Lögberg - 22.04.1926, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
22. APRÍL 1926.
Á metaskálum
lífsins.
Eftir L. G. Moberley.
Og hve mikið mundi ekki vera undir hennar
vitnisburði vera komið. Eitt einasta hugsunarlaust
orð, gæti gert öðrum hvorum þeirra ómetanlegan
skaða, og þó að hún á þessu augnabliki væri sann-
færð um, að hvorki Oliver né Miles hefði getaj
framið þenna glæp, gátu opð hennar auðveldlega
ollað baga. ,
Þetta voru hugsanirnar, sem runnu um heila
hennar með eldlegum hraða, þessi fáu augnablik,
sem hún hikaði, áður en hún leit á lögreglustjór-
ann og svaraði:
“Dynecourt læknir var dálítið þreytulegur, og
eg talaði að eins fáar mínútur við hann.”
“Mintist hann ekki á hr. Tritton við yður?”
‘TNeí, alls ekkki, eg veit einu/sinni ekki, hvort
hann þekti hr. Tritton.”
“En hann var þreytulegur?”
“Já, og svo furðaði hann á að sjá mig. Við
erum gamlir vinir, og við höfðum ekki séð hvort
annað um langan tíma.”
“Þá býst eg við, að samtal ykkar hafi snúist
um ykkur sjálf?” ,
“Að eins um okkur.V
Dóróthea roðnaði ofurlítið, en augu hennar litu
óhikað í augu lögreglustjórans.
“Hr. Dynecourt hefir þá ekki minst á hvers
vegna hann var kominn til Mansmere?”
“Nei,” svaraði Dóróthea sem nú datt þetta í
hug í fyrst^ skifti; hún furðaði sig líka á því, hvað
það hefði verið, sem kom Dynecourt til að fara þang-
að. Hann hafði sagt, að hann hefði átt erindi þang-
að í nágrennið, en, ætli að aðalástæðan til komu
hans hafi ekki verið sú„ að hann hafi langað til að
sjá hana, og komið í því skyni?
“Nei,” endurtók hún. “Hr. Dynecourt sagði
mér ekki hverra erinda hann kom þangað út. Eg
held það hafi verið til að líta eftir sjúkling.”
“Hann talaði að eins við yður í fáeinar mín-
útur?” ,
“Já, að eins í fáeinar mínútur,” svaraði Dóró-
thea, sem fyrst var ofurlítið skjálfrödduð, en var
nú orðin róleg; “eg giska á, að hann hafi gengið til
járnbrautarstöðvarinnar, þegar hann fór frá mér,
hann gekk að minsta kosti í áttina þangað.”
‘lOg síðan hafið þér ekki séð hann?”
“Nei, eg hefi ekki séð hann síðan,” svaraði hún
róleg, “en hr. Dynecourt hafði heldur ekkert til að
tala við mig um, eða neina ástæðu til að skrifa
mér.”
Nú fékk Dóróthea aftur leyfi til að setjast
og Klara lagði sína hendi alúðlega ofan á hennar.
Hún vorkendi vinkonu sinni svo mikið. Því þó að
Dóróthea hefði af augnabliks ístöðuleysi látið auð
Sir Miles freista sín til að hafna Oliver, hlaut þáð
að hafa verið erfitt fyrir hana að mæta honum aft-
ur — og enn þá voðalegra hlaut það að vera, að
verða að gefa fellandi vitnisburð fyrir annan þess-
ara manna, sem hún stóð mitt á milli.
Sir Miles hafði engu við að bæta eða aftur-
kalla af sínum fyrsta' vitnisburði. Hann hafði taf-
ist í leigubólinu þetta mánudagskvöld, og. hann
hafði gengið heim til sín yfir lystigarðinn, þegar
hann var búinn að fylgja þjóðbrautinni spottakorn.
