Lögberg - 02.04.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.04.1925, Blaðsíða 4
Bto. 4 ZiócrBERG, P ÍMTUDAGINN 2. APRÍL. 193S. Jógberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- wnbia Preis, Ltd., (Cor. Sargent Avet & Toronto Str., Winnipeg, Man. TaJsi-mart N-6327 o£ N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utan&akrift til blaðsins: Tt(E SOLUMBI/V PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipag, N|an- Utan&akrift ritatjórans: EOtTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipog, Man. The "Lögberg” ls prlnted and publlshed by The Columbia Press, Llmlted, ln the Columbla Buildlng, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ”The Nazarene”. Svo heitir málverk éitt fagurt og tilkomumikiÖ, sem nýlega var meðal annara listaverka sýnt í bænum Santa Monica, í California ríkinu, og dró þaö mjög aÖ sér athygli allra sýningargesta. MeÖal þeirra var Hattie B. Colcleugh, hé'ðan frá Manitoba, er varð mjög hrifin af mynd þessari, bæði vegna efnis og list- arinnar, sem þar er augljós. Um þetta farast henni orð í “Manitoba Free Press” síðastliðinn laugardag á þessa leið: “Eg sá núna í þessarl viku á sýningunni í Santa Monica, undursamlega mynd, er nefnist “Nazareinn (The Nazarene). Þetta er frummynd af meistara- verki danska málarans Carl Thomtay. Myndin er átta og hálft fet á hæð og tíu fet á breidd; heitir eig- andinn M. Le Fontaine, og er franskur Canadamað- ur. Nýlega buðust honum $84,000 fyrir myndina en hann lét hana ekki fala að heldur, kvað hana ekki til sölu vera. Eg vona þó, aS ihann sé nógu þjóðrækinn ,til þess með tíð og tima að gefa málverkið einhverju listasafni í Canada, svo að hún verði þar heimilisföst “Nazareinn” er mynd af Kristi, þar sem hann hefir dvalið næturlangt á bæn í fjállendinu við Kap- ernaum. Um sólaruppkomu krýpur hann enn að bæninni og horfir við austri. Andlit reisir hann gegn himni, með lokuðum augum, og réttir upp greiptar hendur í sannri bænar-ákefð. Geislaflóð sólarupp- komunnar, sem dreifir sér um klættahæðir og hnjúka, endurskín á dýrðlegri ásjónu biðjandans, en roðinn á neðri rönd nálægra skýja í dimmbláma morgun- loftsins umvefur alt í mildum bjarma. 1 sjö milna fjarlægð sjást rústir Kapemaum-þorpsins og Galíleu- vatniö. • Svo gagntekin varð eg af listaverki þessu, að mér virtist þaðan er eg stóð og starði á það, sem eg liti þar lifandi mann á bæn og að endurskinið, er um- vafði hann, væri bjarmadýrð hinnar náttúrlegu morg- unsólar. Þetta er hin fyrsta mynd, er eg hefi séð, þar sem Kristur er sýndur með skegglaust andlit. Fyrst eftir að myndin var hengd upp til sýnis, urðu út af þessu allmiklar þráttanir, en sagan gefur n^anni enga heimild til að slá því föstu, að hann hafi ávalt verið alskeggjaður. Það eru nú fjögur ár liðin, síð- an málarinn lauk við mynd þessa, og hafði hann unn- ið að henni í sjö ár. Carl Thomtay er einn af fremstu landlags-mál- urum, þeirra er nú eru uppi, og meistari i að blanda liti; enginn mun nú taka honum fram um að túlka í lifandi dráttum á tjaldi mikilfenglegar sýnir úr hinni helgu bók, bibliunni. — Hann var fæddur í Kaup- mannahöfn árið 1865; 15 ára gamall hóf hann lista- nám sitt og dvaldi um hríð við það 5 Paris undir leið- sögn Jerome og