Lögberg - 06.08.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.08.1925, Blaðsíða 3
X LÖGBERG FIMTUDAGINN, 6. A'GÚST, 1925. % ,irj<b<iia>cMM>a><MKi«ig»aa>aa><si«RiKi Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga .^Kig;gaaigiigrei!H[^rai^igi[ai:í^ta!siiaK%a;g^ig'aiaac^iaa3iwgsi6?ii^mKiaiag]gBiaHia!«iia|j<!«rgijgiig aiagmiMiaiaigigB &ai§K*TMiKiSSiiasssa8iiaa®5aK? Leyndardómur hallarinnar. Barón von Housza'ux bjó í fögru fjallahéraði í Frakklandi í höll sinni; ihann yfirgaf hðilina næst- um aldrei, og tók ekki á móti neinum gestum. Gam- all herbergiisþjónn og kona hans, voru þær einu persónur er baróninn gat þolað a'ð sjá, og þær stjórnuðu lika heimilinu að öllu leyti. Höllin var bygð á þeim árum sem lénsmennirn- ir voru tíðastir, og var að sumu leyti víggirt, svo hún hefði þolað umsátur, og sem fangelsi var hún hentug; fjórir háir turnar risu upp yfir aða'lbygg- ingunni, og stórir lystigarðar umkringdu hana á »llar hliðar. • Það var álikunnugt í umhverfinu að IbaTóninn átti son, en enginn hafði séð hann í höllinni. Hánn var fæddur í Paríis og var komið þár i fóstur hjá góðum ihjónum, og það var a'ltalað að móðir hans hefði dáið þegar hann fæddist. Ennfremur var mælt að baróninn hefði tekið dauða hennar svo nærri sér, að hann gæti ekki fyrirgefið -eyni sínum að hann var, raunar alveg óviljandi orsök til dauða hennar. Þessvegna lét hann son sinn alast upp hjá óviðkomandi fólki, og þegar hann var nógu gatnall til þess að fara út í heiminn, lét baróninn hann sjálfráðan um hvað hann gerði. Sonurinn fekk næga peninga mánaðar- lega, en fa'ðir hans vildi hvorki sjá hann né standa í neinu sambandi við hann. Að öðru leyti gerði gamli baróninn mikið gott af sér, gaf fátækum oft stórgjafir og borgaði prest- inum ríflega fyrir að flytja sálumessur fjórum sinnum á ári, fyrir hina' framliðnu 'barónsfrú, er samkvæmt hans skoðun hlaut að vera í hreinsun- areldinum. Þessar margendurteknu athugasemdir baróns- ins við prestinn, komu mönnum til að ætla, a'ð í endurminningum hans væru til atvik, sem köstuðu skugga á hjónáband hinnar framliðnu barónsfrúar. Menn mundu það a'ðeins að hún var óvanalega fríð kona og ættuð og uppalin í París. Þessi einkennilegi lifnaðarháttur kom þó ekki í veg fyrir að baróninn var nafnkunnur visinda- maður og meðlimur margra vísinda'félaga, bæði innan landis og utan lands, og talinn meðal hinna fróðusfu af hinum nafnfrægu peningafræðingum, og átti mikil bréfaviðskifti Ivið Ihinn vísindalega háskóla í París. Eins og áður er sagt, yfirgaf hann sjaldan höllina og það gerði hann aðeins til að vera til staðar við uppgröft einhverrar beinagrind- ar frá því fyrir söguöld, eðá til að kaupa eitthvert gamalt verðmikið peningasafn, sem hann svo flutti heim í höllina. Hinn mentaði og vinsæli sonur hans í Parísar- samkvæminu skrifaði honum oft og þakkaði honum fyrir peningasendingarnar, sem gerðu honum auð- velt að eiga, þátt í samkvæmislífinu. Hann annað- ist líka oft kaup á bókum og ýmsu öðru fyrir föður sinn, en aldrei mátti hann koma með það sjálfur, né sem gestur að heimsækja föður sinn. f / Einn daginn fékk gam'li maðurinn bréf frá París, sem kom honum í mikil vandræði. Sonur ihans skrifaði honum nefnilega svohljóð- andi bréf: “Eg er yður mjög þakklátur, eðallyndi