Lögberg


Lögberg - 07.05.1925, Qupperneq 7

Lögberg - 07.05.1925, Qupperneq 7
LÖGBERG. FBMTUDAGINN. 7. MAÍ 1925. • f|U Mamma veit Að þcgar um húðsjúk- dóma eða kláða er að rseða, þá eru þessi hin frægu jurtasmyrsl bezta meðalið, þvi um. Fiískurinn mjög nærri. er genginn hér Oll þeirra efni eru grœðandi Rikið, skáldin og lista- mennirnir. Fyrir skömmu varði neðri deila Alþingis fjórum fundum til þess að ræða hvort hér á landi skylcll vera ríkiseinkasala á tóbaki eða ekki. Þetta mál er að margra dómi stórvægilegt stefnumál. En hvort myndi Neðri deild nokkru sinm verja til þess fjórum fundum að ræða það, á hvern hátt ríkið skyldi verða við þeirri skyldu sinni, að efla andlegt líf í landinu, "Styrkja bókmentir og listir? 'Stefna ríkis- ins í þessum efnum skiftir þó síst minna máli en ríkiseinkasalan á tóbaíi. Því það sem fyrst og fremst gerir líft eða ólíft í þessu landi er iblómgun eða dauði andlegs skapandi krafts með þjóðinni. vaka eða svefn þjóðarsálarinnar — og þar um veltur mest á hinum fáu, sem eru fæddir til forustu sem hafa mátt til þess að glæða og styrkja með listaverkum orðs, lita og tóqa. En í engu landi er brýnni nauðsyn á fjárstyrk ríkis- valdsins til skálda og listamanná. en einmitt 1 hinu fámenna Islandi. Meðan Alþingi ekki skilur til fulls það sem það nú skilur til hálfs: skyldu ríkissjóðs til þess að styrkja andlegt líf og þá fyrst og fremst þá einstaklinga, sem gæddir eru ríkastri listamanns- gáfu — þá mun sorgarsaga vorra dýrustu hæfileika halda áfram að endurtaka sig. Sum íslensk skáld munu í Iblóma lífsins knýjast til þess að gerast skáldskapnum af- huga — og er óvíst hve mörg þeirra eru svo fjölgefin, að þau þá skari fram úr að öðru ólíku llfsverki eins og t. d. Hannes Haf- stein gerði. önnur munu fyrst á efrí árum, þegar besti starfstim! æfinnar er liðinn hjá, hafa brotist fram til þeirrar aðstöðu, að þeir geti helgað sig listinni að mestu leyti, eins og t. d. Einar H. Kvaran. Enn aðrir munu á unga aldri leita utan og skrifa á erlendum málum, þeir kunna að verða frægir og við getum þá miklast af þeim í blöðun- um hér heima, en verk þeirra verða sjaldnast þjóðareign, þau eru ekki skrlfuð á ísl. höfund- ar þeirra hafa slitið sig með rót- um úr íslensku llfi og með hverju ári sem líður vefður stíll þeirra og hugsun fjarlægara íslensku eðli, þeir verða útlend skáld — en oft er hætt við að þeir rýrni og afibakist við að terða þjóðernis- lausir, verði hvorki fugl né fisk- ur í heimi bókmentanna eins og t. d. Gunnar Gunnarsson, sem hvorki getur skrifað sögu frá Dan- mörku né íslandi. Eg mun síðar taka til rækilegrl íhugunar en hér verður gert, hvernig ríkinu ber að styrkja skáld og listamenn. Enda þótt best væri að í þessu efni yrði farið með hvern einstakan á alveg sér- stakan hátt, þá mun þó óhjá- kvæmilegt að eitthvert ákveðið sktpulag komist á þessar styrk- veitingar. Það verður að breyta til batnaðar frá því, sem nú er, að láta að mestu nægja að fleygt sé 3— 400 kr. í fjölda manna, í stað þess að styrkja fáa verðuga svo að