Constant, og annara meistara. Nú heldur hantt verðlatma-jpeníingi frá franska lista- safninu fræga, sem nefnist Grand Salon. Verkstof- ur hefir C. Tt. tvær, aðra í Joppa í landinu helga, en hina í fæðingarborg sinni, Kaupmannahöfn.. Mál- verk hans eitt, er nefnist “Mariurnar tvær við gröf- ina,” er i eigu frönsku stjómatinnar og hangir í Luxemborgar-höllinni.” Sun Yat-Sen. Þess hefir fyrir skömmu verið getið, að látinn væri Sun Yat-Sen, fyrsti lýðveldisforseti Kínverja. Hafði hann verið um all-langt skeið, einn af nafn- toguðustu leiðtogum þjóðar sinnar, þótt mjög greindi menn á um hæfileika hans til hagkvæmrar lýðforystu. Það var árið 1912, að Sun Yat-Sen kom fyrst verulega við sögu. Steypti hann þá af stóli Man- chus ('ManchuriaJ keisarafjölskyldunni, er setið hafði við völd í Kína í fjögur hundruð og fimtíu ár, grund- vallaði þar lýðveldi og tókst sjálfur á hendur forseta- enibætti til bráðabirgða. Sun Yat-Sen var einlægur og ákveðinn þjóðern- isvinur, hann unni sögu og siðvenjum þjóðar sinnar, þótt sál hans, einkum hin síðari árin, virtist hafa orð- ið fyrir djúpum blæbrigðum vestrænnar menningar. Þegar eftir að Sun Yat-Sen kom til valda, var eins og honum féllist hendur, eða starfi hans í þarfir lýðs og lands væri í raun og veru lokið. Honum veittist örðugt, að samrýma nauðsynlega ráðdeild hins ytra stjórnarfars, við hugsjónahftann. Þetta var honum svo ljóst, að hann lét af embætti 1913, og fékk Y uan-Shai-Kai stjórnartaumana í hendur. Hve misráðið slí’kt var, má glegst af því marka, að eigi hafði Y uan fyr komist upp í veldisstólinn, en hann brást lýðstjórnarhugsjóninni og gerðist einvaldur keisari. \ arð Sun Yat-Sen þá eigi lengur vært í landinu, en fékk borgið lífi sínu, með því að flýja tii Japan. Arið 1921 var Sun Yat-Sen kjörinn forseti stór- fylkjanna sex, er mynduðu Suður-Kína sambandið. Flestir leiðandi mennirnir, er þar áttu hlut að máli, höfðu setið á hinu fyrsta lýðstjómarþingi þjóðarinn- ar og verið þar af leiðandi samverkamenn Sun Yat- Sen’s. Engu happasælli varð stjórnarstarfsemi hans að þessu sinni, en fyr. Lenti hann brátt í mótsögn við ýmsa fjá, er fylgt höfðu honum fast að málum, en sýndi aftur á hinn bóginn óskiljanlega mikla samúð hinum ókrýnda herkonungi þeirra Manchuriu-manna. Chang Tso-lin. Ekkert var Sun Yat-Sen skapi fjær, en söfnun auðs í eigin vasa. Alt hans stárf var helgað þeim tilgangi, að verða öðrum að liði, — og þess vegna get- ur tæpast hjá því farið, að upp af leiði hans spretti einhver þau ódáinsblóm, er skreyta muni kínverskt þjóðlíf fram í aldir. Sjálfur lýsti Sun Yat-Sen lífstilgangi sinum þannig: '“Hver einasti þlóðdropi æða minna skal vígður lýðfrelsinu, — æðstu hugsjón réttlætisins.” ---------•-------- Gestsaugað. Hundrað ára afmæli Norðmanna hér í Minneapol- is, sem haldast á í júníniánuði þetta ár, hlýtur að vekja athygli okkar Vestur-lslendinga. Við höfum ekki hér í álfu haldið neina afmælishátið í stórum stíl. En hvað sem segja má um það, getum við þó að minsta kosti fylgst með frændum okkar i þetta sinn og auð- sýnt þeim alla samúð, þar sem þeir hafa ekki gleymt frændseminni og vottað okkur sérstakan heiður. Bandarikjastjóm hefir verið falið að bjóða fyrst og fremst til þessa mikla móts fulltrúum frá