Lögberg - 02.04.1925, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.04.1925, Blaðsíða 5
LÖGBERG, t IMTUDAGINN, 2. APRÍL. 1925. Bls. 5 DODDS '( KIÓNEY3 PILLS Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt 'bak- verk, ihjartabilun, jrvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu'm lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. trygöir naugripir, hrútar og stóS- hestar, þar til hallæristryggingar eru komnar í þaÖ horf, að veik- indi af vanfóðrun geti ekki vald- ið vanhöldunum. 1 samandi við þessi félög er ráðgert að stofnaö- ur sé sérstakur sjóður fyrir alt landið, sem nefnist Búnaðarfjár- tryiggi ngasj óður Isiands. Félögin greiöi svo sjóðnum vist iðgjald á ári, en hann í móti. bæti þau tjón sem fara fram yfir ákveðinn hluta þess sem trygt er. Ástæðan til þessa fyrirkomulags sú, að þessi sameiginlegi sjóður bæti tjón sem einstakar sveitir geta orðið fyrir, eins og t.d. Vestmannaeyjar urðu fyrir nú fyrir fáum árum. Málið afgreitt þannig, að stjórn félagsins var falið, til næsta Búnaðarþings, að safna skýrslum um vanhöld á búpeningi. Um útgáfu búnaðarrita.— Bún- aðarþingits samþykti tillögur um að Búnaðarfélagið gæfi út safn af bókum um búfræðileg efni og skyldi árlega koma út ein eða tvær bækur. Vár stjórn Búnaðarfélags- ins falið að skipa ritnefnd til að gera áætlun og undirbúa þetta starf. Búnaðarfélagið sér um út- gáfuna. Seint á þinginu var kosinn einn maður i stjórn Búnaðarfélagsins í stað Guðjóns Guðlaugssonar, sem gekk úr eftir 'hlutkesti. Hlaut kosningu 'Oddur Hermannsson skriftsofustjóri. Aðrir í stjórn- inni eru: Tryggvi Þórhallsson og Valtýr Stefánsson. Endurskoðendur voru kosnir Jón Guðmundsson, endursk. S. í. S., og Jakob índal á Lækjamóti. —Lögrétta. Lærðir búfræðingar. Rætt ihefir verið nokkuð um Iþað hér, að lærðu mennirnir væru að verða of margir, og árleg við- koma þeirra meiri en ijjörf krefur og munu flestir, er um það mái hugsa, á eitt sáttir um, að svo muni vera. Sama umkvörtun ger- ir og vart við sig Víða erlendis. Þykir það sikaði mikill, þegar ung- ir menn á þennan hátt missast frá verklegri þátttöku í atvinnu- lífi þjóðanna. ,'Eftir 10—15 ára nám eru flestir orðnir lítt færir um að vinna algenga vinnu, hvort heldur er til sjós eða lands. Svipað er nú að segja um þá er ganga á búnaðarháskólana. Þeir eru að verða of margir. — Nám þeirra tekur vanalega með undirbúningi, 5—6 ár, og stund- um meira. Að loknu námi eru þess ir menn komnir á sinn besta aldur og eiga þá ekkert til. Sumir eru stórskuldugir eftir námið. Þegar svo, íbúfræðingskandídatarnir geta ekki fengið atvinnu við sitt hæfi — ráðunautsstarf, kennara- stöðu o. s. frv. — er oftast ekki nema um tvent að gera fyrir þá, annaðhvort að fara að Ibúa eða vinna algenga erfiðisvinnu. En álitlegt er það ekki fyrir fá- tæka menn, þótt Ibúfræðiskandí- datar séu. 'að byrja búskap eins og nú er högum háttað, með tvær hendur tómar. Að ráða sig í al- genga vinnu er vitanlega miklu betra en að gera ekki neitt, eða leggja út á viðsjálar braskbraut- ir, en kaupið við erfiðisvinnuna samsvarar venjulega ekki því, er þeir hafa orðið að kosta til sín, meðan á náminu stóð. Þeir þurfá að bera meira úr 'býtum en al- gengir verkamenn, til þess að geta borgað skuldir sínar og lifað. Búnaðarháskólanám er of kostn- aðarsamt, jafnvel fyrir hinn efna btla mann, er hyggur á búskap, bvað þá| heldúr fyrir þann, er ekki (hefir í önnur hús að venda en að gerast verkamaður eða