Lögberg - 17.06.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.06.1926, Blaðsíða 6
Bla. 6 LÖOBERG FEMTUDAGINN, 17. JÚNl 1926. Dularíullu far- þegarnir Eftir Allen Upward. að eg vildi leigja leikhúss-salinn fyrir evan- gelisku samkomuna. Því var ekkert til fyrir- stöðu, og samræður okkar urðu brátt alúðleg- ar; hann var eins og hann væri skapaðnr til að vera veitingamaður — mærðarmikill og opin- skár, og hjá honum fékk eg því allmikið að vita. SJÖTTI KAPITULI. Lafði Redleigh. “ Já herra,” sagði hann sem svar við einni af athugsemdum mínum, “það er afar leiðinleg saga, það er gagnslaust.að neita því. Það get- ur verið gott fyrir slíka menn að segja, að skot- ið hafi hlaupið úr ibyssu þeirra af tilviljun, og það á sér alloft stað, en það eru margar teg- undir af óvarkámi, og þegar maður fer út að skjóta í því ásigkomulagi, að hann getur ekki miðað bysunni rétt, og ekki hindrað skotið frá að hlaupa úr henni, þegar manneskja gengur beint á undan honum, þá er hann alveg óhæfur, hr., og mig furðar alls ekki að fólk talar allmik- ið um þetta, einkum frekjumennimir þama nið- ur í Lamb, — því við höfum allmarga af þeim, og þeir segja, að hefðj það verið skytta, sem hefði deytt herramann, í stað hins gagnstæða, þá hefðu menn heyrt talsvert meira um þetta; en auðvitað er þetta léleg öfund. ‘Eg segi alt- af, að maður megi ekki dæma samvistamenn sína, og ef við hefðum ekki eitthvað betra að brúka tímann til og hugsa um, þá mundum við líka lenda í ofdrykkju og öðmm svívirðingum. ó heyrðu, mamma” — þetta var talað til mjög feitrar konu, sem nú kom inn — * ‘ dragðu tapp- ann úr portvínsflösku. Yður er vonandi ekki á móti skapi, að væta varirnar ofurlitla ögn?” Hinn velæmverði svaraði, að sér væri það ekki mótfallið. “Það er rétt, hr., þannig á það að vera. Eg er annars aldrei vanur að drekka neitt svo árla dags, en í þetta skifti ætla eg að víkja út frá reglunni.” Svo byrjaði eg aftur að tala um Sir Arthur og sagði: “ Já, en hefir nú Sir Arthur ekki átt í rifr- ildi við konu sína, og er það ekki þess vegna, að hann hefir leitað huggunar hjá flöskunni?” Vínsalinn hristi höfuðið. t “Nei, hr., satt að segja hefir hún ekki átt hinn minsta þátt í því. Hann var farinn að drekka löngu áður en hann sá hana. Nei, það er nú mín reynsla, að fólk lendir ekki í svívirð- ingum, þó það mæti mótlæti, heldur af því, að það liggur í eðli þeirra frá fæðingunni. Takið þér mann, og kennið honum allar þær dygðir, sem þér getið fundið undir sólinni; látið þér hann sverja Good-Templuram holustueið og öðmm félögum — og áður en þér vitið hið minsta um það, hefir hann læðst inn á hinár bönnuðu brautir. En að hinu leytinu getið þér tekið — þökk fyrir, góða’’, þetta sagði hann við konuna, sem kom með flöskuna— “þér getið tekið — þökk, liéma, hr., smakkið á þessu, og segið mér svo, hvort það sé ekki hreinn þrúgna- safi — þér getið tekið annan—” nú greip hann fram í fyrir sjálfum sér, til þess að tæma glasið sitt, sem hann hafði fylt strax aftur — “þér getið tekið annan, sem er fæddur og uppalinn í vínsöluhúsi, og hefir lifað þar alla æfi sína, eins og eg, og sem þó ekki drekkur meira en hann vill og honum er holt. Nu, viljið þér ekki annaÖ glas í viðbót, hr.?” “Þökk fyrir,” sagði eg og bragðaði á vín- inu, sem hann hafði aftur helt í glasiÖ. “Eg hefi líklega ekki getið um það, að við sátum í dagstofu gestgjafans. “Já, eg ætla líka að drekka eitt ásamt yð- ur, til þess að sýna, að eg sé ekki hræddur við mitt eigið