Lögberg - 13.08.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.08.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 13. ÁGÚST, 1925. Bte. T Undir íslenzkum fána. Frá Noregsför glímumannanna íslendingar munu verða þeás varir, þá er þeir koma hingaS til Noregs, að svo er sem þeir séu að heimsækja skyldmenni sín. — Þeim er alstaðar tekið með alúð og gestrisni —> svo sem gömlum kunningjum, sem lengi hafa verið í burtu. Og þó að þess verði mjðg vart í Reykjavík, að menn haldi að Norðmenn tali fagurt, en hyggi flátt, þá hefi eg aldrei orð- ið þess var. Eg hefi rætt við ýmsa menn, bændur, sjómenn, skóla- menn, khupmenn, ritstjóra, og stjórnmálamenn. ísland sjálfstætt, að öllu leyti frjálst. Þess æskja þeir allir. Til marks um það, hve fjærri þeim er í þessum efnum all- ur yfirgangur, má nefna, að grein Árna Pálssonar í “Skírni” í fyrra hefir alstaðar verið að góðu getið. En því hefir gjarna'n verið hnýtt við ummælin, að íslendingar þurfi ekkert að óttast frá Norðmanr.a hálfu. Ekki færri en þrír merkir menn og áhrifamiklir Ihafa sagt við mig: Eg mundi berjast ákaft gegn pólitísku sambandi við ís- land, þó að íslendingar byðu siíkt samband. Sagan hefir sýnt það, að pólitískt isamband yrði ekki til annars en hins versta tjóns vin- samlegri, andlegri samvinnu og viðskiftum öllum. Þa'ð gladdi mig strax, er eg heyrði, að von væri hingað ís- lenskrar glímusveitar. Ekkert gat gefið Norðmönnum 'betri hugmynd um atgervi íslendinga, þrótt þeirra leikni, en einmitt flokkur íslenskra glímumanna, ungra, drengilegra og vasklegra. Eg vissi a'ð sú heimsókn mundi hafa mikil og góð áhrif á hugarþel Norð- manna til vor íslendinga. Nú eru glímumenninir komnir og hafa þegar glímt í Björgvin, í Harðangri, á Storð, í Haugasundi. á Voss og í Osló. Alstaðar hefir þeim verið dáð list þeirra og fram- koma. Undir hinum unga' íslenska fána hafa þeit gengið fram á leik- sviðið — og undir honum hafa þeir ihrópað íslenskt húrra fyrir frænd- þjóðinni, að lokinni sýningu. Blöð. in hafa öll skrifað jafn vinsamlega — Og sum blátt áfram ekki vitað, hver orð væru í málinu, er bnst gætu lýst hrifninni. Þau hafa dáð þróttinn, leiknina, harðfengina og snarræðið. bg víðast hafa stað- ið veislur og fagnaður að loknum sýningum. Mörg^ — eða jafnvel flest a'f blöðunum hvetja þess eindregið, að Norðmenn læri glímur. Er það mjög á dagskrá í Björgvin nú að fá íslenskan glímukennara og stofna glímuflokk. Síðan skal sá flokkur kenna öðrum Norðmönn- um listina. En hvort úr þessu verður, mun ekki verða afgert, fyr en síðar I sumar. Glímumennirnir komu til Voss föstudaginn 5. júní. Kvöldið áður höfðu þeir glímt í Haugasundi, setið veislú fram yfir miðnætti og síðan ferðast á sjó og landi það sem eftir var nætur og fram til hádegis. Og hér skyldu þeir glima klukkan átta á föstuda'gskvöldið. iSíðari hluta dags hitti eg þá Jón Þorsteinsson, foringja farar- innar, og glímukonunginn Sigurð Greipsson. — Hvorugan manninn Hafði eg séð áður, en nú hófst fljótt kunningsskapur. Litust mér mennirnir báðir drengilegir og vasklegir. Þeir létu hið besta yfir för sinni af viðtðkum öllum. — Hér þurfið þið að glíma vel, því að ihér eru íslendingar hátt settir, sagði eg við Jón, þá er við gengum upp í hlíðina og þeir voru komnir lítið eitt á