Lögberg


Lögberg - 08.04.1926, Qupperneq 5

Lögberg - 08.04.1926, Qupperneq 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 8. APRÍL 1926. BIs. 5. Dodds nýrnapillur eru foesta nýrnameðalið. Lækna og gigt foak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. stund á málaralist. — Blöð þar vestra hafa flutt myndir af honum nokkrum sinnum (nú síðast jóla-1 blað Boston Globe) og fara lof- samlegum orðum um listgáfu hans. Kristján er fríður maður sýnum og góður drengur. Hann hafði þeg- ar á barnsaldri gaman af að draga blýantsmyndir og hefir stundað námið af kappi síðan hann kom vestur. Vísir. íSéra iHalldór B)jarnarson í Prest'hólum hefir fengið lausn frá embætti. Samkvæmt skeyti frá ísafirði til Fréttastpfunnar, voru þessir skip- verjar: 1. Magnús Friðriksson, skipstjóri^ frá ísafirði; kvæntur og lætur eft- ir sig konu og 5 börn. 2. Guðmundur Jóhannsson, stýri- maður, Súgandafirði, ókvæntur. 3. Valdemar Ásgeirsson, vélstjóri Isafirði, kvæntur. Lætur eftir sig konu og eitt barn. 4. Gísli Þórðarson, ísafirði, kvænt ur. Lætur eftir sig konu og 4 börn. 5. Sigurður Bjarnason, ísafirði, kvæntur. Lætur eftir sig konu og 3 börn. 6. iBjarni Thorarensén, fsáfirði, ókvæntur. 7. Kristján Ásgeirsson, IBolungar- vík, kvæntur. Lætur eftir sig konu og 2 börn. 8. iSteindór, bróðir Kristjáns frá Svarthamri í Álftaf., ókvæntur. 9. Þorsteinn Þorkelsson, Bolung- arvík, ókvæntur. 10. iMagnús Jónsson, Súðavík, ó- kvæntur. 11. Ólafur Valgeirsson úr Árnes- hreppi í Strandas., ókvæntur. 12. Magnús Magnússon, úr Árnes. hreppi í Strandas., ókvæntur. Vísir 12. marz. Efnilegur listamaður Kristján Magnússon heitir ung- ur maður, ættaður frá ísafirði, sonur Magnúsar heitins (Örnólfs- sonar, skipstjóra. Hlann fór til Vesturheims fyrir fáum árum, og hefir verið í Boston og lagt þar Frumvarp um járnbrautarmálið, þess efnis, að heimila landstjórn- inni að leggja járnbraut austur að ölfusá, var útbýtt á Alþingi í gær. Flutningsmenn eru Jörundur iBrynjólfsson og M. Jónsson. Verð- ur nánar sagt frá þessu frumvarpi í blaðinu á morgun. Viðtal við Guðrúnu Indriðadótt- ur fljrtur “Berl. Tid.” fyrir stuttu, að því er segir í fregn frá sendi- herra Dana hér. Skýrir Guðrún þar frá leikstarfi íslendinga og leiklist. — lEitt Kaupmannahafn- arleikhúsið hefir boðað til sýninga á “Fjalla-iEyvindi” Jóhanns Sig- urjónssonar, og lætur OBerl. Tid. svo um mælt, að gaman væri að sjá hina kunnu íslensku leikkonu j því leikriti. Mbl. 17. marz. Spurningin, sem enginn gat leyst úr. (Lauslega þýtt). í samkvæmi einu kom einn gest- anna fram með þá spurningu: Hvað myndu menn gera, ef þeir vissu, að þeir ættu aðeins einn mánuð eftir ólifað. Spurningunni svöruðu flestir að óathuguðu máli, að þeir mundu láta sér hvergi bregða og lifa lífi sínu eins og þeir væru vanir. En þegar menn fóru að hugsa sig nán- ar um, komust þeir fljótt að raun um, að svona myndu þeir ekki taka þessu. Enginn mundi geta komist hjá því undir þessum kringum- stæðum, að breyta fullkomlega um líferni og hugarfar. Sumir ætluðu að skemta sér. Þeir, sem lifað höfðu lífi sínu í sífeldu striti og erfiði, þóttust mundu hugsa sér gott til gjóðar- innar og lyfta