Lögberg


Lögberg - 18.03.1926, Qupperneq 4

Lögberg - 18.03.1926, Qupperneq 4
Bis. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 18. MARZ 1926. XoQberg Gcfíð út hvem Fimtudag af The Col- I ambia Preu, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T»laimari N-6327 o|* N-632S JÓN J. BILDFELL, Editor Ltan&tkrift til blaðsina: TKE eOLUM|B|| PRESS, Ltrt., Box 317». Wlnnlpag. M)an. Utan&akrift ritatjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpag, N|an. » The “Lögberg” la prlnted and publlshed by The Columbla Preaa, Limited, ln the Columbla Buildlng, C95 Bargent Ave., Winnlpeg, Manitoba. Stórmerk kona. Um þessar mundir starfar með hinni indversku þjóð kona ein, Mrs. Sarojini Naiidu að nafni, er vakið hefir heimsathygli. Það er hún, er tók við forystu sjálfstæðisflokksins á Indlandi, er 'Gandhi lét af henni, en flokkur sá berst, sem kunnugt er, fyrir fullkomnu þjóðfrelsi Indverjum til handa. Mrs. Naidu, er hin fyrsta kona þjóðar sinnar, er áræði hafði til að brjóta á bak þúsund ára venj- ur og leita sér mentunar á Englandi. Stundaði hún nám við Girton lærðaskólann og hlaut lof mik- ið fyrir gáfur sínar, iðni og ástundun. Hneigðist hugur hennar snemma að bókmentastörfum, og tók hún þegar á skólaárum sínum að yrkja á eriska tungu. Náði hún um tvítugsaldur svo miklum þroska í Ijóðlistinni, að hún komst í hið mesta af- hald hjá ýmsum merkustu rithöfundum Lundúna- borgar. Má óhætt fullyrða, að á þessu sviði, hafi hún verið reglulegur brautryðjandi meðal þjóð- flokks síns. ' Vöktu ljóð hennar einkum athyglá fyrir mýkt í formi og angurværan draumlyndisblæ. Að loknu námi hvarf Mrs. Naidu heim til átthag- anna ogi tók að leggia stund á ken3lustörf, einkum á meðal kynsystra sinna. “Þjóðin verður fyrst og fremst að mentjist, — að.öðrum kosti verður sjálfs- forræðið henni að harmabrauði”, var hún Vön að segja. Það er forgöngu Mrs. Naidu að þakka, að fjöldi indverskra kvenna, leitar nú árlega mentunar á Englandi og víðar í Evrópu, heimaþjóðinni til ó- metanlegrar blesáunar, — því heim hverfa þær flestar undantekningarlaust, að loknu námi, og leggja stund á kenslu, sjúkrahjúkrun, lækningar og þar fram eftir gijtunum. Indverskar konur eru. yfirleitt fastheldnar við þjóðbúning sinn, — en nú eru þær margar hverjar búnar að Evrópusið, þótt þær við hátíðlegustu tækifæri klæðist hinum skrautlega þjóðbúningi SÍnum. Mikill meiri hluti þeirra indverskra kvenna, er notið hafa mei^tunar í Evrópu, hafa, er heim kpm, skipað sér í fýlking Sjálfstæðisflokksins og svarið honum hoHustu. Er þess að vænta, að starf þeirra í þeim efnum, komi Mrs. Naidu að ómetan- legu liði. Mrs. Naidu hefir lýst yfir því, að hún fylgi í öllum meginatriðum stefhu Gandhi, í sjálfstjórn- arbaráttunni. Samkvæmt stefnu 'hans má aldrei sækja málin með ofbeldi, heldur að eins beita kyr- látu viðnámi. Mrs. Naidu er komin af háum ættum, en spor hennar eftir heimkomuna frá Englandi, hafa flest legið á meðal almúgafólks. “Mentunin frelsar al- þýðuna og upp úr því frelsar alþýðan þjóðarheild- iha,” er ein af tÓmustu setningum Mrs: Naidu. — -------f— Nýir vitnisburðir, Nú á þessum tímum, þegar hugmyndir