Lögberg - 18.03.1926, Page 3

Lögberg - 18.03.1926, Page 3
LÖGBElvG FIMTUDAGINN, 18. MARZ 1926. Bls. 3. aaHKK^W^fl!6<SaK!5æS»KMSöWKDi!SKKKSCœ<KHHra8!SRSfBSaai8Hlí Sérstök deild í biaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga ciuíxisitíeti^.” Jörundur. Saga eftir Jóhönnu Spyri. (Æskan.) ÞRIÐJI KAPITULI. Jörundi fer að ganga betur. .Skamt þaðan, sem Jörundur sat og var að gráta fyrir skemstu, rann lítil á og hraðaði sér út í stöðu- vatnvatn eigi alllítið. Við ána stóð vatnsmylna og kringum hana stóðu gömul og laufrík valhnotutré. Mylnuhjólið stóra snerist óaflátanlega. Inn í mylnuna voru bornir stórir kornsekkir, en aðrir sekkir voru bornir út fullir af drifhvítu mjöli og látnir á vagna, sem biðu þar eftir þeim. “Hér hlýtur að vera indælt að vera, þar sem menn eru svona í óða önnum, hugsaði Jörundur um leið og hann færðist nær mylnugarðinum. Malarinn gekk þegjandi fram og til baka frá húsinu sínu og út á völlinn og af veUinum í fjósið og úr fjósinu í mylnuna. Hann sagði ekki neitt, sem hægt væri að greina, heldur öskraði hann í ein- hvern af mylnumönnunum: “Láttu nú sjá, að þú getir hreyft þig!” og var hann með því að atyrða einn mlnusveinninn, sem geikk framTijá. Malarinn var maður, sem kunni góða grein á öllu, sem að iðn hans laut, og hafði glöggar gætur á öllu og öllu. En það var ekki á honum að sjá, að þetta mylnu-óðal hans og blómlega atvinnugrein veitti honum nokkra gleði. Það mátti svo greini- lega sjá á svip hans, að hann kvaldist af einhverju hugarangri. Konan hans var heldur ekki eins glað- vær og hún hafði verið fyrir nokkrum árum. Þá voru fáir staðir unga fólkinu kærari en mylnugarð- urinn; þar fanst því það vera heima hjá sér, því að konan malarans kunni þá lagið á því að taka sinn þátt í gleði og skemtunum þess. Þau hjónin áttu son og var hann einkabarnið þeirra. Móðirin vildi gera alt, sem hún gat, til að gleðja hann við hátíð- leg tækifæri, því að hann var fjörugasti og gáfað- asti drengurinn í öllu hverfinu. “Enginn verður slíkur mylnustjóri sem |iann, er fram líða stundir,” sögðu allir, sem þektu hann. “Já, hefðirðu bara vitað, hve allir voru glaðir og ánægðir hérna á mylnugarðinum fyrir svona 16 árum,” sagði gamla vinnukonan við aðra yngri. sem hafði verið sett henni til aðstoðar. Þetta sagði^hún margsinnis, og enn sagði hún það, er þær voru ný- búnar að sópa alt hlaðið og ætluðu að fara að ganga inn í bæinn. En í þeim svifum kom malarinn niðurlútur og þungur undir brún yfir hlaðið. “Já, þá var lifið ofurlítið öðruvísi hérna á garðinum”, sagði stúlkan enn, er malarinn gekk inn í fjósið. “Þá var sonur hans heima. Og hann var svo vænn og vingjarn- legur við alla! Allir hlutu að unna honum hug- ástum. En hvað þau hjónin höfðu mikla gleði af honum;i hann var yndi þeirra og eftirlæti. Þá var æfin önnur en núna. — Þú hefðir bara átt að sjá, hve konan malarans og sonur hennar gátu hlegið ^ dátt saman og hve malarinn var þá hróðugur rneð sjálfum sér, þegar sonur hans kleff upp á vagninn fullhlaðinn og ók af stað; honum var það hin mesta skemtun, að horfa á eftir honum.” “Og svo dó hann?” spurði yngri stúlkan. “Hann ferðaðist til fjarlægra landa til að fullkomna sig í malara-iðninni, en hann er ókominn enn,” svaraði hin. “Hann er auðvitað dáinn. For- eldrar Rans minnast aldrei einu orði á það; þau geta það ekki fyrir harmi og sorg.” “Eitt er það, sem mig furðar stöðugt á,” sagði yngri stúlkan. “Kona malarans gengur á hverju kvöldi upp á loftið og horfir út, eins ogt hún sé að skygnast eftir einhverju. Eg stéð eitt kvöld fyrir neðan gluggann; hún opnaði hann þá og teygði sig langt út úr honum; en ekki gat eg botnað í, eftir hverju hún, var að svipast.” 