Lögberg - 14.05.1925, Qupperneq 3
UXWSEKG, FIMTUDAGINN 34. MAÍ 1925.
Bh 8
| Sérstök deild í blaðÍLU SÓLSKIN 1 Fyrir börn og unglinga 1
Þegar Walter fékk frjálsræðið.
Walter Hamound var einn af toestu námssvein-
um í Bluehill miðskólanum. Það var eins og hann
þyrfti aldrei að lita í bók, eða leggja á sig við lær-
dóminn neitt líkt því eins mikið og 'bróðir hans Vil-
hjálmur, en samt var alt af hægt að reiða sig á að
hann fengi góðan vitnisburð við prófin og væri ofar-
lega í sínum bekk.
Hann var laglegur piltur með ljóst hár, stór
dökk augu, vel vakinn og herðabreiður, en það sem
best var, hann var kurteis góður í sér, var einn
af snöjllustu drengjunum í kapræðufélaginu, slyng-
ur í leikfimi og tók mikinn þátt í öllum félagsskap.
Hann mintist oftar en einu sinni á hve mikið hann
hlakkaði til a ðkomast á háskólann og bætti þá alt
af við: "Trúið mér, þar er það, sem maður getur
notið frjálsræðisins. Þar er enginn til þess að segja
þér hvenær þú skulir lesa. Þú verður aðeins að
koma í kenslutímana og það er alt — og ef þú nærð
ékki Iháum vitniisiburði, þá áttu það við sjálfan þig.
Það er farið með mann, eins og mann þegar maður
fer í burtu að heiman og á skóla.”
Að loknu miðskólanáminu valdi Walter sér
Hálands háskólann til þess að halda námi sínu
áfram við og hann gerði þá sem ékki voru búnir að
ljúka námi sínu við miðskólann, eða féllu við prófin,
hálf ærða í öfundsýki yfir öllu frjálsræðinu sem
hann sagðist ætla sér að njóta við háskólann.
Þegar Walter útskrifaðist frá miðskólanum,
gáfu föðurbræður hans tveir, honum sína peninga-
upphæðina hvor. Walter ásetti sér að leggja við
þá peninga dálitla upphæð, sem hann sjálfur hafði
safnað síðan hann var barn og kaupa sér ódýra bif-
reið fyrir það. Foreldrar hans reyndu að aftra
honum frá því, en Walter sannfærði þau um að bif-
reiðin væri sér ómissandi, ’því Hálands skólinn væri
frá 5(1—60 mílur , burtu og landið í kringum hann
væri þar að auki hæðótt og hann gæti ekki með
nokkru móti komið heim um helgar, ef hann hefði
ekki 'bifreiðina.. Það leið ekki á löngu, áður en
Walter var búinn að ná eins miklum vinsældum við
háskólann eins og hann naut á meðan hann var á
miðskólanum. Það var ósegjanlega mikil nautn fyrir
hann að koma og fara án þess að nokkur hefði um
það að segja og vera úti seint á kveldin eins og
hann Ihafðí nú verið nokkrum sinnum. Stundum
eftir slíkar næturferðir hafði hann ásett sér að fara
snemma á fætur næsta morgun til þess að lesa, en
þá var hann oftast svo þreyttur að hann komst ekki
úr rúminu fyr en skólaklukkurnar hringdu og átti
þá fult í fangi með að komast í tíma í kenslusalinn,
og hafði varla tíma til þess að gleypa í sig bita.
Hann vandi sig á að borða hvar helst sem hann var
staddur og honum þótti einkum varið í að borða
máltíð seint á kvöldin.
Einstöku sinnum fékk hann samviskubit af því
hve miklu hann eyddi af peningum. Fæðið á þenn-
an hátt kostaði hann meira en honum hafði dottið
í hug að það mundi gjöra, svo þurfti hann alt af að
vera að kaupa gas- og vél-olíu, og ekki gat hann
heldur neitað að taka skólabræður sína og systur út 1
bifreiðartúr þegar þau báðu um það og voru svo góð
og glöð. Það virtist meira að segja stundum, að
hann þyrfti ekki aðeins að leggja til bifreiðina gar-
olíuna og vélolíuna heldur líka að borga fyrir góð-
gjörðir handa öllum hópnum því félagssystkini hans
héldu að hann hlyti víst að hafa nóga peninga af
því að hann ætti bifreið og gæti þessvegna vel
borgað.