haldi komi. En hinir fáu verð- ugu, þeir sem verulegan skerf geta lagt til þjóðmenningar og andlegs lífs á íslandi, munu á hverju tímalbili ékki verða fleiri en svo, að ekkert mun um muna að gera vel við þá. pó þér séuð lasinn og finnið til þreytu, skuluð þér ekki missa móðinn. I.okslns er fundlo nicónl. geni lækn- nr |>úsiin(lir fólks n fáuni döspim. Fólk mun ver'Ba undrandl, er !?af> f kynnist þessu nýja jtjöfralyfi, sem Ifeknar á fáum diigum. J>aS er Rkylda yíSar gag-nvart sjá,lfum ySur vlnum yfiar. aC reyna meCal þetta, hór finniB til þreytu og- lasleika. Hafi lfeknirinn ekkí þegar , ráSlagt yCur það, skuluC þór fara beint til iyfsalans og fá yCur flösku. MeSal- ló heitir Nuga-)Tone, ogi múnaSar- skerfur kostar a6 eins $1.00. N'uga- Tone veitir yður sanna endurhress- ingu, væran svefn og ágæta matar- lyst. PramleiSendur Nuga-Tone þekkja meSal þetita svo vel, áS þeir hafa fallS öllum lyfsöluim aS ábyrgjast þaS og skila peningunum aftur- aS öSr- um kosti, sé fðlk ekkl ánægt meS það'. FRÁ ISAFIRÐI. 14. marz. Tíðarfar hér er nú hagstætt, blíðviðri í gær og í dag. Reitings- afli á útmiðum. Sýslufundur stend ur yfir í Norður Isafjarðarsýslu. Rætt er um kaup á flóabát í stað Braga.—Knútur Kristinnsson hér- aðslœknir í Nauteyrarhéraði hefxr sagt af sér. Nú er tvens að gæta. Annars vegar er það vandséð um unga listamenn, hvort gáfa þeirra er svo frjó og sterk, að þeim muni endast fram eftir æfi kraftur til skáldskapar. Það er því viturlegí að ríkið bíði með að styrkja þá ríflega, þangað til hæfilega lang- ur reynslualdur hefir úr því skor- ið, hvers má af þeim vænta. En hins vegar er enn hættulegra að svelta úr ungum gáfuðum lista- mönnum allan kjark og kraft, og því ber ríkinu skylda til að sinna frá uppíhafí fjárbónum þeirra, sera mesta hæfileika hafa sýnt meðal yngri skálda og listamanna. ,— Tvö aif yngri skáldum Is- lands, sem bæði hafa sýnt gáfur og dug, eiga framtíð slna undir því þingi, sem nú situr — og þess er fastlega vænst af öllum vinum íslenskra bókmenta, að þingið skilji þá ábyrgð, sem á því hvílir gagnvart þessum mönnum. Báðir eru á þeim aldri og báðir hafa skrifað það mikið, að timi er til kominn að þeir fái að vita hverrar framtíðar þeir geti vænst, sem ís- enskir andans menn. Annar þessara manna er Hall- dór Kiljan Laxness. Hann sæktr nú um rithöfundarstyrk til þings- ins og virðist sjálfsagt að honum séu veittar t. d. 3000 á ári næstu 4 ár, sama upphæð áfram eða meiri, ef svo rætist úr honum sem menn nú vonast til. Það má heita einróma álit þeirra, sem fylgst hafa með ritstðrfum hans, að þessi maður, sem svo kornungur hefir skrifað aðdáunarverðar sög- ur, sé efni í alvörumikinn og drenglyndann andans mann. Og þeir sem þekkja hann vita, að 1 honum býr órói, djörfung og dug- ur, og bendir alt til þess að hann muni eiga fyrir sér mikinn þroska og mikla frjósemd hugans. En ef ísland vill ekkert fyrir H- K. L. gera, þá á hánn víst ekki annars kost, en að reyna að ryðja sér braut erlendis. Stjórnarnefnd Amtsbókasafns- ins á Akureyri sækir