vín, hr.” — svo fylti hann glasið aft- ur. “Já, hr., hún er merkileg þessi löngun til að drekka áfengi, og svo það, að menn geta ekki neytt þess í hófi. Sko nú—” Eg sá, að eg varð að stöðva þennan straum um siðferði, ef eg ætlaði að fræðast um eitthvað hjá honum, og þess vegna greip eg fram í. “Eg hefi alls ekkert heyrt um þessa gift- inu. Þér vorað komnir að því að segja mér, að lafði Redleigh væri nú í sinnisveikra hæli. Þekkið þér hinar nánustu kringumstæður?” “Hvort eg þekki þær? Já, hr., eg held að sá maður, sem bjó til braúðkaups morgunverð- inn, hljóti að þekkja dálítið til þessa. 0g já, það er hræÖileg saga. Mig furðar í rauninni, að þér skulið ekki hafa heyrt neitt um þetta; en það.var líka alt gert, sem mögulegt var, til að bæla hana niður og verjast þess, að hún kæmi í 'blöðin. Það er sagt, að Binks — Binks er sá maður, sem sendir blöðunum allar nýjungar héðan — það er sagt, að hann hafi fengið hund- rað pund til þess að senda ekki blööunum neina fregn um þetta, en samt sem áður er það furða, að það skuli ekki hafa borist út. Já, þaÖ var yndisleg stúlka, — dóttir prestsins. Hún var sú fegursta í þessum hluta landsins, og þegar hún var á danssamkomum í Stolneshire, dans- aði hertoginn í Instaple við hana. Það var mikið talað um hana og lávarð East, en eg held að það hafi verið marklaust, þó út liti fyrir hún gæti fengið hvern sem hún vildi af ungu mönn- unum hérna. En Sir Arthur mun hafa verið sá ríkasti af þeim, sem beiddu hennar, og svo tók hún hann. En það var þvert á móti vilja hennar, sögðu menn; en gamli Brown hefir alt af verið fátækur, og ungi Brown, bróðir hennar, lenti í einhverjum vandræðum í háskól- anum, svo að það varð að senda hann beint til Ástralíu, og Sir Arthur bauðst til að borga all- ar skuldir hans hér, og gefa honum auk þess þúsund pund til að byrja með þar yfir frá. Þannig var ásigkomulagið, og þess vegna fékk faðirinn og bróðirinn hana til að játast Sir Sir Arthur.” ■“Hún hefir þá ekki elskað Sir Arthur Redleigh?” “Nei, það mun bæði hafa veriÖ lundarfar hans og hinn vondi vani, sem hún gat ekki liÖ- ið, því hann var nafnkunnur sem ofdrykkju- maður; nú, hr., viljið þér ekki eitt glas enn þá, eg sé að þér þekkið góðar vörur; reglulegur drykjusvoli orÖinn þá, ekki af því tagi, sem tek- ur sér dálítið tár í félagi við góða vini — eg held eg verði að fá mér eitt glas enn þá, svo að þér 'Séuð ekki einn um dropann; en einn af þeim, sem elskar áfengið vegna þess sjálfs, og neytir þess nær sem vera skal. Nú, hann var orðinn heilsulaus löngu áður en hann giftist henni, þó að hann væri eitt sinn hraustasti maðurinn í * Stolneshire. Þó að eg sé hófsamur, þá hefi eg aldrei hraustur verið, en iSir Arthur eyðilagði góða heilsu með drykkjuæði ,sínu, svo engin skynsöm stúlka vildi hafa neitt með hann að gera, löngu áður en hann giftist ungfrú Brown.” “Þetta er sorgleg saga. En hvað skeði svo seinna? Hvernig atvikaðist það, að hún misti vitið?” “Já, það er það sorglegasta af þessu; en það veit líklega enginn, hvernig það skeði. Alt, sem við hér í Haughton vitum, er, að faÖir hennar gifti þau í kirkjunni héma; að því loknu neyttu þau brúðkaups morgunverðarins, eins góðs morgunverðar og nokkur maður hefir neýtt, og þegar honum var lokið, fóra þau með lestinni til Skotlands. Nú — það næsta sem við heyrðum um þau, var, að morguninn næsta fékk presturinn símrit um aÖ koma undir eins á eftir þeim; hann fór því strax af stað, og líkt- ist meira dauðum en lifandi manni, og