Lögberg - 02.04.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.04.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FTMTUDAGINN. 2. APRfL. 1926. Bhs. 7 Skemlanir til sveita. Framh- IV. Kvöldvökurnar. Fyrir 30|—40 árum mun eögu- lestur og rímnakve§skapur hafa verið all almennur hér á landi. foæði við sjávarsíðuna, iSíénstaklega í verstöðunum, og til sveita. í ferðaögu þeirra Eggerts Ólafs sonar og Bjarna Pálssonar er að því vikið, að þá, er þeir ferðuðust ihér um landið, 1750—1757, hafi sögulestur, og rímnakveðskapur verið í afturför, enda minna gert að því en áður var. Það má vel vera, að svo hafi verið, og eitt- ihvað hafa (þeir haft fyrir sér í þessu. Það er ekki ósennilegt, að dreg. ið hafi úr 'skemtunum fólksins um og eftir miðja 18. öld, og þar á meðal úr sögulestri og rímnakrveð- ekap. Árferði var oft stirt og af- koma manna erfið síðari hluta ald- arinnar og þetta dró kjark úr mönnum, svo í einu sem öðru- Út yfir tók þó þegar móðuharðindin geysuðu yfir landið 1783—1786. Er skiljanlegt að þá Ihafi oft verið dapurt og dauft í bygðum landls- ins og lítið um skemtanir. Sennlega hefur nú sögulestur og kveðskapur aldrei lagst niður með öllu. Líkur eru til að þessi gamli þjóðsiður hafi glæð'st aftur nokkru eftir aladmótin 1800, Og einkum þó eftir 1830. Að minsta kosti sagði mér gamalt fólk um 1875— 1880, að i þess ungdæmi hefðu sög ur verið lesnar og rímur kveðnar á vökunum. Maður, sem ólst upp austur í Mýrdal hefir sagt mér, að á han® unglingsárum, 1860—1870, hafi lítið verið þar um isöguleistur, enda skemtanir yfirleitt. En um og eftir 1874 verður breyting á þessu.-. Þá er farið að leisa þar sögur víða, og kveða rímur. Eftir því 'sem eg kemst næst, og minnir, mun rt'mnakveðfekapur hafa verið í minna gengi 'hér syðra, en annarsstaðar á landinu, isértaklega nyrðra. Dreg eg það meðal annarsi af því, að á mínum fyrri árum kyntist eg tiltölulega fleirum Norðlendingum en Sunn- lendingum, er voru góðir kvæða- menn, eða þeir ekki gefið sig fram. Sum rímnalög og rímnabragir voru hér áður fyr, og eru enn, kendir við Norðurland, t. d- Skag- firska stemman, Vatnsdælinga. bragir o. iS' frv. Til þess að lesa isögurnar vald- ist isá, er til þess þótti ibest fær á heimilinu, enda voru til á mörgum bæjum góðir lesarar. Ef enginn gat eða fékst til að lesa, var feng. inn til þesis maður af öðrum bæ. Stundum fóru menn um og lásu fyrir fólk' og kváðu rímur. Þeir þóttu góðir gestir þar sem fólk kunni að meta slíkt.. En á hinum bæjunum nefnduist þeir flakkarar og voru miður vel 'séðir. Sögurnar, sem lesnar voru á kvöldvökunum voru helstar: Forn- aldiársögurnar og þar á meðal Hrólfls'sögurnar, er jþótti miikið í varið og voru alment vinsælar. Noregskonungasögur — Heims. kringla íislendingaisögur o. s. frv. Sögur Jóns Thoroddsens — Piltur og stúlka og Maður og kona ••— voru og mikið lesnar. Einnig Mannamunur , Smásögur Péturs biskups o- s. frv. — Þá var og les- ið mikið af allskonar iskrifuðum riddarasögum er einstakir