Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1926næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Lögberg - 18.03.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.03.1926, Blaðsíða 6
Bla. 6 LÖGBERG FEMTUDAGINN, 18. MARZ 1926. Á metaskálum lífsins. Eftir L. G. Moberley. “Eg skil ekki hvað þú meinar! Hvernig getur þú hafa svikið eða tælt mig?’’ “Það er í öllu falli tál, sem hefir átt sér stað gagnstætt vilja mínum!” sagði hann með undarlega beiskum og stuttum hlátri. “Guð veit það, að þeg- ar eg bað þig, svo eg þurfi ekki að segja, næstum þvingaði þig til að verða kona mín, >— þá hélt eg sannarlega, að eg hefði boðið þér nokkuð, sem að minsta kosti var mín eign. Mig hefir aldrei dreymt um að ásigkomulag mitt væri ekki óhult. Aldrei datt mér það í hug, sem nú er skéð.” “En hvað er þá skéð?” spurði Dórúthea, um leið og hún leiddi Miles alúðlega að opna gluggan- um í bckaherberginu. "Minstu þess — að eg er í algerðu myrkri; eg veit alls ekki hvað þú meinar með öllu því, sem þú segir um svik og tál, og um eitthvað voðalegt, sem fyrir hefir komið. Hvað er það, sem skéð hefir? Hefir nokkuð sérstakt viljað þér til?” “Það er svívirðilegt af mér að koma hingað og gera þig svo hrædda. Þú lítur út fyrir að vera svo föli ög kvíðandi,” eagði Miles, um leið og hann þvingaði hana til að setjast í stóran hægindastól við gluggann, en stóð sjálfur og leit yfir ávaxta- garðinn og lystigarðinn. “Þó, að þessi upplýsing hafi valdið mér sárrar geðshreyfingar, þá hefi eg enga heimild til að koma hingað og kvelja þig með mínum sorgum.” “Hefir þú enga heimild til að láta konu þína taka 'þátt í mótlæti þínu, af hvaða tegund, sem það er?” spurði Dóróthea alúðlega og með þvi brosi, sem Miles var svo kært að framleiða hjá henni. •— “Þú mátt reiia þig á'- að eg verð reið — mjög reið við þig, — ef þú segir mér ekki allari þínar sorgir, hvort sem þær eru litlar eða stórar. — Og þetta er þá mjög mikilsvert?” bætti hún við, um leið og hún lagði hendi sína á handlegg hans. “Já, það er nokkuð mjög mikilsvert,”- svaraði hann þunglyndislega og augnatillit hans, kom henni til að hrökkva við. “Eg skal segja þér, góða, eg er ekki fær um að fara krókaleiðir. Eg er sízt af öllu hæfur til að vera stjórnvitringur. Eg á erfitt með að segja frá slæmum nýjungum, og það er mjög slæm nýjung, sem eg hefi heyrt í dag,” sagði hann seinlega, um leið og hann greip hendi Dórótheu og þrýsti hana fast. “Mér hefir verið sagt, og það sýnist að vera bygt á sönnum rökum, að eg sé ekki hinn rétti erfingi frænda míns.— það er kominn til sögunnar sonarsonur.” “Sonarsonur?” “Já, þessi ungi maðUr virtist hafa fullgildar sannanir fyrir þvi, að hann er sonarsonur Georges Hernesley, sonur þessa eyðslusama frænda, sem eg átti, — og ef að — sem er mjög líklegt að móðir hans og frændi minn hafa verið gift lögum samkvæmt, þá er þessi maður hinn rétti erfingi.” “Hvar hefir tþú heyrt þetta? — Og ertu viss um að það sé hreinn sannleiki?” spurði Dóróthea, hugsandi um það eingöngu að gera Miles rólegan, og án þess eitt augnablik að renna huganum að þvf, hvaða áhrif þessi