Þegar fyrsta undirtbúningsprófið kom, var
Walter hinn rólegasti það er að segja þangað til að
hann átti að fara að skrifa, þá fann hann fyrst, að
hann var ekki undir prófið búinn, og að hann var
ekki fær um að leysa af hendi mannsverk. Hann
skammaðist 'sín niður fyrir allar hellur, og þegar
að hann fór að gera prófessorunum grein fyrir
hvernig að á því stæði, þá voru þeir fremur stuttir
í spuna,
Einn sagði: “Háskólarnir gefa þeim piltum of
mikið frjálræði, sem ekki kunna með það að fara.”
Annar hreytti út úr sér: “Eg get ekki skilið
hvernig að þú gast vonast eftir að standa þig við
prófið, eins og þú hefir farið að ráði þínu.”
Sá, þriðji leit beint framan í hann og sagði:
“Mr. Hamound, háskólarnir eru verulegir prófstein-
ar, því það tekur sterkan mann til þess að stjórna
sjálfum sér. Þá veiku tekur straumurinn og færir
þá alt of oft í kaf.
Þegar miðsvetrarprófið kom slampaðist
Walter með mestu herkju í gegnum það — og í
gegnum tvær námsgreinar með skilmálum. Loka-
prófið vað honum enn erfiðara því hann átti erfitt
með að ná upp fögunum, sem hann var orðinn á
eftir í, og líka að slíta isig burtu frá félögum sínum
og sollinum.
!Að loknu vorprófinu fór flest af námsfólkinu
heim til sín og þar á meðal kunningjafólk Hamonds,
en hann sjálfur flýtti sér ekkert í burtu og var að
hugsa um sínar sakir, og hann var nógu einlægur
við sjálfan sig, til þess að viðurkenna að hann hafði
svikist um og svikið sjálfan sig. Hann hafði mjög
sjaldan farið til kirkju eins og hann var þó vanur
a& gjöra vegna þess, að hann hafði aldrei leomist
nógu snemma á fætur á sunnudagsmorgnana. Hann
vissi að vera sín við skólann hafði kostað foreldra
sína meira en þau voru fær um að borga, og hann sá
Slögt, að ef hann héldi þessu áfram í næstkomandi
þrjú ár í sama stíl þá væri útséð um að Vilhjálmur
bróðir hans og Alice systir hans gætu ekki fengið
að njóta mentunar þeirrar, er þeim bar.
'Morguninn eftir tók Walter Ibifreiðina, sem
bonum hafði þótt svo vænt um, og fór með hana til
hvers bifreiðasalans á fætur öðrum og seldi hana
fyrir ibesta verðið sem honum bauðst. Hann fór
með peningana aftur til baka til háskólans og sótti
um að mega ganga með öðru fólki á hann yfir suni-
armánuðina, sem honum var veitt og þar sem kensl-
an ekki byrjaði fyr en eftir tíu daga fór ihann með
eimlestinni heim til sín.
Á leiðinni heim var hann órólegur með sjálfum
sér og hann fann til þess hve auðmýkjandi það var
fyrir sig að verða að segja foreldrum sínum frá aZ
fyrsta ár sitt á háskólanum hefði mishepnast og að
hann hefði ráðið við sig að lesa fög þau, sem hann
var veikastur í um sumarið við skólann.
