Lögberg - 13.08.1925, Blaðsíða 4
Bta. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
13. ÁGÚST, 1925.
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
amhia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaknart N-6327 ofi N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Otan&rkríft til btaðsina:
TtfE COLU^BIA PRESS, Ltd., Box 3171, Winnlpeg, Maq.
(Jtanáakríft ritatjórana:
EOjTOR LOCBERC, Box 3171 Winnlpeg, tfan.
The “Ijögberg” ig prlnted and published by
The Columbia Presa, Llmited, in the Columibia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Fimtíu ára landnámshátíð
V estur-íslendinga.
Eins og lesendum Lögbergs er kunnugt,
hefir verið ákveðið af Ný-lslendingum, að
minnast fimtíu ára landnáms Islendinga í Vest-
ur-Caiiada, á Gimli 22. þ.m., með hátíðarhaldi.
sem þar fer fram þann dag. Sökum þess að
ritstjóri Lögbergs hefir litið nokkuð öðru vísi
á þetta mál, en nefnd sú, er fyrir hátíðarhaldi
þe.ssu stendur, er ekki nema sanngjamt, að vér
gjörum afstöðu vora ljósa fyrir öílum almenn-
ingi, svo hvorki hann né nefndin misskilji
hana.
Fyrst þegar þessu máli var hreyft, glödd-
umst vér innilega, því bæði eiga frumbvggj-
arnir íslenzku það margfaldlega skilið, að
þeirra sé minst við þessí tímamót, og svo hefir
landnám íslendinga í Vesturheimi svo mikið
sögulegt -gildi, að það á fyllilega skilið að því
sé á lofti haldið.
1 öðru lagi var það, eins og átti að vera,
að^ forgöngumenn þessarar minningar værft
frá Nýja tslandi — plássi því, er landnám Vest-
ur-tslendinga_ hófst á, o_g vér biðum með tals-
vert mikilli óþreyju eftir að sjá, hvaða mynd
að þessi landnámsminning tæki — hvort að
þeir hugsuðu sér að stofna til allsherjar land-
náms hátíðar á meðal Vestur-íslendinga, eða
að eins á með.al Ný-fslendir.ga sjálfra. Og þeg-
ar vér sáum, að meiningin var að efna til al-
mennrar vestur-íslenzkrar landnámshátíðar, að
ekki var nema liðugur mánuður til stefnu, og
að fólk í sveitjim og bæjum Vestur-lslendinga
hafði ekki verið kvatt til þátttöku né ráða-
gerða, fóram vér þess á leit viA forstöðunefnd-
ina, að hátíðinni yrði frestaö þar til næsta
suinar, svo hægt yrði að ná samvinnu við helst
allar bvgðir íslendinga í Ameríku, og undirbúa
hátíð þessa á þann hátt, sem slíkur merkisat-
burður krafðist.
Sú málaleitan varð árangurslaus. Samt
sýndi forstöðun^fndin oss þá velvild, að bjóða
oss á fund, sem hún hélt á Gimli 26. júlí s.l., og
fylgdum vér þar aftur fram þeirri meiningp
vorri, að heppilegast og réttast væri að fresta
hátíðarhaldinu þar til næsta sumar, og liakla
þá veglegt landnámsminni, sem allir Vestur-
tslendingar væru kvaddir til og gætu tekið
þátt í. ' ^
Átta af mönnum þeim. sem fyrir hátíðar-
haldinu standa, féllust á tillögu vora og
greiddu atkvæði' með frestun, en tíu á móti, og
samþvkti sá sami nefndarfundur einnig, að
hátíð sú, sem áformað var að halda, skvldi
Hefnast “Landnámshátíð tslendinga í Vestur-
Canada.”
Sú afstaða nefndarinnar finst oss naumast
réttlætanleg, því þó að sumar af sveitum ts-
lendinga í Canada hafi bygst af fólki frá Nýja
íslandi, ])á getur þessi hátíð með engu móti
kallast landnáinshátíð þess, án þátttöku þess
og samþykkis, sem hvorki hefir fengist né
heldur verið eftir leitað á þítnn eina hátt, sem
samvinnu getur trygt, en það er með samráði
og samvinnu, að undantekinni íslenzku bvgð-
inni í Winnipeg, sem þó fékk ekki nægilegt
svigrúm til sæmilegrar íhugunar á málinu.