fregn gat haft á framtíð hennar. "Hjá unga manninum sjálfum.” Það kom undarlegur svipur á varir Miles, þeg- ar hann talaði þessi orð, svipur, sem kona hans gat ómögulega skilið^ “Við einn af þessum undarlegu viðburðum, sem maður rekur sig á f æfisögum og skáldsögum,” sagði Miles, “en aldrei í daglega lífinu, er hann þessi sonarsonur frænda míns, skrifari hjá hr. -Soames. Hann hefir hingað til heitið Denis Tritton þangað til hann gerði uppgötvan, sem leiðir í ljós að hið rétta nafn hans er Denis Hernesley. Hann á litla, húsið sem hr. Bevan hefir leigt.” “Er það hann? sagði Dóróthea, sem lítinn eða engan gauip gaf síðustu orðum IMiles. “Hinn grá- guli ur.gi maður með flóttalegu augun. En heyrðu, Miles I Hvað þetta er þó undarlegt. Manstu. eftir deginum, þegar hr. Bevan var hér, og við sýndum honum myndirnar, að l^ann varð svo undrandi. yfTr því að sjá, að myndin af einum hreintrúar forfeðr- un> þínum, Sir Ralph, var svo nákvæmlega lík eig- anda hússins sem hann leigði?” “Já, það er rétt,” sagðí !Sir Miles fjörlega. “Þvi var eg alveg búinn að gleyma, en nú þegar þú minn- ist á það, þá man eg það vel. Ó—þessi Hernesley úti í myndastofunni, með langa andlitið og lymska augnatillitið, er sönn mynd af Tritton sjálfum. Og það bendir í öllu falli á, að saga hans muni vera sönn.” “Segðu mér hvar þú hittir hann — og hvað hann sagði.” “Já, það er nú skrítin saga. — Eg gekk þangað yfir til að vera fyrirmynd hjá hr. Bevan, — og ein- mitt á sömu stundu og það var búið, og eg kvaddi hr. Bevan hjá aðalhliðinu, — þá mættl eg þar hr. Tritton. Hann sýndist dálítið æstur og villimanns legur, og mér til mikillar undrunar greip hann f handlegg minn og sagði, að sér væri sönn ánægja í því að hafa fundið mig, hann yrði áreiðanlega >að tala við mig. — Eg sagði honum að eg ætti annríkt þar eð eg yrði að fara til Raeburns leiguliða míns, og fleira líkt þessu. Eg get nefnilega ekki liðið þeskonar áleitnar manneskjur.” Dóróthea brosti. Hún skiFdi mann sinn til •hlítar. Miles hlaut að hafa viðbjóð á Tritton, því þeir tveir — Tritton og Miles >— voru eins ólíkir hvor öðrum og hugsanlegt er, og hana furðaði alls ekki á því, að Miles átti erfitt með að þola áleitni Trittons og kunningjalegu framkomu. “En það var ómögulegt að losna við hann.” bætti Miles við. “Hann byrjaði á að segja mér eitt- hvað um það, að hann hefðl komið í viðskiftaerind- um til hr. Bévans, sem snerist um nokkuð er fundist hafði i saumaborði, og þegar maður tekur tillit til þess, að hann er skrifari hjá lögmanni, fanst mér að skraf hans væri mjög óskýrt og ósamanhang- andi. Samt lánaðist honum smátt og smátt að gera sig skiljanlegan, og mér til undrunar sagði hann mér, að í gömlu saumaborði í dagstofu Bevans hefði fundist gamalt bréf, skrifað af móður hans, og að þetta bréf sannaði það greinilega, að hann væri efunarlaust sonarsonur Sir George Hernesley. Þetta er aðalinnihaldið og frásögn hans og kjarninn í þessu málefni, i— og nú skilur þú eflaust, Dóróthea, að ef þetta er satt, og eg held að það sé það, þá bendir það á að eg hafi gifzt þér undir fölsku yfir- skyni. Það