um 3000 kr. viðbótarstyrk úr ríkissjóði til safnsins, til þess að geta fengið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í bókavarðarstöðuna. Ætlar svo Akureyrarbær að leggja fram 1000 kr. til bókavörzlunnar, þann- ig að D. St. fær 4 þús. á ári. Það virðist að öllu abhuguðu svo sjálfsagt, að þessi styrkur verði veittur, að óþarft er að fjöl- yrða um það. Það er augljóst af rökum þeim, sem fram eru færð i umsóknarskjali bókasafnsnefndar- innar, að safnið kemur nú ekki að hálfum notum á við það sem verið gæti, vegna þess að fjárhagur þess leyfir ekki að ráðinn sé fær mað- ur í bókavarðarstöðu, sem géti fórnað starfi sínu þeim tíma, er til þarf. Akureyranbær ætlar nú að leggja fram fé til þess að bæta húsakynni isafnsins, lestrarsal þess á að gera aðgengilegri fyrir þá, er þar óska að dvelja við bóka- lestur og safnið á að verða opið 6 daga í viku í stað þriggja, greið- ari samböndum á að koma á milll þess og bókavina út um sveitir og kauptún Norðurlands, fullkomna spjaldskrá á að semja yfir ibækur þess o. s. frv. Það mætti virðast sanngjarnt að veita þennan styrk, jafnvel þótt nafn Davíðs frá Fagraskógi væri ekki við hann tengt. Enn sjálfsagð ara er að veita hann úr því að hér er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, veita nauðsynlegan styrk stærsta bókasafni Norðurlands og sjá ungu skáldi, sem þjóðin heflr tekið ástfóstri v^ð, fyrir stöðu. sem ekki mun níðast svo á starfs- þtoli hans ,að hann geti ekki iðkað list sína áfram og með henni afl- að sér þeirra tekna, sem á vantar að hann geti lifað sæmilega I landi sinu. Megi Alþingi vort bera gæf-u til að gera viturlega og drengilega til hvers íslensks skálds og lista- manns, sem stuðnings er verður, áður en það er of seint. Vörður 14. marz. ALM. LANDSMÁLAFUNDUR varhaldinn að Þjórsártúni þann 7. þessa mán. Á annað hundrað manns sótti fundinn. Voru fund armenn að jöfnu bæði úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Samgöngumálið var þar fyrsta mál á dagsskrá, og var frum- mælandi Eiríkur Einarsson banka útibússtjóri. Eftir allmiklar um- ræður var tillaga samþykt í járn- brautarmálinu. Efni tillögunnar var á þá leið. að skírskotað var til þeirrar nið- urstöðu, sem norski verkfræðing- urinn, Sverre Möller, komst að í því máli. Leit fundurinn svo á, að járnbrautarmálið væri eittlhvert þýðingarmesta framfaramál sveit- anna og landbúnaðarins, og yrðu menn því að vænta þess, að lands- stjórnin leitaði fyrir sér hvort ekki væri hægt að fá erlent fé tll járnlbrautarlagningar. Ef það væri ófáanlegt, þá yrði athiigað, hvoi;t hægt væri að gera járn- brautina fyrir innlent fé.