Faðir hans hlustaði þegjandi á hann, á meðan
að hann sagði frá skólaveru sinni. Þegar Walter
hafði lokið máli sínu tók hann til máls og sagði:
“Eg reyndi drengur minn að gjöra þér ljóst áður en
þú fórst í burtu að hinn sanni mælikvarði á mann-
dómi manna er það hvernig að þeir nota frjálsræði
sitt. Því undireins og þeir fara að mislbjóða því, þá
verður það þeim til óhamingju í stað þroska, eins og
það á að verða og mér þykir vænna um en eg get
með orðum lýst að þú hafðir þrek til þess að snúa við.
Svo brosti hann og tók hlýlega í höndina á
Walter, og varð honum svo mikið um samræðuna að
hann gat vart tára bundist, en hann varð léttari í
lund og honum leið betur en áður.
Eftir fáa daga fór hann aftur á skólann og þar
sem engir af þeim, er hann hafði lagt lag sitt við á
skólanum voru þar, gat hann verið óáreittur við
námið og hann stundaði það líka af kappi.
Þegar haustskólinn 'byrjaði kom flest af náms-
fólkinu, sem við skólann var árið áður, til baka og
kunningjar hans furðuðu sig mjög á því að hann
skyldi hafa verið að leggja á sig lestur um hitatím-
ann og þá ekki síður á því, að hann hafði selt bif-
reiðina sína, því þeir voru búnir að leggja niður
fyrir sér hvert þeir skyldu fara og ihvernig þeir
gætu best skemt sér og þegar þeir mintust á þetta
við Walter, svaraði hann: Þið þurfið ekki að telja
upp á að eg taki þátt í því með ykkur, því í vetifr
ætla eg að gæta frelsis míns.”
“Að gæta frelsis þíns?”, tóku þessir kunningjar
hans upp eftir honum, og lýsti fyrirlitning sér 1 rödd
þeirra. ‘IKallar þú það að gæta frejsis síns að líta
aldrei upp úr bókunum allan veturinn og taka sér
aldrei frístund”?
“Nei,” svaraði Walter brosandi. “Eg ætla held-
ur ekki að gjöra það. En eg kalla það frjálsræði að
borða góðan mat reglulega, njóta nægs svefns, haga
svo verki sínu að eg geti notið tilsagnar kennaranna
í kenslustofunum, njóti heilbrigðrar skemtunar við
og við og vera nokkurn vegin viss um, að standast
prófin þegar þau koma. Þið vitið,” sagði hann og
leit djarflega framan í þá sem hann talaði við,^*‘að
eg kom óþægilega nærri því að falla við prófin
síðast. Kallið þið það frjálsræði? Ef slík hugar-
raun og sneypa er þess virði að vaka fyrir hana fram
eftir allri nóttu og heimskulegu næturflakki, þá er
eg illa svikinn. Eg vil njóta sanns frelsis — frelsis
sem krefst sjálfssttjórnar og er hið virðulegasta
aðalsmerki á sönnum manni.”
Tveir eða þrír af félögum Walters fylgdu dæmi
hans, en flestir þeirra snéru við honum bakinu.”
‘‘Hann er nú ekki nærri eins skemtilegur og hann
var áður,’ isögðu þeir. Innan skamms tíma fann
Walter til þess að hann var að vinna sér vinsemd og
virðingu besta námsfólksins við skólann og hann
komst líka að raun um, að það var ekki einkisvert
að ná hylli og vináttu kennaranna, og að það marg
borgaði sig að fara snemma á fætur á sunnudags-
morgnana, fara í laug og þar á eftir í kirkju.
Þegar að Walter hafði lokið annars ám prófi
sínu kom forseti háskólans sjálfur til hans tók vin-
gjarnlega í höndina á honum og mælti: “Leyfðu
mér að óska þér til hamingju. Þegar að eg leit yfir
verkið, sem þú gerðir fyrsta árið þitt við skólann
varð eg fullur kvíða, því á því varð mér ljóst að þú
kunnir ekki að fara með frjálsræði þitt. En þegar
eg heyrði að þú hefðir selt bifreiðina þína, komið til
baka á skólann yfir sumarmánuðina og hefðir sagt
skilið við iðjuleysingjana, sem þú hélst þig með
fyrsta árið eftir að þú komst hingað., þá sagði eg við
sjálfan mig, Walter ætlar að ná sér eftir alt. Hann
ætlar ekki að láta gull-hljóð í höndum heimskingja
blinda þig. Hann er að leita þess frjálsræðis, sem
aðeins er að fá með því að gjöra það sem rétt er
og gjöra það á réttum tíma.”
