Lögberg - 18.06.1925, Page 6

Lögberg - 18.06.1925, Page 6
ði. 6 LÖCrBEBG FIMTUÐAGINN, 18. JÚNÍ. 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchilL “Stephen,” sagði dómarinn, ”þú hefir verið trúr yfir litlu og þú skalt verða settur yfir meira. Eg skil þér eftir það lítið, sem eg á; og það helsta af því er óflekkað nafn. Eg veit að þú bregst því ekki, því eg hefi reynt þig og veit að þig brestur ekki styrkleika. Hlustaðu vandlega á það sem eg segi, því eg 'hefi hugsað um það lengi. Fyr á árum störf- uðu forfeður okkar að velferð þjóðarinar og hugs- uðu ekki um eigin hagsmuni. Sá tími nálgast er við þórfnumst slíkra manna fyrir lýðveldið. Auður, sem i einskis mann huga hefir komið, mun koma út úr þesisu landi og í því flóði munu allir rotna sundur, sem ekki eru hreinbjartaðir og það mun spilla þeim, sem verður sþilt. iHiálfreyndir menn munu farast í flóðinu. Þú og þínir líkar skuluð muna hvernlg forfeður ykkar stjórnuðu — með krafti og strang- leika og réttlæti. Þannig var það að þeir stjórnuðu sjálfum sér. Vertu á verði. Þjónaðu borginni þinni, þjónaðu ríkinu þínu, en umfram alt, þjónaðu land- inu þínu. Hann þagnaði til þess að ná andanum, seití honum veitti nú erfitt að draga, og rétti út magra höndina til Stephens. “Eg var önugur við þig fyrst, drengur minn,” hélt hann áfram. “Eg vildi reyna þig. Og þegar eg var búinn að reyna þig, óskaði eg eftir því að hugsun þín rýmkaðist og að hún þroskaðist að sama skapi og þessi þjóð þroskast. Eg sendi þig til Aíbra- ihams Lincolhs til þess að þú skyldir endurfæðast í Vesturlandinu. Og þú endurfddist. Eg sá það á þér, þegar þú komst aftur — eg sá það á andlitinu á þér. Eg vildi að guð gæfi,” hrópaði hann með mik- illi mælsku, “að Abraham Lincoln gæti lagt hendur sínar á alla þá, sem kvarta og finna að og láta hug- ann dvelja við smámuni eina. ó, að hans andi gæti stjórnað sálum þeirra.” Hann þagnaði aftur. Allir, sem viðstaddir voru undruðust, því dómarinn hafði aldrei^talað svona fyr. Vertu sæll, iStephen,” sagði hann þegar þau héldu að hann myndi ekki geta mælt meira. “Fetaðu ?fótspor hans gleymdu honum aldrei. Þú ert maður, sem honum geðjast vel að, og — og mér líka.” Síðustu orðin heyrðust varla. Þau færðu sig nær rúminu, því að augu hans voru lokuð; en eftir litla stund ihreyfði hann sig og opnaði þau. “Brinsmade,” sagði hann, “littu eftir föðurlausu telpunum mínum. Láttu Shadrach koma hingað.” Svertinginn kom inn úr dyrunum snóktandi og dró fæturna. “Þú ætlar ekki að yfirgefa okkur, herra dóm- ari,” sagði hann. “Jú, Shadrach. Vertu sæll. Þú hefir þjónað mér vel. Eg hefi skilið ofurlítið eftir handa þér.” 'Shadrach kysti höndina, sem honum var vel kunnugt um að hefði mörgum hjálpað. Svo dró dóm- arinn að sér hendina og benti Shadrach að standa upp. Hann kallaði á elsta vin sinn með nafni, og Carvel ofursti kom fram úr horninu, þar sem hann hafði staðið og hlustað. “Vertu isæll, Comyn. Þú -va'rst vinur minn, þegar eg átti engan annan vin; þú hélst trygð við mig, þegar allir voru á móti mér. Þú hefir lagt líf þitt í sölurnar, til þess að komast hingað til mín. Guð gefi að þú megir halda því, Virginíu vegna.” Virginía hrökk við, er hún heyrði hann nefna nafn sitt. Hún gekk að rúminu og beygði sig yfir dómarann. Og það fór titringur um llann, er hún kysti hann á ennið. “Silas frændi!” stamaði hún. Hann rétti upp hendina með veikum burðum og lagði hana