Lögberg - 25.03.1926, Side 6

Lögberg - 25.03.1926, Side 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGINN. 25. MARZ 1926 Á metaskálum lífsins. Eftir L. G. Moberley. Eftirlitsmaðurinn gekk sína umferð, og þegar Dóróthea sá hann ekki lengur, settist hún niður á bekk undir gömlu eikartré og hallaði sér aftur á bak með afar miklum þreytusvip á litla andlitinu sínu.— Hinar mörgu geðshreyfingar, sem hún hafði orðið fyrir, höfðu meiri áhrif á hana en hún gerði s^r grein fyrir, og nú, þegar hún var einsömul, greip hana afarmikill skjálfti alt í einu, jafnhliða því, að hún fann til sterkrar löngunar að geta grátið. “En eg má ekki láta undan. Eg má ekki gráta,” sagði hún hátt, og greip um leið í bekkinn í því skyni að fá stuðning, og beit á vörina til þess að verjast ekkanum, sem gerði vart við sig. “Eg skal að minsta kosti sjáum það, að engin geðshreyfing snerti Miles í kvöld. Hans vegna verð eg að vera róleg og með fullri sjálfsstjórn. Eg verð! — Eg verð! Ó — Hversvegna kom líka Oliver?” Þessi örvilnunar orð endurtóku sig sífelt í huga hennar. Hvers vegna kom Oliver til að raska ró henn- ar og friði ? — til að opna gömul sár, — til þess að leggja stein á þá braut, sem hún átti að ganga, og sem áður var henni allerfitt að ganga um? Hann hafði að sönnu sagt henni, að hann hefði ekki komið í því skyni að sjá hana; það varð hún að viðurkenna, sem sannleika. En við nákvæmari íhugun var ekki mögulegt að neita því, að ósíngjarn og eðallyndur maður mundi aldrei hafa látið undan slíkri ástríðu, að heimsæk.ia hana á heimilisjörð hennar, það benti á staðfestu- leysi og ófullkomna sjálfsstjórn. Reiðin yfir framkomu hans og ástin, sem hún bar til hans, áttu i voðalega hörðum bardaga við trygðina, sem hún bar til manns síns og gerði henni næstum ómögulegt að varðveita sjálfsstjórn sína og geðsró. Og þegar hún nokkru síðar gekk mjög hægt fram hjá hjallanum fyrir framhn bygginguna, sáust enn þá á andliti hennar merki eftir sálarstríðið, sem hún hafði átt í og hún var bæði veikluleg og þreytt að útliti. Henni var fróun í því að finna bókaherbergið tómt. Hún var glöð yfir því að mæta þar ekki rann- sakandi augunum hans Miles, og hið mannlausa bóka- herbergi sagði henni, að hann væri enn ekki kominn aftur frá leiguliðanum, sem hann var að heimsa^kja, svo að hún hafði tíma til að skifta um fatnað og jafna sig dálítið, áður en þau yrðu að finnast við dagverðarborðið. Hún sat i dagstofunni, klædd í þann fatnað sinn er manni hennar geðjaðist best að, þunnan hvítan kjól, þegar hún heyrði fótatak hans í stiganum; en þegar hann kom inn, var hann sjáanlega að hugsa um eitthvað sérstakt, svo hann veitti því ekki eftir- tekt, að það væri nokkuð óvanalegt við andlitsdrætti hennar. Hann var mjög þögull meðan matar var neytt, pg svaraði aðeins athugasemdum Dórótheu með sinni vanalegu kurteisi, en mintist ekki sjálfur á neinar nýjungar. Og þegar dagverði var lokið, gekk hann inn í bókaherbergið með kurteisri afsökun fyrir því, að hann hefði nokkra reikninga að athuga, sem hann hefði hingað til ekki skoðað. “Hann er að grufla yfir opinberun Trittons,” sagði Dórothea viðsjálfa sig um leið og hún tók bók í hendi sína, gekk að glugganum og settist þar, til þess að njóta sem best júníkvöldsins blíða og hlýja ’loftslags. “Eg ætla ekki að ama honum með neinni mælgi, — hann skal fá að vera í friði út af fyrir sig. Hann áttar sig og verður rólegur, vona eg.” Og þó að Dórótheu væri seinna ómögulegt að segja í hvaða bók hún hefði