sér ærlega upp. Bergþóra undir banafeldi. (Flutt á Rangæingamótinu.) Eg unað mér) hefi við arinn þinn, þú, ástvinur minn hinn bezti. Nú legst eg við hlið þína’ í síðasta sinn, og síðasta blundinn festi. Vorn heimilisarinn nú ætla þý að öskuhrúgu að gera. Þó standi hann björtu báli í, er betra hvergi að vera. Minn hjartans vinur, þótt hjúpist brá, við hlið þína’ eg engu kvíði, og gott er að hverfa heimi frá og hugarangri og stríði! i Gefin þér var í æsku eg, þú aldrei mig vissir trauða, er fylgdi eg þér yfir farinn veg; nú fylgi eg þér í dauða. Þú áttir mitt heita hjartablóð, og hjá þér var ljúft að þreyja. Við þeirra minninga glöðu glóð er gott að sofna — og deyja. Mér heilsa englar á hlýrri strönd; nú heyri eg vængjasláttinn, og sál minni opnast sólskinslönd við síðasta andardráttinn! Gg horfin er reykjarsvælan svört. Nú salina guðir tjalda. Og klæði ’okkar eru svo björt, svo björt, sem brúðkaup við séum að halda. Og alt er svo breytt, sem áður var. Hvort eru nú komin jólin? Kystu mig, vinur! Hver kemur þar? Er Kristur það — eða sólin? Þá varstu, Bergþóra, bezt og mest, er bóndapum fylgdirðu’ í eldinn. Og yfir margan þú breiddir brest, er b^eiddirðu yfir þig feldinn! Á örlagastund hélt ástin þín og andlegur þróttur velli. Þinn banafeldur var brúðarlín og bjartari hverju pelli! . —Vísir. Grétar Fells. En þá er eftir að vita, hvernig menn helst vildu skemta sér; — hvað þeir hefðu mesta ánægju af Fæstir gátu gert sig ánægða með að hugsa sér að eyða tímanum í það, að eta og drekka dýrindis mat — hangikjöt og brennivín, eða hvað sem hverjum féll best í geð. Þó margir hafi gaman af að dansa við og við og taka slag í Bridge eða einhverju öðru, gátu slíkar skemtanir ekki verið fullnægjandi undir þessum kringumstæðum. Þá var ein skemtun: lestur góðra bóka. En það kæmi heldur ekki til greina hér. Góðar bækur lesa menn til þess að læra af þeim fyrir lífið og framtíðina. Þess ger- ist engin þörf, ef aðeins væri einn mánaðartími eftir af æfinni. — Ennþá vitlausara væri að lesa lé- legar bækur, því þær eru aðeins lesnar til dægrastyttingar. Ætti maður þá að fara í ferða- lög? Allmargir af þeim, sem við- staddir voru, höfðu ferðast heil- mikið. En fæstir vildu ferðast sér til skemtunar, til þess að taka eft- ir náttúrufegurð og fjölbreytni lands- og lifnaðarhátta. Þó menn hefðu farið um margar merkustu stórborgir heimsins, þá höfðu þeir ekki mikið séð af því, sem þar er fegurst og best. Þeir þektu gisti- hús, umferðina á götunum, mat- sölustaðina, ytra borð borgarlífs- ins. En fæstir höfðu séð listasöfn- in, listaverkín dýrustu og bestu, sem geymd eru almenningi til sýn- is. Fæstir höfðu gefið sér tíma til þess. En í þessum síðasta mánuði æf- innar myndi varla tími til þess heldur. Menn myndu deita að ein- hverju, sem þeim væri enn meiri ánægja að. En hvar er þess að leita? Einn stakk upp á því, að fara i ferðalag til Miðjarðarhafsland- anna. Öðrum kann að finnast ó- missahdi að fara t d. upp á Heklu eða norður í Mývatnssveit. En hvað yrði úr frámkvæmdum í þessu efni þennan síðasta mánuð? Hluturinn er, að þegar menn vita. að þeir eiga örskamt eftir ó- lifað ,þá breytast um leið allar