faðir, fyrir það, að þér bafið' samþykt trúlofun mína. Þér megið vera alveg rólegur. Sú stúlka, ®em eg hefi valið mér fyrir konu, er alin upp af siðavandri og góðri móður, og hún er ejns hreinlíf og hún er fögur svo að hún er fyllilega verð yðar heiðarlegu blessunar. Yiljið þér ekki koma til okkar í París? iSkjölin, sem þlr senduð mér hefi * eg afhent þeim skjalaritara sem þér nefnduð. Fyrir alt ann- að fylgir mitt innilegaista þakklæti. Mig grunaði alls ekki að eg væri eins ríkur og þér «egið. Eg er yðar tryggur og einlægur sonur, Theophile de Houszaux. E. S. '— Gerið þér svo vel að senda mér dánar- vtfttorð minnar kæru móður.” Bréf þetta kom baróninum í hin mestu vand- ræði. Hann las það oft, og það liðu margir dagsr * áðun, en hann ásetti sér að svara því. , Þegar gömlu þjónarnir hans sáu að eitthvað gekk að honum, voguðu þau að' spyrja ihann um orsökina og það leit svo út, sem hann leyndi þau engu, því hann fékk þeim bréfið og spurði þau ráða hverju hann ætti að svara. Þremur dögum síðar, þegar baróninn hafði vakað 3 nætur við að hugsa um hvernig hann ætti að svara þessu óibrotna bréfi, símritaði hann syni sínum: v “Komdu, eg vænti þín.” iSonurinn hraðaði sér til föður síns, sem tók innilega á móti honum, og skömmu isíðar gengu þeir inn i bókaherbergið, og áttu þat eflirfylgjandi sam- ræðu: ' * “Barnið mitt, álítur þú i að eg s£ vandaður maður?” , “Já, faðir minn.” ‘’Heldur þú að eg gæti gert mig sekan um af- brot, já meira að segja ragmensku?” “Nei.” “Hefir þú í bréfum mínum til þín, eða í hin- um vísindalegu ritgerðum mínum nokkurp tíma orðiðtvar við lýgi?” “Aldrei.” “Þú berð þá traust til mín?” “Algerlega.” “Það er gott, barnið mitt, eg ætla að afhjúpa fyrir þér stóHrleyndarmál, sem er mjög leitt fyrir heiður ættar okkar. Eg íhefi látið Jþig hafa þá skoðun í 23 ár, að móðir þín væri dáin. En eg hefi tælt þig, tælt allan heiminn — móðir þín lifir —” “Móðir mín? Hún lifir?” “Já, en hún er brjáluð.” ' Ungi maðurinn varð á þessu augnábliki aftur að barni. Hann varð alveg utan við sig; móðir hans lifði, og hann þekti hana ^kki; móðir hans lifði, og hún var brjáluð. “Hvar er hún? Mig langar til að isjá hana.” “Þú skalt fá að sjá hana, barnið mitt.” “Komdu — við skulum fara af stað.” “Það er þarflaust, hún er hér.” “Hér ?” Theophile de Houszaux skalf frá hvirfli til ilja. Baróninn, sem var fölur og alvarlegur eins og dómari, sem er nýbúinn að lesa upp dauðadóm, lagði hendi sína á öxl sonarins og þrýsti honum niður á stólinn aftur. “Þú verður enn í tvær mínútur að hlusta á það, sem eg hefi að segja þér,” sagði hann með sorgbitinni rödd. “Þegar eg varð var* við ásig- komulag móður þinnar, yfirgaf eg París iásamt henni undir eins. Læknarnir sögðu að brjálsemi hennar væri ólæknandi —” “En síðan?” “Síðan hefi eg lifað inniluktur hér í höllinni ásamt hinni veiku móður þinni; eg hefi sjálfur vanið mig við einveruna; eg get ekki fengið mig til að fá hana öðrum ókunnugum í hendur og hefi sjálfur verið gæslumaður hennar. Þú skált fá að sjá þennan vesalings isjúkling. Hún verður oft mj’ög 'blíð, og spyr mig þá hvort ek'ki sé kominn tími til að gefa sér frelsi. Hún vill samt ekki yfir- gefa herbergi sín nú orðið, og eg forðast að gera hana skapæsta. Komdu, en vertu skynsamur