En hátíð þes»si hin fyrirhugaða getur orðið
og_ hlýtur að verða fimtíu ára landnámsafmæli
Nýja íslands, og sem slíka ber oss að styrkja
hana og efla sem bezt vér getum, svo hún megi
verða Ný-íslendingum og þá líka Vestur-fs-
lendingum tjl sem mests heiðurs. En almenn
vestur-íslenzk landnámshátíð, til minningar
um fimtíu ára landnám fslendinga í Ameríku,
getur þetta aldrei orðið, né heldur landnáms-
hátíð fslendinga í Vestur-Canada.
Cr því nú að sú tilraun vor að sameina
fimtíu ára landnámsafmæli Nýja íslands og
allra íslendinga í Ameríku, hefir mishepnast, -
viljum vér á ný leggja það.til þessara mála:
Fyrst, að allir þeir, sem kost eiga á, styðji
sem þezt að hátíðarhaldi því, sem haldið vérð
ur á Gimli 22. þ.m, og sæki það.
_ í öðru lagi, að nú þegar sé hafinn undir-
búningur undir allsherjar fimtíu ára land-
námsminningu íslendinga í Ameríku, sem
haldin verði á Gimli næsta sumar, einhvem-
tíma á tímabilinu á milli þess, að vorsánin]tu
er lokið og að sláttur byrjar. Til þess hátíðar-
halds viljum vér að aílár íslenzkar bygðir í
Canada og Banjlaríkjunum séu kvaddar þegar í
byrjun, svo þær allar geti tekið.þátt í fvrir-
komulagi og tilhögun hátíðarinnar.
Oss er Ijóst, að slfkt hátíðarhald þarf mik-
inn undirbúning til þess að það g«ti orðið við-
unanlegt og til þess þarf aílmikið fé, en hvor-
ugt það er ókleift, ef viljinn er góðnr og sam-
tökin eins og þau þyrftu að vera í þessu máli
og eiga að vera, þegar um eins þýðingarmikið
atriði og þetta er að ræða. Það þyrfti að sýna
frumbýlingserfiðleikana eins og þeir vom,
stigbreytingaraar frá þeim og til bættra lífs
kjara fólksins í bygðum íslendinga í þessari
heimsálfu á hinum ým.su 'starfssviðum þeirra
fram á þennan dag. — Það þarf að gjöra slíka
hátíð eitthvað fneira en vanalegt “picnic”. —
Það þarf að verða ^ftirminnilegur viðburður
í sögu Vestur-lslendinga.
-------o-------
“Landinn af Vesturvegi.’
Kvæði Einars Benediktssonar í síðasta “Lögbergi”
megum við Vestmenn ekki láta þjóta sem vind um
eyru. Ber margt til þess. Ekki sízt þaö, að kvæðið
er nýnæmi. Hér kemur undur sjaldan hnífur í feitt.
Við erum uppþemb'dir af kvæðagutli. Sumum þykir
gutlið gott. Til eru þó þeir, sem svo hafa mentaðan
. bókmenta-smekk, að þeim býður við grautargutli því,
sem allajafna er borið á borö bókmentanna hér. Þeir
menn fagna eins og hlaupmóð hind, þá hún finnur
vatnslind, þegar þeim berst kvæði, sem er skáldskap-
ur. En það er með þau kvæði eins og hlaupárin: Það
er langt á milli þeirra.
Kvæði Einars Benediktssonar, “Landinn af Vest-
urvegi”, er snildarverk. Það ber sum þaú merki, sem
auðkent hafa stórskáld veraldarinnar. Það minnir
mann á Robert Browning.
