Lögberg - 22.04.1926, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.04.1926, Blaðsíða 3
LÖGÍBEkG FLMTUDiAGINN, 22. APRÍL 1926. Bls. S. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglioga Undrablómið. Eftir Rosa Dodiilte. Einu sinni var konungur, ungur og fríður, er réði fyrir miklu ríki. Hann var orðlagður fyrir mildi og réttvísi og það, hve ant hann lét sér um hag þegna sinna. Til þess að sannfærast því betur um það, hvort embættismenn hans störfuðu samvizkusamlega, tók hann tíðum á sig dulargerfi " og ferðaðist um manna á meðal. Það var einn dag, er konungur var á slíku ferðalagi um útjaðra borgar sintar, þar sem margt fátækt fólk átti heima, að hann kom á stræti, er ekkert hús var á. Gekk hann nú eftir því endi- löngu og loks, er hann kom á enda þess, sá hann kofa fátæklegan og garð í kring. Konungur athug- ar stað þenna, og kemur hann þá auga á blóm eitt undurfagurt, í beði í miðjum garðinum. Þykir konungi það furða, að svo fagurt blóm og vel ræktað, skuli vera á svo eyðilegum stað, og langar hann til að vita meira um hagi þeirra, er um hafi búið. Hann ber að dyrum á kofanum. Kemur þá gömul kona til dyranna. Konungur biður hana að gefa sér að drekka, og gerði hann sér það til er- indis. Konan býður honum að koma inn eftir drykkn- um. Þar sér hann unga stúlku, forkunnar fagra, að saumum við gluggann í stofunni. Konungi varð all-starsýnt á stúlkuna. Aldrei fyr fanst honum hann hafa séð svo gullið hár né frítt andlit. Fór nú svo, að hann sagði konunum alt af létta um hið upprunalega erindi sitt. Kvað hann blómið í garðinum hafa heillað svo huga sinn, að hann hefði mátt til að koma inn og reyna að fá að vita meira um það. Hann spurði yngri konuna, hvort hún væri eig- andi blómsins. Hún kvað svo vera. Hann spurði, hvort hún vildi gera það falt fyr- ir fé og nefndi álitlega upphæð. Hún sagðist ekki láta það fyrir neitt. “Það er einkennileg saga bundin við þetta blóm,” sagðí hún. Hún virtist halda í það við sig að segja meira, en viðmót konungs var svo alúðlegt og vakti traust hennar, svo hún leiddist til að halda áfram fyrir ítrekaðar spurningar hans, og sagði honum sögu sína, er var á þessa leið: “Eg er fædd og uppalin í framandi landi. Fað- ir minn var þar konungur og var það mikið ríki. Eg var einkadóttir hans. Hatursmenn hans sóttu þráfalt á ríki hans með óvinaher, og fór svo að lokum, að bæði hann og móðir mín voru af dögum ráðin. Það virtist vera kraftaverk, að eg og fóstra mín komust af. Eftir harða og langa útivist komumst við loks hingað, og var vel á móti okkur tekið af eigendum þessa húss, sem nú eru, því miður, dánir. En eng- inn hér um slóðir veit það, að eg er konungsdóttjr. Einu sinni á flótta okkar fóstru minnar, kom- um við í myrkviðisskóg; var eg þá svo aðfram komin af hungri og þreytu, að eg beiddi fóstru mína, sem æfinlega reyndist mér trygg, að lofa mér að fyrirberast þar um stund og hvíla mig. Varla hafði eg fest blund, þegar eg hrökk upp við undarleg hljóð, líkust veiks manns stunum. Eg stökk á fætur og kallaði hástöfum á fóstru mína, en fékk ekkert svar. Þegar eg sá, að eg var ein í þessum dimma og þrönga skógi, varð eg á- kaflega hrædd. Eg féll á kné og spenti greipar, eins og móðir mín ástkær hafði kent mér að gjöra, og beiddi Guð að varðveita