Lögberg - 25.03.1926, Síða 4
%
Bís. 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 25. MARZ 1926
tf~
Jogbeig
Gefið út Kvem Fimtudag af Tbe Col-
Hmbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnip>eg, Man.
Tal.iman N-6327 o& N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Otanáskríft til blaðsins:
THE C0LUN|BtA PRE88, Ltd., Bo« 317*, Wtnnlpeg. Hai\-
Utanáakrift ritatjórans:
EOlTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpeg, tyan.
Th« "Lögberg” is prlnted and publlshed by
The Columbla Preas, L.lmited, in the Columhi*
Bullding, CS5 Sargent Ave, Winnipeg. Manitoba.
Hon. Charles Dunning.
Saga þes3a einkennilega manns, minnir mann á
sögurnar fornu, þegar konungur og drotning bjuggu
í ríki sínu, en karl og kerling í koti, og börnin beggja
uxu upp—konungsdóttirin fögur og fyrirmai-.nleg,
en kotungssonurinn í fátækt og fyrirlitningn. En
svo komu starfsárin. Auðugir og voldugir þjcð-
höfðingjar, frægar og margreyndar hetjur, krupu
að fótum konungsdótturinnar og buðu henni kosta-
boð, ef hún vildi gefa þeim hug sinn og hjarta.
Kotungsscnurinn, sem líka dreymdi um ást hennar,
átti ekkert til að bjóða annað en viljaþrek sitt og
mannskap, og stundum kom það fyrir, að það mátti
sín meira en auður, völd og virðingarstöður hinna.
Árið Í903 kom seytján ára gamall unglingur með
innflytjenda lest til Winnipegborgar. Hann var
einn síns liðs. Fátækur eins og flestir aðrir innflytj-
endur—átti fötin, sem hann stóð í, hálslín og aðra
verðlitla muni í tösku, sem hann hélt á í hendinni.
Hann var að leita gæfunnar í framtíðar og tækifæra-
landinu Canada, eins og svo margir aðrir höfðu gjört
á undan honum, síðan hafa gjört og væntanlega gjöra
á komandi árum. Hvað hann ætlaði að gjöra, eða
hvar hann ætlaði að setjast að hér í landi var hon-
um ekki ljóst. En faðir hans, sem líklega hefir ver-
ið einn af þessum gamaldags sérvitringum, bað
hann að skilnaði að velja sér stað í landinu nýja,
þar sem bæði væri skógur og vatn. Þessi piltur sá,
að um ekkert slíkt var að ræða í kringum C. P. R.
vagnstöðina í Winnipeg, og hann vissi, að óhugsan-
legt var að eyða tíma í að leita slíkan stað uppi, því
kröfur daglegs lífs kröfðust sinna þarfa, svo hann
lagði eyra við mál manna þar á vagnstöðinni, er
voru að fala menn í daglaunavinnu til Yorkton í
Sskatchewan, og tók hann tafarlaust tækifærið til
þess að vinna fyrir mat sínum og fór til Yorkton.
Þessi unglingur var Charles Dunning.
Vér vitum ekki um allar athafnir Charles Dun-
nings í Saskatchewan. Vér vitum, að hann tók sér
þar heimilisréttarland og bjó áí því góðu þúi og á
landið enn. Vér vitum, að hann var aðal driffjöðr-
in í að mynda kornhlöðu sameignafélagið í Saskat-
chewan — stærsta og stórkostlegasta sameignar-
félagið í Canada»og það þarfasta, og stjórnaði því
með snild. Vér vitum, að hann var valinn af stjórn
Saskatchewanfylkis í eitt af vandasömustu, ef ekki
vandasömustu stjórnarráðsembættum í fylkinu. Vér
vitum, að hann síðar var kjörinn forsætisráðherra
þess fylkis, og vér vitum að naumast er til sú hreyf-
ing í því fylki, til heilla fylkisbúum, sem hann hef-
ir ekki verið riðinn við, og vér vitum, að alt, sem
hann hefir tekið sér fyrir hendur að gjöra, hefir
honum farist snildarlega vel úr hendi, — svo vel
úr hendi, að álit hans, vegur og orðstír hefir
vaxið afi hverju hans verki, unz nú að þessi karls-
sonur er orðinn ástmögur hinnar canadisku þjóðar
—elskhugi ungfrú Canada sjálfrar, og hefir verið
kvaddur til þess að gegna einu allra vandasamasta
embætti ríkisins. Og er það von allra, að hann
bregðist ekki því mikla trausti, sem honum hefir
með því sýnt verið, né heldur gleymi ábyrgð þeirri,
er því fylgir.