Hann hafði engum mætt. Hannj hafði stafinn sinn
með sér, þegar hann fór að heiman, en hann mundi
ekki hvernig hann, misti hann. Hann saknaði hans
fyrst á heimleiðinni og- hélt, að hann hefði annað
hvort mist hann, eða skilið hann eftir hjá leiguliða
sínum. Hann lýsti samfundi sínum og Trittons,
sem hann hafði talað við, mjög stuttlega, þegar
hann vár búinn að vera fyrirmynd sinnar eigin
myndar hjá Bevan, og hann fullyrti mjög alvarleg-
ur, að sanjfundur hans og þessa myrta manns hefði
verið vinsamlagur; þeir hefðu skilið sem góðir vin-
ir. Hann neitaði því mjög ákveðinn, ^ð hafa mætt
Tritton síðar.
Svo langt var yfirheyrslan komin, þegar einn
af spæjurunum frá Scotland Yard, umsjónarmaður
Donaldson, hvíslaði því að dómaranum, hvort ekki
væri réttast að fresta yfirheyrslunni þangað til
seinna, að meiri rannsóknir hefði^fram farið.
“Við verðum auðvitað fá að heyra, hvað hr.
Dynecourt hefir að segja,” sagði hann, “og það eru
líka nokkur önnur atriði, sem þurfa nákvæmari
rannsóknar. í -dag getum við hætt, við fáum frá-
leitt fleiri sannanir.”
Lögreglustjórinn kinkaði kolli samþykkjandi
og ætlaði að fara að tilkynna áheyrendum, hve nær
næsta yfirheyrsla ætti fram að fara, þegar alt í
einu heyrðist hávaði í afturenda salsins, sem ekki
var hægt að vita, af hverju stafaði. Dyr voru opn-
aðar, og ákafaríkt samtal heyrðist þaðan.
Lögreglustjórinn leit óþolinmóður þangað, sem
hávaðinn barst frá, og þegar hann sá, að það var
lögregluþjónn, sem talaði hátt við persónu, er stóð
utan dyra, og serr^ hann gat ekki séð, kallaði hann
starx á þjóninn:
“Hvaða hávaði ér þetta?” sagði hann gramur;
“fyrst að þér getið ekki séð úm að betri kyrð eigi
sér stað, verðum við1 að fá annan til að gæta dyr-
anna.” ^ 'f
Skikkanlegi lögregluþjónninn blóðroðnaði og
varð mjög sneypulegur.
“Það er stúlka,” tautaði hann, “og hún vildi
ekki þegja. iMér var ómögulegt að fá hana til að
þegja”. (“‘Nei, það er enginn hægðarleikur að
binda tungu kvenfólksins,” tautaði dómarinn við
sjálfan sig). “Hún segir,” sagði þjónninn enn
fremur, #‘að hún hafi nokkuð áríðandi að segja yður,
og vill komast inn.”
“Farið þér og vitið hver þgi er,” sagði lögreglu-
stjórinn við þjón.
“Já, eg skal strax koma vitinu fyrir hana,”
sagði þjónninn, — en þegar hann kom til dyranna
og stóð alt í einu frammi fyrir undur fallegri kven-
persónu, stóð hann mállaus og starði á þetta litla,
geislandi andlit, sem var frammi fyrir honum;
hann dró andann hl’att, og á þessu augnabliki gat
honum ekki dottið í hug hvað hann ætti að segja við
“þessa stúlku, sem ekki vildi þegja”, og sem Tiann
var kominn til að koma “vitinu fyrir”.
18. KAPITULI.
“Eg veit ekki hver þér eruð, eða hvað þér vilj-
ið hér? Eg er orðin leið á öllu þessu. Eg var alls
ekki glöð yfir því, að fá hr. Tritton fyrir leigjanda
— og nú verð eg að læsa stofunni hans, af því lög-
reglan krefst þess.Hvers vegna eg ætti að leyfa yð-
ur að koma inn, fremur en öðrum, væri gaman að
vita.”
