Lögberg


Lögberg - 08.04.1926, Qupperneq 4

Lögberg - 08.04.1926, Qupperneq 4
BlS. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 8. APRÍL 1926. 3£ogberg Getíb út hvem Fimtudag af The Col- mbia Prus, Ltá., (Cor. Sargent Ave. & i Toronto Str.. Winnipeg, Man. TtUlmari N-6327 oft N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE COLUtyBlf^ PRESS, Ltd., Box 317*. Wlnnlpeg, N|an- Utanáokrift ritatjórans: EOiTOR LOCBEBC, Box 3171 Wlnnlpeg, N|an. Tho “Lögbor*” la prlntad and publlohed bj The Columbla Preaa, Limlted, ln the Columbla Buildlng, e»6 Sargent Ave , Wlnnipeg, Manitoba. Bjargráð. í isíSasta blaði iboðar lögfræðingur W. J. Lindal til fundar í sambandi við mál, sem er ekki aðeins þarflegt heldur og líka lífsspursmál þeirra manna, sem fiskiveiðar stunda í Manitoba. Erfiðleikarnir eru miklir, sem þeir af íslend- ingum eiga við að búa, sem fiskiveiðar stunda á stórvötnum Vestur^Canada en tilfinnanlegastur þeirra allra, er skaði sá, sem þeir, er þá atvinnu grein stunda, verða fyrir svo að segja árlega, í sam- bandi við netjamissi. Mönnum er það kunnugt að fiskiveiðar eru lík- legastar og líflegastar á haustin, eða fyrri part vetrar, undir eins og ís legst á vötnin, en þeim er líka kunnugt um að sá tími er hættulegastur allra ástríða fyrir netja-útgerð manna. Isinn, sem þá er veikur víða, brotnar upp á stórum svæðum í hauststormum og sópar netja-út- gerð manna í burt af fiskimiðunum, svo þeir sjá þau aldrei aftur og gjörir þeim, með því ómetanlegt tjón — tjón, sem veldur þeim tvöföldum skaða. Fyrst tapi á netjum, sem í mörgum tilfellum er aleiga manna og í öðru lagi afla tjóns, sem gjörir þeim vertiðina lítils eða einskis virði. Hvað skaði sá, sem íslendingar hafa orðið fyrir af þessum völdum er nú orðinn mikill er ekki hægt að segja með neinni vissu, en hann er feykilega mikill. Vér höfum það fyrir satt, að landar vorir í Mikley hafi mist í það minsta þúsund dollara virði af netjum á þennan hátt nú í vetur, og enginn hefir reynt til þess að bæta úr þessum vandræðum'á á- ibyggilegan og hagkvæman hátt og tryggja íslend- íngum þessa atvinnugrein eins og flestar aðrar at- vinnugreinar eru trygðar þar til nú, að Mr. Lindal hefir tekist á hendur að gangast fyrir þeim. Engum vafa er það bundið að málaleitun þess- ari verði vel tekið af hlutaðeigendum og að þeir ekki aðeins sæki fundinn, sem boðaður er, heldur líka búi sig sem best undir hann á þann hátt að vera í færum um að láta þar í té allar upplýsingar um netjatap á segjum tíu til fimtán undanförnum árum því á því verður að miklu leyti að byggja þegar ræða er um að fá eitthvert ábyrgðarfélag til þess að taka að sér trygging á netjum mnna, sem vér sjáum ekki annað en ætti að vera mögulegt. Þetta er svo þýð- ingarmikið atriði fyrir alla, sem fiskiveiðar stunda, að menn ættu ekki að pkella skolleyrum við þessu máli, heldur leggjast allir á eitt, ekki aðeins að sækja fundinn, heldur líka að veita mönnum þeim, sem fyrir málinu standa allan styrk, sem þeir geta til að koma því í framgang. Eitt er enn, sem vert er að taka fram í þessu sam- bandi og það er, að hinir eldri og reyndari fiski- menn mega ekki draga sig í hlé í þessu máli og reiða sig á þá yngri og óreyndari. Eldri mennirnir verða að sækja þennan fund og ljá málinu stuðning sinn, ekki síður en þeir yngri, því þeir eiga margir yfir haldgóðum upplýsingum að ráða í sambandi við málið, sem þeir yngri hafa enn