Eins og menn vita, hefir Hon. Charles Dun-
ning verið skipaður járnbrautamála ráðherra og
innanlands skipaskurða í Canada, og var kosinn í
bænum Regina gagnsóknarlaust til þess embættis.
Á fimtudaginn var kom hann til Winnipeg á leið
til Ottawa, þar sem framtíðarheimili hans verður,
og var honum haldið samsæti að kvöldi þess dags á
Fort Garry hótelinu hér í bæ. Samsæti það var eitt
hið fjölmennasta, sem hér hefir verið haldið, því
stærsti veizlusalur hótelsins reyndist of lítill til
þess að rúma gestina, en í honum sátu þó um fimm
hundruð manns til borðs. MannfjöMi þessi var
ekki allur tilheyrandi sama stjórnmálaflokki í
landsmálum og heiðursgesturinn — þar voru menn
úr öllum stjórnmálaflokkum, sem til eru í landinu.
En þeir voru þar allir til þess að heiðra Hon. Char-
les Dunning — karlssoninn, sem fyrir 23 árum kom
allslaus til landsins, en nú var orðinn einn af æðstu
embættismönnum þess, og er það enn einn vottur
um orðstír þann og álit, sem þessi einkennilegi mað-
ur hefir áunnið sér á því tímabili.
Hon. Charles Dunning er meðalmaður á hæð,
þreklega og vel vaxinn. Andlitið er hreint, svipur-
inn gáfulegur og einarður og má hver maður sjá,
er hann Iítur, að hjá honum fer saman sjálfstæði
og þrek. Hann er afbragðs vel máli farinn. Mál-
rómurinn hreinn og skýr, framburðurinn þróttmik-
ill og orðaval ákveðið og óþrjótandi.
Eins og búist var við og enda sjálfsagt, flutti
Mr. Dunning aðal ræðuna við þetta tækifæri —
hina fyrstu opinberu ræðu sína, eftir að hann varð
járnbrautamála ráðherra, og var hún bæði snjöll
og vel flutt. Mintist hann fyrst á hina sýnilegu
framför þjóðarinnar á vegi velmegunar, og þá brýnu
skyldu allra. góðra borgara, að. hafa traust á fram-
tíð lands og þjóðar. Um járnbrautarmálin komst
hann svo að orði: “Það er eitt, sem þið Winnipeg-
búar þurfið að venjast við eins og fólkið í Saskat-
chewan, og það er að heyra sannleikann. Vér höf-
um tvö járnbrautarkerfi Canada, sem báðum er bet-
ur stjórnað, en nokkrum öðrum járnbrautum í
heimi.”
Um flutningsgjöldin sagði hann: “Flutnings-
gjöld á járnbrautum í Canada eru lægri, en flutn-
ingsgjöld á nokkrum öðrum járnbrautum veraldar-
innar, og eg er sannfærður um, að- það er ekki unt
að vonast eftir lækkun þeirra undir núverandi
kringumstæðum. Aðal verkefnið er, að koma jafn-
vægi á þau þannig, að þau séu ekki hærri að tiltölu
á einum parti brautanna en öðrum, í einu héraði
landsins en öðru.”
Svo sneri ræðumaður sér að borgarstjóra Webb
og mælti: “>Eg sé að hinn virðulegi borgarstjóri
yðar vill að eg segi eitthvað um Hudsonsflóa braut-
ina. Um það mál þýðir ekki; að fara mörgum orð-
um. Brautin verður bygð, og eg ætla að sjá um, að
við það verk verði lokið. En á því máli eru tvær
hliðar. Sú, sem að stjórn Canada, eða mér, snýr —
að ljúka við brautina. Hin snýr að yður, verzlunar-
menn í Wínnipeg) — sú, að sjá um, að nægilegur
flutningur verði til að flytja með brautinni, eftir
að hún er fullgerð. Munið, að það er þýðingarlaust
að byggja brautina, ef ekkert er til að flytja með
henni.”'
