Lögberg - 17.06.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.06.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FLMTUDAGINN, 17. JÚNl 1926. Bls. 5. Whoopee-ee!! The Cowboys eru ad koma til Sex Daga i Júní 29. til Júlí 5. Championship Cowboy Contest Það verður líf í þessu piltar! Beztu reiðmenn, sem nokkurs staðar finn- ast, koma tií Winnipeg, til að taka þátt í ‘‘Stampede” leikjunum. Leikimir fara fram á hverjum degi. Byrja kl. 2 síðari hluta dags og kl. 7 að kveldinu. Aðgöngumiðar eru nú til sölu í öllum helztu búðum bæjarins og kosta $1.10. Ef þér kaupið aðgöngumiða nú, þá hafið þér tækifæri til að fá Pontíac bíl fyrir ekkert. Þér komið að sjá leikina hvort sem er, og því þá ekki að kaupa aðgöngumiðann strax og forð- ast þvöguna við innganginn? . Hér verður alt að sjá, sem vanalegt er á “Stampedes”. Staðir og óþægir hestar, kapp- reiðar menn ríða berbakt viltum hestum, ná kálfum með því að vef ja reipi um hálsinn á þeim, og gera það af hestbaki; sýnt hvemig' viltar kýr eru mjólkaðar; menn standa á lend- inni á hestunum og láta þá svo hlaupa. Margt fleira verður þar gert, sem er engra meðfæri, nema þaulæfðra reiðmanna. MjEYGT af baki Koinið og sjáið The Stampede! Þér sjáið vilta hesta, hrikalega viðureigiji milli manns og hests; vilta uxa, sem sitja um tækifæri til þess að ráðast á piltana og stanga þá ; fallega og fljóta kálfa; fallegar og djarfar stúlkur, sem ekki láta hættuna draga úr sér kjarkinn, en era djarfleg^r og brosa fallega til áhorfendanna hyernig sem gengur. Þar em hestar keyrðir svo hart, að það liggur við að alt brotni í mél. Hestamir detta stundum, en standa upp aftur og halda áfram hlaupunum. Þar er sýnt, hvernig margir hestar, sem festir em saman, reyna sig við samskonar hóp af hestum. Allir era hestarnir bara Mlf-tamdir. Það er gaman að sjá hvernig farið er að mjólka viltar kýr. Þar geta menn einnig séð róm- verska leikinn, þar sem maður stendur á tveim- ur hestum, en þeir hlaupa sem harðast; detti maðurinn er lífi hans og limum hætta búin. Þar gefur einnig að líta “relay races” og “chuck wagon races”. —annars alt sem full- komið “Stampede’” hefir að bjóða. u ONE WILD AND WOOLÝ WESTERN WEEK” — “RIDE ’IM COWBOY!!” The Winnipeg Stampede er undir ráðsmensku Alberta Stampede ,Co. Ltd. WELSH BROTHEKS, Stampede Managers. PETER WELSH, President. H. C. McMULLEN, Director-General. FRED KENNEDY, Stampede Secretary. ...... .iimiímim.............. ræktaða akra þess lands, getur gert sér í hugarlund hve mikið var starf frumbýlinganna. Stein- ar og stokkar tala stundum. Björg- in og trén, sem íslenzkir innflytj- endur vestra ruddu úr landnámi sínu, eru þöglir en þó talandi vottar um atorku þeirra og manngildi. Það er hverju orði sannara, að: “Landnemans lesa má lífssögu um engi og tún.” Víðlend akurlönd og blómleg býli, sem risið hafa á rústum fyrstu bjálkakofanna, brosa nú hvervetna við augum í nýbygðum íslendinga vestan hafs. , Svona eru framfarirnar miklar á tæpum mannsaldri. í borguhum hafa landar okkar einnig