Lögberg - 22.04.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.04.1926, Blaðsíða 5
LÖGBEBG FIMTUDAGINN. 22. APRÍL 1926. Bls. 6. W DODD’S ÍKIDNEY Dodds . nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt >bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. Með iþví valdist til burtferðar úr Noregi og sérstaklega til Islands, framtaks'samasti, merkasti og því besti partur fólks Noregs til Is- lands, segir bókin og svo að end- ingu gefur hann íslendingurú þann vitnteburð að þeir séu “the ‘best of the ibest”. Ekki ber okkur nú samt að miklast um of af þessum og því- likum dómum um forfeður okkar, við erum nú orðnir býsna vanir við að heyra íslendingum hælt nú á dögum, og nú er því aðal atriiðið, að við eigunr hólið skilið, og höldum áfram að verðskulda það í ókom- inni tíð, en naumast verður því neitað með sönnu að Islendingar hafi gldar ástæður til að vera á- nægðir með þjóðerni sitt, og hafi þvi ekki ástæður til að reyna til að dylja það eða flýta á nokkurn hátt fyrir að afkomendur islenskra for- eklra hér í landi fíeygi því og ísl. tungu frá sér, sem fyrst, eins og talsvert ber á hjá sumum. Islendingar, scm borgarar hér. Engra dómar um hvaða þjóðerni sem er geta verið á betri rökum bygðir héldur en þeir, sem dæmt er um, ávinna sér með réttu, hjá því þjóðfélagi, sem þeir tilheyra sem borgarar og samverkamenn. Sérstaklega verður þetta augljóst öllum, þar sem lýðstjórn er, eins og bæði Canada og Bandarikin hafa. Borgaraleg ábyrgð er þar augljós og afar mikil á hverjum einstak- ling, sem svarið hefir við nafn guðs og sinnar eigin æru að styðja undirstöðulög þau, sem bygð er á af þjóðinni, ti'l velferðar fólki yfir höfuð. Eruð þið vissir um Islend- ingar að við höfum þessa borgara skyldu og ábyrgð í huga, eins og góðum borgara ber að gera? Mér dettur ekki í hug að halda fram að vjð stöndum þar ver að vígi en annarq. þjóða fólk í þessu landi gjörir, ef í reikningsskap um það væri farið, en eg er óttasleginn fyr- ir að við höfum talsvert að svara fyrir áfeamt öðrum í því efni, og meira að segja er eg hræddur utn að sú sekt sé að aukast hjá okkur sem öðrum borgurum á síðustu ár- um, að minsta kosti bendir margt sem nú blasir við, að svo sé. Ef fjöldinn er að styðja að wlferð þessarar þjóðar, sem góðir borg- ar við hvert tækifæri, því ætti j á öll sú óreiða, sem nú á sér stað á svo mörgum sviðum í þessu þjóðfé- lagi að geta átt sér stað. Hafið þið kynt ykkur rækilega sundrung og óeining þá, sem nú logar í Congress Bandaríkjanna, þing eftir þing? eða mun þar ráða einlæg réttlætis- tilfinning fyrir velferð þjóðarinnar? Er það merki á góðum borgurutn að standa í rifrildi við meðborgara sína vilð öll möguleg tækifæri fyrir ímyndaðar eigin hagsmunasakir? Hafið þið N. Dak. Islendingar greitt atkvæði ykkar rétt og sam- viskusamlega þeim, sem þið hafið sent til að fylla þann flokk? Tfafið þið greitt • atkvæði ykkar með þéirri varúð og gætni, sem góðnm borgurum ber að gjöra við önnur tækifæri? Ef svo, hversvegna hefir þá rikið N. Dak. sokkið niður i skuld á næstliðnum io árum, svo að nærri liggur að skuldin sé nú þús- undföld við það sem hún var áður, og að óumflýjanlegt er nú að leggja afar þunga