Lögberg - 22.04.1926, Blaðsíða 7
LOGRETRG FIMTCJDAGINN.
22. APRÍL 1926.
Bls. 7.
Eldraun þingrœðisstjórn
anna.
Eftir Morits J. Bonn.
þýskan stjórnmálafræöing
Svo niá að orði kveöa, aÖ hrak-
yröabergmáliÖ 'berist frá einu
Evrópulandinu til annars um þess-
ar mundir, og blási fjöldanum það
í brjóst, að þingræðisfyrirkomulag-
ið hafi lifaö sitt fegursta og sé í
rauninni dauðadæmt. Ekki ber því
aö neita, að núverandi lýöstjórnar-
kerfi, hafi reynst þess lítt megnugt
að fullnægja öllum hinum mörgu
og brennarjdi þrám almennings, um
aukna velsæld og lífsánægju, eins
og sakir standa. En slíkt er þó í
raun ekki málsmergurinn sjálfur,
því hvaða annað fyrirkomuiag,
mundi hafa getað leyst þann Gord-
iions knút? Því má eigi gleynva, að
þótt kongum og keisurum hafi
faakkað nokkuö í Evrópu, frá því
í byrjun ófriðarins mikla, þá lifir
þó ennþá í kolunum, fólkiö, eða að
minsta kosti mikill hluti þess hefir
þaö enn á samvizkunni að því hafi á
einveldistímunum verið stjórnað af
þjóðhöfðingjum “af guös náð”,
þrátt fyrir það þó einveldinu hafi
steypt veriö af stóli og lýðstjórnar-
fyrirkomulagið tekið við. Hér er
ekki átt við það fólk, er opinber-
lega berst fyrir einveldishugsjón-
inni og trúir á heilagan forráðarétt
konunga og keisara, heldur þá hina-
er játast hafa undir lýðstjórnarhug-
myindina og svarið henni hollustu.
Hinir afsettu konungar vorir og
keisarar, hljóta aö hafa sætt slíkri
útreið samkvæmt vilja guös, því
tæplega mun það líklegt þykja, að
nokkrar verka- og hermanna sam-
kundur hafi verið þess megnugar,
aö brjóta guðs vilja á bak aftur.
Sá skilningur virðist hafa verið
brendur í huga vor Evrópumanna,
að frumtilgangur stjórnanna sé sá,
að skapá oss velsæld og hamingju
og að slíkt ætti að vera þeitn inn-
anhar.dar. Afleiðingin, verður þvú
sú, að ef oss finst nýtízku ráðu-
neytin ekki fullnægja með öllu
skyldum þeim, er vér teljum þeim
bera að inna af hendi, samkvæmt
guðs og manna lögum, þá teljum
vér sannað, að þau liafi brugði-St
trausti sínu. Það væri ekki úr vegi
að grandskoða mál þetta frá fleiri
hliðum, enda gæti þá auðveldlega
farið svo að vér sannfærðumst um,
áð þótt sumar stjórnir láti gott af
sér leiða, þá geta aðrar fætt af sér
hörmungar og vandræði, án þess að
illvilji komi til greina. Það skiftir
oft tiltölulega minstu máli livernig
stjórnir eru samsettar, þvi valdsvið
þeirra til að skapa sanna þjóðar-
hamingju, er yfirleitt svo fjarska
takmarkað. Vér höfúm verið hjá-
trúarfullir, haldið að stjórnir gætu
gert kraftaverk, hvað svo sem vorri
eigin aðstöðu liði, og þessvegna hef-
ir oss hætt við að s’kella allri skuld-
inni á stjómir og þingræðisfyrir-
komulagið, ef eigi lét alt að óskum
Það stendur oss enn i fersku
minni, hve ósegjanlega ógæfu, stefn-
ur þær og stjórnarvöld, er réðu lof-
um og lögum i Evrópu, meðan á
heimss,fyrjöldinni stóð, leiddu \fir
hlutaðeigandi! þjóðir, og jafnvel þær
hlutlausu. Hin ömurlegu fjárhags-
vandræði almennings, sem beinlín-
is stafa frá stríðinu, eru jafnt og
þétt að koma skýrar i ljós, með-
hverjum deginum er líður. Gjalda
þar margir glópsku leiðtoga sinna.
Skamsýnir og sjálfselskir stjórn-
arleiðtogar, hverju nafni serri nefn-
ast, tendruðu geysilegt bál, sem enn
hefir ekki slölet verið til hlitar. Og
sökum þess að slökkviliðinu hepn-
aðist ekki tilraun sín, s'kellum vér
á það skuldinni og tcljum oss trú
um, að það sé til einskis nýtt. Er
slík niðurstaða bygð á heilbrigðri
reynslu? Ýmsir telja sér trú um, að
ef vér hefðum verið svo hepnir, að
eiga á meðal vor menn, slíka sem
Napoelon eða Cæsar, þá hefði elds-
voðinn ef til vill orðið umflúinn á
einhvern dularfullan hátt. En það
er aðeins til einn alræðismáttur, er
Ef Þér Finnið Tií Sjúkdóms Eða
Þreytu, Þá Látið Ekki
Hugfallast.