ekki öðlast. • Svo látið þá til ykkar taka, íslensku fiskimenn, í þessu máli og sækið fundinn eldri og jmgri og fylgið málinu með þeim rökum og festu, sem ekki verður á móti mælt, yður sjálfum og afkomendum yðar til heilla og hjálpar. Baccalaureate guðsþjónusta. Árlega er guðsþjónusta haldin hér í borg, sem því nafni nefnist og er hún sérstaklega tileinkuð fólki því, sem útskrifast frá háskóla fylkisins og öðrum háskólum, svo sem Wesley, Manitoba og St. John. Á sunnudaginn var héldu tveir af þessum há- skólum, Wesley og Manitoba Baccalaureate guðs- þjónustu í Central Congregational kirkjunni í Win- nipeg. Kirkjan var þétt skipuð fólki alstaðar áður en klukkan var sjö, nema miðbik kirkjunnar fram- undan prédikunarstólnum, sem var autt. Þegar guðsþjónustu tími var kominn, var sal- ur allstór, sem er að framan við aðal kirkjusalinn, opnaður og námsfólkið ásamt kennurunum og starfs- fólki skólanna gekk fram í svörtum kápum og tók sæti f hinu auða rúmi. Svo hófst guðsþjónustan — til- komumikil og alvöruþrungin. Rev. Dr. George Loughton flutti aðal ræðuna. Fyrir texta tók hann þessi orð: “Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta og allri sálu og náungann sem sjálfan þig.” Með skýrum dráttum og Ijósum dæmum benti prest- urinn tilheyrendum sínum á, en einkanlega náms- fólkinu, að æðsta takmark lífsins Væri samband sálarinnar við Guð og æðsta hugsjón lífsins að ná því og halda — að menn og konur, sem von sína og viðleitni bindu við hin veraldlegu gæði, fremdu með þvf andlegt sjálfsmorðog yrðu úti á kaldadal hinna forgengilegu lífsgæða. Hinn stærsta demant og hið dýrðlegasta lista- verk og alt annað verðmæti þessa heims kvað prest- ur einskis vert og engum til gagns fyr en menn kæmust í kynni við það og þektu það, eða að af- staða mannanna til slíkra hluta sköpuðu verðmæti þeirra. Þannig væri það og með mennina og ekki síst þá, sem væru að taka lífsstöður á hendur — ganga út í lífið að prófsteinninn á verðmæti þeirra væri mynd sú, er samtíðarmennirnir fengju af þeim, þá mynd væri ómögulegt að forðast, hún yrði að vera talandi vitni með þeim eða móti, lífið á enda. Menn geta reynt að fela gjörðir sínar — reynt að villa sjónar á sér, en mynd sálar þeirra stæði ó- högguð og óhagganleg eins og að samferðamenn- irnir sæju hana — eins og að orð þeirra eða at- hafnir snertu þá, sem þeir hefðu samneyti við í lífinu. Ef þau samneyti væru ljót, þá yrði myndin ljót. Ef aftur á hinn bóginn að þau væru falleg — guði lík, þá yrði myndin fögur, minningin hugþekk og í samræmi við fegurðarhugsjónina sjálfa. Auk Dr. Loughton töluðu skólastjórarnir Dr. John Mackay og Dr. J. H. Riddell. Tímaritið. (Framh.) Alþýðumentun á Islandi um það leyti er vestur- flutningar hófust þaðan, heitir grein eftir Jónas J. Húnfjörð; lýsir höfundurinn þar mentunará- standi alþýðunnar á íslandi eins og það kom honum fyrir sjónir, en þá sérstaklega í þeim parti landsins, sem hann var í og kendi, norðlendingafjórðungi. Lýsing höfundarins er skýr og all-nákvæm, enda fékst hann sjálfur við alþýðukenzlu í þreftán ár þar heima. En alþýðumentun og alþýðukenzla er ekki alveg það sama. Alþýðumaður getur verið ment- aður, þó hann hafi engrar kenzlu notið í vanaleg- um skilningi þess orðs. Alþýðumentun á íslandi var yfirleitt mikil áður en hið svo nefnda kenslutímabil eða alþýðutímabil hófst hjá þjóðinni, og hún var einkennileg, sú al- þýðumentun. Samfeld og rótgróin