lesið, né myndi eftir einni einustu setningu í henni, las hún samt hvíldarlaust í henni heila klukkustund, en þaut þá á fætur af þvi að hún heyrði háværa hringingu bjöllunnar við fram- dyrnar. Dóróthea var naumast búin að leggja bókina frá sér þegar Miles var kominn inn til hennar í stofuna. Hann var svo þreytulegur og sorgþrunginn og sami örvilnunar svipurinn var í augum hans, eins og þegar hann út í garðinum sagði Dórótheu frá hinni merki- legu opinberun Trittons. “Eg hefi setið þarna inni og reynt að komast eftir, hvernig ástæður mínar — eða réttara sagt — okkar myndu verða, ef það reyndist satt, að þessi Tritton hafi fulla heimild til óðalsins hérna,” sagði hann og stundi um leið og hann settist á stól við hlið hennar. “Eg verð fyrst og fremst að sjá um, að allir reikningar mínir séu í svo góðri reglu, að afhendipg in geti gengið fljótt fyrir sig — ef eg í raun og veru á að afhenda honum óðalið.” “Það er auðvitað ljótt af mér að hugsa þannig, sagði Dóróthea. “En eg get naumast þolað að hugsa um það, að þessi maður með köldu og flögrandi aug- un, eigi að taka við þinni stöðu í Mansmere. Eg get alls ekki ímyndað mér hann sem Sir Denis, húsbónda í Mansmere. Eg hefi alt af haft viðbjóð á þeim flokki manna, sem hann tilheyrir. —< Jafnvel þegar hann sem ungur drengur heimsótti prestssetrið í Handhurst, vakti hann andstygð mína, og hann sýndi mér samt sem áður svo áleitna aðdáun að mig hrylti við honum.” Við að heyra þessi orð leið ofurlítið bros yfir varir Milesr en það hvarf jafn skjótt og það kom, og þegar hann hafði setið nokkrar mínútur og horft út um gluggann, sagði hann skyndilega: “í hamingju bænum, Dóróthea, við skulum ekki tala oftar um þennan mann. Hann og eg— ” Dyrnar í hinum enda dgstofunn^r voru nú opn- aðar með þeim hávaða, sem var alveg óvanalegur í þessu reglubundna húsi. Vinnufólkið þar var svo vel vanið og uppalið, að alt sem það gerði, fór fram eins hávaðalaust og hyggilega og mögulegt var. Það var því alls ekki furða þó Miles, við brakið sem stóra hurðin framleiddi, þegar hún var opnuð svo snögg- lega, snéri sér dálítið æstur að ráðsmanninum, sem var kominn inn, til þess að gefa honum aðvörun fyrir c'aðgætni sína; en þegar hann leit á andlit gamla mannsins, þá dóu reiðiorðin á vörum hans. “Afsakið mig herra,” stamaði hann um leið og hann leit af Dórótheu á Miles. “En mig langar til að tala fáein orð við yðpr eitt augnablik.” “Hvað er nú að, Mercer?” spurði Dóróthea. “Já, í hamingju bænp, hvað hefir komið fyrir?” endurtók Miles, og Dóróthea tók eftir því, að rödd hans var óvanalega æst. “Hvað viljið þér mér? — En segið mér það þó, maður! — Þér lítið út eins og þér hafið séð afturgöngu!” , “Nei, herra! En eg vildi heldur — eg á við eg hugsaði — eg vildi heldur tala við yður í bókherberg- inu.” “Hvað er það sem skeð hefir, Mercer?” spurði Miles með vaxandi ákafa. “Ef þér hafið nokkuð að segja mér, þá segið það hérna — undir eins.” “Það eru nokkrir komnir, herra, — til þess að>— að —” Mercer leit aftur fyrir sig, og andlit hans, sem áður var fölt, varð mjallhvítt. “Það hefir skeð nokkuð voðalegt, herra, og eg hélt þessvegna að það væri best, -að hin göfuga frú heyrði—” Miles stóð skjótlega á fætur. “Hefir nokkuð voðalegt skeð? Hvað er það þá? Hversvegna getið þér ekki sagt það strax? Það er víst best að eg fari út og sjái hvað það er,” sagði hann og snéri sér að Dórótheu, “þó eg geti ekki skilið hvað fyrir hefir komið, sem veldur svo miklum há- vaða, undrun og hræðslu.” Mercer