þremur löndum: Canada, Noregi og íslandi. Feðraland okkar, fsland, þó fjarlægt sé og litið þekt, hefir hér verið sett af Bandaríkja-Norðmönn- um samsíða heimalandinu Noregi og nágrannalandinu Canada. Mann furðar nærri því, að ísland skuli eiga slík ítök í hugum manna hér, er boð -þetta ber vott um. Eg gat ekki annað en glaðst af iþessu, og fanst mér hinir norrænu ibúar þessarar borgar hafi nú stigið spor í þá átt að sanna, frændur séu frændum beztir. Alt bendir til, að hátíð þessi verði al’l-merkur viðburður i nútíðar-sögu Bandaríkjanna. Coolidge forseti hefr lofað að sækja mótið, ef ófyrirsjáanleg atvik koma ekki fyrir. Hinn mikilhæfi, núverandi forsætisráðgjafi Canada er líka sagður væntanlegur. Vonandi hafnar stjórn íslands heldur ekki boðinu. Flestir íslendingar hér um slóðr munu renna tilhlökk- unaraugum framundan, unz þeir eiga kost á við þetta tækifæri, að klappa lof í lófa fulltrúa íslands. Gestsaugað er sagt að vera glögt, en nú liggur mér við að efa sannleiksgildi slíks málsháttar. Við hingaðkomu mína fanst mér eg ekki verða var við neina sjáanlega rækt til okkar upprunalegu sögu. Eg sá víða rækt til hinna norrænu brautryðjenda hér i landi, en yfirleitt virðist engin tiiraun eiga sér stað til að seilast lengra aftur í tímann. Einn maður hér, þolanlega vel mentaður, stóð á því fastar en fótum, að vikingarnir gömlu hefðu verið norskir—vildi ekki heyra það, að þeir hefðu lika verið íslendingar! Eftir all-mikið þjark, gat eg þó skilið við hann í því efni ögn fróðari eftir en áður. Eg þóttist sjá, að viðar væri pottur brotinn, en hjá okkur íslendingum. Sýndist svo margir af þeim >ngri hér mótaðir í andrúmslofti þess hugsunarleys- is, að gefa engan gaum þjóðernislegum uppruna sín- um. Hinum sönnu gimsteinum hefir þá oft verið varpað fyrir borð, en knörinn hlaðinn hégóma-djásni nútíðar-menningar. Er þetta þeim mun sárara, þeg- ar um ræðir gáfað og velgefið fólk, sem öll skilyrði hefir til að keppa að hærra þroskunarsviði. “Bræðslu- potturinn” okkar stórkostlegi, er ekki neitt dásamleg- ur, ef hann ekki veitir móttöku óbrceðanlegum gim- steinum, sem feður okkar fluttu með sér yfir hafið. Undantekningar eiga sér þó æfinlega stað. Ný- lega kyntist eg hér manni, sem hverjum íslendingi væri ánægja að mæta. Heitir hann Peer Storeygard; er ekki óhugsandi að einhverir af lesendum blaðsins kannist við nafnið, þar sem ljóð hafa birzt eftir hann i Lög- bergh ort á Iandsmálinu norska, eða nýnorskunni. Hann kom ungur hingað til lands og mælir enska tungu sem innfæddur væri. En að því leyti hefir hann höfuð og herðar yfir marga samlanda sína, að hann heldur vakandi rækt sinni til hins dýrmæta og góða í fari heimaþjóðar sinnar. HÍerra Storeygard lætur sér ekki nægja, að láta augu sin hvila á nútíðarsögu þjóðar sinnar. Hann skygnast lengra aftur í timann. Hin forna söguöld Norðmanna er honum hugðnæm. Til að geta sem bezt lært að þekkja fornsöguna, hefir hann lagt stund á íslenzku. Elg fékk honum Njálu( og Ias hann upp- hátt fyrir okkur fyrstu síðuna. Við höfðum full not af lestri hans, þó framburðurinn væri ekki gallalaus. Eins las hann fyir okkur kafla úr smásögunni “Snjó- þyngsli”, er nýlega birtist í Lögbergi. Leiddi það í ljós, að hann er jafn-vígur á nútíðarmálið