Því nú er fundið meðal, sme veit-
ir þúsundum manna lækningu
á fáum dögum.
Lesendurnir munu sannarlega
undrast, er þeir heyra hve fljótt
meðal þetta verkar. Hafi lækntr-
inn ekki ráðlagt yður það, skuluð
þér fara til lyfsalans og fá flösku
af því. Það heitir Nuga-Tone, er
ljúffengt og mánaðarforði kostar
að eins $1.00. Það mun valda yð-
ur undrunar, hve skjótt þér finn-
ið til bata. Á sambandi við hjart-
veiki, meltingarleysi, stíflu, lifr-
arveiki og höfuðverk, á það engan
sinn líka. Það skerpir matarlyst-
ina og eykur lífsþróttinn að sama
skapi, styrkir hjarta og nýru og
veitir væran svefn. Reynið það í
nokkra daga, samkvæmt forskrift-
inni og séuð þér ekki ánægð skul-
uð þér afhenda lyfsalanum það
sem eftir er af pakkanum og mun
hann skila aftur peningunum.
Framleiðendur Nuga-Tone þekkja
meðalið svo vel, að þeir mæþi ð-
hikað með bví við hvern sem er.
Þess vegna ábyrgjast þeir það og
fela lyfsalanum að ábyrgjast ör-
yggi þess. Fæst hjá ötlum á-
byggilegum lyfsölum. ,
ráðið getur fram úr slíkum vanda.
Sá máttur er Chronos, — Títni
konungur ,sem læknar aðl lokum
öll mannleg mein.
Frá þessum sjónarhól, mæta aug-
anu tvö viðfangsefni, sem þingræð-
is og lýðstjórnarkerfi flestra þjóða,
hafa nteira og minna að segja af.
Þau eru í eðli sínu svo nágróin
hvort öðru, að við bæði þarf í raun
Og veru að fást í senn. Hið fyrra
er það, að vernda minnihluta gegn
ofbeldi samfelds meirihluta, en hið
síðara að koma i veg fyrir að ör-
fáir u-ppvöðsluseggir fáj trufllað
heilbrigða |iðn fjöldans. Hin smáu
þjóðahbrot i Suður og Mið- Evrópu
eru talandi vitni þessara tveggja
viðfangsefna. Og meára að segja
í flest öllum öðrum löndum, sem
í mörgu tilliti eru þó lengra á veg
komin, er aö finna ýms' smábrot
eða flokka, sem sæta stöðugum of-
sóknum af þeiirra hálfu, er mega
sin betur og eru fólksfleiri. Af
mótmælum þessara undirokuðu
stétta stafar það, að meirihlutinn
eöa forréttindaflokkurinn svonefndi
heldur dauöahaldi í tviskift þing,
þykist með engu móti mega missa
efri málstofuna, sem í flestum til-
fellum er megin vigi íhaldsins, og
vill helzt fá alla þingmenn kosna eft-
ir áliti því, sem auðsöfnun venjuleg-
ast hefir í för með sér.
Jafnhliða þroska hins pólitíska
lýðstjórnarfyrirkomulags og aukins
viðgangs nýtísku stóriðnaðar, hefir
opnast breið gjá milli hins pólitíska
og fjárhagslega valds. Þótt pólitíska
valdið sé að all-miklu leyti komið
:i hendur fjöldans, þá eru yfrráð
fjármála og stóriðnaðar, enn í
höndum tiltölulega fárra einstak-
linga. En verkamenn, sem myndað
hafa með sér samtök, undir vernd
siins pólitíska valds, geta engum
öðrum áhrifum beitt á stjórn iðn-
málanna, en þeim neikvæðu, eða
verkfallsaðferðinni.
Þessar tvær stefnur koma hvað
skýrast í ljós, í löndum þeim þar
sem þingræðið er elzt. Fyr meir
réðu landeigendur bæði yfir land-
inu sjálfu og atkvæðum fólksins.
Nú hefir almenningur viðasthvar
atkvæöisrétt, en landið sjálft, er
samt tiltölulega í höndum fárra.