skatta ár eftir ár á allar eignir ríkiisins, til að niæta þessari skuld, sem fólkið fékk ekkeot fyrir og fær ekkert fyrir. Hafið þið stað- iðT skilum eins og heiðarlegum mönnum og góðum borgurum ber að gjöra á þvá fé, sem ykkur hefir verið lánað margvíslega?. Ef svo, hversvegna hafa þá nærri 200 bank- ar í ríkinu orðið gjaldþrota á næst- Jiðnum fáum árum, og dregið með sér til eyðileggingar margar milj- ónir dala af fé saklausra ekkna og föðurlausra barna jafnt sem ann- ara ,sem fyrir þvi höfðu unnið með elju og sparsemi á liðnum árum, og þurfa nú að horfast í augu við skort og neyð? Hefir nokkurt fólk í nokkru landi þurft að liða sorglegra tjón og getað.með sanni lagt þá sök að fótum samborgara sinna? Hefir nokkurt fólki bygt pláss i heimilnum valdið meira hneyksli út á við, vakið meiri tortryggni og fyrirlitningu á meðal annara manna, en að prenta á skattaeyðublöð rík- isins með stórum stöfum “Banda- rikjaávísanir verða ekki teknar gildar”? Efi miinn um að þið -allir gætið borgaralegrar skyldu ykkar eins og 'ber er ekki aðeins aðdrótt- un, hann er sprottinn af reynslu, Árið síðasta, sem eg var við kosn- ing'ar riðinn í N. D. gekk mér illa að fá 30 dali, sem Akra township bar að leggja til að hjálpa til að andæva ófögnuði þeim, sem kosn- ing eftir kosningu varð að stríða á þing að sökkva rikinu dýpra og dýpra niður í auðsjáanlega fávísa skuldasúpu og sá eg þá þann kost bestan að borga þessa upphæð úr mínum eigin vasa.’ Líka finn eg enn til þegar mér kemur í hug að i tvö skifti að minsta kosti er eg bað unga menn sinn í hvort skiftið að koma á stað, sem ræða átti að hald- ast minu máli til sönnunar, og fékk það svar að þangað vildu þeir ekki koma því þar yrðu eigi annað en lygar að hlusta á, og þó að þessari ósvífni og augljósu fáfræði væri mætt með nokkrum bitrum orðum af mér sögðum þá, hefir mér ávalt liðið laka en ella þess vegna, því eg hafði ekki búi^t við að fáfræði og illgirni yrði snuið saman í einn þátt og eg með honum barinn í and- litið af meðborgurum mínum fyrir það aðeins að eg var að reyna að bera sannleikanum vitni. , Vinir míniir, hvar sem þið eruð, verið varkárir að misbrúka ekki borgararétt ykkar, gangið ekki held- ur fram hjá neinni þeirri reglu, sem menn hafa um liðnar þúsund- ir ára fundið gildar og góðar, ein er sú að gjalda guði hvað guðs er, og mönnum hvað þeim ber, önnur er að eyða því aðeins, sem maður ilnnvinnur, sú þriðja að breyta svo vð aðra, sem maður óskar að þeir breyti við sig. íslendingar höldum áfram sömu leið eins og forfeður okkar gjörðu með þessar og fleiri gullnar reglur fyrir leiðarvisi, þá munu borgaralegar skyldur okkar uppfyllast á viðunanlegan hátt. Safnaðamál ykkar í N. Dak. Alt af hefi eg sama stinginn, sem eg fékk þegar eg frétti um burtför séra Kristins frá Mountain. Hann var þar í minum augum ómissandi maður, og engann veg hefi eg enn getað séð, sem gæti bætt N. Dak. ísl. missi hans þaðan. Hefði eg átt þar atkvæði, og ef laun hefðu þar um nokkru ráðið hefði Argyle orð- ið að taka djúpt ofan í vasann þar til mitt atkvæði hefði slept Mr. Ólafson, þar er stór maður með stóra sál, sem engum getur gleymst að bera mikla virðingu fyrir við öll