Lögberg - 03.12.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.12.1925, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG FIMfTUDAGINN, 3. DESEMBIER 1925. Jögbetg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., iC°r- Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talsimart N»6327 o£ N*6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakrift til blaðsina: Tt\E S0LUMBU\ PHE8S, Itd., Bo* 317*. Winnlpeg. M»n- Utanáskrift ritatjórana: EOiTOR LOCBERC, Box 3178 Winnipog, M»"- The ‘‘LÖKberg" ls printed and publlshed by The Columbia Press, Llmlted. in the Columbia Building, €S5 Bargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Locarno samningurinn. Eitt af táknum síðari tíma er það, hve ákveðnir og einlægir menn virðast vera orðnir í því, að reisa skorður gegn stríðum í framtíðinni. Þegar stríðið síðasta og ægilegasta, sem háð hefir verið, stóð sem hæst, og Bandaríkjaþjóðin átti úr þvi að skera, hvort hún skærist í þann hildarleik eða ekki, lagði þáverandi forseti þjóðarinnar, Wood- row Wilson, aðal áherzlu á það, að Bandaríkjamonn- um bæri að skerast í þann leik og Ibrjóta 'á bak aftur stríðshvatir manna — fara í stríðið og (berjast, til þess að binda enda á stríð í heiminum. Margir hafa síðan gjört lítið úr þessu áformi, og það ekki með öllu að ástæðulausu. Mönnum er naumast láandi, þegar þeir sáu hvað var að gjörast í heiminum, þó von þeirra dofnaði í sambandi við þá hugsjón,—var naumast láandi, þeg- ar þeir litu til Kína, Balkanþjóðanna, Sýrlands og jafnvel til Tyrkja, þó þeir væru vantrúaðir á, að stríðið mikla hefði verið háð til þess að ibinda enda á stríð. En þrátt fyrir þann óróa, sem átt hefir sér stað, og þrátt fyrir iblóðsúthellingarnar, sem orðið hafa á ýmsum sviðum, þá er víst, að leiðandi og hugsandi menn Evrópuþjóðanria hafa verið, og eru, í allri ein- lægni að leitast Við að koma málum þjóðanna í það horf, að hugsjón sú hin fagra, hugsjónin um stríð- lausan heim, megi rætast í raun og sannleika. Fyrsta verulega viðleitnin í þessa átt kom fram í samlbandi við friðarþingið í Versölum 1919, þegar Woodrow Wilson, fyrir hðnd Bandaríkjanna, og Lloyd George, fyrir hönd Breta, lofuðu að sjá um, að Frökkum væri ekki hætta íbúin af hálfu Þjóðverja. Með þessum loforðum, eða réttara sagt stefnu þessara tveggja þjóðhöfðingja, er ný stefna hafin í aðstöðu þjóða gegn styrjöldum. Áður fyr var að eins að ræða um sjálfsvörn fyrir þjóðunum, þegar þær mynduðu ibandalag á ein- hvern hátt, og það er raunar líka svo fyrir Frökkum í þessu tilfelli. En það er ekki svo fyrir Bretum og Bandaríkjamönnum, sízt þeim síðarnefndu. í þessu sambandi hefir það enga þýðingu, þó þetta næði ekki fram að ganga, þó viðleitni Wilsons væri brotin á bak aftur af Iðggjöfum þjóðar hans og ekkert yrði úr framkvæmdum af hálfu Breta, þó þingið brezka samþykti samninginn. ísinn var brot- inn og vegurinn opnaður að veglegri afstöðu þjóð- anna hver til annarar, en verið hafði í sambandi við stríðsmálin. Næsta spor í þessu máli er stigið tveimur ár- um síðar í Cannes, þegar Lloyd Goorge er fús á að taka ábyrgð þá, er Bandaríkja forsetinn og stjórnar- formaður Breta höfðu viljað að þjóðir sínar tækju í samibandi við Frakka árið 1919. Og síðasta og stærsta sporið í þá átt var stigið nú síðastliðið sum- ar, með Locarno samningunum, er fullnaðar