Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 7
LOOKBRG FIMTCTDAGIKN, 12. ÁGÚST 1926. Bls. 7. Vegar þér pakkið niður fyrir sumarið er vissara að hafa meðal við sólbruna, pöddu- stungum, þyrnirispum og sár- um. Zam-Buk hefir ávalt reynst besta meðalið. Takið það með 50c askjan, hjá öllum lyfsöl- um og í búðum. Islendingar í Vestur- heimi. Ræða flutt á islendingadaginn ii Winnipeg, 2. ágúst 1926. Af séra Rögnv. Péturssyni. Herra forseti Heiðruðu nefndarmenn og gestir Það hefir verið jafnan til siðs, síðan að byrjað 'var á því að halda “íslendingadag”, að einhverjum hefir verið falið það verk, að mæla fyrir minni heimamanna— Islendinga í Vesturheimi. Þetta er i alla staði maklegt, því að engum heyrir hátíðin til fremur en þeim. Sem alkunnugt er, þá er hún að öllu leyti sprottin upp úr sögu þeirra, og af því, að þeir eru þar staddir, sem þeir eru, og það sem þeir eru. í fáum orðum sagt: það er upphaf hátíðarinnar og tildrög, að fyrr á tíð fluttust hingað menn og konur frá íslandi og festu sér hér bygð, í auðninni miklu úti á hinum takmarkalausa Víðavangi álfunnar. Án þessa atburðar hefði hátíðin aldrei orðið til. Við þenna atburð og það, sem síðan hefir af honum leitt, er hún bundin. Há- tíðin er minning, í svo margföld- um skilningi, og verður það bet- ur, eftir því sem lengur líður. Hún geymir sögu frá umliðnum öldum, er fer ei úr huga yðar eða mínum, og sem vér óskurr/og von- um að hverfi aldrei úr huga niðja vorra, meðan strendur Ameríku sporna við samrensli sjóva. Hún geymir minningingar um þjóð- flutning, um hingað komu manna, er gæddir1 voru sérstökum arfræn- um eiginleikum, er þeir áttu sjálfir. Og hún vísar til þjóðern- iseiningar, þótt farið væri dreift og allir settust eigi um kyrt á sama stað, á þessum Algarði allra þjóða. Það er líkt á komið með þessa hátíð og hina svo nefndu fornu “Framhjágöngu”-hátíð eða páska- hátíð Gyðinganna gömlu. Hún er af sögulegum rótum runnin. Og þegar tekur að fyrnast yfir við- burðina, sem hún er sprottin af, og 'síðarmeir farið verður að spyrja eftir þýðingu hennar, þá má leggja hin sömu ráð, þeim spurningum til úrlausnar, sem hinn forni lagamaður Gyðinga lagði Gyðingunum: “Þegar börn yðar segja við yður: Hvaða siður er þetta, sem þér haldið? Þá skul- uð þér svara:”—Já, þá skuluð þér svara: Þetta er til merkis um að vér erum íslenzkrar ættar, nor- ræns kyns, þess þjóðstofns, sem einn hefir lesið saman úr lífs- reynslunni þá speki, sem vissust er og haldbezt, hverju sem mætir, fái hún að eins að njóta sín, ó- menguð og óspilt, af veikluðum suðrænum hugarórum og hleypi- dómum. Þetta er til minja um það, að feður vorir komu eitt sinn að handan yfir hafið, gengu þurr- um fótum yfir hið breiða Atlants- haf — fyrir fulltingi þeirra Queens, Patreks og Camoens, — námu hér land úr auðn og guldu fyrir — þeim einum er átti — með gangeyri, sem einn saman er gild- ur, — erfiði og áræði, verkfýsi og vinnugefni, sparneyti og hagsýni, dáð og drenglund. Þeir skuld- uðu engum neitt, hvorki landi né konungi, enda hreptu sízt meira en þeir áttu skilið, eða tóku við rífari láunum en þeim báru. — Það hefir orðið hlutskifti mitt að þessu sinni að mæla fyrir þessu minni voru, íslendinga í Vestur- heimi. Átt hefði það betra skilið og að því yrði gerð fullkomnari skil, en eg er fær um að gera, þó við svo búið verði