Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 6
BU. « LÖGBERG FIMTUDAGINN, 12. AGÚST 1926. Dularfullu far- þegarnir Eftir AUen Upward. “Nú — getið þér eklci skilið það. Ef það er tilfellið, að lafði Redleigh hafi batnað við að heyra nafn mitt nefnt, haldið þér þá ekki, að það mundi hjálpa henni enn þá meira, ef hún gæti sjálf talað við mig?” “ Jú, það held eg.” “En það hefir yður ekki dottið í hug fyr en núf” “Jú, einmitt. ” “Hvers vegna komuð þér þá ekki með hana hingað?” “Það er einmitt það, sem eg hefi-gert.” Fáein augnablik hafði spæjarinn ánægjn af að sjá vandræðasvip jarlsins, en sagði svo rólegur: ‘ ‘ Hún er ásamt Haworthy inni í næsta her- berginu. Hann hefir þar inni búið hana undir að mæta yður; eigum við að fara inn þangað núna?” Hann gekk nú á undan honum að dyrunum. 1 þessu næsta herbergi sátu þrjár persónur: lafði Redleigh, Haworthy og hjúkrunarstúlkan, myndarleg skozk persóna, frú McAlister að nafni. Það var hún, sem gerði mest að því, að búaLáru undir samfund hennar með lávarði Fatheringham. Haworthy, sem á ferð sinni til Skotlands hafði sýnt mikinn áhuga á þessu mál- efni, hafði undir eins og hann nálgaðist heimili sitt, fallið í hið fyrverandi þunglyndi sitt og heilabrot. Hvað skyldi hafa komið fyrir Evu á meðan hann var fjarverandi?. Það var þessi spuraing, sem hann alt af spurði sjálfan sig. Hann hafði ekkert heyrt um hana síðustu f jór- . tán dagana, þegar hún sagði honum grátandi, að trúlofun þeirra yrði að slíta. Hann hafði krafist þess alvarlega, að fá að vita orsökina til þessa, en hún vildi eða gat ekki gefið honum neina skýringu; það eina, sem hún sagði hon- nm, var, að faðir hennar hefði með ósveigjan- legri hörku skipað henni að slíta heitbinding- una við hann. Það var alt, sem hann gat feng- ið að vita hjá henni, og samtalið við föður henn- ar fræddi hann ekki meira um þetta. Grosse sagði honum, að sér þætti afar leitt, að heitbind- ing þeirra yrði rofin, hann bæri sanna virðingu fyrir Haworthy, en það væru ýmsar ástæður, sem hann gæti ekki sagt honum frá, er gerði það nauðsynlegt að taka önnur áform fyrir framtíð dóttur sinnar. Eftir þetta yfirgaf hann Grosse, bæði reiður og sorgbitinn, og bjó sig undir að leggja upp í langa ferð, sem Wright, eins og við höfum heyrt, kom í vég fyrir. Hann fór nú aftur að hugsa um þessa ferð, þrátt fyrir vonina, sem Wright gaf honum, en sem hann áleit að ekki mundi rætast. Þess vegna varð hann æ þunglyndari, og í því ásig- komulagi gat hann auðvitað ebki hrest né hugg- að Láru, en frú McAlister gerði alt hvað hún gat í stað hans. Hún hafði fengið að vita um aðal atriðin í sögu Láru, og nú reyndi hún að vekja hjá henni endurminninguna um hina fyrri heimsókn hennar hjá lávarðinum. En samtalið milli mannanna í lestrarherberginu hafði staðið all-lengi, og Lára fór að verða óþolinmóð. “Hvers vegna kemur hann ekki?” sagði hún, en með orðinu “hann” átti hún við lávarð- inn. “Þegar eg var hér síðast, þá var hann alt af hjá mér, svo nú er hann líklega dauður, fyrst hann kemur ekki.” “Hann skal koma — hann verður hér að augnabli'ki liðnu,” sagði hjúkrunarstúlkan í huggandi róm. “Gærir hann það — þá verð eg glöð. Það er svo langt síðan að eg hefi séð hann. Hvað hefi eg verið að gera allan þenna tíma?” Nú vissi hjúkrunarkonan að hún varð að beina hugsunum hennar í aðra átt. Eg veit að