undan, Sigurð- ur og Eskeland, skólastjóri, er fagnaði gestum þessum, sem þjóð- höfðingjar væru. >— Já, eg veit það. Hér þurfum við að gera okkar besta — því að hér gera' menn sér miklar vonir. En nú er eg einmitt hálf kvíðinn. Við höfum haft litla hvíld undan- farið. Járnbrantarferðálagið fer afleitlega með okkur og svo er sjóferðin og svefnleysið, En við höfum alstaðar gert okkar besta — og fólkið hefir í raun og veru verið hrifnara af glímunni en við nokkurntíma gátum búist við. •— Þá er eg og kona mín komum inn í “Ungdomhallen”, kl. 8, var hver bekkur þéttsetinn. Við hugð umst því standa. En þá kallaði til mín maður, sem eg þekti ekki: — Það er rúm á instu bekkjun- um, minsta kosti fyrir íslendinga! Þá er þangað kom, lét Eskeland rýma fyrir okkur. Habn aat þa»- og horfði eftirvæntingaraugam á tjaldið, sem Niels Bergslien hefir málað á, eina' af hinum frægu þjóðsagnamyndum sínum. Inni á leiksviðinu heyrði eg íslensku tal- aða — Og brátt var tjaldið dregið upp. Stóð þá flokkur á Ieiksviðinu djarfur, þróttlegur og drengilegur. Fremstur var glímukonungurinn og hóf ha'nn hátt hinn þrílita ís- lenska fána. Kvað þá við lófatak um allan salinn. Síðan tók Jón Þorsteinsson að iskýra brögðin — en flokkurinn sat aftast á svið- inu, utan þeir, sem sýndu sókn og vörn í hinum ýmsu brögðum. Svo hófst glíman. Tveir og tveir gengu fratn, tókust í hendur og glímdu af kappi í eina mínútu, án tillits til falls. Dundi salurinn af hrópum Og lófataki — en á milli var sem menn stæðu á öndinni. — En voru glímumennirnir verðir þessara góðu viðtakna? Því svara eg óhikað játa'ndi. Eg sá glímt af kappi í verstöðvum vestanlands og eg sá oft glímt í Reykjavík. En eg sá aldrei glímt jafn prúðmann- lega, en þó kappsamlega sem þarna — af svo mörgum mönnum. Glíman va'r þarna líkamsmentun á háu stigi. Mjög var fagnað af áhorfendum, ef illa horfðist fyrir gl'ímukonunginum. Ef honum lá við falli, var klappað lof í lófa um allan salinn. “Hann er avo tröll- stór,” heyrði eg sagt fyrir aftan mig. Mjög var dáð vörn Viggós Nathanaelssonar. Hann er minst- ur glímumannanna, en snildarlega frækinn. Ætlaði fögnuðurinn aldrei að t&ka enda, þá er honum var slengt út í loftið, en fætur komu fyrst niður. Glíma hans og Þorsteins Kristjánssonar var sér- staklega snildarleg — og ætla eg þó ekki að lasta hina. Þeir glímdu a'llir ágætlega. En eftirsjón þótti mér að Þorgeiri Jónssyni. Hann hafði meiðst svo í Haugasundi, að hann gat ekki tekið þátt í glím- unni þetta kvöld. Hann var njerk- isiberi meðan glímt var. Að glímunni lokinni hélt Lars Eskeland ræðu. Va'r hún stutt, en hlý og máttug. Var hann bæði há- tíðlegur og svipmikill og var sem þetta væri merkisdagur í lífi þessa norska höfðingja. Var að lokinni ræðu hrópað húrra fyrir glímu- mönnunum og Islandi og síðajn hrópuðu þeir íslenskt húrra' fyrir Noregi og Norðmönnum. — Brá Sigurður Greipsson fánanum yfir hópinn, er tjaldið féll. Þá er út kom, stóð hópur manna á götunum, og umræðuefnið var alstaðar hið sama. Sumstaðar voru strákhnokkar teknir að glíma af miklum móð. Seinna um kvöldið gekk eg með Sigurði og Jóni um bæinn. Og við heyrðum hvíslað: Þetta eru íslendingar! Og sjaldan hefir það orð lát.