nú að sitja. Það hefir stundum verið hent gaman að þessu minni voru, vor á meðal. Það er meinlaust, og höf- um vér rétt til þess, að spaugast að sjálfum oss eða því, sem hjá oss gerist, þegar oss sýnist. Það hefir verið bent á, að eiginlega ] sé ekkert annað í því falið, en ] hælni og hrós, sem vér syngjum oss sjálfum þenna dag. Þess hef- ir kent endrum og sinnum, en eng- an hefir það skemt, að eg held. Þegar hrósið og hælnin hafa úr j hófi gengið, hefir ræðumaður lent út af laginu og söngurinn ekki hreykt oss upp. Sálmurinn verið sama sem ósunginn. Nokkrir hafa verið svo alvarlega sinnaðir, að þeir hafa ekki getað tekið spaug- inu, ekki skilið að það væri spaug, heldur að hér væri um það víti að vanda, að ekki mætti undan falla, og fundist sem sér væri með þessu bent á betrunarstarf, sem hvorki samtíðin né seinni tíðind myndi láta ólaunað, ef unnið væri. — Það eru ávalt einhverjir meðal hverrar þjóðar þannig gerðir. — Til þess að útrýma “hneykslinu” hafa þeir svo beitt allri orku á að ala oss upp í aga og umvöndun og innræta oss auðmýkt; að kenna oss, að vér séum flestra þjóða eft- irbátar, og eigum ekkert, sem til ágætis megi teljast; að eina hjálp- ræðisvonin sé sú, að vér semjum oss að því, sem vér sjáum fyrir oss haft, verðum samgrónir lík- ingu þeirrar fyrirmyudar, sem oss er fengin, látum mótast eins og leirinn, og þrefum ekki við leir- kerasmiðinn, sem á ráð á leirnum, þótt hann geri annað kerið til sæmdar, en hitt til vansæmdar. Sé þessum ráðum fylgt, á sá angi að vaxa upp af rót Jessai, er yfir mun hvíla andi ráðspeki og kraft- ar. Þér fyrirgefið, kæru vinir, þótt eg geti ekki fallist á þessa háal- varlegu betrunarkenningu. Eg legg skelfing lítið upp úr allri svonefndri auðmýkt, hvað fögrum lýsingaroriðum sem hún er klædd, og þó hún sé skrýdd eins og Saló- mon í allri sinni dýrð. Eg hefi aldrei kynst nokkrum manni, sem verið hefir auðmjúkur af einlægu hjarta. Þó legg eg enn minna upp úr þeirri auðmýkt, sem í ljós er látin með því að bera sjálfum sér illa söguna, og lagða atgervi sitt og gáfnafar með óheyrilegum á- virðingum og skussaskap, öðrum til vegs og sóma. Mér er sama hver tilgangurinn er með þessu, hvort með því er ætlast til að beimaþjóðin vaxi að virðingu, eða hin hérlenda að dýrð og dásemd. Hróður hvorugrar vex að mun við það — við frændsemi við fá- ráðlinga eða bræðralag við bjálfa. Mér hefir aldrei getað skilist, að nokkur verulegur munur geti ver- ið á oss og frændum vorum heima. Til þess erum vér ekki búnir að lifa nógu lengi sitt á hvorum stað, að verustaðurinn hafi getað orkað því, að breyta upplagi voru og eðli. Sagan er hin sama, að baki þeirra og vor; ættin sama, tungan sama, sjóður lífsreynsl- unnar ’hinn sami. Þá fæ eg held- ur ekki skilið, að vér séum ve- sælla fólk, en það hérlenda. Vér erum sjálfsagt ekki í guðsmynd, en vér erum í mannsmynd, og fólk þetta er áreiðanlega ekki annað en menn. Vér erum ekki alfróð- ir, en vér erum heldur ekki, þegar á alt er litið, stórum ófróðari en það. Það er margt í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. Vér þekkjum áreiðanlega sumt, sem það þekkir ekki, eins og það kann sumt, sem vér kunnum ekki. Vafa- laust höfum vér getað lært margt af því fram til þessa, og getum enn; en eg vil helzt ekkert af því láera, nema í skiftum, svo að máls- grein komi fyrir