óskir manna og öll verðgildi í gleði og sorg. Menn leita ánægju og nautna á margan hátt, en óskir 'hinna nautnagjörhu eru svo jarð- þundnar, að þeim ógnar svo mjög viðskilnaðurinn, að öll gleði og á nægja væri útilokuð. — Sumir samkvæmisgestanna reyndu að leysa þessa vandaspurn ingu með háði. Einn, sem var maga veikur, og eigi hafði í mörg ár get- að borðað nema einstaka mat, ætl- aði að nota tímann eins vel og hann gæti, til þess að borða alt, sem hann langaði í. Annar ætlaði að reykja alla þá Havanavindla, sem hann kæmist yfir. En enginn einasti gat leyst úr þessu vandamáli svo nokkurt lag væri á. Það kom upp úr kafinu, að blað eitt vestur í Ameríku hafði fyrst komið fram með spurningu þessa. Hafði blaðið beint þessari spurn- ingu til fjölda nafnkendra manna. En svör þeirra reyndust fánýt. iFlestir svöruðu með alvöruleysi. Fá svörin tóku öðrum fram. — Douglas Fairbank sagðist ætla að sofa sem mest þenna mánuð, til þess að venja sig á að liggja kyr. Rithöfundur einn var svo hrein- skilinn að segja, að honum mundi verða svo mikið um það, ef hann vissi að hann ætti aðeins einn mánuð eftir ólifað, að hann myndi ekkert geta tekið sér fyrir hendur af skynsamlegu viti. Margir kunna að teljaspurningu þessa óviðeigandi. Hún er eigi til þess að hafa í skympingi. En því verður eigi neitað, að það væri oft eigi nema holt að hugleiða slík við fangsefni, sem þetta með sjálfum sér, setja sig í þau spor, þegar verðgildi allra óska og eftirsókna umsnerist og breyttist fyrir aug- liti manna. Margir kæmu þannig auga á, að ýmislegt, sem þeim þykir girnilegt og eftirsóknarvert, verður fánýtt þegar á reynir. Lb. Mbl. kröfu borgaða; þá álft eg að nafn varnarsjóðsins sé ekki lengur til, og þá renni að sjálfsögðu afgang- urinn inn í þjóðræknissjóðinn, eins og önnur ákveðin tillög fé- lagsmanna, sem allir gefendur munu með góðum vilja sam- þykkj a. ' Það væri æskilegt, að Ingólfs- málið yrði ekki til þess, að raska ró manna framvegis. Það var unnið að því af drenglyndi og dugnaði á meðan það stóð yfir, og fyrir það fékk þann enda, sem möguleikar náðu til. Wapah P.O., 27. marz 1926. Gísii Jónsson. Beztn launin, sárasta hefndin. “En er Davíð konungur kom til Bahúrím, kom þaðan maður af kyn þætti iSáls, sem Símeí hét, Geras- son, hann kom bölvandi og ragn- andi og kastaði steinum að Davíð og öllum þjónum Davíðs konungs ......þá mælti Amísa Zerújuson við konung: Hvi skal þessi dauði hundur formæla minum herra kon- unginðm? Lát mig fara og stýfa af honum hausinn.” 2. Sam. 16. 9. Þetta tilboð þóknaðist konung- inum ekki. Hann bauð því að lofa manninuni að formæla. Því að hinn réttláti dómari kynni jafn- vel í dag, að bæta sér formæling hans. ^Síðan fóru Davíð og menn hans leiðar sinnar, en Smeí gekk í fjallshlíðinni á hlið við hann svo formælti honum í sífellu, kastaði steinum að foonum og lét moldar- hnausana dynja á honum.” 12., 13., v. Viðburðirnir breyttust fljótt. Davíð var heiðraður sem sigurveg- arinn. Þá kemur þessi ræfill, sem áður hafði formælt Davíð, og biðst vægðar: “Féll Símeí Gerasson honum til fóta og mælti við foann: Herra minn tilreikni mér ekki misgjörð mína og minnist ekki þess, er þjónn þinn gjörði illa á þeim degi, er herra minn konungurinn fór burt úr Jerúsalem, og erf það eigi við| mig, því að þjónn þinnn veit að eg hefi syndgað.” 