lávarðurinn þráir mikið að sjá yður aftur,” sagði hún. “Eg býst við að hann vilji, að þér verðið hér um tíma.” “Gerir hann það, já, eg hefi sterka löngun til að vera hér,” sagði hún og talaði nú með sinni eðlilegu rödd. Svo leit hún upp með gleði- geislandi augum. “Já, það er eingöngu undir yður sjálfri komið.” Það var lávarðurinn, sem talaði þessi orð. Hann heyrði síðustu orðin hennar og gekk nú til hennar með fram réttar hendur. Fyrst varð hann mjög órólegur yfir áhrifun- um, sem koma hans hafði. Lára stóð hægt upp af stólnum og skalf frá hvirfli til ilja, starandi á jarlinn fáein augnablik, svo lyfti hún höndun- um upp fyrir augun, en lét þær strax síga aft- ur. á næsta augnabliki knéféll hún fyrir fram- an hann, grét hátt og stamaði: “ó, eg er ebki brjáluð — nei, líklega ekki? Það var alt saman vondur draumur. Eg hefi náð skynsemi minni aftur, og það eruð þér, sem frelsuðuð mig.” Lávarður Fatheringham lyfti henni upp eins og litlu barni, og lagði hana alúðlega á legu- bekk. Svo laut hann niður að henni og kysti hendi hennar. “Lafði Redleigh,” sagði hann, “verið þér rólegar. Þér eruð frelsaðar, eins og þér segið, en fyrir það verðið þér að þakka þessum snar- ráða og kjarkgóða manni á undan mér. Eg er yður samt þakklátur, ef þér viljið vera hér hjá mér, þangað til við finnum eins rólegt og örugt heimili fyrir yður annars staðar. Eg vil auk þessa, ef yður líkar það, biðja föður yðar að koma hingað og vera hér, meðan þér eruð kyrr- ar hjá mér.” “Gerið það, sem yður finst bezt,” hvíslaði hún hægt. “Eg er of veikburða til að hugsa eða breyta fyrir mig sjálfa. En Sir Arthur, hann fær fljótt að vita hvar eg er. Hefir hann þá ekki heimild til að heimta, að eg komi til hans?” “Nei„ svaraði jarlínn alvarlegur. “Eg get ekki haldið, að lögin séu svo óréttlát, að leyfa slíkt. Hann hefir eyðilagt þá heimild, sem hann eitt sinn átti til yðar, og vinur okkar hérna hefir nægar sannanir gegn honum, til þess að gera hann hræddan við að ama yður hér eftir.” “Eg get gert meira en það,” sagði spæjar- inn. “Við hvað eigið þér?” “Seinasta bragðið hans Sir Arthurs, ásamt hinni fölsku frásögn um dauða lafði Redileghs, veitir henni heimild til að leita verndar laganna gegn honum. Við getxun auðveldlega fengið skilnað þeirra.” Þau urðu bæði svipléttari við þessi orð. “Já, hann getur áreiðanlega ekki umflúið skilnað”, sagði lávarðurinn. “Nú, jæja, við skulum þá ekki eyða neinum tíma. Undir eins og yður finst þér vera fær um að ferðast, för- um við til lögmanns míns, og fáum honum í hendur efni til að byrja á málinu.” “Þessu viðvíkjandi gæti eg farið strax af stað,” sagði spæjarinn, “en eg hefi ýms smá- atvik hér að ]júka við, áður en eg fer. 1 fyrsta lagi hefi eg gefið þessum manni loforð, sem eg verð að efna.” Haworthy, sem hlustað hafði þegjandi á þetta samtal, leit nú upp. “Hvað getið þér gert fyrir mig?” tautaði hann. “Ó, eg held næstum að þeir hlutir séu ekki til, sem hr. Wright getur ekki fram'kvæmt”, sagði lávarðurinn glaðlega. “En nú man eg eftir því, — að eg hefi bréf tií yðar inni á skrif- borðinu mínu, hr. Wright; það kom frá Stolne í dag.” Wright hljóp inn eftir því, og kom aftur með það, eftir að hafa opnað það. “Á eg að lesa það hátt?” spurði hann. “Já, gerið þér það,” svaraði jarlinn. “En bíðið dálítið; máske lafði Redleigh sé of þreytt, svo það er bezt að heyra það