vandað verk á öllum úr aðgerðum, klukkum og öðru sem handverki okkar tilheyrir. Thomas Jewelry Go. 666 Sargent Ave. Tals. B7489 EMIL JOHNSON og A.THOMAS Service Electric Rafmagn* Contracting — Alls- kyns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Seljum Moffat og McClary Eldavélar og höfum þær til sýnis á verkstæði voru. 524 Sargent Ave. (gamla John- aons byggingin við Young St Verkat. B-1607. Heim. A-7288. Hið ábyrgsta hármeðal. Peningum skilað aftur ef fólk er ekki ánægt. Fáið flösku í dag. Varist eftirlíking- flr. Tveggja mán. lækning $1.50. L- B. Shampoo Powder 40C. í öllum lyfjabúðum, eða með pósti frá L. B. Co., 52 Adelaide St., Winnipeg. Frá Islandi. Akureyri, 24. febr. 1925. Heilsuhælæisfélag Nþnðurlands var stofnað hér í gær með 340 meðlimum. Markmiö þess er að koma upp berklahæli norðanlands eins fljótt og auðið er. Þegar því takmarki er náð, gerist félagið deild í Berklavamarfélagi íslands. I stjórn voru kosnir: Ragnar ólafs- son, Böðvar Bjarkan, Kristbjörg Jónatansdóttir, kenslukona og þar að.auki 7 manna framkvæmdar- nefnd. Heilsulhælissjóðurinn er nú orðinn 100,000 kr.—Vísir. Reykjavík, 21. febr. 1925. Úr Keflavík.—Afli hefir verið hér góður, þegar á sjó hefir gefið, var einn daginn t. d. mjög góður fengur úr sjó, 8 til 15 skippund á bát. En illviðri hamla mjög gæft- um. Allir bátar réru hér í fyrra- lcveld (18.) og komust til lands. En einn bát vantaði í gærkveldi úr Njarðvíkum, sem Baldur , heitir. Bilaði vélin, og tók Isafjarðarbát- urinn Sóley, hann aftan í, en drátt- arkaðall slitnaði. Og fréttu menn ekkert af þessum tveimur bátum fyr en í morgun, þá voru þeir báð- ir komnir til Reykjavíkur. Sunnudaginn 18. ,jan. andaðist i Kaupmannahöfn líslenzk kona, sem einu sinni var mikilsverð húsfreyja hér í Reykjaéík. Hún hét Inger Margrethe fullu nafni, fædd 26 maí 1852. Faðir hennar hét Robt. Tærgesen, danskur kaupmaður hér í Reykjavík, en kona hans var ís lenzk. Inger giftist rúmlega tví- tug Símoni kaupmanni Hannessyni Steingrímssonar biskups. Þeir feðgar vom nefndir Johnsen. *— Eftir að hafa á fáum árum mist eiginmann sinn, einkason, föður, systkini og tengdaföður, flutti hún til Haf°ar og giftist þar síðar dönskum manni er Hauch hét, en varð einnig að sjá honum á bak og bjó eftir það í Khöfn og ól upp son sinn Gunnar af síðara hjóna- bandi sem nú er velmetinn söng- kennari þar í borg. — Fagnaði hún ávalt er íslendingar komu til hénnar og þótti hnossgæti að heyra talaða íslenzka tungu og tala hana sjálf, tþvH hugurinn dvaldi síðari 'árin mjög “heima” í Rvík, eins og hún komst að orði.—Mbl. Reyjavík, 28. febrá. 1925. Frá Vestmannaeyjum í gær. :— Allir bátar reru héðan í nótt og eru komnir lí höfn nú. Þeir, sem reru með gamalbeitt, komu með um 200 fiska á bát; hinir, sem lögðu ný- (beitta línu, hafa um 700 af vænsta tþorski. Útlit er fyrir góöan afla næstu daga. — Engir skaðar urðu hér í austanveðrinu. Hér er blíð- viðri nú. Úr Hafnarfirði í gær. — Maður bíður bana við grjótvinnu. — í dag vildi það hörmulega slys til, að maður ‘beið bana við bryggjugerð Kveldúlfs hér lí bænum. Var verið að vinna að grjáthleðslu úr stóru grjóti, og notaður er til þess þrí- fættur grjótgálgi. En við notkun gálgans brotnaði hann, valt um, og ofan á einn manni, sem var við vinuna. Meiddist hann svo mikið, að han beið bana af. Hann hét Sigurður Jónsson, var nýlega gift- ur og átti heima á Kirkjuvegi í Hafnarfirði.