ð svo vel í eyrum sem þetta kvöld. Daginn eftir hélt flokkurinn á- fram för sinni til Oslóar. Glímumennirnir hafa' unnið landi sínu og þjóð.gagn og iheiður. En íslendingar, sem til Noregs koma, verða að gæta þess, að nota sér ekki á óheiðarlegan hátt vel- vild og vináttu Norðmanna. Eg hefi því miður séð þess dæmi. Maður gekk hér nýlega undir nafn- inu “íslenskur prestur.” Sá var hvorki landinu né íslenskri presta. stétt til sóma. Nú eru það meðmæli í Noregi að vera íslendingur. Eg kom á samkomu í Evanger fyrir fáum dögum, og fekk eg ekki að borga inngangseyri — og ekki heldur neinn greiðá — og var það vegna þess, að Gullvág ritstjóri í Björgvin kynti mig sem íslending. Vlæri illa, ef 'áliti íslendinga hér í Noregi yrði spilt af óhlutvöndum mönnum. Voss 8. júní 1925. Guðmuúdur Gíslason Hagalín. Morgunbl. I ' Minningarsjóður Torfa Bjarnasonar, skólastjóra í Ólafsdal. Á fundi, sem nokkrir nemend- ur Torfa heit. Bjarnasonar, skóla- sjóra í Ólafsdal héldu með sér hér í Reykja, hinn io. júní til að ræða um framkvæmdir [ á ákvörðun þeirri, er nokkrir af nemendum hans höfðu tekið við jarðarför hans (\ júli 1915J, um að stofna minningarsjóð, er beri nafn hans, vorum\vér undirritaðir kosnir til að koma málefn þessu í fram- kvæmd. Aðal tilgangur sjóðsins á að vera sá, að styðja að starfsemi í: sama anda og Torfi heitinn sýndi í lifsstarfi sínu, sem sé að efla og styðja íslenzkan landbúnað og ís- Ienzka bændamenningu. Er því tilætlanin sú, að verðlauna úr sjóðnum, framúrskarandi dugnað i búnaði, nýjungar, sem reynast vel og geta orðið öðrum til fyrir- myndar og landbúnaðinum til efl- ingar, o. s. frv. Nú með því að verkefni sjóSs- ins verður afar víðtækt, ef hann á að ná tilgangi sínum, jþá er aug- ljóst, að fé það, sem þegar er safnað, er svo lítið, að það getur ekki komiS aS neinum verulegum notum, fyr en seint og síðarmeir, nema röggsamlega sé hafist handa um fjársöfnun til sjóðsins sem allra fyrst. Hugmynd frumkvöðla þessa máls er sú, aS nefndur sjóSur geti tekið til starfa eigi siðar en árið 1938, á aldarafmæli Torfa heitins. Samkvæml framanskráðu leyf- um vér oss því hérmeð vinsam- legast aS mælast til þess viS nem- endur Torfa iheitins, hvar sem þeir dveljast, þá sem enn e ru á lífi, að þeir leggi fram sinn skerf til sjóðsins, hver eftir sínum efn- um og ástæðum.og beiti sér auk þess fyrir frekari fjársöfnun hjá þeim öðrum, sem þeir álíta líklega til að vilja heiðra minningu Torfa heitins á sama hátt. Alt fé, sem safnast í nefndan sjóð, sendist meðundirrituðum formanni nefndarinnar, fyrv. al- þm. Guðjóni GuSlaugssyni, Rvik. Þó geta þeir, sem búsettir eru í Reykjavik og nágrenninu, og sem vilja st^Sja umrætt málefni, snúið sér til hvers af oss undirritaðra, sem þeir kjósa, með framlög sín til sjóðsins. Sama gildir einnig fyrir þá, sem annarsstaðar eru bú- settir, ef þeir kjósa það frekar en að snúa hér til annara stofnenda, þó nær þeim sé. Vesturheimsblöðin, “Heims- kringla” og “Lögberg” eru vin- samlegast beSin að taka áskorun þessa til birtingar. Reykjavik, 14. júní 1925. Guðjón Guðlaugsson, Guðm. Bergsson, Jón Sigurðsson, Jón Jónatansson, Metilsalem 'íStef- ánsson. ------o— — Spunavélar. Jón Gestsson, bóndi í Villinga- •holti í Flþa, þjóðhagasmiSur og mesti völundur, hefir smíðað 12 spunavélar nú í vetur og siðastl. ár, og eru þær mjög vandaðar aS efni og smíöi, enda