á öxlina á henni. Hann hvíslaði einhverju að henni. Augun á henni voru full af tárum. Hún losaði um efsta hnappinn á hálsmálinu á skyrtu hans. Þar hékk ofurlítill lykill á bómullarþræði. Hún leysti lykilinn af, en hann hélt ennþá í hana. “Eg hefi geymt hana handa þér, góða mín,” sagði hann. “Guð 'bessi þig.” — Honum varð litið til Stephens, af hverju sem það var. “Virginía, viltu leika fyrir mig sálmalagið mitt — einu sinni enn — einu sinni enn?” Þau tóku náttlampann og meðalaglösin af slag- hörpunni. Stephen lyfti af henni svörtu slæðunni, sem var yfir henni, og hann stóð hjá Virginíu reiðu- búinn að snúa lyklinum. Stúlkan lék Ihið alkunna lag við sálminn, “Skín ljósið náðar.” Sálarástand henn- ar gaf tónunum óvenjulega hátíðlegan blæ, og þeir sem hlustuðu á hófust upp yfir sína jarðbundnu til- veru. Silas Whipple tók hið síðasta andvarp og dó. ------1--- f 48. KAPÍTULI. Síðasta trompið. Brinsmade og læknirinn urðu fyrstir til þess að fara burt úr herberginu, þar sem Silas Whipple hafði lifað, starfað og dáið. Brinsmade fór að sinna erindum þeim, sem hann var stöðugt önnum kafinn ■við. Hann fór með Shadrach með sér. Virginía beið. Einhver óljós hræðslutilfinning hafði gripið hana, hræðsla um það, að föður sínum væri ekki óhætt. Hvar var Clarence? Hvað var það sem hann hafði séð? Skyldu vera hafðar gætur á staðnum? Þessar spurningar kvöldu hana, þegar þær fengu ráðrúm í huga hennar, sökum sorgarinnar. Hún stóð hægt upp af stólnum, sem hún sat á fyrir framan slaghörpuna, og opnaði hurðina á fremri skrifstofunni. Klukka í kirkjuturni þar nálægt slö tólf. Ofurstinn leit ekki upp. Aðeins Stephen sá að hún fór, og hún fann að hann fylgdi henni með augunum. Hún leit snöggvast til hans gegnum gætt- ina um leið og hún fór út. Svo lokaðist hurðin á eftir henni. Það fyrsta sem hún tók eftir í fremra herberg- inu var það, að ljósið brann mjög dauft, og hennl vahð hverft við það. Hver hefði dregið niður í lampanum? Hefði Clarence gert það? Væri hann þarna? Hún litaðist um eftir honum hálf-hrædd og hún sá mann, isem stóð í gluggaskotínu aftast í herberginu. Maðurinn var þrekvaxinn, og þó að hún sæi hann óglögt í daufri birtunni, þekti hún hann samt strax, er hún færði sig nær honum. Hún rak upp lágt hljóð. iMaðurinn var Eliphalet Hopper. Hann læddist hægt og vandræðalega fram á gólfið. Hún stóð á ðndinni og færði sig ósjálfrátt nær hurðinni aftur, eins og hún ætlaði að opna hana aftur. “Bíddu við,” sagði hann. “Eg þarf að segja þér nokkuð, ungfrú Virginía.” Málrómur hans var eitthvað undarlega náttúru- legur; það var engin heift í honum. En hún titraði og stóð kyr. Hún hræddist það sem hún hafði ásett sér að gera. Faðir hennar var í innra heriberginu og — Stephen. Hún yrði að halda þeim þar og koma þessum manni burt. Hún mætti ekki láta hann sjá, að hún væri hrædd, og samt treysti hún sér ekki til þess að tala þá, án þess að þess yrði vart. Hún marg- endurtók með 'sjpdfri sér að hún mætti ekki láta hann sjá að hún væri hrædd. En hvað átti hún að taka til bragðs Alt í einu datt henni ráð í hug. Hún vissi aldrei, hvernig hún vogaði sér að skjótast fram hjá honum og tendra ljósið á gas- lampanum. Hann hrökk aftur á bak og deplaði aug- unum um leið og ljósið blossaði upp. Hún stóð kyr eitt augnaiblik og bar höfuðið hátt, horfði á hann og reyndi að ná jafnvægi, svo að hún gæti talað. “Hversvegna kemurðu hingað,” spurði