Auk Hon. Charles Dunnings töluðu í þessu
samsæti, Hon. T. C. Norris, leiðtogi frjálslynda
flokksins í Manitoba og fyrverandi forsætisráð-
herra fylkisins; W. G. Rumble, meðlimur í félagi
ungra frjálslyndra manna í Winnipeg, og Hon. John
Bracken, forsætisráðherra Manitoba fylkis. — Sam-
sætinu stýrði Mr. A. E. Rosevear, forseti Young
Men’s Liberal Club, er fyrir samsæti þessu stóð.
* .Hon. Charles Dunning fóf héðan áleiðis til Ot-
tawa á föstudagsmorguninn í síðustu viku.
Skuggahverfi.
Flestir menn, sem komnir eru til vits og ára í
þessu landi, kannast við orðið “Underworld”, og
vita hvað það meinar — vita, að það er nafn á fólki
þessa þjóðfélags, sem fallið hefir ofan í eymd og
ógæfu mannlegs lífs, — vita, að það er nafnið á
samvizkulausum mönnum og konum, er starfa í
skuggahverfum lífsins og veiða þangað til sín sak-
ieysið, æskuna og ósjálfstæðið.
Þessi skuggahverfi er víðar að finna, en í
þessu landi. Þau eru fylgifiskar flestra þjóða og
ljótasti blettur allra stórborga. Þau eru heim-
kynni, sem engir vilja búa í, er ant er um mannorð
sitt og heiður, né heldur hafa nein mök við.
Um orsökina fyrir tilveru þeirra og þroska inn-
an þjóðfélaganna er ekki áform vort að tala að
þessu sinni. Það er nóg að menn vita að þau eru
þar og að þau eru ekki að eins ljót, heldur líka stór-
skaðleg fyrir velferð einstaklinga og heildar.
En þó þessi skuggahverfi séu þjóðarlestir og
þjóðardrep, og þó. þau séu þeir blettirnir á lífi stór-
borganna og þjóðfélaganna, þá eru þau ekki þeir
einu lestir, þau einu skuggaahverfi, sem breiða
eiturvængi sína yfir líf vort mannana. Þó þau valdi
vanalega mestu umtali sökum þess, að á þeim ber
mikið, og hættan, sem af þeim stafar, er svo sýni-
leg og jafnvel áþreifanleg.
Það eru til fleiri skuggahverfi og þau að engu
hættuminni fyrir menn, en þau, sem blasa við allra
augum í stórborgunum, — það eru til skuggahverfi
andans, sem eitra út frá sér, ekki síður en skugga-
hverfi borganna. Það er til eins mikið af andlegri
rotnun og siðferðislégri, eins mikið til af andlegu
eins og af líkamlegu siðleysi.
Oft höfum vér hlustað á tal manna, sem greini-
Iega hefir borið með sér, að þeir hafa átt heima í
hinum andlegu ' skuggahverfum lífsins. Háværir
og hrottalegir hafa þeir haldið fram málefnum bg
hugmyndum, sem hafa ekki verið vitund hreinni né
heldur uppbyggilegri, en tal og athafnir fólks þess,
sem heima á í hinum vanalegu skuggahverfum.
Myndirnar, sem þeir með orðum sínum drógu, voru
falskar, orðin ósönn og afleiðingar þeirra sýkjartdi.
En þó hinu daglega máli manna sé þannig ábóta-
vant og þó að menn miklist af þeim siðspillandi og
afvegaleiðandi orðaflaumi, þá er hann ef til vill ekki
hið stærsta eða hættulegasta eyðileggingarfl í hin-
um andlegu skuggahverfum mannanna, heldur bæk-
urnar og blöðin, sem ritaðar og rituð eru í þessum
sama anda, og sem, dag út og dag inn halda að
mönnum fölskum mannlífsmyndum, hálfköruðum
sannleika og getgátum, sem hálfbakaðir gutlarar
með spekingssvip halda að mönnum sem óyggjandi
sannleika, og svo þrátta menn og rífast um hitt og
þetta, um kirkjumál og vísindi, án þess að byggja á
nokkru öðru en sínu eigin hugmyndasafni.