sögu- fróðir menn höfðu safnað og 'skrif að upp sér til gamans og dægra- styttingar. Oft var erfitt að ná í sögurnar. Þær voru ekki til nema á stöku stað og þá vitanlega helst hjá bók- hneigðu fólki, er unni sagnafróð- leik. Og þeir er áttu bækurnar höfðu aldrei frið á isér fyrir foóka- kvabbi hinna. Einna erfiðast var að ná í sumar íslendingasögurn- ar. Þær voru margar enn þá isjald- gæfari en ýmsar aðrar sögur- — Það var því þarfaverk er Sigurður bóksali Kirstjánsison réðist í að - i ', Undursamlega, Nýtt Meðal Fyr- ir Gamla og Unga. Það Hoflr TVJfraáhrif á Veiklaðar TttMgor, Veltir Matarl yst og Va'ran Svefn. Hið nyja meðal Nuga-Tone, hefir somlð þúsundum manna til fullra.r ehsu, sem orðnir voru úrkulavonar uni hqilsubót. Sé um taugaslappleik hofu5Vf,rki1 svefnleysi og Jystarleysi a® r®ða, er ekki unt að fá betra þ^eoal. Nuga-Tone hefir inni atS oaida járnefni, sem blóðlð má ekkl hv Vera' er nærr> Þvt ðtrfllegt, e meSal þetta styrkir líkam- n og fyiijr ffllk nÝju starfsfjöri. MatarlyBtin eykst á svipstundu og eltingin verður eins skörp og rrekast verður ákosið. Liði yður ekki ®em bezt, ætituð þér að fá yður rltku af Nuga-Tone, Batni y'ður e ki, getið þér skilað pakkanum aft- Ar x ** lyfsa'ans og fengið peningana. Meðal^ þetta fæst hjá öllum lyfsöl- m- Framletðendur Nuga-Tone hafa evo miklð traust á meðali þessu, að eir hafa falið ölJum lyfsölum að .,.ÍTglasl t>aS' Meðallð er einkar- P a*Böngu. Mánaðar skerfur, os ■ r ekki meira an svo s©m einn gefa þær út, um 1890 og verður honum það seint fullþakkað. Kvöldv<\kunum sjálfum ætla eg ekki að lýsa hér. Það hafa aðrir gert, og gert vel. Fjögur nafnkend skáld, sem eg man eftir hafa lýst þeim í bundnu og óbundnu máli. Það eru þeir Eggert Ólafsson, Ein. ar Benedikbssón í mansöngnum fyrir Ólafs rímu Grænlendings, Jón Thoroddsen í Manni og konu og ólína Andrésdóttir í Breiðfirð- ingavísum sínum. Lýsing þeirra >er sannur ispegill af vökunum áður og eins og eg man fyrst eftir iþeim- Eggert ólafsson kveður í “Heim ildarskrá’’ eða “tileinkun sagna og kvæða til kvenna á íslandi." Hann 'segir 'svo: Þegar hjá þeim húmar að og hjarnar ljós í ranni, margt þær raula rímnablað 0g reka hrygð frá manni. Drósir jafnt með dygð og ást dýrum hlýða sögum, að feðra vorra frægðum dást, er fyrri voru á dögum. iSauma, greiða, karra, kljá, kappið 'sagan eykur, spinna, prjóna, þæfa þá, það er einis og leikur. Á þeim hfergi svefninn sér, iseggir tíðum heyra, lesari þegar letjast fer, ■ lostu núna meira. Einar skáld Benediktsson kveður: Vakan ómar háreyst hér, hurðu fyrir innan 'stakan ihljómar- Úti er utan dyra vinnan. Saman bekkjast kona og karl. kvæðamanninn heyra, Gaman ekkert prúðan pall prýðir annað meira. Handa allra milli má margvíst skoða ,tóvið, banda karlsins 'fléttu frá fram í voðarþófið. Stálið óðar þróttar þungt, þrumulagi kveður. Málið góða altaf ungt, allan bæinn gleður. öngum istundin leiðist löng, léttar mundin vinnur, lðngum undir sagna söng silkihrundin spinnur- Situr stokkinn