reynast þær vel til notkunar, að dómi þeirra, er þær nota, — Það merkilega við smíði Jóns í Villingaholti á spunavélunum, er það, að hann hefiý, ásamt syni sínum, Kristjáni, sem einnig.er efni í þjóðhagasmið, gert mikils- verðar endurbætur á þessum vél- um, aS dómi þeirra manna er vit hafa á þeim hlutum, og það svo gagn-merkilegar umbætur, aS vert er að veita þeim afhygli. Spunavélar Jóns eru að mun ódýrari en norðlenzku vélarnar, sem mun helzt stafa af því, að hann reiknar sér miklu lægri *dag- laun en kaupstaða smiðir. Það skilyrði hefir hann sett, að pöntun sé skrifleg og fylgi kr. 100, fyrirframgreiðsla uppí vélar- verðiS, sem hluti af efni, og til tryggingar þvi, að vélarnar séu teknar sem fyrst 46 smíði loknu; afgreiðir svo vélafriar til kaup-| enda eftir þeirri röð, sem greind j skilriki koma í hans hendur. Hverri vél fylgir: 2 gangar, I spólur, tvinningarstó'll, sem bæði; tvinnar og þrinnar band og þráð.j Hesputré með teljara, 1 hespari, 51 hespur í einuj, skrúftöng og fl.l smátæki, svo og leiðarvísir um samsetning vélannna til þeirra, erj þess óska. Á stærri vélarnar, 25—30 þráSa.j spinnúr vel æfSur spunamaður 12 til 15 pund af góðUm lopa á dagl (10 tíma). Vélarnar má ‘stemma’ hvort heldur á fínasta þríband.eða gróft band, snúðlint band eða snar- asta þráð, og spinna svo traust og slétt, að fáar konur munu spinna eins vel á rokk, og spinna þó marg- ar mjög vel. Oftast eru 6—8 bændur um hverja vél, og er þá ekki meira en meðal rokkverð hvers hluti í vélinni. Líka er mjög heppilegt fyrir 'kvenfélög, aS fá sér þessar vélar, og munu -þá kon- urnar komast að raun um, aS þar fá þter ábyggilega, duglega og af- kastamikla vinnukonu við tóvinnu, og áreiðanlega er það betra og mannlegra fyilir okkur íslendinga að vinna sem mest af okkar eigin klæðum, úr okkar hlýju ullr held- ur en kaupa dýra útlenda dúka, endingarlitla og skjóllitla í okkar kalda landi. Og með bættum vinnutækjum, svo sem þessum vél- um, verður mikið ágengt í þessu efni. Búnaðarsamband Suðurlands lét mann, sem er kunnugur spunavél- um, og vel æfSur spunamaður, Sturla Jónsson bónda í Fljótshól- um, skoða og reyna þessar endur- bættu spunavélar Jóns i Villinga- 'holti, og hefir hann gefið sam- bandinu skýrslu um endurbæt- umar. Fer hér á eftir álit eða vottorð Sturlu á vélunum: “Eftir ósk Búnaðarsambands Suöurlands hefi eg undirritaður skoðaö og reynt handspunavél er hr. Jón Gestsson í Villingaholti hefir smíðað. Alt útlit og frá- gangur vélarinnar er að öllu betri en á öðrum samskonar vélum, er eg hefi reynt, enda út af brugðið á mörgum stöðum á smiði á henni, sem eg tel til stórra bóta: 1. Umbúnaður á drifhjólinu er traustari og betri, hjólstólpánn stöSugri, sem orsakast af járn- knappa, svo vélin getur ekki rugg- aS til þá spunnið er. 2. Hjólin, sem vagninn gengur á, eru með alt annari gerð. Sömu- leiðis getur þvi vagninn ekki hlaupið út af sporinu fþá hratt er spunniðj, sem oft hefir viljað til á hinum vélunum, og tel eg þetta stóra endurbót. 3. Spunastillir þeim, er stjórn- 4r spunagrindinni, og hún^um leið gerð einfaldari, verkar það, aS niðurfærsla verður liðugri og þvi betra að vinda upp á spólurnar, því það er höfuðkostur við spun- ann, að vel sé undið upp, þess fljótari og betri tvinning og hesping. 