og fortíð- armálið okkar. Tungumálin eru hans "hobby”, eins og hann sjálfur komst að orði. Skoðun hans er, að málið sé dýrmætasta eign hverrar þjóðar. • Hástigi mannsand- ans sé náð, þá málið sé kraftmikið og fagurt. Tilvera hugsanalifsins hvíli á gildi málsins. Segir hann sagna-íslenzkuna sér kærari en öll önnur mál, sökum þess, að þar ræði um frummál þjóðar sinnar og af þvi, hve hrein hún sé og sterk. Yndi hefir hann af þvi, að rekja sögu orðanna inn í hinar ýmsu kvíslir: nýnorskuna, dönskuna, enskuna — og jafnvel nútíð- ar-íslenzkuna. Þannig kvaðst hann einlægt vera í skóla, á hverjum degi eitthvað að læra. Hann er maður á bezta aldri, og nær óefað enn hærra full- komnunarstigi í islenzku-kunnáttu sinni. Betur við ættum sem flesta íslendinga, er svipað sinni hefði og þessi eftirtektaverði maður. Það kastar engum skugga á enskuna okkar, þó við viljum kunna fleiri mál en eitt. Við erum heldur ekki neitt að níða enskuna, þó við segjum okkar eigið mál auð- ugra að tign, hreinna og fegurra. Flestir enskumæl- andi mentamenn, er sllkt fengjust til að • brjóta til mergjar, myndu samþykkja slíka ályktun rétta áður lyki. Enskan er samsetningur ótal annara mála, tilveruréttur hennar því ekki æðri en þeirra mála, sem hún hefir þegið afltaugar sínar frá. Eins og nú er komið fyrir okkur Vestur-Isler.d- ingum, er enskan að verða okkar kröftugasta von um viðhald íslenzkunar hér í álfu. Við höfum verið of seinir, íslendingax, að átta okkur á þeim sannleika. Frændur okkar, Norðmenn, hafa í því efni reynst okkur snjallari. Fyrir nokkuru kyntist eg hér tíngri íslenzkri stúlku, er gengið hefir hér mentaveginn. Is- lenzku talar hún nokkurn veginn vel og les hana eitthvað og skrifar. En norskuna kann hún mfeð af- brigðum og er þaulkunnug norskum bókmentum. Hefir hún átt því láni að fagna, að eiga kennara, er lagt hafa sig fram til að innræta henni gildi norsk- unnar. Auðvitað hefir sú kensla mest farið fram á ensku. Mér er sagt, að norskir prestar hér margir, séu engu síður norskir i anda, þó þeir flytji ræður sínar á ensku. Enskumælandi ræðumenn koma hér fram á samkomum og tala með mæls'ku tilþrifum um norsk- ar, sænskar eða danskar bókmentir. Bæklingar eru gefnir út á ensku í sama augnamiði. Árangur slíkra tilrauna hlýtur óneitanlega að verða sá, að heilla æsku- lýðinn, sem einungis ensku skilur, smátt og smátt til umhugsunar, og leiða anda hans í þá átt, að veita at- hygli arfi þeim er forfeðurnir fluttu með sér yfir hafið. Það er bjargföst sannfæring mín, að við Vestur- Islendingar séum í þessu tilliti eftirbátar frænda okk- ar. Við erum enn þá ekki vaknaðir til nokkurrar verulegrar meðvitundar um slíka mögulei'ka til að viðhalda hér islenzkunni og þekkingu komandi kyn- slóðar á okkar íslenzka arfi. Viljinn getur verið góð- ur, en eintómur vilji dregur ekki nema hálft hlassið. En það sem heilt á að verða, má ekki vera hálft. Við stofnum félög í góðum tilgangi, en þó þeir eldri sæki fundi og haldi langar ræður á íslenzku, sjálfum sér og öðrum til ununar — þá er haött við, að okkar táp- mikli og fjörmi'kli æskulýður fari dansandi og syngj- andi fyrir utan það alt! Eins og nú er komið, er okkur nauðugur einn kostur, að tala við þá ungu um þessa hluti á því máli, sem þeir