stað- festing hlutu af öllum aðiljum 1. þ. m. Locarno samningarnir eru gerðir til þess að tryggja frið í Evrópu, og hafa þjóðirnar í Vestur- Evrópu tekið þátt í honum. Svæði það, sem var aðallega til ástejrtingar í þessu efni, var Rínárdalurinn, eða réttara sagt, trygging á friði milli Þjóðverja og Frakka. Eins og menn muna, þá gengu Frakkar ægilega hart eftir réttindum þeim, sem Versala samningarnir heimil- uðu þeim frá Þjóðverjum, — sendu setulið f iðnað- arbæi þeirra og tóku stóriðnað Þjóðverja í hendur sér, án þess þó að Ibera nokkuð verulegt úr Ibýtum annað, en að svala yfirgangsþrá sinni. Nágrannaþjóðirnar sáu, að slíkt gat ekki leitt til annars en sí-ibrennandi haturs-elds á milli þjóð- anna, sem þegar minst varði sprengdi af sér öll ibönd og æddi með báli og brandi ekki að eins yfir löndin Ibæði, heldur líka ef til vildi út um alla Evrópu. Það er því ef til viIJ naumast hægt að segja, að bróðurkærleikurinn einn hafi ráðið hjá þeim óvið- komandi þjoðum, sem undir Locarno samninginn rit- uðu, heldur hafi það að einhverju leyti verið sjálfs- varnartilfinníng, sem þar stóð á bak við, En aðal- hugsunin hefir þó óefað verið sú, að lægja óvildina og tortryggnis-óvissan hjó. Þjóðverjum og Frökkum, svo að þeir gætu notið sín við þarflegri verk, en að ýbbast hverir við aðra. Aðal punkturinn í þessum Locarno samningum er, að þjóðir þær, sem undir hann hafa ritað, hafa tekið á sig ok þessara tveggja þjóða, sem var þungt, að nokkru leyti að minsta kosti, og á þann hátt hlaupið undir ,bagga með þeim til þess að þær gætu notið sín, ón þess að um nokkra fjárvon væri að ræða, undirkastað sig áJbyrgð, sem engin hagnað- arvon var að fyrir þær önnur en sú, að fyriribyggja ófrið á því sviði Evrópu, en tryggja varanlegan frið. Þegar þjóðirnar fara að haga sér þannig, hver gagnvart annari; þegar þær fara að jafna misklið- armál sín með góðvild og óeigingjarnri fórnfærslu, þá er von um bjartari framtíð og -betra samkomuíag þeirra á milli, en verið hefir. Og þá hefir maður líka ástæðu til að vonast eftir því, að von Woodrow Wilsons forseta rætist, um að stríðið síðasta hafi verið háð til þess að binda enda á stríð og hlóðsút- hellingar. Grundvöllur að guðsríki lagður á meðal Vestur-Islendinga. Ársskýrsla Únítarafélagsins í Boston yfir árið 1925 og Ársrit fyrir 1925-26, hafa oss borist í hendur, og hafa þau ýmsan fróðleik að færa, sem þeirri starfsemi viðkemur. Kaflar tveir eru þar, sinn í hvorri bók, sem snerta íslendinga bæði hér vestra og heima á ætt- landinu. Eftir að Rev. Elmer S. Forbes hefir skýrt frá starf- seminni kirkjulegu á starfsviðum þessa féiagsskapar, á Gimli, þar sem hann segir að safnaðarlífið hafi verið endurvakið til þróttmeira lífs af séra Melan, sem sé hinn “ákjósanlegasti fbrautryðjandi”; í Ár- nesi, í Árborg, í Selkirk, þar sem hann bendir á, að afturhaldið sé óskaplegt. Að séra Albert Kristjáns- son hafi verið að vinna á svæðinu í grend við Shoal Lake og Mary Híll, og einnig farið nokkrar ferðir til hinná fjarlægari bygða, þar sem hann hafi pré- dikað í samkomu- og skólahúsurp guðs ríki til efl- ingar, og: “þó verkið sé hart og ekki beri mikið á því, þá sé með því undrstaðan að guðsrík lögð.” Mr. Forlbes heldur auðsjáanlega, að útsveita- fólkið islenzka í Ameríku sé ihundheiðið, og ef til vill íslendingar allir — svo heiðnir, að Únítarar austur í Boston finni sig knúða til þess að verja stórfé árlega til þess að leggja “undirstöðuna” að guðsríki á meðal þeirra. Oss dettur ekki annað í hug, en að þeir gjöri þetta í beztu meiningu, og að þeir vilji með því leit- ast við að frelsa sálir íslendinga frá glötun. 