1 þessum svifum heyrðu þær, að kona malar- ans kom aftur upp> dyraþrepin. “Heyrirðu ekki til hennar?” sagði yngri stúlkan hljóðlega. “Eg get ekki skilið, hvaða erindi hún á upp þangað.” “Farðu út og sæktu vatn, svo alt sé í reglu, er hún kemur ofan,” sagði gamla stúlkan og gekk sjálf rösklega inn í eldhúsið. Kona malarans gat séð langt út á þjóðveginn úr loftsglugganum. Vegurinn lá eins og hvítt band í bugum fram með skógarjaðrinum. Hún teygði sig langt fram, til þess að geta séð sem lengst til beggja hliða. ,Svo sat hún á eftir drjúga stund og leit út yfir skóginn og niður að mylnutjörninni. Svo sneri hún sér við' og ætlaði að loka glugganum, en áður en varði var hún aftur komin til hálfs út úr honum og skygndist eftir veginum. “Nei, það er ekki hann! Hann er of lítill vexti! Hann kem- ur ekki enn!” sagði hún við sjálfa sig. Hún þerr- aði tár af auga sér og lokaði svo glugganum. Drengurinn, sem malarakonan hafði séð, en þótt of lítill vexti, var enginn annar en Jörundur, sem kom labbandi eftir götunni. Hann nam staðar og lagði við eyra. “Nei, nei, hér er þá mylna!” hrópaði hann upp himinglaður. “Eg vildi að eg f,engi nú bara tóm til að skoða hjólið í henni vel og rækilega áður en myrkrið dettur á.” Hann veik af leið og stefndi beint á mylnuna. Hann þurfti ekki að ganga inn á hlaðið. Hann nam staðar við bunustokkinn og sá og heyrði vatnið fossa og þjóta í spjöldunum á mylnukarlinum. Hann varð alveg frá sér numinn við að sjá slika yndissjón. En hvað bunan skall hart á spjöldun- um og hringsneri karlinum! Það hafði verið heit- asta ósk Jörundar, frá því er hann fór fyrst að hugsa á eigin spýtur, að hann fengi einhvern tíma að sjá reglulegt mylnuhjól í fullum gangi, því að afi hans hafði sýnt honum, að hægt væri að búa til mylnuhjól úr tré, sem vatnið í læknum þar heima gæti snúið, og alveg var það eins í reglulegu myln- unum; munurinn var að eins. sá, að hjólin voru mörgum sinnum stærri. Jörundur stóð nú þarna alveg hissa og horfði á stóra hjólið. ó, að hann fengi nú að koma snöggvast inn í mylnuna og sjá, hvernig kornið væri malað! Það var heitasta óskin hans þessa stundina og hann gleymdi öllu öðru. iMalarinn sá til Jörundar, þegar hann var að koma, og hélt að það væri flækingur. Þegar hann hvarf á bak við mylnuna, kom malarinn á eftir honum til þess að sjá, hvað hann hefðist þar að. En Jörundur var svo niðursokkinn í að skoða mylnu hjólið, að hann tók ekki eftir því, að þar væri nokk- ur á næstu grösum. Malaranum gazt vel að því, að Jörundur skyldi vera svona frá sér numinn af mylnuhjólinu, svona hrifinn, svona sokkinn niður í a hugsa um mylnuganginn. “Á hvað starir þú þarna og hvað ertu að brjóta heilann um?” spurði malarinn fyr en Jörund varði. Hann hrökk saman í kút og sagði síðan dálítið smeykur: “Eg vildi svo feginn fá að sjá, hvernig kvörnin malar kornið þarna.” “Viltu það? Hvar áttu heima?” spurði malar- inn næstum því hlýlega og gekk til bæjar. Jörund- ur fór á eftir honum. Hann var nú búinn að ná sér aftur eftir hjartahviðuna fyrstu. Nú mintist hann þess, hvers vegna hann væri á þessu ferða- lagi. Malarinn nam augnablik stáðar og leit á ó- kunna drenginn. “Eg vildi svo hjartans'feginn fá vinnu. Gæti eg ekki fengiði að hjálpa eitthvað til hérna í myln- unni?” sagði Jörundur. Þegar malarinn fór að virða Jörund nánara fyrir sér, iþá kom hann auga á gígjuna