fyrirhafnarlaust skilja. • Vestur-íslenzku blöðin eru sterkasta afltaug ís- lenzks þjóðernis hér í álfu. Falli þau úr sögunni, er íslenzkan tafarlaust gleymd og grafin. Þó áhrif þeirrá nái nú að eins til þeirra eldri, þá eru það einu áhrifin í slíka átt, sem við eigum. Þeir 'íslenzku ung- lingar eru teljandi, sem íslenzku blöðin lesa, og hver hugsandi maður hlýtur að sjá, að við svo búið má ekki lengur standa. Enginn má halda það, að okkar vestur-islenzki æs'kulýður sé neitt gáfnatregari nú en til forna. Hin dreymandi æska er eins á öllum tímum og ætíð jafn- næm fyrir áhrifum, er til hennar ná. Það, sem fag- urt er og aðlaðandi, heillar hugi æskunnar, eins nú og nokkuru sinni áður. Enginn kippir sér upp við það, þó æskulýður okkar sé ekki rokinn upp til handa og fóta til þess að veita því móttöku, sem hann botn- ar lítið eða ekkert í. Tilraunir að kenna þeim ungu íslenzku á íslensku,• hljóta eðlilega að hafa mjög takmötíkuð áhrif. Hætt við, að margir unglingar l'iti slíkt svipuðum augum og okkar íslenzku unglingar til forna litu kverið. Islenzkan verður ekki aðlaðandi með eintómri kenslu. Við þurfum einnig að skemta þeim ungu með heill- andi sögum á því máli, sem þeir þvingunarlaust skilja. Verðum að kynna þeim ísland að fornu og nýju með aðlaðandi myndum, er æskusálina hrífa. Eg hefi sjálfur reynt hve mikið yndi það er, að tala við greindan vestur-íslenzkan ungling á ensku lun ísland og dýrmætar íslenzkar séreignir. Nú kunna flestir þeir eldri ensku nægilega vel til þess, að geta þannig á hverjum degi talað við þá unglinga, sem þeir ná til. Uppskera sliks getur áreiðanlega orðið góð og mikil, það er alt undir okkur sjálfum komið. Vestur-íslenzku blöðin mega ekki lengur hika við, að birta enskar ritgerðir fjallandi um íslenzk efni. Margt hefir þannig á ensku verið ritað, margt okkur s'kylt birtist á ensku — t. d. bækur Vilhjálms Stefánssonar, — og mætti í blöðunum taka upp kafla úr slíkum bókum og ritum, 'íslenzks æskulýðs vegna. Með þeim hætti tækju áhrif íslenzkra blaða að ná til æskulýðsins, verða víðtækari og meiri. “Sólskins” síða Lögbergs var gott spor í rétta átt. Það sólskin þó trauðlega nógu bjart og aðlaðandi fyr- ir þá ungu hætt við að margir vestur-íslenzkir ung- lingar vilji heldur vera í skugganum, en stafa sig í gegn um langar islenzkar sögur, sem ekki neitt eru skýrðar. Við megum ekki lá þeim það. Hví ekki að hvetja þá, sem ritfærir eru á ensku, kennara og aðra, að semja stuttar ritgerðir eða sögur með því augnamiði, að hafa áhrif á æákulýðinn? Við eigum fríðan flokk af mentuðum Vestur-íslending- um, körlum og konum, sem ritkærari er enksan en feðramálið, og margt af fólki þessu myndi fúslega bregða við slíkri bón. Höfundamir myndu fara að kynna sér alt betur sjálfir — þetta því hafa góð áhrif fyrir þá sjálfa, engu s'íður en hina yngstu kynslóð. En til að ná til slíkra höfunda, verða hvatningarorð ritstjóranna að vera á ensku, engu síður en íslenzku. Þeim yngri svo boðið að rita ritstjórunum bréf, er svo séu birt í barnadálkum blaðanna. Úrval slíkra bréfa að minsta kosti. Mörgum kann nú að finnast þetta all-djarft stig- ið. En mikið skal til niikils vinna. Og það traust ber eg til þeirra eldri, að þeir myndu ekki sjá ofsjón- um yfir rúmi