Lögberg - 11.06.1925, Side 3

Lögberg - 11.06.1925, Side 3
LötrlSERG, FIMTUl)AGINN 11 JÚNÍ 1925. BU 8 SOLSKIN Fyrir börn og unglinga aisiís:sgi[g,:a.*M^^^i&i^g«iaTg]»«ar«ihiia5tBi3i?i^^ ID9SB9EðBHB9BBBB0ð3Iffi9 Langa nefið. Það voru einu sinni þrír hermenn, sem voru svo gamlir og tannlausir, að þeir gátu ekki unnið á brauðskorpum. Þessvegna var ekki hægt að nota þá í hernum, og þá sendi konungurinn þá heim til sín, en þeir fengu engin eftirlaun og urðu því að ganga milii manna og hetla. Einu sinni komu þeir að skógi nokkrum, sem var svo stór að þeir ætluðu aldrei að komast út úr honum, og þeir gengu og gengu allan daginn til kvölds. Svo lögðu tveir þeirra sig til svefns, en hinn þriðji varð að halda vörð, svo að villidýrin réðust ekki á þá meðan beir sváfu, og tættu þá í sundur. Þegar hann hafði staðið á verði stundarkorn, kom lítill rauðklæddur maður gangandi til hans. “Hver er þar?’’ spurði sá rauðklæddi. "Góður vinur,” svaraði dátinn. “Hvaða góður vinur?” z “Þrír gamlir uppgja.fadátar, sem ekkert hafa til að lifa á”. Þá sagði rauði maðurinn honum að koma til sín, og skyldi hann þá gefa honum góðan grip, sem hefði þá náttúru, að hann mundi altaf hafa nóg fyrír sig að leggja, ef hann gætti hans vel og léti hann ékki frá sér. Dátinn gekk til hans. Þá fékk sá rauði honum gamla slitna kápu og sagði honum að þegar hann færi í hana og óskaði sér eirihvers, þá uppfyltist ósk hans undir eins, en hann mátti ekki segja félögum sínum frá þessu fyr en lýsti af degi. Næsta morgun sagði dátinn félögum sínum frá þessu, og svo héldu þeir lengra og lengra inn í skóg- inn allan þann dag; en að kvöldi lögðust tveir þeirra til svefns ,en <sá þriðji hélt vórð. Þegar leið á nóttina, kom rauði maðurinn aftur og spurði; “Hver er þar?” “Góður vinur.” .* . f “Hvaða góður vinur?” “Þrír veslings uppgjafadátar.” Þá gaf rauði maðurinn honum gamla pyngju, sem hafði þá náttúru, að hún tæmdist aldrei, hve mikið eða oft sem úr henni var tekið, en hann varð að lofa því a5 segja ekki félögum sínum frá þessu fyr en lýsti af degi. Þriðja dagirin héldu þeir enn áfram um skóginn og um nóttina þegár tveir dátarnir sváfu og sá þriðji hélt vörð, kom sá rauði líka til hans og sagði: “Hver er þar?” “Góður vinur.” “Hvaða góður vinur?” “Þrír gamlir dátar. Svo gaf litli rauðklæddi maðurinn honum horn, sem hafði t>á náttúru, að þegar hlásið var í það, þá komu fram allir veraldarinnar hermenn. Næsta dag fór fyrsti dátinn í kápuna, og óskaði að þeir væru komnir út úr skóginum, og svo voru þeir sanjstundis kómnir út úr honum. Þeir fóru inn í veitingakrá og borðuðu og drukku, isem mest þeir máttu, en sá sem pyngjuna átti borgaði alt. 1 Og nú voru þeir orðnir þreyttir á þessu ferða- lagi. Þá sagði sá með pyngjupa við þann með káp- una: “Heyrðu! óskaðu okkur stórrar og skrautlegrar hallar með husgögnum og öllu öðru sem með þarf, við höfum nóga peninga og getum lifað eins og furstar.” Sá með kápuna óskaði hallarinnar og alls ann- ars, sem henni þyrfti að fylgja, og óðara en óskinni var lokið stóð höllin rétt hjá þeim, og ekkert vant- aði af því, sem með þurfti. Þeir bjuggu nú í höllinni nokkurn tíma. Enn óskaði hann að hann ætti vagn með sex hestum fyrir, því þeir ætluðu að ferðast til næsta konur^gsríkis og látast vera konungssynir; svo óskuðu þeir sér margra þjóna og héldu svo af stað Konungurinn og konungsdóttirin í ríki þessu tóku vingjarnlega á móti ferðamönnunum, og um kvöldið spiiuðu þeir svarta Pétur og hjönasæng við konUngsdóttur, því