fljóðið frítt, feimin undan lítur, flytur ihnokkann, brosir blítt, foláþráð sundur slítur. Friður haldist. Blómgist 'bú. Bleisisist frúar arinn. Siður aldinn tengist trú, tryggist hjúa skarinn. Jón Thoroddsen segir fyrst frá aðsókn Þuríðar gömlu. Þar næst lýsir hann Þorsteini kvæðamanni, föður Sigrúnar og isegir frá komu smalans- —“Liður nú svo um hríð að allir jþegja í baðstofunni og situr hver þar sem hann er kominn við sína vinnu. Því næst ávarpar húsfreyja Þor stein. Þykir henni fólkið dauft og þegjandi og mælist til við hann er hann ihafi lokið við að búa til skaft á nafarinn, að hann lesi eða kveði eitthvað fyrir stúlkurnar. Gerir heimilisfólkið góðan róm að máli húsfreyju og ibáðu allir Þorstein kveða. 'Er nú fyrst um það rætt, hvað kveða skuli, og verða ekki allir á eitt sáttir um það. Tekur Þorsteinn 'síðan af öll tvímæli um það og hóf að kveða rímur af' Úlfari sterka. Þorsteinn kvað hátt og .snjalt; það var hin besta skemtun; þögn- uðu nú allir í foaðstofunni og Ihlýddu, og var sem allir yrðu hýr- ari og kviklegri í bragði en áður; nálin hjá húsfreyju gekk tíðara og li^Sugra. ^Ástríður vinnukona kvað undir með Þorsteini, sagði undir flatt og dillaði og var öll siem á hjólum; þær Sigríður og Guðrún teygðu þriðjungi lengra úr lopanum en áður. Sigurði bónda sóttist og ibetur verkið, fléttaði hann nú (reiptagl) miklu hraðar en áður og hnikti fast á við hverja hendingu, eftir því sem kvæðamaður hóf og herti á rödd- inni. Kveður nú Þorsteinn lengi og vel, og kemur svo, að hann he’f- ir lokið hinni fynstu rímu; tekur hann þá hvíld nokkra áður en hann 'byrjar næistu rímu og fara konur að tala um söguna. Nú heyrist Ibarið eitt eða tvö högg úti á bæjardyrahurð og trufl ar það kveðskapinn- Ekki vill bóndi að gengið sé til dyra. Segir hann !það ekki sið kristinna manna að knýja hurðir eftir dagsetur og fara ekki á bæ og guða á glugga, enda séu það fjandar og forynjur einar, sem ekki berji þrjú hðgg. Er svo ræct um þetta fram og aft. u.r, og heyrast þá barin þrjú högg. Fer þá bóndi til dyra en kemur forátt aftur o.g kveðst einkis hafa orðið var, en hundarnir hafi allir hlaupið út með gelti og ispangóli. Þetta þótti mönnum all- kynlegt, en ræða þó fátt um. Tek- uir Þorsteinn enn að kveða og kveður umi hríð og líður á seinni hluta vökunnar.’’ Ólína Andrósdóttir lýsir þann- ig kvöldvökunum í Breiðafjarð- areyjum: Hver sér réði rökkrum í, rétt á meðan áttum frí; þá var kveðið kútinn í, 'kviknaði gleði oft af því. Vetrar löngu vökurnar voru engum þungbærar, við ljóðasöng og sögurnar, isöfnuðust föngin unaðar- Ein þegar vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Teygjast lét eg lopann minn; ljóða metinn isöngvarinn þuldi hetju þrekvirkin; íþá var setinn bekkurinn. Nú eru kvöldvökurnar í hinum “gamla stíl" að leggjast niður. Söguliesturinn og rímnakveðskap- urinn er viða horfinn, eða óðum að Ihverfa. Alt er foreytingu undir- orpið í 'þessum heimi. — Þeir sem c.itth'vað lesa gera það flestir í foljóði. Af því