Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 1
HUlitf 39. ARGANGUR II WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. AGÚST 1926 I! NÚMER 32 Munið að láta skrásetjast í J>essari viku verSa allir, sem lieima eiga í Winnipeg, og sem greifta vilja atkvæði við kosningarn- ar, sem fram fara 14 september, aö sjá um að nöfn sin komist á kjör- skrána, sem samin verður og notuö viö þessar kosningar. Hver maður verður að fara sjálfur á þá staði, þar sem skrásetningin fer fram og gefa þeim er þar vinna nafn sitt og heimilisfang. Þó eru nokkrar und- antekningar frá ]>essu, ef menn eru veikir eða fjarverandi. Geta þeir þá látið aðra skrásetja sig. Skrásetn- ingaskrtfstofurnar eru opnar alla þessa viku á þeim timum dags, sem hér segir: kl. 9—1; kl. 2—6 og kl. 7—9- Allir karlar og konur, hafa rétt til að skrásetjast og greiða at- kvæði sem eru brezkir þegnar, en 21 árs að aldri og hafa átt heima í Canada eitt ár og i kjördæminu i tvo mánuði. Hver maður þarf vand- lega að gæta þess, að hann getur því aðeins greitt atkvæði, að hann sjái um að nafn hans komist á kjör- skrána, meðan tími er til eða nú í þessari viku. Borginni er skift í fjögur kjör- dæmi. Assiniboine áin skilur South Winnipeg og South Centre Winni- peg. Sargent Ave. skilur South Centre og North Centre Wpg. og C.P.R. járnbrautin skilur North Centre og North Wípg. Rverju kjör- dæmi er skift í margar kjördeildir og er ein skrifstofa í hverri deild, þar sem menn eru skrásettir. Hvar hver maður á að skrásetjast er ekki hægt að skýra nema með uppdrætti af borginni, en skrásetningarstað- irnir eru þessir: South Winniþeq No. 1— ^57 Scott street. 2— 109 Osbome street. 3— 558 Osborne street. 4— 669 Osborne street. 5— 671 Corydon Avenue. 6— 803 Corydon avenue. 7— 1065 Dorchester avenue éFire Hall/. 8— 436 Academy road. 9— 542 Academy road. 10— 1230 Pembina highway. 11— Pire Hall, St. Mary’s road, St. Vital. South Centre Winnipeg No. 1— 212 Graham avenue. 2— 261 Carlton street. 3— 352 Hargrave street. 4— 389 Carlton Street. 5— 473 Ellice avenue. 6— 125 Kennedy street. 7— 142 Spence street. 8— 7502 Langside street. 9— 398 Maryland street. 10— 278—Sherbrook street. 11— 156 Sherbrook street. 12— 139 Arlington street. 13— 361 Banning street. 14— 1308 Portage avenue. 1^5—Fire Hall, Ferry street, St James. 16— Municipal Hall, Linwootj street 17— Bannatyne scool, Louise ave. North Centre IVinnipeg. No. 1— 110 Henry avenue. 2— 211 Rupert street. 3— 307 Ellen street. 4— 410 Bannatyne avenue. 5— 721 Elgin avenue. 6— 54 Isabel street. 7— 745—Notre Dame avenue. 8— 663 Beverley street. 9— 1092 Ingersolle street. 10— 1526 Roy avenue corner of Éast. 11— 1086 Pacific avenue. TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR i kveðjusamsæti 4. ágúst 1926. I. Ljúft er þér í þriðja sinn, að bjóða þökk í stefum minna hversdags ljóða, landnámsmaður mesti er fer um veg. Landeign þín nær lífs um alla heima. Lýðveg færstan spárnar þína geyma. Borg þín jafnvel betri en Winnipeg. Undra sál í Vínlands. vegabótum. Vitringur, sem grefur dýpst að rótum. Vestræn lofgerð — allan aldur minst! Hugur þinn sem Ása elzt ei getur. Enginn dauði er þess, er hugsað getur lífið fram — unz sólir sortna hinst, II. Þú ert eins og