það þótþ henni skemtilegra en alt annað. Dátarnir töpuðu alt af, og sá með pyngj- una bdrgaði fyrir þá alla og hafði samt alt af nóga peninga! > Konungsdóttirin gat sér undir eins til að pyngj- an sem dátinn var .með, væri óskapyngja, og ásetti , sér að hún skyldi með einhverju móti eignast hana. Svo sagðist hún ætla að gefa þfgim íiskalt vín af því hitinn væri óþolandi, og það þáðu þeir, en hún hafði folandað svefnlyfi í vínið, og þegar þeir voru sofnað- ir tók ihún pyngjuna fór svo inn í svefnherbergið sitt og saumaði pyngju, sem var nákvæmlega eins útlits og töfrapyngjan, lét nokkra penjinga í hana og stakk henni í vasa dátans. Daginn eftir héldu þeir burtu, og sá með þyngj- una borgaði á fyrstu kránni, sem þeir komu að það, sem þeir nutu þar, en svo var líka pyngjan tóm, og einu gilti hve mikið hann hrjsti hana; meira var ekki í henni. “Konungsdóttirin hefir ^tekið þá réttu,” sagðf hann. t “Gráttu það ekki” sagði sá með kápuna, “eg skal ná pyngjunni fyrir þig.” Svo óskaði hann að hann stæði í svefnherebrgi konungsdóttur — og þar stóð hann. Konungsdóttir isat og taldi peninga úr pyngj- xinni,. en þegar hún sá dátann, hrópaði hún: “Hjálp, hjáljj, ræningjaf!” og svo kom öll hirðin. Dátinn varð að stökkva út um gluggann, en kápan festist á ' gluggakróknum, svo hann mist^ hana. Þá var nú ekki annað en hornið eftir, en sá sem átti það sagði: ^ “Nú er komið að mér að hjálpa; við verðum að hefja stríð.” ) Svo folésu þeim heilum her saman og héldu inn í konungsríkið, og létu segja konunginum að ef hann ekki skilaði kápunni og pyngjunni undir eins, þá skytdu þeir rífa niður höllina. Konungurinn fór þá til konungsdóttur, og sagði við hana, að þar sem hún ætti sök á allra þessari ó- gæfu, þá yrði hún líka að, bæta úr henni og skila aftur þýfinu; en konungsdóttir var alls ekki fáanleg til þess. Hún -sagðist ætla að beita forögðum til þess að komast hjá því að skila aftur óskamununum. Hún klæddist fátæklegrim fötum. tók stóra körfu á hand- legg sér og fór ásamt þernu sinni til herbúða óvin- anna til þess að selja hermönnunum drykkjarföng. Þegar hún var komin til herbúðanna tók hún að syngja, og af því söngrödd hennar var svo fögur, ruddist hver sem betur gat að henni, og sá með hornið var einn þeirra. Þegar konungsdóttirin sá hann, gaf hún þernu sinni bendingu; læddist hún þá inn í tjaldið og náði í hornið og gat komið því undan til hallarinnar. Skömmu síðar fór konungs- dóttirin lika heim. En þegar dátarnir urðu þegs varir, að hornið var horfið, sáu þeir ekki annað ráð vænna, en að gefa öllum hernum heimfararleyfi, því þar sem kon- ungsdóttirin gat kallað saman miklu stærri her, en þeir höfðu yfir að ráða, þá vildu þeir ekki leggja til orustu. Sjálfir fóru þeir svo aftur á vergang. Þeir ákváðu þá að skilja og vita, hvort þeim gengi ekki betur einum og einum. — Sá, isem átti pyngjuna fór fyrstur og komst brátt að stórum skógí. Gekk hann lengi lengi, þangað til að hann var orð- inn svo þreýttur, að hann varð að hvíla sig; settist hann þá niður hjá stóru tré og sofnaði undir eins. Þegar hann vaknaði, isá hanri að stór og þroskuð epli héngu 1 greinum trésins, og af því að hann var hungraður, stóð hann upp og kleif upp tréð og tók epli og át, en óðara en hann hafði étið það, sá hann sér til mikillar skelfingar nef sitt fara að vaxa, og því fleiri epli sem hann át, því meir óx nefið. Og það óx og óx og loks náði það út úr skóginum, alveg að veginum, sem félagar hans báðir fóru um. “Hvaða óttalegt nef er