í meir en hundrað og fimtiu ár
hafa landeigendur varið þessi for-
réttindi sin, með tvíski-ftu þingi,
það er að segja með því að ráða
lofum og lögum í efri málstofunni,
og eins með því að takmarka kosn-
ingarréttjnn. Slíkar takmarkanir
gera enn viða vart við sig. En hin
vanhugsaða skifting valdsins eftir
slíkum línum, er að verða stöðugt
skýrari og skýrari í huga almenn-
ings. Féð er í fárra höndum, en
miljónir manna handleika kjör-
seðilinn. Til þess að fela fyrir al-
menningi ástandið, eins og það i
raun og veru er, hefir þeim uppá-
stungum veriö slegið fram að breyta
svo fyrirkomulagi þinga, að starf
þeirra verði aö heita má eingöngu
fjárhagslegs eðlis, að flokka kjós-
endur eftir stéttum, þar ,sem hver
flokkurinn hugsaði svo mikiö um
eigin hag, að hann gleymdi í raun
og sannleika meginatriðinu sjálfu,
sem sé hinni ójöfnu skifting auðs-
in'á. Litlar líkur virðast til þess, aö
almenningshagnum yrði betur borg-
iö með slíkum hætti. Sliku geta
þeir einir trúað, er látast vera sann-
færðir um að lækna me^i mein nú-
tiðarinnar, er þeir ekki skálja, meö
meðölum liðins tíma. Slikir menn
eru afar harðorðið i garð nútíðar
þinga, og telja þau samkundur, þar
sem munnkvarnir mali sýknt og
heilagt, en þingmenn hafist eigi
annað að. ,
Þegar öllu er á botninn hvolft,
hafa þessir aðfinslupostular samt
sem áður ákveðna trú á þingræðis
fyrirkomulaginu. Þeir vilja að
minna sé talað en meira gert, það
er að segja gert í leyni! En sem
"betur fer, er nú oröið örðugra, aö
gera út um mál þau í leyni, er varða
almenningsheill, en áður var. Það
sannar ljóslega reynsla síðustu ára.
Aðfinslupostularnir virðast af
einhverjum ástæðum hafa gengið
fram hjá þeirri staðreynd, að það
sem raunverulega auökennir þing
nútiðarinnar frá þingum hiins liðna
tíma, er fyrirrúm það, sem fjármál-
in skipa í ræðum nútíðar þing-
manna. Það hefir oft tekist, að
hrífa fólk, og vekja það til nyt-
samrar umhugsunar, með snjöllum
og slkipulegum ræðum, um hina and-
legu hlið stjórnmálanna. iEn hitt
nær sjaldnast til hjartans, þó reynt
sé með þreytandi talnaregistri að
hafa áhrif á hug áheyrendanna,
með þvi að lofsyngja eða bann-
færa verndartoll á hinum og þess-
um hlut, hvað mikið komi á fer-
þumlunginn af klæði eða rekublaði.
Flestir þeir er ,á anna borð
fylgjast með gangi málanna á þingi
standa stundum á öndinni yfir öll-
um þeim feikna fróðleik í tölum
og toljvísi, er framkemur í nefnd-
arálitum hinna ýmsu þingmanna.
Þetta verður þó ofur auðskilið, þeg-
ar tekið er tillit til þess, að mikill
þorri þingmanna er úr þeim flokki,
sem forstöðu stóriðnaðarins hefir
á hendi.
Þótt undarlega kunni að láta í
eyrum, þá er það þó engu að síð-
ur satt, að mikið af tima og um-
hugsun núverandi stjórna gengur
í það aö koma svo ár sinni fyrir
borð, að þær geta fengið þingmeiri
hluta, því að öðrum kosti geta þær
vitanlega ekki haldist við völd.
Flokkarnir eru orðnir svo margir,
að engum einasta tekst sjaldnast að
mynda ráðuneyti. Þannig er ástand-
ið á Þýskalandi og svo mun það
vera víðar.
Víða í Mið-Evrópu, einkum þó
á Þýskalandi hefir afstöðu höfð-
ingjavaldsins til lúngvaldsins enn
eigi verið til fullnustu markaður
bás, það er að segja eftir að Þýska-
land varð lýðveldi. Stjórnþjónar
vorir eiga eftir að láta sér skiljast,
að sýslanir þeirra eru einungis um
boðslegs eölis, — að þeir eiga að
annast um framkvæmd laganna, en
ekki að búa þau til. Þá dreymir enn
um þá gömlu, góðu daga, er keis-
arinn sat að völdum, — ekki á-
byrgðarlaus með öllu, eins og sumir
halda, er þjóðinni var stjómað af
miskunnarKtlu, gersamlega ábyrgð-
arlausu höfðingjavaldi, — milj-
ónamæringum úr hópi iðnaðarleið-
toganna. Þeir virðast eiga afar örð-
ugt með aö átta sig á því, að stjórn-
þjónar skuli eigi mega sitja á þingi
þjóðarinnar. Sá sannleikur virðist
þeim óráðanleg gáta, að lögjafarnir
séu sjaldnast 'best til þess fallnir
að annast um framkvæmd laga
þeirra er þeir semja,
A hinn bóginn er það jafn víst
að þingmenn vonir eiga eftir að
láta sér skiljast, aö hlutverk þeirra,
er annað en það, a_ð annast um
starfrækslu hinna ýmsu stjómar-
deilda. Þeir eiga að sjálfsögðu að
beita áhrifum sinum við stjórnina
í sambandi við hina ýmsu mál, er til
sannra þjóðþrifa miða og veita
henni nægilegt fylgi til að geta
haldist við völd og starfað í rétta
átt, En það er síður en svo nauð-
synlegt að þeir stingi nefinu inn
í hvern krók og kyma stjórnardeild-
anna, því þar eru aðrir að verki,
er betur vita. Meðstjórnendur
voldugs fésýslu fyrir tækis, mundu
ekki láta sér til hugar koma að
vfnna starf framkvæmdarstjórans
og bókhaldarans, því þeim væri
ljóst, að þar væru aðrir að verki
með meiri æfingu.