þýðir, að eg verð að fara burt frá þess- unv stað, og afhenda allar mínar eigur til Trittons. Það þýðir að eg er fátækur maður, sem með dauð- ann í vændum, er ekki einu sinni fær um að afla mér og þér lífsviðurværis, þann tíma, sem eg á eftir að lifa á þessum hnetti.” Þessi síðustu orð, sem voru svo ósegjanlega beisk og sorgþrungin, vöktu alla hina kvenlegu blíðu Dórótheu. Þdtt hún elskaði ekki þenna mann, eins og kona elskar eiginmann sinn, þótti henni þó ósegjanlega vænt um hann, og leit á hann eins og gamlan og reyndan vin, og þessa fáu mánuði, sem hú hafði verið gift honum, hafði hún lært að dást að eðallyndi hans og göfgi, og ennfremur að viður- kenna, að maður gat lifað lengi án þess að finna hans jafningja í réttlæti og óeigingirni. Sorgbitna augnatillitið hans og beiska röddin vöktu allar hinar móðurlegu og verndandi tilfinn- ingar hennar. Eins og hver önnur stúlka, sem sér þann mann, er hún er sameinuð við, hryggan, vildi hún hugga og hjálpa honum. * “Þannig máttu ekki hugsa,” sagði hún og smokkaði hendi sinni undir handlegg hans. “Við skulum ekki syrgja yfir því eða kvelja okkur sjálf, , sem er óumflýjanlegt. Þessi opinberun kemur yfir \ þig eins og elding úr heiðskíru lofti; en þegar hún hittir þig, hlýtur eitthvað gott af því að leiða. Við trúum því bæði, Miiles, að alt sem guð lætur fyrir okkur koma, verði okkur til góðs. Er það ekki?’ Þessi orð voru töluð blíðlega og með þeirri eðlilegu stillingu, sem allar mentaðar og dramb- lausar manneskjur nota, þegar þær láta í ljós sína instu sannfæringu. “Eg skeyti ekkert um þetta sjálfs míns vegna,” sagði hann með ákafa miklum. “Það er aðeins vegna þín að eg er svo hnugginn. Eg hefi tælt þig til að giftast manni, ^sem þú elskar ekki, og nú er öll undirstaðan, sem gifting okkar var bygð á, að engu orðin.” “Heyrðu nú Miles. Vertu nú ekki að kvelja sjálfan þig með gagnslausum ásökunum. Þú gerð- ir þa.ð bezta sem þú gast fyrir mig. Þú hafðir eng- an grun um þenna viðburð.” “Nei, það hafði eg ekki — auðvitað ekki,” tautaði hann. “Og þú hefir ekkert að ásaka sjálfan þig fyrir. Manstu ekki eftir góða, gamla málshættinum: ‘Gerðu það bezta sem þú ^getur, og fel þú guði á hendur það sem eftir er.” — Þú gerðir það besta, það allra besta, sem þú gast gert fyrir mig, og svo skulum við ekkert kvíða fyrir því sem eftir er, en treysta því, að alt snúist á þá leið, sem okkur er hentugust.” . Augnatillitið, sem Miles sendi konu sinni, var, næstum tilbiðjandi, og svo var hin lotningarfulla að- dáun, sem hann bar til hennar, mikil, að hann varð að láta hana í ljós með augum sínum, því talað gat hann ekki. | “Þú ^rt ein af þeim konum, Dóróthea, sem hjálpar manni sínum áfram og upp á við,” sagði hann mög stillilega. “Þær konur eru til, sem draga menn sína niður á við.