Lögberg - 13.08.1925, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
13. ÁGÚST, 1925.
B>« 8
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
rasagisasBaaisisMiasi^aakiisis^^
85£Mi^i!agi3i§MBi8iaagii®MgBisiíaajS
Æfintýri Nönnu.
Loksins kom hann, afmælisdagurinn hennar
Möggu litlu. Það var eins og hún hefði beðið
eftir honum svo öldum iskifti. Eri nú var hann
kominn. Það var ekki um að villast.
Jæja, þið vitið nú það, að afmælisdagar hafa
sitthvað fram yfir aðra daga. Þá ertu, barnið mitt, í
einum svip orðin ári eldri, og svo færðu kökur með.
afmælisbollanum; stundum er þá líka haft vina-
boð, og þá fer ekki hjá því, að þú fáir einhverjar
afmælisgjafir.
Hún Magga litla fór ekki varhluta af neinu af
þessu, því að hún
“lék sér í skauti lukkunnar
sem lamb í grænum ihaga.”
Helsta afmælisgjöfin að þessu sinni var ljóm-
andi falleg vaxbrúða, sem hún kallaði Nönnu, af
því að hún var svo kurteis í allri framkomu sinni.
Hún hafði fengið besta uppeldi, öll framganga
hennar var yndisleg og kjólarnir hennar ljómuðu
af öllum regnbogans litum.
Næst-lbesta afmælisgjöfin var dáindis snotur
rúmkarfa handa Nönnu. Þar vantaði ekkert á. Þar
var stungin og troðin baðmullarábreiða, sængur-
fötin voru óviðjafnamleg, en auðvitað voru þau ekki
lifandi vitund of góð handa svo fínni frú, sem hún
Nanna var.
Að minsta kosti sagði hún það sjálf, frúin,
henni fanst ekkert of gott handa sér hofróðunni
sjálfri, því ef satt skal eegja, þá var Nanna, þrátt
fyrir alla kurteisina og yndisleikann, frábær sét-
gæðingur; hún áleit sig vera fegurstu og mestu
brúðu í heimi.
Jæja, afmælisdagurinn tók nú loksins (enda;
boðsgestirnir fóru hver heim til sin og svo kom
háttaitími. (Nanna 'va'r lögð’ í rúmið sitt, körfu-
vögguna sína fallegu, og hún fór að sofa og alt
var eins og það átti að vera.
Jæja, en morguninn eftir rak ailla í rogastans;
það var óttalegt, isem þá kom upp úr kafinu. Það
var næstum ótrúlegt; menn gátu varla minst á það,
þeir gláptu bara og hrópuðu hver ofan í annan:
“Þetta ef dæmalaust.” “Hreint gengur yfir
mig.” Aldrei hefi eg vitað dæmi til annars eins,”
og þar fram eftir götunum.
En svo var mál með vexti, að Nanna var öll á
burtu úr rúminu sínu; hún hafði ekki einu sinni
skilið eftir eina línu á blaði, til þess að láta vita
hvernig á brottför hennar stæði, hurðin var lokuð,
enda var hún ekki svo há, að hi^n hefði náð upp í
snerilinn; ekki gat hún hafa farið þá leiðina. En
það var satt — glugginn var opinn, en hún ihefði
aldrei þorað að istökkva út um hann, og hví skyldi
hún líka hafa verið sá auli! Upp um reykháfinn
hafði hún áreiðanlega ekki farið. Það þurfti nú
ekiki annað en að halda að hin fína frú Nanna hefði
farið þá leiðina!
Jæja, það var óttalega dularfult alt þetta!
Vaxbrúðan var horfin og engin lifandi sái vissi,
hvað af henni var orðið, nema frúin sjálf og önnur
skepna til. Og hver haldið þið að það hafi verið?
Enginn annar en hann meistari Joko, apaskrípið í
næsta húsi. Hann hafði séð þegar komið var með
Nönnu og óðara orðið ástfanginn af henni. Svo
var honum ekki boðið í veisluna og það erti hann
og reitti til reiði. Þá gerði hann svo vel og klifr-
aði upp í tré í garðinum og ^tekkur isvo þaðan inn
um gluggann, inn í svefnherbergi Möggu, meðan
allir voru í fasta svefni snemma um morguninn, og
hvað sem Nanna sagði, þá nam hann hana á brott
úr rúminu hennar yndislega og 'bjó henni ból í
kolakörfunni.
Hann lagði hana í — kolakörfuna!