leiðir, býst eg við, að lestri manna fer aftur- Eg hefi heyrt málsmetandi menn “fínar frúr’’ oig menn í opintoerum trún- aðarstöðum lesa, og það var eng. inn lestur. Þetta fólk var ekki bænabókarfært. Þeir sem iðka lést ur í hljóði verða aldrei góðir les- arar. V. Skemtanir nútímans. Skemtanir til sveita nú á tím- um eru margar þær sömu og áður gerðist. Það er farið á skíðum, einkum í snjóahéruðum landsins, hlaupið á skautum, glímt, farið í reiptog, leiknir pantaleikar o- s. frv. Þá er spilað á spil, engu minna en áður. í sumujn sveitum ihefir spilafiknin aukist til muna síðustu tvo áratuginga, eftir því sem sagt er. Áður létu flestir sér nægja að spila um hátíðar og á sunnudögum, en nú spila menn al'la daga og vökurnar út. Á öllum mótum og skemtisamkomum er spilað. Undir eins og fyrirlesar- inn hefir lokið -máli sínu, t. d- á námiskeiðum, eru spi.lin tekin. Og borið hefir það við að góðir’ og gætnir menn 'hafa verið fengnir til þess að hafa eftirlit með ung- um mönnum, að þeir ekki spiluðu meðan á erindisflutningi stóð. Af spilum, er lítið eða ekkert tíðkuðust fyrr 40 árurn, má nefna “Lomfoer’ og “Bridge”. Auk þess ispila margir Vist, Gasa, Kött, og fleiri spil er algeng voru hér áður. ’Síðan Um aldamót hafa ýmsar skemtanir rutt sér til rúms 1 sveitunum, er áður voru lítt þekt- ar eða ókunnar með öllu. Flestar þær skemtanir eru í eðli sínu fjðl- mennisskemtanir, log stofnað til þeirra með samkomum, er boðaðar eru um stærri eða minni svæði eftir ástæðum-. Þær eru jafnaðar- lega 'bundnar við ákveðna staði, þar sem rúmgóð hús eru á tak- teinum, eða sérstakur undirhún- ingur hefir verið gerður með til- liti til íþrótta eða annara iskemt- ana, svo áihorfendur geti séð hvað fram fer. Slíkur undirbúningur hefir verið gerður t. d. að Þjórs- ártúni og víðar. Skemtanir þessar og íþróttamót eru því mjög frábrugðnar iskemt- unum fyrir 40 árum. Þá voru þær alment tengdar við heimilin, þar sem heimilsfólkið og' fólk aðeins af næstu bæjum kom saman til að iskemta sér. En nú byggjast skemt- anirnar á almenningsmótum, meir cg minna fjölmennum- Þetta er verulegur munur, á skemtunum fyr og og nú. Þær nýtískuskemtanir er eg átti við, að flust hafi út um isveit- irnar síðustu áratugina eru: ræðu íhöld og fyrirlestrar, knattspyrnu- ieikar, sjónleikar, flokksöngur og dans. Alt geta jþetta verið góðar skemtanir, þegar vel er með þær farið. Þær hafa eins og flest ann- að, 'borist hingað fynst frá útlönd- um, og síðan breiðst út um bygð- ir landsins frá kaupstöðunum og sjáVarþorpunum. Eins og þegar var getið, er grundvöllurinn undir þessum skemtunum, mót eða samkonvur. Á sama mótinu er oft skemt með flestu eða öllu þessu, er nú var nefnt, í ákveðinni röð eða eftir dagskrá. Það er oft byrjað á því, að einn eða fleiri menn fljdja er- indi eða ræður- Þá hefjast íþrótt- ir, söngur o. s. frv., og venjulega rekur svo dansinn lestina- Og cftir honum bíður unga fólkið með langmestri óþoilnmæði og eftirvæntingu. Það er eins og dansinn sé í augum