—Mbl. E Bandalag íslenzkra skáta hefir nýlega verið stofnað hér Eru þrjú skátafélög ihér í bænum, tvö drengja- félög og eitt stúlknafélag. Munu LINGERIE BÚÐIN að 625 Sargent Ave. Þegar þér þurfiðað láta gera HEMSTICH- ING þá gleymið ekki að koma í nýju búð- inaáSargent. Alt verk gert fljótt og vel. AlUkonarsaumar gerðir og bar f«*t ýmis- leg sem kvenfólk þarfnast. Mrs. S, Gunnlaugsson, eigandi Tnls. B 7327 Winnipeg —— —l Danska Bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægst verð. Pantoair afgreiddat bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. ..Hrein og lipur viSskifti... Danish Baking Co. 631 Sargent Ave. Sím,i A-5638 NÝJAR VÖRUBIRGDIR! Timbur, fjalviður af öllum tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þær þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Llmlted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chamberi Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. AUGLÝSIÐ I LÖGBERGI Choruses from Elgar’s KING OLAF Verður Sungið með af ORCHESTRA - 175 -- CHORUS Þriðjadag 31. Marz, kl. 8.30 BOARD OF TRADE The Wraith of Odin — Challenge of Thor Og önnur Choral og Orchestral Númer. Sæti nú til sölu hjá MASON & RISCH PIANO 'CO. $1.50. $1.00. 75c. vera í þeim öllum til samans hátt á annað hundrað. Þá eru og stofnuð skátafélög á Eyrarbakka, Akureyri og lí Hafnarfirði. —Mbt. Nudd- og rafmagnsiækning fæst hjá C. Tripletsezsilvermanson, við gigt, taugaslekju, meltingarleysi og öðrum magakvillum, lékgrf blóð- rás, stirðum liðamótum, lumbago, slagi og sjóndepru. Utanbæjarfólk skrifi eftir stefnumóti. 339 Ken- nedy St., á horni Ellice Ave. FYRIRLESTUR. “Spiritismus” — Getum vér haft samband við hina látnu ástvini vora ? Vita þair nokuð um það, sem við ber á jörðinni? Er spiritismus svik eða virkileiki ? Getum vér gjört oss grein fyrir dularfullum fyrir- brigðum?— Þetta verður hið tíma- bæra efni, sem tekið verður til með- ferðar í kirkjimni, nr. 603 Alver- stone stræti, sunnudaginn 29. marz, klukkan sjö síðdegis. Vanræktu ekki að sækja þennan fræðandi fyrirlestur. Allir boðnir og vel komnir! Virðingarfylst, Davtð Guðbrcmdsson. Eftirfylgjandi nemendur Mr. O. Thorteinssonar Gimli, Man., itóku próf við Toronto Oonservatory of Music. Elementary Theory Examination. Mr. Pálmi Pálmason, First class Honors 96 marks. Mr. Edward Anderson, First class Honors, 88 marks- Miss Adelaide Johríson, First class Honors, 86. marks. Misis Bergþóra Goodman, First class Bonors, 82. Primary Theory Examinatiiorí. Miss Sylvia Thorsteinson Pass, 67 marks. Miss Gavrose Isfjörð Pass, 64 marks. Simi: A4163 Isá. MyndaxtWa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín BjanuuM* eigaiMli Ne«t við Lycatun ’ héait 290 Portage Ave. Winnipeg. Fáein eintök eru enn óseld af ljóðaþýðingum Steingríms heitins Thorsteinssonar 1. bindi. Verð $2.00. Einnig Rökkur, II. eftir Axel Thorsteinsson, 50c heftið. Bæk- ur þessar fást hjá undirrituðum. bórður Thorstéinsson, 552 Bannatyne Ave., Winnipeg. Rit Þjóðræknisfélagsins öllum þjóðræknum íslendingum ber að kaupa það. Það kostar að eins $1.00, en gjörir hvern, er kaupir, góðan og fróðan. Aðal útsölu þess hefir Arnljótur Björnsson Olson, 594 Alverstone str., Winnipeg. Útsölumenn í öðrum bygðum eru þessir: Björn B. Olson, Gimli. Björn S. Magnússonj, Árnes. Guðm. Ó. Einarsson Árborg. Th. J. Gíslason, Brown. Sigurður J. Magnússon, Piney. Miss Inga Isfeld, W.peg Beaoh. Árni Björnsson, Reykjavík. Guðmundur Jónsson, Vogar. Trausti ísfeld, Selkirk. Ágúst Eyjólfsson, Langruth. Ágúst Jónsson, Winnipegosis. G. J. Oleson, Glenboro. Jósef Davíðsson, Baldur. Sig. Sigurðsson, Poplar Park. Sig. J. Vidal, Hnausa. Halldór Egilsson, Swan River. Olafur Thorlacius, Dolly Bay. Jón Halldórsson, Sinclair. Björn