Konan, sem var að tala, var fremur illa útlít-
andi, og átti fátæklegt fæðissöluhús við eina af
Bloomsbury-deildarinnar léíegustu götum. Hún
hefði eflaust haldið áfram að masa, ef hún hefði
ekki mæðinnar vegna orðið að þagna og draga and-
ann, og þá sekúndu sem hún þurfti til þess, notaði
unga stúlkan, sem stóð í dyrum konunnar.
“Eg skil það mjög vel að yður furðar það, að
eg kem til að biðja yður um að lofa mér að sjá her-
bergi hr. Trittons,” svaraði unga stúlkan með óvið-
jafnanlega blíðum rómi, “en það er af mjög áríð-
andi ástæðu að eg kem, og ef að þessi maður og eg
fáum Ieyfi til að vera þar aðeins í tíu mínútur,
skal eg vera yður mjög þakklát”
“Hvaða erindi eigið þér þangað?" spurði frú
Batten miklu vingjarnlegar; henni hlýnaði um
hjartaræturar við að horfa á þetta indæla stúlku
andlit.
“Þessa stúlku langar til a^ sjá gamalt sauma-
borð, sem hr. Tritton tók með sér utan af landi í
vikunni sem leið,” sagði Bevan; “við skulum alls
ekki trufla yður eða gera neina óreglu í herberg-
inu, ef við að eins fáum leyfi til að líta á borðið”
“Eg veit nú raunar ekki hvað maðurinn minn
mundi segja um þetta,” tautaðiíkonan. Hennar eigin
mótstaða hvarf alveg, þegar Bevan lét tíu shillings
pening í lófa hennar. “Hann hefir sagt mjög á-
kveðið, að engin manneskja megi koma inn í her-
bergið, þar eð af því leiði, að lögreglan ráðist á
okkur; hann var nógu reiður yfir því, að eg lét
hinn mannin fara dnn.”
“Hinn manninn! Mer þætti gaman að vita
hver það er, sem hefir verið hér á und&n okkur,”
hugsaði hin skynsama Betty, meðan hún gekk á
eftir frú Batten upp hinn dimmasta stiga af öllum
stigum. “En eg skal komast eftir því,” sagði hún
við sjálfa sig í hljóði, þegar þau uppi á fjórða lofti
virtust vera búin að ná takmarkinu.
Frú Batten opnaði dyr til hægri handar og bað
þau að ganga inn. Herbergið var ekki álitlegt, hús-
munir fáir og ljótir, og það var búið að fá á sig það
útlit, sem mannlaus herbergi hafa alt af. Rykið á
borðinu var þumlungs þykt, og eins á stólunum og
arinhyllunni. Á rúmið var lögð ábreiða, en hún
var afar óhrein, og þaði hafði ekkert verið gert til
að útvega herberginu dálitla viðfeldni. Á arinhyll-
unni og borðinu var alt í ruglingi. Pappírar og
reykjarpípur hvað innan um annað; og það leit út
fyrir að hr. Tritton hefði yfirgefið herbergið í flýti,
þegar hann var þar síðast.
“Sá maður, sem var hérna uppi, hefir rótað
öllu til,” sagði frú Batten gremjulega, “en hann
átti líka annríkt, svo það er ekki furða þó hér sé alt
í ólagi. Hann hefir ekki haft tíma til að láta hvern
hlut á sinn stað.”
“Nær var sá maður hér?” spurði Betty. “Kom
hann hingað í gær?”
“Nei, hann kom hingað í fyrradag. Hann
sagðist vera gamall vinur veslings unga, framliðna
mannsins, og að, hann væri kominn hingað til að
leita að áríðandi skjali. En þegar hann fór burtu,
var hann að útliti mjög gremjulegur og reiður, og
nú álít eg að hann hafi ekki fundið neitt.”