íslendingadagur ætti að vera — djúpur, víðsýnn, fagur. iHliðskjálf efst á himni íslenzks manns. Stærsta vitskáld allra Islands tíma. Ýms þó virðist liðugri að ríma, mannvit stærst þinn bátur bar til lands. íslands söngstu öldnu og nýju fræðin inn í spök og hugdjúp snildarkvæðin endurborið íslenzkt guðamál. Þeir, sem hvorki vit þitt dá né vilja, völuspár né ritningar ei skilja, Hávamál né helga Jesú sál. Hinir eignast. landnám ljóða þinna, líta veröld fagnaðsdrauma sinna, þokulaust, frá þínum sjónarhól. Því í djúpi vits þíns, varminn sterki: velvildin,' þitt lífsins aðalsmerki, framtíð verður sælli börnum sól. III. íslenzkt þjóðbrot vestra: Vínlendingar! Vitið eigi? Hvar sem tungan þingar, Stephan heyrist hátt og djúpt og snjalt. Skiljið ei? Þótt lýðir, borgir, löndin, látist, hrynji, eyðist — slitni böndin, þið í honum lifið íslenzkt alt. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Otnefndur til þingmensku í Suður-Mið-W.peg !######################################################### / »f#########K J. T. Thorson. Það er oss íslendingum mikið gleðiefni, að landi vor, Joseph T. Thorson, formaður lagaskóladeildar Manitoba háskólans, skyldi verða fyrir vali frjálslynda flokksins sem þingmannsefni hans í Suður-Mið-Winnipeg kjördæminu, sem er það fjölmennasta og á- hrifamesta kjördæmi í Canada vestan stórvatnanna, og því vandað til vals þar öðrum kjördæmum fremur. Þessi íslendingur, sem er fæddur í kjördæminu og alinn þar upp, er ekki að eins í fremstu röð Vestur-íslendinga að því er ment- un og andlegt atgervi snertir, h.eldur líka i fremstu röð allra með- borgara sinna. Hann er útskrifaður frá háskólanum í Manitoba árið 1910, og vakti þar almenna eftirtekt á sér fyrir frábærlega mikl- ar og skarpar námsgáfur. Frá háskólanuni í Manitcvba fór hann til Oxford' háskólans á Englandi og útskrifaðist þaðan með sama lofs- verða vitnisburði. í stríðið fór hann 1916 og var á Frakklandi þang- að til í marz 1919. Eftir að hann kom aftur heim, stundaði hann málafærslu um tíma og fórst það sköruléga og vel sem alt annað, er hann hefir tekið sér fyrir hendur. Nú síðustu árin hefir hann verið forstöðumaður lagaskóla Manitobafylkis og leyst það vandaverk meistaralega vel af hendi að allra dómi. Vér þorum að fullyrða, að Joseph T. Thorson er einn af þeim allra efnilegustu mönnum, sem sækja um kosningar til sambands- þings í þetta sinn. Hann er drengur góður, ágætlega vel máli far- inn, einarður vel, rökviss og skoðanafastur, og með hinum ágætu hæfileikum sínum og víðtæku mentun, er hann líklegur til að verða sér, landi þessu, íslendingum og ættlandi til gagns og sóma, hvar sem hann fer og við hverja sem hann á að etja. Joseph T. Thorson er fæddur í Winnipeg, Man., í marzmánuði árið 1889. Foreldrar hans eru þau Stephen Thorson, ættaður úr Biskupstungum í Árnessýslu á íslandi, og Sigriður Þórarinsdóttir kona hans. Það þarf naumast í þetta skifti að minna íslendinga í Suður- Mið-iWinnipeg kjördæminu á, að vera allir eitt og veita Mr. Thorson svo drengilegan styrk, að hann fari ekki hallloka fyrir döllurum aft- urhaldsmanna. Annað er ekki að óttast úr þeirri átt, því að andlegu atgervi stendur Thorson keppinaut sínum langt framar1. og ]>að gera allir