Þetta var nú árás, sem fáar vaxbrúður hefðu
getað staðist en Nanna var nú engin kveif, hún
hafði það af!
Nokkrum stundum síðar fanst Nanna í kola-
körfunni og var þá farið með hana til Möggu.
Eins og þið megið nú nærri geta, þá fékk meist-
ari Joko duglega ráðningu — hann var auðvitað
flengdur, og eg held hann hafi átt það meira en
* skilið.
En þetta gerði Nönnu sama sem ekkert til, hún
hafði miklu fremur gott af því en ilt, því að yrði
henni á eftir þetta að verða helst til þóttafull og
drembilát, þá voru yfirlætislausu ibrúðurnar vanar
að kalla upp og segja: “Kolakarfa”! þá rankaði hún
óðana við sér og oddurinn brotnaði af oflæti hennar
Hjún hafði því gott af þessari lífsreynslu.
Hvernig börnin geta Iœrt sögur
Það voru einu sinni nokkur börn, sem léku
“pantaleik,” og þeim kom saman um, að hvert jieirra
sem ekki gæti leyst pant með sögu, skyldi verða að
sitja hjá þegar hin færu að borða bláber og rjóma,
án þess að fá nokkurn hlut af því. Nú var þar einn
drengur, isem átti að segja sögu I staðinn fyrir pant,
en hann mundi enga sögu. Þá fór hann til skóla-
kennarans og sagði: “Góði skólakennari, gerðu svo
vel og gefðu mér sögu, annars fæ eg ekki bláber og
rjóma.” “Það er svo,” sagði skólakennarinn.
“Hvað er 9 sinnum 7.” — “Það er engin saga,”
sagði drengurinn. “ó-jú” sagði skólakennarinn;
“það er ágæt saga, sem heitir margföldunartafla;
vertu ánægður með hana, eg hefi enga aðra.” v
Drengurinn fór nú að leita að sögum og kom nú
til frænda síns, sem var hershö'fðingi. “HVað er
þetta?” sagði hann; “vteistu hvað þýðir:' axilaðu
byssu!” — “Það er engin saga,” sagði drengurinn.
“Jú, það held eg,” sagði hershöfðinginn; “það er
ágæt saga, sem heitir heræfingar. Vertu ánægður
með hana, eg hefi enga aðra.”
Nú fór drengurinn ennþá út og fcom til guðföð-
ur síns, sem var ráðherra. — “Kæri guðfaðir, gefðu
mér sögu, annar fæ eg ekki að borða »bláber og
rjóma.” “Með mestu ánægju. Líttu hérna á, orð-
una um hálsinn á mér. Það er Stanislás annar með
kórónu og sverð.” — “En það er engin saga,” sagði
drengurinn og var kjökrandi. “Jú, víst er það
isaga,” sagði ráðherrann. “Það er virðingin. Vertu
ánægður með hana; eg hefi enga aðra.” Dreng-
, urinn kom nú til móðursystur sinnar, sem var ti^n-
asta hirðkona til að klæða hertogafrúna. “Kæra
móðursystir, gefðu mér sögu, annars fæ eg ekki
bláber og rjóma að borða.” “Já, eg skal undir
eins. Líttu hérna á lausa hárfléttinginn þann arna,
sem eg vef upp á hnakkann á mér, það er eina sagan
sem eg á.“ “En það er engin saga,” sagði dreng-
urinn stynjandi. “Jú, það held eg,” sagði móður-
systirin, “og það sú allra fullkomnasta. Vertu á-
nægður með hana; eg á enga aðra.”
Nú hélt drengurinn áfram og fór til slátrara,
sem seldi kjöt á torginu. “Geturðu gefið mér sögu?”
sagði dregnurinn. “Velkomið,” sagði slátrarinn,
ef eg get gert þér greiða með svo litlu Líttu á,
hérna er svínslæri og tveir grísafætur. Eg hefi
ekki annað til.”
>— En það er engin saga.” — “Hvað er þetta?” sagði
slátrarinn, “getur þú ekki notað fiesk?”
Ennþá einu sirini hélt drengurinn áfram og
kom til ólafar föðursystur sinnar, sem skrifaði
bækur. Nú var hann viss um að fá góða sögu. Ólöf
föðursystir var líka undir eins tilbúin -og gaf honum (
þykka bók með siðferðissögum handa skólabörnum.