4. Takkar þeir, sem færSir eru ti'l, eftir því sem bandið á að vera stórt eða smátt, er i báöum hlið- um á þessari vél. Getur því ekki komið skekkja á vagriinn, sem viljað hefir vera á hinum vélun- um. 5. HliÖarvængurinn, sem drif- hjólið er fest við, er með stífum, er því miklri tíraustari. Véíjn haggast því ekki þó hart sé spunniö. Sömuleiðis bómuásarn- ir með alt annari gerð en áSur. Þetta tel eg mikið endingarbetra. 6. Tvinningarstóllinn: takkarn- ir úr járni, svo spólurnar festast ekki, ('láta eftir), .slitnar síður bandið þó hratt sé tvinnað, og virarnir “strammaðir” með skrúf- um. Slakna því ekki. 7. Hesputréð mikið vandaöra aö öllum frágangi, og um leið mikið sterkara en þau hesputré, sem not- uð hafa verið með hinum vélun- um. Eg álit herra Jón Gestsson eiga þakkir skilið fyrir sitt góða og þarfa fyrirtæki, þar sem hann er með þeim fyrstu hér á Suöur- landi, er hafa tekiS áð sér þetta verk, og þar til gert þess&r stór- vægilegu endurbætur á vélunum. Því eg álít, að hvert einasta heim- ili á landinu þyrfti og ætti að hafa aðgang að handspunavél, ef það væri, þá mundi heimilis iðnaður- inn ísl. vera betur á sig kominn en hann er nú, og þá mundu færri krónur hafa farið út úr landinu fyrir útlendan fatnað, skjóllítinn og endingarlítinn. Sturla Jónsson, frá Fljótshólum. —Tíminn. Island úti og inni. Lýsing á Alþingi 1855. Árið 1855 var þektur enskur bókaútgefandi pg ríthöfundur, Chanrbbers að nafni, á ferð hér á landi. Hann dveldi um hríð í Reykjavík og ferðaðist um ná- lægar sveitir. Hann reit dálitla •bók um ferö sína, og segir allvel frá ýmsu er fyrir hann bar. Hann lýsir alþingi á þennan hátt: “Uppi á lofti í skólahúsinu fann eg þessa smámynd af þingi, og eg gat ekki annað en dáSst að því, hve það var einfalt og óbrotið. Þingmenn, um 25 að tölu, sátu í hálfhring á stólum, og í miðjum boganum voru tvö hækkuð sæti fyrir stiptamtmann, sém konungs fulltrúa, og forseta þingsins. Milli þeirra, á veggnum bak við þá, hékk mynd af hinum síðasta kon- ungi. Auk þess voru aS eins 2 eða 3 sæti í salnum, ætluö riturum þingsins. Sumir af löggjöfunum vöru klæddir í óbrotnar vaðmálstreyj-j ur og buxur eins og þeir væru heima hjá sér. Allir höfðu þeir einfaldan og viðkunnanlegan svip, en það var enginn skortur á góðum höfðum og gáfulegum andlitum meðal þeirra.” Svona kom Alþingi í þá daga hinum enska ferðamanni fyrir sjónir. Gaman væri, ef einhverj- ir greindir og athugulir útlending- ar vildu lýsa þinginu nú á dögum. —Tíminn. Lausavísur. Jónas í Hróarsdal orti i róÖri úti á Skagafiröi, í aftureldingu: Veiði-tólin ólmast öll, er á hjólum lýður. Boðar sól á Fljóta-fjöll, í felur njóla skriður. Sami maður var að vorlagi í harðindum í matarþröng. Var is á Héraðsvötnum og tíS hörð. — KvaS þá Jónas: Bágt á eg með barna-kind, bjargarsmátt er hreysi. Sendi Drottinn sunnanvind svo að vötnin leysi. —Sagt er, að stuttu siðar hafi komið hláka, Vötnin leyst, og Jó- nas náð í silung. Ein af allra siðustu visum Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum, kveðin á Blönduósi, er hann reiS þaðan siöast: Veröld þjál ei við mig er, vekur sálarþrautir; ferðir strjálast fyrir mér Fróns um hálar brautir. Veröld svona veltir sér, vafin dularfjöðrum, hún var kona hverflynt mér, hvað sem hún reynist öörum. —M