tækifæri. Yel má vera að verka- hringur sr. Kristins í N. Dak. hafi veríð orðinn helst of erfiður, það þykir mér mjög líklegt, fleiri or- sakir geta líka verið til burtfarar hans frá N. D., sem eru huldar mér, svo eg skal ekki vaða um þau svæði með óhreinum fótum, bara aumka N. D. ísl. að missa hann samgleðj- ast Argyle ísl. að fá hann, og þakka Mr. Ólafsbn sjálfum innilega fyr- ir öll ihans góðu áhrif á mig og mína bæði sem prests og lika sem pfívat manns og vinar. Og þið vinir minir í N. Dak. haldið að þið getið valið úr öllum isl. prestum til að taka pláss Ólafssons, en trúið mér, að ykkur verður að öðru, þið hafið altaf skorið alt við neglur við þresta ykkar, svo nema þið opnið hjartað ögn meira fáið þið aldrei jafningja Mr. Ólafsons og ékki líkt því, og að hugsa öðruvísi er helber fáviska og eigingirni ykkar sjálfra, þið ef til vill stökkvið nú hátt af rfeiði viÖ mig að tala svona bert og ómjúkt um þetta en þið eigið það alt skilið, eruð 'búnir með margra ára úlfúð og jagi að kvelja ykkur sjálfa -og presta þá, sem þar- hafa þjónað, svo ef ekki skyldi koma hópur presta að keppa um hnossið ættuð þið ékki að falla I stafi. ■Mörgum af ykkur mun þykja bréf þctta einkennilega kuldalegt í ykk- Til yðar eigin hagsmun?. Allar rjómasendingar yðar, ættu að vera merktar til vor; vegna þess að vér erum eina raunverulega rjómasamvinnufélag bænda, sem starfrækt er 1 Winni. peg. Vér lögðum grundvöllinn aðþessu fyrirkomulagi, sem reynsthefir bsfcnd- um Vesturlanclsins sönn hjálparhella. Með því að styðja stofnun vora, vinnið þér öllum rjómaframleiðendum Vesturlandsins ómetanlegt gagn, og byggið upp iðnað, sem veitir hverjum bónda óháða aðstöðu að þvi er snertir markaðs skilyrði. Æfilöng œfing vor í öllu því er að mjólkurframleiðslu og markaði lýtur tryggir yður ábyggilega afgreiðslu og hagvænlega. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. 844 Sherbrook Street, - Wirnipeg, Man. g ar garð, og eg ber ekkert á móti að svo sé, en kuldalegra hefði það þó getað verið að skjóta örfum að þeim af ykkur, sem hafa oft reynt að troða á tám mínum margvíslega, en til þeirra hefi eg ekki verið að tala, þeir eru hvort sem er í miklum minni hluta, en hinir miklu fleiri, sem ávalt hafa sýnt mér góövild. Það sem bréfið meinar, er aö benda hæglátlega á kaun þau, sem eru auð- sjáanleg öðrum á hugsunarhætti og borgaralegri vansælu ykkar. og sem þiið þurfiö að vita af sjálfir og reyna að græða, til að geta með réttu átt lof það skilið, sem Islend- ingar, sem íslendingar, og Isl. sem borgarar hér i landi eru nú að meðtaka úr ýmsum áttum víðsvegar að. Og svo fáar linur að endingu um ýmislegt bæði gott og ilt héðan frá Calif., Veðrið hér er óviðjafnan- lega gott, aldrei frostvart þennan næstbðna vetur, en það illa þrifst hér lika veðursins vegna, fyrst að þaö gefur tækifæri til að lifa dýrs- legu lifi jafnt daga sem nætur, næst að það dregur urmul af vandræða fólki hér inn, sem er alt frá mis- indismönnum til morðingja, og allar tegundir þar á milli. Þetta ríki er stórauöugt en sá galli er á þvi, að auðurinn er tiltölulega fárra manna eign, og gefur þeim þvi tækifæri aö okra á ýmsan hátt á hinum, sem minna bolmagn hafa