— Þú kemur mér alt af til að hugsa sem drenglyndur maður, og framkvæma hið besta.” Mikill roði breiddist yfir andlit Dórótheu við að heyra þetta hrós og við að sjá hina ástríðuríku ást í augnatilliti hans, svo nú varð þögn um litla stund. “Það verður erfitt að yfirgefa alt þetta,” sagði Miles skyndilega, um leið og hann benti á hinn sóH bjarta lystigarö. “Eg vildi helst mega vera hér þangað til þið flytjið mig yfir í kirkjugarðinn. En, fyrst það á ekki að vera, þá varður það ekki,” sagði hann og reyndi að brosa. “Heldur þú að sannanir Trittons séu óhrekj- andi?” “Ef alt sem hann fer fram á, er rótt. bá get eg ekki séð, hvar mögulegt er að verjast honum. Hann verður að sanna, að móðir hans hafi verið löglega gift frænda mínum, syni Sir George Hernesley, og og það lítur út fyrir að Soames, sem eg býst við að hjálpi honum með þetta málefni, hafi gefið honum von um, að mögulegt muni vera að finna sannanir fyrir því að gifingin hafi verið samkvæm lögum. Eg held líka að Soames hafi ráðið honum til að snúa sér ekki til mín, fyr en hann hafði allar sannanir í höndum. En að sjá mig, hefir verið honum ofur- efli. Hann gat ekki varist því að segja mér þessa sögu, þegar hann rakst á mig svo skyndilega.” “Og erfðaskrá frænda víns er enginn þrösk- uldur í vegi hans, að hann geti tekið óðalið og lausa- féð frá þér.?” “AIls ekki. Frændi minn arfleiddi mig, af því hann fann ekki son sinn, né erfingja hans. Auðvit- að hélt hann eins og allir aðrir, að vesalings sonur hans væri dáinn ógiftur fyrir mörgum árum síðan. Já — að deyja — það gerði hann áreiðanlega, en það lítur út fyrir, að hann hafi skilið eftir ekkju og son.” “Það er þó undarlegt, að kona hans skyldi ekki koma með kröfur sínar iTffeðan frændi þinn lifði,” sagði Dóróthea hugsandi. “Það lítur út fyrir að hún hafi gert fleiri en eina tilraun, en fyrirhöfn hennar hefir orðið á- rangurslaus. Annaðhvort hefir hún aldrei fundið frænda minn, eða hann hefir ekki viljað trúa frá- sögn hennar. Við fáum líklega aldrei að vita hvað fram hefir farið á milli þeirra, hafi þau annar3 nokkurn tíma fundist. En eg veit ekki hvernig eg á að komast í gegnum þetta alt saman vegna þín, Dóróthea. Það kvelur mig. Hvernig get eg þolað það, að hafa valdið þér slíkra vonbrigða?” “Við verðum bæði að bera þetta í sameiningu,” svaraði hún. “Og minstu þess, Miles, minstu þess alt af, að þú hefir veitt mér svo mikla gæfu, fegurð og blíðu þann tíma, sem við höfum verið saman, að eg minnist þess alla mína æfi." “Þú mátt ekki tala um gæfu, Dóróthea; eg hefi því ver ekki getað gert þig gæfuníka; — það er geymt handa öðrum manni.” Þetta var í fyrsta skifti síðan þau giftust, að nokkuð sem líktist ásökun kom yfir varir Miles; en Dóróthea reiddist því ekki . Hún vissi svo vel að hann talaði þessi orð aðeins af því, að hann í dag hafði orðið fyrir svo miklum vonbrigðum, sem komu honum svo óvænt og ollu honum svo mikillar sorgar af því hann vissi afll hún mundi líða mest við það. “Við skulum lifa í nútímanum og augnablikinu, Miles! Við skulum forðast að líta hvorki fram eða aftur. Við skulum gleðja okkur yfir deginum í dag án þess að hugsa um morgundaginn,” sagði hún í huggandi róm, um leið og hún af ásettu ráði gekk fram hjá bendingu Miles til Olivers. “Við höfum nóg að hugsa um, án þess að við þurfilm at5 gera áform fyrir ókomna tímann eða minnast á liðna tímann. Hvað hefir þú í hyggju að taka þér fyrir