hún. ““Whipple dómari dó í kvöld.” Rödd hans var mjó og skerandi, þegar hann svaraði, sem hann væri hræddur. “Eg kom ekki til þess að finna dómarann,” sagði hann. Hún var föl og stóð alveg hreyfingarlaus. Hún gat ekki komið upp orði, hún fann varirnar á sér hreyfast, en hún vissi ekki hvort hún talaði nokkuð. "Hvað áttu við?” Hann varð öruggari. í litlu augun kom dauf glæta, eins og i gráðugu dýri, 'sem er að éta bráð sína. “Eg kom hingað til þess að finna þig H- þig.” Hún starði á hann stirð af hræðslu. “Og ef þú gerir ekki eins og eg vil, þá ætla eg mér að finna einhvern annan — barna inni,” sagði Hopper. Hann brosti, því hún riðaði á fótunum og aug- un voru hálflokuð. Hún hleypti í sig öllum þeim kjarki, sem hún gat, og leit á hann. í augum hans var sami svipurinn og enn ákveðnari nú. “Hvernig vogar þú þér að tala til mín eins og komið er?” sagði hún. “Ef Carvel ofursti væri hér, þá myndi ihann skjóta þig.” Honum varð bylt við, er hann heyrði nafn ofu^stans. Hann þurkaði af enninu á sér, sem hann hefði svitnað af umhugsuninni. “Eg vil fá að vita,” hrópaði hann. Svo mundi hann eftir að hann stóð vel að vígi og hann færði sig nær henni. “Hann er hér,” sagði hann með akefð, hann er þarna í herberginu.” Hann greip up hendurnar á henni. Hún barðist um en forðaðist samt að láta til «ín heyrast. “Hann skal aldrei komast burt úr bænum nema eg vilji. Eg get látið hengja hann, ef eg vil,” hvíslaði hann að henni. “Ó!” hrópaði hún, “ef þú vilt!” Hann færði sig enn nær henni. Og styrkur hennar var á þrotum. “Það er aðeins um eina borgun að ræða og sú borgun ert þú,” sagði hann hás. Eg býst við að þú viljir giftast méc nú.” Hann varð svo utan við sig af að snerta hana að hann heyrði ekki þegar hurðin opnaðist. Hún var einmitt að hlusta eftir því og hún heyrði hana lok- ast og heyrði fótatak á gólfinu. Hún þekti fótatakið — hún þekti röddina og hjartað í henni barðist af reiði. Bláklæddur handleggur kom á milli þeirra, og Eliphalet Hjopper riðaði og féll fram á borðið yfir bækurnar og hélt herfdinni yfir andlitið. Stephen Brice stóð yfir honum risavaxinn, að Virginíu fanst þá og ávalt síðar, er hún hugsaði um þennan atíburð. Það var sem oddhvasst járn að líta í augum Stephens, og hendur hans þrifu um herðarnar á Eliphalet. Stephen hristi hann tvisvar svo að höfuðið á honum barðist við borðið. “Fanturinn þinn,” isagði hann í lágum róm. Og svo spurði hann, sem 'hann byggist við að Eliphalet myndi svara: “Á eg að drepa þig?” Hann hristi hann aftur ákaft. Þá fann hann að Virginía lagði hendina á handlegginn á honum. “Stephen!” hrópaði hún. '’Mundu eftir að þú ert særður! Farðu varlega, farðu varlega!” Hún nefndi hann með fyrsta nafni. Hann snéri sér við hægt slepti höndunum af Hopper, sem var hræddur eins og barinn hundur, og leit framan í hana. í augunum hennar bláu var þrá og bæn, sem hann jafnvel ekki skildi til fulls; og 'samt fór titr- ingur um hann af því augnaráði. Hún snéri sér Iíka titrandi undan. “Fáðu þér sæti,” sagði hún. “Hann snertir mig ekki framar meðan þú ert hér. Eliþhalet Hopper stóð upp af borðinu, og ein stóra ibókin, sem á því var, datt ofan á gólfið með háum skell. Svo sáu þau að hann kiknaði og að aug- un í honum störðu á einhvern fyrir aftan þau. Carvel ofursti stóð rétt fyrir framan dyrnar, sem lágu inn í innra hetíbergið. Hann var í «ínum venju- legu stellingum, stóð nokkuð gleitt með