efnaléga. Is- lendingar hér i Los Angeles virð- ast að vera ánægðir í besta lagi og hafa félagsskap sin á mjlli, sem auð- vitaö er stofnaður meö þeim til- gangi að koma ýmsu góöu til leiðar, en það sem þar er að er að þeir standa oft i rifrildi á fundum, eins og Islendingar i Winnipeg og víðar eru þektir fyrir. Stórfé er varið hvem einasta mánuö af árinu við i húsabyggingar en sá galli er á þvi | aö péningunum er helst varið i1 skrauthýsi fyrir rikisfólk að sýna magt sína og hégómaskap.. Iveru- hús, sem lóð fyrir kostar frá 19— 50 þúsund dali og svo annað eins að foyggja eru a-lltíö. Vinna fyrir þá sem vinnu þarfnast er ekki nægileg fyrir alla, því fjöldinn s,em sækir ihingað inn, einkum yfir veturinn er afar mikill. En hvað sem.öllu þessu liöur þá verður þvi ekki neit- að að öll skilyrði fyrir þægilegu lifi eru mikið betri hér á Kyrra- hafsströndinni heldur en i Sléttu- rikjunum þar sem alt fólk hefir verið, er og verður ávalt vinnudýr þeirrar þjóðar, að minsta kosti bændastéttin. Með vinsemd, S. Thorvaldson. Sómi íþróttamanna. Um langan tíma, jafnhliða því sem mönnum hefir aukist þekk- ing, hefir sú skoðun — sú krafa til allra íþróttamanna 1— rutt sér til rúms, að íþróttamenn eigi að vera algerlega bindindismenn, bæði á vín og tóbak. Er svo kom- ið, að sú lægsta krafa, sem til þeirra er gerð, er að þeir séu að minsta kosti lausir við þessar nsutnjr á meðan þeir þrejda kapp- leika eða sýningar og þann tíma, sem þeir búa sig undir þá. Og þessari skoðun eykst stöð- ugt fylgi, sem eðlilegt er, því hún er í fullu samræmi við heilbrigð- iskröfur þær, sem sífelt eru að koma ákveðnara fram með hverju ári sem líður, eftir því sem lík- ams og sálfræðilegum vísindunum fleygir meira áfram. Þykir nú orðið flestum sá maður, sem við þessar nautnir er kendur, ekki geta kallast íþróttamaður og vera íþróttunum til lítils sóma. Dæmi þessa eru ekki svo fá hér heima, ef til væru tínd. Þótt nú að þessi krafa sé al- ment gerð til íþróttamanna, þá hafa ekki allir þeir, sem við í- þróttir fást, enn látið sér skiljast, hversu sjálfsögð hún er, og að þeir með eiturnautninni gera í- þrótaiðkun sína að viðrini og ját- un sína undir merki íþróttanna “orð, orð, innantóm”, af því að , taka með annari hendi það, sem þeir gefa með hinni. Af þessu er það, að því er veitt athygli þegar heill hópur íþrótta- manna kemur fram einhvers stað- ar, og allir þátttakendur eru sam- taka í því, að vera bindindismenn á vín og tóbak á meðan þeir sýna sig sem íþróttamenn. Þeir íþróttamenn, sem þannig fylgja fast fram stefnu allra sannra íþróttamanna vekja á sér athygli og virðingu allra. Þeir eru íþróttamenn til sóma. Þeir, sem hina leiðina halda, vekja einnig á sér athygli, en með alveg gágn- stæðum árangri. Við Reykvíkingar (o% íslend- irgar) getum bent á þrjú slík dæmi, hvert öðru betra og virð- ingarverðara, sem öll hafa vakið töluverða athygli og hft góð áhrif, að minsta kosti út í frá. Sumarið 1923 gerði íþróttafé- lag Reykjavíkur út karla fimleika- flokk til Norðurlandsins. Flestir fararmenn voru bindindismenn bæði á vín og tóbak, og þeir, sem eldci vor>i það,. létu sér auðvitað ekki detta í hug að hafa slíka hluti um hön<f á meðan þeir voru