Stjörnmálaflokkarnir eru enn
aðskildir, meö pólitískum landa-
merkjalínum, ef svo mætti að orði
kveða, — aðskildir sökum mismun-
andi þjóðfólagslegra, heimspeki-
legra og trúbra|gðalegra skoðana,
og verða það vafalaust lengi enn.
Þó er nú verið að draga skýrar,
hagfræðilegar línur, er grípa djúpt
inn í hið eldra fyrirkomulag, og
jafnvel umturna mörgu, sem venj-
an hefir helgað á þvi sviði. Má til-
dæmis benda á það, að allvíða
skiftast þingmenn nú í flokka, ein-
göngu éftir því, hvort þeir teljast
til vinnuveitenda, eða vinnu þiggj-
enda. Af þessari nýju skjiftingu,
stafar gömlu flokkunum hætta og
eru þeir þegar farnár að gera sér
þess ljósa grein.
Loks ber að minnast gjáarinnar
miklu, milli lífsskilnings jafnaðar-
manna og þeirra, er sannfærðir eru
enn um óskeikulleik og ágæti nú-
jverandi fjármálakerfis. Þar er um
að ræða tvær germismunandi
grundvallarstefnur, sem aldrei geta
átt samleið, nema þá að örlitlu leyti.
Það er engan veginn eins örðugt
og sumir halda ,að gera út uin
deálumál milli vinnuveitenda og
vinnuþiggjenda, er út af kaupgíaldi
rísa. Má oftast nær finna meða'veg
í þeim málum, er viðkoma peninga-
legum hagsmunum begja aðilja. Kn
um gerólíkar grundvallarstefnur er
samkemulag lítt hugsanlegt. Vé;
berjumst sjaldan upp á lífið fyrir
því, sem vér erum sannfærð.ir um
að geta skift meðal vor. Hefði Helen
af Tróju aðeins verið skiftanleg
gróðahlutdeild, mundi Trójustríðið
auðveldlega hafa orðið umflúið.
En um grundvallarstefnumar' er
öðru máli að gegna,eins og þegar hef
ir verið drepið á. Þær beinast sín i
hvora áttina, og um þær hljóts að
skapast andvígir flokkar. Það eru
slíkar stefnur, er ráða mismunandi
afstöðu vorri, gagnvart tolllöggjöf,
peningagengi og þar fram eftir
götunum.
Arangurinn af þessari tvískift-
ingu, sem þó er í rauninni ekki
nema eðlileg, er sá, að stjórnum
reynist örðugt að afla sér þing-
meirihlplta, og við það líður oft
bæði löggjafar- og umlboðsvalds
kerffð halla. Það er því engan veg-
inn óskiljanlegt, aö framgjarnir
og fjaskygnir hugsjónamenn hafi
í aðra átt eftir umbótum á sviði
þjóðfélagsmálanna og hallist að al-
ræðismanns fyrirkomulaginu, að
minsta kosti til reynslu, og telji
sér og* öðrum trú um, að þar sé
þann leiðtoga að finna, er leitt geti
hinn þjakaða lýð út úr eyðimörk-
inni.
Þlngræði og alræðisvald.-eru eins
og gefur að skilja tvær andstæður.
Hlutverk fýðkjörinna þingmanna,
er að ræða málin og reyna að finna
milliveg. En alræðismaðurinn skip-
ar og krefst hlýðni þegar í stað.
Samt sem áður þegar betur er
að gætt, er alræðis fyrirkomulagið,
ekki undif öllum kringumstæðum,
gagnstætt lýðstjómar hugmyndinni.
Alæðismaður getur verið kosinn
við almenna atkvæðagreiðslu og við
völd getur hann tæplega haldist
lengi nema því aðeins, að hann
njóti ærið almennrar lýðhyllL Þó
gæti auðveldlega svo farið, að þeir
er styddu alræðismanninn með
miklu afli atkvæða, gætu undir eng-
um kringumstæðum ráðið yfir
meiri hluta á þingi, samkvæmt
gildamjj þingræðisreglum. Hvað
veldur?
Hér er um að ræða víðtækt við-
fangsefnii, er skoða þarf frá öllum
hliðum.