Fyrir nokkru síðan lásum vér ritgjörð eftir
nafnkendan vísindamann, Dr. David Starr Jordan,
sem hann nefnir “Vitleysis kögur vísindanna” (The
Lunatic Fringe of Science). Er það harðorð ádrepa
til manna þeirra og rithöfunda, sem eru að slá einu
og öðru föstu í nafni vísindanna, sem að vísindin
gefa enga heimild til. Dr. Jordan segir í þessari á-
minstu ritgjörð, að fáir rithöfundar gjöri sér grein
fyrir, að bókmentirpar eigi sín skuggahverfi —
underworld—, 'eða þó öllu heldur, að heimilisfang
sumra rithöfunda *— vísindalegra rithöfunda, sé í
þeim skuggahverfum; — þeir riti og riti í nafni
vísindanna, án þess að gjöra sér grein fyrir grund-
vallaratriðum þeirra eða takmarki. Hlutverk vís-
indanna er, segir Dr. Jordan með Agassize, að leit-
ast við að skýra eðli hlutanna eins og það í raun
og sannleika er. En slíkt er ekki áhlaupaverk, og
það krefst nákvæmni, og hvert spor sem stigið er,
hvert sannleikskorn, sem fundist hefir, leysir aldr-
ei spursmálin til fulls. Hvert atriði, sem leyst er
úr dróma vanþekkingarinnar, er lykill að heilum
heimi, sem enginn þekkir enn. Uppgötvun á nýjum
sannleika er aldrei tilviljun. Þar hefir auga meist-
arans og tilraunir verið að verki. Alt það, sem
skilningi almennings er auðráðið, hefir fyrir löngu
verið leyst.
En menn eru óþolinmóðir að bíða eftir hinum
seinlátu fullnaðarúrslitum vísindanna, og leita því
bráðari úrslita, ekki á vísindalegan hátt, heldur
með því að slá hlutunum föstum, að svona séu þeir,
og láta sem slíkt sé óyggjandi úrskurður vísind-
anna. Ferðmikil hástökk gjöra engan greinarmun
á líkingu eða tilviljunar samstæðu, og líkur um sam-
eiginlegan uppruna, eru frumeinkennin. Þessir
menn, segir Dr. Jordan, blanda þannig saman því,
sem líklegt þykir, við raunverulegan sannleika.
Dr. Jordan tekur tvær bækur sérstaklega til at-
hugunar og bænar í þessu sambandi. önnur þeirra
\er um stjörnuspár (Astrology). iHin um apaupp-
runa manna, og telur þær báðar tilheyra skugga-
hverfum bókmentanna. Um þá síðarnefndu farast
Dr. Jordan þannig orð: “Annar höfundur, máske
í gamni og í dularklæðum, færir fram mál mikið til
sönnunar uppruna hinna þriggja upprunalegu kyn-
þátta mankynsins. Þeir eru frá þremur mismun-
andi apategundum komnir. f þeim fyrsta eru Ary-
ar, sá norræni, slavneski, latneski ög Hindúar, og
eru þeir komnir út af apategund þeirri, er Chim-
panzee nefnist. Mongolar frá orangeutan apateg-
urid og Negrar frá Gorilla öpum. Einstaka kyn-
villingur, sem finst á meðal hvítu kynþáttanna, er
þar kominn á þann hátt, að feður hans hafa bland-
að blóði við hina útvöldu chimpanzee afkomendur.
Slík mannfræði getur hoppað áfram eins gleiðgeng
frá einni ágiskaninni til annarar og stjörnuspá-
dómarnir.
Höfundar slíkra bóka kvarta oft sáran undan
því, að það sé samkomulag á meðal vísindamanna,
að þegja slíkar bækur í hel og kefja niður þekkingu
og andagift höfunda þeirra, eða hin innblásnu verk
þeirra. Það er satt, að vísindamenn gefa þeim
sjaldan þann gaum, er þeir eiga skilið fyrir þessar
skuggahverfis athafnir þeirra í sambandi við þessi
líkingarmál og getgátur. Þessi vitleysishringur ut-
an um vísindin, er atriði, sem er þess vert, að það
væri athugað útaf fyrir sig.
Tímarit
Þjóðræknisfélags íslendinga. VII. ár. Viking
Press. Winnipeg. 1926.
Þetta nýkomna hefti er myndarlegt og vel úr
garði gjört frá prentaranna hendi, og sama má
segja um innhaldið; það er fróðlegt og all-marg-
brotið.