Hjartað hoppaði í brjósti Walters við þetta hrós
frá vörum skólastjórans og hann roðnaði út undir
eyru.
“Eg þakka yður fyrir herra,” sagði Walter blátt
áfram.. “En eg get aldrei fyrirgefið sjálfum mér að
eg sóaði nærri heilu ári af lífi mínu. Trúið mér
herra, eg sé og skil yfirsjón mína nú.
Og Walter meinti það líka. Hann er nú tuttugu
og níu ára að aldri og hefir þegar unnið sér álit 'á
kaupsýslusviðinu. Er búinn að fara í kringum
hnöttinn og kosta þá ferð að öllu leyti sjálfur, og
hefir nú verið kosinn í ráð valdsbanka.
Fyrir nokkrum dðgum síðan komu tveir af skóla-
ibræðrum hans til hans — þeir er hjálpuðu honum
til þess að eyða tímanum við skólann og báðu hann
um vinnu. Þekking hans á þeim frá skólaárunum og
það sem hann hafði um þá frétt síðar, sannfærði
hann um að stofnun þeirri, er hann var viðriðinn
væri engin uppbygging að þeim, gerði bonum óum-
flýjanlegt að synja þeim.
Álfabrúðumar.
“Reyndu að vera dálítið kátari, Friddi minn, nú
grætur barnið altaf.”
“Æ! mamma ,eg er búinn að reyna alt, sem mér
kemur til hugar, mér er ómögulegt að koma honum
til að hlæja. Eg hefi staðið á hðfði, hoppað eins og
froskur, galað ems og hani og leikið allar mínar
listir, en það stoðar ekkert, hann grætur og grætur.
Eg held að hann sé — svangur.”
Fátækja ekkjan, sem sat við lítið borð, þakið
ýmiskonar marglitum pjötlum og blöndum, var að
sauma ofurlítið snjóbvítt pils.
Hún leit raunalega á eldri drenginn sinn, góða
trygglynda drenginn hann Friðrik litla, sem hún
vanalega kallaði “Fridda”.
Hann verður víst að bíða, að minsta kosti klukku-
tíma enn, dumingja litla barnið mitt. Eg á engan
matarbita á heimilinu, en þegar eg er búin með
þessar tvær brúður, verður þú að hlaupa með þær
til konu ræðismannsins. Svo geturðu keypt ein-
hvern góðan mat fyrir helminginn af peningunum,
svo við getum einu sinni gert okkur glaðan dag og
borðað okkur södd. Við verðum að gera eitthvað til
hátíðabrigðis á jólanóttina.”
“Heyrirðu það dengsi! i— jólin eru komin! jólin
eru komin!” hrópaði Friddi, og gleðin hleypti roða
í fölu kinnarnar hans — og litli bróðir hans, sem
sat á kodda úti í einu horninu, og var farinn að
búa til nýja skeifu brosti svo að tveir litlir yndis-
legir tspékoppar komu í kinnarnar, þegar hann sá
Fridda koma til sín svona innilega kátari með út-
breiddan faðminn. Fridda langaði svo til að halda
við þessu fagra brosi, að hann reyndi enn á ný allar
sínar íþróttir, til að hafa af fyrir Hans litla.
“Sjáðu! nú kemur ljónið!” sagði hann og hristi
ljósa hárið sitt fram á ennið, um leið og hann skreið
á fjórum fótum til bróður síns; svo rak ljónið upp
öskur, sem átti að vera afar hræðilegt, en þeir sem
það heyrðu, hlutu að fá þá hugmynd, að konungur
eyðimerkurinnar væri allra besta og meinlausasta
skepna. Svo kom hesturinn hneggjandi og asninn
rymjandi, en ekkert dugði nema litla stund, því grát-
urinn braust jafnharðan fram á litla andlitinu
magra og veiklulega.