“En þetta eru engar sögur,” stundi drengurinn
upp. “Hvað er þetta?” sagði Ólöf föðursystir.
“Dugar það ekki. Það er rjóminn af vísdóminum;
það er siðfræði.”
Nú var aumingja drengurinn ráðalaus og fór til
skóghöggvara, sem var að höggva við úti í skógi.
“Kæri skóghöggvari, gefðu mér sögu, annars fæ eg
ekki bláber og rjóma að borða.” — “Það held eg sé
hægarleikur,” sagði hann, “hér vaxa sögur á
hverjum kvisti.” Drengurinn fór nú út í skóginn
og hvar sem hann horfði í kringum sig voru sögur
á hverjum trjátoppi og hverri grein, þær héngu eins
og körfur í greinunum. Einirunnarnir voru svo
alþaktir fallegum frásögum, að berin sáust varla.
Drengurínn fór að tína, og bráðum fékk hann fulla
vasana; þegar ekki komst meira í þá, fór hann. að
tína í peysuna sína, og þegar peysan var full, þá
tók hann í fangið svo mikið sem hann gat. Nú, pað
er undarlegt, hugsaði hann með sjálfum sér; þetta
hefir frændi og guðfaðir, móðursystir og föður-
systir og slátrarinn og skólakennarinn alls engan
gruri um. “Já, sjáðu til,” sagði einirunnurinn, —
hann var nú æfinlega svo meinyrtur — “það kemur
nú af því, að þau hafa ’alt af verið södd og hefir
því aldrei þurft að leiðast eftir bláberjum og rjóma.”
— Enn skólameistarinn er nú svo magur,” sagði
drengurinn. — “Og hann ér isaddur af sínum mikla
lærdómi,” sagði einirunnurinn, og gaf svo olnboga-
skot með þvössu broddunum sínum.
Drengurinn fór nú heim með stóru söguíbyrð-
ina sína, og svo fékk hann bláber og rjóma, og nú
hafði hann nógar sögur allan liðlangan veturinn, og
fram á vor. En nú skal eg segja ykkur, að það má
fá sögur víða ánnarsstaðar en hjá einirunnunum.
ið á honum, að hann hefði tekið við nokkru af hon-
um. Kaupmaðurinn varð fokreiðuh út af því að
hann skyldi svíkja sig svona í trygðum og kærði
munkinn fyrir dómaranum. — Dómarinn svaraði:
“Þú hefir verið of trúgjarn og einfaldur. Þú hefð-
ir ekki átt að trúa svona í blindni manni þeim, sem
ekki var þér kunnur að dánumensku. Það mun
ekki ganga greitt að koma þessum slungna bragða-
ref tSl að skila aftur með góðu fénu, fyrst honum
var ekki fengið það í votta viðurvist. Eg skal samt
reyna, hvort eg get bætt nokkuð úr þessu. Farðu
nú aftur til hans og vertu mjúkur í máli við hann;
en láttu ekki bera á því, að eg viti neitt af þessu:
Komdu svo til min aftur á morgun um þetta leyti.”
Kaupmaður fór og gerði þetta, en fékk ekkert
nema nógar skammir. Meðan þeir voru að rífast
kemur þræll dómarans með þau skilaboð frá hús-
bónda sínum, að hann biðji munkinn að koma heim
til sín. Munkurinn kemur. Dómarinn tekur honum
ofur vinsamlega leiðir hann inn í bestu stofuna og
hafði svo mikið við hann, eins og hann væri mesti
stórhöfðingi.
Hann fór nú að tala við hann um hitt og þetta,
sló honum innanum nóga gullhamra, og hældi hon-
um svo mikið fyrir drengskap, speki og lærdóm, að
hinn trúði honum eins og nýju neti. Loksins seg-
ir dómarinn: “Eg gerði bdð eftir þér munkur minn,
til að sýna þér, hvað eg trúi þér vel og ber mikla
virðingu fyrir þér. *—Mér liggur mikið á, að feraðst
burtu og verð eg nokkra mánuði að heiman. Eg
trúi ekki þrælum mínum vel; og vildi því feginn eiga
dýrgripi mina í vörslum annars eins manns og þú
ert, sem allir lata svo vel af. Ef eg má mæða þig
með því, og það tefur ekki önnur störf þín ofmikið,
þá ætla eg aðra nótt að senda þér dýrgripi mína.