Fyrst í heftinu eru tvö ljóð eftir skáldið Step*han
G. Stephansson. “Skjálfhendan” er fallegt kvæði,
þar sem skáldið lýsir vissu tímabili í lífi íslenzku
þjóðarinnar, rökkurs og rauna tímabili, er hann
líkir við ástand Veila og skipbrotsmanna hans, er
þeir lágu í útskeri einu kaldir og illa klæddir,
“Og beljandi stcrmur og brimið sauð
Við bergið, og náttmyrkrið flæddi,
og skammdegis nístingur næddi,
og hvergi fanst skúti, sem skjól honum bauð”.
Skáldið minnist á Veila og segir, að um hann viti
menn ekki annað, en að hann hafi kveðið skjálfandi
á skeri þessu, sem hafi nötrað í sjávarrótinu, sem
hafi bjargað lífi skipbrotsmannanna. Svo snýr hann
aftur til þjóðarinnar og segir:
“Lát þig ei lygasögu gruna.
Leitaðu inst þér í muna:
Uefurðu ei sungið þér sálarbætur
Svartar, illar veðra nætur?
í skeri, við skiptjón beðið
skjálfhent kveðið?”
Þarna er skýrt, en stutt yfirlit gefið yfir hin dimm-
ustu stríðsár hinnar íslenzku þjóðar
Hitt kvæðið heitir “Metnaður”. Er efni þess
tekið úr þeim parti sögu Egils Skallagrímssonar, er
hann sat úti í skemmu og var að skoða fé það óg
muni er hann hafði fengið eða heimt af útlendum
höfðingjum, og minningar liðinna ára og metnaður
sjálfs hans kemur fram í huga hans.
Mörg eru yrkisefnin mikilfeng í fornsögum
þjóðar vorrar, og mörg skáld þjóðarinnar hafa
gjört þeim góð skil. Eri fá eru mikilfenglegri en
bóndinn á Borg, eins og -Stephan G. Stephansson
s^r hann í þessp sambandi. Undir æfilokin situr
hann með merki minninganna fyrir framan sig.
Minningarnar um liðið líf — dáðmeira, listfengara og
lundríkara en flestra samtíðarmanna hans, sem
sagan getur. Og hann sér samtíð sína og honum
finst hún smá. Hinn arnfrái andi hans kemst við
og særist af skilningsleysi manna, sem meta þá
eins og nú, auð, metorð og völd, meira en andans
göfgi, eða oss fínst, að sú tilfinning hafi hlotið að
liggja til grundvallar fyrir því áformi Egils, að
ríða til þings með fjársjóðu sína — gull sitt — og
strá því fyrir Áætur lýðsins, svo hann berðist um
haldréttinn á því. — Eitt var það, sem truflaði Eg-
il, er hann lauk upp kistu þeirri, er menjagripina
geymdi. Hann sá, að klæðin góðu, er Arinjörn
hafði gefið honum, höfðu verið brúkuð, og sá, er
bar þau, ekki getað'upp borið og þau því saurgast.
Við það stygðist Egill, svo að hann hefði sjálfsagt
drepið hvern þann óviðkomandi mann, sem slíkt
gjörræði hafði framið En kona Egils sá hvað hon-
um leið, og kvaðst hafa lánað Þorsteini syni þeirra
klæðin; en Ásgerður kona Egils var sú eina, sem
þá gat stilt skap hans Þessu atriði lýsir skáldið
fallega, sem og öðrum í þessu kvæði:
Fóru flughraðar, er fljóð sitt leit,
margar miningar um muna Egils,
sem yfir húm-himin hríslast eldingar.”
—'En það er ekki ætlunarverk vort, að fara að prenta
þessi kvæði upp. Menn geta lesið þau í ritinu og
þar njóta menn þeirra bezt.
Fyrsta ritgerðin í ritinu heitir “Aftur og—
fram”, eftir Eggert Jóhannsson, fyrrum ritstjóra
Heimskringlu, endurminingar frá verutíð höf. í
Nýjtf íslandi og athuganir og bendingar í sambandi
við þjóðræknismál Vestur-fslendinga. Er þessi
grein hógvær, skipulega rituð og vingjarnleg, eins
og frá hendi þess manns var við að búast. í þess-
um endurminningum, sem ná yfir tíu mánaða veru
Eggerts í nýlendunni, frá því í september 1866 og
þangað til í júlí 1877, gefur höfundurinn skýra
lýsingu á landnámi fyrstu íslendinga við íslend-
ingafljót á landsvæði því, er þeir námu, erviðleik-
um fólksins, sem það átti allslaust við að búa,
húsakynnum þess, er það var búið að koma sér upp
skýlum, vonum þess um framtíðina, og einnig sorg-
um þess, er bólusóttin lagðist að bygð þess. öll er
þessi frásögn vandvirknislega af hendi lgyst óg
góður viðbætir við heimildir þær, sem áður voru
fengnar til sögusafns þeirrar bygðar.