“Manstu ekki eftir neinu nýju, Friddi minn?
einhverju sem gæti huggað hann, bara einn stund-
arfjórðung?” spurði ekkjan, því grátur litla aum-
ingjans hrygði hana sáran; “máské hann hafi gam-
an af að heyra sögu.”
En aumingja Friddi var búinn að segja isvo oft
allar þær sögur, sem hann kunni, að hann hafði ekki
mikla von um að þær kæmu að notum.
En samt var það eitt sem hann vissi og það
hafði komið fyrir hann sjálfan, reyndar hafði hann
ekki ætlað að segja neinum frá því — en hamingjan
góða — hvað gat það svo sem gert til, þó litla fiðr-
ildið hann Hans fengi að heyra það, hann hætti þá
ef til vill að gráta þessa litlu stund..
Hann tók barnið upp, bar það nokkrum sinnum
aftur og fram um gólfið, og settist svo með það £
skotið hjá ofninum.
“Já nú skal eg segja þér dengsi hvað undarlegt
getur komið fyrir mann,” sagði hann í einkennilega
hvíslandi rómnum, sem hann var vanur að segja
sögurnar sínar í.
Það er nú rétt missiri síðan — það var á Jóns-
messunni — að eg gekk út í skóginn, til að tína ber.
Eg réð mér ekki fyrir kæti yfir öllum gulu og hvítu
blómunum, bíflugnasuðunni og fiðrildunum, og eg
tala nú ekki um rauðu og sætu jarðarberin.
Þegar eg var búinn að tína góða stund kom eg
að litlum mosavöxnum hól sem öðru megin var alveg
blóðrauður af indælustu jarðarberjum, svo þéttsett-
um, að hvergi sá í milli.
Eg lagðist niður og tíndi og tíndi og borðaði
eins og eg gat, en varð dálítið gramur í skapi yfir því,
að í hvert skifti, sem eg beygði mig niður slóst altaf
sama greinin i böfúðið á mér.
Bíddu við! sagði eg og hrinti henni isvo langt
frá mér, sem eg gat; en í sama vetfangi var hún
komin aftur og barðist nú um nefið á mér, svo mig
Logsveið.
Nú varð eg bálreiður og leit upp, heyrði eg þá
einhvern hlæja hjá mér og sá eitthvað, eins og bíá-
hvíta gagnsæja slæðu liggja á greininni.
Fljótur eins og elding greip eg til greinarinnar
og hélt henni niðri; — og hvað heldurðu að eg hafi
séð, — á bak við blöðin gægðust fram tvö ofurlítil
hlæjandi andlit lítil eins og brúðuandlit og hvít og
rauð eins og blómin. Þetta voru álfaborn í svo
smágjörfum, ljósum og léttum kjólum, að ómögu-
legt er að lýsa þeim. Álfarnir verða sýnilegir mönn-
um hverja Jónsmessu.
Ó, dengsi, þér er ómögulegt að ímynda þér, hvað
þessir litlu álfar voru ljómandi bjartir og fallegir!
Þegar eg reyndi að ná þeim misti eg af greininni,
litlu slæðurnar þeirra fuku til og frá 1 golunni, og
eg heyrði hláturinn þeirra fagran eins og hljóminn
] af litlum silfurbjöllum kveða ofan til mín.
Þegar eg teygði mig á tá til að ná í þær, beygðu
þær greinina svo langt niður, að eg varð að tbeygja
mig til að ná í hana, og svo þaut hún jafnharðan
upp aftur. Aldrei hefi eg skemt mér eins vel, ekki
einu sinni í knattleik.
Loksins náði eg þeim þó, og hélt þeim eins og
flugum í hendi minni. Eg heyrði hvernig litlu hjörtun
þeirra börðust undir fötunum fallegu og fíngerðu.
Þær voru nú orðnar mjög alvarlegar á svipinn og
grátbændu mig að sleppa sér.