Örðugleikarnir, sem núgildandi
stjómarfyrirkomulag á við að
stríða, stafa yfirleitt frá fjárhn
ástæðum og stefnum, sem eru
fléttaðar inn í sannfæringar og
hugsjónakerfi lýðsins. Þótt nú væri
aðeins minst á örðugleikana, er
samtíðin á við að stríða í þessu til-
liti, þá má óhætt fullyrða að þeir
fylgji öllu stjórnarformi og hafi
áð ednhverju leyti fylgt, hverju
nafni, sem nefnist. Pólitísk áhöld
megna aldrei að! greiða fram úr
þeim. Til verulegra umbóta á þessu
sviði, þarf víðari sjóndeijdarhring,
einlægari tilraunir til að draga úr
sársauka stéttabaráttunnar, en við
hefir gengist hingað til og meiri
samúð með stefnunum yfirleitt,
hvort heldur þær falla oss í vil, eða
ekkr.
Járnbrautamálið
á Islandi.
Stjórnin hefir látið prenta og út-
býta á Alþingi Framhaldsskýrslu
um járnbarutarmálið, eftir Geir
G. Zoega vegamálastjóra, þar sem
hann lýsir þeirri niðurstöðu af
rannsóknum sínum, að hann telji
heppilegast og réttast að fullnægja
með járnbraut þörf suðurláglend-
isins fyrir bættar samgöngur.
Árið 1923 gerði norskur verk-
fræðingur, Sverre Möller, áætlun
um
kostnað við járnbrautarlagn-
ingu austur,
en síðan hefir verðlag breyzt til
muna. Þegar verkamálastjóri
dvaldi í Noregi síðastliðið haust,
endurskoðuðu þeir Sv. M. kostn-
aðaráætlunina og samræmdu hana
núverandi verðlagi. Telst nú svo
til, að stofnkostnaður járnbraut-
ar að ölfusá, sem fullgerð sé á 3
árum, verði 6,250,000, en ef braut-
i.n nær austur fyrir ölfusá, þá
yrði kostn. 6,475,000 kr.
Þá hefir Sv. M. einnig endur-
skoðað áætlun sína um reksturs-
kostnað járnbrautarinnar. Sam-
kvæmt því verður tekjuafgangur
upp í vexti 36 þús. kr. á öðru ári,
en á 10. ári 308 þús. kr. — eða 5%
af starfskostnaði.
Þá er þess getið í skýrslunni, að
fullyrða megi, að rekstur braut-
arinnar verði talsvert ódýrari, ef
notaðir verði
mótorvagnar
að einhverju leyti í stað eimreiða.
“Mótorvagnar hafa á síðustu ár-
um náð talsverðri útbreiðslu, af
nálægum löndum sérstaklega í
Sviþjóð og Danmörku. Þeir eru
af ýmsri gerð, og notað til elds-
neytis ýmist bensín eða hráolía.
Einkum hafa þeir reynst hentugir
til fólksflutninga, en síður þar
sem eru miklir vöruflutningar.
Aðal ókostur þeirra er, að drátt-
araflið upp brekkur er fremur
lítið. Með því að hér gætir mest
fólksflutninga, en brautin hins-
vegar tiltölulega hallamikil, má
búast við, að mótorvagnar yrðu
einkar hentugir í sambandi við
eimreiðarrekstur.” Von er á til-
lögum og áætlunum frá Sv. M.
innan skamms, um notkun mótor-
vagna á járnbrautinni hér. — Um
notkun rafmagns
tii reksturs brautinni, segir vega-
málastjóri:
“Hér eru ástæður þannig, að
rafmagn getur því að eins komið
til greina, að kostur sé á því á
mjög v'ægu verði til annarar starf-
rækslu aðallega. Veldur þar um
mestu í samanburðinum, að kola-
eyðsla brautarinnar verður svo
tiltölulega lítil, hún er áætluð um
600 smál. á 2. ári, og svo hitt, að
raforkuveitan meðfram brautinni
er mjög kostnaðarsöm.
Eg get um þenna möguleika
fyrir rafvirkjun járnbrautarinn-
ar, með því að ekki er óhugsandi,
að nokkur hreyfing komist á virkj-
un Sogsfossanna áður langt um
líður.”
Þá fylgir áætlun um
kostnað við fullkominn akveg að
íflfusá og bifreiða samgöngur.
Er gert ráð fyrir, að nota bæði til
fólks og vöruflutninga stórar bif-
reiðar, af þeirri gerð, er aflvélin
knýr bæði fram- og aftur-hjól, og
miðað við, að þessar bifreiðar
'dragi á eftir sér í lest 1 eða 2
fólks- eða vöruvagna. Bifreiðar
og vagnar er áætlað að kosti 500
þús. kr., stöðvar 300 þús. kr., og
vegurinn 35,000 þús. kr. samtals
4.300,000 kr.