margra kór- ónan á skemtuninni. Þessar samkomur og mót nefnd. ust ýmisum nöfnum, eftir tilgangi þeirra eða þá því, hver er aðal- skemtunin. Sæluvika Skagfirðinga er eitt þessara 'skemtimóta- Þessi sam. koma hefir verið haldin nú um nokkur ár, um isama leyti og sýslu- fundur þar er háður. Fundurinn stendur venjulega yfir viku, og mótið líka. Þangað sækir múgur og margmenni, flest úr Skagafirð. inum. Margt er þarna um hðnd haft til skemtunar og fróðleiks. Það eru flutt fræðandi erindl, 'Sýndir sjónleikar, sungið,, æfðar íþróttir og jafnvel leikfimi, dans- að o. s. frv- Þarf ekki neitt að lýsa því, að fólkið skemtir sér þarná ágætlega, svo sem nafnið “Sælu- vika’’ bendir til. Og það sem er best og virðingarverðast við þetta Skagfirðingamót er, að reynt er eftir megni að sameina gagn og skemtun. Námskeiðin í sveitunum — kvenna og karla — eru nú i aðra röndina skemtisamkomur. Þar er einnig reynt að sameina gagn og gaman. Aðaltilgangur þeirra er í raun og veru sá, að fræða og leið- beina- En maðurinn lifir ekki a brauði einsömlu. Gamanið er haft til uppfyllingar og — smekkbæt- is. 'Skemtanirnar eru venjulega samræðufundir — þeir geta líka • verið skemtilegir — söngur, tspil, íþróttir og svo lokadagskveldið dans. — Námisskeiðin istanda yfir 3i—6 dag'a, og eru oft fjölmenn. Uíigmennafélagamótin eða í- þróttamót þeirra eru jafnan vel sótt, hverju sem viðrar. Þau eru tíðast héraðamót, iþar sem ein eða fleiri sýslur taka þátt í þeim. — Aðalskemtunin eru fþróttirnir- Þar tíðkast og ræðuhöld og söng- ur, að ógleymdum danisinum. Þessar samkomur ungmennafé- laga eru jafnaðarlega fjölmennar, einkum þegar þeim er skipað vel i sveit, og tiltölulega hægt að sækja þær langt að. Á íþrótta mótin að Þjórsártúni sækja menn úr sýslunum Austanfjalls og sunn ?n yfir fjall og þar á meðal úr Reykjavík. Á mannflestu mótun- um þar, hafa verið síðuistu árin um 3000—4000 manns, og þegar flest var, nálægt 5000. íþróttamótin er vinsæl um land alt, jafnvel þó að hluttakan í sjálf- um íþróttunum isé oft af skorn- um skamti. iSkemtanir eru einnig oft í sam- Ibandi við fundi ungmennafélag- anna inn/byrðis í Ihverju einstöku félagi. Sama er og að segja um fundi lestrarfélaga, kvenfélaga, stúkufundi o- s. frv. Og skemtan- irnar á þessum fundum eða sam- komum eru venjulega hinar sömu : ræðuhöld, söngur, spil og dans. Það Iber og við, að í sambandi við þessi mót sé stofnað til hlutaveltu eða “böglakvelds” til ágóða fyrir félagsskapinn á einn eða annan veg, eða þá í þeim tilgangi að styrkja þarfleg fyrirtæki I sveit- inni, líknarstarfsemi eða annað þessu skylt. — Hlutavelta og “böglakveld’’ þektust ekki upp til sveita hér áður, svo eg muni eftir. En “böglakveldin’’ eru oft fjörug og vekja hlátur, enda draga þauj fólk að sér. Auk þeirra skemtimóta er nú: hafa verið talin, eru ýms önnurj mót eða samkomur haldnar í sveit-; iinum, að gefnum tækifærum.; Stundum er það æfður söngflokk-j ur er boðar söngskemtun, eðai knattspyrnufélag, er stofnar til j