og vægðu hinni veiku.” / Skjálfandi fylgdi hann föður sínum upp í stór- an turn; og enda þóttjþar væru slagbrandar fyrir dyrum, járngrindur og annar útbúnaður til að hindra flótta hinnar brjáluðu, var allur húsbún- aður í samræmi við þær kröfur, sem heldri konur geta gert. / 4 Ósegjanlegur hrollur fór um Theophile, þegar þeir komu að þeim dyrum, sem í 22 ár höfðu aðskil- ið hina ógæfusömu konu frá heiminum. Faðir hans tók lykil upp úr vasa sínum og opnaði hengilás, sem hélt dyrunum lokuðum. En sorgaráhrifin hurfu, þegar ungi sonurinn kom inn i framherbergið og sá sig umkringdain hinu óviðjafnanlegasta skrauti. Sonurinn átti mynd af móður sinni frá æskuárum hennar; hún hvarflaði aftur og aftur fyrir hugskotssjónir hans, en hann átti mjög erfitt með í fyrstu að þekkja hina ungu og fögru mömmu i þessari lotnu, grá- hærðu ihefðarkonu oJ| klædda í gamaldags föt, sem með kvíðandi augnatilliti horfði á gesti sína. “Efalaust læknir,” tautaði hún með dimmri rödds sem var næstum alveg hljómlaus, eins og skiljanlegt er hjá persónu, sem í 22 ár hefir aðeinis heyrt sína eigin rödd. Baróninn svaraði engu, en gekk hægum fetum til hennar, en ungi maðurinn réði ekki við tilfinn- ingar sínar, hann gleymdi aðvörun föður síns um varkárni, þaut til móður sinnar og fleygði sér fyrir fætur hennar. “Mamma, mamma!” hrópaði hann snoktandi og faðmaði kné hennar að brjósti sínu. Hún sat á tyrk- neskum legubekk og Var með skrautsaum í höndusn sínum; þegar hún heyrði þessi orð, rykti hún sér á fætur, en hné strax niður á legubekkinn aftur. “Farðu undir eins í burtu,” hrópaði baróninn hörkulega en sonur hans hlýddi ekki. “Ó, lofaðu mér að vera hjá henni,” sagði hann í bæíiarróm, “það getur verið að eg geti fært henni skynsemi hennar aftur.” Frúin virtist hafa skilið og heyrt þessi orð; hún jafnaði sig fljótlega, ibenti syni sínum að bíða, og grátandi og snöktandi tautaði hún: "Sonur minn! ... / sonur minn! Gamli máðúrinn nálgaðist hana alt í einu; hún leit á hann hræðslulega og sagði: “Þér takið hann líklega ekki frá mér aftur?” “Nei, ekki ef' þú vilt vera skynsöm. Við erum komnir til að taka yður með okkur.” “Taka mig með ykkur? Eg verð þá frjáls! frjáls?” / Augnatillit manns hennar kom henni til að iskjálfa. “Ó, það getur ekki verið satt,” sagði hún og stundi. “Þið komið ekki til að sækja mig.” En sonur hennar hvíldi höfuð sitt í kjöltu hennar, og á sama hátt og menn segja börnum , / sögur, sagði hann henni að ihann ætlaði að gifta sig, og að hún yrði að vera viðstödd hjónavígsluna og að þau öll þrjú, hann faðirinn og móðirin ætluðu að ferðast til Parísar aftuí' Hún virtist iskilja þetta, án þess þó að láta nokkura gleði í ljós. Daginn eftir urðu þau samfer.ðá til Parísar. Á leiðinni þangað var hin sjúka- þögul, kviðafull og óframfærin tók hún á móti ástaratlotum sonar síns, án þess samt að tala við hann. Það var óhjákvæmile^t að kynna veiku kon- una þeirri fjölskyldu, sem sonur hennar »ætlaði að sameinaist; fjarvera hennar frá mannfélagslífinu stafaði af langvarandi vei^i, * sag$i maður hennar. Með því að hneigja höfuðið, samþykti hún þessa frásögn og sagði svo:\“Það er satt, eg ihefi verið veik.” • Það var um kvöldið, þegar ungu persónurnar áttu að rita nöfn sín undir hjónabandsskilmálana í