Línur þessar eru ritaðar aðallega til þess, að vekja
athygli manna á kvæðinu og vita hvort menn ekki
vildu vinna það til að taka blaðið, sem það birtist í,
aftur í hönd og lesa kvæðið með athygli mörgum sinn-
um. Það þarf að lesa það oft og meö nákvæmri at-
hygli, svo maður hafi fult gagn af því. Því miður
nenria þvi alt of fáir, að leggja það erfiði á sig. ^En
þafi borgar sig áreiðanlega. Andlega auðugri verður
maður fyrir það, að eignast heildarmynd þá, sem um-
gjörð kvæðisins geymir. Það er með ljóðmynd þessa
eins og sumar listmyndir Emile’s Walters, að það
verður að horfa lengi á myndina, þar til hún verður
skýr. t
Líkingarmálið er svo auðugt, að ein hending verð-
ur stundum atugulum lesara heil veröld undursamlegra
mynda. Við lesturinn grunar andann miklu meira.
en augað sér. Þessu til staðfestingar mætti tilfæra af
handahófi þessar setningar úr kvæðinu:
“F.itt eldblik í vestri af himninum hneig
hægt—eins og sverð úr óvigum mundum.”
“í heiði brá niðmáninn háreiddri sigö,”__
“Kveldið lét síga hjálminn að hálfu.”
' kí dauða, Hjá einstöku áfangastað
á öræfum tímans Vor sál stendur við,”
" f
“Þar frelsandi sléttan, fangmjúk og' sterk,
fóstrar hvert barn hins sækjandi vilja”,
“Vestmörk, í armlögum heimsviðra hylja-
háskóli lífs fyrir manntápsins vor.”
“Land vorrar skyldu, vor fóstrandi fold,
skal flétta mannlegu stríði sinn krans.”
“Að deyja í hlýðni, að lögum lands,'
er lífsins króna og eilífi heiður.”
Landinn af Vesturvegi er islenzkur hermaðrir frá
Ameríku. Hann hefir gengið fús í ‘þjónustu síns
fósturlands i stríðinu mikla, “þó helvíti setti sín hirð-
lög á jörð”, og “vígblikur munduðu odda og egg í
uppreisn, i hersókn, mót guðsríki sjálfu.” Hann et*
kominn austur um haf þar “húmblæjan ófst yfir
Fraþka fold”, og “svæðið var eldherjuð blóðstokkin
bvgð, brunarúst ein i vopnþreyttri álfu.” Heimili á
hann nú ekki annað en skotgröfina:
“Hans jarðbúð var þrautsctin gömul gröf,
með gangvegu — eins og tennur á sög.”
Austur um haf haföi “Landinn” komið óbreytt-
ur liðsknapi, en var nú orðinn velkunnnr sveitarfor-
ingi. Óvinirnir gera áhlaup.
“—--------------undir miðjan dag
‘magnaðis\ eiturþokunnar ský.
Og návigin hófust, með högg og lag.
Eitt hróp og eitt orð. þá var ruðst yfir bakkann.”
Landinn varðist af mikilli hreysti, óð í, þröngina,' unz
“lauk hans degi i leiftrum og gný” og hann hneig ban-
vænn í valinn.
Þá kemur hin dásamlgga, lýsing á sálarlífi her-
mannsins augnablikin hjnstu. ,Upp úr djúpi sálarinn-
ar koma myndir. Sú er fyrst, þá hann. barn aö aldri,
reið yfir vað heima á ættiörð sinni og fljótið rann
yfir hnakkinn. Klukknahringing hljómaði frá kirkju-
staðnum og fyrir augu hans bera foreldri hans bepði. ■
Önnur myndin er frá þeirri tíð, er hann, frónskur.
tvítugur ferðasveinn, stóö/einn i múga, er hlóÖst á
innsæva skipi. Hann var á leið til bústáðarins nýja á
Vesturvegi. Farbréfið, sem hann hafði keypt fyrir
grip, var aleiga hans, og “framtíðin bjó i hans hönd-
um tveimur,” og
“Þar nam hann fyrst eins og þyt og svip
því, sem 1 fjalldalnum kallaðist heimur.”
Þá kerpur myndin af þvi, þá herboðið fór um ^
bygð og bæ, og
“Alþjóðamenn sóttu túnsins^torg
og tiðinda fréttu handan úr álfu.”