mig. Aftur heyrði eg stunurnar og nú hafði eg hug til að fara, og stefndi beint á hljóðið. Eg var ekki lítið forviða, ei; eg fann gamla konu, liggjandi í skóginum, með stóran hrísbagga á baki, og hljóðaði hún aumlega. Hún hafði dottið undir byrði sinni og gat ekki staðið á fætur. Eg losaði af henni byrðina í snatri, sótti henni vatn að drekka og reisti hana á fætur. Síðan tók eg bagga hennar á bak mér og fylgdi henni heim. Þegar eg kvaddi hana, þakkaði hún mér mikið fyrir hjálpina og gaf mér að skilnaði frækorn, með þeim ummælum, að eg skyldi gæta þess vel, og sá því, þegar eg væri átján ára. “Blóm, sérlega fagurt og einkennilegt, mun spretta upp af því,” sagði hún, “og því mun fylgja gæfa og gengi fyrir þig.” Eg þakkaði henni gjöfina, kvaddi og flýtti mér til baka í skóginn. Þar hitti eg fóstru mina, á staðnum sem eg hafði hvílt mig á, og var hún nær því örvita af hræðsluMít af hinu skjótlega hvarfi mínu.” “MJörg ár eru liðin síðan,” hélt konungsdóttir áfram, “og fyrir nokkru var átján ára afmælisdag- urinn minn, og eg gróðursetti þá blómið, eins og konan hafði sagt mér. Það sem upp af því spratt, er blómið fagra, sem þér sáuð úti.” Konungur var hugfanginn mjög af sögu kon- ungsdóttur, en ekki síður af fríðleik hennar. “Fagra konungsdóttir,” mælti hann, “saga yðar hefir haft mikil áhfif á mig. Eg vil nú biðja yður þess, að þér yfirgefið þessa fátæklegu og yður ó- boðlegu híbýli, og. komið á heimili mitt. Eg full- vissa yður um, að vel skal með yður farið að öllu leyti. Eg er ríkari og af hærri stigum en útlit mitt ber vott um, og skal hver ósk yðar verða upp- fylt.” “Eg þakka yður velvildina,” svaraði konungs- dóttir hæversklega, “en eg get ekki og ætla aldrei að yfirgefa fóstru mína. Hún hefir gengið mér í móðurstað og næst Guði á eg henni líf mitt að launa.” “Enginn hlutur er fjarri mér,” svaraði konung- ur, “en sá að skilja ykkur að. Eg fyrirlít vanþakk- lætið.” Eftir að þau höfðu talað við um stund um þetta mál, varð það úr, að konungsdóttir samþykti að þær fóstrur færu með honum, kæmi hann eftir þeim að hálfum mánuði liðnum. Hann kvaddi þá konurnar og sneri heim létt- ur í lund yfir því, að þessi fagra mær hafði lofast til að þfggja boð hans. Ekki var það fyr en þær vornu seztar að í höllinni, að þær vissu um stöðu velgerðamanns síns. Loks hafði þá spádómur gömlu konunnaí í skóginum ræzt. Undrablómið, kallað “þakklæti”, hafði fært konungsdóttur hamingju. “Skömmu eftir þetta, beiddi konungur kon- ungsdóttur sér fyrir konu. Hann drakk brúðkaup sitt til hennar með mikilli viðhöfn, og þegnar hans um alt ríkið samglöddust honum. R. K. G. S. þýddi. Gilsbakkaljóð. Kátt er um jólin, koma þau senn, þá munu upp líta Gilsbakka menn. Upp munu þeir líta, og undra það mest: úti sjá þeir stúlku og blesóttan hest. Úti sjá þeir stúlku, og umtalað varð: Þar sé eg hér ríður Guðrún mín í garð. Þar sé eg, hér riður Guðrún mín heim. Út kemur hann góði Þórður einn með þeim. Út kemur hann góði Þórður allra fyrst; hann hefir fyrri Guðrúnu kyst; hann hefir fyrri gefið henni brauð; tekur hana’ af baki, svo tapar hún nauð. Tekur hana’ af baki og ber hana’ inn í bæ; komdu sæl og blessuð! segir hann æ. Komdu sæl og blessuð, keifaðu inn, kannske þú sjáir hann afa þinn. kann ske þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá, Þínar fjórar systur og bræðurna þrjá. Þínar fjórar systur fagna þér bezt. Af skal eg spretta og fóðra þinn hest. Af skal eg spretta reiðtygin þín. Leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín; leiðið þér inn stúlkuna, og setjið haná í sess. Já, segir Sigríður, kyssir hún fljóð: Rektu þig ekki’ í veggina, systir mín góð; rektu þig ekki’ í veggina, gaktu með mér; koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer. Koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð— þar situr fólkið við tedrykkju borð. Þar situr fólkið, og drekkur svo glatt; fremstur situr hann afi, með parruk og hatt. Fremstur situr hann afi, og ansar um sinn: Komdu sæl, dóttir mín, velkomin inn; komdu sæl, dóttir min, sittu hjá mér; nú er uppi teið, og báglega fer. iNú er uppi teið, en ráð er við því, eg skal láta hita það aftur á ný. Eg skal láta hita það helzt vegna þín; heilsaðu’ öllu fólkinu, kindin mín. Heilsaðu’ öllu fólkinu og gjörðu það rétt. Kyssir hún á hönd sína, og þá er hún nett. * Kyssir hún á hönd sina og heilsar áp móðs., allir í húsinu óska henni góðs. Allir í, húsinu þegar í stað taka til að gleðja hana, satt er það; taka til að gleðja hana, ganga þar inn: Guðný og Rósa með teketilinn; Guðný og Rósa með glóðar ker; ansar hann afi: Nú líkar mér. Ansar hann afi við yngra Jón því: Taktu ofan bollana, og gáðu að því: sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í; sparaðu ekki sykrið, því það hefi eg til, alt vil eg gera Guðrúnu í vil; alt vil eg gera fyrir það fljóð. Langar þig ekki’ í sýrópið, dóttir mín góð? Langar þig ekki í sírópið? afi kvað. Æi já, dáindi þykir mér það; æi já, dáindi þykir mér te. Má eg bjóða þér mjólkina? Meir en svco sé. Má eg bjóða þér mjólkina? bíð þú þá við. 'Sæktu fram rjóma í trogshornið; sæktu fram rjóma, Vilborg fyrst, vertu ekki lengi, því stúlkan er þyrst; vertu ekki lengi, því nú liggur á, Jón fer að skenkja í bollana þá; Jón fer að skenkja, ekki er það spé, sýrópið, mjólkina, sykur og te. £|ýrópið, mjólkina; sýpur hún á; sætt mun það vera, smakkið þið á. Sætt mun það vera, sýpur hún af lyst, þangað tiL að ketillinn alt hefir mist.; þangað til að ketillinn þu^r er í grunn. Þakkar hún fyrir með hendi og munn. Þakkar hún fyrir og þykist nú hress. Sittu nokkuð lengur til samsætis. Sittu nokkuð lengur—sú er mín bón. Kallar hann afi á eldra Jón. Kallar hann afi: Kom þú til mín, sæktu, ofan í kjallara mesátivín; sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð, eg ætla að veita henni, svo hún verði glöð. Eg ætla að veita henni vel um stund. Brátt kemur Jón á föður síns fund. Brátt kemur Jón með brennivíns glas. Þrífur hann sfaupið, þó það sé mas.v Þrífur hann staupið og steypir þar á, til er henni drukkið, og teigar hún þá. Til er henni drukkið ýmislegt öl, glösin og skálarnar skerða hennar böl. Glösin og skálarnar ganga í kring — gaman er að koma á svoddan þing. Gaman er að koma þar Guðnýj ber Ijósið í húsið, þá húma að fer. Ljósið í húsinu logar svo glatt, amma gefur brauðið, og er það satt; amma gefur brauðið og ostinn við, Margrét er að skemta að söngvara sið; Margrét er að skemta, það er henni sýnt; þá kemur Markús og dansar svo fínt. Þá kemur Markús í máldrykkju lok, leikur hann fyrir með latínu