viðvíkjandi þessu málefni við Tritton?” “Eg held eg þurfi ekkert að gera,” svar'aði Miles brosandi. “Hann sér víst um alt nauðsynlegt þvi viðvíkjandi. Hr. Soames leitar líklega að öllum aukasönnunum og ungi maðurinn svífur auðvitað í skýjunum af gleði og eftirvæntingu um þenna ó- vænta arf. Eg verð að æfa mig í þolinmæði, þangað til það augnablik kemur, að eg verð að gera mér að góðu að verða sparkað héðan út.” Nú varð lítil þögn, en svo hélt Miles áfram aft- ur: Hún leit á hið dökka, vandræðalega andlit Oli- “En á meðan verð eg, eins lengi og óðalið er í minni eign, að líta eftir því og annast um velferð undirmanna minna. Dyravörður sagði mér áðan frá ásigkomulagi næsta leiguliða. Eg verð að fara þangað fyrir sólsetur. Fylgdu mér að syðra hlið- inu, vina mín, það er mér svo mikil huggun þegar þú ert hjá mér. Eg er ávalt minst sorgþrungin þegar eg er hjá þér.” Meðan þail gengu samsíða ofan eftir lystigarð- inum, sem var svo fagur í þessari blíðu kvöldbirtu, gerði Dóróthea alt sem hún gat til þess að hugga mann sinn og draga úr æsing hans, sem frásögn Trittons hafði af stað komið, og hin rólegu orð hennar og framkoma, gátu líka smátt og smátt dreift skuggunum frá svip Miles, svo hann varð hressari og rólegri. Þegar hann loksins við hliðið, sem var á milli lystigarðsins og trjágangsins, skildi við hana, var hann næstum búinn að ná sér aftur og orðinn eins og hann átti vanda til. Hún stóð kyr og veifaði til hans síðustu kveðjunni, þegar hann við bugðu í trjáganginum snéri sér við og leit til baka. Glaðari í huga sneri Dóróthea aftur til húss- ins. Hún var glöð yfir því að henni hafði hepnast að kæta mann sinn, og hún gekk í þungum hugsun- um, þegar alt ' einu heyrðist skrjáf í runnanum rétt hjá trjáganginum, og rödd nokkur nefndi nafn hennar. Þessa rödd þekti Dóróthea mjög vel, og hrað- aði sér aftur til hliðsins, þar sem hún með lágu hljóði nam staðar. “Oliver! Oliver! Ert það þú?” hrópaði hún. 13. KAPÍTULI. “Hvað vilt þú hingað?” Rödd hennar skalf, og hún gekk ósjálfrátt fáein skref aftur á bak frá hliðinu, um leið og hún með kvíðandi augum horfði á Oliver, sem stóð fyrir utari. Hann svaraði henni ekki strax, en starði á hana með svo tryltu og örvilnandi augnatilliti, að henni datt í hug að hún stæði gagnvart brjáluðum manni. Og það var ekki eingöngu augnatillit hans, sem styrkti þessa skoðun hennar, en Dynecourt var að útliti þreytulegur og næstum örmagna, hann líktist minst af öllu ungum vísindamanni, sem er í þann veginn að komast áfram. Föt hans fóru honum illa og voru mjög víða óhrein af bleytu og mold, já, alla leið upp undir hendur var hann óhreirin.. Ha»n var óvanalega fölur, og hið laglega andlit hans hafði afar ólag- Iegan svip, svo hið ástauága hjarta Dórótheu komst í mikla geðshreyfingu þegar hún leit á hann. En þegar hún mættti hinu ástriðuríka augna- tilliti hans, og fékk skyndilega ósjálfráða eðlis- hvöt og óskiljanlega löngun til að kalla á Miles að koma aftur; henni fanst að hún vera óhultari, ef hún hefði þennan vingjarnlega verndara sinn við hlið sér. Á þessu augnabliki var Dynecourt alger