Vestur-íslending- ar, hvernig honum hafi farist það, skörungsskapur hans og mælska er alþekt. Hann ihélt all-langa ræðu í byrjun samsætisins, en auk hans töluöu þeir Jón J. Bíldfell og Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ekki skal hér út í þáð farið, að segja frá því hvaö ræðumennirnir höfðu að segja og enn síður hvernig þeir sögðu þaö.Umtalsefniö var vitanlega hið sama hjá öllum : SkáldiS Stephan G. Stephansson og þaS' sem hann hefir lagt til íslenzkra bókmenta. Hér er, eins og allir vita, um stórt verkefni að ræða og verSur ekki tæmt á einu kveldi meS nokkrum samkvæmis- ræðum. Öðru nær. En í ræðum þeim öllum, er hér voru fluttar kom greinilega fram aS íslendingarnir í Winnipeg og annarstaSar hér í landi kunna aS minsta kosti, ekki öSrum lakar aS meta Stephan G. Stephan- son og það sem hann hefir bezt lagt til íslenzkrar listar og ljóða. Samkvæmi ]>etta sýndi þaS enn- frernur, að íslendingar i Winnipeg geta gleymt flokksfylginu í bili að minsta kosji, ogorðiS samtaka, þeg- ar um eittvaS þaS' er aS ræSa, sem þeim virðist nógu islenzkt og nógu stórt. Árni Eggertson flutti heiðurs- gestinum ávarp frá þjóðræknisfé- lagiúu og afhenti honum $125.00 í canadiskum gullpeningum frá nokkrum vinum. ÞaS var fleira . til skemtunar í samkvæmi þessu en ræSur einar. Skáldinu voru flutt tvö kvæði og eru þau bæði prentuð hér í blaðinu. R. H. Ragnar skemti með hljóð- færaslætti og Miss Rósa Hermanns- son söng tvisvar, tvö lög í hvort sinn. Voru söngvarnir þessir: Ein sit eg út á steini", “Sólskríkjan”, “SvásuSur’’ og “Kveldbæn.” AS öllu öSru ólöstuSu, sem fram fór i samkvæminu. ]>á þótti þó söngurinn vafalaust ]>a5 fallegasta. þetta ritar dæmir ekki um söng, en þaS má mikið vera, ef hann hefir verið sá eini af öllum sem í þetta sinn hlustuðu á Miss Hermannsson, sem ekki fanst það meira en vel geta veríð, að þessi unga stúlka ætti eftir aS njóta álíka aSdáunar fyrir sönginn, eins og St. G., St. fyrir ljóSin. SíSast talaSi heiðursgesturinn. Er ræSa hans prentuð á öðrum stað í þessu blaði, svo allir eiga kost á að lesa hana og muuv menn ekki njóta hennar síSur p;i kvæSa skáldsins. þó hún sé í óbundnu máli. AS samkomunni lókinni fóru allir ofan í samkomusalinn og nutu þar góðra veitinga, töbtSu santan og sungu nokkra íslenzka sorigva. Undir miSnætti fór hver heim til sín og má óhætt segia að gestirnir voru ánægðir yfir þvi, setn þeir höfðu notiB í samkvænn þessu og yfir því aS hafa átt þess kost aS sýna hinu mi'kla veLur-íslenzka skáldi virSingu — og vinsentd. íslendingur kosinn skrifari Winnipeg-borgar Magnus Peterson. Magnus Peterson. Canada. Hön. George H. Boivin, tollmála- ráðherra í King-stjórninni andaSist 'hinn 7. þ. m. í Philadelphia. Þang- að hafði hann keyrt í bil sínum fá- unt dögum fyr og veiktist á leiS'- inni. UppskurSur var gerður á hon- um og reyndist þaS botnangavei'ki sem aS honum gekk og urðu allar lækningatilraunir árangurslausar. Mr. Boivin var ungur maður, en hafði unnið sér mikiS álit sem stjórnmálamaSur. Hattn var tekinn t náðuneytið , september 1926, en i; desember lét hann fara aS rann- saka hvað hæft væri í þeint grun, aS óráSvendni væri t frammi höfS í sambandi við tollgæzluna. Það er alkunnugt nú að þessi rannsókn var hafin meir en