Þórðarson, Beckville. Þorb. Þorbergsson, Saskatoon. Mrs. Halldóra Gíslason Wynyard. Tómas Benjamínssort), Elfros. Sra J. A. Sigurðsson, Churchbr. Guðm. Ólafsson, Tantallon. Mrs. Anna Sigurbjömss, Leslie. Jónas Stephensen, Mozart. Sig. Stefánsson, Kristnes. J. J. Húnford, Markerville. Mrs.C . H. Gíslason, Seattle. Halldór Sæmundsson, Blaine. Thor. Bjarnason, Pembina. Jónas S. Bergman, Gardar. Þorl. Þorfinnsson, Mountain. Jósef Einarsson, Hensel. J. K. Einarsson, Hallson. Kári B. Snyfeld, Chicago. J. E- Johrison, Minneota. útsölumenrí, i þeim) bygðarl%umi, Þörfin kallar fyrir fleiri afbragðs- sem hér eru ekki nefnd. Komið án tafar. A. B. O. A STR0NG RELIABLE BUSINESS SCHOOL D. F. FERGUSON Principal PrMÍdwit It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attend the Succese Business College whoee graduates are given preference by thousands of employers and where you can step ríght from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business CoUege, Wmni- peg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Op>en all the year. Enroll at any time. Write for free proepectus. THE BUSINESS COLLEGE Limited PORTAGE AVE. — WINNIPEG, MAN. i . — ■— — ■. 111» SIGMAR BR0S. 709 GreafWest Perm. Bldg. 356 Main Street Selja hús, lóðir og bújarðir. Útveg^ lán og eldsábyrgð. Byggja fyrir þá, sem þess óska. mmiej HAJtRY CREAMER Hagkvsemileg aSgerÖ 4 úrum, klukkum og guUstásei. SemdlÖ o*» I pð«U þaC, i«m þér þurflö aC láta g«ra viC af þessum tegundum. VandaC verk. Fljöt afgreiCsla. Og meBmælI, sé þeirra óskað. VerB mjög samngjamt. 499 Notre Dame Ave. SSmi: N-787S Wlnnlpag Eina litunarhúsið íslenzka í borginni Heimssekið ávalt Dnbois L.imited Lita og hreinsa allar tegundir fata, svo t>au iíta út sem ný. Vér erum þeireinu f borginni er lita hattfjaðrír.— Lipur af- greiðala. vönduð vinna. Eigendur: Árni Goodmaa, RagnarSwanson 276 Hargravt St. Sfani A3763 Winn pcg CANADIAN PÁCIFIC ElmsklpafarseClar Ódýrír mjög frá. ítllum atöCum f Bvröpu.— Sigllngar meS stuttu mllll- bill, milli Ltverpool, G-l&sgow og Canada. óviðjafnanleg þjónusta. — Fljót feiC. Úrvals feéBa. Beatu þeegindi. Umbo&jmenn damadiaji Pcteiflo t&L mæta öllum Islenzkum farþegum f Leith, fylgja þelm tii Olasgow og gera þar fullnaCarráCstafanir. Vér hjálpum fólkl, sem ætlar tll Bv* rópu, til aC fá farbréf og annaC sltkv LeitlC frekari upplýslnga hJ4 um- boCsmanni vorum 6, staCnum, eCa skrlflC W. C. CASEY, General Agent 364 Main St. Wtnnipeg, Man. eCa H. 9 *ardal, Sherbrooke 8t. Winnipeg Mobile, Polarine Olía Gaaolin. Red,s Service Station Maryland og Sargent. Phöne B1900 A. BIRQMAH, Prap. nun SBTIOI ON ICNWAI cur an mrraunmAt bkum * Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða taekifeeri aem er, Pantanír afgreiddar tafarlaust Islcnzka töluð f deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6X51* Robinson’s Dept. Store, Winnipeg B A. C. JOHNSON 907 Confederation IJfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Srlfstofusfml: A-426S HAssfmi: B-SS28 King George Hotel (Cor. Kinjr & Alexander) Vér höfum tekið þett* égmt* Hotel á leijru <yg veitum vt#- skiftavinum óll nýtízfcu tmg- indi. Skenitileg herbergi t$) leifru fyrir lengTÍ eða skeanH tíma, fyrir mjðg ganngjarnt verð. petts er eina bótettö I borginni, gem laleBdingar stjórna. Th. Bjamasen. Mrs. Swainson, að 627 Sargent Avenue, W.peg, hefir ával fyrirliggjandi úrvalabirgðir af nýtizku icvenhöttum, Hún er eine 1,1. konan ncm alika verzlun rekur f Winnipg. lalendingar, látið Mr,. Swais- ■on njóta viSakifta ’Sar /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.