eðli þjóðarinn- ar og náttúru landsins, þroskaðist hún og setti mark sitt á karakteri þjóðarinnar, fremur en hægt er að segja um alþýðumentun vorra daga. Á vorum dögum tala menn mikið um skóla- göngu og lærdóm og kalla það í einu orði mentun, en þó geta bæði menn og konur gengið alla leið frá lægsta skólanum til þess hæsta og í gegnum hann án þess að vera mentuð. Skólaganga er að- eins undirstaða undir mentun. Hiún er lítils virði hverjum manni, ef þráin til meiri andlegs þroska — til fullkomnara og þróttmeira lífs fylgir henni ekki. Sú þrá, var aðal kjarni alþýðumentunarinnar á fslandi alt fram á miðja 19. öld eða þar til kenzlu og alþýðuskóla-áhrif fara að koma í ljós. í ungdæmi mínu þekti eg bæði menn og konur, sem þá voru komin á háan aldur, sem sjaldan höfðu í bók lesið, en voru þó svo fróð á alt, sem tilheyrði landi og þjóð að furðu sætti. Minnið var svo skarpt og ábyggilegt, að viðburðir, sem skéð höfðu á lífs- leið þeirrá voru eins skýrir í minni þeirra eins og þeir eru okkur í prentaðri bók. Þau kunnu heilar sögur utanbókar ’og orðréttar, sem þau höfðu þó aðeins heyrt sagðar eða lesnar. Allur var fróðleikur sá, er alþýðufólk þetta á íslandi átti, sprottinn úr jarðvegi þjóðarinnar sjálfrar og við það sem feg- urst var í honum, dvaldi hugur fólksins ár út og ár inn og undu svo glöð við sitt. Þekkingarfýsn þjóðarinnar virðist oss meiri þá, en nú, þá var það þroskinn, sem þjóðin þráði, nú eru það embættin. En vér erum að komast út frá efninu — minningum Jónasar, sem óefað eru rétt hermdar frá tímabili því, sem hann skýrir frá. Svarti stóllinn eftir Dr. Jóhannes P. Pálsson — leikrit í einum þætti, tileinkað frú Jakobínu John- son, skáldkonu, kemur næst. Sjö persónur eru i þessu leikriti: heimsfrægur málari, lærisveinn hans, kona og fyrirmjmdir. Móna, með barn á öðru ári, María, Graman og Morgefell, hundur, köttur og api. Þó er þetta ekki apakattar leikur. Hann sýnir, þegar apakattar moldviðrið er rokið hjá, al- vöru lífsins í hrikamynd harðneskjunnar annars vegar, en hógværðar fórnfærslu hins vegar. Konráð, heimsfrægur listamaður, hefir tælt og svívirt fagra og veglynda mær (fyrirmynd), gift- ist annari fyrir peninga. Fær ómótstæðilega þrá til þess að mála mynd — listavebk, þar sem hann taki svo sterkum tökum á mannshjartanu, að “aug- un fljóti í tárum — tárum, sem þvo burtu moldryk- ið, meðalmenskuna og sýni mannlífið eins og það er.” Haraldur Arnold, fyrverandi lærisveinn hans og sem Konráð er staddur hjá, safnar fjrrirmynd- um. Ein þeirra var Móna með barnið sitt við brjóst sér. Konráð sér hana, en þekkir ekki, en sér í henni, þar sem hún situr með barnið á brjósti, sem var mjólkurlaust en sem hún hafði skorið í, svo það gæti nærst á blóði hennar ■— þrotna að kröftum undir ofurþunga lífsins og aðfram komna — fulln- aðar ímynd hugsana þeirra og óljósu myndar, sem vaknað hafði í sálu hans. Engin meðlíðunar til- finning með þessari hrygðarmynd gjörir vart við sig í sálu Konráðs. Þar er ekkert annað til en á- stríðu áfergi að koma myndinni sem hann sér, á dúkinn. 