Annað spursmál kemur fram í þessari grein
Eggerts, sem er mjög tímabært og snertir ekki að-
eins Nýja fsland, heldur og allar bygðir Vestur-
Islendinga, en það er burtflutningur unga fólksins
úr sveitabygðum í bæi og borgir. Hér er ekki að-
eins um meinsemd að ræða, sem snertir íslenzkar
bygðir, heldur og allar sveitabygðir þessa lands og
sveitabygðir flestra annara landa um þessar mund-
ir Straumur fölks úr sveitum í borgir og bæi og
þá ekki sízt þeirra yngri, sem öll framtíð byggist á,
er allsherjar spursmál, eða allsherjar mein vorrar
tíðar; en við því er ekki þægilegt að gjöra Skemt-
anirnar og hið margbreytta samkvæmislíf bæja og
borga, lokkar ungdóminn að sér. Hugsunarhátt-
urinn, sem skólarnir eiga alt of mikinn þátt 1 að
mynda, krefst nautna og og skemtana lífs, sem bæ-
irnir einir geta. veitt, og svo á verðfall á flestum
landsafurðum síðari árin og megn óbeit á allri
stritvinnu, sinn mikla þátt í því ástandi. Þetta á-
stand, þenna útflutning, þann tvístring, telur Eggert
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& DoorCo.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
mesta þröskuldinn á því, að íslendingar þekki sjálfaa
sig og móðurmál sitt að fimtiu árum liðnum, og er
það óefað rétt skilið. En báran sú er þung og erfið
viðureignar, því hún fær afl sitt frá því, sem ríkast
er í manneðlinu nú á dögum — að njóta gæða lífs-
ins án sveita síns andlitis.
iMeðulin, sem Eggert bendir á í þessari grein,
eru mörg góð og líkleg til bóta, ef menn fengjust
til að sinna þeim. En ef1 til vill fæst aldrei algjör
breyting í þessu efni, en sú breyting, sem kann að fást
með breyttri aðstöðu til mentamálanna, þannig, að
hætt sé við það óvit, að menta hvert mannsbarn til
skrif-iðnar, eða til þess að taka að sér lærðar stöð-
ur, en láta sig atvinnuvegi þjóðarinnar, sem velferð
og framtíð hennar byggist á, engu skifta. f voru
landi er sá hugsunarháttur — sá andi í mentamál-
unum, að verða að vandræða viðfangsefni. Ef það
ekki fæst, þá er hætt við, að þessi vellystingaralda
tuttugustu aldarinnar verði að rísa og æða, þar til
hún brotnar og þeir, sem þá komast upp úr volkinu,
reki sig sjálfir á. Framh.
Sjöunda ársþing
(Framh.j
• Sama kvöld'var haldin samkoma,
íslendingamót, í Goodtemplarahúsinu,
fyrir tilstilli deildarinnar “Frón” For-
maöur deildarinnar, Hjálmar Gísla-
son bóksali, bauð gesti velkomna, og
flutti síöan stutt erindi, er gerður var
hinn bezti rómur aS. Því næst söngl
flokkur manna og kvenna undir stjórn
DavíSs Jónassonar, ungfrú Ásta Her-
mannsson lék á fiölu, forseti ÞjóS-
ræknisfélagsins, séra Jónas A. Sig-
urðsson, flutti erindi. br. Kinar Páll
Jónsson flutti kvæði, Mrs. S. K. Hall
söng, séra Guðmundur Árnason Tlutti
erindi, Lúðvík Kristjánsson flutti
kvæði, hr. Ragnar H. Ragnar lék á
píanó og aö endingu söng flokkur hr.