mann- anna um Krist eru orðnar svo margvíslegar, að erf- itt er farið að verða að átta sig á þeim, og þá líka á því, hvar sá skilningur manna muni lenda, eða hvað verði orðið úr hinum sögulega Kristi, um það er því ímyndunar samsafni er lokið, þá er ekki úr vegi að benda á það, sem sumir af nafnkunnustu fræðimönnum vorra daga eru að aðhafast, eða að afkasta í þessu sambandi. Fyrir skömmu hélt fræðimaðurinn Dr. Robert Eisler fyrirlestur í félagi fræðimanna á Þýzka- landi, um nýjar sögulegar sannanir, er hann hefir fundið í sambandi við sögu ritningarinnar um Krist og hérvistartíð hans. , Dr. Robert Eisler tók fram í þessum fyijirlestri sínum, að sér hefði borist í hendur leifar af ritum Jóns frá Antíok, sem uppi var um 600 árum eftir* Krists búrð, og þar standi á meðal annars, að í stjórnartíð Tíberíusar hafi herrann Kristur, 33 ára gamall, verið kærður af Gyðingum fyrir að vilja eyðileggja trúarbrögð þeirra, en setja önnur trúar- brögð í staðinn, og þeir (múgurinn) hafi hópað sig saman í Jerúsalem og hrundið á sta ð uppþoti og haft í frammi svívirðileg orð um guðs orð og keis- arann. “Að því búnu réðust óvinir hans á hann og tókui hann fastan á næturþeli. Fóru með hann á fund landstjórans Pontíusar PÍIatusar. Hann annað hvort sökum hugleysis við uppreisnarmenn- ina (múginn) eða fyrir fjárrtútur, úrskurðaði að Kristur skyldi líflátinn, þrátt fyrir það, þó hann fyndi enga sök hjá honum.” Biblíufræðingum hefir lengi verið ljós mis- munur sá, sem er á þýðingu gríska textans hjá Rússum og hinni grísku þýðingu þess sama texta og sem biblíuþýðendu® hafa lagt til grundvallar fyrir þýðingum sínum, eh enginn hefir enn getað varpað neinu Ijósi yfir hann. Út af þeim mismun og til að reyna að leysa þá gátu, setti Dr. Robert Eisler sig í samband við hinn víðfræga sagnritara Rússa, Prófessor Istrian í Leningrad, og eftir nákvæma rannsókn komst að þeirri niðurstöðu, að rússneska þýðingin sé ekki gjörð eftir gríska textanum, heldur eftir hinum upphaflega afamatiska texta, sem til Babylon hafi borist og til Gyðinga í Persíu, þaðan til Gyðinga 1 Armeníu og Suður Rússlandi, og þegar Gyðingar voru skyldaðir þar til kristnitöku árið 969, að þá, eða síðar, hafi texti sá komist í hendur Rússa. Dr. Eisler telur sennilegast, að Jón frá Antiok hafi þessa staðhæfing um handtöku Krists eftir sagnritaranum Jósefusi og að þau hafi staðið í frumtexta hans. 1 hinum gamla rússneska biblíutexta, sem hér um ræðir, er getið um, að í musterinu hafi verið steintafla, sem letrað var á þremur tungumálum: “Kristur ríkti ekki sem jarðneskur konungur. Hann var krossfestur fyrir það, að hann sagði fyrir fall Jerúsalem og hrun musterisins.” Dr. Eisler telur, að þessi áletran í sambandi við hinn nýja vitnisburð Jósefusar í ritleifum þeim; sem fundist hafa eftir Jón frá Antíok, sýni fylli- lega, að kenningar Krists, sem Gyðingarnir mis- skildu, ollu uppreisnar, og sé því efi sá, sem leikið hefir á því atriði frásagnarinnar, sökum þess að Jósefus ekki minnist á það, að engu orðinn. Eftir að búið er að bæta orðum þeim, sem í ljós hafa komið eftir Jón frá Antíok, við frásögn Jósefusar um hinn mikla