orgbl. Ferðalangar. Nei, nú fer að verða nóg 'komið af svo góöu. Út að skoða hverina! I virðingarskyni við Símon raula eg, um leið og eg send upp, með kvæðalagi hans — flesum hnykk- unum held eg að eg sé farinn að ná — visu úr Þingrimunum: Alt í brandi og báli er þar, blóði randir litaðar, brganar falla og brandshviSur, berst þar allur þingheimur. — Hér er margt furöulegt að sjá, þegar maður fer að athuga það Hverirnir eru margir, enginn þeirra eins stór og þeir stærstu í Haukadal, en þeir eru miklu fegurri. Sumir senda frá sér allmegna brennisteinsfýlu, í sum- um er leðja, nokkrir bulla dálítið, mest öskurhólshver svo nefndur, spýtir vatninu upp undir manns- hæð; í einum er vatnið blátt, líkt ---- . ------------------- - og sterkt blásteinsvatn, í' öörum grænt. S'kálarnar flestar einkenni- lega fagrar, kisillinn víðasthvar gulhvítur. Við náðum nokkrum steinvölum, sem komist höfðu í þá (Tiraungrýti); ef við brutum þær i sundur sáum við að alt að því sentimetíra þykt kísillag var komið utan um þá. Eg sting nokkr- um slíkum völum á mig til minja. Eg brýt upp hrúSur — það eru engin spellvirki, því vatnið græSir fljótlega öll slík mein — þar sér maður lag á lag ofan, fikt og ár hringi í tré, nema þykkari. Frárenslið, sem er raunar ekki mikið, safnast saman i eitt og myndar þar ofurlitinn foss, til að sjá eins og væri hann úr mjólk. Én “fossinn” er að mestu blekk- ing, hann er mestmegnis stallar hvítir af kisil og sýnist því vera foss; vatnsrenslið er hverfandi lítið. Undir “fossinum” er hylur, tilvalinn til þess að baða sig úr, þvi þar er vatniö orSið hæfilega kalt. öðrumegin “fossins” er dá litill hellisskúti, heitur. Þar get- um við þurkað sokka og þess kon- ar, sem blotnað hefir. Á norðurleiðinni fórum við um hjá Geysi, við! Halldór höfðum raunar komið þar einu sinni áSur endur fyrir löngu. Þar eru aö visu stærri hverir, eins og áður er getið, en nú finst okkur ekkert til þeirra koma á móts við þessa. Símon sýnír okkur bæli Eyvind- ar. Það er i ofurlítilli hraungjá skamt frá hverunum, hlaðið upp í báða enda á gjánni og sést hleðsl- an vel ennþá. Héðan hefir hann séS vel til mannaferða og auSvelt fyrir hann að 'komast út á hraun- ið og þar örðugt að leita. Einn hverinn er og kendur við Eyvind, Eyvindarhver. Rigningin er orðin minni, en i hennar stað er komin dimm þoka. Símon fer að svipast eftir hestun- un allmikið. Þeir hafa fjarlægt sig all-mikiö; hann finnur þá samt en svo er þokan dimm, að hann ætlar ekki aö finna kofann aftur, og er hann þó nákunnugur hér. Það er í fyrsta skifti á ferðinni sem hestarnir hreyfa sig nokkuð. Gróður er hér öllu minni en ann- arstaðar þar sem við höfum áð, enj svo er það líka brennisteinslyktin frá hverunum og ef til vill líka eitthvert slíkt bragð aS grasinuj sem þeim geðjast ekti aö. Símon kvartar undan því, að það sé ekki laust við að stígvélin meiði sig dálítið —1 “en hvað um það, þaS er öllu óhætt þangað til viö komum til bygða.” Rólyndið alveg óbifanlegt. En Halldór læt- ur hann samt ekki hafa frið fyr en hann fer úr stígvélum og sokk- um — það er fyrsta sinn sem hann losar um, þau á" ferðalaginu— og sjá, það eru komin ill fleiður aft-í an á hælana á báðum fótum. Nú er að taka upp ferSa-apptekið, og býr Halldór um þetta með ihinnií mestu