litlu síð- ar kom sú fregn, að hin fagra Lára Brown, væri orðin bandvitlaus, og að fyrstu nóttina hefði hún orgað og hamast, svo þtir urðu að binda hana, til þess að hún gerði hvorki sjálfri sér eða öðrum neitt mein.” Mér varð þungt í skapi við að heyra þessa viðbjóðslegu sögu. Að svo miklu leyti sem eg gat séÖ, var hún óviðkomandi leyndarmálinu, sem eg átti að uppgötva, en samt sem áður hafði eg sterkan áhuga á þessari ógæfusömu konu. “Og hvað fleira skeði svo? Hafið þér ekk- ert heyrt um hana síðan ? ” “Nei; frá þessu var skýrt þannig, að brjál- æðiÖ væri arfgengt, þó við hefðum aldrei heyrt um það getiÖ í þessari ætt.' Hún var látin í sinnisveikra hæli einhvers staðar í Skotlandi, held eg, þó er eg ekki viss um þaÖ, og gamli Brown kom hingað aftur eins og skuggi af sjálf- um sér — eg held að hann geti aldrei gleymt þessu. Sir Arthur huggaði sig við flöskuna, eins og venja hans var; já, þetta er mjög sorg- leg saga. Nú, viljiÖ þér ekki eitt glas enn þá, hr.t” “Nei, þökk fyrir, ekki meira núna. En hvaÖ hefir svo Sir Arthur gert síÖan þessu fór fram? Og hve langt er síðan?” “Hér um bil þrjú ár; það var annaÖ hvort rétt áður, eða eftir, aþ lávarður East dó. Hvað hann hefir gert síðan, það ættuð þér að geta hugsað yður, hr”, og til þeqs að hjálpa mér til að geta rétt, lyfti hann glasinu upp að munnin- um, og þegar hann varð þess var, að það var tómt, lét hann það á borÖið og fylti það aftur. “Já, mér þykir þetta leitt fyrir Sir Arthur. AuðviI^aS vorkendu allir honum, þegar þetta hafði skeð; en það era engar afsaknir til fyrir að verða — er þetta annað glasið mitt, eða hið þriÖja? Hið fjórða! hamingjan góða, þá verð- um við að fá aðra flösku opnaða! — engar af- sakanir til fyrir að verða reglubundið fyllisvín — nema ef þér viljið heldur konjak? Mér finst alt af konjak eiga bezt. við mig á eftir portvíni. Nei, hr., —• slíkt reglubundið fyllisvín, einn af þeim sem aldrei geta verið án flöskunnar, þó þeir vilji það. Heyrðu, mamma!”—hann kall- aði aftur á konuna, sem strax kom ofan stigann — “Nei, hr., þegar einhver maður er fallinn svo djúpt, — ó, ertu þarna, góÖa mín? títveg- aðu mér ögn af konjaki en ekki of sterkt. Þú veizt það nú. Þetta er gott. Já þegar byrjað er á þessari reglubundnu ofdrykkju eins og Sir Arthur stundar, en ekki að eins við tækifæri, ,eins og eg, heldur dag eftir dag, eins og þér skiljið—” (nú kom konan aftur með konjakið í staupum). — “En hvað er þetta, Mary, hvað meinar þú að koma með konjakið í fingurbjörg- um. Farðu og sæktu mér reglulegt glas” — (konan fer). “Já, hr., maður verður að forð- ast að verða þræll vínsins. Venjið yður aldrei á, að bragða að eins á víni, en drekkið eins mik- ið í hvert skifti og yður finst að þér þurfið, og hættið svo.” Eg gat ekki varist því að hugsa, að ef þessi góði maður fylgdi þessari reglu, þá mundi líða langur tími áður en hann hætti. Eg hafði enn þá fræðst lítið. Að eins kynst lundarfari Sir Arthurs dálítið, en ekkert, sem benti mér á óvild lávarðar Fatheringham til hans, sem eg um fram alt vildi fá að kynnast; og heldur ekkert um það, hvort Sir Arthur hafði haft ástæðu til að hata skyttuna sína, og þess vegna sneri eg samtalinu til að tala um þjón Sir Arthurs. “Þektuð þér nokkuð þenna mann, sem var skotinn?” spurði eg. “Burlston? Ó-já, eg kyntist honum dálítiið viÖ og við. Hann var nú ekki sá maður, sem hann átti að vera, en mig furðar það ekki sök- um konu hans.” “Var hún rifrildisgjöm?” “Nei það var hann sem var svo