'En þó að vér finnum til þeirrar umhyggju fyrir sálarvelferð íslendinga, þá getum vér naumast sætt oss við þann skilning Mr. Forbes á hinu andlega á- sigkomulagi þeirra, að þar sé ekki um neina “guðs- ríkis undirstöðu” að ræða. Oss finst satt að segia, að þetta sé einhver sú mesta fjarstæða, sem vér höf- um nokkurn tíma séð á prenti, um þá, eða nokkra aðra, og meira en það, oss finst það vera móðgun á hæsta stigi gegn öllum íslendingum, en ekki sízt gegn íslenzkum mæðrum í nútíð og fortíð, sem í ljósi guðs orða hafa leitast við að leiða ibörnin sín að kæríeiks- hjarta guðs. En þetta er nú nokkurs konar útúrdúr, því Mr. Forbes hafði ekki lokið máli sínu. Þegar hann var 'búinn að skýra frá undirstöðu-fbyggingu séra Al- berts Kristjánssonar undir guðsríki á meðal íslend- inga, fer hann að segja frá starfi séra Rögnvaldar Péturssonar, og gjörir það á þessa leið: “Auk þess að heimsækja Ibygðirnar, sem lengra eru vestur, þá hefir Mr. Pétursson unnið mikið að útgáfu blaðsins ‘Heimskringlu’, hinu kristilega málgagni íslenzku kirknanna, og er vafasamt hvort þær gætu haldist við án þess.” “Starfið í Anieríku gengur vel og eykst að mikl- um mun í framtíðinni. Það er nú kominn tími til þess að hefja starfsemi á íslandi sjálfu. Sterk frelsisalda á trúmálasviðinu í Reykjavík mundi taka frjálsri kirkju fegins hendi. Kirkja sú mundi draga til sín æskulýð borgarinnar, og hún mundi verða varnarmúr gegn vissum afturhaldstilhneigingum, bæði á trúmálalegu og Iborgaralegu sviði. Tækifær- ið er okkar; það væri slys, ef við hagnýttum okkur það ekki fyllilega.” Svo það lítur út fyrir, að þessir blessaðir Bos- tonmenn ætli ekki að gjöra endaslept við íslend- inga, heldur leggja grundvöllinn að guðsríki — líka heima á landi feðra vorra. í Árbókinni (Year Book), stendur eftirfylgjandi skýrsla: “Hugsun manna í samandi við trúfrelsi hefir náð eftirtektaverðum þroska á íslandi. Hófst hún um miðja síðustu öld með þeim Magnúsi Eiríkssyni cand. theol., Birni Gunnlaugssyni og Eiríki Magn- ússyni; og hafa frjáls trúarlbrögð þroskast þar síð- an, bæði innan kirkjunnar og mentastofnana lands- ,ins. “Allir þessir menn voru ákveðnir Únítarar, sá fyrst og síðastnefndi á Iborð við Theodore Parker, þar seiri prófessor Gunnlaugsson líktist meir þeim Whittier og Longfelow. En ef til vill hefir þó skáld- ið Dr. Matthías Jochumsson á Akureyri, sem lengi var prestur í þjóðkirkjunni lútersku, verið þektastur talsmaður únítariskrar kristni á síðastliðinni hálfri öld. Hann tók þátt í únítarisku hreyfingunni árið 1873, og varð þá fregnriti Brezka og Útlenzka Ún- ítariska félagsins, á íslandi. Ljóð hans og einkum sálmar, sem margir eru teknir upp í hina lögá- kveðnu kirkjusöngsibók ríkiskirkjunnar, hafa náð með boðskap sínum, góðvild, von og kærleika, til hjartna landsmanna hans. Haskóli fslands, þó hann sé miklu minni en Harvard háskólinn og þoli ekki samamburð við hann yfirleitt, er hann þó líkur honum að því, að við hann ríkir andi umburðarlyndis að því er trú- arbragðalegar rannsóknir