sprok. Leikur hann fyrir með lystugt þel. Leiðin er þrotini—og lifið þér vel! Ljóð þessi lærði eg tíu ára gamall. Voru þau þá alment e^gnuð séra Snorra á Húsafelli. Síðan hafa sumir viljað eigna þau ýmsum öðrum. En hvað sem um það er, 'þá álít eg að þau séu þess virði að halda þeim frá gleymsku. Magnús Einarsson. Bardagi við dreka. Eftir Ruth Merwyn. María frænka hafði verið að segja börnunum sögur af álfadrotningunni, og riddurum hennar. Hvernig hún sendi þá í hernað og þeir unnu stór- sigur og frægð. Sérstaklega hafði þeim þótt gam- an að heyra af Rauða Kross riddaranum, sem drap stóran dreka, er réðist á hann. “O, frænka,” hrópaði Donald litli og augun í honum glitruðu og glömpuðu af undrun og ákefð. “Eg vildi bara óska, að það væru drekar til nú á dögum, og að einhver þeirra réðist á mig, og yndi sig utan um mig Eg skyldi bara draga upp sverðið og berjast við hann og steindrepa hann”. “En nú e r u drekar til þann dag í dag,” sagði María frænka. ‘“Og það sem meira er, Donald minn, að einn þeirra er að vefja sig utan um þig, það svo þétt, að ef þú ekki gáir að þér í tíma, þá bindur hann þig svo fast, að þú losast aldrei við hann.” “Hvað ertu að tala um, frænka?” sagði Donald og augu hans urðu enn þá stærri. “Þú ert að narra mig.” “Nei, síður en svo, iDonald íitli.” "Hvað áttu þá við?” “Taktu nú eftir. í morgun sat eg við glugg- ann hérna og saumaði; þið börnin voruð að leika ykkur hérna úti, svo eg gat ekki gert að því að eg heyrði hvað ykkur fór á milli. Þegar eitthvert ykk- ar stakk app á því, að þið skylduð reyna ykkur, sagðist þú vita það, áður en þið hlupuð, að þú yrðir á undan öllum. Þegar þið reynduð stökk og ein- hver annar drengur en þú stökk, sagðir þú: “Þetta er ekkert, eg get gert mikið betur en þetta.” Svona gekk það í öllum leikjunum. Þú hældir þér sífelt fyrir að vera öðrum fremri, áður en þið lékuð það, er um ræddi, og gortaðir sífeldlega af þér og því, hvað þú gætir mikið. Dreki, sem kallaður er GORT, er að vinda sig utan um þig, og ef þú ekki drepur hann, þá sigrar hann þig.” Á fyrri dögum hældu riddararnir sér ekki af því sem þeir gerðu. Þeir bara gerðu það, sem mik- ið var, og leiddi það af sjálfu sér, að aðrir dáðu þá fyrir afrekin. Þegar einhver drengur fellur undir vald þessa dreka, Gorts, þá fá allir aðrir drengir óbeit á þeim hinum sama dreng, og er óljúft að viðurkenna, jafnvel það góða, sem hann kann þó að afkasta.” Donald varð alvarlegur á svip, og mælti svo: “María frænka, eg ætla að berjast við þenna dreka. Eg vissi ekki, að hann væri að vefja sig um mig.” “Jæja, frændi litli. Eg ætla þá að vera álfa- drotningin, sem sendir þig út til að vinna á honum. Þú skýrir mér frá af og til, hvernig bardaginn gengur. Við Robert litla, er var fimm ára gamall, mælti María frænka: “Þú, Robert, átt líka við dreka að berjast. Ekki heitir hann Gort, heldur Eigingirni. Þú veizt hvað illa þér gengur að gefa hinum börnunum af góðgætipu þínu. Það er vegna þessa dreka. Svo eg ætla að senda þig til að berjast við hann. Næst þegar þú færð eitthvað gott, þá hugsaðu ekki um hve gott þér þyki það sjálfum, heldur hve mikið að hin börnin langi í það. Og Donald, í hvert skifti sem þú hefir tilhneigingu til þess að hæla þér, þá skaltu hafa hægt um þig. Með því særirðu drek- ann og svo