höfuðið beygt áfram og togaði í hökutoppinn. “Hvað er þessi maður að gera hér, Virginía?” spurði hann. Hjún svaraði honum ekki, og Hopper varð held- ur ekki greitt um svar. Ef til vill hafði endurminn- ingin um atburð nokkurn úti í Glencoe skyndileg áhrif á hann, er hann sá Carvel ofursta. Virginíu varð skyndilega full ljóst hvaða vald Hopper hefði yfir þeim. Ef hann segði eitt orð, þá yrði faðir hennar skotinn sem njósnari, og Stephen Brice, ef til vildi, sem föðurlandssvikari. En ef Carvel ofursti kæmist að því að Hopper hefði lagt hendur á hana — það var það hættulegasta af öllu. Hún vissi vel hvað faðir sinn mypdi gera þá. Myndi Stephen segja honum frá því? Hún treysti því að hann væri nógu rólegur til þess að gera það ekkj. Fótatak heyrðist í stiganum áður en nokkurt þeirra hafði sagt orð. Einhver var að koma upp. Eftir augnabliks bið kom Clarence inn í herbergið. Hún sá að það var vandræða og ráðaleysissvipur á andlitinu á ihonum. En svipurinn breyttist strax og honum hrökk Iblótsyrði af vörum, er hann sá Elipha- let Hopper þar sem hann stóð með þrjóskusvip við borðið. “Þú ert þá njósnarinn,” sagði bann í fyrirlitn- ingarróm. Svo snéri hann sér að frænda sínum. Eg sá hann í anddyrinu hjá Williams, þegar við komum. Hann slapp burtu frá mér.” Svo var sem honum dytti alt í einu eitthvað í hug, hann gekk að opnum glugga og leit út. Fynr neðan gluggann var lágt þak. “Hér hefir hann þá komist inn, refurinn sá arna. Hann vissi að eg var að ibíða eftir honum niðri á götunni. Ert þú njósnarinn?” Hopper strauk með hendinni yfir kinnina, þar sem Stephen hafði slegið hann. “Nei, eg er ekki njósnarinn,” isagði hann og leit með þýðingarmiklu augnaráði á ofurstann. “Hvað ertu þá að gera hér?” spurði Clarence í ekki þýðum róm. “Eg geri rá<? fyrir, að hann viti það,” sagði Eliphalet og rykti höfðinu til í áttina til ofurstans. “Hvar er einkennisbúningur hans úr sunnanhernum? Hver getur aftrað mér frá því að kalla vörðinn neðan af strætinu upp hingað?” hélt hann áfram og brosti; en brosið á bólgna andlitinu var harla ógeðslegt. Ofurstinri svaraði honum sjálfur 'stutt og á- kveðið. • “Alls enginn, Hopper,” sagði hann. “Þarna er leiðin út.’" Hann benti á dyrnar. Steplhen, sem horfði á ofurstanrt sýndist votta ofurlítið fyrir brosí á vörum hans um leið og hann bætti við: “þú vildir ef til vill heldur fara út um gluggann. Hopper hreyfði sig ekki, en hann leit girndar- augum til Virginíu. Stephpn gekk á milli þeirra, svo að hann sæi hana ekki. “Eftir hverju ertu að bíða?” spurði ofurstinn í þessum hæga róm, sem hefði átt að vera næg aðvör- un til Hoppers. iHopper stóð enn kyr. Það var auðséð að hann hafði ekki íbúist við öllu þessu; hann hafði beðið við gluggann til þess að mæta Virgiriíu einni. En máttur margra ára gamallar þrár var orðinn mikill í Ihonum og gerði hann óvarfærinn. Rödd hans varð mjúk eins og hún var vön að vera, þegar hann var að gera kaup við menn. “Við skulum vera rólegir yfir þessu ofursti,” sagði hann. “Við skulum ekki segja neitt um liðna tímann. Eg kæri mig ekkert um að sjá þig skotinn. Það er aðeins eitt, sem getur hindrað mig frá að segja til þín, og eg býst við, að þú vitir hvað það er.” Ofurstinn hreyfði sig, en áður en hánn gat stig- ið eitt spor, þaut Virginía yfir gólfið til hans, og fleygði sér um hlásinn á honum. “Æ, gerðu það ekki, palbbi, igerðu það ekki. Segðu honum, að eg skuli