19. kap. 18- 20. v. iSælI sigur! Lastmáll féll þar veglyndinu til fóta. Pétur Sigurðsson. Þakkarorð. ALIT MITT. Af einlægum hug og hjarta þökkum við undirrituð öllum þeim, er sýndu okkur samhygð og hluttekning við útför Valgerðar J. Felixson, móður okkar og tengda- móður. En þó allra mest-þökkum við Mrs. Guðrúnu B. Jónasson, sem af sinni hjartagæzku var yfir þeirri látnu síðustu stundirnar, þegar kraftar okkar voru komnir að þrotum, Þetta er ekki fyrsta góðverkið þessarar góðu konu. og sem við vitum að verður launað bæði þessa heims og annars. — Guð launi öllum sveitungum okk- ar sem hafa rétt hlýja hönd til okkar síðastliðin sjö veikinda ár- in, semj yfir þetta hús hafa liðið. Af hrærðu hjarta þökkum við, og biðjum Guð að launa. Kristján Olafson. Guðrún Olafson. Olafía Campbell. sem þátt tóku í því að búa til mynd ina voru aðeins tvær vikur í gripa- héraðinu og voru sendir þangað skömmu fyrir jólin Þeir unnu nótt og dag til að komast heim fyrlr jól. Allir ættu að sjá Hoot Gibson, sem leikur betur í þessum leik, heldur en nokkru sinni fyr. WONDERLAND Á mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn í næstu viku gefst flóki tækifæri að sjá Virginia Valli og Norman Kerri á IWonder- land leikhúsinu, sem leika svo að- dáanlega vel í leiknum “The Price of Pleasure," sem þykir einn af gimsteinum kvikmyndanna, hvar sem er um víða veröld. Virginía er ákaflega skrautlega klædd í nokkr- um hluta leiksins, en stundum er hún klædd eins og búðarstúlka S stórrí sölubúð. “The Price of Pleasure,” er nokkurskonar nú- tíma Cinderella, saga með Miss Valli, sem Cinderella og Kerry sem Prinice Charming. — Nokkur hluti leiksins er gamanleikur og Louise Fazenda og T. Ray Barnes fara vel með þann hlutann, enda bæði vel þekt á sviði kvikmyndanna Aðrir leikendur eru Kata Lester, George Fawcett, James 0. Barr- ows og Marie Astaire. Sumt af myndinni er tekið í stórri sölubúð, þegar kjörkaupin eru á ferðinni, en hinn hlutinn i húsi þar sem her- bergi eru leigð og fæið selt. WALKER. <HKKHKHKKHKH£<HKHKhKHKH><HKH><H><HKKHKHK^^ Til yðar eigin hagsmuna. Allar rjómasendingar yðar, aettu að vera merktar til vor; vegna þess aðvér erum eina raunverulega rjómasamvinnufélag beenda, sem starfrækt er í Winni- peg. Vér lögðum grundvöllinn að þessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bænd- um Vesturlandsins sönn hjálparhella. Með því að styðja stofnun vora, vinnið þér öllum rjómaframleiðendum Vesturlandsins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, «em veitir hverjum bónda óháða aðstöðu að því er snertir markaðs skilyrði. Æfilöng cefing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu og markaði lýturf tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. 