1 Á meðan hann er að því, fellur Móna í öngvit og deyr — Konráð segir, “það gjörir ekkert til, eg er búinn” — þekkir síðan Mónu og ætlar að sleppa sér af harmi, — og í því kemur kona hans inn og skýtur hann til dauðs. Þegar vér vorum búnir að lesa þetta leikrit, skal það játað, að vér vorum komnir í allmikinn vanda út af spurningu, sem þrýsti sér fram í huga vorum, og hún var: “Hvert er hámark listarinnar í huga þessa höf? Er það hið tilfinningarlausa og nístingskalda hu^hrfar Konráðs?” Það getur naum- ast verið, því kaldir og harðir drættir listmálarans geta a 1 d r e i sýnt það stig listarinnar á æðsta stigi, né heldur tilfinningarlaust mannshjarta á neinu öðru. Nei, Konráð getur ekki verið fullkom- in fyrirmynd hástigs listarinnar? Hver getur það þá verið, sem á að vera fyrir- mynd listarinnar hjá höfundinum—Móna? Hún var fyrirmynd listamannsins, naumast meistari listarinnar, þó hún*á hinn bóginn geti verið ímynd fómfærslunar. En engum blöðum er um það að fletta, að fegursta myndin, sem eftir verður í huga lesandans, er þó mynd hennar. Annað atriði er í þessu leikriti, sem ekki er gott að átta sig a. Það er framkoma konu Kon- ráðs, þegar hún kemur inn og skýtur mann sinn umsvifa- og orðalaust, þar sem hann krýpur við legubekkinn, er lík Mónu hvílir á. Þetta tiltæki mann- eskju með fullu viti er óhugsandi. Ef eitthvað það hefir komið fyhir á milli Konráðs og konu hans, sem á nokkurn hátt getur réttlætt það verk, þá veit lesarinn ekkert um það, því þess er hvergi getið. En slíkur verknaður getur ekki stjórnast af öðru en óslökkvandi hatri eða brjálsemi, en hvor- ugt hefir lesandinn hugmynd um að hafi átt sér stað. Um orðakver Finns Jónssonar ritar Páll Bjarnason all-skorinort, og deilir mjög á Dr. Finn og niðurstöður hans um uppruna orða og merking þeirra. Er ritgjörð þessi skýr og ber með sér, að Páll á yfir ekki all-litlum málfræðilegum þekking- arforða að ráða. Þar er og stutt athugasemd eft- ir sama höfund út af þýðing orðanna “þriggj-sýna- austur” á dönsku í útgáfu Finns Jónsonar og V. Dahlerup, af 1. og 2. málfræðisritgjörð Snorra Eddu, og vill Páll Bjarnason ekki ganga inn á, að útleggingin sé rétt, þótt hún sé bygð á áliti fimm íslenzkufræðinga. ÞEIR SEM ÞURFA_ LUMBER KAUPI HANN AF Sitt af hverju frá landnámsárunum, er næsti kaflinn í ritinu, fróðlegur kafli; er þar skýrsla Jóns Rögnvaldsonar um nöfn á fólki, er bygði Markland í iNova Scotia um og eftir 1877, ásamt inngangi, sem er líklega eftir ritstjórann. Er skýrsla þessi merkileg, ekki að eins fyrir þá sök, að af henni má sjá hverjir land það bygðu, heldur og hvaðan þeir voru af fslandi, hvar og hvenær þeir voru fæddir, og hafa þar verið um 196 manns. Skýrsla Jóns nær fram til 1879, og tekur þá J. Magn- ús Bjarnason skáld við og heldur henni áfram unz burtflutningur hefst. Skýrsla um hjónavígslur, barna- skirnir og dauðsföll í þeirri bygð, fylgir og skrá þessari; eru nöfn þau nokkuð blendin, og stafar það víst af því, að enskumælandi prestar hafa framkvæmt prestsembættisverk þau, en‘ skýrslan tekin úr kirkjubókum. Bæjarvísur eft- ir ‘Höllu Jónsdóttur frá Svarfhóli í Mýrasýslu eru í þessum kafla, þrjátíu og fimm; þar eru og bréf frá Nýja íslandi, rituð af ÍBjarna Bjarnasyni, og eitt af Jóni Jónssyni lækni. Er í þeim lýst all- nákvæmlega ástandinu þar á fyrstu landnámsárun- um og eru1 öll slík bréf og skilríki frá landnáms- mönnnunum sjálfum mjög mikils^virði, og ættu að varðveitast sem flest. Síðast í ritinu er fundargjörð sjötta ársþings Þjóðræknisfélagsins og meðlimaskrá. Tímaritið er í ár sent skuldlausum félags- mönnum ókeypis, en selt öllum öðrum fyrir vana- verð. Ómar Hassansson. (Þýtt úr ensku.) Sjötíu og fimm ár hafði ómar Hassansson lif- að við mikla sæmd og sælu, og hylli þriggja “kalífa” í röð