Daviös Jónassonar. Fór þetta alt á-
gætlega úr hendi, aö því undanteknu
að svo mikill kliöur var stundum í
húsinu, af umgangi og hljóðpískri, aö
ýmsum þeim er aftarlega sátu veitti
erfitt aö heyra. Aö þessari skemtan
lokinni, var boöiÖ til veitinga í neöri
sal hússins, og um leið gengiö aö
dansi í efri salnum,. Höföu menn af
því ágæta skemtun til þess er lokaö
var, hálfri annari stundu eftir mið-
nætti.
Næsta dag, föstudaginn 26. febrúar
var fundur settur aftur kl. 10.30 f. h.
Var fundargerð síðasta fundar lesin
og samþykt í einu hljóöi, breytingar-
laust.
Þá lá fyrst fyrir aö kjósa þriggja
manna milliþinganefnd, til þess aö
starfa að félagsheimilismálum. Var
stungiö upp á Árna Eggertssyni, séra
Rögnvaldi Péturssyni, Friöriki Krist-
jánssyni. J. J. Bíldfell, Ásmundi Jó-| skyldi frestað unz nefndarálitið í út
hannssyni. Tveir hinir síöastnefndu| hreiöslumálinu heföi komiö fyrir
tók þingheimur því. þ'ngið. Var sún samþykt í einu hljóði.
nú í sjóöi sé afhent væntanlegri milli-
þinganefnd, að yfirskoðun afstaöinni,
til nota á fjárhagsárinu.
Tillaga kom frá Þorsteini Guð-
mundssyni, studd af Einari P. Jóns-
syni, aö samþykkja nefndarálitið sem
lesiö. Var hún sþ. í einu hljóði.
Þá kom fram nefndarálitið i tíma-
ritsmálinu, í þrem liðum. Vildi nefnd-
in leggja til:
1. “Aö stjórnarnefndinni sé falið
aö annast um útgáfu Tímaritsins á
yfirstandandi ári, í sama formi og
áður, aö ööru leyti en því, aö lesmál
sé minkað um 16 bls., en í þess stað sé
gefiö út fylgirit fyrir börn og ung-
linga, 16 bls. aö stærð, auk kápu, er
sent sé ókeypis öllum kaupendum
Tímaritsins, en selt í lausasölu fyrir
25 cents.
2. Nefndin leggur til, að allir full-
orðnir meölimir, skuldlausir við fé-
lagið, og nýir meðlimir, fái Timaritiö
fyrir hálft verð.
3. Aö framkvsemdarnefndinni sé
falið að ráða ritstjóra meö sömu kjör-
um og áöur.”
Tillaga var samþykt frá séra Rögn-
valdi Péturssyni, studd af A. Skag-
feld, að ræða nefndarálitiö lið fyrir
lið. '
Við fyrsta lið kom fram breyting-
atillaga frá Sigfúsi Halldórs frá Höfn
um, að öll orðin eftir “í sama formi
og áður” falli burtu, en liðurinn að
þeimsé samþyktur sem fyrsti liður.
Var þessi breytingatillaga samþykt í
einu hljóði, og allur liðurinn síðan
samþyktur í einu hljóði með áoröinni
breytingu.
Við annan lið kom fram tillaga frá
séra Rögnvaldi Péturssyni, studd af
J. Finnssyni, að umræðum um hann
afsökuðu sig, og tók þingheimur því
Með því að þá var ekki stungið upp
á fleirum, voru hinir þrír fyrst töldu
kosnir í nefndina,
Þá gat séra Fr. A. Friðriksson þess,
að dr. J. P. Pálsson hefði beðist und-
an störfum í bókasafnsnefnd, sökum
anna. Tók forseti gilda afsökun hans
og skipaði séra Guðmund Árnason í
hans stað í nefndina.
Þá kom fram álit þingnefndar um
bókasölumáliff, í þrem liðum. Viidi
nefndin leggja til:
1. Að bóksalafélagið i Reykjavík
setji hér á fót umboðsverslun í lík-
ingu við umboðsverslun Gyldendals í
Minneapolis, og víðar, og setji mann
fyrir verslunina hér.
2. Umboðslaun skulu greidd af bók-
salafélaginu eftir samningum, en þó
svo, að bækur séu ekki seldar hærra
verði hér en í Rvik.
Sé þetta fyrirkomulag tekið, vill
þjóðræknisfélagið bjóðast til að að-
stoða bæði umboðsmann og eigendur
verslunarinnar, svo að verslunin geti
staðið á sem sanngjörnustum við-
skiftagrundvelli.