— Voru það tilmæli fundapn®, að stjórnin léti almenningi í té upplýsingar allar um það, hvað gerist í mál- inu. Var samþ. að senda tillögu fundarins, sem ávarp til þingsins. Auk samgöngumálanna, var m. a. rætt um landbún.lánamálin, og voru fundarmenn ánœgðir yfir þeirri afgreiðslu, sem það mál hafði fengið hjá Búnaðarfélags- nefndinni, og þeim rekspöl, sera málið nú er komið á. fiskjar til heimilisnota yfir tím- ann, dálítils afgangs, sem seldur er innanlands og sundmaga, sem á síðastl. ári var hið minsta 50 kr. af hlut. Vona menn og óska, að þessi vertíð færi mönnum annað eins. Sorgaratljöfn. Til þess' að taka þátt í sorgar- athöfnum þeim, er fóru fram í gær í Reykjavík og Hafnarfirði. voru flögg dregin í hálfa stöng, og ákveðið að láta alt og alla halda kyrru fyrir fyrstu 5 mínút- urnar af 3. klukkutímanum eftir hádegi. Var tíminn tilkyntur með því að hringja kirkjuklukkunum áður og stöðva hringinguna þeg- ar tíminn var kominn; að liðnum tímanum var hringt aftur, en þá í líkhringingarformi; virtist hlut- taka mjög almenn, þegar þess er gætt, að þetta var ekki vitanlegr, hér, Tyrr en í gærmorgun, enda virðist þ^ð ekki óeðlilegt, að hér væri tekinn þáttur í slíku, þar sem allur þorri manna hér eru sjcmenn, of ætti því að vera ant um, að taka þátt í kjörum með- bræðra sinna. Virtist vera ful! ástæða fyrir íbúa Keflavíkur- kauptúns ,að halda þakkarhátíð fyrir þann hlífðarskjold, er virð- is,t hafa verið haldinn yfir kaup- túninu, þar sem enginn maður hefir í full 22 ár, farist í fiskl- róðri heima fyrir. Á þessum tíma munu hafa druknað í sjó sjö menn sem hafa átt heimili í kauptún- inu'; þar af 2 á Austfjörðum, 2 á þilskipi frá Reykjavík, 2 í Rekja- víkurhöfn, og 1 á leið milli Hafn- srfjarðar og Reykjavíkur, einn á báti; má það teljast mikil mildi, þar sem menn lifa eingöngu af fiskíveiðum og hafa stundað þær hvarvetna, víðsvegar kringum landið. Morgunblaðið 19. marz. — eða “Röntgenstofan.” Nafnið j f varðar engu. En stofan er eitþ af •; því, sem er okkur litlu þjóðinni til j sóma. 17. þ. m. voru þar til lækn- j inga 67 sjúklingar; af þeimj berklaveikir 37 ,og af þessum 37] voru 7 brjóstveikir. Og það er i eitt enn ,sem eg verð að geta um.: Af þessum 37 berklaveiku sjúk- lingum 'voru 14 innan 15 ára. Og svo er ekki eftir annað um LjóslækningaStofuna en að segja frá því, hvar berklaveiku sjúk- lingarnir áttu heima, þeir sem voru þar til lækninga 17. þ. ra. Það var sem hér segir: Reykja- vík 23, Hafnarfjörður 3, Rangár- hérað 2, Mýrdals 1. Reyðarfjarð- ar2, Norðfjarðar 1, Miðfjarðar 1, Bíldudals 1, Borgarfjarðar 1 og Keflavíkur 2. 24. marz 1925. G. B. SEX MENN SLASAST. á frönskum togara. Tveir deyja stuttu síðar. L^a- Á sunnudagsmorguninn var kl. 6.39 vildi það slys til á frönskum togara D’Atlantis, sem var að veið um, að vírar slitnuðu og lentu á sex skipsmönnum. Sveifluðu þeir mönnunum eftir þilfarinu * og lentu þeir á kassabrúnunum. Voru sumrr mennirnir stórslasaðir og tveir nær dauða en lífi. Fór togar- inn því það fyrsta og hann gat til Vestmannaeyja til þess að leita Fyrir nokkrum dögum varð ung- lingspiltur á Hólmi, Magnús Norð- dahl að nafni, fyrir byssuskoti. Hljóp það í gegnum hægri hend- ina, og tók auk þess stykki úr handleggnum. Hann var strax fluttur á spítala. TJm íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu, heitir bók, sem ný- lega er komin út, eftir Björn K. Þórólfsson. Mórgunlbl. 