nærgætni. “Þú þarft nú ekki að vera í vatnsstígvélunum í nótt;'hér skal eg lána þér létta skó, ef þú þarftj eitthvaö að hreyfa þig í kvöld. Þú þarft ekki að vera i vatnsstígvél- unum nema rétt á meðan þú ert á hestbaki og þá ætti þetta ekki að þrirfa áð ýfast upp.” Nú fær Símon að sjá hvaö apó- tekið hefir inni aS halda og þar ó meðal glas með kanfórudropum. “ÞaS hlaut að vera, að hel^. maðurinn hefði látiS eitthvað með til að hressa mann á,” segir hann og lifnar allur við. “Þú ætlar þó ekki að fara að drekka þetta?” segi eg. “Þetta?” segir Símon og svarar ekki með ööru en því að hann tekur tappanna úr glasinu og dreypir vel á því. . “Er það gott?” “Gott? Eh-h” segir Símon, eft- ir að hann hefir grett sig all mikið. “Hvað um það, en hress- andi er það.” Mig langar til að verða aðnjót- andi sömú hressingar og dreypti á glasinu eins vel og Símon. í ein- hverju ofboði renni eg þessu niður. ] “Vatn! Halldór! Fljótt! Kan- díssykur, éitthvað! Fljótt! Eg er að drepast!” < Félogum mínum verður" fyrst fyrir aS>hlæja, áður en þeir lið- sinna mér. Sjálfum fanst mér eins og Öskurhólshver væri að steypast ofan í mig. Þetta leið aS vísu fljótt hjá, i kandíssykurinn mildaði brátt þaðj mesta — og hressandi var það eft- ir á. En hamingjan góða, þettaj held eg að eg leiki ekk M)ftar! Símon smjattar enn á bragðinu, hinn ánægðasti. Viö gefum hon- um glasið — eg sé ekkert eftir þvi!—Margbl. Um Islandsmál í dönskum blöðum. Þess er getiö í grein í “National- tidende”, að eins dætni muni vera, hve fljótt hafi breyzt til batnaSar. eins og hér á landi. Hér hafi veriS um stökk aS ræSa frá illæri til góö- æris. Nú sé kominn stöSugleiki á viöskiftalífiö, og ríkiS muni sjá sér fært aS ráSast í stór fyrirtæki, enda fari hagur ríkisins batnandi. 1— í blaöinu var einnig viötal viS Jón forsætisráöherra Magnússon, og er ítarlega, minst á Ræktunarsjóö Is- lands og útvarpslögin. Forsætisráö- herrann tjáöi sig samþykkan þvi, aö ísland setti á ný sendiherraembætti í Dafimörku, og kvaöst hann vona, aö þétta næöi fram aö ganga á næsta Alþingi.—Mbl. Lausavísur. Degi hallar, dýrSlegt er daggarfall á túnum, smalar allir hóa hér hátt í fjallabrúnum. Baldvin skáldi Jónatansson, Þingeyingur. í gamni viö mann, , sem hún var samtíða: Hjá Birni fæ eg bætur meins, brjósti hægist mínu; •hjá hinum næ eg ekki eins ástarlagi finu. Helga Kristjánsdóttir, breiöfirzk. Bjargar limum er spill- ing var komin í! pa6 var aS eins sár I öfclanum. En þaö sýnir hve blóðeitrun getur fljött grafiö um sig, ef ekki er Zam-Buk tll verndar. Mrs. AL Harrison, rilace-de-Armesý Kingstom, Ontaricf, skrifar: ‘'Binu sinnt, er eg var aö heimilisstörfum, meiddi eg mig I öklanum. Liitunarefni úr sokknum þrengdi sér inn f s&riS og eiturefnin grófu um sig. Undir eins og eg tók aS niota Zam-Buk, fór mér ati batna, sviSinn hvarf og bl«6eitrunin varö aS láta undan. þetta merka meSal nam á brott bölguna og innan mjög skamms tlma var sárlS algróiC.” Noti6 Zam.Buk vi6 kláða, hrufum, sprungumv brunaslárum, vöntum og öSru sllku. Maður, er blett haföi fengið á mannorö sitt, tók sér sæti í kór: Hörmung er aS heýra og sjá, helg þegar syngjast versin, aS æruleysis gæran grá gisti insta sessinn. Eignuö Skaröa-Gísla. —Morgbl. LAUSAVISUR. Um Víðidal: Föl þótt skrýði fregna