gagnstæða hins eðallynda og göfuga Miles Hern- esley. “Eg vissi ekki, að eg mundi hitta þig hér,” sagði hann loksins, þegar hann gat ráðið yfir rödd sinni, og hann talaði svo strjált og með svo mikilli mæði, eins og hann hefði komið hlaupandi afar- langan veg. “Eg átti viðskifti hér í nándinni, og svo fanst mér að eg yrði að reyna að sjá ofurlítinri glampa af heimili þínu. Eg þorði ekki að gera mér von um, að eg fengi að sjá þig sjálfa, Dóró- thea”. Nú fékk rödd hans bænarróm, og hann rétti hendurnar inn yfir hliðið til hennar. “Dóróthea, það er svo langt síðan; eg hefi séð þitt kæra, blíða andlit.” Án þess að Dóróthea gæti gert sér grein fyrir hvers vegna, fann hún aftur til sterkrar löngunar eftir Miles við hin síðustu orð Dynecourts; hún hopaði dálítið á hæli og stóð þar vandræðaleg. Hún vissi ekki hverju hún átti að svara Oliver, en ó- framfærni hennar espaði hann, hann opnaði hliðið og gekk til hennar og greip hendur hennar. “Að hugsa sér, að það eru mánuðir ÆÍðan '< að við höfum sézt,” hrópaði hann og hélt henni í dá- lítilli fjarlægð, og með samanblandaðri reiði og blíðu bætti hann við: “Getur þú ekki skilið að það, að sjá þig, gerir mig næstum frávita? Þegar eg hugsa um — þeg- ar eg hugsa um, að þú tilheyrir öðrum manni,” sagði hann tryllingslega, um leið og hann dróg' hana til sín með brjálaðs manns afli, sem henni var ómögulegt að verjast, þó hún reyndi það. “Oliver!” stundi hún og reyndi að losa sig úr faðmi hans. “Lofaðu mér að fara! Þú hefðir aldrei átt að koma hingað!—.Lofaðu mér að fara!” “Hvers vegna ætti eg að láta þig fara?” hróp- aði hann, og sami tryllingarsvipurinn, sem hún í byrjun tók eftir, kom aftur á andlit hans. — “Þú ert mín, en ekki hans! Þú elskar mig, en ekki hann! Og að fáum mánuðum>—” ‘’OIiver!” hrópaði hún, og reyndi af öllu megni að Iosa sig, og rödd hennar varð alt í einu afar- köld. “Þú gleymir hvað er heiður og réttlæti. Þú gleymir, að eg er kona Miles! Láttu mig fara!” Hinn kaldi rómur hennar og reiðin, sem log- aði í augum hennar, hafði sömu áhrif á hann og kalt steypibað. Hann slepti henni og gekk aftur á bak um leið og hann sagði hikandi: “Þú mátt ekki vera reið við mig. — Eg gat ekki að þessu gert. Eg varð eins og utan við mig af að sjá þig! Þú veizt eflaust ekki, hve yndislega þú lítur út í þessum hvíta kjól og með ljósa hárið, sem sólin breytir í gull! Getur þú ekki skilið, að eg elska þig, — og það er óþolandi að hugsa sér, að þú ert kona Sir Miles?” “Það er að eins á þenna hátt, að þú getur hugs- að um mig," sagði hún og var næstum undrandi yf- ir sinni eigin jósemi “H.vers vegna getur þú ekki stjórnað þér, Oliver? Eg hélt þó að þú værir svo mikill maður, að þú breyttir ekki jafn heimsku- lega.” Dóróthea hefir máske ekki vitað, að það var háðshreimur í rödd hennar; en það vakti undrun hjá henni og sveið sárt, að sá maður, sem hún elsk- aði, gat verið svo ístöðulaus að segja: “Eg gat ekki gert við því.” 0g án þess að hún gerði sér grein fyrir af hverju það kom, varð henni ósjálf- rátt á að bera hann saman við Miles. Hún leit á hið dökka, vandræðalega andlit