844 Sherbrook Street, - Wicnipeg, Man. <HKHKHKHKKKKH>d<HKKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKH>^^ Þar eð uppástunga á þjóðrækn-J isþinginu hefir komið fram með þá tilögu, að gefendur í varnar- sjóð Ingólfs Ingólfssonar megi segja álit sitt um hvað gera skuli við afgang sjóðsins, þá leyfi eg mér að leggja hér “orð í belg”, sem eg bið ritstjóra Lögbergs að taka í blað sitt. Þegar dauðadómur var upp- kveðinn yfir Ingólfi Ingólfssyni, tók Þjóðræknisfélagið að sér að fá þeim dómi breytt, ef mögulegt væri; en til þess þurfti talsvert fé, sem félagið hafði ekki hand- bært, og var því send áskorun eða beiðni til almennings um að skjóta saman nægilegri upphæð, til að standast þann kostnað, sem af málinu leiddi. Undir þenna bagga hlupu menn alment með kærleiksríkum vilja, svo að á skömmum tíma var nægi- legt fé fyrir hendi, til að fá lög- mann til að taka málið að sér, sem hepnaðist eins vel og framast var hægt að gera séf von um. Þegar málið var útkljáð, og all- ur áfallinn kastnaður borgaður a Þjóðræknisfélaginu, verður nokk ur afgangur eftir af söfnunar fénu. Eftir því sem mér skilst hafa menn ekki orðið ásáttir um hvernig verja skuli afgangi þess um. Nú er mál Ingólfs búið, sem all ir' vita, og hver hefir fengið sína iSir Martin Harvey er að koma. Hinn víðfrægi, enski leikari, Sir John Martin Harvey kemur aftur til Waltker leikhússins á mánu- dagskveldið hínn 12. apríl og verð- ur hann hér aðeins eina viku. Er þetta í síðasta sinn, nú í langan tíma, sem hann verður í Winnipeg, eða annarsstaðar í Vestur-Canada. Svo vinsæll er hann á Englandi, hjá þeim, sem leikhús sækja, að þeir vilja ekki missa hann til Canada nema fáa mánuði í einu og sem sjaldnast. Það sem þessi frægi maður hef- ir að bjóða j þetta sinn er: “Davld Garrick” á mánudagskveldið 12. apríl, að eins einu sinni. “Richard III.” á þriðjudagskveldið 13. apríl og síðarihluta á miðvikudaginn 14. og á fimtudagskveldið 15. apríl. Þar sem þessi leikur er einn af hinum fegurstu leikjum Shake- spears, sem nokkurn tíma hefir sýndur verið í Winnipeg, ætti fólk- ið ekki að ,sitja sig úr færi að sjá hann. “The Burgomaster of Stile- monde” eftir Maeterlinck verður leikinn aðeins einu sinni, á mið- vikudagskveldið 14. apríl. Það er sagt að þessi leikur sé hinn áhrifa mesti, sem skrifaður hefir verð út af heimsstyrjöldinni og heldur sterklega fram friðarhugsjóninnE j. Sir John sýnir aðdáanlega hinnj ^ gamla “Burgomaster,” sem gefur líf sitt fyrir aðra. Fjórði og síðasti leikurinn þessa viku, verður “The Corsican Brothers.” Skáldlegur leikur, um hið dularfulla samband tvíuranna. Sir John leikur þá báða. Aðgöngumiðar verða seldir með biéfaviðskiftum þangað til á föstu daginn. Eftir það verða þeir til sölu á leikhúsinu. Merkilegt iðjuver. Eftir Guðm. G. Hagalín. (i Lesb. Mbls.) Frá Tolleröyhamn á Suður- Hörðalandi ætlaði eg að fara til Rubbestadnes. Eg vissi að þar er verksmiðja sú, sem býr til “Wich- mann”-vélina, en hún er notuð allmikið í fiskibáta á fslandi, — einkum á Austfjörðum og í Vest- mannaeyjum. Eg fór frá Tolleröyhamn árla morguns á litlum vélarbáti. Var eg ekki í sem beztu skapi, þar eð mig vantaði neftóbak. Vindur var hvass af norðaustri og bára kröpp í sundunum. ” Gaf því nokk- uð á bátinn. Var veðrið mér góð- ur hugléttir, því að öldugjálfrið og ágjafirnar vöktu margar góð- ar minningar. Þá er eg var sjó- maður, var mér svo undarlega farið, að í óveðri leið