málsgrein, vers fyrir vers og orð fyrir orð. Þarm- ig launum vér bezt fyrir oss. Eg vil ekki að vér launum fræðsluna með ánauð og erfiði, heldur með gððum gjöfum mannvits og fraeða, sem það* 1 2 3 verði nauðbeygt að taka til greina, sökum fastheldni vorrar. Vér erum eigi meiri ölumsuþurfar en annað fólk. All- ar þjóðir lifa á ölmusu, að meira eða minna leyti; erfiði fræði- mannanna er endurgjaldslaust, æfina út; vinna að vitkun mann- kysins. Eg fæ aldrei séð, að það sé vottur nokkurrar sérstakrar dygðar, að bera sig báglega. Ég er ekki viss um að oss yrði á nokkurn hátt betur til, þótt vér tækjum upp kenningu bdininga- mannsins forna, sem sagði að höf- uðskilyrðið fyrir því að fá fylli sína væri að bera sig hörmulega. Eg ætla, að tilgangurinn með vesturflutningunum hafi ekki ver- ið sá, að vér skyldum liggja hér á snöpum og “mæna öllum aug- unum upp á kóngshús”, heldur að vér ynnum hér fyrir oss, og köst- uðum eign vorri á gæði og tæki- færi hins nýja heims, og sætum ekki einir hjá, er alþjóð manna skiftir arfi. Eg er viss um það, að fyrir fjöldamörgum, er vestur fóru, hefir vakað hið sama og vakti fyrir Sturlaugi starfsama, er faðir hans latti hann farar- innar á konungsfund: “Eigi nenni ek at vanrækja konungs- boðit; mun lítil saga frá oss verða ef vér eigi skulum koma til ann- ara manna; má þat eigi vita, hvat verðr í vorri ferð, þat at oss verði til sæmdar”. Eg er viss um það, að vestur var farið þessara er- inda, og má þá bæta.því við, að beir eiga sízt ámæli skilið. er fremur hvöttu en löttu fararinn- ar. Það vakti ekki hið sama fyr- ír þeim, sem hvöttu til vestur- ferðar, og fyrir Blávör tröllkonu: “að eyða öllu fólki af ættjörðu vorri og byggja hana síðan tröll- um.” Hitt var þó eigi nema eðli- legt, að eggjan þeirra sætti and- mælum. Það var eðlilegt, að heimafyrir vildu menn halda sem flestUm kyrrum. Hvortveggja stefnan hefir orðið þjóð vorri til hins mesta láns, sökum þess að hvorug varð hinni yfirsterkari, svo að allir flyttu burtu eða allir sætu kyrrir.----- Hvað hefir þá orðið í vorri ferð, að oss væri til sæmdar? Það er ekki erfitt að telja það upp, — sökum þess vilja sumir ef til vill segja, að það er ekki svo margt. Eg skal láta þá eiga sig í friði, með þá skoðun, sem hana hafa; en þó getur skeð, að það tefji fyrir að tína það saman, ef nærri ætti að ganga. Eg held, að oss sé ó- hætt að tala með fullri djörfung. Vér megum leggja niður feimn- ina, þó ekki sé fyrir annað en það. að vér búum hér með þjóð, sem í alla staði er ófeimin og lætur sér verða lítið fyrir að lofa sína hýru. Mér hefir stundum fundist, að lesa mætti það út úr frásögnum hennar, án þess að maður láti viðkynninguna við hana hafa hin minstu áhrif á það, eða þá vís- indalegu skoðun, sem skólament- unin hefir gróðursett hjá oss, að hún hafi skapað heiminn, og alt sem í honunl er, fugla loftsins og fiska sjáavrins, og alt það sem lifir og hrærist á jörðinni. Eg held, að oss sé óhætt að segja satt, og eiga það á hættu, að það verði talið hrós. Því hefir lengi verið trúað, að á meðal vor hafi “hvorki borið til titla né tíðinda, frétta né frá- sagna, nema logið væri”. Vildi eg ei að minni sögu svo færi, og vil því bæta því við, sem í þjóð- sögunum stendur: “því lýgin kom ekki fyrr en sjö árum seinna en þetta var.” Þó saga vor nái eigi nema yfir rúm fimtíu