í för- inni. í sumar sem leið fór Knatt- spyrnufélag Rvíkur með f jöl- mennan flokk til Vestmannaeyja. Gerðust allir fararmenn .bindind- ismenn á vín og tóbak meðan þeir voru í förinni. Meira að segja, einn stjórnarmaður félagsins, sem aðeins fór með flokknum sem fylgdarmaður, maður sem við Reykvíkingar að minsta kosti þekkjum, sem einn með mestu reykingarmönnum hér, hann gerð- ist líka alveg bindindismaður í förinni. Fleiri dæmi finnast slík, þar á meðal eitt í síðari för f. R. hvað tóbak snertir. Votta eg hverjum þeim manni virðingu mína og fleiri manna, sem sýna slrkan skilning á þessu mikilvæga atriði fyrir alla íþróttamen. Enn eitt dæmi er Noregsför glímumannanna í sumar er leið, 1925, sú er svo mikla athygli vakti í Noregi (og hér líka). Var þess getið með í flestum norskum blöð- um, sem á förina mintust, að “all- ir þátttakendur í henni eru bind- indismenn á áfenga drykki og tó- bak, svo sem íþróttamönnum sæm- ir. ’ Hefðu íþróttamenn vorir (Norðmanna) gott af að taka sér þá til fyrirmyndar.” Sumstaðar eru þeir talvert oflofaðir fyrir þetta, en það er ekki þeim að kenna, er lofið skrifa, heldur sum- um þeim, sem lofiþ er um. Svo er í þessum orðum í einu blaðinu, þar -sem mynd af þeim var birt: “Glímumennirnir (ísl. orðið rétt), sem voru hér í Noregi í sumar og sýndu íslenzka glímu. í miðri fremri röð stendur glímukonung- urinn Sigurður Greipsson. Allir flokksmennirnir eru algerðir bind- indismenn á tóbak og áfenga drykki. Tveir þeirra eru Good- templarar. íslenzku íþróttamenn- irnir láta sér þannig ekki nægja að vera bindindismenn á tóbak og önnur skaðleg nautnalyf að eins á meðan þeir æfa, heldur eru þeir það alveg. Þess vegna ná þeir svo langt í íþrótt sinni.” Þannig eru ummælin í hópum. Ein íþróttaförin enn var farin í sumar er leið, 1925. Þá gerði f. R. út aðra fimleikaför sína og nú með tveim flokkum, bæði karla og kvenna, fríðum hópum. Leystu snildarflokkar þeir með sinn góða kennara í fararbroddi, íþrótta- hlutverk sitt vel af hendi, og hafa hlotið lofsamleg umæli í því efni. Var ekki heldur annars að vænta af þeim. Nú stendur til, að í. R. sendi fimleikaflokk til Noregs á næsta si-mri. Er það vís,t, að þeir einir verða til farar valdir, sem geta sýnt leikfimi svo að sómi verði að. En eg treysti þeim líka til að gæta þess, að það er fleira, sem þarf og er skylt hverjum sendi- manni til annara landa, að gera þióð sinni og stefnu málefnis þess, sem hann fer með, til sóma, heldur en að eins vinna verkið vel. Hann verður að gæta þess, að í slíku tilfelli er framkoma hans, einnig opinbert mál, og get- ur á því oltið hvort för hans verð- ur til sóma eða vansæmdar. í þessu efni sérstaklega er nú vandi bundinn hverjum íþrótta- flokk, sem héðan fer til Noregs, vandi, sem þó er létt að leysa. Glímufararnir hafa brotið ísinn, rutt brautina og skapað íslenzkum íþróttamönnum það lof, að þeir séu sannir fyrirmyndar íþrótta- menn, sem ekki eyði jafnóðum með eiturnautnum þeim ágóða, sem þeir afla sér og þjóð sinni með í- þróttaiðkunum sínum. Næstu hóp- um ber, hverjum af öðrum, þjóð- metnaðarleg skylda til, að stað- festa þessi lofsamlegu ummæli og rista enn dýpra í meðvitund frænda vorra, að við séum þó á þessu sviði fyrirmynd annara. ‘Slíkra heilla óska eg og vænti eg — og margir, með mér — af ykkur, I R.