“Það er þetta saumaborð þarna, sem eg er kom-
in til að sjá,” sagði Betty kæruleysislega, “það var
einu sinni í húsi, sem eg kom mjög oft í, og eg held
að það, sem eg leita að, sé í því.”
“Þetta er undarlega gamalt borð,” svaraði frú
Batten með fyrirlitningu, “og eg skil ekki hvað hr.
Tritton hefir viljað með það.”
Betty tók ekki eftir því, sem gamla konan sagði;
hún var búin að opna saumaborðið, og var nú að
leita að leynifjöðrinni milli silkipjatlanna og sauma
áhaldanna, og þegar hún var búin að finna hana,
átti hún annríkt við að, skoða það, sem í leyniskúff-
unni var.
Til þess að hindra frú Batten í því að gá að
Betty, hafði Bevan byrjað á athugaverðu samtali
við hana um það, hve erfið önnur eins staða og
hennar hlyti að vera, og löngu áður en hún var bú-
' in að telja upp alla sína erfiðleika, var Betty búin
að loka saumaborðinu, og stóð aftur við hlið
Bevans.
“Þér þurftuð ekki langan tíma til að skoða
þetta borð,” sagði frú Batten alúðlega, “ekki líkt
því eins lengi og sá, sem var hér í fyrradag.”
“Já, þökk fyrir, nú hefi eg ekki meira að gera
hér,” sagði Betty og leit þýðingarmiklum augum á
Bevan.
Þegar þau voru komin út á götuna, sneri Betty
sér að Bevan.
“Eg veit ekki hvort það, sem eg hefi fundið, er
til nokkurs gagns,” sagði hún fljótlega, “en það var
bréf í leyniskúffunni, sem ekki var þar áður, eg á
við þegar eg fann hitt bréfið.”
“Hvernig gat þér dottið í hug, að fara að leita
þar eftir bréfi?” spurði Bevan. “Og hvernig hefir
sú ímyndun Iifnað hjá þér, að það væri eitthvað
markvert og áríðandi í þessari leyniskúffu?”
“Það get eg ekki sagt þér,” svaraði hún sein-
lega, “því eg veit það varla sjálf- Eg get alls ekki
gert grein fyrir því, hvernig það atvikaðist, að mér
datt það skyndilega í hug, að það væri eitthvað í
þessu saumaborði, sem gæfi leiðbeinandi bending-
ar um það, hvernig þessi glæpur væri framinn. Það
var þegar eg stóð í stofunni hjá líki hr. Trittons, að
þessi ímyndun lifnaði hjá mér. Þegar eg sá and-
litið fyrir utan rúðuna, var það eins og einhver
leynd rödd segði mér, að eg ætti að fara hingað og
leita í leynihólfinu. Eg get ekki sagt, hvernig mér
hugsaðist þetta, ekki einu sinni þér, en eg vissi það
glögt, að það varð að framkvæmast.”
“Þú undarlega, litla, kjarkmikla stúlka,” sagði
Bevan brosandi. “Lofaðu mér þá að sjá hvað þú
hefir fundið aftifr í saumaborðinu. Það er líklega
eitthvað, sem við verðum strax að aíhenda lög-
reglunni.”
“Það getur vel verið,” sagði Betty glaðlega, og
leit til hans með indælu brosi, “en fyrst af^ öllu
verður þú að gefa mér dálítið að borða. Við skul-
um ganga inn í kaffisöluhús, og þá getum við á
meðan við neytum hressingar, séð, hvers konar
bréf það er, sem eg hefi fundið. Það er enn þá
löng stund þangað til lestin fer aftur.”
Litlu síðar sátu þau inni í matsölusal, og Betty
lét ekki standa á sér að taka upp bréfið, og fór að
strjúka úr þvLhrukkurnar.
“Er það þó ekki merkilegt, að eg fann það?”
sagði hún með sigurhróss hreim í rödd sinni. “Eg
þóttist viss um það, að hann hefði geymt eitthvað
í þessari skúffu. — Nú skulum við sjá hvað það
er.”