þetta,” sögðu þeir. “Við skulum reyna að finna eiganda þess; það getur 1 varla verið, að hann sé mjög langt í fourtu.” Þeir fylgdu nefinu langa lengi, þar til þeir loks fundu eiganda þess liggjandi lengst inni í skóginum, og alveg urðu þeir forviða, þegar þeir þektu þar fé- laga sinn, þann með pyngjuna. Honum var óiðögulegt að rísa á fætur, því nefið þyngdi hann svo niður, og þessvegna urðu þeir að finna upp á einhverju, til að hjálpa honum. Af hendingu fundu þeir asna, sem þeir tóku og settu félaga isinn upp á. Svo tóku þeir langa grein og rtiargvöfðu nefinu um greinina og foáru hana á öxl- unum. á undan asnanum, en dvo þungt var nefið, að þeir urðu hvað eftir annað að hvíla sig. Eitt sinn er þeir hvíldu sig, komu þeir auga á litla rauða mann- inn, sem stóð foak við sótrt perutré og benti þeim að koma til sín. Hann rétti þeim nokkrar perur og sagði þeim að gefa félaga sínum.' “Þið skuluð taka eftir, að það mun hjálpa,” sagði hann. . > Þeir gerðu það, og því meir sem hann át, því styttra varð nefið og loks var þáð orðið eins og það átti að sér. — Svo sagði litli rauði maðurinn; f “Búið til dupt foæði úr eplunum og perunum; sá, sem borðar af eplunum fær eins stórt nef og þú, en sá sem neytir peruduptsins missir nefið, eins og t þú mistir þitt. % Farðu til konungsdótturinnar og kom þú henni til að foorða epladuptið, þá geturðu .íéð, hvernig nefið á henni vex, en vertu ekki of við- kvæmur fyrir bænum hennar. ” Þeir bjuggu til dupt úr perunum, en af því að eplin voru svo falleg og girnileg héldu þeir að takast mundi að Iáta hvern sem var njóta þeirra í sinnl eðliíegu mynd. Svo fóru þeir til hallarinnar og létust vera garðyrkjumenn og létu segja konungsdóttur, að þeir hefðu meðfer^is svo falleg epli, að slík hefðl hún aldrei séð. I^onung.sdóttir var mjög hrifin af eplunum og bað garðyrkjumennina að gefa sér eitt epli. Þeir gáfu hanni tvö epli og þegar hún var búin að borða annað þeirra sagðist hún ajdrei hafa foragðað neitt, sem væri líkt því eins gott. Svo byrjaði hún á öðru eplinu, en þá læddust garðyrkju- mennirnir burtu, og þá byrjaði nef kóngsdótturinnar að vaxa, og það óx! og óx. Það vafðist utan um öll húsgögnin í herbergi konungsdóttur, beygði sig út úr glugganum og lengst niður í garðinn. — Þetta var alveg óbærilegt. Konungurinn lé þá boð út ganga um alt ríki ðitt að hver sá, isem gæti hjálpað konungsdóttur til að loána við nefið, skyldi verða auðugastur maður í landinu. Þessu hafði dátinn með pyngjuna búist við. — Hann fór því til hallarinnar og Iést vera læknir, og sagðist mundi geta læknað konungsdóttur. Hann fojó nú til dupt úr eplunum og gaf konungsdóttur, en þá óx nefið enn meir og varð tuttugu sinnum lengra, svo veslings konungsdóttirin varð alveg utan við sig og kveinaði og kvartaði, svo læknirinn aumkvaðist yfir hana og gaf henni ofurlítið af peru- duptinu, og þá styttist nefið dálítið en ekki mikið. Næsi;a dag gaf hann henni sér-skamt af epladupt- inu og þá óx nefið aftur ,og svona gekk það koll af kolli, svo nefið ýmist óx eða styttist, og hún lifði alt af milli vonar og otta , og var loks orðin hæglát pg auðmjúk. Þá sagði dátinn eða læknirinn, sem hún hélt hann vera, að hann hefði aldrei í allri sinni laaknis- tið kynst eins þrálátum sjúkdómi, það liti helst út fyrir að konungsdóttir hefði eitthvað á samviskunnl, sem tefði svona fyrir batanum og ef svo væri, þá yrði hún fyrst af öllu, að bæta fyrir afbrot sín, ann- ars mundi nefið halda áfram að vaxa. Konungsdóttir vildi' neita