viðurvist tveggja skjalaritara; veika konan sat 1 hægindastól í einu horninu, án þess nokkur veitti henni sérstaka eftirtekt. Þá stóð hún skyndilega upp, gekk út á mitt gólfið og byrjaði með þægilegri en fastri rödd: , “Herrar mínir og konur! Eg hafði ekki búist við því, að eg mundi nokkru sinni verða s^ödd í slíkum hóp' sem hér, en eg er samt guði þakklát fyrir það, að hann hefir hagað því þannig. Eg bið ykkur að vera vitni mín, isvo þið getið' aðstoðað mig við réttarhaldið, ef eg skyldi neyðast til að leita hjálpar dómarans. Eg er ekki vitstola, og hefi aldrei verið það. í hertbergjunum þar sem eg hefi dvalið ihin síðustu 22 ár æfi minnar, geta menn fundið dagbók mína, sem geymir nákvæma lýsingu á ógæfu minni, og mun reynast óbifanleg sönnun þess, að sá'larástand mitt er heilbrigt. Eg er reiðu- búin að láta alla þá lækna, sem kallaðir verða, rann.( saka mig, en eg krefst þess um leið, að maður minn verði líka rannsakaður á sama hátt. Hann er sjálfur sinnisveikur, og af hræðslu við þæh kValir, sem hann hótaði mér, sá eg ekki annað fært en að hlýða honum. Baróninn er afbrýðissamur, og þessi afbrýði gerði hann vitstola. Þegar sonur minn fæddist, sem líka er isonur hans — það sver eg í áheyrn allra, sem hér eru staddir — fékk hann mjög æst brjálsemislkast, og þá reif hann mig burt frá barninu mínu, og lokaði mig inni í höllinni sinni. Hvað gat eg gert? Hefði eg sýnt mótþróa, þá hefði hann drepið mig. Þvinguð ti.l þess af kringumstæð- unum, varð eg að taka þessum kvölum; á hverjum ' degi vonaðist eg eftir frelsun og, hjálp, og jafnframt eftir því, að hann fengi full not skynsemi sinnar aftur. Að því er snertir þessi gömlu hjón, sem voru þjónar hans, þá hafði hann kynt þeim leynd- armálið, og hvort sem þau hafa trúað því, að eg væri í raun réttri brjáluð, eða að þau hafa af sín- girni látið koma sér til að vera aðstoðarhjálpendur þans, þá voru þau það í fylsta máta. Eg krefst þess nú, að þetta verði rannsakað, og á meðan leita eg verndar laganna.” , “Eg segi ykkur það satt, að hún er vitlaus,” hrópaði baróninn æstur af reiði og stappaði fótun- um á gólfið. Áheyrendurnir urðu alveg utan við sig. Með kvíðandi augnatilliti horfðu foreldrar brúðurinnar á brúðgumann og föður hans og móður. Hverskon- ar fjölskyldu átti dóttir þeirra að sameinast. Hvert þeirra var brjálað? Var það maðurinn? Eða kon- an? Eða, höfðu þau bæði mist notkun skynsem- innar? Undirskriftunum undir hjónabandsisamninginn var auðvitað frestað. Barónsfrú de Houszaux fór einsömul til hótels nokkurs. Læknar voru fengnir til að skoða hana, og eftir nákvæma rannsókn, sem stóð yfir í nokkra’ daga var það samhljóða álit allra þeirra, að það væri baróninn sem brjálaður var. lAtvikið, sem kona ha.ns kom af stað, fekk brjálsemi hans til að koma 1 ljós í fullum mæli. Nú dvelur hann í sinnisveikra hæli, sem ólækn- andi sjúklingur en hin brjóetumkennanlega frú hans lifir sælu lífi hjá hinum nýgifta syni sínum. MÚSARINDILLINN. Músarindillinn er minstur allra fugla hér á landi, og eru aðeins til tveir fuglar jafnlitlir í allri Norðurálfunni. Hann á heima um alla Norðurálfu, vesturhluta Austurálfu og nyrðri hjuta Suðurálfu. Hann er móbrúnn að llit og um þrjá og hálfan þumlung að lengd, frá nefbroddi og aftur á stél- enda. Stélið er heldur stutt og rís upp. Hann gjörir hreiður ^itt úr stráum og mosa af mjög mikl- um hagleik og fóðrar það inhan mjúkum smáfjöðr- um- Hann verpir í maí t>g á sex til átta egg, ör- lítil, hvít að lit, með ljósrauðum smádeplum. 