isamþykkja það. Já, eg skal gera það. Eg get ekki þolað að þú verðir skot- inn.” Hún gat naumast komið upp síðasta orðinu. “Sleptu mér, góða mín,” hvíslaði ofurstinn blíð- lega. Hann hafði ekki augun af Eliphalet. Hann reyndi að losa sig, en héndur hennar héldu.fast utan um hálsinn á honum, og óttinn og ástin gerðu hana sterka. Meðan hún hélt honum svona, lyfti hún upp höfðinu og hlustaði. Málrómur Stephenis Brice hélt henni með einhverjum töfrakrafti. Orð hans voru róleg og ákveðin, en samt bitur og snögg, eins og svipuhögg. “Hopper, ef eg nokkurntíma heyri þig endur- taka það sem þú hefir heyrt og séð hér inni, þá skal eg gera þér óbærilegt að dvelja í rikinu. Eg þekki þig. Eg veit að þú liggur í felum, að þú talar land- ráð við aðra menn leynilega, og að þú hefir gert þér óhamingju annara að féþúfu. Eg get meira að segja sannað, að þú hefir haft landráðaviðskifti við Sunn- anmenn. Shermann yfirhershöfðingi hefir sýnt mér vináttu, og ef hann lögsækir þig fyrir það sem þú hefir aðhafist í Memphis, þá færðu margra ára fang- elsisvist. Þú ættir að verða ihengdur. Carvel ofursti hefir vísað þér á dyrnar. Farðu nú.” Qg Hopper fór. 49. KAPÍTULI. Úr bréfum majórs Stephens Brice. Goldsboro, N. C. 24. marz 1865. Hjartkæra móðir mín! Leiðangurinn til Suður-Karólínu er um garð genginn. Eg hika við, er eg rita þessi orð — þau eru svo ótrúleg í mínum augum. Við höfum gengið fjögur hundruð tuttugu og fimm mílurnar á fimtlu dögum og yfirhershöfðinginn segir að það sé sú lengsta og mikilsverðasta ganga, sem nokkur her hafi gengið I nokkru bygðú landi. Eg veit að þú misskilur ekki orðin %ygt land,” Almenningur getur ekki gert sér nokkra grein fyrir breiðu ánum °g næstum ófæru mýrunum, sem við höfum orðið að fara yfir með farangur okkar og fallbyssur. Vegirnir, ef vegi skyldi kalla, voru þykk cforarleðja, og við urðum að leggja trjáboli þvert yfir þá á hverri mílu. Eg skrifaði þér ekki frá Svannah hvernig þeir hlóu að okkur þar fyrir að leggja af stað um þetta leyti árs, af því að eg var hræddur um, að þú myndir verða hrædd. Þeir sögðu okkur að við myndum ekki kom- ast tíu mílur, og eg er alveg sannfærður um það. að eriginn nema Villi frændi og her útíbúinn af honum hefði komist tíu mílur. Það er eins og að ekkert geti stíöðvað hann. Þú hefir sjálfsagt tekið eftir vaxandi aðdáun fyrir yfirhershöfðingjanum í bréf- um mínum ávalt síðan við fórum frá Kingston aust- ur að sjónum. Það viðrist vera mjög undarlegt, að þessi fram- úrskarandi slungni hershöfðingi skuli vera sami maðunnn og eg mætti í strætisvagninum á leiðinni til vopnabúrsins, og svo aftur í Jacksons herbúð- unum. Eg er viss um það, að sagan muni telja hann einn með mestu hershöfðingjum veraldarinn- ar. Enginn hefir verið eins óþreytandi o,g hann. Hann leggur aldrei til orustu, ef hann getur komist hjá bví og leiðangur hans til Colurribía, um leið og hann ógnaði Charleston og Augusta, var sannarlega ágætt kænskubragð. Eg held að látleysi hans sé það eftirtektar- verðasta í fari hans. Ef þú aðeins gætir séð hann, þar sem h'ann ríður innan um fylkingarnar þráð- beinn á hestíbaki, en með fötin öll iskökk og snúin utan á sér og í hvítum sokkum, sem skín í á löngu bili milli lágu skónna, sem hann hefir á fótunum og buxnaskálmanna! Nafn hans berst frá einni her- mannaröðinni til annarar; og nýju herdeildirnar geta ekki annað én rekið upp fagnaðaróp við og við. Hann