“Havð viljið þið gefa mér til, að sleppa ykkur?”
sagði eg.
Álfahring,” sagði önnur.
“Álfalykil,” sagði hin, “við skulum undir eins
sækja þá, álfáborgin er þarna inni í hólnum.”
“Farið þið þá,” sagði eg, heimskinginn og slepti
þeim; eg sá þær smjúga gegnum dálitla glufu inn
í hóttnn. Eg heyrði þær hlæja inni í hólnum og beið
og Ibeið eiftir að þær kæmu aftur. Þarna stóð eg
lengi lengi, þangað til kvöldroðinn gylti trjátopp-
ana. Eg heyrði kvöldklukkuna óma langt í burtu.
Þá fór eg að átta mig á að eg hafði verið dreginn á
tálar, og hélt hryggur heimleiðis. Þetta var kvöldið
sem mamma ávítaði mig fyrir, að hafa verið svo
lengi úti, og gleymt iberjafötunni úti í skógi.
“Já, eg ávítaði þig fyrir, að hafa sofið allan
-----1
ProfessionaÍ Cards
----------- ■ —-»
DR. B. J. BRANDSON
916-220 MKDICAI, ARTS BLDG.
Cor. Grsham and Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Offlc« tlmar: 2—S
HeunUl: 77« Vlctor St.
Phone: A-7123
Winntpeg, Manitoba
Vér legKjum sérstaka fiiierzlu & aS
selja meðul eftir forskriftnm lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er að ffi eru
notuð elngöngu. . pefcar þér komið
meö forskrlift nn, til vor megið þjer
vera viss um að ffi rétt það sem lækn-
Irinn tekur tll.
COI,d,ECGH A OO.,
Notre Dnme and Sherbrooke
Pllones: N-7659—7«50
Glftingaleyfisbréf seld
DR. O. 8J0RNS0N
216-220 MEDICAD AHTS BLDG.
Oor. Graham and Kennedj 8ta.
Phone: A-1834
Offlce ttmar: 2—8
Helmili: 764 Vietor St.
Phone: A-7586
Winnipeg, Manltoba
DR. B. H. OLSON
216-220 MKDICAIj ART8 BLDO.
Oor. Grahara and Kennedy St».
Phone: A-1834
Office Hours: 2 to 5
Heimlll: #21 Sherburne St.
Wtnnipe*. Manitoba
DR J. STEFANSSON
216-220 MEDIOAJj ARTS BLDU.
Oor. Graham and Kermedy Sta.
Stundar augna. eyrna, nef og
kverka ajúkdöma.—Er aB hltta
kl. 18-12 f.h. og 2-5 e.h.
Talsíml: A-1834. Helmill:
373 Rlver Ave. Tals. F-2691.
DR. B. M. HAJLLDORSSON
401 Boyd Bulldlng
Oor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar sérstaklega berklanýkl
og aöra lungnasjúkdóma. Er aC
tlnna & skrlfstofunnl kl. 11—12
f.h. og 9—4 e.h. Sími: A-3521.
Heiinill: 46 Allotvay Ave. Tal-
•fmt: B-3168.
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldf.
Stundar sérstaklega kvenna eg
barna ajúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10—12 f. h.
3 til 5 «. h.
Office Phone N-6410
Heimili 806 Vktwr Blr.
Sfani A 8180.
THOMAS H. JOHNSON
08
H. A. BERGMANN
ísl. lögfræðingar
Skrlfstofa: Room 811 láeAither
Boildlng, Portage Ave.
P. O. Boz 1650
Phones: A-6849 og A-6S46
W. I. LINDAIj, £. H. i.INDAL
B. STEFAN8SON
Islenzklr lögfræðlngar
708-709 Great-Wost Perm. Bldg.
S56 Mnin Street. TaU.: A-496S
>slr hafa sinnig skrlfstofur aS
Lundar, Rlverton, Qlmll og Ftasr
og eru þar aC hltta a •ftlrfjrigj-
andl tlmum:
Liumdar: annan hvam mlövlkudaa
Rlverton: Fyrsta flmtudag.