inni í lestrarher- berginu. Um leið og þessir þrír menn gengu út, sneri jarlinn sér að hjúkrunarstúlkunni og sagði: “Gerið þér nú alt sem þér getið, til þess að vera lafði Redleigh til huggunar og þóknunar. Eg skal nú skipa svo fyrir, að hér á heimilinu verði breytt við hana sem dóttur mína. Það skal undir eins verða sent eftir hr. Brown.” Bréfið, sem Wright, eða iSmith, fékk hljóð- aðiþannig: , “Kæri Jim minn! “Eg hefi lengi vonast eftir bréfi frá þér, en eg býst við, að þú hafir átt svo annríkt með að finna veitingahús handa okkur, að þú hafir ekki haft tíma til að skrifa. En dragðu nú ekki leng- ur að senda mér fáeinar línur, því mér finst eg vera svo einmana nú, eftir að þú fórst. Það kemur engin manneskja til að tala við mig, og eg hefi heldur ekki heyrt eitt orð um, að ráða eigi aðra skyttu í stað þín; en það gerir nú heldur ekkert, eg vil ekki hafa neitt með neinn að gera, þó einhver kynni að koma, þar eð eg bráðum á að fara til þín, og þegar við látum mína peninga saman við þína, ættum við að geta eignast gott greiðasöluhús, þar sem okkur ætti að líða vel. Eg vona, að við rífumst aldrei eða berjumst, en höldum áfram að vera eins góðir vinir og nú. En þá verður þú líka að skrifa mér strax, annars verð eg reið. Eg hefi fyrir fáum dögum síðan fengið ársfjórðungs peninga mína frá hr. G. Hann lítur annars út fyrir að vera mjög gramur, þunglyndur og óá- nægður. Nú skrifa eg ekki meira að þessu sinni, nema kæra kveðju frá Þinni eigin einlægu Katrínu. E.S.—Að svo miklu leyti að eg man, þá varst þú farinn, þegar eg heyrði þetta: Sir Arthur ætlar að fara að giftast aftur, og hverri heldur þú? Henni ungfrú G.!”-------- Við að heyra þenna óvænta enda, hopaði lá- varðurinn á hæli. Haworthy bölvaði, en virtist annars vera svo hissa, að hann gat ekki sagt meira. Spæjarinn stakk bréfinu brosandi í vas- ann, leit í kringum sig með sigurhróss svip og sagði: “Þetta er ekki annað en það, sem eg hefi frá byrjun búist við.” TUTTUGAjSTI KAPITULI. Þegar endirinn er góður, er alt gott. Wright var snemma á ferli næsta morgun, og heimsótti marga þann dag. Hann fékk sama vagninn í Pólstjömunni, sem hann hafði notað tvisvar áður, og í honum fór hann fyrst til frú Burlston. Katrín þekti hann ekki, fyr en hann fór að tala til hennar. “Hvað þá, Jim, er þetta í sannleika þú?” sagði hún. “Það er undarlegt, hve skrautlega þú ert klæddur. Hefir þú fundið nokkuð gott handa ökkur? — Hvað er þetta, hvað á slík framkoma að þýða?” 1 stað þess að opna faðminn og þrýsta henni að brjósti sínu, eins og hún hafði búist við, stóð Jim kyr fyrir innan dyrnar, og horfði á hana með köldum og hörkulegum augum. “Katrín Burlston, síðan eg sá yður seinast, hefi eg talað við dr. Druscott.” Hún sýndi strax kvíðasvip. “Og áður en eg segi meira, verðið þér að sikýra tvent fyrir mér. Hið fyrra er: Hver var orsök til dauða lávarðar East?” Kvíðinn, gremjan og vonbrigðin virtust berjast um völdin hjá henni. Fyrst hélt hann, að hún mundi ekkert segja, en svo leit út fyrir að hún ætlaði að snúa sér að málefninu. Hún svaraði: “Hann drap sig sjálfur. Gagnstætt skipun læknisins, geymdi hann nokkuð af konjaki í her- ,bergi sínu, og þegar eg sneri bakinu að hónum eitt augnablik, notaði hann tækifærið og drakk það. Það var atvik, sem eg gat ekki gert við.” “Hið síðara er: Hvers vegna hefir hr. Grosse, síðan