hafði fylt hús hans gulli og gersemum, og hvarvetna fylgdu honum blessunaróskir lýðsins, er hann sté út fyrir húsdyr sínar. En jarðnesk sæla er skammvinn. Birta bálsins eyðir eldsneyti sínu; kraftur hins anganda blóms rýkur burt með þess eigin ilm. Þróttpr ómars tók að réna; hið fagra hár fölnaði og féll af höfði hans, og þróttur og fimleiki úr fót- um. Hann skilaði nú Kalífanum valdalyklunum og leyndarinnsiglunum, og leitaði sér eigi annnar- ar skemtunar, það sem eftir var æfinnar, en um- gengni skynsamra manna og þakklátsemi hinna góðu. Sálarkraftar hans voru enn óbilaðir. Hús hans var fult af gestum, er fræðast vildu af reynslu hans, og votta, honum virðingu sína. Kaled, sonur jarlsins á Egyptalandi kom til hans hvern morgun og var hjá honum flesta daga til kvölds. Hann var bæði fríður maður og málsnjall. ómar dáðist að fyndni hans og námfýsi. Það var eitthvert skifti að Kaled mælti á þessa leið við ómar: “Eg veit að þjóðirnar hafa með undrun hlýtt á orðræður þinar og að vizka þín er fræg orðin til yztu endimarka Austurálfunnar. Seg mér því, hvernig eg fái líkur orðið SHhssani hinum spaka. Þú þarft nú ei framar sjálfur að halda á þeim ráðum, sem þú hefir neytt til að afla þér valda og halda þeim. Seg mér nú í trúnaði, hvernig þú hefir farið að þessu og á hvaða grundvelli, og eftir hvaða áætlunum vizka þín hefir skapað gæfu þína.” “Ungi maður,” svaraði ómar, “það er til lítils að gjöra fasta áætlun um lífsferill sinn. Þá eg var fullra 19 vetra, fór eg fyrst að litast um í heimin- um, og er eg hafði virt fyrir mér hið ýmislega og breytilega ástand mannanna, sagði eg við sjálfan mig, þar sem eg aleinn stóð og studdist upp við sedruseik eina, er breiddi greinar sínar út yfir höfði mér: Mánninum er áætlað að lifa í 70 ár; eg á þá eftir 50. Tíu árum ætla eg að verja mér til fróðleiks og tíu árum til að fara erlendis; eg ætla að verða lærður maður1 og því mun eg mikilsvirtur verða. Hver ein borg mun æpa af fögnuði, er eg kem þar, og sérhver vísindamaður leita vináttu minnar. Þau tuttugu ár, er eg þannig ver, munu fylla sálu mína þeim hugmyndum, er eg það eftir er æfinnar skal leitast við að bera saman og sam- eina. Eg get svo unað mér við þennan óþrjótanda vizkuauð, og fundið nýtt og nýtt ánægjuefni á hverri stundu, svo eg verði aldrei framar leiður á sjálfum mér. Samt skal eg varast, að fara of langt út af vanavegi lífsins og freista hvernig kvenhyllin gefst. Eg skal fá mér konu, fagra semí yngismeyj- arnar í Paradís og jafn vitra Zobeidu. Við hana vil eg Svo búa í 20 ár í undirborgunum við Bagdad og njóta allra þeirra unaðsemda, sem auðurinn fær veitt og hugurinn hugsað. Að því búnu vil eg flytja upp til sveita og eyða dögunum í kyrþey, við vís- indalegar hugleiðingar, og leggjast að lokum svo enginn viti á banabeð minn. Það skal vera mín stöðug regla, meðan eg lifi, að trúa aldrei brosi höfð- ingjanna og gefa aldrei hrekkjabrögðum hirðmann- anna færi á mér. Aldrei skal eg fýkjast í opinber metorð, eða láta stjórnarmálefni raska ró minni.” “Þessar lífsregluú setti eg1 mér og festi þær ó- afmáanlega mér í minni. “Eg hafði ásett mér, að verja fyrsta hluta æf- innar til að afla mér þekkingar og fróðleiks, en eg veit ekki hvernig mér var snúið frá áformi mínu. Eg átti engum útvortis hindrunum að mæta og eng- um óviðráðanlegum ástríðum hið innra. Fróðleik leik áleit eg* hinn æðsta heiður og hina fýsilegustu unun; en svo liðu