mánuði áS-ur en þing kom santan í vetur og tekur því engu tali aS Mr. Stevens og hans félagar hafi knúð stjórnina til aS hef ja þessa rannsókn. Hinn 5. þ. nt. var útnefningar- fundur haldinn í Toulon, Man. fyr- ir Selkirk kjördæmi, Tóku þátt í honum allir stjórnmálaflokkar, sem mótfallnir eru hátollastefnu ihalds- manna, sem ]>egar hafa útnefnt fyr- verandi þingmann kjördæmisins, Mr. Hannesson. Á þessum fundi voru ýmsir tilnefndir til aS sækja um þingmensku í Selkirk kjördæmi og þar á meðal þrír fslendingar: W. J. Ljndal, lögmaSur; A. E Kristjánsson, prestur; og GuB- mundur Féldsted, bóndi. Mr. Lin- dal tilheyrir frjálslynda fokknum. en 'hinir tveir bændaflokknunt. Fóru leikar þannig að útnefningu hlaut I. P. Bancroft, sem áður var þing- maður kjördæmisins en beiS' ósigur við síSustu kosningar. Hann tiheyr- ir bændaflokknum. Hon. Arthur Meighen núverandi stjórnarformaSur kont til Winnipeg á laugardaginn í síðustu viku, og fór santdægurs til Headingly og flutti þár ræSu. Hann hefir veriS útnefndur sent þingntannsefni i sinu fyrra kjördænti, Portage la Prairie og hefir hann verið aS halda ræður þar þessa dagana og á nokkrunr öðrum stöSum hér í fylkinu. Hann er nú á leiS vestur að hafi og flytur ræður á ýmsurn stöSum hér í Vestur-Canada. í Sel- kirk og Winnipeg talar hann 28 þ. m. * * * Akuryrkjumála deild sambands- stjórnarinnar í Ottawa gerir ráð fyrir aS hveiti uppskeran í landinu verSi töluvert minni þetta ár heldur en i fyrra, eSa alls 348,626,000 bushel. f fyrra var hveiti-uppskera 4H,376,ooo bushel. Það er búist viS aS hveiti-uppskera heimsins verði talsvert rninni i ár, en í fyrra og er þvt búist viS að verðiS' verði hátt. Vitanlega er hér aSeins um á- ætlanir einar að ræSa enn sem kom- ið er. Frá Jóns Bjarnasonar skóla. JESÚM EÐA BARRABAS, — konung sannleikans eða ræningj- ann? “Hvorn þessara tveggja viljið þér?” verður ræðuefni mitt í kirkjunni nr. 603 Alversteone street, sunnudaginn 15. ágúst, kl. 8 síðdegis. — Eg er viss um að þú, sem lest þessa auglýsingu, vilt gjarnan koma og heyra, hver sá Barrabas er, sem margir fræði- menn og leiðtogar þjóðanna á vor- um dögum kjósa heldur en konungy sannleikans. — Allir velkomnir. Pétur Sigurðsson. fKveðjusamsæti. Siðustu tvo inánuSina, eða þar um bil, hefir Stephan G. Stephan- son skáld dvalið í Winnipeg, nema nokkra daga, sem hamLvar í North Dakota og fór þar unt “fornar stöðvar”, því aS Gardar átti St. G. St. heima áður en hann flutti vest- ur undir Klettafjöll, þar sem hann hefir búið hátt upp í fjörutíu ár. Hefir St. G. St. verið hér til að leita sér lækninga þvi heilsa hans hefir veriS biluð síSustu árin. Má full- yrSa. að liann hafi hér fengið mikla bót á iheilsu sinni. Á laugardags- kveldið í vikunni sem leið fór hann heimleiSis. En áSur en hann fór notuSu íslendingar í Wínnipeg tækifæriS meðan hann var enn meS þeim, til aS votta honum vinsemd og virðingu sína og þakka honum þann mikla skerf, er hann hefir lagt til íslenskra bókmenta. Var það gert með kveðjusamsæti all-fjölmennu,' sem honum var haldiö í kirkju Sam bandssafnaSar hér í borginni, á miS vikudagskveldiS hinn 4. þ. m. Stjórnarnefnd þjóðræknisfélags- ins gekst fyrir samsæti þessu og var öllum, sem vildu géfinn kostur á aS talAi