Vegamálastjóri gerir nú'sam-
anburð á járnbraut og bifreiða-
flutningum:
“Reksturskostnaður bifreiðanna
er áætlaður meiri en járnbrautar
og munar þar mest um eldsneytis-
eyrðsluna, sem óhætt er að telja
minst tvöfalt meiri. Annar liður-
ir.n sem mestu munar, er gúmmí,
sem er áætlað kr. 66,800.
Rekstrar afkoman hefir verið á-
ætluð þessi:
Á 2. ári—bifreiðar halli kr.
16,700; járnbr. hagur kr. 63,000.
Á 10. ári—bifr. hagur kr. 182,-
000; járnbr. hagur kr. 308,000.
Þegar enn fremur er tekið tillit
til, að það er þó líklegra, að fram-
kvæmanlegt þyki síðar meir, að
nota raforku til reksturs járn-
brauta en bifreiða, þá er bersýn--
legt, að bifreiðarnar verða miklu
háðari, en járnbrautin, verðlagi
útlendrar vöru, eldsneytis og gúm-
mí, sem ætlað er þegar á 2. ári að
kosti um 160 þús. kr. En járn-
brautin notar þá eldsneyti fyrir
að eins 30 þús. kr. með 50. kr. verði
fyrir hverja kolasmálest. Af öðr-
um gjaldlið. munar mest um kost-
nað á viðhaldi brautar, eimreiða
og vagna, svo sem kaup starfsfólks.
Þessir liðir eru mun hærri en til-
svarandi gjöld bifreiðanna.
Hvernig sem á málið er litið,
verður rekstrar afkoma bifreið-
anna miklu lakari en járnbraut-
arinnar. En mest gætir þó hins,
að þær jafnast alls eigi við járn-
braut um að fullnægja þörfum
vaxandi umferðar. Nú verður að
gera ráð fyrir því, að ræktun Suð-
urlands undirlendisins vaxi til
muna, jafnvel í náinni framtíð,
svo, að framleiðsla og flutning-
ar geti margfaldast frm úr því
sem áætlað er á 10. rekstursári.
Til þess vaxtar eru mörg skilyrði
fyrir hendi. Er þá aðgætandi, að
járnbrautin getur afkastað miklu
meiri flutningum án þess að kaupa
þurfi vagna eða eimreiðar eða
kosta verulega meiru til viðhalds
brautinni og til fólkshalds. En
jafnóðum og umferð bifreiða vex,
þarf að bæta við nýjum, því þær
sem fyrir eru anna ekki meiru en
þe:m var ætlað í upphafi.
í samanburðinum gætir þess
og nokkuð, að bifreiðarnar verða
seinni í förum en eimlestir á járn-
brautinni. Þeim er ætluð 2% klst.
milli Reykjavíkur og ölfusár, en
svo stórar bifreiðar sem þessar
mega ekki aka hratt, sízt ef vagn
tr hnýttur aftan í þær. Hámarks
ökuhraði þeirra er t. d. í Dan-
mörku 24 km. á klst. og að eins 15
km. á klst. með vagn. Með við-
stöðu yrðu þá fólks bifreiðarnar
um 3 og hálfa klst. eða einni klst.
lengur á leiðinni en eimlest.
í þessu efni er mjög fróðlegur
samanburður við reynslu þá, sem
fengin er í nálægum löndum. Mun
eg því skýra frá þeirri reynslu
eftir kynningu, sem eg hefi af
henni haft bæði á ferðum erlend-
is og í ýmsum skýrslum.”
Því næst ræðfr í skýrslunni um
reynslu annara þjóða
í þessum efnum og þá sérstaklega
um reynslu Norðmanna; um hana
er niðurstaðan þessi:
“Reynslan í Noregi er því sú,
að þrátt fyrir sérlega víðtæka
notkun bifreiða, út um allar sveit-
ir, þá hefir þeim hvergi verið ætl-
að að anna svo miklum flutning-
um, sem hér eru austur. í þeim
sveitum, sem flutningarnir eru
mesiir, er lögð sérstök áherzla á
að koma bifreiðaferðum sem hag-
anlegast fyrir, víða til þess að búa
á þann hátt í haginn fyrir járn-
braut síðar. En eg þori að full-
yrða, að hvergi í Noregi á nokkur
sveit með slíkri flutningsþörf sem
Suðurlandsundirlendið hér, að búa
við svipaðar samgöngur, örðugar
og ófullnægjandi.”
Ályktun
vegamálastjórans er á þessa leið:
“Allir, sem nokkuð eru kunn-
ugir hér sunnanlands, hljóta að
verað sammála um, að brýn þörf
er fullkominnar samgöngubótar
milli Reykjavíkur og Suðurlands-
undirlendisins. Aðallega hefif
menn greint á um, hvort vit
gæti verið, að hugsa til að leggja
þar járnbraut, hvort járnbraut
þyrfti ekki miklu meiri flutninga,
en hér eru, til þess að hún yrði
ekki afarþungur baggi. í þeim
umræðum hættir mörgum við,
bæði að gera of lítið úr flutning-
um milli Reykjavíkur og Suður-
landsundiríendisins, og eins hinu,
að ætla að slíkar smábrautir þurfi
miklu meiri umferð en raun er á,
til sæmilegrar rekstrarafkomu.