mér bezt; en þá er gott var veður, undi eg alls ekki vel hag mínum á sjón- um. Eg var því sannnefndur stormfugl. Landið er þarna einkennilegt og napurlegt. Hólmi er við hólma — eg eru þeir að mestu berir. Mosaþembur og snöggir gras- blettir eru raunar á stöku stað, en upp á milli þeirra rekur berg- ið gráan skalla. Leiðin liggur úr sundi í sund. iHyldýpið er við klappirnar, og ómögulegt er að lenda á smábát, þegar hvast er og bára. Eftir hartnær þriggja stundar- fjórðunga ferð, komum við í straumröst. Þar gaf ærið á bát- inn, því að öldurnar risu og féllu ótt og títt, krappar og hvíttyptar. En áfram var haldið og komum við nú í vog einn lítinn. Gat þar að líta hús verksmiðjunnar og bústaði verkamanna. Standa hús- in á víð og dreif milli klettanna og hafa ýmsa liti og lögun. Við bryggjuna lágu margir vélbátar til viðgerðar, og nokkrir stóðu uppi á landi, líkamar, sem biðu sálar sinnar. Þá er eg kom upp á bryggjpna, kom á móti mér maður í hærra lagi, herðibreiður og þykkvaxinn. Hann var klæddur bláum vinnu- fötum, svartur í andliti og á hönd- um. Þetta var Halldór Halldórs son, höfuðstjórnandi fyrirtækis- Vinnur hann dag hvern hann ynni sjálfur í verksmiðjunni. Hann hló. “Nei, það er nú síður en svo. Færeyingar, sem hér komu, höfðu blátt áfram orð á því, að þeim þætti það miður hæfa. Eg held næstum því, að það hafi verið or- sökin þess, að þeir keyptu ekki vél af mér.” “En íslendngar?” . “Nei, þvert á móti. Mér hefir fundist það jafnvel vekja traust hjá þeim.” Halldór fylgdi mér niður á skrif- stofuna og gekk síðan til vinnu sinnar. Skrifstofuþjónarnir voru ræðnir náungar, og virtust mér þeir sama sinnis og húsbóndi þeirra; en ekki sá eg samt á þeim nein þrælamörk. Frjálsleg fram- koma og græskulaus gleði ein- kennir alla stiafsmenn verksmiðj- unnar. ;Nú spurði eg að ýmsu, og fékk greið svör. Fyrsta vélin var smíð- uð 1903, og síðan hefir stofnun- in verið aukin smátt og smátt, án þess að stórlán hafi nokkurn tíma verið tekin. Eftir heimsófriðinn hafa margar vélasmiðjur haft lít- ið að gera. En þetta hefir verið á annan veg þarna. Verksmiðjan hefir einmitt aukið mjög starf- semi sína eftir ófriðinn. f ár hafa verið smíðaðar 280 vélar—og hafa 40 af þeim farið til íslands. 75 verkamenn hefir verksmiðjan — og alls framfleytir hún 260 manns. Verkfall hefir þar aldrei orðið. LágmaPkskaup verkamanna er hið sama og venjulegt kaup í öðrum verksmiðjum. — En kvæntur mað- ur fær launabót og aukin eru laun- in við hvert barn, er verkamann- inum fæðist. Einnig fá verka- menn vissan hluta af hagnaði verksmiðjunnar ár hvert. Feðg- arnir hafa verzlun og skifta allir verkamenn við þá. Er þar svo stilt í hóf verði, að hagnaður verði sem minstur, og það, sem græðist, er lagt í varasjóð. — Samkomuhús hafa verksmiðjueig- endurnir reist, og er það hið prýði- legasta. Þar eru kvikmynda- og skuggamyndavélar, en að eins eru þar sýndar úrváls myndir. Þar eru og haldnir fræðandi fyrir- lestrar, og oft fá feðgarnir þang- að presta, sem hafa þar guðsþjón- ustur. Bókasafn hafa verkamenn til afnota og ráða þeir feðgar vali bóka. Eru í safninu skemti- og fræðiækur af bezta tægi. Benjamín Halldórsson, sem