þátt í því. Forseti félagsins, séia Jónas A. SigurSsson stjómaði samkvæminu og þarf eng- um að segja, sem þekkir séra Jónas, Skólinn byrjar 20 september. Eins og mönnunt er kunnugt hefir skólanefndin sýnt mér þann heiður að biSja mig að taka við forstöSu viS skólann á komandi ári. Þar að auki verSa þrír aðrir kennarar, Miss Geri kennir eins og í fyrra aSallega ensku. Er hún búin að vinna sér álit sem dugleg og sam- vizkusöm kenzlukona. iMiss V. Bleakley, áSur kennari i Selkirk og i St. Vital, kennir vis- indi og stærðfræði. Hún er útskrif- uð i þessurn greinum af Queens há- skólanum, og hefir getiS sér orðstír sem ágætur kennari. Hefir hún meömæli frá Mr. Knapp, eftirlits- manni Unspector) miðskóla í Mani toba, Dr. Warren, kennara i stærö- fræði viS Manitoba háskólann og fleirum. Jón Ögmundsson Bíldfell kennir aðallega sögu, latínu i neðri bekkj- unum, og kristindóm; hina siöast- nefndu grein undir leiðsögn séra Björns Jónssonar. Mr. Bíldfell lauk viö undirbún- ings-nám á Jóns Bjarnasonar skóla, háskólanámi á Wesley College og er knú ný-útskrifaSur% af kennaraskól- anum. Hann hefir reynst ötull náms maður, og er einn hinna vinsælustu ungra, íslenzkra mentamanna. ÞaS veröur mitt hlutverk að kenna frönsku, latinu í efri bekkj- unum og íslenzka. Skólinn veitir tilsögn í greinum niunda, tíunda ellefta og tólfta bekkjar miðskólans og fyrsta árs háskólans. “Þess verður getið, sem gert er” segir íslenzkt máltæki, og ekki mun það sízt í minni manna lifa, sem vel er gjört. Margir eru þeir íslendingarnir í Vesturheimi, sem vel hafa gjört, — það er: rutt sér veg í framandi landi til vegs og virðingar á hin- Sá^emjum ýmsu sviðum starfslífsins. Einn þeirra er Magnús Peterson, borgaritari í Winnipeg. Hann er fæddur í Winnipeg, Man., árið 1883. Foreldrar hans, Pétur Mágnússon og kona hans, voru þá svo til nýkomin hingað til lands frá ísafirði á lslandi. Móður sína misti Magnús skömmu eltir að hann fæddist. En ólst upp hjá föður sínum og stjúpu, þar til að hann var 11 ára, eða ár- ið 1894, að faðir hans dó. Það er all-alvarlegt fyrir ell- efu ára gamlan ungling, að verða að leggja út á bersvæði heimsins Lil þess að keppa þar um lífsfram- færslu og lífsstöðu við menn með nargra ára lífsreynslu að baki og áratölu svo tugum skiftir. En það varð Magnús að gjöra. Ellefu ára að aldri var hann, þessi föður og móðurlausi dreng- ur, tekinn til vika á bæjarritara- skrifstofu Winnipegborgar. Henni veitti þá forstöðu einn af glæsi- legustu borgurum þessa bæjar, Charles Brown, ágætur maður og mikilhæfur, sem er nú fyrir skömmu látinn. Drengurinn íslenzki gegndi trú- lega verkum þeim, sem honum voru falin, og var ávalt boðinn og búinn til vika, er yfirmaður hans þurfti á honum að halda. Að sjálfsögðu yfirsást honum i verk- um sínum eins og öllum mönnum, en það var trúmenskan 1 fari hans ásamt öðrum meðfæddum lyndis- emkunnum, sem snemma vakti at- hvgli Mr. Brown á honum og sannfærði hann um, að í Magn- úsi væri mannsefni, ef að hann fengi að njóta sín, svo hann tók hann að sér, og má segja, að hann gengi Magnúsi í föðurstað upp frá því. Með það lán kunni Magn- ús vel að fara og lagði sig fram tfl þess að reynast maklegur þess trausts, er hann þannig naut, og því hélt hann í ríkum mæli meðan að Mr. Brown lifði. En Magnús naut ekki að eins trausts og velvildar þessa eina manns, heldur allra, sem hann kyntist utan bæjarráðsins og inn.