sorgaratburð, segir pr. Eisler að hún hljóði á þessa leið: “Á þeim tíma kom fram maður, ef í sannleika er hægt að kalla hann mann. Eðli hans og vöxtur var mönnum líkt. En eftir útliti hans að dæma var hann meira en maður. Hann framkvæmdi undur- samlega hluti með ósýnilegum mætti. Sumir sögðu að hann væri einn af fyrstu lærifeðrunum, sem ris- inn væri frá dauðum, og staðfesti þann sannleika með því að lækna sjúka og með öðrum undraverðum kraftaverkum. Aðrir trúðu, að hann væri af Guði sendur. Eg, sökum hinnar almennu afstöðu hans, get ekki nefnt hann sendiboða Guðs. Hann mót- mælir lögunum 1 mörgum tilfellum og heldur ekki hvíldardaginn samkvæmt siðvenju forfeðra okkar. En á hinn bóginn þá aðhefst hann ekkert ilt, né eT við glæpi riðinn, heldur framkvæmir alt með orð- um. Fjöldi fólks aðhyllist hann og trúir kenning- um hans og margir trúa því ákveðið, að hann sé kominn til þess að frelsa Gyðinga undan ánauðar- oki Rómverja. Það var vani hans að hverfa burt frá mann- fjöldanum og til Olíufjallsins; þar læknaði hann sjúka, og þangað komu til hns 15 þeirra er ófrjáls- ir voru, auk fjölda alþýðumanna. Sökum þess að þeir sáu vald hans og það, að hann þurfti ekki annað en bjóða til þess að fá vilja sínum framgengt, þá kröfðust þeir (lýðurinn) þess, að hann færi inn í borgina og legði að velli Pontí- us Pílatus og rómversku hermennina og gjörðist konungur Gyðinga. Og Iýðurinn hópaðist saman í Jerúsalem og vakti þar uppreisn með lastyrðum gegn Guði og keisaranum. En óvinir Krists tókp hann höndum á náttarþeli og afhentu hann Pontí- usi Pílatusi. En hann, sökum hugleysis við múg- inn, eða fyrir fémútur, ákvað að hann skyldi kross- festur verða þrátt fyrir það, þó hann fyndi enga sök hjá honum. Fyrir tuttugu árum síðan, eða árið 1905, fór hinri nafnkunni fræðimaður, Próf. Flinders Petrie, rannsóknarferð til Sínaífjalls, og var sagt frá því, að hann hafi fundið átta steintöflur með letri á i hlíð fjallsins. Ekki gat Prof. Petrie haft steintöfl- ur þessar með sér, en hann tók mynd af þeim og letri því, sem á þeim var. Allmikla eftirtekt vakti þessi fundur þá, en þegar átti að fara að lesa úr letrinu, var ekki hægt að fá neinn mann, sem gat skilið það. Töflurnar með letrinu á voru lokaður leyndardómur. Lærdómsmennirnir reyndu sig hver af öðrum, en ekkert gekk. Árið 1915 var letrið á töflunum enn hulinn leyndardómur. En þá tók mað- ur, Dr. Allan Gardiner, upp á því, að raða sam- hljóðendum saman, sem þó teknir væru úr egypsku rúnaletri, táknuðu ekki orð eða atkvæði, heldur hljóð eða stafi. En það varð til þess, að fyrstu stafirnir í þessu ólæsilega tungumáli, urðu skiljanlegir. Dr. Grimme, kennari í egypskum fræðum við Muenster háskólann, sagði, að enginn efi væri á, að letur þetta væri ekki gert af Egyptum, þó það leyndi sér ekki heldur, að sá, er ritað hefði, hefði kunnað það mál. Dr. Grimme, sem tók við ráðningu á þessari gátu af Dr. Allan, ásamt prof. Sethe og Dr. Eisler, og hélt því starfi áfram í fleiri ár, komst að þeirri niðurstöðu, að í máli þessu 'ókunna væru 27 stafir, og því líka ljóst fyrir honum, að stafageiðinni svipaði mjög til biblíumálsins hebreska. Eftir