er yngstur bræðranna, er verkfræð- ingur. Hann vinnur að öllum teikningum. Hann fylgdi mér um smiðjurnar, hátt og lágt, og skýrði fyrir mér alt, er fyrir augun bar. Flestir limir í Wichmann-vélina eru hamraðir, en ekki steyptir. Þy'kir hún traustari fyrir þær sak- ir. Var gaman að sjá hina gejmi- stóru hamra við vinnu. Þeir hnoða og fletja járn eins og bakarar brauð. Uppi á efsta lofti sá eg fyrstu Wichmann-vélina, er smíð- uð var. Eftir langa notkun inni í 'Harðangursfirði kom hún til við- gerðar — og festu þá feður henn- ar kaup á henni og eiga hana nú til minja. Er hún mjög ólík systr- um sínum, sem nú fæðast í verk- smiðjunni. f rökkrinu fór eg að finna Mar- tein Halldórsson, föður bræðr- anna. Hann hefir sérstaka smiðju. Gamli maðurinn stóð við vinnu sna ,þegar eg kom. Hann ljrfti gleraugunum upp á ennið, klór- aði sér í vanganum og starði á mig. Eg sagði nafn mitt, og hann kom ruggandi á móti mér, velti vöngum og hló. i—Svo það er íslendingurinn. Komdu margblessaður, vinur. — Eg sit hér svartur eins og gamli maðurinn sjálfur, og ekki einu sinni hægt að taka í handarskarn- ið á mér. — Hvað ert þú að starfa þarna? Marteinn hallaði undir flatt og leit óánægjulega á koparkassa, sem stóð fyrir framan hann á borðinu. — Það skal eg segja þér, elsk- an mín. Eg er að búa til áhald. sem smyr vélarnar, til þess að menn þurfi ekki að vera að skriða í kringum þær með smurnings- könnu. Sko, sko, og nú helti hann olíu á skálarnar — svona verður það i— sérðu. — Alt upp á það ein- faldasta, og sterkasta. Það er bezt fyrir blessaða sjómennina okkar. — Hafið þér fundið þetta upp sjálfur? — Jú, jú, það held eg. Þetta er eg nú að dunda við. Ja, það er nú orðið svona áhald á fleiri vél- um, en þetta er af sérstakri gerð. Sérðu nú, elskan mín! Og nú §ýndi hann mér hvernig alt fór fram. Svo kom saga fyrirtækis- ins í stuttu máli. komin í lag. Vélin var seld, og nú skorti ekki eftirspurn; smíðuðu þeir feðgar margar vélar, án þess að hafa svo mikið sem rennibekk. En 1904 breyttist starfsemin. •— Vélin hafði nú að mestu Iejrti fengið það form, sem hún hefir nú — og nú var rennibekkur keyptur. Settu þeir feðgar hann í samband við vindmylnu. Marteinn gamli var mælskur, þegar hér var komið sög- unni. — En það var mesta basl, bless- aður vertu. Eg man eitt kvöld, veturinn eftir að við fengum rennibekkinn. Mesta ógn var úti —og alt í einu koma drengirnir inn og segjast halda að hann ætli nú að skella vindmyllunni yfir smiðjuþakið. Eg þaut út og sá, að myllan reri og rambaði. Og þú getur því nú nærri hvort mér hef- ir orðið um sel. Hún hefði mölv- að þakið í spón, ef hún hefði rok- ið. Eg skalfi—og myllan skalf— og þarna skulfum við þá í takt, og blessaður vertu! Árið eftir brann alt saman og við máttum byrja á nýjan leik. Bölvað var það, og gaman var það, og alt gekk það — og nú sérðu hvernig það er, vélar hér og vélar þar — og guð hefir blessað það alt saman! Urn kvöldið var samkomuliusið stoppfult af fólki. Og varla hefi eg nokkurs staðar haft betri á- heyrendur. Rétt fyrir framan mig sat Marteinn gamli, ruggaði og reri, brosti og velti vöngum, lyfti gleraugunum og lét þau