Bevan tók við bréfinu, og meðan hann las það
með hægð og athygli, kom undrunarsvipur á andlit
hans.
“Það eru eins konar setningar, skrifaðar til
minnis,” sagði hann seinlega, “eða máske öllu held-
blað úr dagbók. Eg skil það ekki glögt, en lestu
það sjálf og reyndu að skilja það.”
Betty tók aftur við blaðinu og las það hægt og
upphátt:
“Eg hefi ásett mér að fara ofan eftir og segja
Miles frá þvi, sem eg hefi uppgötvað. Þó að eg
græði ekki annað; á því en að ergja gamla Soames,
þá er ferðin verð þeirrar ánægju. Eg er sannfærð-
ur um, að Soames ber kápuna á báðum öxlum; eg
var í dag lengur en fimm mínútur aleinn í skrif-
stofu hans, og fann af tilviljun uppkast af bréfi í
skúffunni Jiaps. Eg skrifa það hér eftir minni. Það
var þannig: “Kæri — ef hinn ungi Tritton getur
komið kröfum sínum í framkvæmd, græðum við
ekkert —< missum þvert á móti alt. 'En það er lítið
útlit til, að hann geti fært sannanir fyrir heimild
sinni þar eð hin eina sönnun sem til er, er í mínum
vörsslum. Þér þurfið þess vegna engu að kvíða. —
Yðar G. S.” — Þetta var skrifað af Soames sjálfum,
það get eg svarið, svo sannarlega sem mitt nafn er
Denis Hernesley.”
“Mér þætti gaman að vita, hverjum þetta bréf
hefir verið sent,” sagði Betty, um leið og hún braut
bréfið saman. “Til hvers hefir Soames skrifað
þetta — og hefir það í raun og veru verið sent? Og
hvað þýðir þetta í heild sinni?”
“Fyrir hr. Tritton hefir það haft þýðingu,”
sa’gði Bevan með sannfæringu, “því það er senni-
lega þetta bréf, sem hefir komið hr. 'R’itton til að
fara ofan til iMansmere, til þess að segja Sir Miles
sögu sína. Eitt er líka áreiðanlega víst: Hr. So-
ames hefir vitað meira um Tritton, heldur en hann
hefir álitið heppilegt að segja honum. En til hvers
bréf Soames er skrifað, það get eg ekki skilið.”
“Nú skal eg segja þér, hvað eg held,” sagði
Betty, og Bevan brosti, því þessi hagsýna greind í
karakter hennar, sem hann hafði ekki orðið var við
áður, gerði hana enn þá meira töfrandi í augum
hans. “Eg held,” sagði hún, “að Soames hafi vit-
að mjög vel, að hinn dáni Tritton hafi verið son-
arsonur Sir George Hernesley, og hinn rétti erfingi,
en að hann af einhverri hagsmunalegri ástæðu hafi
viljað dylja sannleikann. Og eg held lika, að hann
sé sá maður, sem mest veit um morðið.”
“Hvernig detta þér í hug jafn undarlegar hugs-
anir?” hrópaði hann gagntekinn af undrun, um
leið og hann starði á hið hugsanaríka andlit henn-
ar, sem bar óvanalegan, fjarverandi svip, jafnframt
því að augu hennar höfðu dreymandi svip og eins
og horfðu á eitthvað í fjarlægð.
“Eg veit það ekki,” svaraði hún, “það er ein-
hvers konar eðlisávísun, sem grípur mig. Þannig
var það daginn, sem eg stóð hjá líki hr. Trittons —
þá datt mér alt í einu í hug, að eg ætti að fara hing-
að og leita í saumaborðinu að einhverju, — hvað
það var, vissi eg ekki, en það var eins og eg væri
þvinguð til að fara hingað, og nú, þegar eg er búin
að lesa bréfið, lifnaði sú hugmynd hjá mér, að hr.