og þá kall- aði hann upp í alt öðrum róm: “Nú, þú ert þá einn af því tæginu! Hafðu þig á burt og það sem fljótast!” Þetta kom flatt upp á Jörund, og þegar hahn heyrði á málrómi malarans, að hann var orðinn fok- reiður-alt í einu, varð hann- sem agndofa og gat ekki hreyft sig úr stað. “Ef þú hefir ekki skilið mig, þá skal eg vísa þér leiðina”, kallaði malarinn bálvondur. “Sol- dán! Farðu burt með hann!” iSoldán var hundur malarans, stór og grimmur. Hann var lengi búinn að urra, en nú réðst hann áð Jörundi og gelti ógurlega. Drengurinn þaut æp- andi af stað. 1 sama bili kom kona malarans út, og þegar hún heyrði skammirnar í manni sínum og ópið í drengnum, þá hljóp hún til manns síns og sagði: “Þú ætlar þó ekki að gera barninu mein,” sagði hún. “Hvað hefir hann gert fyrir sér?” “Hann er einn af þessum endemis flökkusöngv- urum,” orgaði malarinn upp og hafði sig inn í fjósið. K<ina hans gekk út á þjóðveginn og skygndist eftir drengnum. Hún sá hann á gangi spölkorn úti á veginum, hægfara og þreytulegan. Hún kallaði blíðlega til hans og bað hann að koma aftur. Jörundur nam staðar og hugsaði sig svo, um stundarkorn. “Komdu, komdu! Þú þarft ekki að vera hrædd- ur! Eg skal fara með þig inn til mín!” kallaði hún tilj hans. H*nn sneri þá við og lötraði hægt og hægt til hennar. g “Ertu ekki þreyttur?” spurði hún í meða^ftk- unarrómi. “Hvaðan ber þig að?” ‘Hérna ofan úr heiðinni,” sagði hann og benti upp til fallanna. “Eg fór að heiman í morgun klukkan fimm.” “Já, en( <þú hefir þó víst ekki alt af verið á gangi síðan, eða hvað?” “Jú,” svaraði Jörundur, “eg hefi ekki sett mig niður nema einu sinni síðan í morgun,” og þá mint- ist hannj þeirrar stundar, er byrjaði með gráti og endaði með söng. “Þá hefir þú víst tekið þér miðdagsverð.” “Nei, eg hefi einskis matar neytt.” “Hvað er þeftta? Frá því í býti í morgun og þangað til nú? Eg skil ekki hvernig fæturnir geta borið þig. Flýttu þér nú og komdu inn með mér.” 'Svq gengu þau yfir hlaðið. iSoldán grimmi kom þjótandi á móti þeim. Kona malarans sagði Vlvarlega: “Þegiðu, Soldán! Þú átt að vera almennilegur”. Þá skreið hann inn i bælið sitt og hafði sig hægan. iNú gengu’ þau inn í stóra stofu, sem var svo notaleg að sjá. Á gólfinu stóð langt borð úr eik og á það var breiddur dúkur; við það gátu allir mylnu- mennirnir setið, og fyrir endanum á því var sæti handa malaranum sjálfum og konu hans. Hún leiddi Jörund að litlu borði, settist þar hjá honum og sagði blíðlega: “Það er stund þangað til hinir koma, en þú skalt fá mat undir eins.” Vinnukonan kom undir eins inn með mat, eins og konan hafði fyrir hana lagt, og svo jós hún disk fullan af indælasta mjólkúrgraut handa Jörundi. Og meðan hann var að spæna í sig grautinn, þá smurði hún væna og ljúffenga flatköku handa honum og lagði sneiðar af reyktu fleski ofan á. Rétt á eftir kveikti hún á kerti, því að myrkrið var að detta á. “Egi verð að fá að sjá hvernig þú ert í hátt,” mælti malarakonan og virti Jörund fyrir sér lengi og nákvæmlega. Eitthvað hlaut að vera einkenni- legt við hann, sem henni fanst um, þvi að hún leit á hann aftur og aftur. Hún sagði ekkert, en leit svo hlýlega til hans, að honum varð æ léttara í skapi og hann borðaði þennan ágæta kveldverð með m^stu ánægju. “Þú ert svo þqkkalega til fara, rétt eins og mamma 'þín hafi klætt þig í morgún,” sagði konan. ‘fOg þó ertu einn af þessum flökkusöngvurum, sem spila á gígjur fyrir dyrum manna og halda svo á- fram ferðinni dag eftir dag.” “Nei, eg er ekki flökkusöngvari,” sagði