OIi- vers með ástríðuríku augunum, og hugsaði svo um Miles eðallynda, sjálfsfórnandi andlitssvip og blíða, rólega augnatillitið. Það var af einhverri eðlishvöt, að hún gerði þessa samlíking, og það var að eins eitt augnablik að hún lét huga sinn dvelja við hana. Hún var farin áður en Oliver gat svarað henni. En hún hafði — þó ekki væri nema eitt augnablik — verið í meðvitund hennar, og áhrif, sem eitt sinn hafa náð huga vorum, skilja ávalt eftir spor hjá okkur. “Eg vil ekki móðga þig eða á rieinn hátt gera neitt á móti vilja þínum,” sagði Oliver rólegri. “En þú ættir að reyna að hugsa þig standa í mínum spor- um, og athuga hver áhrif það getur haft á mig, að sjá þig aftur eftir þenna afarlanga aðskilnað, og svo að vita hve hár veggur skilur okkur að. Vertu góð og umburðarlynd við mig, Dóróthea!” Það var fremur blíða skjálfandi röddin en orðin, sem komu henni til að missa hugar jafnvægi sitt, og af því hann var sá maður, , sem hún elskaði, fyrirgaf hún honum þeta augnabliks staðfestuleysi. — Hún reyndi að gleyma hinum tryllingslegu, ástríðuríku orðum, sem höfðu sært hennar kvenlega mentað svo mjög, og í andlit hennar kom nú aftur hinn vanalegi blíði svipur. “Eg óska einskis fremur, en að vera þér alt af góð,” sagði hún alúðlega. “En eg álít ekki rétt að við finnumst, hvorki hér eða annarsstaðar. Það er ekki rétt gagnvart Miles, og þú mátt ekki koma hing- að aftur, Oliver.” Lági hláturinn hans Olivers ómaði hás í þessu kyrra kvöldlofti. “Eg kem líklegast aldrei framar á þetta svæði, Það var tilviljunin, sem leiddi mig hingað í dag. Það var aðeins af tilviljun að eg kom hingað í nánd við þetta hlið. Mér kom ekki til hugar, að eg kynni að mæta þér hér, og gerði heldur enga tilraun til þess, að það gæti hepna^t. Eins og eg sngði áðan, átti eg erindi hingað í nágrennið. Eg væri guði þakklátur ef eg hefði aldrei þurft að koma hingað.” Orð hans voru áköf og rugluð, og á andlitið kom aftur þessi tryllingslegi svipur, sem það hafði áður haft — svo Dcróthea varð mjög hrædd. “Þú mátt ekki vera svona vandræðalegur og ör- vilnandi,” sagði hún. “Það var auðvitað rangt af þér að köma hingað; og þess vegna er það líka að þú mátt ekki endurtaka hana. Við megum ekki sjást -oftar, Oliver. Það er ekki rétt.” — Hún rétti honum hendi sína, og í allri framkomu hennar lýsti sér blíða, blönduð svo mikilli kvenlegri sjálfsvirðing, að það hlaut að hafa áhrif á Oliver. Ákafi hans og tryll- ingur virtist líka vera að hverfa, þegar hann tók hendi henar og sagði: “Dóróthea! má eg ekki kyssa þig einu sinni?” hanrt talaði þessi orð með biðjandi róm. “Og fyrir- gerðu mér að eg gleymdi mér eitt augnablik. Eg var svo voðalega æstur að eg vissi naumast hvað eg gerði. ^n kystu mig, Dóróthea, -áður en eg kveð þig aftur!” Þjáningin, sem andlit hanS sýndi, og hið sorg- bitna augnatillit, sem mætti hennar, hafði margfalt meiri áhrif á Dórótheu heldur en hinn óstjórnlegi ákafi hans, og án þess að segja eitt einasta orð, lyfti hún andliti sínu’upp til hans, og hann kysti hana al- úðlega og seinlega, eins og manneskja, sem kyssir varir framliðins vinar. “Eg