öllu, ep gamli kon- ungurinn sagði: “Nei, nú er nóg komið, dóttir góð! Skilaðu aftur þessum þremur töfrahlutum, því fyr fáum við hvorki frið eða tó, og haldi nefið á þér áfram að vaxa svona, þá kemst það ekki fyrir í landinu.I’ — Svo varð herbergisþernan að sækja töfragrip- ina, og fá lækninum þá, og undir eins og hann var búinn að taka við þeim, 'gaf hann konungsdótturinnl mátulega stóran skamt af peruduftinu, og um leið datt nefið af henni. En nefið var orðið svo angt að tvö hundrð og fimtíu menn urðu að bera það burtu. Fyrsta gufuskipið í Noregi. Eins og kunnugt, er var Sir Humphry Davy Engands og alls heimsins einn nafnkunnasti frum- efnafræðingur. Nafnfrægð hans og þekking voru ' jöfn. Hann tók upp á því að semja kenslufoók í frumefnafræði, en að semja kenslufoækur er ekki öllum hálærðum spekingum lagið, og er oftast hent- ugra að láta menn með dálítið takmarkaðri þekkingu gera það. Á þeim árum, það var um 1820 virðist hr. Berzelius hafa verið hentugri til þeiss. Hann tók bók hins mikilhæfa Englendings, las hana og ritaði um hana. líklega í þýsku tímariti — og sýndi fram á það með rökum, að hún væri ekki hentug til þess, sem hún var ætluð. Davy las — eða lét lesa fyrir sig — ritdóm Berzeliusar, sem kom honum í slæmt skap. Að svara þessu aftur í folaði >— nei, islíkt v^r ekki til að tala um, hann var of mikill maður til að gera það, en þessi djarfi ritdómari skyldi þó fá hefnd. Davy var auðmaður mikill, og um þetta leyti átti hann gufuskip, sem hann notaði til skemtiferða. Það mun enn minnisstætt hvernig talað var um Rofoert Stephensson, og hvílíkur maður hann hlaut að vera, þegar hann — það var 1850 — gat komið hingað á sínu. eigin gufuskipi, til þess að velja og mæla út stefnu fyrir fyrstu járnforautina okkai*. Sumarið 1823 lagði Sir Humphry Davy af stað og stefndi beina leið til Stockholm. Hann.kom þangað, sté á land og leitaði og fann hús Berzeliusar. Hann gekk inn í forstofuna, barði að dyrum, oppaði þær og stóð kyr. Þar sat Berzelius á mjllí aafnkera sinna og eimiflaska og starfaði af kappi miklu. Mikli Englendingurinn stóð kyr í dyrunum. “Eg er Sir Humphrý Davy, herra — þér eruð Berzelius” — Berzelius þaut á fætur, opnaði dyrnar að sín- um bestu herbergjum, bað afsökunar á því að hann væri í vipnuklæðnaði sínum, þar eð hann hefði1 verið óviðfoúinn þessum mikla heiðri. Sir Humphry Davy hreyfði sig ekki: “Nei, herra, eg vildi aðeins sjá yður — annað ekki.” Hann stóð kyr ásamt þeim, sem með honum voru og horfði á veslings ðvia’no, sem bresku augun áttu að merja. . Bei-zelius hafði ekki meira að segja eða gera. Englendingurinn mikli stóð kyr, og þegar honum fanst hann vera foúinn að standa þarna nógu lengi, 'sagði hann um leið og hann snéri sér við, “verið þér sælir, herra,” lokaði dyrunum og fór fourt með fylgdarrpönnum sínum. Hann dvaldi riokkra daga í Stockhólmi til þess að skoða markverðustu hlutina í borginni og hann heimsótti Karl Jóhann sem tók vel á móti honum og gaf honum Jeyfisbréf til að mega koma inn í allar hafnir í ríki hans. án þess að tollheimtumenn færu að ónáða hann. Svo fór hann. Þessi mikli maður hafði ekkert að gera í svensk- um eða norskum höfnum. Það var að. eins eltt sem hann langaði til að sjá og það var Sárps-fossinn. Hann stefndi því til norðurs og svo var það einn fagran sumardag að hann rendi inn í Glommen. Æskulýðurinn í þeim hlijta Friðriksstaðar sem að sjónúm lá, var að lauga sig sér til hressingar og skemtunar þegar hann hálfhræddur og undrandi