rót, fjalls í hlíða salnum, himfnbliðan brosir mót breiða Víðidalnum. Ebenezer Árnason, Húnvetningur. Æfiskeiðið allir sjá 0 út að mestu runnið. Drottinn leggur dóminn á, Dagsverkið er unnið. Jón á Skúfastöðum. Hófagandur hlýða má hraustum brandanjóti, yfir sanda og isa blá á Skjálfandafljóti. Baldvin skáldi, Þingey. Hö(f. var spurö ti! veöurs að morgni dags, og svaraöi samstundis meö visu þessari: Litiö vægja vill oss frá veöra óþægi svalinn, mörgum ægir enn að sjá yfir Bæjardalinn. Helga Kristjánsdóttir, breiöfizk. 1 i i i l 1 Um mann, sem stamaði, en var eitthvað að niöra höf.: Stamið bráins-bólu-raft baga náir mikið, hann ætti aö fá sér annan kjaft, ei sem þjáir tungpjhaft. Helga Kristjánsdóttir, breiöfizk. Heimslistarvísa: Elska jeg flóða- ötul -svín. Elska jeg góöa hesta. Elska jeg fljóðin ung og fín. Blska jeg ljóð og brennivín. 1 Björn Friðrikss., Húnv. Visa sú, ær hér birtist, var nýlega kveðin á Norðurlandi: í Laufási nú sezt er sól og sólskinsdagar engir, komnir eru í Bjarnar-ból Bolse-vikka drengir. Kona haföi fyrir orötak: “Fari það hreina kolað”. Hafði hún v ða farið og þótti vergjörn, en vísan er kveöin í orðastað hennar: Eg hefi sveina bataö böl og burtu meinum skolaö, en aldrei eina feld viö fjöl," “fari það hreina kolað!” Gísli Gislason, Þverá, Skf. Þessum brekkubrjóstum á beztu gekk eg sporin, þegar brá mér eintal á indæl nótt á vorin. Jón Þorsteinss., Arnarv. í oröastaö annars 'manns: Gróa sárin geta ei, grána hár í skúfum; lífs á bárum bilað fley berst með árastúfum. Guðlaugur Ásmundsson, Fremstafelli, S.Þings. Við mig hefir veröld flá verið góð með sprettum. Eg því kvarta ekki má yfir hennar glettum. Jón á iSkúfstöðum. Kveðið um mann, sem flutti sig búferlum: Burtu hrókur flæmdist flár, forláts tók á bænum; þó að klókur þerði brár, það voru krókódíla-tár. Skarða-Gísli Járnsmiður hafði eitthvað svik- ið höf.: Lastastarf ei leiðist þér laust óþarfi niður; klækjafarfinn á þér er eins og skarfi fiður. « Skarða-Gisli. • Tekið málstað Bakkusar: Vínið glaða gerir menn, girnda- skaðlegt vinum, stjórna maður á því, — en ekki það manninum. Björn Friðriksson, Húnv. I lóuleit. Upp um móa oft eg fer, yfir móa og keldur. En eigi lóu augað sér og ekki spóa heldur. \ Breiðfirðingur. Láttu vakka að landi Bakka, lundur stakka, siglurakka' leið óskakka. Þá skal þakka þér, nær flakka eg heim til sprakka Norðlensk vísa, en höfundur ó- kunnur. Þar sem minst er á Bakka í vísunni, er átt við Syðri-Bakka við Eyjafjörð. Illa fór hann Gvendur grey, « þó gamalt hefði ’ann ketið. Þeir eru til, sem þrífast ei, þó þeir geti étið. Borgfisk vísa. Jl KAUPIÐ Á HEIMAMARKAÐINUM- Þér sparið peninga. Lofið oss að sýna yður liin stórkostlegu “Tire” kjörkaup, sem vér höfum á boðstólum. Partridge “Quality” Tires eru seigari og end- ast lengi, ódýrari en þér hafið nokkurn tíma keypt Tires fyrir áður frá nokkru póstpantana- húsi. Sérhvert Partridge Tire er ábyrgst. Látið pen- ingana vera í veltunni heima fyrir. Seldir hjá PARTRIDCE’OUALITY” 7íre-5S°p W. T. Kilgour, Baldur, Man. Anderson Bros., Glenboro, Man. T. Olafsson, Arborg, Man. K. Olafsson, Riverton, Man. H. Sigurðsson, Arnes, Man. J. M. Tessier, Cypress River, Man. Lundar Trading Co., Lundar, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.