Tillaga kom frá A. B. Olson, studd
af A. Skagfeld, að samþykkja nefnd-
aálitið var lesið. Var hún sþ. í einu
hljóði.
Séra Rögnvaldur Pétursson bar
fram tillögu, studda af P. S. Pálsson,
að afrit af nefndarálitinu skyldi sent
ibóksalafélaginu í Reykjavik, var hún
samþykt í einu hljóði.
Þá kom fram íþróttanefndarálit í
fjórum liðum. Vildi nefndin leggja
til:
1,. Að kosin sé þriggja manna milli-
þinganefnd, er annist íþróttamálin,
sérstaklega glímuna, líkt og í fyrra.
2. Ap væntanlegum yfirskoðunar-
mönnum sé falið að yfirskoða reikn-
inga milliþinganefndarinnar í fyrra
hið fyrsta.
3. Að sökum þess, að nauðsyn beri
til að gera glímuna að þjóðíegri í-
þrótt í Ameríku, eins:' og t. d. skíða-
hlaup, og með því að sá einn kostur
sé þess, að glíman eigi sér verulega
framtíð fyrir höndum, þá sé æskilegt
að mönnum af öðrum þjóðflokkum
sé gefinn kostur á að keppa um glímu-
verðlaun til jafns við íslendinga á
glímumótum þjóðræknisfélagsins, þó
með því skilyrði, að fyrstu 19 árin
sé til þess leitað samþykkis Jóhannes-
ar Jósefssonar glímukappa, sem gef-
ið hefir verðlaunin ti! þingglímunnar.
4. Að fé það er glíniunefndin hefir
Svo kom tillaga frá Árna Eggerts-
syni, studd af O. Olson, að alt nefnd-
arálitið nema fyrsti liður, sé látið
'bíða sama tíma. Var það samþykt í
einu hljóði.
Þá kom fyrir nefndarálitið um
framkvæmdarstjóramálið í fimm lið-
um:
1. Nefndin álítur að sem mest beri
að breiða út rétta jþekkingu á íslenzkri
þjóð og bókmentum meðal Canada og
Bandarikjaþjóðanna. Vill því leggja
til að kosin verði þriggja manna milli-
þingafiefnd til þess að starfa í þessa
átt.
2. Nefndin xtti að grenslast eftir
hvort unt sé að fá flutta fyrirlestra
um íslenz'k efni við ihærri mentastofn-
anir. Ennfremur að íhuga 'hvort nota
mætti ensk blöð og tímarit til út-
ibréiðslu almennrar þekkingar á ís-
lenzkum málum,
3. Nefndin skal í samráði við stjórn-
arnefnd félagsins, ef kostnaður levf-
ist, útvega mann eða menn til fyrir-
lestra þar sem hentugast þykir eftir
ástæðum.
4. Þá skal nefndin fá hæfan mann
eða menp til þess að rita i þau blöð
og tímarit, sem hún tiltekur um ís-
land — landið, þjóðina, sögu, þjóð-
sagnir, náttúru landsins og bókment-
ir að fornu og nýju og hvað annað,
sem nefndinni sýnist gjörlegt, að rit-
að sé um.
Nefndinni dylst ekki, að með þess-
ari aðferð má gjöra mikið til þess að
kynna enskumælandi þjóðum ættland
vort og þjóð, Og með því að sú að-
ferð niundi hafa hlutfallslega lítinn
kostnað i för með sér, vill nefndin
mæla eindregið með að hún sé notuð.
5. Ennfremur skal nefndin sjá um
að Ieiðrétta missagnir um ísland og
íslendinga ef þörf þykir. Einnig viil
nefndin leggja til að skrífara félags-
ins sé falið að þakka forstöðumanni
lagaskóla Manjtobiafylkis, hr. Jósep
T'horson fyrir ágætt fvrirlestrarstarf
um íslenzk efni srðastiiðinn vetur, á
sama hátit vildi nefndin nefna og þakka
meðal margra annara hr. Jóhannesi
Jósefssyni, Miss Þórstínu S- J.vckson,
og B. L- Baldv-insson, er tekið hafa
málstað Vestur-Islendinga og gert þá
kunna.
Tillaga var samþykt að samþykkja
nefndarálitið.
t milliþinganefnd var stungið upp
á Árna Eggertssyni, Sigfúsi Halldórs
frá Höfnuni og J. J. Bíldfell. Var