24. marz. Vikuna 15. til 21. marz. Yfirleitt er heilsufar óvenju- gott. Eg átti t. d. í morgun tal við héraðslækninn í Rvík, og Ihann segir í sínu héraði engr mönnunum læknishjálpar. Hittist j taugaveiki, barnaveiki eða skar- þá svo á, að Fylla lá við Eyjarnaír, j latsótt, og mislingana á fðrum, en og var skipslæknirinn fenginn til stöðugt kvefsótt, og hana þó ekkl að líta á hina slösuðu menn. Var þá einn maðurnn látinn, og ann- ar dó stuttu síðar. Hinir fjórir voru þegar fluttir í land á sjúkra- hús. Eru tveir með handleggsibrot, mjög slæm, einn með brotið bein 5 annari hendi, en sá fjórði er óbrotinn en mjög marinn og illa sjálfu sér hvað margir veiktust útleikinn. Læknir í Vestmanna- eyjum taldi engan efa á, að þessir fjórir mundu allir lifa siysið af. 1 gærmorgun kl. 6 dó Þorleifur Guðmundsson Vífilstaða-ráðs- maður, Með fullri rænu talaði bann um framtí^ina í fyrradag, og hvað myndi bíða sín þar. Margra ára vanheilsa, og nú að lokum tveggja ára banalega, Ihafði ekki haft hin minstu áhrif á hugarþrek þessa ágætismanns. Morgunbl. 17. marz. Frá Islandi. FRÁ þorlákshöfn. Ágætur afli er ihér nú. Koma bátar hlaðnir að í dag úr 8 net FRJETTIR ÚR KEFLAVÍK 11. marz . Afli er hér, og fara bátar nú daglega til fiskveiða og fiska vel, en þó virðist sem að fiskur sé að ibyrja að dreifa séþ, því heldur ei misjafnara hjá bátum en áður, — talið vera fyrirtooði síiisgöngu. Hér er kominn góður afli, svo að vera mun 180 til 200 skpd. á bát, miðað við 160 kgr. vigt af þurrum fiski, og er þegar seldur meiri hluti (allur þorskur) sem fiek- aður var fvrir 1. marz, fyrir um nál. kr. 194.00 “úr stafla”, í húsi, og sömuleiðis mun þegar seldur sá fiskur, sem nú er að fiskast og fiskast kann í þessum og naestu mánuði, fyrir þolartlegt verð. Ráðning sjómanna. Hér eru engar deilur milli verkamanna og vinnuveitenda, þvi hér keppast allir við að vinna það, sem þeir geta, enda mun venjulega leitað samkomulags frá báðum hliðum. ■—• Annars eru margir af þeim, sem ékkert eiga í vélbút, ráðnir á þá upp á part, og er þeim þannig eins ant um, að útvegnum gangi vel, og þeir væru sjálfir meðeigendur; þessi partur er 1/24 hluti þess; er fiskast, handa 'hverjum manni, og er dreg- ið frá því 1/24. hluti af salti, ,beitu og'viðlegu, þ. e. hús til fisksölt- unar og beitingar, bryggjuafnoj og fiskaðgerðarstaður. — Þessi 'hlutur manna gjörði á síðastliðn- um vetri, að frádr. þessum kostn- aði, frá 1300 til 2000 kr„ auk hættulega. Þessu líkar eru allar þær fréttir, sem mér hafa borist síðustu daga annarsstaðar að. Árið sem leið... Það er vitanlega ekki enn hægt að gjöra upp reikn- inginn um líf og heilsu þjóðar innar árið 1924. Eg á ekki við 1 og fötluðust frá verki, því það verður aldrei vitað. Eg á við hitt, hvað margir dóu af hverju (þús- undi manna. Eg á við dánartöl- una. Og þá liggur í augum uppl að þar er mest um tvent að tala 1924, mænusótt og slysfarir. Eg hefi nú mánuð eftir mánuð sagt fréttir af mænusóttinni, og seg! nýjar fréttir í dag. En Eg hefi aldrei í þessum heilbirgðistíðlna- um minst á mannskaðana, slys- farirnar, árið