deyr hann smám saman.” Næstu dagana á eftir þessu samtali, gáfu drengirnir “álfadrtningunni” skýrslur sínar. Stund- um sögðu þær frá sigri, stundum frá ósigri. Drotningin hughreysti þá og uppörvaði, og sendi þá svo aftur í bardagann. _ Eitt kvöldið sagði Donald við frænku sína: “Frænka, nú hefi eg ekkert hælt mér í heila viku; og veiztu. það, að það er ekki hálft eins erfitt að láta það vera nú, og það var í fyrstu? Áður var eins og orðin flygju út úr mér, þegar eg byrjaði að tala, en nú get eg vel ráðið við þau.” “Á eg að segja þér nokkuð, frænka?” sagði litli Robert. “1 dag gaf eg Charley Sift meira en helm- inginn af brjóstsykrinum mínum, og eg fann ekkert til þess.” María frænka kysti báða drengina. “Þið eruð göfugir riddarar,” sagði hún. “Eg er viss um, að þið vinnið svo á þessum drekum ,að þeir koma aldr- ei til lífa aftur.” R. K. G. S. þýddi. SÖGUR GÖMLU KONUNNAR. Helgi litli var nýkominn upp í þakherbergið til gömlu konunnar. “Langar þig til að heyra sögu núna?” “Já”. — Svo settist hann á kistil við fætur hennar og beið þess að hún byrjaði. Gamla, konan tók til máls: “Eg ætla fyrst að segja þér nokkrar smásögur af drengnum mínum, atvikum, sem mörgu fullorðna fólkinu þykir lítilis- virði, en er dýrmætur minningorsjóður fyrir mig.” Kapphlaupið. “Það var um vetur. Skamt frá barnaskólau- um var stór tjörn, sem nýlega var lögð ísi. Allir drengirnir í skólanum höfðu ákveðið að þreyta kapphlaup eftir endilangri tjörninni. Verð- laun átti sá fljótasti að hljóta; var það nýr vasa- hnífur.” Flokkurinn geystist nu af stað. Steini minn og annar dregur voru fljótastir. Voru þeir alveg jafn- ir og úrslitin hlutu að verða þau, að annar hvor þeirra sigraði eða báðir. Þeir hlupú alveg sam- hliða, en rétt í því að þeir voru að komast á enda tjarnarinnar, varð fyrií* þeim allbreið vök. • Eitt augnablik ugsuðu þeir sig um. Steini hljóp fyrir vökina, en hinn vildi ekki tefja sig á því, heldur hóf sig upp og ætlaði að stökkva yfir vökina. En nann misti fótanna og dott ofan í. — Steini varð fljótastur og hlaut verðalunin. “Betri er krókur en kelda,” sagði gamla konan og klappaði á kollinn á Helga litla. “Það er ekki gott að vera of kappsamur og sjá ekki fótum sín- um forráð.” — Æskan. Profession • ial Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: A-1834 Otftce tímar: 2 3 Helmili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfrseðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6840 Vér leggjum sérstaka áherzlu &. a6 selja meðul eftir forskriftum lsskna. Hin beztu lyf, sem hægt er a6 fá_ eru notu6 eingöngu. Pegar þér kómi6 me8 forskriftina til vor, megl6 þér vera viss um, a8 fá rétt þa8 sem læknirinn tekur tll. COLCLEUGH & CO. Notre Diune and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Vér seljum Giftingaieyfisbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzklr lögfræðingar. 