Jör- undur. "Afj minn er fylgdarmaður í fjöllunum og eg hefi alt af verið hjá honum. Hann sagði í morg- un, að eg skyldi fara í beztu fötin míri og láta hin í malinn; annars mundi engin láta mig fá vinnu.” "Hvert ætlar þú þá, og hvar ætlar þú að vinna?” spurði hún. *Nú sá hún fyrst, að Jörundur vissi hvorki, hvert hann ætlaði að fara, né hvar hann gæti feng- ið verk að vinna. Hann vissi ekki einu sinni, hvar hann ætti að vera þá um nóttina. Hún vildi nú fá að vita, hvers vegna hann, sem var barn að aldri, varð að fara frá afa sínum í ferðalög. Jörundur svaraði, að afi sinn væri orð- inn svo hrumur, að hann væri ekki fær til fjalla- ferða og væri öreigi, og Lena gamla ætlaði að taka til sín ættingja sína, og þá hefðu þeir, afi og hann, engan samastað þar Iengur. “En hvers vegna hefir þú þetta hljóðfæri með þér?” spurði konan. “Af því mér þykir svo ósköp vænt um það, og eg get sungið sálmana, sem afi hefir kent mér, svo langtum betur, ef eg slæ gígjuna samtímis.” “Nú, svo að skilja! Hvaða sálmar eru það, sem afi þinn hefir kent þér?” Jörundur var nú búinn að borða sig vel sadd- an og þótti reglulega gott að vera með konu mal- arans. Glaður og þakklátur fór hann nú að syngja uppáhaldssönginn sinn og sló gígjuna um leið. Tónar hennar létu svo vel í eyrum konunnar, að hún hlýddi á þá eins og englasöng; hún varð gagn- tekin af hvorutveggju: söng drengsins og gígju- slættinum. • “Afi þinn hefir veriðtdugleáur 'að kenna þér að syngja,” sagði konan, þegar Jörundur var hætt- ur. “Þú hefir góða rödd. Nú verður þú að syngja meira fyrir mig. En, fáðu mér gígjuna; hana verð- um við að passa vel.” Svo greip hún gígjuna í snatri og lagði hana upp á skáp, 'Hún heyrði, að maður hennar var að koma. “Fæ eg hana aldrei aftur?” spurði Jörundur og leit svo mæðulega upp á skápinn. “Jú, það fær þú vissulega, en ekki núna undir eins. Þú mátt trúa mér til þess, að mér gengur ekki annað en gott til”. Jörundur fann það nú líka og lét sér þetta vel líka og lá vel á honum. Nú kom malarinn inn: Hann leit hvössum augum á drenginn og svo á konu sína. | “Þér skjátlast, elskan mín,” sagði hún með .mestu spekt, “drengurinn er enginn flakkari. Afi hans er fylgdarmaður um fjöllin. Snáðinn litli leit- ar sér að atvinnu. Hann veit ekki hvar hann get- ur fengið næturstað og þess vegna skulum við skjóta skjóli yfir hann í nótt. Við höfum aldreí enn vísaði reglufólki á dyr og í þeim flokki er þessi drengur og afi hans.” Malarinn sagði ekkert. Hann horfði þegjandi á það, að kona hans tók drenginn sér við hönd og leiddi hann út úr stofunni. Uppi áv loftinu var rúmgott herbergi með litlu og indælu rúmi, og þangað leiddi konan unga vininn sinn. ' “Sofðu nú vel,” sagði hún, þegar hún var bú- in að sýna honum, hvar hann ætti að vera um nétt- iiia. “En það er satt, ;— eg vreð að fá að vita hvað þú heitir.-----Jörundur! ó, það er fagurt nafn. — Já, sofðu nú sætt og rótt, Jörundur minn. — Á morgun skulum við vita, hvort við getum nokkuð gert; fyrir þig.” — Svo rétti hún honum höndina og leit um leið svo blíðlega í augu honum, að honum hitnaði um hjartaræturnar, og fanst nú þegar með sjálfum sér, að hir ætti hann heima. Þegar konan kom aftur ofan af loftinu, ætlaði heimilisfólkif að fara að borða kvöldverð. Að lok- inni máltíð, er fólkið var gengið burtu, þá settist konan við hliðina á manni smuum við litla borðið, eins og hún var vön að gera. Hún rétti honum píp- una, lét tóbakið á borðið fyrir framan hann, og sagði svo við hann: “Við skulum nú tala dálítið um drenginn