Hugur og hjarta var þá gefið fósturlandinu, og hann
sem aðrir hélt af -stað i ófriðinn, þar sem þjóðheiftin
sigaði blóðvargi yfir heiminn og “dagfælna bergtröll-
ið sat yfir líki”. Og nú er-»stund hans komin.,
“Dauðakyrð var. En stjörnur að stjórn,
Stundvist hann reiddi hið síðasta gjald.
Nú skildi’ hann — lífið, sem lætst í fórn
launast á himni sins éigin siðar.
Erestandi sjónanna sól leið til viðar;
en sálin leit út gegn um skarað tjald.
Hann fann hjá sér annarar veraldar vald
og vék inn á lönd hins eilífa friðar.”
Þannig lýkur sögu Landans af Vestrinu. Hann
á sér ekkert sérstakt nafn. “Einherjans nafn felur
dauðans grima.” Nafn hsris bera þeir allir jafnt,
sem fój-nuðu lífi sinu fyrir fósturjörð sina i V.estur-
heimi. Og ályktunarorð skáldsins eru ,þessi:
“Þá réðist heimsins harðasta glíma
hallaðist landinn á rétta sveij! ’
Mesta ljóðskáld íslendinga, sem nú er uppi.'he^ir
með kvæði, þessu reist islenzkum hermönnum það
minnismerki, sem þýlyndið,og þýzksinnið fá aldrei
brotið.
Grímur.
---------o----------
Eigum við að lifa eða deyja?
Hinn nafnkunni líffræðin^ur í Bandarikj-
unum, Joseph Collins, sat nýlega í skrifstofu
sinni og var að bú^ sig undir ferð til Suður-
Frakklands og Tyrol, þar sem hann hafði ákveð-
ið að eyða sumarfríi sínu, þegar blaðamaður
að nafni J. Aldin Brett, beimsótti hann til þess
að hafa tal af honum. Dr. Collins tók blaða-
manninum vel og umtalsefni hans var sjalfs-
morð í Bandaríkjunum.
Áður en vér tilfærum orð Dr. Collins í því
sambandi, ge'íum vér ekki gengið fram hjá, að
taka upp eftir þennan blaðamann stutta lýsing
á skrifstofu doktorsins og honum sjálfum, eins
og hann kom blaðamanninum fyrir sjónir:
“Dr. Collins er mjög viðmótsþýður mað-
ur og liógvær í allri framgöngu, sem er ef til
vill undirstaðan að því, hve djarfmæltúr hann
er. Hann tók á móti mér í skrifstofu sinni.
Borð var þar á miðju gólfi, hlaðið vísindaleg-
um og alþýðlegum tímaritum, sem prentuð voru
á mörgum tungumálum—öll þekking’ veraldar-
innar, sem eftir alt er nú ekki eins mikil og
margur heldur, lá þarna á borðinu fyrir fram-
an þennan mann, og hann þurfti ekki annað en
rcúta út hendinA til þess að veita sér hana. Hann
var fús á að tala um málefni það við mig, sein
hann hefir lengi rannsakað og margra ára at-
huganir hafa gjört skýrt í huga hans.”
. Eftir nokkrar athuganir, sem doktorinn
gjörðií sambandi við þetta ægilega spursmál,
er til umtals var á milli þessara tveggja manna,
fórust honum orð á þessa leið:
“ Svo eg víki aftur að fyrstu atriðunum í
þessu alvarlega viðfang^efni, sjálfsmo^-ðstil-
hneigingu manna, þá látum okkur athuga
Gyðinga. Tala Gyðinga, sem nú eru uppi í
heiminum, er 25 miljónir. Meira en fjórði part-
ur þeirra er í Bandaríkjunutn, þar sem að efna-
leg. vellíðan þeirra hefir verið næstum því yf-
imáttúrleg.