brotið sér braut til bættra lífskjara og koma þar fram sömu einkennin og með- al frumbyggjanna í sveitunum. Eigi veit þá, er þetta’ ritar neitt ná/kvæmlega um peninga- eða land-eign íslendinga 1 Vestur- heimi, en hitt er honum kunnugt, að margir þeirra eru vel efnum búnir, þó einnig séu þeir, sem við örðugri fjárhag eiga að búa. Svo munu flestir íslendingar skapi farnir, að þeim þyki sá kostur verstur, að af þeim fari engar sögur. Þessu skapbrigði hefir mjög borið á meðal landa okkar vestra. í þjóðfélags og stjórnmálum hafa þeir tekið all- mikinn þátt, einkanlega á síðari árum, og ýmsir þeirra aflað sér góðs orðstírs á þeim sviðum. Þing- manns-sess hafa sumir þeirra ^TDODDS W IKIDNEY 0 k"lLMí Lght*s di5bV , hP'^BETE S B V|l| Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, (hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. sckipað og skipa enn, og aðrar trúnaðarstöður. Vert er að geta þess, að um all-langt skeið sat ís- lendingur í dómsmála ráðherra- sæti Manitoba fylkis og þótti fylla þann sess með sóma. Á öðrum starfsviðum hafa land- ar okkar einnig látið til sín taka þar vestra, og unnið sér traust og sæmd. í presta- og læknastétt eiga þeir margan ágætismann eigi síður en í mörgum öðrum stöðum þjóðfélagsins. Seilst hafa þeir einnig inn á svið lista og vísinda. í hljómlist og málverka mætti nðfn nefna, sem aukið hafa orðstýr ís- lands. Vísindamenn hafa þeir átt, eigi all-fáa 1 ýmsum greinum og eiga í flokki sinum. Líklega er það á vitorði allra íslendinga, að landi þeirra, fæddur í Canada, er heimskunnur landkönnuður og rithöfundur. Eru rit hans, svo merk sem þau eru, vonandi lesin af þeim hér heima, sem ensku kunna, og hefir margt óþarfara verið unnið en að snúa þeim á íslenzka tungu. Engir hafa þó borið merki ætt- lands síns fram til stærri sigurs eða meiri frama, heldur en ís- lenzkir námsmenn vestan hafs. Þeir hafa eigi ósjaldan verið fremri öllum öðrum samferða- mönnum sínum á námsbrautinni og borið veríílaun af hólmi. Tveir þeirra unnu hinn fræga Rhodes- námsstyrk, en sá sem hlýtur þann heiður, fær í hlut þriggja ára dvöl við fremstu háskóla Bret- lands. Skipa menn þessir nú há- ar stöður. Er annar þeirra pró- fessor í klassiskum fræðum við Wesley College í Winnipeg, en hinn rektor lagaskólans þar 1 borg, þessir tveir eru nefndir hér sem dæmi. Fjölda margir aðrir hafa fetað í fótspor þeirra og orp- ið bjarma frægðar á land sitt og kynstofn. Væri samin ýtarleg frásögn um afrek íslenzkra náms- manna vestan hafs, mundi það unglingum heima á íslandi holl- ur lestur, og hleypa þeim kappi í kinn. Félagslíf meðal lslendinga vestra er auðugt, einkanlega í þeim bygðum og borgum þar, sem margt þeirra dvelur. Ýmiskonar félagsskap hefir verið komið á fót, og stuðlað mjög að viðhaldi máls og þjóðmenn- ingar; aukið kynning og sam- vinnu manna meðal. I trúarefnum má með sanni segja, að byltingasamt hafi ver- ið, enda skoðanir skiftar í þeim greinum, en formælendur beggja trúarstefnanna, sem efstar hafa verið á baugi, einbeittir