snertir. í hásikólaráðinu eru, með sárfáum' undantekning- um, menn, sem hlyntir eru únítariskum trúarskoð- unum og frjálslyndum kristindómi, eins og Dr. Ágúst H. Bjarnason, formaður heimspekisdeildarinnar; Dr. Guðmundur Hannesson, formaður læknafræðisdeild- arinnar, og séra Harldur Níelsson, formaður guð- fræðideildarinnar. Yfirleitt talað, þá tilheyra flestir þektir rithöf- undar hópi hinna frjálshugsandi manna, svo sem Einar H. Kvaran, Dr. Guðmundur Finnhogason og fleiri. JafnVel biskup landsins, Rt. Rev. Dr. Jón Helgason, er ákveðinn nýtízku guðfræðingur. Alt er nú þetta vonbjart, og lofar miklu um framtíðina, en nýlega hefir hreyfing gjðrt vart við sig á íslandi, sem er bæði til baka haldandi og fer í byitmgaáttina. Kaþólskt trúboð dregur til sín sumt af æskulýðnum og svo svæsin kommúnista-iholshe- vista kenmng, sem hvorutveggja er fram borið með a, 111. v AU UI UUIIl pvi, ao pessar aiturhalds tilhneiginc ar seu að eins stundar fyrirhrigði, en við þurfur ^ aðstoð hinna fnálslyndu vin' okkar að halda, til þess að veita þeim viðnám. R- P- — Á. B.” Fálmandi foreldrar og hugs- unailaus börn. Eftir Florence Hull Winterbum. Ósamræmi í heimilislífi. 1 'hinum lægri stéttum mannafélagisins, er móðirin, sem ekki sér út fyrir það sem hún þarf að gera á heimilinu sökum þess að hún verður að flýta sér að komast í þurtu, -til þess að hjálpa manni sinum að vinna fýrir því, Snemma á morgnana fer hún að heiman til þess að vinna a skrifstofu, eða 1 verksmiðju og þegar 'hún kemur heim á kveldin er hún of þreytt andlega og líkamlega til þess að geta tekið þátt í samlífi með börnum sínum. Svo er faðirinn sí-möglahdi gegn lögum, sem honum finst að séu til verndar þeim ríku og ergelsið út af því og öðru fleiru lendir á börnunum, því erg- elsið er fylginautur óánægjunnar. Börnin eru í augura hans augna-yndi, eða ómagar vanalegast ó- magar, sem faðirinn ýtir út á götuna til þess að losna við. Þar lenda þau í óhollum félagsskap og svo er úti um þau, að því leyti er samhand þeirra við heimilislífið snertir. Götufélagar þeirra verða þeim kærari en hin óaðgengilegu heimili þeirra, á sama hátt og for- eldrar hafa meira uppáhald á öðru en hörnum sín- um. Hvaða óréttlæti er það fyrir foreldrana, að missa ást harna sinna, þegar þau hafa aldrei reynt til þess að halda henni? Kærleikur er ávöxtur menningar á háu stigi. í eftirtektaverðri ritgjörð í The Sociological Review kemst Christopher Dawson svo að orði: “Það er til menning, eða æfagamalt andlegt samfélag og samtök, sem miða að hagnýtri einingu, .— það er hið pólitíska mannlífs fyrirkomulagf” Höfum við útbreitt andlega samfé- lagið-í landi voru, sem míiðar til æðri menningar? Mundum við ekki sem hagsýn þjóð, hrosa að þeirri tilfinningu, sem gjörði það að atriði í lífi okkar, sem við ættum að bera á/byrgð á? Á heimilinu, sér maður hugsjónfir þjóðarinnar. f Bandaríkjunum er naumast að finna andlegt sam- félag nú í dag, en þar er mikið af ihagnýtum sam- tökum, sem miða að þvj að leiða huga þjóðarinnar að veraldlegum framkvæmdum og setja pólitískt jrfirbragð á andlitsmynd hennar. Pólitíkin er að sliga þjóðina, og henni fylgir ó- einlægni og ósjálfstæði. Hún er óskyld að uppruna og lyndiseinkunn, innan véhanda hennar sýður ó- eining og ósamræmi. Fólk af mismunandi þjóðflokkum á oft heima í sömu húsunum, sem ekki gjörir ástandið aðgengi- legra. Börnin eru fædd af foreldrum af mismun- andi þjóðflokkum, með gegnstríðandi lyndisein- kenni, og vita ekkert hvað þau eiga að halda, þeg- ar þau sjá hi@ sama hjá foreldrum sínum og frændum. ÞEIR SEM ÞURFA_ LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& DoorCo. . Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambcrs Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Souris Kol $6.50 tonnid Odýrustu kolin að brenna að haustinu Thos. Jackson & Sons COAL—CQKE—WOQD 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: B 62-63-64 í heimilislífinu í Bandaríkjunum er ekki að finna einingu þá, sem gjörir heimilislífið hjá Frökkum samfelt, rólegt, örugt og< fastheldið við þjóðlega siði og hugsjónir. Þar er heldur ekki mikið að finna af hinum forna engil-saxneska metn- aði, að familíufaðirinn gæti ekki ósatt orð sagt, nema að glata sjálfsvirðingu sinni. Það er óhjákvæmilegt að innræta ungling- unum sjálfsvirðingu á heimilinu, að þroska þá svo, að þeir séu svo siðferðislega sterkir að þeir séu ein- færir og sjálfstæðir — að þeir finni til þess, að beir séu jafnsterkir og snjallir öðrum og séu færjr um að gjöra það sem rétt er, — ekki sökum þess, að lög- in skipa svo fyrir, heldur af því, að þei’' sjálfir krefjast þess sem rétt er, umfram það sem rangt er. Við verðum að kannast við, að það eru réttar og rangar fyrirmyndir í ðllum mannfélögum.. — Það sem rétt er hjá Indíánum, er 'Evrópumönnum andstyggilegt. Það er óhugsanlegt annað, en að við Banda- ríkjamenn eignumst einhverja varanlega þjóðrækn- islega fyrirmynd, sem heimilisblærinn lagar sig eftir. En æðra en öll þau siðvenju takmörk er eitt, og það er sannleikurinn. Eg trúi því ekki, að lygin sé ibörnum meðfædd, ilt upplag, svik eða kænska. Þau verða að vera fædd af slæmum foreldrum og sérstaklega hneigð til lygi, ef þau í byrjun fara vilt vegar, og ef að foreldrar þeirra eru háttprúð, og leiðbeina börnum sínum í tíma þá er opinn vegur til þess að þau læri að meta sannleikann hans sjálfs vegna. óeinlægni er ljót og friðar engan, þegar til lengdar lætur. En barn sem er hrætt leitar lýginnar eins og hjörtur skjóls undan veiðimanni. Það væri engin svik til án hræðslu. iSannleikselskt ham er sú persóna fjölskyldunnar, sem enginn ætti að eiga í óeirðum við. Þau foreldri, sem reyna til þess að eyðileggja sjálfsvirðingu þess íbarns meeð auðmýkjandi siðareglum, eru brjóstumkennanleg. Foreldrar ,sem gleyma því að þegar sjálfsvirð- ingin er glötuð þá er alt glatað og eru alibúin og áfram um að koma ungling, sem hrasað hefir undir vernd laganna eru í fylsta máta skammsýn. Er um- burðarlyndi sameiginleg kærleikstilfinning, og heil- hrigður skilningur dauður á meðal vor? Það væri ekki óþarft fyrir okkur að staldra við, og athuga vandlega afleiðingar þær, sem hið eyðileggjandi stríð á milli gálausrar æsku og fullorðins aldurs hefir. Sjálfur er eg þess fullviss að versti þröskuld- urinn á milli fullorðna fólksins og æskulýðsins er hinn miskunnarlausi og ákveðni sjálfsþótti for- eldranna. Samhygð nauðsynleg. Ungt fólk er í eðli sínu örugt, en samt ráðþæg- ið og fremur ógjarnt á að ráðast í hý fyrirtæki, eða hrjótast á óþektar brautir, nema því aðeins, að það sé æst til þess, með mótþróa og óskynsamlegri með- ferð. Undir eins og það finnur til hálfkærings