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main St. Tals.: A-4963 >eir hafa einnlg skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aS hitta á eítirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miBvikudag Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmll: Fyrsta mlBvikudag. Piney: þriSJa íöstudag I hverjum mánuBi. DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON (sl. lögfræðingur Hefir rétt til a8 flytja mál bæ8i 1 Manito.ba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Selnasta mánudag 1 hverjum mán- u81 staddur 1 Churchbridge DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. á DR. ELSIE THAYER 'g? Foot Specialist jfig Allar tegundir af fótasjúkdómum, ||1 svo sem líkþornum, læknaðar fljótt 1S| og vel. Margra ára æíing, sm Islenzka töluð á lækningastofunni. * ;r Room 27 Steel Block jljjl Cor. Carlton & Portage Tals. A%88 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-1834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Kfl^HHI^HH^HBHHI^ Heimili: 373 River Ave. Tals.: F-2691 A. C. JOHNSON 007 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspumum svarað samstundis. Srifstofusími: A-4263 Hússfmi: B-8S90 DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdúma. Er a8 hltta frá kl. 10-12 f. h, og 3—5 e. h. Office Phone: N-6410 Heimlli: 806 Victor St. Sími: A-8180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 % Sargedt Ave. Vi8talstimi: 4.30^6 e.h. Tals. B-6006 Heimill: 1338 Wolsley Ave. Simi: B-7288. J. J. SWANSON & CO. Selur bújarðir. Látið það félag selja fyrir yður. 611 Paris Building, Winnipeg. Phones: A-6349-—A-6310 DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: A-3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO Ste. 17 Emily Apts. Emlly St. DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslml: A-8889 Emil Johnson SERVIOE ELECTWO Rafmagns Contracting — AUs- kyns rafmagsndhöld seld og viO þau gert — Eg sel Moffat og McClarv Eldavélar og hefi þœr til sýnis d verkstæOi nUnu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin vi8 Young Street, Winnipeg) Verskst. B-1507. Hedm. A-7286 DR. K. J. BACKMAN. Skin Specialist. 404 Avenue Blk., 265 Portage Ave. Office phone A-1091. Hour?: 2—6 Verkst. Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujárn, víra, allar tegundlr af glösum og aflvaka (hatteries) VERKSTÓFA: 676 HOME ST. Munið símanúmerið A 6483 og pantið me8öl y8ar hjá oso.— SendiB pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftlr me8 sam- vizkusemi og vörugæði eru ðyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdömsrika reynslu a8 'bakl. — AUar tegundir lyfja, vindlan, Is- rjómi, sætindi, ritföng, tóbak o.fl. McBurney’s Drug Store Cor. ArUngton og Notre Dame Sfml: A-4153. fsl. Myndastofa. Walter’s Photo Studio Krlstín Bjamason, eigandl. 290 PORTAOE Ave., Winnipeg. Næst bi8 Lyceum leikhúsiB. Giftinga- og JarSarfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 616 Portoge Ave. Tals.: B-720 St. John: 2, Ring 3 Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanlr afgrcdddar bæOi fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Ilrein og iipur vlðskifti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnipe*. Plione: B-429K A. S, BARDAL 848 Sherhrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Enn fremur selur hann allskonar minnisyarða og legsteina, Skrifst. Talsími: N-6607 Heimilis Taisími:' J-8302 • ^ MRS. SWAINSON að 627 S.VRGENT Ave., Winnipeg, hefir ávalt fyrirll^gjandi úrvala- liirgðir af nýtfzku kvenhöttunx Hún er eina ísl. konan, sem slfka verziun rekur í Wlnnlpeg. fslend- lngar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.