og sókn- harðir. Bíður það sögunnar oð leggja fullnaðardóm á það mál. Hins vegar er það ljóst, að flokka- skiftingin innan vébanda trúmál- anna hefir hreinsað loftið og hald- ið mönnum betur vakandi and- lega, en ella hefði verið. Kirkju- leg starfsemi meðal íslendinga í Vesturheimi hefir verið og er, víð- tæk mjög og áhrifarík, og víst er um það, að kirkjan hefir átt drjúg- an þátt í viðhaldi þjóðernisins. Þá hafa íslendingar vestra eigi átt lítinn hlut í bókmentalegri iðju þjóðar sinnar. Fjölda blaða og tímarita hafa þeir gefið út, um lengri eða skemmri tíma, auk vikublaðanna tveggja, sem bezt eru kunn almenningi hér heima. Misjöfn hafa þau auðvitað verið að ágæti og áhrifavaldi, en mjög hafa þau stutt að viðhaldi máls- is og alls þess, sem -íslezkt er. Útgáfa bóka hefir eigi verið minni að vöxtum, einkanlega skáldsögur, þýddar og frumsamd- ar, og ljóðabækur, að ógleymdum fjölda smárita ýmislegs efnis. Nokkrir menn vestra hafa fengist við skáldsagna gerð, en hinir eru þó miklu fleiri, sem ljóð hafa ort, og þó ýmsir séu í þeim hóp, sem ekki geti talist til hinna stærri spámanna, þá eru hinir einnig okkrir, sem vel má skipa á bekk með hium betri, ef eigi beztu, ljóðskáldum íslenzkum, samtíðar þeirra, jafvel þó undan sé skilinn Klettafjalla-örninn. Mun það því ólítill skerfur, sem landar vestra hafa lagt til bókmenta-auðs ætt- landsins. Þess má einnig minnast, að nokkru hafa íslenzkir Vestmenn snúið á enska tungu af Ijóðum þjðskálda okkar, og mörgu ágæta- vel. Yngri kynslóð þierraer nú farin að iðka ljóðagerð og skáld- sagna á ensku máli, og má gera sér góðar vonir um arðinn á því sviði, eftir því sem á stað er farið. Af þessu stutta yfirliti sézt, að um auðugt líf er að ræða meðal íslendinga vestan hafs, sérstak- lega þegar þess er minst, að þeir eru að eins fáeinar þúsundir. Að lokum skal rædd að nokkru barátta landa ókkar fyrir við- haldi tungu sinnar og þjóðernis. Er hún eigi talin síðast vegna þess að hana beri að telja lítinn eða ómerkan þátt í starfsemi þeirra, heldur af því, að hún er, að dómi þess, er þetta ritar, merkilegust, þegar haft er í huga fámennið, fólksdreifðin og aðrir örðug- leikar. , Mælt mál íslenzkt þar vestra, er að vísu eigi óblandaá, en þó furðu hreint; eins óbj^gað og við má búast, eftir atvikum öllum. Svipað er um ritmálið, þó líklega vandi menn sig þar alla jafna bet- ur. Viðhald þjóðernis og tung- unnar er áreiðanlega öllum þorra manna metnaðarmál, og það ætla eg að þjóðræknisstarfssemin hafi aldrei verið ákveðnari en einmitt nú. Sum þau öfl, sem að því marki vinna, hefir þegar verið bent á. Þjóðrælumfélagið með deildum í mörgum hinna íslenzku bygðarlaga, starfar með miklu fjöri að viðhaldi máls og menn- ingar. Winnipeg-deildin heldur árlega uppi, á vetrum, kenslu í ís- lenzku, ókeypis þeim er njóta vilja. Færir margur sér það í nyt. Sýn- it þetta hvorutveggja hvern á- huga menn hafa á þessum málum. Með fyrirlestrahöldum og sam- komum er einnig unnið, bæði í borgum og sveitum. Sérstaklega má nefna