__ Þegar þeir kasta frá sér hinum sögulega á-
trúnaði þjóðar sinnar og viðkvæmni þeirra og
tilfinning finnur ekki uppfjlling vona sinna í
tímanulegri velgengni, þá taka þeir tíðum líf
sitt. En það er óhætt að segja, að í þessu efni
séu Gyðingar undantekning frá öðmm þjóð-
um, því níu tíundu af Gyðingum, sem sjálfs-
morð fremja, eru vitskertir.
f öðru lagi, þá hefir efnaleg afkoma Banda-
ríkja þjóðarinnar verið óvanalega hraðskreið
á síðastliðnum tuttugu ámní. Menn hafa rak-
að sáman stórfé á mjög stuttum tíma* og þegar
menn þeir, sem það hafa gjört, finna að auður-
inn veitir þeim enga ánægju, þá verður þeim
lífið meiningarlaust og einskis vert. Einnig
hefir skyndilegur . f jármissir, eða fjártap, hin
sömu áhrif á ýmsa menn, þegar það hendir þá
á efri áram, eins og Brandegee, þingmann efri
málstofunnar. Hið andlega líf þeirra. slitnar
og eyðjlegst ásamt viðteknum vana, svo þeim
finst lífsstarf sitt að engu orðið, tækifærin
þrotin og lífið autt, kalt, og einskis virði, og
því sé ekki um annað að gjöra, en að enda það.
EJcki rök, heldur trú.
Þriðji aðalþátturinn, frá mínu sjónarmiði,
og sá þýðingarmesti, hefir verið og er eyði-
lagður trúarstyrkur.
Það er til dæmis ómótmælanlegur sannleik-
ur, að á meðal einlægra trúmanna, er sjálfs-
morð naumast þekt, og það er sökum þess, að
þeir hafa í trú sinni bjargið aldanna til þess
að standa á.
Eg er óhræddur að staðhæfa, að^ nálega
hver einasti orþódox-trúarmaður, sem sjálfs-
morð fremur, er viti sínu fjær. Trúarbrögðin
eru andlegs og siðferðilegs eðlis, en ekki efna-
legs—eitthvað, ,sem hin svokallaða rökfærsla
mannanna á lítið, skylt við. Grundvöllur þeirra
er trú. . _
<Bá maður, sem heldur því fram, að ttrúar-
brögðin séu fremur afkvæmi rökfræðinnar en
tilfinninganna og andans, fer vísvitandi með
fláræði.
Eitt af því, sein réttlætir stefnu funda-
mentalistanna, er sá sannleikut*, að hin svo-
kallaða hærri kritík (nýja guðfræði) hefir rænt
fjöldann trúarstyrkleik sínum. .
Það, að gmndvöllur kristnu trúarbragðanna
er trú, hefir ekki verið mótmæli a móti þeim í
huga okkar mestu manna. Eg ímynda mér, að
aletrei á meðal vor hafi verið voldugri andþ en
andi Louis Pasteurs, er sá í anda og vann að út-
rýming sjúkdóma lír heiminum. Samt lítils-
virti hann ekki, með öllu sínu mikla andans afli,
jafnvægi hugans og óskeikulu dómgreind, sál-
arfrið þann, sem trúarbrögðin veita.
t gegn'um líf sitt alt sótti Pasteur helgar
tíðir, var siðum kirkjunnar trúr, neytti sakra-
mentisins og lifði da^jlega í bænasambandi við
drottin sinn og herra.
Trúarbragðaránið hefir enn þá skaðlegri
áhrif og eyðileggjandi eftirköst á hið viðkvæma
sálarlíf kvenfólksins, en karlmannanna, og á
áreiðanlega sinn þátt og hann stóran í sjálfs-
morðum kvenna, sem í síðustu tíð hafa farið
stórkostlega í vöxt.
Leyfið mér í þessu sambandi að minna á
konu eina, sem jiýlega*framdi sjálfsmorð í Par-
í.sarborgi Kona sú pantaði sína eigin líkkistu,
sagði nákvæmlega fyrír um það, hvemig að hún
skyhli vera búin og ráðstafaði hveraig að út-
för sinni skyldi hagað í smáu sem stóru, og
fyrirfór sér svo.