-ar. r það sú bezta ósk, sem eg á til félagsins í heild og einstaklinga þess, .og jafnframt þökk fyrir þá ^amúð og styrk, sem það og þeir hafa mér auðsýnt á “mínu þyngsta hausti.” St. Bj. —Iþróttablaðið. WALKER Það sem nú mun draga athygli allra, sem unna' fögrum söng og góðum sjónleikjum, að Walker leikhúsinu, er leikurinn “No, No, Nanette”, sem er einhver hinn merkilegasti og skemtilegasti sinnar tegundar, sem til er. Þessi leikur verður á Walker leikhúsinu í eina viku og byrjar á mánudags- kveldið 17. maí. Þangað til verð- ur lítið um að vera á Walker leik- húsinu, nema nokkrir smáleikir. Mr. Walker hafði heyrt um þenna leik, sem er bæði hljómleikur og stemtileikur, og hve ágætlega honum hefir verið tekið í London og New York og nokkrum öðrum stórborgum í Bandaríkjunum, þar sem hann hefir verið leikinn. Síð ast hefir hann verið í Los Angel- es. Mr. Walker hepaðist að fá leikendurna til að koma til Winni- peg 0g vera hér í eina viku. Hérj er margt ágætis söngfólk og leik-j endur, sem sýnir list sína og læt-j ur til sín heyra. Þar á meðal er höfundurinn, Edward D. Smith.J sem stjórnar leiknum. Einnig; Taylor Holmes og heill skari af fallegum ,ugum og ágætum söng- konum. Þetta verður frekara aug- lýst á sínum tíma. WONDERLAND. Leikurinn “Irene” verður sýnd- ur á Wonderland á mánudaginn, þriðjud. og miðvikud. í næstu vikn. Hér er um kapphlaup að ræða, sem fólki þykir mjög mikið til koma að sjá, en sem aldrei áður hefir ver- ið sýnt í kvikmynd. “Sloe Eyes” er sagður að vera fljótasti hund- urinn í allri Ameríku. Eigendur hans eru Mr. og Mrs. John Matt- hews Jr. frá Pasadena. Kápp- hlaupin áttu sér vikulega stað og Sloe Eyes vann þau, þótt hann ætti við erfiða keppinauta að etja. — Freeman Ford, sem er miljónaeig- andi í Pasadena, á flesta hundana sem vandir eru við hlaupin. Með- al þeirra er Stormboli, Ben Jany, Blizzard, Strathcona, Shuttle- worth, 'Crosty King og Runstar. Hlaupið var 200 yards og þeir sem bezt gerðu hlupu þessa vegalengd á 12 1-5. sekúundu. . PROVINCE. Það hefir sjaldan eða aldrei verið sýndur í kvikmynd meira spennandi leikur, heldur en sá er sýndur verður á Province leikhús- inu í næstu viku. Leikurinn heitir “^iberia” og er eftir Bartley Campbell. Hann sýnir einvígi milli þeirra Edmund Lawe og Tom Santschi, sem berjast með sverð- um. Þykja afleiðingarnar meira spennandi heldur en nokkuð ann- að því líkt, sem sýnt hefir verið í kvikmyndum. í leiknum taka þátt meðal annara Alma Rubens, Lou Tellegen, Lilyan Tashman, Helena di Algy, Paul Panzer og Vadim Uraneff, Victor Schert- zinger stjórnar leiknum. Frá Islandi. Vélbátur sekkurj—Togarinn Víðir bjargar mönnunum. Rvík, 18. marz 1926. A sunnudaginn var fór vélar- báturinn Málmey héðan og suður til Grindavíkur, til róðra þar. Þeg- ar til Grindavíkur kom, var orðið þar svo brimað að formaðurinn og eigandi bátsins, Gísli Gíslason, taldi telft á mikla tvíhættu með þvl að leggja inn í víkina og sneri því frá. Var þá dagur að kvöldi kom- inn, og veður hið versta. Lögðu þeir til um sunnudagsnóttina, og lágu undir áföllum. Var