Soames bafi verið hinn versti óvinur hr. Trittons
— já, þó eg ekki geti sagt hvers vegna — þá er eg
sannfærð um, að það er eins og eg segi.”
“Undarlega, litla stúlkan mín,” sagði Bevan
alúðlega, “maður má næstum ímynda sér, að þú
sjáir í gegn um holt og hæðir, sért gædd einhvers-
konar fjarsýni.”
"Já, það getur vel verið,” sagði Betty og kink-
aði kolli. “Eg er af skozkum ættum, og eg er fædd
á sunnudag.”
“Þú ert sunnudagsbarn,” sagði Bevan og hló,
já, en bað getur naumast staðið í sambandi við
glöggskygni þína. Eru þau öðru vísi en önnur
börn ?”
“Veiztu það ekki?” spurði hún undrandi.
“Sunnudagabörn geta séð huldufólk og engla. Þau
eru miklu, miklu klókari en önnur börn. Sunnu-
daga börn hafa marga mjög undarlega hæfileika,
og glöggsýni er einn þeirra. Vissir þú það ekki?”
“Nei, það vissi eg ekki,” hvíslaði Bevan inni-
lega, og leit á hana með þeirri blíðu, að kinnar
hennar urðu blóðrjóðar; "eg veit að eins það, að
elskulegra og meira töfrandi barn en þú, hefir aldr-
ei fæðst á sunnudag! Seg þú mér, Betty, hvernig
getur þér þótt vænt um jafn gamlan og undarleg-
an snigil og eg er?”
“Það veit eg ekki,” sagði hún með dálítið keskn-
islegu brosi, um leið og þau gengu út úr matsölu-
húsinu, “og eg ætla heldur ekki að halda því fram,
að gatan hérna sé sérlega hentug til að svara þess
konar gátum. Auk þess höfum við meir áríðandi
hluti til að tala um.”
“Um þessa áríðandi hluti getum við talað, þeg-
ar við sitjum í lestrarvagninum,” svaraði hann
fljótlega; “nú hefir þú fengið bréfið, sem þú leit-
aðir að, og þú hefir gizkað á ■ hvernig ráða skuli
gátuna, sem það inniheldur; hvað annað getur þú
þá gert nú, sem stendur? Fyrst getum við nú hugs-
að um okkur sjálf; og nú verður þú að segja mér
hvernig það atvikaðist, að þér fór að þykja vænt
um mig”.
Þau höfðu yfirgefið aðal götuna, og það var
mjög mannfáfct og rólegt á þessari hliðargötu, sem
þau gengu nú eftir. Betty leit á Bevan með gleði-
geislandi augum, og ósegjanlega ástríkt bros lék
um varir hennar.
“Undir eins og eg kyntist þér,” sagði hún, “bar
eg afar mikla virðingu fýrir þér. Þú varst þá stór
listamaður, og eg varð hugfangin af heiðrinum sem
þú sýndir mér með því, að láta mig sitja sem fyr-
irmynd, þegar þú málaðir. Mér fanst að sumu
leyti, eins og það væri einn af guðum Olymps, sem
væri stiginn ofan á jörðina til þess að tala við
mig. En i— nú hló hún glaðlega — “en þessi yfir-
náttúrlega ímyndun hvarf skjótlega, og þá fanst
mér, að þö værir svo góður, eðallyndur, alúðlegur
maður, — og svo varst þú svo undarlegur sérvitr-
ingur. Þú gazt aldrei munað, hvar þú hafðir lagt
hluti þína; þú vissir ekki hvar frakkinn þinn, burst-
in pentskúfurinn var; og um mig hugsaðir þú ekk-
ert. Þú sást að eins Nausicaa í mér, en ekki neina
lifandi, unga stúlku. Og svo kom þáð skyndilega.
Svo sýndist mér ekki lengur að þú vera einn af
guðum Olymps, og svo—"
“Og svo?” spurði hann innilega.