Þetta tiltæki konunnar er sálarfræðingum
engin ráðgáta. Þetta var k;ona, sem hafði tæmt
nautnabikar lífsins og nevtt allra ráða til þess
að vekja á sér almenna eftirtekt árangurslaust.
Þessi þrá hennar fór vaxandi, eftir því sem
fullnaðartakmarkið lét lengur híða eftir sér,
þar til áð hún í vonbrigðum sínum og öngþveiti
tók eina óbrigðula ráðið, sem til var, til þess
að vekja á sér'eftirtekt þá, sem hún þráði.
En þú munt svara, að hún þafi verið dauð
áður en að hún gat notið ánægjunnar. En sú
athugasemd hefir ekki mikil áhrif á málið. Hún
naut sömiT ánægjunnar af þessum ásetningi,
sem um er að ræða. og mannvinurinn, sem gef-
ur miljón dollara til líknarstofnana.
Sjálfsmorð á meðal harna sjúkdómur.
“Þegar um börn er að ræða, fæ eg ekki
skilið ástæðu þeirra fyrir sjálfsmorði,” mælti
Mr. Brett.
“Það er af því, að þér erað ekki sálarfræð-
ingur,” svaraði Dr. Collins. “Við skiljum það
tiltæki þeirra og ástæðuna fyrir því. Sjálfs- ^
morð á meðal bama stafar af því, að þau eru
líkamlega og andlega sjúk, og nefnum við þann
sjúkdóm “andlegt ósamræmi.” Þegar slíkt
kemur fyrir, þá finst baminu, að það fái ^kki
notið sín — sé ekki eins og það ætti að vera.
Eftir því sem sá sjúkdómur þroskast hjá barn-
inu, veldur hann tilfinningu hjá því svipaðri
þeirri, er þér munduð hafa, ef þér værað vilt-
ir í myrkum skógi. Baraið finnur til þess, að
það getur ekki notið lífsins eins og það þráir
að gjöra og finst því, að það sé einmana Og
yfirgefið og hryggist ýt af þeirri meðvitund,
og þegar veikin er búin að ná^verulegu haldi á
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limitecl
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambcrs
Yard: HENRY AVE. EAST, - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ' ALVEG FYRIRTAK
því, sér það engan annan veg fyrir sér, en veg
dauðans.
Undántekning frá þeirri reglu eru þau
böm, sem hafa það á tilfiningunni, að þau hafi
orðið fyrir einhverju tilfinnanlegu ranglæti frá
hendi foreldra sinna eða vandamanna, og taka
líf sitt til þess að hefna sín á þeim, af því að
þeim finst að það muni vera áhrifamest og
valda mestum sársauka.
Fyrir tíu áram voru sjálfsmorðin hér í
landi framin aðallega af þeim, sem fatlaðir
voru á einhvem hátt, fátækir og þjáðir andlega
eða líkamlega.
Nú er þetta breytt. Þau er nú aðallega að
finna á meðal auðuga og upplýsta fólksins.
Fjöldi þeirra, er þann kost velja, era menn,
sem grætt liafa stórfé, — verzlunarmenn, sem
hepnast hafa fýrirtæki sín. Hraðinn er svo
mikill, að það virðist sem vér fáum ekki stað-
ist hið minsta óhapp.
Ilvað vinnum vér, með því að varpa í burtu
trúarbrögðum okkar?
Hvað getum við tekið í staðinn?
Hvað getum við reitt okkur á, á tímum
erfiðleikanna?
Varpaðu ekki .burtu frá þér lífhringmim,
áður en þú kastar þér í háfið dimt og æðandi!”
í slendin gadagurinn að
Hnausum.
MikiS fjölmenni þar viðstatt.
Þó naumast eins margt og í fyrra.