Qlmllfi Fyrsta mlövlkudaa
Plnsy: þrlöja föstudag
1 hvarjum m&nuöl
Stefán Sölvason
Teacher
of
Piano
Ste 17 Emily Apt». Emily St.
A. G. EGGERTSSON LL.B.
isl. lögfræð-ngur
Hefir rétt til að flytja mál
bæði í Mlan. og Sask.
Skrifstofa: Wynyard, Sa*k.
SelnaVta mfinudag 1 hverjum m&n-
uöi staddur 1 Churchbrtdge.
Dr. H. F. Thorlakson
Phone |8
CRYSTAL, N. Dakota
A. 3. Bardal
641 SHerbrooke 8t.
Selui likUatui og annast um útfarú.
AUur útbúnaCur s& bezú. Enafreeo-
ur selur hann alskonar minni»va»®a
og logsteina.
likrifat. talslnU W M**
Hedmilis takiiai N 6662
DR. Kr. J. AUSTMANN
Viðtalstími 7—8 e. h-
Heimili 469 Simooe,
Sími B-7288.
JOSEPH TAVLOR
I/WJTAKBMAÐUR
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 MEDICAIj ARTS BIíDG.
Cor. Graham and Kennedy Sts.
Taloimi A 8521
Heiraili: Tals. Sh. 8217
J. G. SNÆDAL
Tannlæknir
614 Somerset Block
Oor. Portage Ave. og Donald 8t.
Talsfml: A-8889
HelmlUstals.: St. Joiin ltM
Skrifstofn-Tals.: A*5M
Tskur Iðgtakl b»Ct húsaleiguskoldb
veCskuldir, vlzlaskuldir. AtvreMtr s»
■em aO lögum Iftvr.
8krltstota ttt Mnln Strea*
Verkstofn Tnls.: Hetma T»U.
A-8383 A-93S4
G L. STEPHENSON
Plumber
AJlskonar rafmagnsáliöld, svo s«r
stranjfirn víra, allar tegundlr at
glösum og aflvaka (batteries)
Verkstofa: 676 Home St.
; Munið Símanúmerið A 6483
> Og pantiS meðöl yCar hj& ose. — ;
SendiC pantanir samstundis. Vér
'• afgreiOum forskrlftlr meC sam- ;
I vizkusemí og vörugæCi eru óyggj-
I andi. enda höfum vér magrra fira !
; lærdómsrlka reynslu aC bakl. — I
; Allar tegundir lyfja, vindlar, to-
; rjóml, sætlndt, rltföng, töbak o. fl.;
i McBURNEY’S Drug Store
! Cor Arlington og Notre Dame Ave
J. J. SWANSON & CO.
Verzla ir.öð fasteignir. Sjá
um leigu a nusuTT- Annast
Lán, eldsábyrgð o. fl.
611 Paris Bldg.
Phones. A-6349—A-6310
\
Endurnýið Reiðhjólið!
Dátið ekki hjfi líöa a* eiulnr-
nýja relðhJóUC yðar, filhir en masta
anniraar byrja. KomiO m©8 þa6
nú þegar og lfitiC Mr. StobblaS
gefa yður kostnaöar ártlnn. —
Vandað verk fibyrgst.
(MaCurinn sem alUr kannast vtC)
S. L. STEBBINS
634 Notre Danm, VVlnnlpeg
Giftinga og
Jarðarfara-
blóm
meÖ litlum fyrirvara
Birch hlómsali
616 Portage Ave. TaU. B720
ST tOHN 2 RiNG 3
seinni part dagsins úti í skógi, það er líka auðheyrt
á þessu, sem þú ert að segja frá, því slíkt og því líkt
getur engan dreymt, nema hann leggist til svefns í
blóðberginu,” sagði móðirin.
"Nei, mamma mín, það voru áreiðanlega lifandi
álfar,” sagði Friddi alvörugefinn.
Framíh.