litla. Hefirðu ekki veitt því eftirtekt, hve hann er fríð- ' ur sýnum? Og hefirðu tekið eftir augnatillitinu. Ja, eg get ekki komið orðum að því, hvað það er, sem skín út úr augunum á honum.” “En til hvers er hann þá að flækjast með þessa gígju, hvar sem hann fer?” spurði malarinn kulda- lega. “Já, en heyrðu, heillin mín I Hefir þú ekki einu sinni verið drengur lika? Og þú veizt það bezt sjálfur, hvernig drengir eru á þessum aldri. Það er alveg ótrúlegt, sem þeim getur dottið í hug að gera, hvar sem þeir fara eða eru staddir. Eða er það ekki æði margt skrítið, sem stundum kemur upp úr vösum drengja? Hugsaðu út í það. Er það ekki rétt ,sem eg segi?” Malarinn kinkaði kolli til samþkkis. — Hann mintist nú bernsku sinnar en á honum sannaðist hið fornkveða, að fáir vilja sína barnæsku muna. ' Þess vegna var 'hann svo harðúðugur við börn. “Þú kannast þá við, að eg hafi á réttu að standa,” mælti konan. “Drengurinn hefir einhvern veginn náð í þetta gamla hlóðfæri, og nú, er honum var nauðugur einn kostur, að fara að heiman, þá vildi hann ekki fyrir nokkurn mun skilja það eftir; hann hafði tekið því ástfóstri við það. Þetta er nú alt og sumt. Það er væði hart fyrir dreng á hans aldri, að verða að fara til bráðókunnugra manna og leita sér atvinnu hjá þeim, og fá svo máske alls- konar ónot í ofanálag eða illar viðtökur. Eg segi þér nú alveg eins og mér býr í brjósti. mig langar til að taka drenginn. Það er nóg handa honum að gera hérna á búinu, og ef hann reynist eins vel og hann er líklegur til, þá líður ekki langt um áður en þú getur tekið hann þér til aðstoðar wið mylnuna.” “Jæja, það er nú svo. Þú ætlar þá undir eins að taka þennan flökkudreng í þjónustu þína, r— dreng, sem eg veit ekki minstu deili á. Eg hefi þeg- ar hugboð um, hvernig það muni fara”, mælti mal- arinn, en hann var ekki eins ómjúkur í máli og áður. Kona hans var líka Aýbúin að vekja athygli hans á því, að drengurinn væri enginn flökkusöngv- ari, og svo hafði hann sjálfur tekið eftir þvf, að honum varð svo starsýnt á' mylnuhjólið. Þetta tvent bar til þess, að malaranum varð hlýrra í huga til litla gestsfns. Konan tók þegar eftir því, að skap mannsins hennar hafði breyzt til batnaðar og vissi, að hún hafði nú sama sem unnið málið. Þettá varð henni svo mikil gleði, að talsvert af glaðlyijdi þvf, sem hún átti í fyrri daga, vaknaði nú af nýju hjá henni, og hún fór að segja manni sín- um frá því, sem gerst hafði fyrrum og nú. — Tím- inn leið nú svo fljótt, að þeim varð bilt við, þegar þau litu á klukkuna og sáu, að komið var langt fram yfirl háttatíma. (Framh.) Profession al Caras / DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Illdg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-18:14 Office tlmar: 2 3 Helmili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg:, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðlngar. Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: A-68» og A-6840 Vér leggjum sérstaka áherzlu á &S selja meSul eftir forskríftum lœkna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fáf eru notuC elngöngu. Pegar þér kómiB me8 forskriftina til vor, megiö þér vera viss um, aC fá rétt það sem læknirinr. tekur tll. COLCLEUGH & CO. Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-765?—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslcnzklr ‘ l<>gfræðing»r. 