VeSriö hiS álíjósanlegasta. Nokk-
uS heitt, en hressandi gola af vatn-
inu. Vegir í bezta lagi. Mesti
fjöldi bíla á ferSinni. Margir bíla'
eigendur fóru tvær ferSir, bæSi aS
moVgni og kvöldi, sumir þrjár. Þó
y mun fólk sumt, er langt átti aS
sækja, ekki hafa getaS sókt mótiS.
sökum skorts á greiSum ferSatækj-
um. MeS hestum fyrir kerru þyk-
ir nú ekki lengur keyrandi. Éinu
sinni þótti alt gott, jafnvel þaS, aS
keyra á uxum. Þetta alt orSS
breytt. Bílarnir það eina nú, sem
nægilega er hraSfara — þaS er aS
segja, þangaS til flugvélarnar verSa
almennar. ÞaS má líka segja
flestum bílaeigendum til hróss,
sem aS Ilnausum voru á íslend-1
ingadaginn Y3- ág.j, aS þeir spör-
uðu ekki ferSatæki sín og keyrSu
frítt alla þá, sem til varS náS og
•anagaSi um keyrslu.
Forseti dagsins var Ingimar
Ingjaldsson frá Árborg. Fyrir
minni íslands mæltí Kristján
læknir Austmann frá Winnitpeg^
fyrir minni Canada /\gnar Magn-
ússon, og fyrir minni Nýj» Is-
lands Jóhannes læknir 'Pálsson frá
Elfros, Sask. KvæSi höfSu ort
■ þeir Guttormur J. Guttormsson
skáldiS' frá Riverton, Jónas Stef-
ánsson frá Kaldbak (’nit í Mikley)
og G. O. Einarsson frá Árborg.
Söngflokkur stór og ágæt^r, und-
ir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar,
söng margrödduS úrvalslög islenzk
um daginn. Var þaö hin bezta
skemtun.
í sambandi viS söng þann hinn
ágæta á íslendingadaginn. dettur
mér í hug starf þaS hið merkilega^
sem Brynjólfur Þorláksson -org-
anisti hefir haft meS höndum hér í
ýmsum bygSum Nýja Islands und-
anfarin ár. AS kenna fulltíSa
fólki, þroSkuöu aS viti og árum,
fólki, sem er hneigt fyrir söng og
hefir góSa söngrödd og nokkuS
æfSa, og aS kenna því svo, aS
söngurinn megi heita um þaS í
bezta lagi, er, ef, ef til vill, ekki
álitiS sérlegt afreksverk. Þó mun
jafnvel þaö takast misjafnlega.
Hitt er auSvitaS rrtprkilegra, ung-
linga og barna söngflokka starfiS,
sem Brynjólfur hefir stýrt, jafn-
framt hinu starfinu. Svo enskir
. erum vér nú aS verSa í bygðum
vorum hér vestra, og það jafnvel
svo í Nýja íslandi, aS börn is-
Jenzk og unglingar tala lang-
oftast sín á milli á enska tungu.
Getur þaS þá næyi talist meS
fyrirbrigSum, aS heyra allstóra
söngflokka af börnum, og í öSrum
flokkum hálfvaxna unglinga,
syngja úrvals vísnalög íslenzk, og
syngja þau svo vel, aS unun er á
aS hlýða. En þaS er einmitt þaö,
sem hér hefir veriS aS gerast und-
anfarin ár. Ef litiS væri á þá
starfsemi Brynjólfs sem þjóSrækn-
isstarf, þá getur maSur hreint og
beint kallaS þaö merkilegt. Því
■það er vel kunnugt, að tungumál
geymist á engan hátt lifandi betur
en í söng og ljóði. Mundi þaS þá
reynast seigasta líftaugin í við-
haldi íslen^krar tungu hér vestra,
ef slík starfsemi sem þessi kæmist
á í öllum bygSum vorúm. AuS-
vitaS gæti þá Brynjólfur ekki einn
sint öllu því starfi, þó aö harin sé
röskur, þaulæfSur og góSur söng-
stjóri. En þá gætu einhverjir aSr-
ir ágætir menn í þessari grein
tekið upp starfiS einnig. Þeir éru
kannske ekki margir tií' Um þaS
er mér ekki kunnugt! Til Jóns
FriSfinnssonar tónskálds þekki eg
nokkuS. Hygg aS hann væri a-
gætur maður aS hafa svona starí
meS höndum. Væru þeir þá tveir,
á ferSinni um .íslenzkar bygSir,
Jón og Brynjólfur, annar ef til
vijl sunnan merkjalínunnar, en
hinn norðan, til þess aS -æfa ís-
lenzka söngflokka, fullorSið fólk.