og háðs, fer það að verða hugsjúkt, og verða þeim fullorðnu andstætt, sem hafa sært sjálfsvirðingu þess. Unga fólkinu verður aðeins haldið í skefjum með hörðum hlýðnisreglum. En horgar slíkt uppi- haldslaust stríð sig? Er slík aðferð skynsamleg? Kemur hún nokkru góðu til leiðar þegar fram í sækir ?' Væri það ekki happasælla, og heilbrigðari að- ferð, að viðurkenna, að staða foreldranna á ekki að miða þeim sjálfum til þæginda í þessu sam- bandi, heldur fyrst og aðallega hörnum þeirra til blessunar. Hinar beinu skyldur foreldranna eru að undinhúa hörn sín með allri þolinmæði og hagsýni undir það að geta lifað sjálfstæðu lífi, sem ein- staklingar og siðferðislega hreinu lífi, sem horg- arar. Það er aðal atriðið. Hvernig að samiband foreldra og barna verður, — hvort að það verður ánægjulegt og að ibörnin sýni foreldrum sínum skyldurækni, er algjörlega undir því komið, hvernig þau haga sér, eða breyta, hvort gagnvart öðru. En þegar að harn sýnir foreldrum sínum fjandskap, þá er ástæðuna fyrir því að finna í ósamræmi er snemma hefir átt sér stað í samlífi þeirra. Lífið, eins og það er í dag, getur aldrei horfið til baka og orðið eins og það var á síðastliðinni öld. Stríðið mikla hefir haft þau áhrif á ungdóminn að hann sækir nú fram með nálega óstjórnlegu sjálfstrausti. Frá sálarfræðilegu sjónarmiði talað, þá er eitthvað í umhverfi manna, sem er þrungið wiótþróa, og sem æsir geðsmuni hvers þess sem rek- ur sig á það. Við erum ekki þeir einu, sem finnum til þessa innra ósamræmis. En við eigum ýfir allmiklu af heilbrigðu viti að ráða, sem ekki væri vanþörf á að hagnýta. Vér hinir eldri verðum að læra að breyta sið- venjum vorum að einhverju leyti — slaka að ein- hverju leyti til við kröfur tízkunnar og í hugðnæmt samræmi við smekk og háttu harna vorra. Ekki samt á þann hátt að apa eftir þeim hverja heimsku sem þau kunna að taka upp á, heldur að sýna þeim umlburðarlyndi og góðvild þegar hugur þeirra og áform eru á reiki, eða ef við getum ekki sýnt um- hurðarlyndi, þá að láta þau afskiftalaus og láta reynsluna kenna þeim það, seni við getum ekki kent. Ef við gjörum það ekki þá kviknar brátt innan fjölskyldanna haturseldur, sem þjóðinni verður hættulegri og skaðlegri en nokkurt stríð við útlend- ar þjóðir gæti orðið. Vestur-Islendingar. Erindið, sem Einar H. Kvaran flutti í Nýja Bíó 3. okt. síðastl. (Fiamh. frá 2. bls.) Eg geri ráð fyrir, að ýmsum verði að spyrja: Hvað líður ísl. þjóðerni og ísl. tungu í Ameríku? Við höfum mikið verið um það fræddir að þetta sé alt á förum. Hvernig hugsa Vestur-lslending- ar til íslands? Mér hefir skilist á sumum, að þeir haldi, að það sé með nokkuð miklum kulda. Eg tel mig ekki neinn hæstaréttardóm- ara í þessum efnum. En nokkuð veit eg um það. Eg veit t. d. það, að eg hefi ferð- ast meira um meðal Vestur-ís- lendinga en nokkur annar maður hér á landi, sem mér er kunnugt um, og eg get varla sagt, að nokk- ur maður þar, sem af íslensku bergi er brotinn, gamall né ungur, hafi talað við mig annað en ís- lensku. Eg hefi talað við fjölaa af mönnum, sem annaðhvort hafa komið ung hörn til Vesturheims eða fæðst þar, og tala eins góða íslensku og eg. Það virðist svo, sem íslenskan standi mj'ög föstum fótum úti í nýlendunum. Menn tala þar íslensku og ensku jafn- vel, sumir — líklega samt ensk- una síður. Töluvert