knattspyrnuleiks, eða loks leik-l endaflokkur er sýnir sjónleik með fjölbreyttri skemtun á eftir. Þá ber það og við, að söngmað- ur úr Reykjavík eða annarsstaðar frá, bregður sér upp í sveit ’og -syngur “fyrir fólkiðf’— En alt kostar 'þetta peninga, þó ólíku sé saman að jafna við það, sem skemt anirnar i bæjunum kosta,. Þorrablót eru gömul og þjóðleg samkoma. — En fátíft munu þau hafa verið í sveitunum fram um síðustu aldamót, og eru enda enn. f sveitunum hér syðra og vestra man eg ekki eftir þeim. Hinsveg- ar eiga þau isér stað við og við norðanlands og austan. Á Hólum í Hjaltadal hafa þau verið öðru hvoru um langt skeið, og þaðan hafa þau líklega breiðst út um Norðurland- Þegar skemtunum hinna mörgu félaga, hverju nafni sem þau nefn ast, lýkur, þá koma stundum ein- stakir ungir menn til sögunnar, sem þyrstir eru í dans og aðra gleði, og hóa fólki saman. Á skemti samkomum er það oftast dansinn sem skipar öndvegið, og þá er nóttin látin ráða. Enda ekki um annað að gera þegar vetrarskemt- anir eiga í ihlut, nema tunglskin sé og- gott veður. Nl. S. S. Lögrétta 25- febr. 1925. Heimsdkn á Betel. Sunnudaginn 1. marz, var venju fremur g*latt á hjalla á Betel. Svo stóð á, að þann dag var tíunda afmæli stofnunarinnar. Þrátt fyr- ir frost og kulda þann dag, kom kvenfélagið ’Fram!sól<n’ með fylktu liði, ásamt allmörgum úr söngflbkki lúterska safnaðarins. Einnig voru þau séra Rúnólfur Marteinsson og frú hans stödd hér. Mijs- Marteinsson stjórnaðl isöng við þetta tækifæri. — Kven. félagkonurnar slógu umsvifa- laust upp afmælisveizlu. Miklar veitingar vocu fram reiddar. Sam timiis því skemti hópur kvenna og manna með söng, sem vistfólkið og flestir viðistaddir tóku þátt í. Þótti eldra fólki mikil skemtun að því fátt færir glöggar gengna gleði æskunnar til til báka, en söngvar, er sungnir voru í foernsku Söngur •íslenskra sálma og ljóða, á sér undur djúp tök í hjörtum foinna eldri. Þegar svo leið dagor að kveldi, hélt fólk heimleiðis aft- ur, en skildi eftir gleðigeisla í “Reyndist $ 100 virði, lœknaði Eczema og gylliniœð” Mrs. Peter Palmer, Saltburn, Sask., skrifar: “Dr. Chose’s Ointment, hefir læknað mig gersamlega af eczema og gylliniæð. notaði þetta meðal einnig handa barn- inu mínu, sem varð útsteypt í klá'Sa. Eg þurfti ekki aS bera hieSaliS á nema nokkrum sinn- um’. Dr. Chase’s Ointment, hef- ir, reynst mér mörg hundruð dala virSi, — áður en eg reyndi það, hafSi eg eytt stórfé i á- rangurslaus meSöl frá læknurrt. Eg hefi notað fleiri Dr. Chase’s meðöl, svo sem Nerve Food, er læknaSi mig af taugaveiklun, þegar eg var ung stúlka.’’ DR. CHASE’S OINTMENT 60 cents liylkið, lijú Iyfösliun eða Kdmanson. Bntcs & Co., Ltd. Toronto hjörtum gamla fólksins fyrir “góða stund’’ sem allir nutu sam- eiginlega- Þetta er heldur ekki i fyrsta skifti, sem “Framsókn" hef- ir glatt Betelábúa með heimókn sinni. Hugheilar þakkir húsb^enda og vistmanna, til kvenfélagsims, og til' söngfólksins og annara gesta, fyrir gleði þá isem þið veitt- uð með komu ykkar. Viðstaddur. Sunnudaginn 1. marz s- 1. isíð- degis, gerðu konur kvenfélagsinis “Framsókn’’ á Gimli, fjölmenna heimókn að Gamalmennaheimil- inu “Betel” og veittu viistmönnum, gamalmennum heimilisius rausn- arllegar veitingar, með miklum mannfagnaði. Tilefni þefssarar heimsóknar var, að þann dag (1. marz 1925) var 10 ára afmæli gamalmenna- heimilisins Betel. Með öðrum orð- um: það var þá búð að starfa í tíu ár, tók til istarfa 1. marz 1915. Kvenfélagið “Famsókn’’ á Gimli, hefir um undanfarin ár styrkt Betel, með fégjöfum og veitt þar iheimsóknir með mann- fagnaði. Fyrir umrædda heimókn iþakk- ast kvenfélaginu hið allra beista, sem og fyrir gjafir og heimsóknir, er það hefir veitt Betel, um undan farin ár. Um leið er öllum félögum einstökum mönnum, körlum og konum, fjær og nær, isem hafa styikt Betel, með fégjöfum eða á annan hátt, í orði og verki, vottað hið. allra besta þakklæti og þeim ðllum óskað allrar bleslsunar “árs og friðar.” Fyrir hönd vistmanna að Betel. Halldór Daníelsson. Frá Islandi. Bátur ferst með sjö mönnum- Vélbáturinn Oddur, eign Jóhan- sens á Reyðarfirði fórst í fyrri- nótt með sjö mönnum í ofsaroki, sennilega nálægt Stokkanesi, þar fundust í gær á floti olíutunnur, poki, koffort o. fl. Báturinn fór f fyrradag áleiðis til Hornafjarðar og sást seinast vestur undir Papey kl. 4 síðdegis1. Formaðurinn hét Jón Árnason, vélamaður-Sigurður Magnússón, hásetar voru: Ágúst Gíslason og Bóas Malmquist, og landmenn Guðni Jónsson, Gunnar Malmquist og Emil Beck. Þrir þessara manna voru gitir barna- menn. iBre<3ku beitiskipin, sem leituðu togar?inna fyrir sunnan og austan land urðu einskis vör- Fór annað heimleiðis í gær, hitt fer í kveld. Togarinn Vera frá Hull strand- aði í nótt á Kerlingardalsfjöru á Mýrdalssandi. 15 menn björguðuist og komu þeir til Álftavers í morg- un. Talið er ókleift að ktomast út í skipið. Fregnirnar um strandið, aðrar en þær, sem að framan eru nefndar, eru óljósar- Jón Benedikts Jónsson cand. phil. andaðist í franska spítala 1 fyrrakveld, eftir langvinnan sjúk- leik. Hann lauk stúdentsprófi vor- ið 1902, stundaði síðar laganám . um hríð, en hvarf frá því áður en til prófs kæmi. Jón var mikill mað- j ur vexti og hinn gervilegasti, ein- kennilegur í háttum og ekki hvers. dagslegur- iHann orti nokjkuð á síðari árum og var vel hagorður. Vísir 3. marz. ’25 Hin Eina Hydro Steam Heated BIFREIDA HREINSUNARSTDO i WINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinnyðar þveginn, það er að segja hreinsaðann og olíuborinn á ör- stuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér sendum áreiðanleg- an bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér œskið. Alt verk leyst af hendi af þaulvönum sérfrœðíngum. Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugum stað í miðbœnum, á móti King og Rupert St., á bak við McLaren hótelið. V Ppaipie City Oil Company Liimited Laundry Phone N 8666 Head Ofíice Phone A 6341

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.