leit vandræðalegur frá húsbónda sínum á Dórótheu. “Eg bið svo innilega afsökunar,” sagði hann. “En eg varð svo alveg hissa, -— svo —” “Yfir hverju manneskja?” hrópaði Miles, sem nú var búinn að missa sína vanalegu ró. “Er nokkur þarna úti, sem vill tala við mig?” “Já, herra, — Hobson kom sjálfur hingað, — það var hann, sem fann það, — og honum fanst rétt- ast að koma strax til yðar.” ‘“Fann það,” endtmtók Miles, sem var kominn næstum því til dyranna og sneri sér við. “Hvað fann hann? Og hvað vill þessi lögregluþjónn mér? — Eru veiðiþjófarnir aftur byrjaðir að'skjóta dýr?” “Nei, herra Það er miklu verra en það,” sagði Mercer með lágri rödd og leit kvíðandi til Dórótheu, sem var staðin upp og horfði nú á þessa menn með kvíðandi og undrandi augnatiHiti. Hún hafði heyrt orð Merces og staðið upp undir eins, þar eð hana grunaði að eitthvað ilt væri í vændum. Hún hraðaði sér til Miles, eins og hún ætlaði að hjálpa honum að bera það, sem hann fengi að heyra; — því að eitthvað alvarleg og óvanalegt hafði komið fyrir, það skildi hún, — annars mundi hinn reglu- fasti og vanaprúði ráðsmaður ekki hafa leyft sér annað eins brot á heimilisreglunum, og hann hafði nú gert sig sekan um. “Þér skuluð ekki skeyta um að eg er hér, Mer- cer,” sagði hún. “Eg vil heldur strax fá að vita hvað skeð hefir. Er það ekki rétt, Miles? Getur ekki Mercer sagt okkur það strax, báðum?” sagði hún við mann sinn, sem samþykti þetta þegjandi. — “Hvað hefir komið fyrir, Mercer?” “Lögregluþjónn Hobson kom hingað til að til- kynna Sir Miles, að hann á umferð sinni fyrir tveim stundum síðan, fann lík—” Lágt hljóð barst yfir varir Miles, en hann þagn- aði strax, og ráðsmaðurinn bætti við: “Hann fann það í röndinni á Hagelton kjarr- skóginum, sem liggur fast við beitilandið; það er mjög afvikinn staður Hobson sagði, að hann hefði verið steindauður, og undir eins og hann var búinn að finna læknirinn, kom hann hingað, af því hann á- leit það réttast, þar eð hann við hliðina á líkinu hafði fundið—” “En hver er það, sem þér talið um, minn góði maður? Hver var það, sem Hobson hefir fundið? Komdu með mér, Dóróthea, við skulum heyra frá- sögn sjálfs lögregluþjónsins; á þessari frásögn er hvorki upphaf né endir.” “Það er lík hr. Trittons, sem er fundið,” hepn- aðist Miercer loks að stama út úr sér með augun horfandi á náföla andlitið hennar Dórótheu. — “Það er lík hr. Denis Tritton, frá litla hvíta húsinu hins vegar við beitilandið, sem er fundið, og það er nokk- uð; sem er enn þá verra en þetta.” 14. KAPITULI. s Með vaxandi hræðslu hafði Dóróthea hlustað á frásögn Mercers, og kvíði hennar óx enn þá meira sökum þess, hve undarlega hikandi ráðsmaðurinn sagði frá viðburði þessum. Það var með illan grun í huga, að hún fylgdi manni sínum ofan stigann, yfir dyraganginn og inn í bóksalinn. Gegnum hálfopnar dyrnar heyrðist uml af æstum röddum, og Miles staðnæmdist snögglega og sneri sér að Mercer, sem gekk á eftir þeim. “Mér heyrðist þér segja, að Hobson vildi fá að tala við mig?” sagði hann. “Eru aðrir en hann komnir ?” “Já, herra, Webster læknir kom með Hobson,” svaraði ráðsmaðurinn hikandi, “og—og hr. Towler er hér líka.” “Hr. Towler!” endurtók Miles og starði á Mer- cer með sjáanlegri undrun og misþóknan, þegar hann heyrði nafnið á þessum þjóni réttvísinnar, sem bjó á næsta landi við jarðir Hernesleys. “Það lítur út fyrir, að Mercer hafi mist vitið.’V tautaði Miles við Dórótheu. “En hvers vegna sagði hann mér ekki strax, að Fowler væri hér;—og