unglinga og ibarnasöbg'flokka, þá
held eg þjóSræknismál Vestur-ís-
lendinga fyrst væri aS komast í
sæmilegt horf. Yröi þess þá eins
að gæta, sem likleg* reyndist létt,
aS ekki kæmi upp “stórbændaríg-
ur” milli leiStoganna. Þeir yrSu
ekki keppinautar, heldur sam-
ýerkamenn. ÞaS mundu þeir báS-
ir fullvel skilja.
Hverjir sköruSu fram úr í í-
þróttum hér á íslendingadagjinn,
er mér ekki nema aS nokkru leyti
kunnugt. í stökki ýmiskonar skör-
uSu fram úr þeir Lárus Pálsson á
Kjama, Arelíus Sigvaldason á
Framnesi í Geysisbygð-og GarSar
Gíslason frá Winnipeg. Hinn síS-
asttaldi mun og hafa veriS frækn-
astur hlaupari. í kappsundi varð
fyrstijr Stefán Ólafssón frá^Riv-
erton. Vann hann einnig fyrstu
verSlaun í þeirri þraut i fyrra.
Er hariri talinn meS fræknustu
sundmönnum. Næstir Stefáni á
sundi urSu tveir utiglingsmenn,
báSir frá Riverton, Franklin sonur
Kristjáns járnsmiðs Ólafsonar og
Oísli sonur Halla bónda Björns-
Sonar. Glimuna vann GuSlaugur
Jacobsson á BjarnastöSum i Geys-
isbygS. Knattleik unnu og Geys-
isbygSarmenn. Rivertonbúar þeim
næstir. Aflraun á kaSli fór fram
milli giftra og ógiftra og unnu þeir
síSartöldu, ef til vill vegna þess,
að sum mestu heljarmennin meðal
bændanna hafa veriS heima aö hey-
vinnu og ekki gefiS sér tíma til
aS sækja mótiS. Um þetta vildi
eg þó sízt fullyrSa. Enginn hörg-
ull hér á berserkjum og jötnum,
hvort sem er um aS ræða feifta
menn eSa ógifta. Mundi sumum
sýnast, þegar verulegt kapp er
orðið hér á kaSlatogi og smalaS
hefir veriS þeim sterkustu og
mestu bergrfsum á báSa endana,
sem jötnar þessir vaSi jörðina upp
aS knjám, líkt og sagt er um ris-
ana í fornöld. Er þá betra að
spottinn; sem um er togaS, sé ekki
fúinn. Er þess og vandlega gætt.
Nýr afargildur kaö,all, nógu sterk-
ur til aS halda meðal. hafskipi í
nokksu róti, er þaS, sem lagt er
upp meS. Minna er naumast tal-
iS aS muni duga.
—Préttar. Lögb.
Sögulegur sorgar-
atburður.
Lengst út með norðurströnd Hud-
eons flóans, eða gagnvart (Jhest-
erfield voginum, Itggur Marmara_
eyjan all-langt undan landi. Ey-
land þetta er fáskrýtt mjög veð-
uribarið og brimsorfið. Fyrir tvö
hundruð og sex árum, gerðist 4
þessum einmanalega stað sorgar-
aflburður, er seint mun fyrnast
yfir í sögu Hudsonsflóa félagsins.
Um þær mundir, er atburður sá
gerðist, er hér um ræðir, var Hud-
sons flóa félagið um fimtíu ára
gamalt. Rak það í stórum stíl við-
skifti við Indíána og hafði komið
sér upp mörgum selstöðvum og
virkjum. Voru sendimenn þess á
sífeldum rannsóknarferðum um
riorðvestur svæðin, jafnt á sjó
isem landi. Það voru slíkar rann-
sóknir, er til þess leiddu, að erind-
rekar félagsins lentu við Marmara
ey.