dagar og mánuðir, til þess er eg tók eftir því, að af hinum fyrstu tíu árum voru mér þegar horfin 7, er skildu mér ekkert eftir. Eg slepti nú ferðahuganum um sinn; því til hvers var mér að fara utan, er eg átti svo margt óunnið heima? Eg lokaði mig nú inni í fjögur ár og tók að lesa lög ríkisins. Dómurunum barst brátt fregn um vitsmuni mína. Eg var álitinn fær um að leysa úr ýmsum vandaspurningum og vafamálum, og var mér boðið að standa við fótskör Kalífans. Menn hlýddu með athygli á mál mitt, og leituðu jafnan með öruggu trausti ráða minna og tillaga, — eg varð æ fegnari hólinu. Enn sem.fyr, langaði mig sárt til að sjá fjarlæg lönd. Eg hlýddi með undr- un á sögur ferðamanna, og fastréði nú að beiðast um tíma lausnar frá embætti mínu, til þess að geta svalað nýjungagirni minni; en nærvera mín þótti einlægt nauðsynleg, og straumur skyldustarfanna bar mig stöðugt áfram. Stundum var eg hræddur, að The Empire Sash& DoorCo. Limited OfHce: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK g<HKHKíKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHK<HKHKK-ljgKHKHKl | I EINBOALJÓÐ. | Eg lagðist í draumsætan dvala, K ■ nær dansaði tunglsgeislinn inn, § 1 og værðljúfa-vornóttin svala g ■ verndaði svefnkofann minn. Eg man hvað mig dýrðlega dreymdi, því drottinn í kofanum bjó og háreysti glaumsins eg gleymdi, en gleðinnar blundaði’ í ró. m m En tunglsgeislinn fölnaði’ og færðist og flúði í hátinda skjól; í laufinu blærinn, þó bærðist, við bjarmann af rísandi sól. Eg heyrði svanina syngja, og svefni eg vornætur brá, ■ mér fanst að þeir æskuna yngja með eldmóði suðrinu frá. Eg heyrði lóuna leika lífsglaðan, samstemdan óð, mér fanst að þau vernda þann veika, hin vermandi, ástþrungnu ljóð. Eg heyrði frá þresti á þúfu m ■ svo þýðlegan hörpustrengs hljóm, hann kvað þar um kurrandi dúfu, hann kvað þar um nýlifnuð blóm. g Eg gekk út með glaðværðar háttum, "x g mér gleymdist öll rnæðunnar þröng, eg heyrði frá öllum áttum ómandi guðsdýrðar söng. 6, himnanna guð, yfir heiminn hljómar þér lofdýrð gjörvöll, hver söngrödd, er svífur um geiminn, og samróma náttúran öll. 1 1 Eg geng svo að verkinu glaður, með gleði mér vinst það svo létt því vinnan er velferð þín, maður, ef vinnur þú nytsamt og rétt: 1 Jón Stefánsson. <HKHKiS<HKHKHKHKHKHKHK«HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH>iKHK mér yrði brugðið um vanþakklæti; en alt fyrir það var ferðahugur- inn samur og jafn í mér, svo eg vildi ekki binda mig einkamálum. “Þegar eg var á fimtugasta ár- inu, fór mig að gruna, að nú mundi ekki framar til ferðalags að hugsa, og þótti mér ráðlegasta, að höndla þá sælu, sem mér enn stóð til boða, og láta eftir mér það yndi, sem heimilissambúðin veit- ii; en það er enginn hægðarleik- ur fyrir fimtugan mann að fá sér konu, friða sem “Huríurnar” (þ. e. yndismeyjarnar í Paradís), og vitra sem Zobeidu. Eg leitaði að ástæðum með og móti, var að hugsa um þetta og velta því fyrir mér, þar til eg hafði tvo um sex- tugt. Þá fyrirvarð eg mig fyrir, að enn skyldi vera í mér gifting- arhugur. ’Nú átti eg ekkert annað eftir, en að leita einverunnar og draga mig út úr hávaða heimsins; en a’drei fékk eg færi á því, fyr eg sökum elliburða varð að hætta við opínber störf. “Svona voru nú fyrirætlanir mínar, og svona fóru þær. Þrátt fyrir þennan óslökkvandi fróð- leiksþorsta, hefi eg til einskis eytt framfaraárum; þrátt fyrir þessa brennandi löngun að fá að