hvaða erindi getur hann átt hingað á þessum tíma kvölds- ins?” Án þess að bíða svars, sem Dóróthea var heldur ekki fær um að gefa, opnaði Miles dyr bókasalsins, og um leið og hann gekk inn til þeirra, þögnuðu þessir þrír menn, og biðú hans með reglulegrd graf- arþögn. En þessi þögn var svo einkennilega vandræða- leg og þó svo þýðingarmikil, að ;MiIes, um leið og hann leit frá einum til annars af þessum þremur mönnum, fékk einhvers konar grun um, að þetta væri ógeðslegur draumur. Hr. Fowler, sem var hár en grannur maður, með stálgrátt hár og vingjarnlegt andlit, stóð við hliðina á borðinu, —■ og Dóróthea, sem kom inn rétt á eftir Miles, tók strax eftir því, að hann teygði úr sér. þegar hann sá Miles, eins og hann væri að búa sig undir að færa honum mjög óþægilegar fregnir. Læknirinn, sem hafði fremur stórt höfuð og fjörleg, blá augu, hallaði sér að ofninum; en hann teygði líka úr sér, þegar Miles og kona hans komu inn, en Hobson, lögregluþjónn þorpsins, gekk mjög órólegur fram og aftur um gólfið, og var sjáanlega í mjög þungu skapi. “Gott kvöld,” sagði Miles kurteislega um leið og hann gekk til Fowlres og rétti honnm hendi sína. “Ráðsmaður minn hefir gert mig afarhræddan. Eftir því sem eg gat skilið af orðum hans, þá hefir eitthvað mjög sorglegt komið fyrir. — Er það satt, að við ytri rönd lystigarðs^ns hafi hinn ungi Tritton fundist—” “Afsakið eitt augnablik, Hernesley,” greip Fowler fram í fyrir honum, og veifaði hendinni til merkis um, að hann skyldi þegja, “við getum ekki leyft yður að halda áfram að tala. Það er skvlda okkar að skýra frá ástæðunni til nærveru okkar hérna áður en þér segið meira. — Eg er kominn hingað af því, að mér fanst að eg yrði að vera hjá yður undir þeBsum kringumstæðum. Þér getið skilið það, að eg var neyddur til að gefa út varðhaidsskipun, eg átti einskis annars úrkosta. “Varðhaldsskipún? Hvaða varðhaldsskipun?” Gráu hreinskilnu augun hans Miles horfðu undrandi á vingjarnlega en um leið alvarlega andlitið á þeim manni, sem síðast talaði. “Hvers konar varðhaldsskipun er það, sem þér talið um?” endurtók hann. “Er það meining yðar að segja mér, að þér hafið gefið út varðhaldsskipun vi5víkjandi dauða Trittons? Var hann þá myrtur?” Við þessi síðustu orð Miles, sem hann talaði með lágri röddu, fór hryllingur um hvern einn af þeim, Sem voru í bókasalnum. Mercer, sem stóð við dyrn- ar, sagði með kjökrandi róm: “Ó—góði guð! —! Ó, góði guð!” “Já, jafnilla og það fellur mér, verð eg að við- urkenna að það er engum efa bundið, að þar hefir glsepur verið framinn t” Rödd Fowlers var næstum hátíðleg. — “Wilson læknir, sem Hobson sótti undir eins og hann fann þenna veslings mann, segir að dauðinn hafi orsakast af höggi, sem houm hafi verið Vsitt af manni er staðið hafi bak við hann.” “Staðið hafi bak við hann?” endurtók Miles al- \eg ósjálfrátt. “En hvers vegna hefir hann verið nyrtur? Hver gat haft hag af því að deyða þenna Wsalings mann, með jafn grimmúðlegri aðferð?” Á eftir þessum orðum varð grafarkyrð — svo trðingarmikil grafarkyrð, að Dóróthea, sem staðið Tnfði bak við þá og veitt orðum þeirra nákvæma eft- itekt, gekk nú til þeirra og leit spyrjandi augum á avarlega andlitið hans Fowlers. “Þér megir reiða yður á það, minn góði Hernes- xl^, að eg get ekki lýst því hve óánægður og hryggur fel er yfir erindi mínu hingað í kvöld. Og á þessu aígnabliki er mér enn þá alt þetta óskiljanlegt — þð stendur frammi fyrir dómgreind minni eins og vftdur draumur, en—” \ “En?” i— endurtók