lávarður East dó, borgað yður styrktarfé?” Þessi orð hittu málið. Þessi hraklega kona rak upp org og fékk mikla heila'kviksveiki. Hann lét hana um að jafna sig, eins vel og hún gæti, og gekk út að vagninum og ók strax til Broadmead, þar sem hann fann húsbóndann heima. Hann bað þjóninn að segja, að hann héti hr. Wright, og að hann kæmi í alúðlegu erindi. Fólk, sem geymir leyndarmál, þorir ekki að neita slíkum boðum. Grosse lét hann því koma inn, og hr. Wright byrjaði undir eins á erindi sínu. “Eg er vinur hr. Haworthy,” sagði hann, “og það er í hagsmunaskyni fyrir hann, sem eg er kominn, þótt hann hafi ekki gefið mér neitt umboð. Eg er kominn til að biðja yður að hætta við það áform yðar, að slíta sambandinu á milli háns og dóttur yðar.” Grossse ætlaði að þjóta á fætur og enda sam- talið með yfirlæti, þegar gestur hans með beiskri og hótandi rödd bætti við: “Og eg hefi ástæður til þessa, sem getur verið hættulegt fyrir yður að neita að hlusta á. ” Grosse fölnaði og sat kyr. “Þér eruð kominn of seint, hr.”, sagið hann með köldu og háðslegu yfirlæti. “Þér getið sagt þeim manni, sem hefir sent yðut, að dóttir mín eigi að giftast Sir Arthur Redleigh.” “Nei, hún skal ekki.” Þetta svar var gefið með þeirri köldu ó- svífni sem hefir uppruna sinn frá huldu valdi. Grosse varð gramur og órólegur. “Við hvað eigið þér með þessu, hr.?” “Sir Arthur er giftur maður.” “En fyrri <kona hans er dáin.” “Nei, hún er ekki dáin.” “Hvað þá?” “Lafði Redleígh er í fárra mílna fjarlægð héðan; hún dvelur nú sem gestur hjá jarlinum af Fatheringham. ” Við þessi orð var Grosse nærri dottinn ofan af stólnum, og Wright notaði strax tækifærið til að segja honum með sem fæstum orðum á- form Sir Arthurs, og hvernig það misheppað- ist. * Það var eftirtektavert að athuga andlit hr. Grosse, meðan hann hlustaði á þessa sögu. Hvernig sem aðalseigin hans var, þá gat hann ekki annað en glaðst yfir því, að barn hans var sloppið úr klóm þessarar ófreskju. Hann hélt þó áfram að látast vera reiður og órólegur. “Nú, jæja, hr.,” sagði hann “alt þetta er góð og gild ástæða til þess að dóttir mín giftist ekki Sir Arthur; en enn þá sé eg enga ástæðu til þess, að hún giftist vini yðar. ” “Nei, það er alveg satt.” “ Já, ef þér hafið svo ekki meira að segja—” “Það er einmitt það sem eg hefi. Ef þér ekki, áður en sólarhringur er liðinn, skrifið hr. Haworthy og segið honum að þér samþykkið giftingu hans og dóttur yðar. Þér getið gefið hvaða orsök, sem þér viljið, til þessara mein- ingaskifta — þá skal eg aftur heimsækja yður; en þegar eg kem næst, þá kem eg sem leynilög- reglu umsjónarmaður í umboði hennar hátign- ar, og spyr yður þeirrar spurningar, sem eg nú legg fyrir yður, sem fjölskyldu ,yinur: Báðuð þér Sir Arthur um að skjóta skyttuna sína, eða gerðuð þér það sjálfur?” Hr. Grosse, sem sjáanlega var í mikilli geðs- hræringu, herti upp hugann, þegar spæjarinn þagnaði, og svaraði hátt og vongóður: “Hvorugt af þessu. Eg veit ekki hvað það er, sem kemur yður til að hafa jafn skammar- legan grun, það er mikil móðgun gegn mér, sem göfugmenni og friðdómara hér í greifadæminu. Mér þætti gaman að vita, hvernig þér getið komið með nokkra sönnun fyrir ásökun yðar, og ef þér ekki undir eins takið hana til yðar aftur, þá verður það verst fyrir yður sjálfan.” Það leit út fyrir, að spæjarinn yrði nú í vandræðum; en