sjá ýms lönd, hefi eg setið alt af kyr í sömu borginni; þrátt fyrir hina glæsilegu hugmynd, sem eg hefi gjört mér um hjónabandssæluna, hefi eg alt af lifað ógiftur, — og þrátt fyrir þenna óbrejd;ta ásetn- ing, að draga mig út úr skarkala heimsins, og gefa mig allan við vísindalegri rannsókn, bíð eg nú dauða míns, innan múra Bagdad- borgar.” KIRKJAN. Það var margt fólk, sem sótti Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg um páskana og það er óhætt að segja að það hafi þar notið mik- illar ánægju. Á skírdagskveld var bænasamkoma haldin í samkomu- sal kirkjunnar og hafa slíkar sam- komur verið haldnar alla föstuna, á miðvikudagskveldum, eins og i mörg undanfarin ár. Á föstudag- inn langa var guðsþjónusta í kirkj- unni kl. 7 að kveldinu og söng söngflokkur safnaðarins þar lang- an helgisöng (Krossfestingin) og tók það hér um bil klukkutíma og tuttugu mínútur að syngja hanp til enda. Kirkjan var full af fólki og töluðu margir um að þar hefðu þeir notið yndislegrar stundar. Jafnvel þeim, sem þetta skrifar og sem engin skilyrði hefir til að dæma um söng, fanst að hann aldrei hafa komist nær því að skilja hve “tónaregnið táramjúkt,” getur verið mannshjartanu mikil svölun. Á páskadaginn voru tvær guðs- þjónustur haldnar í kirkjunni kl. 11 og kl. 7, báðar mjög vel sðttar. Morgunguðsþjónustan fór fram á ensku og er sjaldgæft að sjá eins margt ungt fólk saman komið af íslensku becgi brotið. Flokkurinn, sem syngur við morgunmessurnar er skipaður ungu fólki, um og innan við tvítugsaldur. Kom hann nú fram í fyrsta skifti í einkenn- isbúningi, sem búinn hefir verið til handa honum. Það eru hvítar skikkjur (gowns), sem fara ein- staklega vel. Eins og kunnugt er notar flokkurinn sem syngur við kveldmessurnar, svartar skikkjur. Á páskadagskveldið var kirkjan, enn mjög vel sótt og fór þá fram altarisganga, sem margt fólk tók þátt í. Frá Islandi. Mannskaði í Grindavík. Níu menn farast í Iendingu. Tveir bjargast. í morgun reru 5 skip úr Grinda- vík. Veður var gott en veltibrim. Svo slysalega vildi til, að einu skipinu barst á, um hádegi, í lend- ingu í- Járngerðarstaðarvör. — Átta menn fórust, en annað skip var þar skamt á eftir og náði þremur mönnum, en einn þeirra dó á leið til lands. Hinir tvelr héldu lífi.. Þessir menn fórust: Guðjón Magnússon, formaður, Baldurshaga, Grindavík, kvæntur, barnlaus, 32 ára. Guðbrandur Jónsson, Nesi, Gr.- vík, tengdafaðir formannsins, 69 ára. 'Hallgrímur Benediktsson frá Kirkjubæjarklaustri; 22 ára, ókv. Guðm. Sigurðsson, frá Helli í Rangárvallasýslu, 33 ára, ókv. OLárus Jónsson, Hraungerði, Gr- vík, 21 árs, ókvæntur. iStefán Halldór Eiríksson,, frá Hólmavík, 25 ára, ókv. Sveinn Ingvarsson, Holti 1 Gr- vík, 28 ára, kv. og átti 1 barn. Guðmundur Guðmundsson, úr Dalasýslu, 76 ára; kvæntur og átti 9 börn. Erlendur Gíslason frá Vík í Gr- vík, 18 ára. Þessir björguðust: Guðmundur Kristjánsson í Grindavík og Val- demar Stefánsson frá Langstöð- um í Flóa.—Vísir 15. marz. M. b. Eir, frá ísafirði hefir farist með allri áhöfn. Fullvíst má nú telja, að vb. Eir frá ísafirði, hafi farist fyrir Reykjanesi síðastliðinn sunnudag. Veður var þá hvast og ilt í sjó, og voru nokkrir bátar hætt komnir. Er þetta hinn mesti mannskaði, sem hér hefir orðið á þessu ári, og á margur um sárt að binda eftir þetta slys. Tólf menn voru á bátnum, úr- vala lið á besta aldri.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.