- an, og þegar að því kom að velja mann til að veita ritaraembætti Winnipeg-borgar forstöðu, að Mr. Brown látnum, þá voru allir sam- mála um, að enginn væri betur til þess fallinn, en Magnús Peter- son. Hér er stutt yfir sögu farið. Ekkert á það minst, hvernig að þessi ungi íslendingur þroskaði sjálfan sig og mentaði til þess að geta sér til sóma og þjóðflokk sín- um gegnt viðfangsefnum þeim, sem tíð og tími kölluðu hann til. Árið 1906, þegar kraftar Mr. Brown fóru að þverra, var Magn- ús gjörður að aðstoðarmanni hans; og árið 1907, er hin svo- nefnda ráðgjafastjórn )Board of Control) var mynduð hér í borg, var hann valinn til þess að vera ritari hennar, og var til þess tek- ið, hve vel hann hefði leyst það verk af hendi og hve fróður hann var um öll þau efni, er að bæjar- málum lutu og ábyggilegur í öllu, sem hann átti af hendi að leysa. Magnús Peterson er meðal- maður að vallarsýn, beinvaxinn og fremur grannur, hára og hörunds- litur frekar ljós. Honum er vel farið í andliti, svipurinn hreinn og góðlegur, augun skær og leiftr- andi, og látæði alt sérlega aðlað- andi og viðfeldið. Hann er hverj- um manni lítillátari og viðfeldn- ari. Magnús er kvæntur innlendri konu. Þau eiga 5 börn. ÞaS hefur veriö of algengt að undanförnu aS nemendur hafa reynt aS ljúka við tvo bekki — ní- einu ári. ÞaS sem nú varSar inestu er að fá marga og góSa nemendur. Sér- staklega góSa nemendur, sem kurma unda og tíunda á einu ári. Þettaj aS meta gildi mentunarinar og eru hepnast ekki nema þeim allra dug-j viljugir að leggja mikið í sölumar legustu og næmustu. enda er hver 1 til að öSlast hana. Námið virðist bekkur fyrir sig nægilegt verkefni vera svo erfitt að nemendur verSa eins árs fyrir hvern meðal nem-, aS vera stöðugir og leggja hart á sig anda. UndirstaSan hefir svo mikla ef vel á aS fara. Eg vil gjarnan leit- þýSingu að það borgar sig ekki aB, ast viS að útvega þeim nemendum, fara fljótlega yfir neðri bekkina1 sem ekki eiga heima í bænum her- nema þaS sé vel við hæfi nemand- j bergi og fæði, helst þar sem fleiri ans. Á komandi ári verSur hver sem ^ gætu verið saman. Með því móti vill reyna aS ljúka við nám í þess- j væri miklu auðveldara að hafa eftir- um tveimur bekkjum að byrja í ní- ^ lit meS þeim á þeim tíma, sem þeir unda bekk, og verSur honum ekki eru ekki í skóla. Veit eg af nokkrum leyft aS búa sig undir próf í tíunda j góðum heimilum hér í bænum þar bekknum í viðbót nema hann hafi j sem hægt er aS koma niSur tveimur sýnt framúrskarandi námshæfileika til fjórum nemendum, og mun eg eða sýnt aS hann sé fær um það reyna aS sjá um að haft sé eftirlit annara ástæða vegna. Fyrir beiSni mína hefir Dr. Fletcher, aSstoðarmentamálaráS'- gjafi, lofað aS skipa svo fyrir aS miðskóla-eftirlitsmaður vitji skól- ans og hafi eftirlit meS honum eins og öðrum mið-skólum í fylkinu. meS þeim eins vel og kringumstæð- ur leyfa. Eg vil biðja þá foreldra, eða aðstandendur, sem vilja fá gott heimili handa nemendum að til- kynna mér sem fyrst Salóme Halld&rsson. Lundar, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.