öðru máli er að gegna í borgunum. Unga kyn- slóðin kann þar yfirieitt ekki eins vel islensku eins og úti í sveitun- um, þó að sumt fólk, sem henni tilheyrir, kunni íslensku ágætlega. En það er eðlilegt og óhjákvæmi- legt, að þar verði enskan ungum m'önnum tamari. Þar ihafa menn svo miklu meiri mök við ensku- mælandi menn, alt frá skólunum og barnaleikjunum og út í starfið. Þar verður það auðvitað einkum gáfaðra fófikið, sem leggur stund á íslenskuna, og eg geri ráð fyrir, að þegar enn lengra líður, muni margir alveg leggja árar í bát með Ihana. Það er ókleift að segja, hvað lengi íslenzkan helzt við vestra, eða hvenær hún verður al- dauð, ef engir útflutningar verða héðan af landi. En enn verður ekki annað sagt, en að hún lifi góðu lífi og líklegast svo góðu lífi sem frekast er unt að hugsa sér þegar allar ástæður eru teknar til greina. Að minsta kosti ættum við ekki að því að finna, hvað íslensk- unni hnigni þar. Ekki ihöfum við stutt vini íslenskunnar þar svo kappsamlega í baráttu þeirra — jafnvel reynst ófáanlegri, að ör- fáum mönnum undanteknum, til þess að kaupa rit Þjóðræknisfé- lagsins. Annað veit eg: Vestur-Jslend- ingar vita svo mikið um ísland og alt, sem thér . er að gerast, aíi í fyrstu stórfurðaði mig á því. Eg á ekki við fræðimenn þeirra. Eg á ekki við menn eins og séra Rögn- váldur Pétursson, sem á eitt- hvert það ágætasta íslenzkt hóka- safn, sem til er á nokkru heim- ili austan hafs og vestan, og er svo fróður maður um alt íslenskt að fornu og nýju, að ekki munu vera nema íörfáir menn hér á landi, sem standa bonum á sporði í þeim efnum. Eg á ekki við menn eins og núverandi forseta þjóð- ræknisfélagsins, séra iJónas A. Sigurðsson, sem segja má um, að ísland og alt íslenskt sé honum ástríða. Eg lá við allan almenning manna. Eins og eg sagði, furðaði eg mig á því, hvað þekkingin var mikil á íslenskum efnum. En bráðlega áttaði eg mig á því. Það stafar af þeirri miklu fræðslu, sem viku'blöð þeirra, Lögberg og Heimskringla, veita lesendum sínum um íslensk málefni. Þau prenta svo mikið upp úr blöðun- um héðan. F)yrir það eiga þau hinar mestu þakkir skilið af vorri hálfu. Fyrir bragðið verður sam- band Vestur-íslendinga við ís- land svo margfalt sterkara; hug- ur þeirra er í hverri viku leidd- ur hingað; og skilningur þeirra á mönnum og málefnum verður svo margfalt ljósari en hann annars gæti orðið. Þetta stingur nokkuð alvarlega í stúf við þá vanþekking á hög- um V.-ísl., sem ríkir hér Iheima. Blöðin hafa, alveg vanrækt það skyldustarf að fræða menn um þá. Þetta verður að breytast. Þetta atriði er V.-ísl. viðkvæmt. Þeim finst alt af 1 öðru veifinu, að við lítum niður á þá. Auðvitað væri nokkuð hlægilegt, ef við gerðum það, og auðvitað gerir það enginn maður með viti. En það er afar-óríðandi, að þeir finni til skilnings og samúðar frá sínum fornu átthögum. Það er einhvernveginn svona, að þrátt fyrir það mikla gengi, sem þeir hafa í sínu nýja landi, þá er öll samúð héðan að heiman þeim svo ótrúlega mikill gleði- auki. Þetta stendur auðvitað í sam- bandi við þann kærleika og þá djúpsettu ræktarsemi, sem þeir bera í ferjósti til Islands. Eg átti tal við bóndamann, sem aldírei hafði skort neitt í Vesturheimi. Honum fórust orð 'á þessa leið — eg setti þau vel á mig og eg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.