íslendingadaginn, þjóð- hátíð landa vestra, sem haldinn er árlega í Winnipegborg og víðar 2. dag ágústmánaðar. Er jafnan vel til hans vandað. Ræður eru haldnar, kvæði eru flutt og ætt- jarðarsöngvar sungnir, að ó- gleymdum glímum og öðrum í- þróttum. Sækir margt manna há- tíð þessa og hefir hún verið máttugt afl til sameiningar og á- hrifadrjúg í mesta máta. Bent var á það hér að ofan, að nærri hefði verið höggvið íslandi, er það þurfti að sjá á bak svo margra barna sinna. Af því sem sagt hefir verið er það ljóst, að vart er hér um algert tjón að ræða. Þeir, sem vestur fluttust, hafa eigi með öllu týnst ættjörð sinni. Þeir hafa borið nafn henn- ar um heiminn, því að rauplaust má segja, að þeir hafi reynst mæt- ir borgarar í kjörlandi sínu, en góður íslendingur, hvar sem hann dvelur, er bezta auglýsing landi sínu og þjóð. Menningarsambandi hafa þeir jafnan haldið við ættjörðina, og verið gefendur, eigi síður en þiggjendur, sem sýnt hefir verið. Bókamarkaði hennar hafa þeir verið drjúgur styrkur. Áhrif frá þeim hafa borist heim og eigi ó- sjaldan til hins betra, hafa vakið menn og hvatt til framsóknar. Trygð hafa þeir haldið við ætt- landið. Bera ljóðin þau öll, sem því eru helguð þess Ijósastan vott. ósanngjarnt og ofdjarft mundi það, að álíta þau einlægnislausar varajátningar. “ísland hverfur, æskuströndin, eins og slitni hjartaböndin”, eru upphafsorðin að einu slíku kvæði nýortu; svipað mun fleir- um í hug komið. Hlýlega hef- ir oft verið hugsað heim. Það hefir sýnt sig í verkinu. Hvenær sem þörfin var stærst , var örlát bróðurhöndin rétt yfir hafið. Næg- ir að benda á þátttöku íslendinga vestra í stofnun Eimskipafélags- ins okkar. Þessi hjálpfýsi er meir en fögur. Hún kemur innan að og er vottur hinnar sönnustu þjóðrækni. Á þessum merkisdegi megum við heima niinnast landanna vestra með þakklæti óg virðing. Saga þeirra er saga okkar og á söguspjöld íslands verður ferill þeirra skráður skýru letri. Aths.—Hér er að eins stiklað á steinum, en beina vil eg því til rit- stjóra tímaritanna hér, hvort úr vegi mundi að fá einhvern þann, sem glögga þekkingu hefir, til þess að rita ýtarlega um þetta efni ís- lenzkum almenningi til gagn- semdar og fróðleiks.—Höf. Frá Islandi. Lögrétta hefir nokkrum sinn- um áður sagt frá landskjörinu og undirbúningnum undir það. En framboðsfresturinn var útrunn- inn 5. maí og komu fram 5 listar, sem prentaðir eru hér á eftir. En kosningar fara fram 1. júlí næstk. og á að kjósa 3 þingmenn (og aðra þrjá til vara) í stað þeirra Sigurðar Eggerz, Ágústs Helgasonar og Gunnars Ólafsson- ar, en tveir hinir síðarnefndu sitja nú á þingi sem varaþing- menn Sig. Jónssonar frá Yztafelli og Hjartar Snorrasonar, sem dán- ir eru. A-listinn er listi Alþýðuflokks- ins, B-listi er listi kvennasamtak- anna, C-listi frá íhaldsflokknum, D-listinn frá Framsóknarflokkn- um og E-listinn frá hinum ný- stofnaða Frjálslynda flokki. A-listi: Jón Baldvinsson, frú. Jónína Jónatansdóttir, Erlingur Friðjónsson á Akureyri, Rebekka Jónsdóttir