Miles hörkulega, þegar hinn hiaði. — “Við hvað eigið þér?” “Hobson kom heigi til mín til að fá varðhalds- skpun, og eftir þeim rökum, sem hann lét fylgja bd5ni sinni, var mér ómögulegt að neita honum. AI, sem eg gat gert, var að verða honum samferða higað, til að reyna að skýra fyrir yður—” “Skýra fyrir mér—?” Miles leit af einum á annan af þessum þremur 'miinum. \ “Hvað þarf að skýra fyrir mér? — Og hvers vena komið þið einmitt til mín? Hvað kemur það mé við, að þér hafið gefið Hobson varðhaldsskip- un Það er mér að öllu leyti óviðkomandi.” “Hernesley! Eg veit ekki hvernig eg á að koma oriim að því,” sagði Fowler með skjálfandi rödd. “E sönnunin var, eins og eg áðan sagði, svo full- koiin, að mér var ómögulegt annað. — Eg var neddur til að gefa út varðhaldsskipun fyrir yður.” “Fyrir mig? Fyrir mig?” endurtók Miles alveg utft við sig af undrun. “Eru þá allar manneskjur OEnar brjálaðar? Hvað er það, sem hefir komið yZr til að halda, að það væri eg, sem—” “Bíðið augnablik!” greip Fowler fram í fyrir bcum. ‘^Segið þér ekkert með æátu skapi. Það er ersættisskylda mín að minna yður á, að alt sem þér seið nú, verður brúkað sém vitnisburður á móti yð- uiyið réttarhaldið.” , “Já, látið það verða notað þannig,” sagði Miles ogiló stuttum en beiskum hlátri. “Þér getið þó ekki mi alvöru haldið, að eg muni segja nokkuð, sem g«ir kastað grun á mig, fyrir að hafa framkvæmt j»i heigulslegt afbrot!, Hvers vegna ætti eg að d^a nokkra manneskju? — Og það þar á ofan svo lyskulega, að ráðast á hana að baki hennar? Hvaða i? a.ognöt gðukiccýa,tíH 128456 1234507890$.... áfeðu hefði eg átt að hafa til að drepa þenna unga Ttton ?” “Eg hefi ekki sagt, að eg álíti yður sekan,” sa^ði Fvler rólegur. “En sannanirnar, eða öllu heldur bfdingarnar, sem við höfum fundið, eru fellandi flr yður, og — já, þér verðið að fyrirgefa mér, H-nesley, — en það sýnist líka að vera- ein afsak- aii, eða að minsta kosti skýrandi orsök fyrir yður!” “Ein orsök?” Miles starði á kæranda sinn, um leið og Dóró- tk með logandi gremju í augum sínum og blóð- rðar kinnar, nálgaðist mann sinn með hægð og l$5i hendi sína á handlegg hans. Hlustið þér á mig, Hernesley! Það gerir ástæð- ttar til þess einfaldari og skiljanlegri, og sparar þs utan tímann, hverra erinda við erum komnir hgað, en eg veit ekki með vissu hvort lafði Hern- fleyt—” "Leyfið þér mér hiklaust að heyra, hvernig á- komulag þessa málefnis er,” greip Dóróthea fram fyrir honum, og um leið og hún lyfti höfði sinu hiasamlega og leit með fullu trausti og sigurhrósi tiann sinn, þá bætti hún við: “Það getur ekki ver- ’bygt á neinni vissu, að maðurinn minn hafi fram- jglæp? Eg veit að það er alveg ómögulegt.” “Eg er yður að öllu leyti samþykkur,” sagði »wler fljótlega. “En við verðum öll að lúta stað- yndinni. Fyrir tveimur stundum síðan fann Hob- n hinn dauða líkama Denis Tritton í afkima í lysti- rðinum, hér um bil rétt hjá beitilandinu. — Það er jög afskektur staður og brautin, sem þar er, mjög aldan farin. — Ef Hobson hefði ekki af tilviljun í irstökum erindagerðum verið þar á ferð, hefði lík- eflaust ekki fundist fyr en mörgum stundum :inna. — Hr. Tritton lá á jörðinni á grúfu fast við rautina, og við hlið hans fann Hobson þungan staf -íbenholtsstaf með silfurhandfangi, er stafirnir f. G. H. voru grafnir í.” Miles æpti ofurlágg af undrun og gekk fáein kref nær þeim, sem talaði, en hann truflaði hann kki og Fowler hélt því áfram og sagði: “Stafurinn hafði hitt hinn unga Tritton svo art, að Webster læknir fullyrðir, að hann hafi dáið ndir eins. Og ef miðað er við blóðblettina, sem enn á sjást á stafnum, hlýtur höggið að hafa verið voða- fegt. Dauði maðurinn var strax borinn inn í næsta túsið, sem af einkennilegri tilviljun var1 hans eigið tús, er hann hafði um stund leigt ungum lista- panni.” “Já, það er alveg rétt”, sagði Miles og kinkaði kolli. — “Mr. Bevan.’ “Málarinn var ekki heima, þegar við komum þar, konan, sem sér um húsið, hún sagði okkur að Titton hefði komið þangað fyr á þessum degi, og .ð hann hefði litið út fyrir að vera í mjög æstu ?kapi. Hún sagði okkur enn fremur, að áður en jann kom inn í húsið, hefði hann mætt Sir Miles við /irðingarhliðið.” “Já, það er alveg rétt,” viðufkendi Miles. “Hann mætti mér, þegar eg var búinn að líta eftir rúgökr- unum.” “Þegar hann hafði verið inni í stofunni unga málarans,” bætti Fowler við, “þar sem hann, eins og áður er sagt, hafði litið út fyrir að vera mjög æstur, sá konan hann ganga í áttina til lystigarðsins. — Hún er sú síðasta manneskja, sem hefir séð hann lifandi — að undanteknum morðingja hans.” “Á hvaða tíma dagsins halda menn að morðið hafi verið framið?” spurði Dóróthea stillilega og blíða röddin hennar virtist bæla niður alla æsingu hjá karlmönnunum og eins og hugga þá. “Milli sjö og átta,” svaraði Webster læknir, sem nú lét til sín heyra í fyrsta skifti. i “Milli sjö og átta! En, Miles, þá er þetta þér óviðkomandi. Milli sjö og átta varst þú nú—” “Já, milli sjö og átta var eg á heimleið”, svaraði Miles þungbúinn. “Á þeirri stundu var eg einmitt í útjaðri lystigarðsins. Eg gekk þessa leið, þegar eg kom frá leiguliðanum, og stafurinn minn—” “Munið eftir aðvörun minni, Hernesley,” sagði Fowler alvarelga. “Alt sem þér segið nú—” “Já, alt sem eg segi nú,” greip Miles fram í fyr- ir honum brosandi, — “það er eg fús til að endur- taka alstaðar. Þó að eg stæði frammi fyrir dómar- anum, mundi eg hvorki segja meira né minna, en eg segi nú, frammi fyrir konu minni og ykkur, herrar mínir. Eg þarf ekkert að dylja, og vil helzt segja frá öllu, sem skeði og fyrir mig kom á heimleiðinni í kvöld, að svo miklu leyti sem eg man það. Þegar eg gekk frá leigubólinu, gekk eg þjóðbrautina langs með lystigarðinum. Góðum ápöl neðar, á að gizka nokkur hundruð álnum frá þeim stað, sem beitilands- stigurinn liggur inn í lystigarðinn, gekk eg inn í hann, að svo miklu leyti sem eg gat séð, var lysti- garðurinn á því svæði alveg mannlaus. — Eg mætti engri manneskju. Mér er ómögulegt að segja, að pg hafi verið annars staðar á þessari stundi; en kær- an, sem borin er á mig, er samt sem áður algerlega röng.” “Og stafurinn yðar, Hernesley?” “Ó—stafurinn minn. Já, það er satt, honum hélt eg á, þegar eg gekk út frá leiguliðanum, en á heimleiðinni saknaði eg hans. Eg hlýt annað hvort að hafa skilið hann eftir einhversstaðar þar, sem eg kom inn, eða mist hann úr hepdi minni. — Hugs- anir mínar voru alla leiðina að snúast uih viðskifti, mikilsverð viðskifti. — Eg hefi ekki hinn minsta grun um, hvað orðið hefir af stafnum mínum.” Þessum orðum fylgdi dauðakyrð, sem Dóróthea varð fyrst til að rjúfa. “Þér mintust á það, hr. Fowler, að það væri af- sakandi eða skýrandi orsök til. Viljið þér ekki segja mér, hverja að eins nokkurn veginn áheyrilega orsök maðurinn minn gat haft, til að myrða hr. Tritton?” “Vasar dauða mannsins voru rannsakaðir,” svaraði Fowler un)lir eins, “og bréfin sem við fund- um þar, munu í augum almennings vera næg orsök til þess, að ma,ður yðar að hans áliti hefði viljað myrða Tritton. Af þessum bréfum sést það nefni- lega, að þessi ungi maður — Denis Tritton, — gæti með réttu gert kröfu til nafnbótarinnar og óðalsins hérna. Hann var eftir bréfunum að dæma, hinn rétti erfingi að Mansmere, og hafði sjáanlega áform- að að hrekja mann yðar burtu héðan, til þess að geta sjálfur, tekið við þessari eign, sem honum bar með réttu.” * * * “Mér fanst eg verða að koma! Eg gat ekki var- ist því. Eg varð að fara hingað til yðar. Fyrst í ' morgun fékk eg að vita, hvað fyrir hafði komið. Hr. Bevan kom og sagði okkur frá því, og svo varð eg að fara hingað.” Þessi orð, sem voru töluð með afar miklum hraða, voru sögð með hreinni rödd ungrar stúlku, og Dóró- thea, sem stóð kyr og upprétt við borðið inni í bóka- salnum, fanst að hún hefði aldrei á æfi sinni séð neitt jafn indælt eins og þess ungu stúlku, er stóð fyrir framan hana. — Bláu augun voru að nokkru leyti byrgð af tárum, hinar aðdáunarlega fögru var- ir skulfu, og það var viðkvæmur svipur af hluttekn- ingu í Iitla barnalega andlitinu, og yfir allri fram- komu ungu stúlkunnar. “Ráðsmaður yðar vildi fyrst ekki lofa mér inn,” sagði blíða, kvakandi röddin. “Honum hefir líklega fundist það áleitni af mér, og það hefir máske líka verið það. En eg gat ekki þolað, að hugsa um það, að þér sætuð hér nú alveg einmana — í þessu stóra húsi, með allar yðar gæfuríkn endurminningar, með- an maður yðar er saklaus grunaður um voðalegan glæp.” “Þér álítið þá, að hann sé algerlega saklaus?” spurði Dóróthea og horfði fast á ungu stúlkuna. “Hvort eg álít það? Já, það geri eg raunar!” Og kappgjarnt augnatillit staðfesti þessi orð. “Hr. Bevan finst, að maður yðar minni á einn af þessum göfugu riddurum, sem fyr á tímum börðust fyrir öllu, sem var eðallynt og gott! — Og hann hefir rétt fyrir sér! — Það er svo auðvelt að sjá, að sál Sir Miles er eins eðallynd og andlitssvipur hans!” Dóróthea gat ekki varist því að brosa, og þótt hún hefði ekki eina sekúndu efast um sakleysi manns síns, var henni það mikil huggun að heyra sína eigin skoðun staðfesta, og sakleysj Sir Miles svo sannfær- andi haldið fram, af þessari ágætu, ungu stúlku. Þrátt fyrir hið óbifandi traust á Miles, hafði nóttin eftir að hann var látinn í gæz-luvarðhald, verið henni næstum óþolandi. Hún gat ekki sofnað eina mínútu alla nóttina. Það var því engin furða, þó hún væri þreytuleg og syfjuð að útliti. Hún var föl og augun þungbúin og sorgmædd, en unga stúlk- an, sem leit út eins og sjálft vorið, hafði lífgandi og fjörgandi áhrif á hana með sinni ástúðlegu hlut- tekningu. “Og meðan eg hefi staðið hér og sagt yður frá öllu þessu, hefi eg alveg gleymt að segja hver eg,” sagði unga stúlkan, um leið og hún gekk nær Dóró- theu og lagði hönd sína ofan á hennar hendi. — “Mámma segir lí'ka alt af, að eg hugsi aldrei um hvað viðeigandi sé, eða að haga mér á réttan hátt, — en mér finst nú, að stundum sé engin þörf á að haga sér samkvæmt venjum annara, og réttara sé að gera það sem manni finst nauðsyn á að framkvæma, eink- um þegar svona Ieiðinlegir viðburðir eiga sér stað eins og hérna.” “Eg er sannfærð um, að þér hljótið að vera Betty,” svaraði Dóróthea og brosti nú ofurlítið. — “Það er ómögulegt annað! Þér hljótið að vera Betty hr. Bevans.” “Já, eg er hr. Bevans Betty”. — Ofurlítill roði kom fram í fallega andlitið. — “Hann er svo góður, og hann hefir málað mynd af mér. Hann kallar mig Nausica.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.