harður með köfluin að það er sagt, að hún hafi drukkið all- oft. Hann hafði fyrir vana, að hegna ,henni fyrir það; og hún vildi þess vegna einu sinni skilja við hann. En það var Sir Grosse sem hún varð aÖ snúa sér til í því efni og hann fékk hana til að hætta viÖ þessa kröfu af því liann vissi að Sir Arthur mundi ekki líka skilnaður- inn. ” “Era þeir þá svo góðir vin?” “Ó, eg held þeir séu ekki góðir vinir, miklu heldur það gagnstæða, þar eð hr. Grosse er reglusamur maður og fremur drambsamur, svo hann metur lítils að vera vinur slíks fyllisvíns og Sir Arthur er, sem eg ásaka hann ekki fyr- ir, því menn verða að gæta virðingar sinnar. En hvað er orðiÖ af konjakinu? Ó, afsakið mig augnablik, hr.” Svo stóð hann upp. Eg stóÖ líka upp. “ Já, nú verð eg að fara,” sagði eg; “eg þarf að heimsækja fleiri menn, og fyrri hluti dags- fns er þegar liðinn. Var Burlston annars upp- runninn í þessari sókn?” “Nei, hann var að eins búinn að vera hér í fjögur ár. Eg held að hann hafi komið frá Norfolk, þegar hann fékk stöðu hjá Sir Arthur; en viljið þér ekki einn dropa, hr., áður en þér farið?” “Nei, þökk fyrir, eg get ekki drukkið meira, en mér þætti vænt um að þér hefÖuð hádegis- verð tilbúinn hannda mér klukkan tvö, þegar eg kem frá heimsóknunum, sem eg verða að gera. Ó, þér erað máske svo góður að vilja lána mér vagninn yðar, fyrir góða borgun auðvitað, þar eð eg er ókunnugur vegunum hérna.” SJÖUNDI KAPITULI. i Lítil fjölskyldu þrœta. MeÖan verið var að búa út vagninn, hugsaði eg hvað eg ætti nú að gera. Eg hafði heyrt svo mikið bæjarslúður, sem eg skeytti um, og það var ekki sennilegt, að eg fræddist um meira í Haughton. Eg ásetti mér þess vegna að heim- sækja Sir Arthur sjálfan. En áÖur en eg færi þangað, áleit eg hentugast að líta inn til vinar hans, hr. Grosse. Eg hafði góða ástæðu til þess- arar heimsóknar fyrir meðmæli prestsins, og eg áleit líklegt, að hann gæti gefið mqr upplýs- ingar, sem væra miklu meira virði en hinar, sem eg gat búist viÖ af slíkum manni og vínsalan- um. Auk þess gat eg ekki losnað við þá skoðun, sem hafði fest rætur hjá mér, ^ftir samtal mitt við lávarð Fatheringham, að hr. Grosse stæði á einn eða annan hátt í sambandi við það hat- ur, sem hans liágöfgi bar til Sir Arthur Red- leigh. Að minsta kosti var hr. Grosse líkleg- astur til, ef hann vildi gera það, að kasta skær- asta ljósinu yfir kringumstæðurnar, sem stóðu í sambandi við dauða Burlstons. Ef það hefði verið annað en hrein og bein óhappa tilviljun, hlyti hann -áreiðanlega að vita það. Undir eins og vagninn var ferðafær, bað eg ökumann að fara með mig til Grosse. ÁSur en tuttugu mín- útur vora liðnar, komum við þangað. Það var fallegt heimili, sem stóð í miÖjum, litlum trjá- runna. Eg fekk þjóninum, sem opnaði dymar, nafnspjald mitt, og hann fór undir eins með mig inn til húsbónda síns. Um leið og hann opnaði dyrnar, heyrði eg þessi orð töluð með hörðum og hótandi róm: “Eg vil hafa þetta þannig, eg ef þú vogar að óhlýðnast—” Þegar dymar voru opnaðar, þagnaði sá, sem talað hafði; en eg kom nógu snemma til að sjá, að eg hafði truflað dálitla f jölskylduþrætu. Það vora að eins tvær persónur í herberginu. Við aðra hliðina á stóru borði, og næst dyrun- um, stóð hár, dökkleitur og hörkulegur maður. Það var auðvitað Grosse sjálfur. Beint á móti honum stóð ein af þeim fallegustu ungu stúlk- um, sem eg hefi séð, og sneri andlitinu að mér, þegar eg kom inn. Hún getur naumast hafa verið eldri en átján ára, og var