En þetta má enginn lifandi maður vita;; þessvegna
ætla eg að senda þér þá með þeim þræla minna, sem
eg trúi best og láta eins og það sé gjöf.” Munkur-
inn varð nú hýr í bragði og vinalegur, hneigði sig
allann og beygði, þa>kkaði honum fyrir, hvað hann
tryði' sér vel, sór og sárt við lagði, áð hann skyldi
geyma gripina eins og sjáaldur auga síns; — síð-
an kvaddi hann og var svo hjartaglaður með sjálf-
um sér, eins og hann væri þegar búinn að ná veið—
inni.
Morguninn eftir kom kaupmaðurinn aftur og
sagði frá hvað munkurinn hefði verið óvíkjandi.
“Farðu nú einu sinni ennþá til hans,” sagð dómar-
inn, “og ef hann lætur sig þá ekki, þá hótaðu honum
að kæra hann fyrir mér. Eg ætla að vona, að þú
þurfir ekki að hóta honum því oft.” Kaupmaður
gjörir þetta.
Þegar munkurinn heyrir dómarann nefndann
fær hann honum óðara pyngjuna, því hann mátti
ekki fyrir nokkurn mun missa traust hans, ef hann
átíti að geta haft út úr honum dýrgripina. Um leið
og hann fékk honum pyngjuna sagði hann hlæj-
andi: “Á kunningi, þvi ætli þú farir ekki til dóm-
arans! — Peningarnir þínir hafa verið vel geymdir
hjá mér. Eg var rétt að gjöra að gamni mínu, til
að sjá hvernig þér yrði við.”
Kaupmaðurinn var of greindur til að taka þetta
fyrir tómt gaman. Hann gekk til dómarans og
þakkaði honum, góða liðveislu.
Þegar líður að kveldi fer munkurinn að vonast
eftir fjársjóðnum, eins og um var talað, en svo leið
nóttin að þrællinn kom ekki frá dómaranum með
dýrgripina. Það verður ekki frá því sagt hvað hon-
um fanst langt, undir eins og dagur rann fór hann
því heim til dótnarans: “Það var einasta erindið,
“sagði ihann, “að vita hvernig á því stendur, að
herra dómarinn hefir ekki sent þrælinn sinn til
mín.”
“Það kemur til af því,” svaraði dómarinn, “að
ónefndur kaupmaður, hefir sagt mér, að þú værir
argasti svikari og mun réttvísin hegna þér að mak-
legleikum, ef þú verður ákærður í annað sinn fyrir
slika þrælmensku.”
Munkurinn hneigði sig auðmjúklega til jarðar
og snautaði burtu þegjandi.
TÓLF REGLUR HANDA BÖRNUM.
1. Þurkaðu vel af fótunum á þér á dyraþerr-
unni, áður en þú gengur inn í henbergin. Það eru
aðeins sóðar, sem vaða inn í hrein hús með óhrein-
indi á fótunum.
2. Skeltu ekki hurðinni í lás, ef þú hefir ekki
svo bólgnar oif aumar hendur, að þú getir ekki lát-
ið hana öðruvisi aftur.
3. Komdu ekki þjótandi í hendingskasti inn í
herbergin, eins og þegar skotið er kúlu úr byssu.
4. Hrópaðu ekki og kallaðu, þegar þú vilt tala
við einhvern í öðru herbergi. Vertu heldur svo
viljugur, að ganga iiyi til hans. ,
5. Vertu kurteis og vingjaralegur við alla, en
einkanlega við þá, sem lægra eru settir í heiminum
en þú.
6. Hjartagæði við fátæka og bágstadda er ham-
ingjuvegur.
7. Vertu stundvís og áreiðanlegur “ibráðum”
og “nærri því strax,” koma engum langt á leið.
8. Þvoðu þér jafnan áður en þú borðar, og áður
en þú háttar. Það er bæði ljótit og óholt að éta og
sofa með óhreinindin á sér, og isofir þú með þau,
verður hörundið grátt og ljótt.
9. Borðaðu æfinlega, eins og þú sætir til borðs
með kónginum sjálfum — þó þa$ sé heima hjá þér.
10. Vertu jafn kurteis og athugull heima við
foreldra, systkini, frændfólk og vinnufólk, eins og
þú ert annarstaðar við ókunnuga.
11. Vertu ekki með olnbogann á borðinu, ný
hús þurfa engar aukastyttur.