all- an þennan undirbúning kemst Dr, Grimme svo að orði: “Svo fór eg að geta lesið ofurlítið af því, sem stendur á þessum steintöflum, og fann eg þrjár línur, sem sérstaklega vöktu eftirtekt mína. Þær hljóða svo: “Eg, Móses, þakka Hatshepsut drotn- ingu fyrir að bjarga mér úr ánni Níl og veita mér mikla virðingu.” Dr. Grimme getur þess, að orðið "Móse” á steintöflunum, geti líka þýtt “Manasse”, en hann telur engan efa á, að hvortveggju orðin þýði hið sama, enda bendir hann á, að “Móse” sé nefndur “Manasse” á einum stað 1 ritningunni. Þessi nýja uppgötvun skýrir sérstaklega tventj Fyrst nafnið á dóttur Pharos, er bjargaði honum úr ánni, og áðu* var ekki þektv Annað, að timabil það, sem Móses var uppi á, flyzt til baka um 200 ár, Sumir halda því fram, að ánauðartímabil Gyð- inga í Egiptalandi hafi verið á stjórnarárum Ramse II, en hann ríkti frá 1292 til 1225 f. Kr. Eftir þessum vitnisburði Móse, hefir það ekki get- að verið, því Hatshepsut drotning var dóttir Thut- mosis fyrsta, er ríkti frá 1540 til 1501 f. Kr., Auk Hashepsut átti Thutmosis I. tvo sonu, Thut- mosis II. og III.. Þau systkinin urðu ósátt út af ríkiserfðum, og ríktu sitt tímabilið hvert með styrk stuðningsmanna sinna. Telur Dr. Grimme sjálf- sagt, að Gyðingar hafi stutt Hatshepsut til valda. Síðast þeirra systkina ríkti Thutmosis III, og segir Dr. Grimme, að hann hafi miskunnarlaust ofsókt stuðningsmenn Hatshepsut drotningar um 1440 f. Kr., og telur hann þær ofsóknir eina af ástæðunum fyrir burtflutningi Gyðinga úr því landi. Dr. Grimme þykir sennilegt, að Móse hafi reist Hatshepsut drotningu minnisvarða einhvérs stað- ar á óhultum stað, og til þess að leita þeirra minja og annara, sem hann telur víst að faldar séu þar eystra, hefir hann og stuðningsmenn hans bundist samtökum um að senda rannsóknarmenn austur á Sínaí skaga, eins fljótt og auðið er, til að leita forn- minja þar og færa heim steintöflur þær, er Prof. Flinders Petrie fann þar. Ávarp til Vestur-íslendinga. Eins og öllum Vestur-íslendingum er nú orðið kunnugt, eigum vér vor á meðal mann, sem sýnt hef- ir frábæra hæfileika til tónsmiða. Þessi maður er Björgvin Guðmundsson. Fátækt hefir varnað hon- um alla æfina, að neyta hæfileika sinna. En með dæmafárri elju, þrautseigju og gáfum, hefir hann aflað sér þeirrar sjálfsmentunar, að hann hefir vak- ið á sér eftirtekt söngfróðra manna, ekki einungis þeirra landa sinna, er fremst standa hér vestra í þeirri grein, og beztu manna annara í Winnipeg, heldur og heimsfrægs snillings, þar sem er Percy Grainger Að þessu hafa stuðlað slík verk sem “Fuga”, “Kvöld- bæn”, sem sungin hafa verið við mikið lof í sjálfri Parísarborg, ‘“Serenade”, “Dauðsmannssundið”, og nú að siðustu hið mikla listaverk hans, “Adveniat regnum tuum”, kantatan, sem sungin var nýlega hér í Winnipeg undir hans handleiðslu, við svo mikinn orðstír. En þetta er að eins byrjun. Og þrátt fyrir gáf- ur og áhuga slíks listamanns, sem umkomulaus er og fátækur, eru jafnaðarlega flest sund lokuð, ef eigi kemur styrkur einhversstaðar að. Með tilliti til þess, og með sannfæringu um það, að slíkar gáfur verðskuldi alla mögulega