síðasta trompið var eftir, og nú kom það. “Eg skal gefa yður ástæðu fyrir því, sem þér kallið skammarlegan grun. Þó verð eg að biðja yður að svara einni spurningu fyrst.” “Já, ef eg álít viðeigandi að svara henni.” “Hvers vegna hafið þér borgað frú Katrínu styrktareyri, síðan þann dag, sem dauði lávarð- ar Easts gerði yður að erfingja jarlsdæmisins Fatheringham ? ’ ’ Þessi spurning hafði afar mikil áhrif. Grosse varð rjóður og fölur á víxl, og í nokkrar mínútur gat hann ekki sagt eitt orð. Loks hepnaðist honum að segja: “Þessi ásökun er jafn ófyrirleitin og ástæðu- laus og hin. Katrínu hefir verið hjálpað af minni f jölskyldu í mörg ár, og hún hefir mörg- um sinnum hjúkrað konu minni. Eg borga henni þenna styrktareyri, af því hún misti stöðu sína í hjúkrunarstofnaninni, og sneri sér til mín að biðja um hjálp.” “ Jæja, þá. Og frásögn hennar og dr. Drus- cotts um kanjakið, sem flýtti fyrir dauða lá- varðar Easts, eru að eins tilviljanir, heppileg- ar tilviljanir fyrir yður, en ekki meira. Nú, jæja, hr..—” Spæjarinn stóð upp um leið og hann talaði— ”mér þykir leitt, að eg hefi orðið að minnast á þessi málefni, og enn þá leiðara, að þau verða að opinberast. Eg hafði annars von um, vegna Haworthy, að geta geymt þau hjá mér, það er að segja, ef hann hefði gifzt ungfrú Grosse, en eins og nú stendur — þá, já þess fyrri, sem hann og aðrir heyra um þau, þess betra.” Svo gekk hann að dyrunum. En hr. Grosse hikaði við, til þess að finna þau réttu orð við uppgjöf sína. “Bíðlð, hr.”, tautaði hann. “Þér skuluð fá hið umbeðna bréf. Samvizka mín er algerlega hrein, en það mundi deyða konu mína, ef hún fengi að heyra eitt einasta orð af þessari stað- lausu mælgi.” Svo settist hann við skrifborðið og sikrifaði. Spæjarinn horfði á hann með kaldranalegu brosi, tók svo þegjandi á móti bréfinu. “Eg hefi skýrt fyrir honum,” sagði hr. Grosse mjög fljótlega, “að sökum hinnar hneykslanlegu framkomu Sir Arthurs Red- leigh, ætli eg ekki að mótmæla óskum dóttur minnar, og að hann geti komið undir eins og hann vill. ’ ’ “Jæja, þá megið þér að l'íkindum búast við honum í 'kvöld,” sagði spæjarinn. Svo yfirgaf hann Broadmead, sem hann fékk aldrei tæki- færi til að heimsækja aftur. Næst heimsótti hann Houghton Court. Þar spurði hann um Sir Arthur Redleigh, og þó að honum væri sagt, að Sir Arthur gæti ekki tekið á móti neinum, gaf hann því engan gaum. “Segið honum að það sé maður, sem dr. Raebell sendi,” sagði hann. Þetta dugði, og honum var nú strax fylgt inn til ‘Sir Arthur, sem sjáanlega hafði verið mjög drukkinn kvöldið áður og var enn ekki bú- inn að sofa úr sér ölvímuna. Hann hafði held- ur enn ekki heyrt hvað skeð hafði í Auchertown. Raebell hafði verið hræddur við að skrifa nokk- uð um það. “Hvhð er nú — hefir nokkuð komið fyrir?” spurði Sir Arthur, þegar hann var orðinn einn með gesti sínum. “ Já, það eru því ver að eins lélegar fregnir, sem eg kem með. í^ér munið, að þér og dr. Rae- bell komuð ykkur saman um, að frú Robins, sem hún var kölluð, sikyldi verða látin í klefia frú Merchants, þegar hún væri dáin, og verða svo nefnd með hennar nafni?” “Já, auðvitað — og hvað svo?” “Það var líka gert, og alt gekk mjög vel um tíma! allir héldu, að frú Robins væri dáin og jarðsett. Hin áætlun okkar rættist líka. Lafði Redleigh misti að síðustu skynsemina alger- lega—” “Hún hefir þá ekki