sem leið. Það er ekki af því, að eg hafi ekki vitað af þeim, heldur hitt, að eg hefí staðið höggdofa og orðlaus yflr því böli. í næsta mánuði fer eg að tala um það, um slysfarirnar fyr og síðar. Mænusóttin. Þeirri veiki er ekkl 'lokið enn. — 1) Héraðslæknirinn á Sauðárkróki segir: “eitt nýtt tilfelli, 4 ára barn.” >— 2) Héraðs- læknir Reykdælahéraðs se£ir 6 hafa veikst á Laugum (skólasetr- inu), 5 albata, 1 með lítilsháttar lömun í handlegg. — 3) tveir mjög ábyggilegir læknar í Rvík regja mér, að þeir hafi til með- ferðar nýkominn sjúkling með lömun í fæti, áreiðanlega eftlr mænusótt, og ekki meira en 5—6 vikna gamla. Berklaveikin. Eg hefi verið margspurður að því, hvort þetta sé satt, sem eg hefi sagt und^n- farnar vikur um berklasjúklinga í sjúkrahúsum landsins. Það er' eins og enginn vilji trúa því. Og þó er það satt, eitt af því sann- asta, sem eg veit um heilbrigðis- hagi þjóðarinnar. Og sjáum nó enn til: » 1) í sjúkrahúsinu á ísafirðl lágu 1. þ. m. 24 sjúklingar, þár af 19 herklaveikir, og af þeim 19 voru 11 “brjóstveikir.” Og af þessum 19 sjúklingum voru 3 börn (innan 15 ára). Hvaðan voru þessir sjúklingar? ísafjarðarhérað1 8, Hólshérað 3, Nauteyrarhérað 2, Flateyrarhér- að 3, Hesteyrarhérað 1, Hólmavík- urhéraðl, Bildudalshérað 1. 2) Ljóslækningastofan í Rvík «« Langbreyttar taugar og veiklað hjarta” Mrs. L. Whiting, 202 King St. West, Brocville, Ont., skrifar þetta: “Eg varð mjög alvarlega veik, taugamar mistu mátt sinn og maginn varð stórsjúkur. Einnig kendi eg ákafs hjartverkj- ar með köflum. Eg var farin að halda, að mér mundi aldrei ætla að batna, og haföi í raun og veru gefið upp alla von, er vin- • ur minn einn ráðlagöi mér Dr. Chase’s Nerve Food. Það læknaði mig að fullu. Eg notaði tuttugu og fimm öskjur í alt.” - ^ DR. CHASE’S NERVE FOOD 60c. aakjan, hjá Iftsölum oða Edmanaon, Bates & Oo„ Ltd. Toronto. Ný eimskipasambönd. Ætlið þér að bregða yður. heim til gamla landsins í sumar? Sá svo skuluð þér skrifa Swed- ish American eimskipafélaginu að 470 Main street, Winnipeg, er veita munu yður fylstu upplýs- ingar um siglingar til íslands. Farþegja útibúnaður á skipum vorum er í alla staði hinn full- komnasti, ekki síður fyrir þá, er ferðast vilja á þriðja farrými. Hreinlætið á engan sinn líka, fæði hið ákjósanlegasta, skipln fráíbærlega stöðug, jafnvel hvað ilt sem er í veðri, og afgreiðsla og umgengni slík, að betra getur hvergi. Skertitilegri sjóferð er því ek^fi unt áð fá, en með skipum vorum. Veitið athygli nýju auglýsing- unni, sem birttet í síðasta blaði, sem og þeim, er birtast framveg- is. Oss er sönn ánægja í þvi, að greiða fyrir yður á allan þann hátt, er vér frekast megum. SkrifT ið fáeinar línur og sendið þær til. Swedish American Line, 470 Main str. Winnipeg. Á Hornafirði var ágætur fiskafli undanfarna viku, 8—16 skpd., minna á bát síðustu viku, enda þa ógæftir. Hæstu bátar hafa 80—90 skpd. Á Djúpavogi er minni afll, aðeins reytingur upp á síðkastið. Hafa bátar þar fengið 30 skpd. hver. ókyrðarveður eru