12. Það er hugleyisi,- að þora ekki að játa bresti
og yfiAjónir sínar. En það er ódrengilegt, að halda
yfirsjónum systkina og félaga sinna á lofti. —
Þegar sumarið er komið, skaltu fara snemma
út á morgnana meðan döggin liggur á grasinu, og
leita um alt túnið; þar liggja mörg þúsund af sög-
um, eins og perlur.. Gaktu ofan að sjávarströnd-
inni þegar svolitlar öldur vagga sér ofan á vatn-
inu með sléttum böndum á milli sín — það eru
isögur, skrifaðar með ibláum bókstöfum, þær skaltu
lesa. Á haíistin skaltu hlusta á þytinn í furutrján-
um — þau segja hetjusögur frá fornöldinni. —
Leitaðu í lynginu, það veit ,ótrúlega mikið, og í
gula laufinu, það veit ennþá meira; það eru ein-
stæðingslegar, raunalegar sögur, skrifaðar með
gulum og bleikrauðum bókstöfum. Þær gera mann
hæglega hygginn og angurværann. Á veturna skaltu
l$sa smágervu versin á gluggarúðunum, sem eru
rituð með frostrósum, og stafa saman allar fallegu
hélurósirnar, sem glitra eins og málverk á skógar-
greinunum. Og þegar kemur fram á útmánuðina,
skaltu skoða litarbreytingar kvöldroðans á skýjun-
um í loftinu; þær ljóma sem gull. Það eru töfra-
hallir sagnanna. Og á haustin og veturna skaltu
lesa silfurritaðar sögur stjarnanna, þær eru há-
fleygastar, bestar og hreinastar allra sagna í
náttúrunni, af því að sjálfur guð hefir skrifað þær
á háa, bláa næturhimininn. Börn mín! ó, ef þið
visisuð, hvað hin mikla auðuga og fagra náttúra
getur sagt ykkur. Miklu meira en eg get tálið upp!
Hver klettur og steinn, tré, runni og smájurt, dýr-
imí skóginum, fuglarnir í loftinu og fiskarnir í sjón-
um — alt andar, finnur til, hugsar og talar á sinn
hátt! Alt hefir það sögur að ségja. En hvað þið
gætuð tínt í hjörtun og vasana og svunturnar ykk-
ar af sögum, ef þið vilduð hlusta á þær. Þegar
náttúran einhverntíma þagnar, og þið heyrið hana
ekki tala lengur, þá er það vottur þess, að þið eruð
orðin Igömul og gráhærð í sálinni. En því skyldu
þið þurfa að geyma grá hár ‘í sálinni? Verið þið
jafnan ung í anda, verið þið guðsbörn í hjartanu,
þó þið verðið gömul og gráhærð, eins og hún amma
ykkar. Þá heyrið þið náttúruna alt af tala, þá heyr-
ið þið englana syngja guði lof í hæðunum, og þá
verður ykkur aldrei kalt í sorgum og bágindum
heimsins. —
v i 1 ■
Hyggni dómarinn.
Kaupmaður nokkur ætlaði (að ferðast erlendis;
fékk hann þá förumunki einum, er hann hélt að væri
vinur sinn, pýngju með 1000 zechinum og bað hann
geyma fé þetta fyrir sig meðan hann væri burtu.
Að ári liðnu kemur. kaupmaður heim aftur og biður
hann að skila sér þeim. En munkurinn, sem ekki
var nema tóm svikin, bar á móti því upp í opið geð- '
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tlmar: 2_3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba.
Vér leggjum sérstaka áherzlu á aC
selja meSul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá. eru
notuð eingöngu. pegar þér komiS
me8 forskriftina til vor, megiS þér
vera viss um, að fá rétt þaC sem
læknirinn tekur til.
COLCLEUGH & CO.
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7659—7650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN
ísi. lögfræðijigar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6840
DR 0. BJORNSON 216-220 Mcdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tímar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON 216-220 Mcdical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: '3—5 Heimili: 921 Sherbume St. Winnlpe^, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 IWodleal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1884 Stundar augna, eyrna nef og * kverka sjúkdðma.—Er áð hitta kl. 10-12 f.h. ^g 2-5 e. h. Heimíli: 373 River Ave. Tals.: F-2691
DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er að httta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Offioo Phonc: N-6410 Heimlli: 80’6 Victor St. Simi: A-8180
DR. Kr. J. AUSTMAN'N ' Viðtalstlmi: 7—8 e. b. Heimili: 1338 WoLsley Ave. Slmi: B-7288.
DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medical'. Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217
DR. G. J. SNÆDAL Tannkeknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talsími: A-8889
Dr. H. F. THORLAKSON Þhóne 8 CRYSTAIj, n. dak. Staddur að Mountain á m&nud. kl. 10—11 f. h. Að Gardar fimtud. kl. 10-11 f. h.
•
Munið símanúmerið A 6483 og pantið meðöl yðar hjá oss.— Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- vizkusemi og vörugæði eru ðyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdðmsríka reynslu að baki. — Allar tegundir lyíja, vindlan, Is- rjðml, sætindi, ritföng, tðbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame
Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 ( • St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL 818 Sherbrooke St. Selur líkjdstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Enn fremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifst. Talsími: N-6607 Ileimilis TaLsími: J-8302
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
Islcnzkir lögfræSingar.
708-709 Great-West, Perm. Bldg.
356 Main St. Tals.: A-4963
l>eir hafa einnig skrifstofur aB
Lundar, Riverton, Gimli og Piney
og eru þar aC hltta á. eftirfylgj-
and tlmum:
Lundar: annan hvern miðvikudag
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimll: Fyrsta miCvikudag.
Piney: priðja föstudag
1 hverjum m&nuðl.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðingnr
Hefir rétt til að flytja mál bæCl
1 Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Seinasta mánudag I hverjum mán-
uði staddur 1 Churchbridge
.1. J. SWANSON & CO.
Verala með fasteignir. Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán, eldsábyrgð o. fl.
\ 611 Paris Bldg.
Phones: A-C349—A-6310
STEFAN SOLVASON
TEACHER
of
PIANO
Ste. 17 Hhnily Apts. Emily St.
KING GEORGE HOTEL
(Cor. King og Alexander)
Vér höfum tekið þetta ágæta.
Hotel á leigu og veitum við-
I skiftavinum öll nýtízku I>:eg-
tndi. Skemtileg herbergi til
leigu, fyrir lengri eða skemri
tírna, fyrtr mjög sanngjarnt
verð. petta er eina. hótelið í
Winnipcg-borg, sem íslending-
ar stjórna.
TII. BJARNASON
Emil Johnson. A. Thomas
SERVIOE ELEOTRIC
Rafmagns Oontracting — Alls-
kyns rafmagnsáhöld seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McClary Eldavélar og höfiun
þær til sýnis á verkstæðl vorn.
524 SARGENT AVE.
(ganila Johnson’s byggingin við
Young Stroet., Winnipeg.
Verskst. B-Í507. Heim. A-7286
Verkst. Tals.:
A-8383
Tleima Tals.:
V A-9381
G. L. STEPHENSON
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáliöld, svo sem
stranjárn, víra, ailar tegnndtr af
glösum og aflvaka (batteries)
VERKSTOFA: 676 IIOME ST.
Sími: A-4153. ísl. Myndastofa.
Walter’s Photo Studio
Kristín Bjarnason, eigandi.
290 PORTAGE Ave., Winnipeg.
Næat bið Lyceum ieikhúsið.
JOSEPH TAYLOR
Lögtaksmaður
Heimatalsímf: St. John 1844
Skrifstofu-Tals.: A-6557
Tekur lögtaki bæði hösaleiguskuld-
ir, veðsltuldir og vlxlaskuldir. — Af-
greiðir alt, sem að lögum lýtur.
Skrifstofa 255 Main St.
lslenzka bakaríið
Selur lieztu vörur fyrir lægsta
verð. Pantanlr afgreiddar bæðá
fljótt og veL Fjölbreytt úrval.
Hrein og lipúr viðskifti.
Bjamason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg.
Phone: B-4298
MRS. SWAINSON
að 627 SARGENT Ave., Winnliieg,
hofir ávalt fyrlrlisjgjandi úrvals-
Wrgðir af nýtízku kvenliöttum.
Hún er eina ísl. konan, sem slíka
verzlun rekur í Wtnnlpeg. Islernt-
ingar, látið Mrs. Swalnson njóta
viðskifta yðar.
LINGERIE VERZLUNIN
6^5 Sargent Ave.
þegar þér þurfið að láta gera HEM-
STITCHING. ' þá gleymiði ekki *C
koma i nýju búðina á Sargent. Alt
verk gert fljétt ok vel. Allskonar
saumar gerðir o« þar fæst ýmiSlegt,
sem kvenfðlk þarfnast.
MRS. S. GUNNLAUGSSON, Eignndi
TaLs. 1Í7327. Winnipeg
I