sá skip koma ofur hægt upp ána, og það sem merkileg^- ast var, engin segl á skipinu en stór reykháfur, sem afarmikil reykur gaus upp úr. Hann þaut heim æpandi, “það kempr skip upp ána, sem eldur er í.” Það kom hreyfing á fólkið, sem þaut ofan að sjónum, hermenn virkisins gengu upp á borgar- vegginn og margir með þeim, meðan skipið, sem reykinn lagði úr, kom með hægð á móti straumnum. Menn spurðu foringjann Tscherning kaftein, hvað þetta ætti að þýða, en hann svaraði að það mundi koma í ljós þegar skipið varpaði akkerum og toll- þjónarnir færu að rannsaka það. En skipið nam ekki staðar. Hægt og hátíðlega skreið það áfram, með hinni mestu fyrirlitningu fýrir tollheimtu mönnum, virkinu og manngrúanum. iMargir hij/ðu heyrt talað um gufuskip, en tæplega nokkur í þess- um hóp séð það. ( iMenn horfðu á foringjann þegar skipið fjar- , lægðist virkið, og þegar hann var búinn að horfa i nógu lengi á það, sagði hann: “Já, það er komið upp eftir án þess að gera vart við sig, en ofan eftir skal það ekki komast án þess að segja til sín.” Sir Humphry Davy hefir að líkindum horft með sama kuldanum á Sarpinn, og á Berzelius, og þegar hann var búinn að þessu, snéri hann heim aftur. Alveg óhindraður komst hann * þó ekki of^n Glommen. Foringinn hafði ákveðið að nú skyldi skipið nema staðar, og þegar það nálgaðist virkið, lét hann senda fallbyssukúlu fyrir framan það. Þessu ávarpi varð hinn mikli maður að sinna, og lagði skipinu við akkeri. Tollþjónarnir fóru út á skipið, fengu þar að $já leyfisbréf konungs, hröðuðu sér svo ofan í bátinn aftur og á land, en gufuiskipið hélt áfram ofan eftir Glommen í ásýnd mörg hundr- uð augna, sem horfðu á eftir því. Þannig segir prófessor Schufoeler frá þessu, sem eflaust má reiða sig á að sé sönn saga, þar eð hann — 8 ára gamall var éinn 1 æskumannahópnum, sem æpandi gaf til kynna hvað á ferðum væri, og sem ef til vill hefir komið sumum til að hugsa um heimsendinn. Schubeler mundi glögt að það var Tscherning, sem þá var liðsforingi, og það sést líka í virkisbókinni að hann var í þeirri stöðu árið 1823. Hvaðan hann hafði fengið fyrri hluta sögunnar, gat harin ekki munað. • v Hafi Berzelius fengið slíka heimsókn í raun og veru, hefir hún verið skrásett einhversstaðar. Hann Profession al Cards DR. B. J. BRANDSON aie-220 MKUICAL ARTS BliDO. Cor. Grabam and Kennedj 8ta. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—2 HelmlU: 7T8 Victor St. Phone: A-7122 Winnípeg, Manltoba THOMAS H. JOHNSON • og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrtfstofa: Room 811 McArtbn Building, Portage Avo. P. O. Box 1656 Phonea: A-6849 og A-6S46 » , Vér leggjum sérstaka á.herzlu 6 a8 selja nteðul eftir forskriftum lækna. Uin beztu iyf, sem hægt er a8 fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komlð með forskrliftum til vor megið þjer vera vlss um að fá rétt það sein lækn- Irinn tekur tU. COI.CL.ECGH & co., Xotre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7659 Glftingaleyfisbréf geld W. J. LINDAI,, S. H. IiINBAL B. STKFAN8SON Islenzkir Jögfræðlngar 708-709 Great-West Penu. Bldg. 356 Main Street. Tals.: A-4963 Peir hafa alnnlg skrifstofur tJC Lundar. Rlyarton, Glmii og Ptn*y og »ru þar að hltta & eftirfjrlgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern raiPvlkudaa Rlverton: Fyrsta fimtudag. Glmllá Fyrata mlCvlkudag Piney: þriðja föstudag 1 hverjum m&nuðl DR. 0. BJORNSON 216-220 MEÐIOAC ARTS BI.DG. Oor. Graham and Kennedy Hta. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3 HeimiU: 764 Victor Sc Phone: A-7586 Wlnnipeg, Manltoba • Stefán Sölvason Teacher of Piano Ste 17 Emily Apts. Emily St. DR. B. H. OLSON 216-220 MEBIOAI. ARTS BLDO. Cor. Graham and Kennedy Ste. Phone: A-1834 Office Hours. 3 to 5 Heimill: 921 Sherbume St. Winnlpetg, Manltoha A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð’ngur Hefir rétt tíl að flytja mái bæði í Man. og Sask. Skrifstoí»: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag i hverjum mán- uði etaddur 1 Churchbrldge. DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ARTS RIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna. eyrna. nef og kverka sjúkdðma.—Er að hltta kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-1834. HelmUl: 373 River Ave. Tals. F-2691. Dr. H. F. Thorlakson Phone [8 ' CRYSTAL, N. Dakota Staddur að Mountain A mánud. kl. 10—11 f. h. Að Gardar fimtud. kl. J.0-11 f.h. A. S. Bardal 843 Sherbrooke 8t. Selut lfkkistui og anna.t um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur eelur Kann alakonar minni.varöa á og legsteina. Hkrtlat. talMuu N »eOS | Hetmllls taltdtui N 19OT jj DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Bullding Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklaayitl og aSra lungrnasjúkdöma. Er aS flnna á skrifstofunnl kl. 11 12 f.h. og ?—4 e.h. Síml: A-3521. Heimill: 46 Allotvay Ave. Tal- eimi: B-3158. J. J. SWANSON & CO. Verzla msð fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.. Annast lán, eldsábyrgð 0. fl. 611 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 T ■ — • DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna cg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Heimlli 80« Vlctor 8tr. | Shnl A 8180. : Munið Símanúmerið A 6483 ; og pantið tneððl yðar hjá om. —! Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- : vizkusemi og vörugæði eru öyggj- andi, enda Iftfum vér magrra ára ; laerdómsrlka reynslu að baki. — ; Allar tegundir lýfja, vlndlar, Is- rjömi, ssetindt, ritföng, töbak 0. fl. McBURNEY’S Drug Store i; Cor Arllngton og Notre Dame Ave DR. Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Sími B-7288. JOSEPH TAVLOR Lð GTAKSMADUR • V « HeimlUstals.: St. John 1844 9 Skrtfstof u-Tal*.: A WM Tekur lögtaki bæðl húaaUlgustotld* veðekuldir, vlxrimkuidlr. AiaieAMr & eero að lögu-m lytur. Hkrltstofa 255 Maln Stnwe , DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimlli: Tals Sh. 8217 • J. G. SNÆDAL v Tannlæknir 614 Somerset vBlock Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsimi: A-8889 Giftinga og , j. Jarðarfara- D,oln með litlum fyrirvara Hirch blómsali 616 Portage Ave. TaH. B720 ST IOHN 2 RiNG 3 « i varð seinna svo mikill maður, að hann hafði ástæðu til að hafa gaman af slíku. Það er eflaust áreiðanlegt að þetta hefir verið fjrrsta gufuskipið, sem sást í Noregi. Það var árið 1826, sem Bjðrgvinarbúar keyptu gufuskip, er þeir nefndu “öscar”. Gamla stjórnarskráin kom árið c-ftir. • HNIGNUN. Um hnignun í skáldskap, um hnignun í dygð, um hnignun nú stórmennin klaga, ( um hnignun í drengskap, um hnignun í tr>rgð, í hnignun í mentun og aga. Um línignun í siðmenning heimsins er skráð, um Jinignun nú fræðimenn tala, því alt saman jarðlífið hnignun er háð, um hnignun og spjátrungar tala. Slæmt verður hlutskifti þeirra, sem því þora að treysta, er svíkur, og engin trygð eða trúmenská’ er í, en tál klætt j mannúðar flíkur. Pétur Sigurðsson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.