“Já, svo fanst mér alt í einu, að sólin hefði
aldrei skinið jafn skært. Sumarið hefði aldrei
verið jafn aðdáanlegt, eða fuglarnir sungið jafn-
yndislega. Eg hefði auðveldlega getað grátið af
gleði, — og alt af fanst mér að þú værir hjá mér.
Og svo—”
"Og svo?” endurtók hann aftur lágt.
“Já, svo fanst mér augun þín segja eitthvað
við mig, sem eg hafði aldrei séð í annara augum —
°£T þegar þú talaðir til mín, var það eins og dyr
himinsins opnuðust fyrir mér — eins og allur heim-
urinn væri svo geislandi fagur, gyltur himinn, sem
gerði mig gagntekna af gæfu. Og þegar þú sagðir
svo, að þér þætti vænt um mig, þá vissi eg, að guð
hafði gefið mér það dýrmætasta, sem eg gat eign-
ast—ást þína—”
Bevan gat engu svarað þessari viðkvæmu við-
urkenningu, en augu hans svöruðu henni fyllilega
þegar han leit á Betty.
Þegar þau gengu yfir , Waterloo-brúna, þá
sagði Betty stillilega*
“En hvað heimurinn er indæll! i— Ó, eg vildi
að allar manneskjur væru eins gæfuríkar og eg. Og
ef eg að eins gæti Kjalpað lafði Hernesley, og veitt
henni aftur lán sitt, þá skyldi eg vera innilega glöð.
Mér sárnar að sjá sorgarsvipinn í augum hennar.”
Um leið og Betty sagði þetta, gekk maður fram
hjá þeim í gagnstæða átt, og Bevan sagði strax:
“En þetta er hr. Dynecourt, er það ekki?”
Oliver, sem gengið hafði hratt, nam staðar og
starði eitt augnablik á Bevan með svo ringluðu
augnaráði, að maður mátti ætla að hann vissi ekki
hvar hann varð eða við hvern hann talaði.
“Eg — ó, afsakið,” stamaði hann ruglingslega,
“eg er hræddur um, að eg, — en þetta er þó hr.
Bevarr! Eg var svo sokkinn niður í mínar eigin
hugsanir, að eg þekti yður ekki.”
Hann talaði svo undarlega fljótt, og alt útlit
hans var svo þreytulegt, að jafnvel Bevan tók eftir
því.
“Þér eruð líklega kominn hingað frá Mansmere
í dag?” sagði Dynecourt, og leit niður undan hinu
rólega augnatilliti Bevans
“Ungfrú Dyson, heitmey mín og eg, höfum ver-
ið hér í bæmim síðan í morgun,” sagði bevan, “en
nú erum við á heimleið aftur”.
“Er það ekki í dag,” spurði Dynecourt, “að rétt-
ar rannsóknin byrjar aftur? Er ekki ný yfirheyrsla
í dag? Þér hafið líklega ekki heyrt — eg á við —
hefir nokkuð nýtt verið uppgötvað? Hafa menn
ekki fundið neitt spor?”
‘1Nei, eg hefi ekkert heyrt,” svaraði Bevan; “e$
lögreglan hefir fundið nokkuð, þá heldur hún því
leyndu; það hefir ekki verið talað um neitt í Mans-
mere.”
“Það er í öllu falli erfitt að trúa því, að Sir
Miles—”
“Það er alveg ómögulegt, að Sir Miles hafi
getað gert það,” sagði Betty ákveðin; “hann hefir
ekki fremur myrt þenna mann en eg.”
“Þér talið mjög ákveðið,” sagði Dynecourt
brosandi — en það var mjög óeðlilegt bros.—“Stað-
reyndirnar tala nú samt—”
“Staðreyndirnar,” endurtók Betty háðslega, og
blóðroðnaði af gremju, “ó, það er að eins lögreglan
og hinir skammsýnu dómarar, sem getur dottið í
hug að dæma Sir Miles samkvæmt þeim, þegar alt
annað mælir á móti því, að hann geti verið sekur.