blaðanna til slíks. Ásetningur okkar er ekki sá, að skapa annað Island í Vesturheimi, heldur að glæða og þroska anda þeirra yngri. Við*viljum stuðla að iþví, að skerfur íslands til þjóðmyndunar þessa lands sé sem fegurst- ur og beztur — og að hann gleymist ekki. Ekkert hér er eilíft, ekki einu sinni enskan okkar; alt á hraðri leið til þroskunar og framþróunar, að við þeir bjart- sýnu fastlega trúum. Og kjarni okkar góða vilja er sá, að okkar íslenzki arfur leiði til meiri og stærri þroska í okkar nýju heimkynnum. Ef maður eins og Peer Storeygard skoðar það efl- andi og lærdómsríkt fyrir sig, að Iæra íslenzka sögu og kynnast íslenzkum bókmentum, hví skyldum við þá hika við að hvetja sem flesta vestur-íslenzka ung- linga til að feta sömu leið? Eg hefi smátt og smátt verið að átta mig á þessu hér syðra. Gestsaugað er ef til vill furðu glögt eftir alt saman. 0. T. Johnson. 805—I5th Ave. South, Minneapolis, Minn., U.S.A. ------0------- Tímarit Þjóðrœknisfélagsins, fFramh.J “Þrjár venzlakonur” heitir ritgerð eftir skáldið á Sandi, er næst kemur á eftir sögpunni, “Eitt er nauð- synlegt.” Konurnar, sem höf. minnist, eru þær: Katrín, móðir Einars skálds Benediktssonar, Þor- björg ljósmóðir, systir Benedikts, og Ólafía fóstur- dóttir Þorbjargar. Allar voru konur þessar mælsk- ar og bráðgáfaðar, og ei* þeirra minst að maklegleik- um í greinarkorni þessu. Um Ólafíu 'kemst höf. meðal annars þannig að orði: “Trú og manngöfgi Ólafíu gnæfði yfir gáfurnar, eða kórónaði þær. Henni varð víst aklrei orðfall í ræðustól og aldrei ráðafátt, þegar vanda bar að hönd- um. Þó var hún um langan aldur heilsubiluð svo mjög, að hún treysti sér varla til að ferðast yfir ís- landshaf. En þrátt fyrir heilsuskortinn, óð hún eld brennanda—eldinn og eiturárnar, sem voru á milli hennar og spillingarinnar í borgunum. Hugrekki henn- ar studdist við trúna og kærleikann og vonina um árangur. Eg sá Ólafíu ári áður en hún lézt, — snjóhvíta af hærum. Var að sjá aftan á höfuðið eins og álft- arham. En hvað er eg að hugsa! Eng- inn lýsir með orðum yfirbragði konu, sem helgað hefir allar gáf- ur sínar málefnum eilífðarinnar og mannkærleikans.” Tvö kvæði koma næst: “Við fregn hins íslenzka fána” og “Heimþrá”, eftir Jón Kernested, meinlaus og gagnslaus. “Þá birtist ritgjörð, “Enn um Vínlandsfundinn”, í íslenzkri þýð- ingu eftir Gísla Jónsson. Fylgja henni inngangsorð og nákvæmar athugasemdir þýðanda, ásamt myndum. Grein þessi hefir að geyma margvíslegan fróðleik og er ritin á hreinu ,kjarnyrðamáli. ritin á hreinu, 'kjarnyrðamali. Næsta ritgerðin nefnist “Þjóð- ræknissamtök Islendinga í Vestur- heimi”, eftir séra Rögnv. Péturs- son, fróðlegt yfirlit yfir sögu Is- lendingadagsins, fram til síðustu ára. Getur höf. þess í niðurlagi greinarinnar, vafalaust með sanni, “að Islendingadagurinn hafi verið að mörgu leyti einhver áhrifa- mesta qg vjðtækaista þjóðernis- hreyfingin í sögu Islendinga vest- an hafs.” Þá kemur fundargerð 5. árs- þings Þjóðræknisfélagsins, og að henni lokinni, kvæði eftir skáldið Guttorm J. Guttormsson, er nefn- ist “Morðið”, efnisr'íkt og slétt að formi. Les1,ina rekur brot úr ræðu, eftir íslendingavininn, Duf- ferin lávarð, er gegndi landstjóra- embætti í Canada frá 1872-78. Þessa nýjasta