og vél ekki í góðu lagi. Um morguninn komust þeir undir land, og lögð- ust þá við svonefnda Kistu, hérna megin Reylcjaness. En á mánu- daginn breytir um vindstöðu, og verðpr þá ekki "haldist við þarna, og leggj^ þeir enn á stað. Stöðv- ast þá vélin, og þeir missa eitthvað af seglum, en geta þó bjargað sér nokkuð á þeim. Á þriðjudaginn sjá þeir ekki annað fangaráð, en að halda til lnads, og eru staðráðnir í því, að sigla bátnum á land þar sem land- taka væri sæmileg. Því ekki sáu| þeir annað fyrir, en að báturinn mundi sökkva þá og þegar. Kom- ust þeir upp undir Kalmanstjörn. En þá var þar svo gífurlegt brim, að enginn möguleiki var að sigla bátnum upp, en ekkert viðlit að bjargast á vélarlausum og segl- litlum bát, þó út væri lagt að nýju. Þeir voru komnir fast upp und- ir brimgarðinn, er þeir sáu hvern- ig umhorfs var. Létu þeir þá akk- eri falía, höfðu áður mist annað og keðju, og gáfu síðan út keðju á enda auk kaðals. Festi bátur- inn sig og vildi þeim það til lífs. Síðan settu þeir upp neyðarflagg. Sást það úr landi. Og var skjótt brugðið við, og sent í síma,, og bæjarfógetanum í Hafnarfirði gert aðvart. Hann fór þegar til togarans Víðis, og fékk hann til að fara á vettvang og reyna að bjarga bátn- um, ef unt værf. Var það auðsótt. Víðir fór suður eftir. Og þó mjög væri það torsótt, þá tókst honum að leggja að bátnum og ná mönnunum. En eitthvað lask- aðist báturinn, því sjór var hinn úfnasti og stormur mikill. Þó lítil von væri um, að það lánaðist, að koma bátnum úr brimgarðinum, gerði Víðir þó til- raun til þess og reyndi að draga hann. En hann sökk eftir nokk- urn tíma. Skipverjar voru fjórir og gátu þeir bjargað ýmsu lauslegu úr bátnum. En á þilfari var nokkuð af kolum og trjávið. Og fór það alt. — Málmey var um 7 tonn á stærð, og vátrygð sæmilega. En alt óvátrygt, sem í bátnum var. Formaður bátsins, Gísli Gísla- son, rómar það mjög, hve bæjar- fógetinn í Hafnarfirði gekk vel | fram í því að fá einhverja til hjálpar þeim, og þá ekki síður hitt, hve skipstjóri á Víðir, Magn- ús Kjærnested, og menn hans, gengu.' vel og rösklega fram í því, að ná þeim. Mun hafa verið mjótt á mununum, að skipverjum yrði bjargað, því svo hefir frézt að sunnan, að mjög stuttu eftir að þeir komust í Víðir, hafi verið orðinn einn samfeldur rimgarður þar sem báturinn var.—iMlbl. 20 marz. í ISLAND ERLENDIS. Kvöldskemtun f háskólanum I Hamborg. Eins og menn muna, voru þýzk- ir vísindamenn norður á Akureyri í sumar, til þess nr. a. að rannsaka áhrif næturbirtunnar á lífverur og loftslag. Stjórnandi þessara rannsókna var ungfrú R. Stoppel. Hún er starfsmaður við háskól- ann í Hamborg. Þ. 2. marz v ar kvöldskemtun haldin þar í skólanum. Voru á- heyrendur um 1,000. Hélt ungfrú Stoppel ítarlegan fyrirlestu um ísland, náttúru landsins og sögu! þess, og ekki sízt um nútíðarlífj vor Jslendinga, er hún kyntist íj sumar. Sýndi hún og fjölda mynda. Aage Schiöth frá Akureyri söng nokkur íslenzk lög. Var honum mjög vel tekið. Að lokum sagði einn af starfsbræðrum frk. Stop- pel frá ferðalagi sínu um Norð-j urland. — 1 Hamborg, blaði því, sem Mbl. hefir fengið, er látið hið bezta af skemtuninni.