síga. Hann, góðlátlegur, eðlilegur, á- hrifanæmur og fróðleiksfús, var eins og holdgun þess anda, sem ríkir í þessu merkilega iðjuverki. Um morguninn var eg fluttur, mér að kostnaðarlausu, tveggja tíma ferð á vélarbáti til Fitja í Storö. Þar var mér sýnd bújörð Hákonar konungs hins góða, brunnur sá, sem nefnist konungs- brunnur, og vellirnir, þar sem or- ustan var háð og konungur féll. Voss, 20. des. 1925. PROVINCE. Kvikmyndin, sem sýnd verður á Province leikhúsinu næstu viku heitir ‘Ghip of the Flying U.” — Myndin er tekin á hinu mikla naut- gripabúi hjá King City í Califoríu. Mynd þessi er einn af gimsteinum kvikmyndanna og þykir alstaðar miög mikið til hennar koma. Þeir íns. verksmiðjunni, ásamt bræðrum sínum og föðúr, en aðrir annast um skriftsofustörfin. Halldór tók þétt í hönd mér og afsakaði ekki, að hans var svört. Leizt mér maðurinn þreklegur og einarðleg- ur — 0g ekki líkur því að hann væri veifiskati. Eg spurði hann, hvort íslend- ingur hefði nokkru sinni gist hjá honum. Kvað hann marga fslend- inga hafa til sín komið; flestlr hefðu þeir verið sjómenn. Við gengum nú til húss hans, og var mér þar vel fagnað. Er kona hans fönguleg og fríð sýn- um, og sér ekki a henni, að hún hafi fætt átta börn. Hún var í framkomu eigi ólík bónda sínum, og var eg strax sem heima í hús- um þeirra, sem bæði eru stór og vel vönduð Matur var á borð borinn, en fátt var rætt í fyrstu. Nef mitt kærði sína nauð — og Halldór virtist þreifa fyrir sér, áður en talið bær- ist að honum og því, sem hans er. En þar kom þó, að heldur lifnaði yfir samræðunum. Komst eg brátt að því, að Halldór veit meira um ísland og íslenzka þjóð, en flestir aðrir, sem eg hefi hitt. Eg heyrði og að hann er landsmálamaður, vinstrimaður, og bindiftdissinnað- ur mjög. Rekur hann miskunnar- laust hvern þann verkamann, er hefir vín um hönd. Hann bað mig snúa mér til skrifstofustjórans, ef eg vildi fá upplýsingar um verksmiðjurnar, og kvað föður sinn bezt hæfan til að skýra frá upphafi hennar, vexti og viðgang. —iRaunar væri gamla manninum málið skylt, ekki síður en sér, en hann hefði 70 ár að baki, og gæti vel verið þektur fyrir að tala um starf sitt. Eg spurði hann, hvort við vorum að basla við þetta. En' mönnum líkaði það alment, að hláturinn hætti, þegar vélin var Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess Kve efni og útbúnaður ei fuílkominn. Tnrrrr Marteinn gamli var vagnhjóla- smiður, og átti lítil efni. Dag einn kom vélarbátur inn í voginn. Vél- in hafði bilað, og horfðu þá Mar- teinn og Halldór sonur hans á vél- armanninn, þá er hann tók vélina í sundur, leitaði að biluninni og gerði við hana. Þeir feðgar þektu til gufuvéla, höfðu lesið um þær og séð af þeim myndir. Og nú tók Halldór, sem að eins var 14 ára gamall, að búa til mótorvél. Eftir langa mæðu tókst smíðin, og svo var vélin sett í bát. En þá fékst hún ekki til að ganga. Tók það hálfan mánuð að fá hana til að hreyfa bátinn. i— O, maður guðs! sagði Mar- teinn. Heldurðu að það hafil hlegið að “bölvaðri vitleysunni”| úr okkur, blessað fólkið; meðan Kievel Brewing Co. limited St. Boniiace Phones: N1178 N1179

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.