er ekki þess verður að kyssa faldinn á kjóln- um þínum,” hvíslaði hann þegar hann slepti henni. “Eg er ekki þess verður að snerta hendi þína. Ef þú aðeins vissir, Dóróthea.,— Ef þú aðeins vissir—” Hann þagnaði skyndilega og slepti hendi hennar, þegar fótatak heyrðist í nálægð við þau, og einn af eftirlitsmönnunum kom í ljós við hliðið. Maðurinn leit forvitnislega frá konu húsbónda síns á hinn ókuna man, sem sjáanlega var í mjög æstu skapi, og þegar Dóróthea sá hið rannsakandi augnatillit hans, rétti hún Dynecöurt aftur hendina með svo snildarlegu uppgerðar kæruleysi, að það hefði getað vilt sjón þeim manni, sem var betri mannþekkjari en hinn góði John Dawson. “Verið þér sælir, hr. Dynecourt,” sagði hún ró- leg. “Það gleður mig að þér hafið séð lystigarðinn síðari hluta þessa dags, þar eð hann einmitt nú er svo indæll. Sir (Miles mun þykja slæmt, að hann fann'yður ekki.” Eitt einasta augnablik leit Dynecourt skörpum augum í augu hennar, og á því næsta gekk hann út um hliðið og hraðaði sér eftir trjáganginum, meðan Dawson, sem nú hafði enga grunsemd sökum hinnar eðlilegu framkomu Dórótheu, gekk inn í lystigarð- inn ásamt hundinum sínum. “Maðurinn, sem fór núna, er læknir Sir Miles,” sagði Dóróthea, sem varð að beita öllu vilja-afli sínu til þess að bæla niður geðshreyfinguna, þvi hún vild/ umfram alt koma í veg fyrir að nokkrar slúðursögur ættu sér stað. “Hann er mjög duglegur læknir frá London.” '“Já, hann hafði líka mjög gáfulegt andlit, tigna lafði,” svaraði Dawson með lotningu. “Og þér meg- ið trúa því, tigna lafði, að við óskum þess öll saman, að honum geti hepnast að lækna Sir Miles sem allra fyrst. Það er mjög fáir óðalseigendur nú á dögum, sem jafnast geta við Sir Miles.” “Já, það segið þér satt, Dawson!” svaraði Dóró- thea með samþykkjandi sannfæring. . “Eg mætti lækninum úti í beitilandinu fyrir hálfri stundu síðan,” sagði Dawson. Það er maður, sem maður getur akki gengið fram hjá, án þess að veita honum eftirtekt. Hann leit út fyrir að eiga mjög annríkt, því hann hljóp af stað með miklum hraða. En slíkur læknir hefir eflaust margt að hugsa um, og hann hefir máské verið að hugsa um einn eða annan sjúkling.” “Já, það er mjög sennilegt,” sagði Dóróthea; “hann sagði mér einmitt, að hann hefði verið að vitja sjúklings þarna úti.” i Þegar Dóróthea hafði kvatt eftirlitsmanninn, gekk hún í hægðum sínum heim á leið í gegnum lysti- garðinn. , “iSko, þetta er hentug kona fyrir Sir Miles,” sagði Dawson glaður í huga við sjálfan sig, því nú var augnabliksgrunur hans algerlega horfinn. “Hún er hið hreinasta gull, það er hún. Og eg get ekki skilið hversvegna mér datt, í hug, að þessi læknir og hin göfuga lafði ættu nokkuð saman að sælda. Mér leist nú raunar ekki vel á þenna pilt, þótt hann sé laglegur, og hann lítur út fyrir að hika ekki við neitt, til að framkvæma vilja sinn. Og eg vil heldur eiga hann fyrir vin en óvin, það eitt er víst.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (18.03.1926)
https://timarit.is/issue/158284

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (18.03.1926)

Aðgerðir: