Lögberg - 08.04.1926, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.04.1926, Blaðsíða 3
LÖ&BElvG FIMffUDAGINN, 8. APRIL 1920. í>ia. J. Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga Jörundur. Saga eftir Jóhönnu Spyri. (Æskan.) (Framh.) Morguninn eftir lá drengurinn heill heilsu og rjóður í kinnum hjá líki föður síns. Við leituðum eins og við gátum, ef vera kynni að við fyndum nafnið hans, en það tókst ekki; við fundum ekki nema tvo stafi, sem merktir voru í skyrtuna hans. Munkarnir héldu, að hann hlyti að hafa haft veski á sér eða þá einhvers konar skjöl, er gætu gert oss litilsháttar grein fyrir, hver hann væri, en öll eftir- grenslan varð árangurslaus. Príórinn gamli og góði sneri sér þá til min og bað mig að taka dreng- inn með niður í dalinn og koma honum þar fyrir hjá einhverri brjóstgóðri konu, því hjá munkunufii gat hann ekki ' verið langvistum. Príórinn fékk mélr pening; hann átti að vera meðgjöf með drengnum til bráðabirgða. Samt ætluðu munkarnir að auglýsa fráfall mannsins sem víðast, og töldu víst, að ætt- ingjar hins látna mundu þá gefa sig fram. Svo ætluðu þeir að gera mér orð og láta mig vita, hverj. um eg ætti að afhenda drenginn.” “Eg gerði eins og príórinn beiddi. Eg lagði drenginn á herðar mér og eg hélt af stað með hann niður fjallið. Drengurinn var í góðu skapi, því að hann var svo hress eftir svefninn og lét dæluna ganga við mig. Litlar upplýsingar gat hann gefið mér; en svo mikið vissi hann þó, að skírnarnafn hans var Jörundur, en ættarnafnið vissi hann ekki. Hann var að kalla á pabba sinn hvað eftir annað, svo að tárin komu fram í augun á mér; eg kendi svo innileg í brjósti um þennan vesalings föðurleys- ingja. Meðan eg var með drenginn á leið niður fjall- ið, þá gazt mér svo vel að honum, að eg hugsaði oft með sjálfum mér: “Eg skal eigi fá öðrum þennan dreng til fósturs; eg ætla að hafa hann hjá mér, þangað til ættmenn hans koma og sækja hann.” En eg fékk enga orðsendingu frá munkunum uppi í Bernhards-klaustri. Og er eg kom þangað, tveimur árum síðar, þá sögðu munkarnir mér, að þrátt fyrir alla sína eftirleit og auglýsingar hefðu engir ættingjar gefið sig fram, enginn maður hefði spurt eftir honum, og var þeim gleði að heyra, að eg hefði skotið skjóli yfir drenginn. Auk malpokans hafði ferðamaðurinn líka gígju meðferðis, og bar hana líka á bakinu; drengurinn erfði hana svo eftir föður sinn og eg hafði haná með mér. En hverjum gat í hug dottið, að nafnið hans stæði á gígjunni? Mér kom ekki til hugar að gá að því.” Tárin streymdu af augum malarakonunnar, meðan gamli maðurinn var að segja söguna. — “Jörundur, Jörundur! komdu til mín!” hrópaði hún mjög klökk. “Komdu hingað til mín! Eg er amma þín! Þú ert hold af okkar holdi. Nú skil eg hvern- ig á því stendur, að þú gazt svo oft horft á mig al- veg eins og hann Melchior minn gerði. Hann faðir þinn var sonur minn; það var hann Melchior okkar — það var hann Melchior okkar!” Alt látbragð malarakonunnar fékk mjög á gamla fjalla-foringjann; hann varð að þerra tárin úr augum sér við og við. Jörundur sat og var svo hissa, að hann gat ekki orði upp komið. Loks hallaði hann sér með barnslegu trúnaðartrausti upp að ömmu sinni og alt af glaðnaði meir og meir yfir honum. Þegar malarakonan var búin að ná sér lítið eitt, þá sneri hún sér aftur að gamla fjalla-foringjanum. “Við eigum þér mikið að þakka,” mælti hún og rétti honum höndina. “Ef Guð lofar, þá vona eg, að enn endist tími til að borga þér nokkuð af þeirri skuld, sem við erum í við þig. En segðu mér nú að lokum: Geturðu ekki sagt mér neitt meira frá syni mínum, ekki eitt stakt orð?” Gamli maðurinn hugsaði sig um. Hann tók það fram, að förunautur sinn hefði verið svo þjak- aður af illviðrinu og ofrauninni, að hann hefði varla getað mælt orð frá munni. Samt rifjaðist lítið eitt upp fyrir honum, þegar hann var búinn að leggja drenginn á herðar sér, þá spurði hann manninn: “En hvar er mamma hans?” Þá sneri förunautur hans sér við og í áttina til ítalíu og mælti: “Dáin og jörðuð að heimili sínu þarna niðri í bygðinni.” “Og nú sit eg hérna, og þá rifjast annað til upp fyrir mér,” mælti gamli maðurinn. “Hérna er klút- ur, seip Jörundur vildi ekki hafa með sér, af því honum fanst hann vera of heitur. Klútinn hefi eg alt af varðveitt sem sjáaldur auga míns og beðið Jörund þess lengstra orða, að fara varlega með þennan menjagrip; þess vegna er hann reglulega fallegur enn.” Gamli maðurinn hljóp inn og kom aftur að vörmu spori með gráan, rauðröndóttan hálsklút. Kona malarans þekti klútinn óðaVa. Þennan klút hafði hún sjálf gefið syni sínum síðasta jóla- kvöldið, sem hann var heima. Það var seiti hann stæði henni lifandi fyrir hugskotssjónum, Ijómandi af fögnuði með fögru jólagjöfina um hálsinn. Hún grét þá að nýju við það að minnast síns elskaða sonar og gat lengi engu orði upp komið. “Það getur ekki átt sér stað, að hann hafi gleymt móður sinni, fyrst hamn geymdi jólagjöfina hennar svona vandlega,” mælti gamli maðurinn með hluttekningu henni til huggunar. Nú varð löng þögn! meðan konan var að rifja upp fyrir sér gamlar jiinningar, en að því búnu mælti hún við gamla manninn: _ “Nú skal eg segja þér dálitla sögu af föður Jörundar. Eg skil það svo vel, að þig muni stórlega furða á þessu öllu og þú átt skilið að fá meira að vita. Hann Melchior minn var gáfaður og námfús drengur; duglegur var hann og alt lék honum I höndum. Maðurinn minn þóttist líka af honum af góðum og gildum ástæííum; úr honum átti að verða malari, svo lengi þyrfti að leita áður en hans jafn- oki fyndist. Þá bar svo til, að breyta þurfti myln- unni að nokkru leyti. Við fengum þá verkamenn til mylnubyggingarinnar; einn af þeim verkamönn- um var ítalskur að ætt og uppruna, Marlo að nafni; hann söng eins og næturgali, og það var hann, sem hafði þessa gígju með sér. Melchior var þá 16 ára; hann hélt sér alt af að Marlo. Þeir sungu og léku saman og var yndi á að heyra. Melchior lærði á skömmum tíma listina af Marlo; hann var meira að segja orðinn leiknari að slá gígjuna en meistari hans, að minsta kosti sagði Marlo það sjálfur. En upp frá því hneigðist hugur Melchiors svo að söng- listinni, drotningu listanna, að hún sat í fyrirrúmi fyrir öllu öðru hjá honum. Þegar mylnubyggingunni var lokið, þá fór Marlo aftur leiðar sinnar, en gígjan hans varð eft- ir. Melchior var búinn að kaupa hana af honum. Manninum mínum féll það illa, að Melchior1 skyldi verja svona miklum tíma til sönglistarinnar, og það var víst og satt, að það kom fyrir oftar en einu sinni, að það varð að senda eftir honum úr mylnunni. Hann sat því með gígjuna og gleymdi sér alveg, svo var hann hugfanginn af henni. Loks fór hann að tala um, að hann vildi fara út, út í heiminn undralangt, upp yfir fjöllin háu, og litast um. Við hugsuðum á þá leið, að það væri ekki nema sangjarnt, að hann fengi að koma til manna og reyna sig í list sinni og læra svo af þeirri reynslu. Og svo tókst hann þá ferð á hendur. Hann var ólatur að skrifa og láta vita hvar hann væri; en aldrei mintist hann á það í bréfum sínum, hvað hann hefði fyrir stafni, og á því furð- aði okkur. Að tveim árum liðnurif skrifaði maður- inn minn honum og bað hann að hverfa heim aftur. Því svaraði Melchior á þá leið, að hann sæi sér enn eigi fært að koma; en hann vildi ekki draga dulur á, að hann gæfi sig allan við sönglistinni og skeytti ekkert um malverkið framar, svo að þar rættist hið fornkveðna, að “eina maður list í lág leggur, en snýst að hinni’. En síðast í bréfinu drap hann á, að hann mundi bráðum fara að hugsa til heim- ferðar. Þegar við vorum búin að lesa bréfið, þá varð manninum mínum óðara að orði: “Hann kemur aldrei framar.” ISorg og gremja lögðust nú svo þungt á hann, að hann lá lengi á eftir rúmfastur. Þar á móti var eg hin öruggasta og sagði alt af: “Hann skilar sér víst aftur.’ Og þessi von mín hélt mér uppi. Melchior skrifaði okkur eftir þetta við og við, en ekkert mintist hann á heimferðina. Og loks, nú fyrir 14 árum, fengum við bréf frá honum, þar sem hann lét okkur vita, að hann ætlaði sér til ítalíu og hefði í hyggju að setjast þar að. Það var síðasta bréfið, sem við fengum frá honum. Það er líklegt, að hann hafi kvænst þar syðra; en það kom þó að minni spá, að hann myndi einhvern tíma hverfa heim aftur. — i— “En nú verðum við að fara heim og færa Jörund afa sínum, því eg veit, að hann lengir eftir okkur,” mælti hún og sneri sér að gamla fjalla-foringjan- um. “Þú' ert hvort sem er afi hans líka og verður að vera hjá Jörundi og okkur.” Þegar Jörundur heyrði þetta, æpti hann upp yfir sig af fögnuði: “ÍNú veiztu, afi, hvar þú átt að eiga höfði að að halla! Nú þarftu ekki að ganga út í óvissuna og ferðast eitthvað út í bláinn.” Jörundur vafði ömmu sína örmum hvað eftir annað og sagði: “Þúsundfaldar þakkir, þúsund- faldar þakkir!” og hann þrýsti henni lengi og inni- lega að sér. (Niðurl. næst.) I höndum meistarans. Fyrir mörgum áratugum voru allmargir menn saman komnir í söluþingstað í Lundúnum; hafði verið auglýst, að selja ætti nokkra sjaldgæfa forna gripi. Uppjóðandi kom með svarta og ónýta fiðlu, hélt henni á lofti fyrir viðstöddum og'sagði: “Herrar mínir og frúr! Eg hefi þá ánægju að bjóða yður mjög sjaldgæft og gamalt hljóðfæri. Það er sann-nefnd Kremona-fiðla, sem hann Anto- níus Stradivarus hefir smíðað. Hún er ákaflega fágæt og gildir jafnvægi sitt í gulli. Hvað viljið þið gefa mér fyrir hana?” Allir viðstaddir virtu hana fyrir sér og löstuðu hana og efuðust um, að uppbjóðandi segði satt. Þeir sáu, að hún var ekki merkt nafni Stradivarus- ar, en uppbjóðandi sagði, að margar fiðlur hans væru ómerktar, en þar á móti væru sumar falsaðar, sem merktar væru nafninu. Hann hélt því fast fram, að fiðlan væri ófölsuð; en það kom fyrir ekki; kaupendur fundu að og efuðust, eins og þeir eru alt af vanir að gera. Svo voru boðnar 5 gíneur eða 25 dalir og ekki meira; uppbjóðandi hrópaði svo hann svitnaði. “Þarð er hlægilegt til þess að hugsa, að selja svona ágæta fiðlu fyrir svo lágt verð,” sagði hann. En það virtist ómögulegt að fá menn til að bjóða betur. En í þessum svifum gékk maður inn í sölustað- inn utan af götunni. Hann var miðaldra, óvenju- hár á velli og grannvaxinn, hrafnsvartur á hár og í flosfrakka. Hann gekk að söluborðinu og varð öllum starsýnt á göngulag hans; hann tók ekkert eftir þeim, sem í kringum hanrí voru, heldur gekk beint að fiðlunni og sökti sér óðara niður í að skoða hana. Hann þurkaði varlega af henni rykið með vasaklút, stiltr strengina oð nýju, hélt þeim upp að eyra sér, rétt eins og hann væri að hlusta eftir einhverju. Hann setti hana svo í réttar stell- ingar og rétti út hendina eftir bogarium. Þá heyrð- ist tautað um allan salinn: “Það er hann Paganini.” Það sást varla, að boginn snerti strengina, en samt fóru að heyrast sVo skærir og mjúkir tónar, að þeir ómuðu um allan salinn og fólkið stóð þarna, eins .og heillað og er hann hélt áfram að spila, þá hlógu viðstaddir fyrst af gleði, en síðan fóru þeir að tárfella af geðshrær- ingu. Karlmenn tóku ofan og urðu jafngripnir af lotningu sem þeir hefðu verið í kirkju. Það var eins og hann væri að spila á dýpstu strengi hjartna þeirra alla þá stund, sem hann lék á þessa gömlu, óhreinu og útötuðu fiðlu. Loks hætti hann, og þegar þeir voru allir búnir að losa sig undan « áhrifavaldi fiðlutónanna, þá fóru þeir að keppa um fiðluna: “50 gineur”, "60 gineur”, “70 gineur”, ”80 gineur’, svona keptust þeir um að bjóða hver öðrum betur. Og endirinn varð sá, að mikli fiðlarinn sjálfur keypti hana fyrir 100 gineur. Og að kvöldi hins sama dags kom sam- an múgur manna, margar þúsundir og voru svo hrifnir, að þeir héldu niðri í sér andanum. Svona voru tónarnir áhrifamiklir, sem framleiddir voru úr þessari gömlu, óhreinu, útötuðu, lítilsmetnu fiðlu. _ l ■ Hún var einskis metin þangað til hún komst í hendur meistarans. Enginn þekti gildi hennar, fyr en hönd meistarans var búin að birta hið fágæta gildi hennar og hina fögru tóna, sem leyndust í henni. Hann setti þetta vafasama hljóðfæri í sitt réttmæta ehiðuhsæti frammi fyrir þúsundum á- heyrenda. v Má eg svo fá leyfi til að hvísla þér í eyra og spyrja, hvort einn eða annar af oss hafi virt sinn innra mann að vettugi? Vér höfum boðið 5 gineur, þó að hann gilti óteljandi sinnum meira, þegar litið er til hans, sem manninn hefir skapað? Metum eigi of lágt handaverk Guðs, meistaraverk Guðs? Fiðlan þurfti þess við, ?að rykið væri strokið af henni og hún væri stilt að nýju, til þess að hún gæti látið óma sína beztu tóna Skyldum vér ekki hver um sig fela þetta verk guðs, sem fágætast er allra hljóðfæra, í höndum meistarans? Það er óhjá- kvæmilegt að gera breytingar, þegar meistarinn tekur við því, en þegar hann hefir fullkomnað verk sitt í oss, þá munu’ út af lífi voru streyma hinir dýrlegustu tónar Guðs sjálfs, sem laða munu alla, sem heyra þá, til hans, sem er meistari meistar- anna.—Úr “LjósvakanumV FRAMTIÐIN. Nú birtir! Nú birtir um land og lá og lognþokan hverfur af tindum. Og framtíðin blasir við hrein og há í hrífandi fögrum myndum. Mín fósturjörð kær! þitt sonanna safn nú sækir fram til að hefja þitt nafn. Að sigra á sjó og landi ei samtaka lýð er vandi. Sem lútandi gestur á leigorl gnoð ei lengur vill Frónbúinn standa. ^Hann sjálfur vill ráða’ yfir súð og voð og siglingum milli landa. Og íslenzkur fáni á efstu skal stöng af íslending dreginn við frónskan söng, þá sýna erlendum svæðum < vort sækonungsblóð í æðum. • * t • Og senn yfir landið vort svífa fer á samfeldum brautum úr stáli sá menningar kostur, sem knúinn er af krafti frá eimi’ og báli. Þó grænlenzkur ár vor heiðbláu höf þá hylji, ei verður bss opin gröf, því samband slííct milli sveita i þá sulti í gnægð mun breyta. Svo bjarf verður yfir landi’ og lá, að ljóminn frá sagnanna dögum hann bliknar og verður að víkja frá fyr’ vorsól og bættum högum. “í nafni vors Guðs, og allir sem eitt!” það er orðtak, sem getur sigur veitt. Það verði’ í orði og verki oss vörn og framtíðar merki. H. S. B. - —Æskan, í júlí 1919. --------—l— HRÓS OG LAST. Það verður oftast sú raunin á, að vér1 erum of naumir á að hrósa og upprirfa, en ósparir á kulda- legar aðfinslur og last, að því er kemur til barna og unglinga. Margar erfiðar tilraunir, sem börn á sig leggja, verða til ónýtis; finst þeim, sem votri hendi sé slegið framan í þau, af kulda þeim í orðum og svipbrigðum, sem foreldrar og aðrir yfirboðar- ar sýna börnum fyrir viðleitni þeirra. Börn og ungir menn taka fljótt eftir og venjast við að dæma störf og hæfileika á sama hátt og hinir eldri. Þetta gerir það að verkum, að foreldrar og kennarar geta, ef þeir nota sér þennan eiginleika barnanna, fundið mikilsvert ráð til að ala hina ungu upp, vekja hjá þeim styrkjandi sjálfstraust, örfandi löngun til starfsins og blessunaríkar tilfinningar um manngildi sitt. Með því að trúa því sem gott er, í tæka tíð, veita menn hæfileikunum þann þroskamátt, sem þeir mega ekki án vera. Og með því að benda á gallana i tæka tíð og með umburðarlyndi, afsaka misskilninginn og stjórna tilraunum barnanna með ástríkri hendi, getur tilgangur starfsins orðið þeim leiðarstjarna framvegis og starfið sjálft kært hverjum ungum manni. Verkin hinna ungu eru viðkvæmarungjurtir, sem menn verða að kunna að hlynna að með ná- kvæmni, veita sólskin og regn. Þessar plöntur má ekki knýja fram eð megnum hita, svo að vöxtur hlaupi í þær; þær má heldur ekki vökva með ísköldu vatni, svo að frjókrafturinn deyi ekki út. Margir góðir hæfileikar fara forgörðum við það, ef hrósi er þar beitt, sem last ætti við, eða þvert á móti. Verið því vandir að uppeldi hinna ungu, hrós- ið með gleði, en finnið að með sorg.—Ejósv. Það var þá líko svar. Af sérstökum ástæðum var séra Spurgeon, hinum heimsfræga prédikara, sagt frá því, að kona sem var stórorð mjög, ætlaði að gefa honum ráðn- ingu, þegar hún hitti hann næst. “Já,” sagði Spurgeon, “en við skulum nú vera tvö ein umþ að.” Skömmu síðar gekk hann fram hjá húsi heifn- ar. Hún rauk óðara að honum og sendi honum tóninn. “Spurgeon brosti og sagði: “Jú, eg þakka yð- ur fyrir, mér líður ágætlega og eg vona, að yður líði vel líka.” Hún tók þá aftur að ausa skömmum yfir hann, en Spurgeon svaraði borSandi: “Já, það lítur meira en svo út fyrir hellirign- ingu eg held það sé bezt fyrir mig að halda af stað.” “Æ,” sagði kvenvargurinn, “hann er heyrnar- laus eins og rekabútur; það er gagnslaust að vera að skamma hann.”<—Ljb. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bid«. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office tfmar: 2_3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. Vér leggjum sérstaka flherzlu & a6 selja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fá eru notu8 eingöngu. p.egar þér kómiS meS forskriftina til yor, megiB þér vera viss um, að fá rétt þa8 sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. \otre Dame and Sherbrooke Phones: N-7658—7650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts ISldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Mcdical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medicai Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdéma.—Er aS hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjökdéma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimili: 806 Vlfctor St. Síml: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 72454 Sargent Ave. ViBtalsttmi: 4.30—6 e.h. Tals. B-6006 Heimlll: 1338 IVolsley Ave. Sími: B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 DR. G. J. SNÆDAL Tannkeknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talsfmi: A-8889 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Ávenue Blk., 265 Portage Ave. Office pbone A-1091. Hours: 2—6 Munið símanúmerið A 6483 og pantiS meBöl yBar hjá oss.— Sendi8 pantanir samstundls. V4r afgreiBum forskriftir me8 sam- vizkusemi og vörugætii eru öyggj- andi, enda höfum vér margra á-ra lærdómsrlka reynslu aö ’baki. — Allar tegundir lyfja, vindlan, ís- rjómi, sætindi, ritföng, töbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. Arlington og Notre Dame Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portage Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Rlng 3 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Aíiur ötbúna'Bur sfl beztl. Enn fremur seiur hann allskonar minnlsvarBa og legsteina. Skrlfst. Talsími: N-6607 lleitnilis Talsími: J-8302 THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. iögfræðlngar. Skrifstofa:’ Room 811 McATthur Bullding, Portage Ave. Þ. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. íslenzkir lögfræðingar. 708-709 Great-West Perm. Bldg. 856 Maln St. Tals.: A-4963 feir hafa einnig skrifstofur a8 Lundar/ Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hitta fl eftirfylgj- and timum: Lundar: annan hvern mi8vlkudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miBvikudag. Piney: priöja föstudag 1 hverjum mánuBl. A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðlngur Hefir rétt til a8 flytja mál bæ8i 1 Manltoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag 1 hverjum mán- u81 staddur 1 Churchbridge DR. ELSIE THAYER Foot Specialist Allar tegundir af fótaajúkdómum, «vo sem líkþornum, lœknaðar fljótt og vel. Margra ára æfing. Islenzka töluð á lækningastofunni. Room 27 Steel Block Cor. Carlton & Portage Tals, A%88 A. C. JOHNSON »07 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur áð sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Srifstofusimi: A-4263 HAssiml: B-S8M J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349—A-6310 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emlly Apts. Eniily St. Eiuil Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rafmagtis Contracting — AUt- kyns rafmagsndhöTd seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þær til sýnis ó verkstœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin ri8 Töung Street, Winnipeg) V’erskst. B-1507. Helm. A-7286 Verkst. Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLITMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo seim straujárn, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (hatteries) VT3RKSTOFA: 676 IIOME ST. Sími: A-4153. “lsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Iíristín Bjarnason, eigandi. 290 PORTAGE Ava, Winnlpe*. Næst biS Lyceum leikhAsiB. íslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgrcdddar bæ0i fljótt og veL Fjölbreytt úrval. Iirein og lipur viðskifti. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg. Phone: B-429S MRS. SWAINSON að 627 SARGENT Ave., Wlnnipeg, liefir ávaTt fyrirllg)gjandi úrvals- hdrgðir af nýtízku kvenhöttum. Hún er clna ísl. konan, sem slíka verzlun rekur í Winnipeg. íslentf- ingar, látdð Mrs. Swainson njóta vlðsklfta yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.