svo fjörleg og saklaus á svip, eins og hún væri átta ára gamalt bam. En það hefir eitthvað veriÖ, sem henni féll afar sárt, því hún grét eins og hjarta henn- ar ætlaði að springa. Hún gat einu sinni ekki hætt, þegar hún sá mig koma inn, en byrgði aug- un með vasaklútnum og flýtti sér fram hjá mér út úr herberginu. Faðir hennar leit til þjóns- ins, eins og hann ætlaði að eta hann, og hann leit lítið vingjamlegar til mín. En klæðnaður minn hefir líklega bannað orðunum, sem lágu á tungu hans, yfir variraar, því hann bað mig nokkurn veginn kurteislega að fá mér sæti. Eg sagði honum hver eg væri, og sömuleiöis um hina fyrirhuguðu samkomu, og jafnframt því, að hr. Brown hefði sagt, að eg mætti vonast eft- ir stuðningi frá honum. Á meðan eg talaði, sá eg að hann reyndi að bæla niður reiði sína, og þegar eg þagnaði, svaraði hann rólegur, að eg mætti vænta nærveru ginnar. Því svaraði eg þannig: “Eg vona aÖ geta fengið lávarÖ Fathering- ham ti'l að vera formann saníkomunnar. ” “Einmitt það! Það þykir mér vænt um að heyra. Hann er náskyldur mér, eins og þér máske vitið.” Eg kvaðst hafa heyrt það, og bætti svo við: “Máske þér viljið gera svo vel og fá nokkrar af hinum eldri f jölskyldum hér í umhverfinu til að hjálpa okkur, Sir Arthur Redleigh til dæmis?” Hann hnyklaði brýmar og leit gransamlega til mín, sem kom mér til að álíta, að hann hefði getið sér til um orsok heimsóknar minnar til hans. En hann leit strax af mér, brýrnar urðu sléttar og hann svaraði: “'Sir Arthur Red- leigh er sá maður, sem sízt af öllum vill taka þátt í samkomum yðar. Hvernig datt yður í hug að nefna hann?” “Eg bjóst við, að þér þektuÖ hann,” sagði eg rólegur. “Því í blöðunum hefi eg séð nafn yðar í sambandi við nafn hans.” Þessi fáu orð komu honum til að bíta á vör- ina, og hann hugsaði sig um, áður en hann svar- aði: “Eg er hræddur um, að þér hafiÖ orðið fyrir röngum áhrifum þar. Þér eigið auðvitað við yfirheyrsluna og réttarúrskurðinn viðvíkj- andi ógæfusömu skyttunni. Það er satt, að Sir Arthur Redleigh og eg, erum nágrannar, og að við vorum af tilviljun samferða á veiðar þenna dag; en eg get fullvissaÖ yður um, að við eigum ekkert sameiginlegt, og mér þykir leitt að mitt nafn er tvinnað saman við hans í þessu afar- leðnlega máli.” Hann talaði með allmiklum áhuga, og leit út fyrir að vera fúsari til að segja sig úr öllu sam- bandi við Sir Arthur, heldur en nauðsynlegt var. Eg festi þetta í huga og vogaði að snúa mér aftur að efninu með því að segja: “Eg skil svo vel tilfinningar yðar, hr. Þetta hefir auðvitað verið mjög leiðinlegur viðburður fyrir yður, og þó að maÖur líti afsakandi augum á Sir Artliur, þá varpar þetta skugga á hann. Eg álít þó, að það hafi verið rétt, sem sagt var við yfirheyrsluna, að hann hafi ekki borið óvildar- hug til skyttunnar?” “Nei, það gerði hann alls ekki,” sagði hr. Grosse ákafur. ‘ ‘ Mér þætti það afar-leitt, ef eg heyrði nokkurn efast um það. Þér megið óhik- að trúa því, að engin óvild átti sér stað á milli þeirra. Redleigh er að sönnu sá maður, sem eg ber ekki virðingu fyrir — lífsreglur hans era svo ólíkar mínum — en eg er samt isiðferðislega sannfærður um, að hann getur ekki borið falsk- an vitnisburð fyrir réttinum.” Hann var nú jafn ákafur í að verja Sir Arth- ur, eins og hann var áður að neita því, að þeir væri vinir. Eg kinkaði kolli, eins og eg væri á- nægður með það, sem hann sagði, og sagði svo eins rólega og eg gat: “Segið mér, lir. Grosse, hvort þér vitið nokkuð um ekkju