'Söngur hans er einkar viðfeldinn, þótt hann sé ekki fjölibreytílegur og syngur hann jafnt sumar og vetur. — Hann matar unga sína á flugum er hann liefir veitt og þeir sperra allir upp litlu ginin í einu. Þeir eru mjög gráðugir, og þurfa mikið að éta. En hann er ötull í aðdráttum og fengsamur, og lætur þá ekki mat skorta. Það er gaman að standa í hánd við hreiðrið hans og sjá, ihvernig hann elur upp börnin sín og venur þau. Þp má enginn vera of nœrgöngull við hann, né handleika börnin hans í bólinu, því að þau eru veikbygð og viðkvæm og þola ekkert hnjask. En öllum er frjálst að neyta augna og athyglis eftir vild, og nema hýbýla- og lifnaðarháttu hans. — Lærið og festið í minni fallegu vísuna hans Þorsteins Erlingssonar um hreiðrið. BANDALEIKUR. Tvö börn halda snæri á milli sín. Bandið á að4 vera brú, eru þau þá brúarverðir. Hin koma þar að í halarófu. Það fremsta segir við brúarverðinai Flyttu mig yfir brú, brú breiða. Brúarv.: Eg þori ekki að flytja ykkur milli lands og eyja. Hvað er að bxúnni breiðu? Brotinn stöpull í miðju. , Hver kann bæfa brú betur en sjálfur þú? Hvers menn eruð þé^? Konungsmenn erum vér, komnir af lönd- # \ • um komnir af ströndum. Lyftu seglum, leyf oss að fara. i • Farið þið, farið þið, flýtið ykkur að ganga, en seinasta manninn mun eg þó fanga^ og 'hagn iskal hanga í bandinu langa. Síðan gengur öll halarófan uníiir bandið, en brúarverðir reyna að handsama þann seinasta. Þegar þeir hafa handsamað alla með þessu móti, þá er leikurinn úti. Börnin: Brúarv.: Bornin: Brúarv.: Burnin: Brúarv. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office ttmar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka áherglu á atS seljaj meöul ettir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fá, eru notuð eingöngu. Pegar þér l\omiS meS forskriftina til vor, megið þér vera viss um, aö fá rétt það sem læknirinn tekur tfl.N COLCLEUGH & CO. Xotre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf THOMAS H. JOHNSON Og H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy St». Plione: A-1834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitolja. DR. B. H. OLSON 316-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Plxone: A-1834 X Office Hþurs: 3—5 Heimili: 92l' Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og ICennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. hi og 3—5 e. h. ’s Office Phone: N-6410 Heimili: 80'6 Victor St. Stmi: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN Vi8talstimi: 7—8 e. h. Heimili: 1338 Wolsley Ave. Simi: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 j Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL T^nnlæknir 614 Somerset Block Cor. Portafee Ave og Donald 9t. Talsími: A-8889 Dr. H. F. THORLAKSON Phone 8 CRYSTAL, X. DAK. Staddur a8 Mountain á mánud. kl. 10—11 f. h. AS Gardar fipitud. kl. 10-11 f. h. A " Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meSöl ySar hjá oss.— SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskriftir meS sam- vizkusemi og vörugæSi eru óyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrlka reynslu aS baki. — Allar tegundir lyfja. vindlar, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s DrUg Store Cor. Arlington og Notre Dame Glftingá- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsaii 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke, St. Selur líkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá 'bezti. Enn fremur selur hann allskonar minnisvarSa og íegsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Talsími: , J-8302 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-Westl Perm. Bldg. 356 Máin St. Tals.: Ar49í3 þeir hafa einnig skriístofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hitta á eftirfylgj- v and tímum: Lundar: annan hvern miBvtkudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta mi8vikudag. Pinfey: priðja föstudifg 1 hverjum mánuSi. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Hefir rétt til a8 flytja máb bæ8t I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- u8i staddur 1 Churchbridge J. J. SWANSON & CO. Verala me8 fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lárí, eldsábyrgS o. fl. 611 Paris Bldg. Phones: A-6349—A-6310 ' STEFAN SOLVASON TEACHER _ of PIANO Ste. 17 Emilr Apts. Emily St. KING GEORGE HOTEL (Cor. King og Alexander) Vér höfuni tekið þetta ágæta Hotel á leigu og veituro við- skiftavtnum öll nýtízku þæg- indi. Skemtileg herbergi til leigu, fyrir lengri eða skemrl tíma, fyrir mjög sanngjamt verð. iKtta er eina hótelið í Winnipeg-borg, sem fslending- ar stjóma. TH. BJARXASON Emil Johnson. A. Thomas % SERVICE ELEOTRIC Rafmagns Oontraoting — Ails- kyns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Seljum Moffat og McClary Eldavélar og höfum þær tU sýnia á verkstæði voru. 524 SARGENT AVE. (ganUa Johnson’s bygglngin við Young Street., Winnipeg. Verskst. Bi-1507. Heim. A-7286 Verkst. Tals.: A-8383 Heima Tals.: A-938-1 G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujám, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME ST. Sími: A-4153. " fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Kristín Bjarnason, eigandi. 290 PORTAGE Ave., Winnipeg. Næst biB Lyceum leikhúsiS. JOSEPH TAYLOR Lögtaksmaður Heimatalsimi; St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: A-6557 Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuld- ir, ve8slculdir og vlxlaskuldir. — Af- greiSir alt, sem aS lögum lj^tur. Skrifstofa 255 Main St. i Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgreiddar bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur viðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGEXT Ave. Winnipeg. Phone: B-4298 * MRS. SWAINSON að 627 SARGEXT Ave., Winnlpeg, hefir ávaJt fyrirliggjandi úrvala- bdrgðir af nýtízkif kvenlióttum. Hún er eina ísl. konan. sem slíka verzhm rekur í Winnipeg. Islentl- ingar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. þegar þér þurfi8 aS láta gera HEM- STITCHING, Þá gleymiSi ekki aS koma I nýju búBina á Sargent. Alt verk gert fljótt og vel. Aliskonar saumar gerSir og þar fæst ýmiSIegt, sem kvenfólk -þarfnast. MRS. S. GUNXLAUGSSOX, ICigandi Tals. B-7327. Winnipeg » 1 /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.