Þá er borin er saman járnbraut-
in við bifreiðar, verður að gæta
þess, að með járnbrautinni má
anna mjög auknum flutninguhi án
þess að rekstrarkostnaður vaxi til
miikilla muna. En til aukinna
! flutninga á bifreiðum vex rekstr-
arkostnaður nálega í hlutfalli við
flutningana. Má þannig fullyrða,
að járnbrautin er meir til fram-
búðar en bifreiðarnar. Enda sýnt
! með áætlunum hér að framan, að
rekstur bifreiða ber sig jafnvel i
I byrjun lakár en rekstur járn-
brautar.
Eftir að eg nú um lengri tíma
hefi á ýmsan hátt kynt mér þetta
mikilsverða samgöngumál, hefi eg
sannfærst um, að járnbrautin er
Leppilegasta lausn þess og jafn-
iramt sú réttasta, hvort sem litið
er á hagnað beinan eða óbeinan
eða árlegan rekstrarkostnað.
Reynist áætlanir Möllers ná-
lægt sanni, sem vænta má, því
þær hefir einmitt verið reynt að
gera mjög varlegar, þá á járn-
brautin að vera fær um að svara
5% vöxtum af stofnkostnaði eftir
að éins 10 ár, og jafnvel nokkrum
rekstrarafgangi upp í vexti þegar
á fyrstu árum.
Sumum kann að þykja þetta ó-
trúlegt, og má að sjálfsögðu um
það deila, hve ört menn vænta
aukinna framkvæmda og fram-
leiðslu í héröðum þeim, er braut-
in nær til. Um hitt ættu menn að
geta verið sammála, að hér eru
ýms góð skilyrði fyrir framtaks-
sama athafnamenn til þess að
rækta landið, en sem ekki verða
notuð, nema slík stórfeld sam-
gongubót skapi grundvöllinn, ó-
dýra og trygga flutninga, bæði
fyrir afurðir og aðfluttar vörur,
svo sem byggingarefni, tilbúinn
áburð o. flj—Vörður.
Andlátsfregn.
Þann 3. marz s. 1. andaöist að
heimili s;inu skamt frá Blaine Wash.
bóndinn Sigurður Sigurðsson eftir
langvarandi ellilasleik.
Hann var fæddur 6. nóv. 1843 á
bænum Stórhóli í Eyjafirði. Faðir
hans var Sigurður Sigurðson tré-
smiður, sem heima átti á Akureyri
í mörg ár og flestir eldri Eyfirð-
ingar munu kannast við, en móðir
hans var Sigríður Hallgrímsdóttir
frá Hvammi í Eyjafirði. Sigurður
sál. ólst upp hjá afa sínum Og
ömmu á Efstalándi í öxnadal, var
amma hans og Jónas skáld Hall-
grímsson systrabörn. Var Sigurður
sem flestir ættmenn hans greindur
vel og ‘bókhneigður.
Sem unglingur dvaldi hann um
stund hjá Hafstein amtmanni á
Möðruvöllum en stundaði síðar búð •
arstörf í mörg ár hjá frænda amt-
mannsins Jakob Havsteen á Odd-
eyri.
Sigurður heitinn giftist Þóru
Sigurðardóttur ættaðri úr Fnjóska-
dalnum 10. júli árið I875.
Fluttust þau hjón vestur um haf
árið 1883. Dvöldu þau fyrst i Nýja
Islandi og Winnipeg en áttu síðar
bú i allmörg ár i Cypress municip-
ality nálægt Argyle bygðinni is-
lensku.
Vestur að hafa fluttu þau fyrir
rúmum 20 árum og settust að á of-
urlitlum landbletti skamt fyrir sunn-
an Blaine. Þeim varð 11 barna auð-
ið, eru 6 þeirra enn á lífi, 3 í Ar-
gyle en 3 vestur við haf.
Ssgurður sál. hafði verið gleði^
maður hinn mesti á yngri árum og
æfinlega, jafnvel eftir að ellihrum-
leiki meinaði honum að sækja mann-
fundj, glaður og góður heim að
sækja. Þóra kona hans spilti heldur
ekki heimilis glaðværðinni, því hún
er ennþá glaðlynd og ókvíðin þrátt
fyrir langvinnt erfiði, háan aldur
Og margítrekaðan ástvinanúissi.
Úm það hefi eg heyrt kunnuga
ræða að Sigurður sál. hafi verið
dyggur sem hjú og vandaður flest-
um fremur, sem verslunarmaður.
Á hvorugan mátti halla húsbóndann
eða viðskiftamanninn þegar hann
sinti afhendingu ’í Gránufélagsbúð-
inni gömlu á Oddeyrimni.