þessa vesal- ings manns, frú Burlston. Mér komu alveg á óvart áhrif þessarar mein- lausu spurningar. Hann hafði aÖ sönnu alt af verið dálítið órólegur, en þessi síðustu orð sannfærðu mig um, að hætta var á ferðinni. Hann leit til mín reiÖiþrútnum augum og stóð snögglega á fætur, eins og hann vildi með því láta mig skilja, að samtali okkar væri lokið. “Afsakið,” sagði hann drembilega, “en eg vil helzt ekki þurfa að tala um það, sem stendur í' sambandi við þetta mál. Eins og eg hefi sagt yÖur, þá var það tilviljun, sem kom mér í sam- band við þetta óhappaskot, og mér þykir mjög leitt að vera gerður að umtalsefni fyrir óþarfa forvitni og mælgi. Eg vona að þér fáið ánægju af samkomu yðar.” Þetta var liið sama og að segja mér, að sam- ræðunni væri lokið, og eg átti því ekki annars kost, en að kveðja hann og fara, án þess aÖ láta nokkra undran í ljós. Þegar eg kom að vagnin- um, gaf eg ökumanni skipxm um, að fara aftur til ve itngahússins, því eg hélt, að þar væri má- ske einhver í nánd, sem hlustaði á hvað eg segði; en þegar við vorum komnir út úr runn- anum, bað eg hann að fara með mig til Haugh- ton Court. Haughton Court er mjög fallegt höfðingja- setur. Auðvitað hvorki svo stórt, gamalt og tígulegt eins og Fatheringham Towers, en þó mjög álitlegt heimili. Eg furðaði mig ekki á því, að gamli Brown hafði skorað á dóttur sína að verða húsmóðir þar, þó aÖ hún, til þess að verða það, yrði að giftast ofdrykkjumanni. Við ókum gegnum fagran trjágang heim aÖ höfð- ingjasetrinu. Kyrð var yfir öllu og enginn mað- ur sást úti. Mig grunaði alt í einu, að eitthvað hefði komið fyrir, og varð órólegur yfir þeirri hugsun, að eg hefði mist fórnardýr mitt af ein- hverjum viðburði. Það var með skjálfandi hendi, að eg hringdi bjöllunni. Eg varð að bða dálitla stund þangað til maður kom til dyranna og á meÖan fór kvíÖi minn vaxandi. Loksins þoldi eg ekki biðina og hringdi aftur. Nú voru dymar opnaðar undir eins, og illa klæddur þjónn kom út. Hann leit forvitnislega á prestafatnað minn. “Er Sir Arthur heima?”' ispurði eg. “Nei, hr.” svaraði hann frekjulega. “Nær búist þiÖ við honum heim?” “Það verður langt þangað til, því hann er farinn til Skotlands.” Til Skotlands! Þar sem menn héldu að sinnisveikrahæliÖ væri, er lafði Redleigh dvaldi í. Hvað átti það að þýða? ÁTTUNDI KAPITULI. Skyndileg ferð. Eg skrifaði síðast í dagbók mína frásögnina um hina gagns lausu heimsókn mína í Haugh- ton Court. Eg viðurkenni að eg, þrátt fyrir reyns'lu mína, varð hálfringlaður við þá fregn, að fórnardýr mitt var farið til Skotlands, tveim dögum eftir réttarhaldið, þar sem hann var að- almaður málsins. Auðvitað gizkaði eg strax á, að hann hefði farið til að vitja um hina ó- gæfusömu konu sína. Eg sagði því við þjóninn: “'Skotlands? Vitið þér hvaða pláss í Skotlandi Sir Arthur hefir ætlað til?” “Nei, það get eg ekki sagt yður, hr. (Eg smokkaði nú fáeinum skildingum í hendi hans.) Það er að segja, við vitum hvert hann er vanuí að fara (aftur fáeinir skildingar). Kæra þökk, hr., það er til Stuarts konungs hótels í Stirl- ing.” “Til að líta eftir lafði Redleigh?” “Já, það álítum við, hr.” Framkoma hans var nú öll önnur. “Sir Arthur hefir farið þangaÖ nokkrum sinnum á hverju ári, síðan hann giftist.” “Nær fór hann af stað?” ‘ ‘ Rétt núna, hr. Það er naumast hálf stun^ síðan hann ók af stað. Ef þér akið strax til Stolne, þá munuÖ þér geta náð honum, áður en hann fer þaðan.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.