stöðugt á Austurlandi. Dimmviðri í dag. Goðafoss liggur hér á útleið. Dr. phil. Helgi Jónsson Menta- skólakennari, andaðist að morgnl 2. apríl í Landakotsspítala, eftir fimm daga legu í botnlangábólgu, nær 58 ára gamall, fæddur 11. apríl 1867. Æfiatriða hans verðúr síðar getið. Tíu þúsund krónur hefir h. f. Belgaum gefið i samskotasjóðinn. Visir 30. marz. Fjárlögin. Fjárveitinganefnd neðri deild- ar hefir nú skilað áliti sínu um f járlagatfrumvarp stjórnarinnar fyrir árið 1926. Þetta er fynsta fjárlagafrum- varp, sem stjórn íhaldsflokksins hefir samið og er þessvegna ve'.'t að athuga það nánar. Athuga þá stefnu, sem er mörkuð í frv. Atihuga hvort stjórn íhaldsflokks- ins hefir við samning frv. fylgt þeirri grundvallarstefnu,* sem flokkurinn markaði isér, þegar hann hóf göngu sína í fyrra: fjárhagsleg viðreisn þjóðarinnar. Og iloks að athuga hvernig frv. hefir .staðist þá gagnrýningu, sem íjárveitinganefnd hefir á því gert. Við samning fjárlagafrum- varpsins verður einkum að gæta þess, að áætlanir allar séu gætl- legar. Tekjuliðir fjárlaganna eru áætlunarliðir að langmestu leyti. Hver 'hin raunverulega útkoma teknanna verður, fer eftir afkomu atvinnuvega landsmanna. Við samningu tekjuliða fjárlaganna verður því að gæta þess framar ð'llu, að liðirnir séu ekki of hátt áætlaðir, — að eigi sé gert ráð fyrir því, að ríkið fái meiri tekjur. en það í raun og veru fær. Gjöldin verða að miðast við tekjurnar, og þar sem mesti hluti gjaldanna eru lögboðnir gjald- liðir, þ. e. gjöld, sem ríkið verður að greiða, getur stjórn sú, e.- með völdin fer, ekki dregið úr gjöldunum nema að litlu leyti, þótt hún sjái fram á, að tekjurn- ar hrökkvi hvergi nærri til. Gætileg áætlun fjárlagafrum- varpsins er sá grundvöllur, sem hver góð fjármálastjórn verður að byggja á. Og það er ánægjulegt að sjá, hve vel núverandi stjórn hefir gætt skyldu sinnar í þessu. Það er ánægjulegt að lesa þann vitnisiburð, sem fjárveitinganefnd gefur henni um þetta. Um tekju- áætlunina segir hún m. a.: “Má segja að hún (tekjuáætlunin) sé alveg óvenjulega varkár, og vill nefndin teTja það höfuðkost frumvarpsins.” Fjárveitinganefnd leggur til að gjöldin verði hækkuð um rúmai 940 þús. kr„ og er viðbót þessi eingöngu nýir gjaldliðir eða hækk- anir á ólögbundnum liðum. Stærsti liðurinn er til afborgana á lausum skuldum, 600 þús. kr. Er ætlast til að þeesi upphæð verði greidd Landhelgissjóði, þvi stjórnin ihefir lagt til að bygt verði skip til landhelgisvarna á næsta ári. Til að fá tekjur upp í þessa stórfeldu hækkun, sér nefndin fært að hækka tekjuáætl- un frv. um nálega sömu upphæð Það er vist einsdæmi hér á landi, að tekjuáætlun fjárlagafrv. komi svo gætileg frá stjórninni, að fært þyki að leggja við hana aðra eins fúlgu og þessa. En þetta sýnir em, ljósar, hve gætileg tekjuáætlun frv. er. Langmest er hækkun fjárveit- inganefndar á verðtollinum. — Stjórnin áætlaði þær tekjur 450 þús krónur, en fjárveitinganefna bækkar áatlunina upp í 800 þús. krónur. — Má óefað telja, að þetta sé óhætt, þegar litið