En nú vona eg líka, i— já, — eg trúi því næstum, að
við höfum fundið lykil að gátunni—”
“Lykil að gátunni”, endurtók Dynecourt, og
leit órólegur á ungu stúlkuna, sem alt í einu sýnd-
ist andlit læknisins verða öskugrátt og tiu -árum
eldra. “Lykil að gátunni?” endurtók hann undr-
andi.
19. KAPITULI.
Þegar Iögreglustjórinn bað þjóninn að sjá um,
að kyrð ætti sér stað við dyrnar, þaðan sem maður
hafði heyrt hávaðann af skrafinu, og hinn skikk-
anlegi lögregluþjónn gekk til Betty, til að skipa
henni að vera róleg, varð hann ekki lítið undrandi
við að sjá, að sú, sem olli hávaðanum, var yndisleg,
ung stúlka með hið fegursta andlit í heiminum.
Hann stóð snögglega kyr, óviss um hvað hann ætti
að gera.
“Eg hefi nokkuð mjög áríðandi að að segja dóm-
aranum,” sagði Betty. “Viljið þér ekki gera svo
vel og lofa mér að koma inn?”
Þrátt fyrir æsku hennar, var hreimurinn í rödd
hennar svo alvarlegur og sannfæradi, að lögeglu-
þjóninn gekk ósjálfrátt fáein skref aftur á bak, og
Bevan, sem staðið hafði bak við heitmey sína, gekk
nú að hlið hennar.
“Þessi stúlka hefir nokkuð að segja dómaran-
um,” sagði hann með blíðu röddinni sinni, “svo eg
held þér gerið réttast í því, að leyfa henni að koma
inn strax; það er fremur mikils vert, sem hún hefir
að segja.”
Þessi alvarlegu orð nægðu; og Betty og hái
listamaðurinn hennar, ruddu sér nú braut í gegn-
um hið mannmarga herbergi, þangað til þau stóðu
gagnvart dómaranum.
Andlit hans var í meira Iagi gremjulegt; menn
sáu, að hann bjó sig undir að koma með bituryrði
til þeirra, sem hávaðanum höfðu ollað. En undir
eins og hann sá beinvöxnu, ungu stúlkuna, og blíða
geislandi andlitið, sem sneri að honum, hvarf öll
gremjan úr andlitsdráttum hans, og næstum því
með föðurlegri blíðu laut hann niður að henni.
“Þér eruð komnar til að gefa okkur nokkurar
markverðar upplýsingar?”
“Já,” svaraði Betty með dálítið skjálfandi
rödd, “eg hefi fundið þetta, — og eg vona að það
geti hjálpað.”
Þessi einföldu orð komu dómaranum til að
brosa, og um leið og hann tók við bréfinu, sem hún
rétti að honum, leit hann aðdáandi augum á hana
og mintist alt í einu skáldlegrar setningar í einu
skáldriti:
“Þessi dóttir guðanna var beinvaxin og Ijós og
guðdómlega fögur”.
Hann lauk upp bréfinu, sem hún rétti honum,
og meðan hann las það, hnyklaði hann brýrnar, og
augu hans urðu hörð og hótandi á svip.
Manngrúinn horfði með æstu athygli á lög-
reglustjórann, og það heyrðist órólegt uml í hon-
um.
Þegar dómarinn var búinn að lesa bréfið aft-
ur, sneri hann sér að lögregluþjóninum og hvísL
aði nokkur orð að honum, og að því búnu, til mik-
illa vonbrigða og gremju fyrir þá, sem búist höfðu
við nýjum viðburðum, sagði hann yfirheyrslunni
frestað fyrst um sinn — þar eð lögreglan yrði að
gera ýmsar markverðar rannsóknlr, gæti hún ekki
haldið áfram.