á fsafirfði, Ríkharður Jónsson myndhöggvari og Pétur G. Guðmundsson, Reykjavík. B-Listi: Frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir, frú Guðrún Lárusdóttir, Halldóra Bjarnadóttir og frú Að- albjörg Sigurðardóttir. C-listi: Jón Þorláksson fjár- mála ráðherra, Þórarinn Jónsson alþingism., hæstaréttardómara- frú Guðrún Briem, Jónatan Lín- dal á Holtastöðum, Sigurgeir Gíslason verkstjóri í Hafnarfirði og Jón Jónsson'í Firði í Seyðis- firði. D-listi: Magnús Kristjánsson landsverzlunarstjóri, Jón Jónsson bóndi í Stóradal, Kristinn Guð- laugsson á Núpi í Dýrafirði, séra Þorsteinn Briem á Akranesi, Páll öermannsson á Eiðum og Tryggvi Þórhallsson. E-listi: Sigurður Eggerz banka- stjóri, Sigurður Hlíðdal dýralækn- ir, Akureyri, Magnús Friðriksson bóndi á Staðarfelli, Magnús Gísla- son sýslumaður á Eskifirði, Ein- ar G. Einarsson í Garðhúsum í Grindavík og Jakob Möller al- þingismaður.—Lögr. Séra Björn Þorláksson á Dverga- steini, sem nú hefir sagt af sér prestskap, hafði átt sæti í sýslu- nefnd Norður Múlasýslu í 35 ár, og var nú ákveðið á sýslunefnd- arfundi þar nýlega, að stofna sjóð til almenningsþarfa, sem beri nafn hans, og lagðar fram í því skyni úr sýslusjóði 500 kr. Svb. Sveinbjörnson prófessor dvelur enn í Khöfn. Hann hefir nú samið hátíðarsöng fyrir Al- þingishátíðina væntanlegu sumar- ið 1930 og var hann leikinn á kvöldskemtun Dansk-íslezka féj lagsins í Khöfn 16. maí.—Lögr. Séra Ragnar E. Kvaran prédik- aði í Fríkirkjunni fyrra sunnu- dag og talaði um verkefni íslenzku kirkjunnar, vildi að hún léti meira til sín taka almenn mál, en hún gerir. Ræðan kemur í næsta hefti “Morguns.”—Lögr. 27. apr. Sigurður Baldvinsson búfræð- ingur og bóndi á Kornsá í Húna- vatnssýslu, lézt að Korpúlfsstöðum í Kjós á sumardaginn fyrsta, hinn 22. apríl. Var hann ráðinn til að taka þar við ráðsmannsstörfum fyrir Thor. Jensen. Sigurður var 44 ára að aldri, fæddur sumar- daginn fyrsta 1882. Sigurður var giftur iSigurlaugu Björnsdóttur, Sigfússonar á Kornsá og konu hans Ingunnar Jónsdóttur. Hafrannsóknaskipið “Dana” er lagt á stað frá Khöfn og er for- ingi þess nú dr. A. C. Johansen. , » Fram að miðjum mánuði stund- ar skipið rannsóknir við Dan- merkurstrendur, en síðan heldur það til Færeyja og íslands. Mest- um hluta rannsóknartímans ætlar skipið að verja til iþess, að rann- saka síldargöngurnar hjá Norður- landi. Búist er við því, að rann- sóknunum verði hætt í september. Meðal rannsóknamanna er Árni Friðriksson kandídat, en Bjarni Sæmundsson verður með í rann- sóknunum við fslandsstrendur. Dr. Johansen Scmidt (sem hef- ir verið rannsóknarforingi að und- anförnu), kemur til Hafnar um miðjan júní úr ferðalagi til Kyrrahafsins, og mun hann þá fara til íslands og slást í hópinn. Hansen er skipstjóri á Dana eins og áður..—Mbl. í maí. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum þess hve efni og útbúnaður er fullkominn. Kievel Brewing Co. limiíed St. Boniface Phones: NI178 N1179

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.