er á það, að þessi tollur nam 830 þús. kr. árið 1924 og hvíldi þó ekki nema á ^ ársins. Einnig voru þá innflutn- ingshöft á ýmsum þeim vörum, sem tolldrinn hvíldi á, en nú verða þau höft numin b*rt, og við það eykst tollurinn. Verðtollurinn virðist vel fall- inn til þess að nota sér til að greiða með lausaskuldir ríkis- sjóðs. Hann hvílir ekki á brýnustu nauðsynjavörum. Hann hvilir að mestu á ónauðsynlegri vöru. Hann gefur ríktesjóði álitlega fúlgu, og gæti með ári hverju höggið djúpt skarð í lausu skuld- irnar. En þetta er tekjuliðurinn sem þeir spekingarnir í miðstjórn Framsóknarflokksins krðfðust að yrði afnuminn nú i þingbyrjun. Sendi miðstjórnin tillögur á þing- málafundina þessu lútandi. Það er h^ft eftir einum gætn- ari þingmanni i Framsóknarfl., að þegar hann sá þes'sa tillðgu um verðtolJinn, og aðrar likar á því fræga skjali, að það væri eins og vitlausir menn hefðu samið tillögurnar. Hann hefir ekki gæts þess, þessi mæti þingmaður, að það var sósíalistinn Jónas frá Hriflu, sem samdi tillögurnar, \>g þessvegna eru þær meira í anda þeirra sósíalista, og minna hirt um hitt, v.að þjorr.rheildinni var fyrir ,bes’,u. íhaldsflokkurinn getur verið á- nægður yfir þessu fyrsta fjárlaga- frumvarpi, sem stjórn hans hefir sent frá sér. Hún hefir í öl'u fylgt meginstefnu flokksins við samning frumvarpsins. Það væri lærdómsríkt fyrir landsmenn, að bera þetta fjár- lagafrumvarp saman við fjárlaga- frv. það, sem fjármálaráðherra Framsóknarflokksins lagði fyrir Alþingi í fyrra. Ættu þeir jafn- framt að bera saman meðferð fjárveitinganefndar á frumvörp- unum og þann vitnisburð, sem hún hefir kveðið upp um þau. hvort í sínu lagi. Þann saman/burð ættu allir -■landsmenn að gera. FXCURSIONS Frá 15. Maí til 30. Sept. Gilda til afturkomu 31. Okt. AUSTUR CANADA'VESTUR AÐ HAFI Austnr-CaHada ferð Innifelur í sér að voljn nuí um Iivort heldur ferðast skal með jámliraut alla leið eða með jámbraiit og votnum. HKIMSÆKID MINAKI TIIK IIIGHLAXDS OF OXTAIUO MAGAllA FALKS THK 1,000 ISI.ANDS THK ST. LAWKKNCK TIIK MAKITIMK PROUÍÍCES A8 sigla & vötnunum frð. Port Arthur, Fo>-t William og Duluth, er einn af allra skemitileg- ustu tímum. Skipin (,S.S. “Noronio”, "Hamonic”, “Huronic”), sem tilheyra Northern Navigation Co„ flytja ySur hvert sem þér vilji8 sameinast jArnbraut til Austur Canada. Fárra dasa viðdvöl í JASPER NATIONAL PARK Skemtið yður við (íolf. Bifreiðaferðir. fjalljtöng- Ul‘, gönsntúra, á sinábátum, við siind, Tennh.- leiki og dans. JASPKU PARK I.ODGK HÝSIH GKSTT PKIHYKNINGS FKRDIN Hvort heldur með járnbraut e8a á sjónum. Fari8 er á járnbraut frá Mt. Robson Park tii Prince Tlupert. Aukaferð til Alaska elnnig innlfaltn, ef vill. Su8ur til Vancouver, 550 mllna vegalengd á beztu hafskiáum. Fara má og me8 járn.braut frá Van- eouver, þri8ja liSinn af þrlhyrningnum, norður gegn um Fraser ár dalinn og Thompson dalinn til Jasper National Park. Allar .upplýsingar fá.st lijá umboðsmönnum CANADIAN NATIONAL RAILWAYS N

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.