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aC hitta á eftirfylgj- and tfmum: Lundar: annan hvern miCvlkudag Riverton: Fyrsta fln.tudag. Gimll: Fyrsta miCvikudag. Piney: prtCja föstudag 1 hverjum mánuCl. DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta nidg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office ttmar: 2—«3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON tsl. lögfræðingur Hefir rétt ttl aC flytja mál bæCl t Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uCi staddur 1 Churchbridge DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoue: A-1834 Offlce HouVs: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Wlnnipeg, Manitoba. A DR. ELSIE THAYER 1 Foot Specialist Allar tegundir af fótapj úkdómum, mm svo sem líkþornum, læknaðar fljótt og vel. Margra ára æfing. Islenzka töluð á laekningastof unni. Room 27 Steel Block JPjjl Cor. Carlion & Portage Tals. A%88 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjökdóma.—--Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 A. C. JOHNSON 907 Confederation l,ife Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr mannt. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Srlfstofusfmi: A-426S ■ úaslmt: B-MM DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimlli: 806 Vlctor St. Slml: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 <4 Sargcnt Ave. ViCtalstlmi: 4.3»—6 e.h. Tals. B-6006 Hehnill: 1838 WoLsley Ave. Slml: B-7288. J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fjrrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310 DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimill: Tals. Sh. 3217 STEFAN SOLVASON TEAOHKR of PIANO Ste. 17 Emilv Apts. Emily St. DR. G. J. SNÆDAL Tannla-knlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talstml: A-888Í Emil Johnson SEBVIOE BXEOTRIO Rafmagna Contracting — AUa- kyna rafmagsndhöld aeld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þasr v tií sýnia d verkatœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson s byggingin rið Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Helm. A-7286 • DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Hours; 2—6 • v Verkst. Tals.: Heima TaLs.: A-838S A-9384 G. L. STEPHENSON PUJMBER Allskon&r r&fmagnsáhöld. svo sem straujám, víra, allar tegundlr >f glösum og aflvaka (battertes) VERKSTOFA; '676 HOME ST. Munið símanúmerið A 6483 og pantiC meCöI yCar hjá oss.— SendiC pantanir samstundls. Vér afgreiCum forskrlftir meC sam- vizkusemi og vörugæíl eru óyggj- andl. enda höfum vér margra ára lærdómsrlka reynslu aC baki. — Allar tegundlr lyfja, vindlar, ís- rjómi, sætindi, rltföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Stml: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Krtstín Bjamason, elgandl. 290 PORTAGK Ave., Wtnnlpe«. Næst blC l.yceum leikhéslC. Glftinga- og Jarð&rfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blomsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 Islenzka bakaríið Seliir beztu vömr fjrrir verð. Paptanlr afgTedddar beeM fljótt og vel. Fjölbreytt úrval llrelxi og lipur vlðsklftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. WLnntpeg. Phone: B-429S A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. A'.'.ur útbúna'Cur sá bezbl. Enn fremur seiur hann allskon&r mlnnisvarCa og legsteina. Skrlfst. Talsími: N-66((7 Heimilis Talsími: J-830ÍS MRS. SWAINSON «ð 627 SARGENT Ave., Wlnnlpeg, heflr áv&Tt fyrlrllri^jandi úrv&ls- blrgSir af nýtiiku Irvrnhöttum. llún er eina fsl. konan. sem slíka verzlnn rekur f Winnipeg. fslend1- tnK&r, látlð Mra Sw&lnson njóta vlðskifta yðar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.