—Mbl. caHr r * Sænsk-íslenzka félagið hélt fyrir stuttu hátíðlegt afmæli sitt, að því er segir í Stockholms Tidningen”, fyrir nokkru, og var afmælisdagsins minst í hátíðasal Grand Hotel. Þar voru viðstödd NORÐURLAND, Kvæði þetta las Guðm. Björnsson landlæknir upp á Norðlendingamótinu í Reykjavík 14. janúar. Var kvæðið sent þangað, en eigi getið um höfund. * Við, sem lifum, við sem unnum, við, sem yrkjum ljóðin flest. Við, sem okkar ástir spunnum alla morgna — og kveldin bezt, — þráum alt af föðurfaðminn, fjallahringsins gullna band. Þar, sem gleðin fyrsta fæddist, — frjálsa, sterka Norðurland. Það, sem helgast hugann dreymir, hlutum við í móðurarf. Ekkert dýrra andinn geymir, en ógleymanlegt föðurstarf. Átthagar, sem á það minna, eiga dýrast geislaband. Þér við heilsum kærst — og kveðjum — — kæra, bjarta Norðurland. Fegri tún og fegri grundir, fegri hlíðar hvergi sást, og þótt blæði brjósti undir, betri meðul aldrei fást, en af brunni bjartrar sólar — hún bræðir Þorrans klakaband, —1 græðir, fæðir, fegurð klæðir, fyrst af öllu Norðurland. Góðra manna, guðs-ást sanna geyma dalir, bálsar, gil, auka gleði elskendanna, yngja gomul strengjaspil. Nú í kveld, og enn og aftur eflum bræðra’ og trygðaband, — allir einum huga horfum heim — 1 gamla Norðurland. —Lesb. Mbl. Eyfirzk kona. COWTAIHS WQACs Hvar sem þér kaup- ið og hvenær sem þér kaupið Magic bökun- arduft, vitið þér, að það er ætíð hægt að reiða sig á það og er hið besta, ávalt á- byggilegt og hreint. BÚIÐ TIL I CANADA MACIC BAKINC POWDER ýms stórmenni sænsk, norsk og dönsk. Til skemtunar var hljómlist, lesið upp kvæði, orkt til íslands. Þá söng og Einar Markan nokk- ur íslenzk lög, og segir blaðið, að hinn bezti rómur hafi verið gerð- ur að söng hans. Farmaður félagsins, dr. Ragnar Lundborg, flutti ræðu fyrir minni konunga íslands og Svíþjóðar, og síðan voru þjóðsöngvar beggja þjóðanna sungnir. Ræðu fyrir minni íslands flutti Thulin ríkis- ráð.—Mbl. 25. marz. Fomleifagröftur á Grikklandi. Fyrir stuttu lagði á stað frá Kaupm.höfn rannsóknarmanna- leiðangur til Grikklands. — Er formaður hans Dr. Fr. Paulsen. Förinni er heitið til Ætoliuhér- aðsins í vestanverðu Grikklandi. Á að grafa þar eftr fornmenjum við bæinn Kalydon. En þar var fyr- ir 2000 árum hið gamla Artemis- hof, en var eyðilagt af Ágústusi keisara Hefir hof þetta síðan. legið óhreyft allar þessar aldarað- ir, þó margir hafi haft í hygggju að grafa þar. En fyrir nokkru lét Dr. Paulsen ásamt grískum fornleifafræðingi, fara þar fram reynslugröft, og það varð til þess, að nú ætla þeir að hefjast handa. Fanst í rúst- unum brot af dýrmætum verkum frá blómatíð hofsins. Rask- ‘örstedssjóðurinn leggur fram féð til rannsóknanna, en Grikkir taka að nokkru þátt í því líka. Talið er víst, að lánist að grafa þarna, þá muni finnast hinir merkilegustu hlutir frá því 4— 500 árum fyrir Krists daga. Eftir því sem Paul^en gerði ráð fvrir áður en hann fór frá Höfn, átti að byrja að grafa í hofsrúst- irnar 7. þ.m.—Mbl. 12. marz. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess hve efni og útbúnaður er £ fuílkominn. Kievel Brewing Co. Limited Sl. Boniface Plionew 1N1178 >117 9

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.