Þylcir mér líklegt að heimurinn
yrði talsvert öðru vísi og stórum
betri, ef menn sýndu samskonar
ráðvendni við öll sín störf.
All erfitt mun stundum hafa ver-
ið undir fati fyrir félitlunt hjón-
um mefr 11 tbarna hópinn, en elcki
var um það kvartað og veeri vel ef
fleiiri hefðu hina norrænu þreklund
þeirra hjóha. Mynnist eg þess oft
er eg geng frá nýorpnum gröfum
landnemanna að lítill sé nú orðinn
vor þjóðararfur, því angur og
kveinstafir láta mér þá illa í eyrum.
Nú hefir honum gefist hv'ildin
og launin að loknu starfi en hún
biður ejtir ókvíðin, enda hefir
henni gefist mikil gæfa með góð-
um börnum og yngsti sonur henn-
ar Jón mun annast ha/ia með sama
trúlyndi og hann hefir þjónað for-
eldrum sinum báðum.
MÆÐUR!
Notið ávalt við hrufum
sprungum eða skurö-
um Zam-Buk. Þau
smyrsl draga úr sviða,
bólgu og græða nýja
húð,
Illkynjuð sár á höfði — Mrs. E.
Webster,'519 Seigneurs St., Mont-
real, segir: “Við óttuðumst að
litla stúlkan okkar mundi missa
hið fallega hár sitt. En Zam-Buk
kom í veg fyrir það. Með notkun
þessa meðals iafnt og þétt, sma-
hurfu hin ægilegu sár.
Skurður í fingurgóm—“Drengur-
inn minn skar sig í fingur og helzt
leit út fyrir að sækja yrði lækm.
En til allrar hamingju hafði eg
Zam-Buk við hendina. Smyrsl þau
drógu úr sársaukanum og græddu
fingurinn á fimm dögum,” segir
Mrs. J. E. Bierwith, að Carnduff,
Sask. í bréfi til vor.
Fáðu öskju af Zam-Buk hjá lyfsal-
anum í dag! Aðeins ein stærð, á
á 50c, 3 fyrir $1.25. ZamJBuk
Medicinal Toilet Sápa, 25c stykkið
Eg minnist jæssa aðeins af því
það er fögur fyrirmynd á þessari
öld, þegar tæk’færin lokka börnin
í burt en glaumurinn lætur þau svo
tíðum gleyma skyldunni.
Sigurður sál. var jarðsunginn frá
heimili s!inu þann 6. marz s. 1. af
Séra H. E. Jónssyni.
H. E. J.
Hveitisamlagið.
“The Co-operative Elevator Com-
pany” í Saskatchewan hefir á-
kveðið að taka tilboði Hveitisam-
lags Saskatchewan fylkis um kaup
á öllum eignum félagsins. Gerð-
ist þetta á fundi, sem haldinn var
nýlega og urðu 366 atkvæði með
því að selja, en að eins 77 á móti.
Þegar búið er að ganga frá
samningum öllum, þessum kaup-
um viðvíkjandi, verður Hveitisam-
lagið í Saskatchewan eigandi og
hefir full umráð yfir því, sem hér
er talið:
451 kornhlöðu í Saskatchewan,
27 viðauka við kornhlöður,
2 kornhlöður í Port Arthur.
Samningar um leigu á C. N. R.
kornhlöðu í Port Arthur.
Kornhlaða í Buffalo, N. Y.
Skrifstofubygging í Regina.
30 hús fyrjr umboðsmenn fé-
lagsins.
Hveitisamlagið í Saskatchewan
á nú þegar 90 kornhlöður, en þær
verða 540, þegar þær, sem nú eru
taldar, bætast við. Verða þær
allar notaðar fyrir þessa árs upp-
skeru.
Þeim, sem þetta lesa, er boðið
að spyrja um hvað sem er viðvíkj-
andi Hveitisamlaginu og verður
þeim spurningum svarað í þessu
blaði.
Hagalagðar.
Þó að gráni af jeli jörð,
jeg er enn að tína
um holtin, flóa, og heimaskörð
hagalagða mína.
Þegar kvöldar, held eg heim,
Huldu mína að finna.
Hún má þá úr hárum þeim
hörpustrengi spinna.
Drífur að sjónum draumalið,
druknar hinsta ljóðið;
þá er sælt að sofna við
síðsta spunahljóðið.
Hjálmur Þorsteinsson, Hofi.
—Lesb. Mbl.
CanadianPacific
getur sjed um ferd ydar
Y F I R H A F I D
til Bretlands og annara landa
med hvada gufuskipi sem er
ÁkveðiÖ í tíma
Upplýstngar fúslega gefnar af \KANADIAHfl
E. A. McGuinneNS, T. Stnekdnle, VcPACiriCy
City Ticket Agent, Winnipeg. Depot Ticket Agent, Winnipeg YL»jiii.WAYJ
e^a 663 Main Street, Winnipeg, Man.