segir þá vanalega við ofurstann: “Láttu þá hætta þessum hávaða. Eg vil ekki hafa hann.” 0 Kæmi það fyrir á leiðinni, að skipun væri gefin úm það að ganga norSur, urðu “piltarnir” daufir í bragði. Eina nótt í tupglsljósi teymdi eg hest minn og gekk nálægt yfirhershöfðingjanum og þá heyrðum við þessa samræðu milli tveggja hermanna: “Heyrðu John,” sagði annar þeirra, eg held varla að “Villi frændi” viti að okkar sveit heldur í norðurátt.” “Mig skyldi ekki furða á því,” sagði John. “Ef eg bara gæti komið auga á hvítu sokkana núna, þá vissi eg að alt væri eins og það á að vera.” Hershöfðinginn reið fram hjá þeim, eins og ekkert væri um að vera, en næsta dag heyrði eg hann segja Mower söiguna. Eg get varla fundið nokkra breytingu á fram- komu hans síðan eg kyntist honum fyrst. Hann er byrstur en ákaflega raungóður og hann er alveg jafn við óbreytta liðsmenn og foringja — og jafnvel við svertingjana, sem þyrpast í herinn hjá okkur. En þeir eru fáir, sem þora að nota sér þetta, og enginn gerir það oftar en einu sinni. Eg hefi verið honum mjög handgenginn og eg hefi reynt að þreyta hánn ekki og spyrja hann ekki margra heimiskulegra spurninga. Stundum bendir hann mér að koma til sín, þegar við erum á ferðinni, og þá tölum við eitthvað saman á þessa leið: “Þarna er Kenesaw, Brice.” “Já.” Hann bendir með hendinni. “Fór þangað með dólítinn hóp. Uppreistarmanna fallbyssur þdr efst uppi. Urðum að ná. Skutum. Hélt daginn eftir að uppreistarmennirnir myndu fara um nóttina. Fór á fætur fyrir ibirtu; kom kíkirnum í stellingar Oig beið. Hafði ekki augun af staðnum. Enginn uppreistarmaður. Sá 'bláklæddan mann klifra upp hæðina, ákaflega varlega. Leit við og veifaði með hattinum 'sínum. Uppreistarmenn farn- ir. Hélt það.” Þetta gefur aðeins óljósa hugmynd um það, hversu ört hann ber á. Þegar við nemum staðar nokkuð sem heitir, þá þyrpast foringjarnir að tjaldl hans, til þess að hlusta á sögur hans. Ef eitthvað er að, þá er hanri skjótur, sem elding að koma* auga á það — og hann er ekki seinn til þess að grípa til einhverra ráða. Eg hefi rétt nýlega fundið 'bréfið, sem hann skrifaði mér, þegar hann bauð mér þessa stöðu. Geymdu það vandlega fyrir mig, því það er nokkuð, sem eg mun meta mikils meðan eg lifi. GaylesviIIe Alabama 25. október 1864. Herra majór Stephen A. Brice: Kæri herra — Alt gengur sinn vana gang, og vondir menn sofa vært. Davies hefir svarið að hann skuli eyðileggja her minn, og Beauregard er kominn til þess að framkvæma það. Ef þú þess vegna ætlar þér að verða hluttakandi í óförum okkar þá skaltu koma hingað. Eg geri þér þetta síðasta til- boð um að komast í foringjaráðið og vona að þú sért búinn að fá nóg af því að vera á vígvellnum. Eg er ekki að reka neitt á eftir þér, en það er seint að komast á skipið, þegar það er komið langt undan landi . Ef þú þessvegna vilt vera með í ferðinni, þá skaltu koma til Chattanooga og eiga á hættu hvort þú hittir mig þar. þinn einlægur/ W. T. Sherman, hershöfðingi. Eitt kvöld — mig minnir að það vsvi í Cheraw— sendi hann eftir mér til þess að tala við sig. Hann lá í mosarúini, sem þeir höfðu útbúið handa honum. Hann spurði mig margra spurninga um iSt. Louis og hældi Brinsmade mjög mikið, einkanlega stjórn hans á iheilbrigðisnefndinni. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJ6MANN TIL Tho Manitoba Co-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.