vinnumaður. En það var nú ekki beinlínis þetta, sem eg ætlaði að minnast á, heldur annað, og er J>á Ibest að snúa sér að því. í Árbók búnaðarháskólans 1 Ási í Noregi, árið sem leið, er yfirlit eða skýrsla yfir atvinnu búfræðiskandídatanna frá skól- snum, sem út hafa skrifast síð- ustu 25 árin. Er sú ekýrsla fróð leg á ýmsan hátt, og því minnist eg hér á hana. Búnaðarháskólinn í Ási var stofnaður 1896. í ágústlok árið eftir hófst kenslan þar, og fyrstl nemendaflokkurinn útskrifaðist um vorið 1899. — Á þessum 25 árum frá 1899 til 1923, hafa út- skrifast .samtals 531. Af þeim eru eða voru það ár —- 1923 — 22 dánir, en lifandi 509 alls. Hvað starfa nú þessir menn? Þeirri spurningu svarar skýrslan og er það sem hér fer á eftir, út- dráttur úr henni. Af þessum 509 búfræðiskandí- dötum eru 85 annaðhvort atvinnu lausir eða þeir hafa leitað sér atvinnu utan við búnaðinn. Atvinnulausir voru 30 af þess- um 85 kandídötum, en 55 er höfðu ráðið sig í ýmsa atvinnu, óvið- komandi búnáði. Búnaðarnám þeirra er, að því leyti til gagns- lítið, ibæði þeim og þjóðinni. Sum- ir af þeim, eru verslunarmenn. verksmiðjustjórar, innheimtu- menn o. s. frv. Fáeinir hafa að loknu prófi á Ási, farið í aðra háskóla og lesið þar guðfræðl, lögdræði, o. fl. Enn má nefna það, að af þessum útskrifuðu kandí- dötum eru 6 útlendingar, frá ís- landi, Færeyjum og Finnlandi. Og loks hafa 11 kandídatar farið frá Noregi til annara landa, flest- ir vestur um haf. HJinir 407, sem' að þá eru eftir, hafa náð í stöðú eða fengið at- vinnu við búnað eða búskap. Það er með öðrum orðum, að 4/5 af þeim er útskrifast hafa frá Ási I 25 ár, eru að einhverju leyti I þjónustu búnaðarins, en 1/5 hlut- inn er annaðhvtort atvinnulaus eða þá snúið sér að öðru. En þá er að gera grein fyrír því, hvaða störfum þeirgegna. öjálfseignabændur og búandi menn (leiguliðar) eru um 80 Ráðsmenn eða bústjórar 27. Hér eru þá 107 búnaðarkandídatar, er beint eða óbeint eru bændur. Það eru 20% af núlifandi. Ásmönn- um eða fimti hlutinn, og má það gott teljast. Kennarar við búnaðarskóla eru 82 alls eða 16% af öllum hópn- um. Skólastjórar 23 eða 4,5%. Þá eru fylkisráðunautar 37 eða 7,2% sýslubúfræðingar og eftirlits- menn, 39 eða 7,6% og ríkisráðu- nautar 5 eða 1%. Kennarar, prð- fessorar, og dóceníar — við ibún- aðarháskólann í Ási eru 7, að- stoðarmenn við skólann 9, alls- konar tilraunamenn í gróðurrækt og öðru 19, og ritarar í fylkis- búnaðarfélögunum eru 15. Loks eru starfandi á búnaðar- ekrifstofu ríkisins 15 menn eða 3%, þar með talinn búnaðarmála- stjórinn í Noregi. iSamkvænrt þessari verkaskift- ingu búnaðarkandídatanna frá Ási, sem hér er greind, er nálægt helmingur allra þeirra í stöðum, er hafa það hlutverk að kenna og leiðbeina. Þetta á heima um alla skólastjóra og kennara æðri og lægri, alla ráðunauta, sýslubú- fræðinga o. s. frv. í Noregi eru nú 335 búfræðing- ar í opinberum stöðum, sumpart getur ritstjóri Árbókarinnar þess, hjá ríkinu eða einstökum stærri og minni búnaðarfélögum. í athugasemd á eftir skýrslunni að síðustu árin hafi útskrifast frá Ási, 20—30 kandídatar á ári Það telur hann vera mikils til um of. Samkvæmt tölu búfræðinga þar í opinlberri stöðu, sem tilfærð er hér á undan, telst honum svo til, að ekki muni þurfa nema 10— 12 búnaðarkandídata ár hvert, til þess að fullnægja árlegri þörf eða eftirspurn í þessu efni. Ef maður snýr sér nú til Dan- merkur og litast um þar, verður svipað ofan á teningnum. — Árin 1860—1917, útskrifuðust