árgangs Tímarits- ins, hefir nú að nokkru verið minst, og þótt vafalaust hefði mátt gera það enn ítarlegar, þá er sú trú vor, að athuganir þessar hafi fært öllum sanngjörnum lesendum iheim sanninn um það, að ritið hafi mikinn og margbreytilegan fróðleik að geyma og verðskuldi að það sé alment keypt. Verð ritsins er hið sama og áð- ur, að eins $1.00. Aðal útsölu hefir á hendi skjalavörður Þjóð- ræknisfélagsins, hr. Arnljótur B. Olson, 594 Alverstone St., hér í borginni. r Hvítir fuglar. Eg gekk um göturnar I mok- andi Ihríð og mætti Jóni bónda frá Krossstöðum. Hnn er nú á ní- ræðisaklri, eftir því sem mig minn- ir, þykkur og mikitll, fer einn í kaupstaðinn langa leið og fær sér á pelann, svipað því sem hann gerði þjóðhátíðarárið 1874, og svo árið það, sem 1000 ára hátíð Eyja- fjarðar var haldin, og aldamóta- árið. Jón er sá sami svo að segja og klæddur svo sem á hinni öld- inni. En sú heiðingja heilsa og vík- ingsdugnaður! Göngulagið er þó orðið 'nokkuð hikandí og vagg- andi, þó það væri nú, að fóstra Útgarðaloka kæmi á hann bragði. Samt fer hann sína götu enn, Iivað sem kerling blæs, og alt ráðu- neyti nýja tímans — það orkar ekki á Jón bónda og ekki heldur tízkan. Hann lítur ekki við henni, skeytir ekki. um stórstúkuna, hugs- ar ekki um Hjálpræðisherinn; ekki tekur hann ofan fyrir fósturbörn- um Lenins, né skólasiðvenjunni. Hann dýjar skegginu svo íítið, þegar hann stígur á bak hesti sín- um og ríður heim götuna, sem liggur gegn um bæinn óg bygðina. En báðu megin drotnar hríðin og hleður niður fönninni kring um bóndann, sem alt af ratar heim, þó að sumir villist. Þegar eg var á Möðruvallaskóla fyrir rúmum 30 árum, var Jón kallaður bóndi einn allra stéttarbræðra sinna. Lík- lega endist hann svona vel, af því að hann er íslenzkur bóndi í 'raun og veru — kann að lifa t landi feúra sinna. Nokkrum dögum áður sá eg Magnús á Grund í bænum, sjötíu og átta ára gamlan — og þó ekki ganflan: rjóðan í kinnum, svo að fáa getur slíka tvítuga, nýkvong- aðan ungri, geðfeldri konu. Geri aðrir betur, eða þó ekki væri nema r?ærri því svo vel. Magnús hefir verið mikill athafnamaður og af- reksmaður er óhætt að segja. Þetta er það minsta og þó vel gert á hans aldri: að leggja af stað heim í hrið og náttmyrkri. Og hann reið ber- hentur alla götu inn að Grund. Mér er kunnugt um það, því að eg varð honum samferða — með vetlinga á höndtínum. Svo er að orði kveðið i Skarðs- árannál: “Var sén hvítur hrafn í Skaga- firði og vildi biskup að tekinn yrði, en varð eigi veiddur.” — Hvitir hrafnar eru fágætir. Og menn sem eru þvílíkir, sem Jón bóndi og Magnús á Grund, eru og fágætir. Þar sem þessir öldungar fara, sér á herðar máttarstólpa, sem taka upp úr því, sem alment ger- ist. Þeir hafa spent sig megin- gjörðum Þórs á sína vísu, og næfr- um Birkibeina ‘— meðan hvers- dagsþytur aldarfarsins hefir farið um láglendið og föndrað við punt og snarrót í höllunum meðfram þjóðgötunni. G. F. —Islendingur. Búnaðarþing Isiands. Búnaðarþingið var háð hér i Reykjavik dagana 4.