aðhlynn- ingu, kaus Þjóðræknisþingið þriggja manna nefnd, til þess að vinna til styrktar Björgvini Guðmunds- syni. Og með sama huga kom söngfólkið, er sungið hafði kantötuna undir hans handleiðslu, sér saman um að kjósa fimm mann nefnd til þess að starfa í sömu átt. Þessar nefndir hafa ákveðið að starfa saman. — Vér undirritaðir, sem kosnir höfum verið í þessar nefndir, höfum komist að þeirri niðurstöðu, með hjálp sérfróðra manna, að til þess að fullar vonir geti orðið um að gáfur Björgvins Guðmundssonar fái notið. sín, muni hann þurfa að hafa fullan að- gang að vönduðum hljómlistarskóla, alt að því 3 ár. Kostnaðurinn við það myndi verða um $2,500 á ári. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Do orCo. Limíted Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK 9 Þar sem tíminn er peningar. ÞAR hefir greið afgreiðsla mikið að þýða, ein9 og á sér stað þegar víxla þarf peningum, eða gera önnur viðskifti við bankann. Viðskiftavinir vorir geta fært sér í nyt bein símasam- bönd, sem vér höfum við helztu borgir í Canada, og Bandaríkjum og Cuba, The Royal BanK of Canada Nefndirnar eru þess fulltrúa, að tiltölulega auð- velt muni reynast að safna þessu fé, í þessum til- gangi, með því að hér sé að ræða um málefni, sem muni geta stórkostlega aukið á sæmd þjóðernis vors hér vestra, jafnvel meira en flest annað, ef vel fer. Treysta þær á almenna og skjóta þátttöku Vestur- íslendinga. Nefndirnar hafa fengið hr. bankastjóra T. E. Thorsteinsson, Royal Bank, Cor. William and Sher- brooke, til þess að veita móttöku fjárframlögum í þessu skyni. Mun hann flestum Vestur-íslendingum kunnur. Færi svo ólíklega, að eigi safnaðist nóg, til þess að Björgvini Guðmundssyni verði fært að leggja á þessa braut, verður hverjum manni skilað aftur því fé, er hann hefír þegar lagt|fram. Færi svo, enn fremur, að hann, af einhverjum ástæðum, af hend- ingu, eða frjálsum vilja, neyddist til þess að afbiðja frekari styrk, þá verður því fé, sem þá kann að vera í sjóði, skift hlutfallslega á milli gefenda. Þess er vænst, að undirtektir manna verði eigi einungis góðar, heldur og skjótar, því sá gefur tvisv- ar, sem fljótt gefur, eins og latneska máltækið segir., Fjárframlög, hvort heldur ávísanir eða pening- ar, skulu send beina leið til Mr. T. E. Thorsteinsson, Manager, Royal Bank, Cor. William and Sherbrooke, Winnipeg, og þarf auðvitað geta þess, í hverju skyni þau koma. Winnipeg, 16. marz 1926. 'F. h. Þjóðræknisfélagsins, / \ J. P. Pálsson. Einar Páll Jónsson. Fr. A. Friðriksson. F. h. söngflokksins, S. K. Hall, (form.), Baldur H. Olson (ritari). M. B. Halldórsson. Paul Baral, Sigfús Halldórs frá Höfnum. iH5H5H5H5H525E5H5H5a5aSH525H5H5E5H5E5H5H525H5H5a5H5H5S5H£HS25H5H525H5K 1 K X x G fi G' x K X X G x K x K x v\ K H.f. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands verður Kaldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 26. júní 1926, og hefst kl. 1 e.h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvœmdum á Iiðnu starfsári, og starfstilhöguninni á yfiratandandi ári, og ástœðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar, endurskoðaða rekstrarreikninga til31. deaember 1925 og efnahagsreikning með athugasemdum endurakoðenda, svörum stjórn- arinnar og tillögum til úrakurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðains. 