frá búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn, 1116 menn, þar af fimm konur. En árin 1918 til 1921 nemur tala þeirra er tóku próf við skólann 225, eða til jafnaðar 56 á ári. En til samanburðar má nefna það, að áíin 1900—1917 nam meðaltalstalan 34 árlega. Af þessum kandídötum 1860 til 1917, voru árið 1918, 962 lifandl, þar af í Danmörku 840, en 122 voru annarsstaðar, í Vesturheimi, Rússlandi og víðar. Leitað var upplýsinga úm atvinnu þessara manna allra, og kom þá íljós, að af þeim voru: Sjálfseignaúbændur ........ 246 Leiguliðubændúr ............ 53 Bústjórar .............. 74 Allskonar ráðunautar...... 135 Búnaðarskólakennarar ........ 77 Frærækt og tilraunir ...... 35 Dýralæknir ................. 25 ^orstöðumenn sláturhúsa og mjólkurbúa............. 20 Samtals störfuðu við búnað á einn eða annan hátt, 724 eða 75% Hinir höfðu eitthvað annað fyrir stafni. Bændur og bústjórar voru 373 eða 39%, og kennarar, ráðu- nautar o. s. frv. voru 351 eða 36%. Énn er ekki til skýrsla um at- iskandídat, sem þessu er kunnug- ur, segir að margir af búnaðar- kandídötunum frá 1920—1921, séu atvinnulausir eða hafi engin búnaðarstörf á hendi. Um þá menn íslenska, er teKið hafa fullnaðarpróf frá 'búnaðar- háskólanum, skal ekki mikið rætt. íslenskir búfræðiskandídatar munu nú veru um 20 alls. Af þeim eru 5 erlendis, >— í Dan- mörku og Noregi — sem eiga þar heima. Tveir af þeim eru við bú- fræðisleg störf. — Hinir 15, sem hingað eru komnir, hafa flestir einhverja atvinnu. Þeir eru: Bændur 2, skólastjórar 2, íbún- aðarkennarar 3 eða 4, ráðunaut- ar 2, búnaðarmálastjóri 1, dýra- læknir 1, ritstjóri 1, o. s. frv. Við Ibúnaðaúháskólanám í Kaupmannahöfn eru víst 4, sem eg veit um, er ljúka námi í vor,. og einn í Ási. Það er allgóð viðkoma. En hvað fá svo þessir menn að gera, er þeir hafa lokið námi? Reynslan sker úr þvi. Á 1. sunnudag í Þorra 1925. Sigurður Sigurðsson. ráðunautur. Vörður 28. fébr. ’25. eftir því, þótt tófoakið sé aldrei auglýst og sölustaðir fáir; en margir verða ekki tófoaksmenn eða hætta við tóbak, ef það kost- ar mikið fé, og þarf að hafa fyrir- höfn að afla sér þess. G. CI. Vísir 2. marz, ’25. —r—1------ Er meiri tóbaksnautn œskileg ? Á Alþingi er þessa dágana karp- að allmjög um fyrirkomulag tó- bakssölu hér á landi. Er ekki til- gangurinn með þessum athuga- semdum mínum, að taka þátt í deilunni um frjálsa verslun eða dinkaisölu. En í , samfoandi við þetta mál koma fram einkennileg- ar hugmyndir um tóbaksnautn. Nokkrir þingmenn, er flytja frumv. um ’breytt skipulag á söl- unni, sýna fram á með skýrum tölum, að tóbakseyðsla lands- manna hefir farið þverrandi síð- ustu 3 árin. Á tímabilinu 1914—21 komu að meðaltali 960 grömm af tóbaki á hvern mann á ári hverju, en 1922—24 t3lja alþingismenn- irnir, að tóbaksnotkunin hafi minkað niður í 690 gr. á mann á ári hverju. Innflutningur og eyðsla tóbaks hefir því farið mjðg þverrandi síðuistu árin. Ef ein- blínt er á stundarhagnað ríkis- sjóðs, kann þeim, er peningana eiga að útvega, að þykja þetta miður. En að öðru leyti ætti þessi niðurstaða að vera þjóðinni gleði efni; minna fé eytt í útlenda munaðarvöru og heilbrigði lands- manna síður spilt með tó'baks- nautn. Að vísu verða ekki margir veik- ir af alvarlegri tóbakseitrun, þótt slíkt þekkist; en vafaíaust veikl- ar mikil tófoaksnotk*un likamann, þótt nautn og hressing geti verið að því í foili. Eitrið í tóbakinu — nicotin — hefir mikil áhrif á hjartað og taugakerfið, og spillir oft sjóninni; fjöldinn allur af tófoaksmönnum hefir Iangvarandi þrota og bólgu í slímihúðinni í munni, nefi, koki og hálsi. Auð- vitað er þetta til óhollustu. Kven- fólkið hefir tekið reykingar upp eftir karlmönnunum, og sést það m. a. á “sigarettufingrunum.” Því miður nota unglingar tóibak, sérstaklega drePgir, og jafnvel unglbörnin fá að anda því að sér; á mörgum heimilum er því engu skeytt þótt andrúmslofti því, sem ungbörn anda að isér, sé spilt af tóbaksreyk. En svo er önnur hlið á málinu; neftóbakið nota flestir þannig, að lítt er samrýmanlegt J>eim kröf- um, sem gera ætti um snyrti- mensku nútímamanna; “kloak”- nefin eru þjóðinni til vanvirðu. Sanngirnir býður að geta þess, að margir hafa mjög mikla nautn af tóbaki og njóta þess án óþæg- inda fyrir aðra. Nautnir þurfa menn að hafa og vilja ekki fara þeirra á mis, þótt óhollar séu. Engum kemur væntanlega til hugar að landsmenn hætti alveg að neyta tóbaks, enda mundi tó- lendingar þurfa að nota. baksbann jafn óframkvæmanlegt sem vínbann. En hitt er annað mál, hvort löggjafarvaldið á að gera tilraunir til þess að auka tó- baksnautn í landinu; sú stefna er í öfuga átt. Þeir sem hugsa mest um stundarhagnað ríkissjóðs telja æskilegt, að útsölustaðir á tóbaki verði sem flestir; en þetta ætti löggjöfin einmitt að koma 1 veg fyrir. Þegar tóbakið er víða á fooðstólum eyðist meira; nokk- uð mun starfað að tóbaksbindindi hér á landi, en váfalaust hefir tóbaksnautnin að mestu leyti, farið þverandi síðari árin vegna f^erri sölustaða. Mun svipað hátt- að í þessu efni sem um vínsöluna áður en foannið var leitt í lög; verslunin var að vísu frjáls, en vínsöluleyfi var dýrt. Margir kaupmenn hættu því vínsölu, enda minkaði drykkjuskapur •stórum. Hvort sem tófoaksverslun er frjáls eða ekki, ætti hið opinbera ekki að gera tilraun til þess að Vélaverkstöð Jóns Esphólíns. Á síðustu tímum er það að verða öllum ljóst, æ betur og bet- ur, að ekkert styður eins vel að almennri velmegun þjóðarinnar eins og það, að þurfa sem allra fæst að sækja til útlanda og út- lendinga. Hvert handtak, sem unnið er í landinu sjálfu, að hverskonar framileiðslu sem er eflir hag þjóðarinnar, og hefur gengi íslenskrar krónu. Síðan um aldamót hafa íslend- ingar borgað út úr landinu marg- ar miljónir króna fyrir mótora, línuspil, aðgerðir á mótorum o. s. frv. Á síðari árum hafa sjálfstæð- ir hagleiksmenn komið á fót verk- stæðum til aðgerða á bifvélum (mótorum) og þannig sparað þjóðinni talsvert fé, en vísir til reglulegrar mótoraverksmiðju hefir engipn lagt í að koma á fót, svo mér sé kunnugt, fyr en nú, að Jón S. Esphólin vélfræðingur er að koma því fyrirtæki á laggirn- ar. Jón S. Esphólin er Eyfirðingur að ætt og uppruna, sonur Sig- tryggs byggingameistara frá Espihóli. Á unga aldri bar þegar á frábærum hagleiks-hæfileikum hjá honum í ýmsar áttir, 0g að loknu námi í gagnfræðaskólanum hér á Akureyri fór hann utan til vélfræðináms. Stundaði hann það samfleytt í &]/2 ár á fyrsta flokks verksmiðjum Dana og lauk nám- inu með lofi. Á ófriðarárunum kynti hann sér enn hinar helstu uppfyndingar í vélagerð og síðan hann flutti hingað til bæjarins aftur hefir hann stundað hina sömu grein, ýmist með aðgerðum á bifvélum, kenslu á námskeiðum eða athugunum við nýjustu teg- undir véla af ýmiskonar gerð. 1 húseign Cárl Höepfners, er liggur sunnan við Torfunefslæk- inn, en rétt ofap við bæjarbryggj- una, hefir nú Jón Esphólin sett á l'aggirnar “Vélaverkstöð”, er hann nefnir svo. Áhöld öll eru af nýjustu gerð: 2 renniibekkir, 2 borvélar, 1 stálsög, rafreksturs- vél, “slípivél” o. fl. vinnuvélar, auk verkfæra af margvíslegri gerð. í sumar og haust hefir Jón aðallega gert við mótora, en hug- mynd hans er, að smíða þarna mótora alveg að nýju, en það er einmitt það takmark, sem einhver íslendingur verður að ná fyrir þjóðarheildina, fyrir þjóðina, sem notar einsmarga mótora og ís- lendingar gera.„ íSiðastliðið vor smíðaði Jón 12 “snyrpispil” og seldi öll jafnharð- an. Þau líkuðu mjög vel, reyndust traust og góð og voru þó ódýrarl en þau útlendu. Nú er Jón að taka aftur til óspiltra málanna við “snyrpispil”-«míðið og mun Ibúa mörg til I v^tur. Vert er að geta þess, að véla- verkstöð sína befir Jón raflýst með raforku, er hann framleiðir sjálfur með lítilli foifvél, og einnig hitar hann með orku frá sömu vél alt húsið og skrifstofuna og rekur einnig allar vinnuvélarna með raforku, er sú vél framleiðir. Hefir hann rafmagnsgeymir, er hann safnar í og getur svo notað af eftir vild, þótt orkuvélin sé ekki í gangi. Á verkstöð Jóns hafa unnið 4 menn í vetur. Er vonandi að þessi vísir hans til fullkominnar bif- véla-verksmiðju blómgist og dafni svo hann megni að stöðva þann straum af íslenskum peningum, sem nú lendir í vösum útlendinga fyrir mótora og línuspil, sem ís- Sæfari. fslendingur 13. fefor. Ljóslœkningar. Skýrsla um ljóslækningastofnun P- V. G. Kolka. vinnu þeirra, er útskrifast hafa halda tóbaki að löndunum. Þeir, síðan 1918. En danskur búfræð- sem sólgnir eru í það, bera sig Eldr es bastr með ýta sonum ok sólar sýn, heilyndi sitt, Og hafa náir, ok án löst at lifa. Hávamál. — I. Forspjall. í þúsundir ára hafa menn Jækt læknandi kraft Ijó&sins. Forn- Egiptar grófu sér gryfjur í öræfa- sandinn og létu sjúka menn liggja í þeim og baða sig í sólarljósinu. Grikkir og Rómyerjar höfðu sín “isolaria’’ á þökum uppi- Þar tóku ‘sólbað’ Jæir, er þjáðust af langvar andi meinum — eins og t. d. lungnaberklum. Gamli Plinnis kvað: Sol est remidiorum maxim. um, þ. e.: Sólin best er læknis- lyfja. Þekkingin á lækningakrafti sól- arljóssins týndist síðar eins og margur annar forn sannleikur- Þeir, sem aðallega eiga þakkir skilið fyrir að hafa fært mannkyn. inu hana á ný, eru tveir svissnesk- ir læknar, Rollier og Bernhard, er báðir notuðu sólböð á heilsuhæl- unum, er þeir veittu forstöðu uppi í háfjöllunum í Sviss um síðustu aldamót. Aðferðir þeirrá sýndu sig að gefa svo glæsilegan árang- ur, að berklalækna víða um lönd rak í rogastans. Yohu nú teknar upp sólar og ljóslækningar eink- um við útvortis foerklaveiki, en skurðlækningarnar við þeirri veiki að miklu leyti lagðar niður. Helst svo enn í dag. Hinn ágæti árangur þeirra Roll- íers og Bernhards var talinn að vera að þakka því, hve sólarljósið í háfjöllum uppi inniheildur mikið af ósýnilegum ultra- eða útfjólu. bláum geislum. Niðri á láglendl ber mikið minna á þessum geisl- um, enda er loftið þar hvergi nærri eins hreint og tært, heiðríkja minni og meira af gufu og ryki í loftinu. Nú var farið að framleiða út- fjólufoláa geisla á ýmsan hátt með rafmagni og til þess notaðir margs konar lampar. Sá sem mesta út- breiðslu hefir fengið og það að maklegleikum, er kvikasilfurkvarS' lampi isá, sem kendur er við heil- brigðisráð Dr. Bacto í Elster- Hann er í daglegu tali kallaður “fjalla- sól.” Áður en þau tíðindi gerðust er að framan getur, hafði hinn ágæ+i landi vor Niels Finsen tekið að nota útfjólubláan geisla til lækn- inga á húðberklum--------lupus — og h'lotið fyrir heimsfrægð og Nobelsverðlaun, enda er hann faðir toinna ví'sindalegu ljóslækn inga nútímans. Áður en Iengra er haldið út í pessa sálma, er rétt að fara nokkr. um orðum um eðli og not þessara geisla. Vísindamenn hugsa sér, að ým iskonar öldubreytingar eigi sér stað i ljósvakanum. Lengstar þeirra, sem menn Jækkja, eru víð poðsöldur, sem notaðar eru við loftskeytasendingar. Þær eru frá 10 km- niður i 100 m. á lengd. Þá taka víð aðrar rafmagnsöldui niður í 1—2 mm., þá hitaöldur og síðan ljósöldur. Þær eru isvo stutt- ar, að þær eru mældar í miljón. ustu hlutum úr millimetrum. Lengstu öldur sólarljóssins sjást ekki, það eru ultra rauðir geislar. Þá taka við isýnilegir geislar, sem eru frá 770 niður í 390 miljónustu úr mm. Þeir eru í þessari röð. rautt, gult, grænt, blátt og fjólu- blátt. Síðan koma ósýnilegir út. fjólubláir geislar, alla leið niður í 90 miljónustu- Enn þá styttri öldulengd hafa röntgensgeislar og radiumgeislar, jafnvel alla leið niður í 1 hundraðmiljónasta ur mm. Sólarljósið inniheldur ekki útfjólubláa geisla með skemri öldulengd en ca. 320—210, en kvikasi'lfurskvarsljós alla leið nið- ur að ca. 200. Sá munur er á langölduljós'- geislum, t. d. rauðum, og skamm. öldugeislum, að foinir fyrnefndu eru aðallega toeitir, en hafa ann- ars lítil áhrif á ldfisstarf frum- anna, en skammðldugeislarnir út. fjóluifoláu eru mjög áhrifamiklir í líffræðilegum skilningi- Það hef- ir talsvert verið deilt um, á hvern hátt þessir geislar læknuðu ýmsa sjúkdóma og er sennilegust sú skýringin, að þeir verki aðallega á húðina, en í Ihenni myndist bæði móteitur gegn ýmsum sýklum eg auk þess önnur efni, sem koma betra samræmi á starf líkamisfoeild arinnar. Þess vegna hlýst gott gagn af þeim þeim, m. a. við ýmsa toúðsjúkdóma, við ýmsa efna- skiftingasjúkdóma, t. d. gigt, við barnasjúkdóma, t. d- beinkröm, við folóðleyisi ög magnleysi af ýmsum uppruna, við suma taugasjúk- dóma og síðast en ekki síst við suma næma sjúkdóma, einkum berklaveiki. Framan af voru þeir — eins og sólarlækningar — aðallega not- aðir gegn berklum utan lungna, en nú eru þeir einnig notaðir af mörgum gegn lungnaberklum. Yfirleitt er það álitið, að hið nátt- úrlega sólarljó® verki betur við berkla heldur en kvarsljósið, en þó er einstaka læknir á gagnstæðri skoðun. Við beinkröm hefir kvars. ljósið mikið meiri áhrif, því þar virðast kröppustu útfjólubláu geislarnir, sem ekki eru til í sól- ar Ijósinu hafa mestan lækninga- kraft. um yfirlæti og framhleypni- Það sem toefir ýtt undir mig með að birta hana, er meðal annars það, að við stofnun mína hafa þegar á þessu eina ári yfir 100 manns leit- að sér lækninga, — þar á meðal 67 með ótvíræða berklaveiki — og Jjykir mér sem árangurinn gefi nokkurn rétt til að benda á ýms atriði, tsem vert er að athuga ein- mitt nú, þegar þing og þjóð er að ákveða, hvaða stefnu skuli halda í berklavarnarmálinu. Mun eg koma að því í eftirmálanum, við skýrsluna- Auk þess hefir kostnað. urinn við ljóslækningu allmargra sjúklinga minna verið greiddur úr ríkissjóði isamkv- úrskurði stjórnarráðsins, og skoða eg því sem skyldu mína að gera grein fyrir því, hvað fengist hefir fyrir það fé- Maður starfar toér ekki lengi sem læknir hér í Vestmannaeyj- um áður en maður rekur sig á, hve berklaveikin er geysilega útbreidd Auk þeirra, sem eru farlama af völdum hennar, hittir maður sæg af fólki — oft af tilviljun — sem gengur með berklaveiki árum saman, án þess að hún hindri það verulega frá því að rækja sín dag- legu störf. Margt af því eru heitn. ilisfeður eða ihúsmæður, oft með fjölda barna. Hér alast upp 1000 börn, og þarf ekki mikið ímyndun- arafl ti'l að sjá berklahættuna, sem jfir þeim vofir, þegar ofan á stöð- uga smitunarmöguleika bætist hjð mörgum þröng og sólarlaus Ihúsa- kynni, misjafnlega hentugt matar- hæfi, langar setur í því nær leik- fimislausum skóla o fl. o. fl. Sum af þeim yfirvinna auðvitað smit. unina, önnur fá hægfara, góðkynj- aða berkla og geta orðið starfs- hæfir og nýtir borgarar þótt þeir gtangi með þann sjúkdóm alla æfi. enn önnur fá á 15—30 ára aldri illkynjaða berklaveiki, sem gerir þau að ómögum fyrir fult og alt, og þó eru ótalin þau, sem veikin kemur fram í þegar á barnsaldri, annaðhvort í útlimunum, kirtlum eða lungum, eða þá í bráðdrepandi mynd, sem heilahimnubólga. Til. fellin af heilahimnubó'lgu voru svo möí-g og auðvitað öll vonlaus, að það lá í augum uppi, að það yrði að byrgja brunninn áður en barnið dytti ofan í, m. ö. 0. reyna að lækna berkla.&mituðu, kirtla. veiku börnin sem fyrst, og eitt helsta tækið til þess virðist mér vera ljóslækningastofnun hér á staðnum, þar sem toægt væri að taka börnin — og auðvitað þá eldri líka — til meðferðar tafar- laust eftir að berklar fyndust í þeim. í samráði við Halldór heit. inn Gunnlaugsson héraðslækni pantaði eg því seint á árinu 1923, 2 ljóslækningalampa þýsika (1 “fjallasól’’ og 1 ‘Sollux’-lampa) og setti þá upp fyrst í janúar 1924. Bæjanstjórnin afþakkaði boð mitt um að yfirtaka þessi tæki og reka þau fyrir sinn reikning, svo stofn- unin er mín eign. Aftur á móti studdi hún þétta fyrirtæki vel og drengilega á annan hátt m. a. með því að láta rafmagn til reksturs með hagfeldum kjörum, lét t. d. 1800 kr. af rafmagnsverðinu ganga uplp í frílækningu handa fátæku fólki. Dró það auðvitað nokkuð úr rek&turskostnaðinum, auk þess sem það var mannúðar. verk gagnvart J?eim, sem annars hefðu farið á mis við Ijóslækn- ingu. Fyrri hluta ársins var frum- hýlingsfoáttur á þessu að ýmsu leyti, einkum að því er toúsrúm snerti, en síðar á árinu rættist úr því, 'Svo hægt var að útfoúa stórt ljóslækningaherbergi, ásamt með. fylgjandi rannsóknarstofu (labo- ratorium) og bið&tofu, auk við- talisstíofu minnar. Þá voru og keyptir tveir nýir lampar af sömu gerð og hinir fyrri. Við lok árs. ins hafði því ljóslækningastofn- unin 2, 1500 kerta Bach’s fjallasól- ir og 2, 2000 kerta “Sollux”. lampa með öllum tiltoeyrandi viðauka- og varahlutum ásamt ca. 30 bókum og ritum um ljóslækningar. Alls hafa á árinu verið teknir til geislunar 123 manms, auk nokkurra, sem fengið toafa stað- geislun með “,Sollux”.lampa ein- göngu (lljósbakstur við (bólgum 1 BAKIÐ YÐAR EIGIN BRAUD með I í i? ROYAL Sem staöist hef- ir reynsluna nú yfir 5o ár II. Ljóslækningastofnunin í Vestmannaeyjum. Aðalinnitoald þessarar ritgerð. ar, sem rúms og tíma vegna er mikið takmarkaðri heldur en æskl- legt ter, á að vera skýrsla um hið fyrsta starfsár Ijóslækningastofn- unar minnar hér í Eyjum- Sumum kann að finnast ástæðulítið að birta slíka iskýrslu þegar eftlr fyrsta árið, og þyki það bera vott t. d. í sinaslíðrum eða hlust, geisl- un með rauðu ljósi við suma húð- sjúkdóma oj s. frv.). Því miður hafa ýmsi.r orðið að hætta áður en útséð var um árang urinn. Fæstir voru sjúklingamir i sumar, en fjölguðu mjög er kom fram á foaustið og veturinn. Sjúk- lingatalan náði toámarki sínu í desember og hafa því margir sjúk. Mngarnir færst yfir á Jætta ár, svo fullnaðarárangur er ekki hægt að dæma um enn, þótt mikið megi í hann ráða eftir því, á hve góðum bataveg sjúklingurinn er. Þessum 123 sjúk'l. má skifta í 4 flokka: 1) Sjúkl. með berkla í öndunarl færum (lungum, lungnaeitlum og brjósthimnu). 2) Sjúl. með foerkla utan lungna. 3) Krakka og ung- linga með allskonar vesöld, ’blóð- leysi og magnleysi, sem líklegt er að stafi af berklum, án Jæss að bægt sé að finna þá með vissu. Mörg af þeim börnum eiga berkla- veika foreldra. 4) Sjúkl. með aðra sj úkdóma. 1. flokkur. Sjúkl. með berkla í öndunarfærum. a. Dáinn 1. n b. tJtskrifaðir 7, (6 miklu betri, 1 eins). c. Ljós ekki fullreynd 11 (5 miklu betri, 2 nokkuð betri, 3 eins 1 lakari). d. Enn til lækninga 27 (20 miklu betri, 5 nokkuð betri, 1 einis, 1 lak- cri). Sá sjúkl. sem dó, var ekiki bú- inn að ganga “í ljós’ lengur en rúman mánuð, fékk þá heila- himnuibólgu banvæna. Sá sem toætti og er talinn lakari, er kona, sem ekki var hitalaus þegar hún byrjaði, fékk dálitla hitahækkun í hvert sinn og vildi því ekki halda áfram. Tíminn sem toún var, var of stuttur til þess að við árangri væri hægt að búast. Hinir, sem taldir eru einis eða lakari, eru ýmist sjúkl. með þráláta berkla, sem hafa verið sendir heim af heilsutoæli og verið téknir fyrir þrábeiðni, eða þá sjúkl. með berkla á Iháu stigi, sem hafa beðið eftir því að fá heilsulhælisvist. Af hinum 38 hafa 6 verið útskrifaðir að því er virtist heilbrigðir, 20 eru á góðum foatavegi og að eins 7 hafa sýnt litla en þó nokkura framför. Svona margir eru enn til lækninga, af því að aðsóknin jókst mest síðustu mánuði ársins. Nokkrir eru nú, rúmum mánuði eftir áramótin, þegar orðnir ein- kennalausir og verða útskrifaðir sem heilibrigðir eftir hæfilegan tíma. Af þeim sjúkl. með herkla á lágu stigi, sem ljósin eru þraut. reynd1 við, má því gera ráð fyrir fullum bata hjá 50—75%. Eg get ekki stilt mig um að nefna 2 glæsl- leg dæmi: Kona ein hafði legið 1 mánuð með berkla í lungnabroddi og hita. Hún var látin ganga I ljós, þegar toægt var að ganga á milli húsa (stittan veg), áður en hún var alveg toitalaus. Hitinn hvarf og eftir 2 mánaða geisþun var öll líðan ágæt og öll slímtoljóð yfir lungnabroddinum horfin, m. ö. o. engin merki um áframtoald- andi berklaveiki þrátt fyrir það, að hún hafði orðið fyrir vökum og áhyggjum vegna veikinda barna hennar (mislingar og lungnabólga). Auðvitað er slíkur árangur fágætur. Hitt dæmið er: Drengur 14 ára, hefir legið í 7 vikur, með berklabólgu í efri hluta hægra lungans ,oftast með um 40 stiga toiita. Vinstri lungnábrodd urinn heldur ekki frí. Mikil fram- för við 6 mánaða geislun. Þá of- kæling, slæmt kvef og kyrstaða um tíma, síðan framför, öll slím- toljóð horfin eftir 12 mánaða ljós- meðferð. Gengur enn til læknis til frtícari tryggingar. Nær allir berklasjúklingar hafa fengið reglulega tuberculin-með- ferð, ýmist með rispu-aðferðinni eða með smyrslum (Moro’s að- ferð). 2. flokkur. Sjúkl. með berkla utan öndunarfæra. a Dáinn 1. lb. Útskrifaðir 5 (allir heilibrigð- ir). c. Ljós ekki fullreynd 12. (9 miklu betri, 2 nokkru betri, 1 eins) d. Enn til lækninga 6 (allir þegar miklu foetri). Framh. Vörður 7. marz. ’25 Phone A 1355-6 Drumheller Kol-Vidur-Coke Bowman, McKenzie Coal Co.Ltd. Offlce og Yard: - - - 666 Henry Ave.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.