verið brjálu,?” sagði Sir Arthur allæstur. “Nei, hún lézt að eins vera það, til þess að losna við yður.” “Ó, eg ímyndaði mér þetta strax í byrjun,” sagði barúninn bölvandi. “Nú, jæja — haldið þér áfram.” “Eins og eg sagði, hún varð nú álveg brjál- uð, og hélt sig vera frú Merchant.” “Ham'ingjan góða!” ; Svipur barúnsins varð iðrandi. “Þannig hafði eg ekki hugsað, að það yrði. Eg hélt að breytingin myndi ekki ama henni að neinu leyti. Hún átti nú raunar að vera einmaná en það var það sem hún vildi helzt. ’ ’ Spæjarinn leit nú dálítið blíðari augum á barúninn, hann vissi að hann var-ekki eins sek- ur og hann hélt. “Nú, jæja, það gat nú ekki orðið öðru vísi. Það, sem eg kom til að segja yður, er, að lafði Redleigh er sloppin.” “Sloppin!” “ Já, eða réttara sagt, brottnumin. Leynilög- regluþjónn kom sér inn í hælið í dularbúningi og flutti hana út með valdi, eftir að hafa skotið á dr. Raebell og einn af eftirlitsmönnum hans.” “Það er auðvitað lávarður Fatheringham, sem verið hefir með í þessu.” “Hvers vegna haldið þér það, hr.?” “ Af því hann, fyrir þremur árum síðan, rétt á eftir að eg var búinn að koma henni fyrir á hælinu, hótaði mér; sagði, að ef eitt einasta hár á höfði hennar yrði slíert, þá skyldi hann hefna hennar.” “Já, þér hafið getið rétt — það var hann.” “Og hvar er hún nú?” “Hún er hjá jarlinum.” “Hvað þá! Brjáluð eins og hún er?” “Hún er nú þegar með fullu viti.” “Veit faðir hennar nokkuð um þetta?” “Hann er hjá henni.” “En hún er 'kona mín. Eg hefi heimild til að hafa hana hjá mér.” “Hún hefir gefið þeim heimild til að byrja á skilnaðarmáli gegn yður. Og eg ræð yður al- varlega til, að móti^æla ekki kröfu þeirra.” “En hvar hafið þer í rauninni fengið að vita xalt þetta? Hver eruð þér?” Hann varð alt í einu glöggsýnn og hrópaði: “Þér eruð þá Smith, skyttan mín.” “Nei, hr., nafn mitt er ekki Smith, og eg er engin skytta. Nafn mitt er Wright og eg er einmitt sá lögregluþjónnn, sem frelsaði lafði Redleigh frá þeim forlögum sem þér hfðuð stofnað henni í, og sem voru verri en dauðinn. ” Sir Arthur stóð upp af stólnum skjögrandi. “En hvað hafið þér að gera hér? Segið mér til hvers þér eruð hér. Og hvað það á að þýða, að þér hafið undir fölsku nafni ráðið yð- ur í vist hjá mér.” “ Já, það var nú viðvíkjandi öðru málefni,” sagði spæjarinn og stóð upp. Að eg varð til þess að hjálpa lafði Redleigh, var að eins af til- viljun. Erindi mitt hingað var alt annað, en sem eg vona, að sé bráðum búið.” “Hvaða erindi var það?” spurði Sir Arth- ur og varð dálítið órólegur. “Dauði Burlstons,” svaraði hinn og leit hörkulega^á hann, svo barúninn leit niður. “Hvað meinar þetta? — Hvers vegna? — Hver hefir sent yður? Er það máske lí'ka Fálh- eringham sem gerir það?” stamaði hann. “iSkeytið þér ekkert um, hver hefir sent mig. Eg hefi uppgötvað svo mikið, að eg efast um að dórpsúrskurður kviðdómendanna sé réttur. En máske viljið þér nú vera svo góður, að segja mér öll smá atvik er fram fóru á veiðunum þann dag. Það skal eg þó segja yður fyrir fram, að alt sem þér segið, verður skrifað, og notað sem vitnisburður gegn yður við nýja yfirheyrslu. ” Svo tók hann upp lögreglu einkenni sitt og sýndi barúninum það. “íYfirheyrslu!” hrópaði hann alveg hissa. “Yfirheyrslu! Um hvað? Fyrir hvaða ásök- un?” “Fyrir áformað morð?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.