—21. febrúar. Er þetta 14. búnaðarþingið í röð- inni. Á þinginu áttu sæti: Björn Halls- son, Rangá; Guðm. Þorbjarnar- son, Stóra-Hofi; Hallgrímur Þór- arinsson, Ketilsstöðum { Hajldór Vilhjálmsson, á Hvanneryri; Jak- ob Líndal, Lækjamóti; Kristinn Guðlaugsson, Núpi; Magnús Frið- riksson, Staðarfelli; Magnús Þor- láksson, Blikastöðum; Páll Zoph- oníasson, Hólum; Sigurður Bald- v\nsson, Kornsá; Sigurður HHið- ar, Akureyri; Tryggvi Þórhalls- son, Laufási. Málfrelsi á þinginu höfðu, auk fulltrú'anna, ráðnautarnir, félags- stjórnin og húnaðarmálastjóri og tóku þeir ýmsan þátt í þingstörf- um. Fundarstjóri var form. félags- ins, Guðjón Gúðlaugson, og skrif- arar Steinar Stefánsíon og Theó- dór Arnbjarnarson ráðunautur. Fyrir þingið vöru lögð 62 mál. Merkust þeirra voru: Athuganir og tillögur um láns- stofnanir til stuðnings rcektun og bygging landsins.—Var það frum- varp frá nefnd þeirri, er Búnað- arfélagið skipaði i vetur, til að iannsaka hvernig helst mætti koma á fót sterkri lánstofnun fyrir bændur, þar sem lánskjörin yrðu sniðin eftir þörfum þeirra, bœði hvað vaxtahæð og afborganir snerti, en á móti yrðu veðin að vera svo trygg, að lánsstofnunin þyrfti ekki að voga fé sínu. I nefnd þessari voru: Halldór Vil- hjálmsson skólastjóri á Hvann- eyri, Sigurður Sigurðsson búnað- aimálastjóri og Thor Jensen for- stjóri. — Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að til þess að lánstofn- unin kæmi að tilætluðum notum, yrði hún að ráða yfir allmiklum sjóðeignum, og benti nefndin á leiðir til þess. Búnaðarþingið félst á tillögur hennar og skoraði á Al- þingi að koma þeim í framkvæmd. Lög búnaðarfélaga. Uppkast að lögum fyrir búnaðarfélög var sam- þy'kt. Er það mjög ýtarlegt og ætl- að einstökum búnaðarfélögum til lieðbeiningar, er þau semja sér lög- Skeiðaáveitumálið. — Þá hafði þingið Skeiðaáveitumálið til með- íerðar, rannsakaði það eftir þeim gögnum, sem eru fyrir hendi, og afgreiddi um það rökstuddar til- lögur til Alþingis. Jarðrœktarlög, reglugerð um stjórn búnaðarmála og styrk úr rí'kissjóðí. Lagði Búnaðarþingið til við Alþingi að styrkveitingar samkvæmt II. kafla jarðræktar- laganna yrði ákveðnar þannig, að fyrir hvert dagsverk í áburðar- næmi 1.50 á dagsverk, við túnyrkju 1.00 á dagsverkið og vð graðrækt 0.80. Tryggingarfélög. — Þá hafði þingið til meðferðar uppkast að ifrumvarpi fyrir búfjártrygginga- félög og um stofnun búfjártrygg- ingsajóðs íslands. Er fyrirkomu- lag þessara mála helst hugsað þannig, að tryggingarfélögin séu eigi stærri en svo, að ’hvert nái yf- ir eina eðtf tvær sveitir og aðeins SPARAÐ FÉ SAFNAR FE Rf þér liafiC ekki þegax SparlsjéðsreiknLng, t>4 Ketfð þér ekkl breytt hyKifileKar, en að lcKKja peningn yðar inn á oitthyert af Tor- nm næatu útlbíium. par bíða þeir yðar, þegar réttl tíminn kemur tll að nota þá yðnr tU sem meste hagnaðar. Tlnion Bank of Canada hefir starfað £ 58 ár og hefir & þeim tíma komið upp 345 útibnum frá strönd tU strandar. Vér bjéðum yður lipra og ábygffilefta afftreiðslu, hrort sewt þér gerið mlkil eða lítil viðskifti. Vér bjóðum yður að heimawkja vort næsta útibú, ráðsmaðurinn og starfsmenn hans, munu flnna sér IJúft og skylt að leiðbelna yður. ÚTIBÚ VOR RIUJ A Sargent Ave. og Sherbrooke Oeborne og Oorydon Ave. Portage Ave. og Arlington Iiogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Wkinlpeg. ABALSKRIFSTOPA: UNION BANK OF CANADA MAIN and WIIJLJAM — — WINNIPBG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.