3. Koaning fjögra manna í stjórn félagains, í atað þeirra sem úr ganga sam- kvæmt félagalögun^m. 4. Koaning eina endurakoðanda í stað bess er frá ^er* °8 eina varaendur- skoðanda. 5. Umræðurjog atkvæðagreiðala um önnur mál, aem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 23. og 24. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt land, og afgreiðslu- mönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík. ' Reykjavík, 16, Desember 1923. ' STJÓRNlN, 0 B Lögl berg og Sagan. Peg $3. Ný uppgötvun. Að tilmælum ofanskráðrar nefndar, lofaðist eg til að láta örfá orð fylgja ávarpi því til Vestur-ís- lendinga, er hér um ræðir, þótt þess sé í raun og veru ekki bein þörf, með því að dregin eru þar fram þau atriði, er helzt þykja máli skifta. Persónulega finst Wér þetta Björgvins-mál þannig vaxið, að það hljóti að sæta góðum undirtektum af hálfu íslenzks almennings hér vestra. Vestur-lslendingar hafa sjaldan legið á liði sínu, ef um einhver þau mál var að ræða, er viðkomu þjóðernissæmd þeirra. Hér er nú einmitt eitt slíkt mál á ferðinni, og þessvegna hlýtur því að verða borgið. Það er ávalt göfugt viðfangsefni, að hlynna að nýgróðrinum og greiða vaxtarskilyrðum hans götu. Sár er tilgangur ávarpsins ofangreinda. Einn slíkur nýgróður í þjóðlífi voru, er BjöTgvin Guðmundsson. Hann er sá hinna yngri manna vor á meðal, er vakið hefir á sér mesta athygli á sviði hljómlistarinnar. Tónverk hans eru svo þrungin af fegurð, að djúp rinun er .að kynnast þeim, og þó eru þau frumsmíð sjálfmentaðs, fátæks manns, er örðug lífskjör hafa hamlað fra að verða aðnjótandi nauðsynlegrar skólamentunar í hljómfræði. Eigum við ekki að ' verða sammála um að greiða honum veg til frekari frama og fullnægja þar með einni af hinum mörgu skyldum vorum við íslenzka þjóðernissæmd? Vera má að einhverjum sé ókunnugt um, af hvaða bergi Björgvin Guðmundsson er brotinn, og skal þess því getið, að hann er sonur Guðmundar heitina á Rjúpnafelli í Vopnafirði og önnu konu hans, sem nú er búsett í nánd við bæinn Leslie í Saskatchewan fylki. Hressilegur hjartasláttur, hundrað-miljón faldur! Forðum hefði hugvits vél sú haldin vera galdur. Menning nýrri, meiri rannsókn, mun í námund vera: Hljóðauki, og heljar lúður, hjartað opinbera. Hætt er við, að hækkað miljón, hjarta mannsins stynji *— sumum finst sem eimvél öskri, eða stórfoss hrynji. Líkt og hafrót, hjartaslögin hreyfa mætti sorgar. Hafa tröll á tréskóm stigið traðir vorrar bórgar? Veslings hjartað, hafið þannig, held eg vart sín njóti — ástar þinnar insta smárödd eg held kafna hljóti! Muntu ástblítt móðurhjarta meta kunna, vinur; þér birt eins og þúsundfaldur þrumufleygsins hvinur? — — Hávaða- og hraðamenning, hjartað lát í friði! Heimi það er hulin aflstöð, helguð æðra sviði. . Hógvær okkar hjartasláttur hugsun engra gremur — leyf oss þess í leyni njóta, lengur eða skemur. Einar, P. Jónsson. O. T. Johnson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.