ár, hefir margt “orðið í vorri ferð”, og þó einkum í fornri tíð, sem vel er um; því vér eigum fomöld, sem ligg- ur að heita má eins fjarri þess- um tímum og landnámsöld ís- lands er öld Hannesar Hafsteins; svo hraðskeitt er lífið orðið nú á þessum tímum. Fornöld þessi kemur aldrei aftur. Hún verður hvergi endurvakin í heiminum, því nú er land víðasthvar bygt, og er það skaði mikill fyrir þá, sem hér eftir fæðast og lifa. Furðu- legri tíma en landnámsöldina, verður aldrei að finna. Á henni gerðust tíðum kraftaverk og öllu meiri en getur í ritningunni, og þó samskonar. Þá voru risar á jörðinni. Jörðin var bústaður villidýra, hagar og holt, hólar og dalir. Að öðru leyti var hún í ^ eyði. Engan auð fluttu land- ^ námsmennirnir með sér annan en , þann, er álitið var að eigi yrði látinn í askana. Hús voru engin, og þar sem skógurinn var mest- ur, mátti með sanni segja, að “jörð fansk æva — en gras hvergi.” En þó svo væri, þá fór þó svo, að borð landnámsmannanna voru hlaðin vistum, eigi sökum þess að þeir eignuðust töfradisk úr gulli og þyrftu fyrir engu að hafa, og eigi annað en að óska sér á hann þeirra kræsinga, sem þeir girnt- ust. Hann eignuðust þeir ekki. Þeir átu lestir af blikkdiskum. En “Þar var á borðum: pipraðir páfuglar, saltaðir sjófiskar, saltaðir sjófiskar, Mimjam og Timjam og mulíum salve.” Meira af Mimjam og Timjam, en þó einna mest af Multum salve. Hvað Mimjam og Timjam var, þarf ekki að segja þeim, sem lifðu æfintýrið, né hinum, er neytt hafa þess mörg kvöldin með fólk- inu í æfintýrasögunum. Kraftaverkið mikla var, að breyta því sem fram var lagt, í alla þessa rétti; að metta mann- fjöldann á eyðimörkinni svo all- ir yrðu saddir, á því sem til félst, og leifar svo miklar að nóg yrði til næsta dags. En það gerðu landnámskonurnar. Var þó sjaldn- ast til þeirra nauminda tekið, að vísa þeim brott undan borði, sem eigi voru heimilisbúar, ef til þeirra náðist. Þá sögu gátu börn og unglingar sagt í þá daga. “Vara þat nú né í gær, hefir langt liðit síðan.” Þó engum skugga vilji eg kasta á þessa tíma eða þjóðfélag vort, því það á það heldur ekki skilið. í sjálfu sér eru landnámsárin nógur hróður; þó eru þau ekki sagan öll, sem betur fer. Að sögu- lokum er enn ekki komið, og vil eg vænta þess, að þess verði enn langt að bííja. Það er því of snemt að segja fyrir um afdrifin. Hvort þau verða þau, sem biðu Græn- lendinga hinna fornu, eða hin sem biðu frænda vorra í Normandí, veit eg ekki. En ef eg ætti um að velja, yrði eg í vanda staddur. 1 Eins og það er ilt að falla fyrir skrælingjum, en hafa þó áður fundið Vínland og kveðið Atlamál cn grænlenzku ,svo er það og ilt, að verða til þess að hefta framför menningarinnar og svifta mætar og merkar þjóðir frelsi sínu, og hafa þó áður haslað Karli heimska vcll og sópað með honum hallar- gólfið. En svo mun til hvorugs koma; Vér eigum ekki kjörið, og erum vér því leyst úr þeim vand- anum. Á þeim árum, sem liðin eru, höfum vér gert margt. Eg vil drepa á sem fæst af því, og þó nefna til nokkuð. Bygðir vorar hafa blómgast, vér höfum fært út garðinn milli fjalla og fjöru. Feðamenn geta eigi lengur farið fyrir ofan garð eða neðan; þeir verða að koma við hjá oss, verða bygða vorra varir. Vér höfum lagt oss sjálfir til flest það, sem heyr- ir til vel siðuðu mannfélagi, svo sem verzlunarmenn, lögfræðinga, lækna, kennara, blaðamenn, rit- höfunda og presta. Vér þurfum ekki til neinna að sækja, þegar vér þurfum að láta sundra oss, hrinda oss út í lagadeilur, skera oss upp, fræða oss um heiminn, fjytja oss fréttir, yrkja til vor kvæði, eða opna fyrir oss hliö Paradísar, vér getum gert það sjálfir. Vér höfum komið upp ■hjá oss dálitlum vísi að stjórn, með nokkrum þingmönnum, sem eru það betri en flestir aðrir þing- menn, að þeir hafa ekki aukið á laga ófrelsi landsins með því að bera upp eða fá samþykt eitt ein- asta frumvarp á þingi. Það á við oss að búa undir stjórn, sem set- ur engin lög. Vér höfum gert meira, vér höfum alið upp nýja kynslóð, scm er í alla staði menni- leg og drengileg, þjóð vorri til sóma, og til jafnaðar bezt gefna og bezt mentaða unga kynslóð í landinu, þó ýmislegt megi að henni finna. Henni trúi eg vel fyrir framtíð vorri í Vesturheimi. Ef í raun rekur, vona eg að hún finni hjá sér þá þrautseigju og þá kraftaverkagáfu, sem auðkendi landnemana, og þann metnað og það stolt, sem auðkent hefi^frjáls- borinn norrænan lýð, er afsegir að krjúpa á kné eða kyssa á fót Karli hinum heimska, þó heilt konungsríki sé í boði. Eg veit, að allir erfiðleikar eru enn ekki yfirstignir. Enn þarf að stæla orku til sæfara og harð- ræða. En eg treysti því, að andi lundnámsmanna vorra, andi feðra vorra og frænda fylgi skipinu og mæli til niðja vorra hinum sömu orðum og verndarvætturin til Þor- steins kóngssonar forðum: “Vertu óhræddur þó þú hrekist um haf- ið.” Og ekki finst mér eg harma það, þó feður vorir, landnemarn- ir, yrðu sæfarar hingað sem Ari Másson til Hvítramannalands, og næði eigi brott að komast, ef niðjar vorir verða vel virðir. En um þá hnúta búum vér þezt, ef vér kennum þeim þau sannindi, er þjóð vor hefir aflað og rökstudd eru hvarvetna i ríki tilverunnar. Já, þó ekki væri nema orð álfkon- unnar einnar: “Trú þú aldrei vetrarþoku, þó ekki sé nema ein nótt til sumars.” Ekki er víst, að oss verði unnað jafnræðis, nema að vér heimtum það; en á því veltur hversu vér verðum virðir, er fram liða stund- ir, hversu oss auðnast að halda hlut vorum til jafns við aðra menn. Margt hefir verið vel um veru vora hér, en á það hefir helzt skort sem skyldi, að vér höf- um átt jafnan þátt í því að móta stefnu þjóðarinnar, sem vér höf- um verið jafnokar annara í því að ryðja og plægja og halda um hamarsskaftið. Vor mesta gæfa gæfa hefir verið fólgin í því, að verk vor flest, hafa miðað til þeirra hluta, er betur hafa mátt, en ekki hafa þau myndað stefnur í þjóðfélaginu eða gert stórt til þess að hafa áhrif á örlögin eða framtíðina. En að því er komið. Oss er ekki nóg að hafa búið um oss, ef vér látum svo aðra ráða úrslitunum og höfum sjálfir ekkert um það að segja. Það er næsta viðfangsefnið, er vér þurf- um að athuga vel og leggja stund á að leysa úr. — Frjálsir komum vér til þessa lands, með himin yf- ir höfði og jörð undir fótum. Sjálfir reistum vér oss skýli, kom- um ásum á tóft og röftum á veggi. Fylgjum fornum háttum. Látum aðra aldrei refta yfir oss eða ráða hurðarhæð, því enn gilda þau lög, að sjálfs er höndin hollust. Islendingadagurion ■ Winnipeg. Eg var einn af gestum dagsins þar í þetta skifti 2. þ. m. en marg oft hefi eg veriö staddur þar við slík tækifæri á undangengnum ár- um. Málefniö er mér vinsælt og á helga taug i hjarta mínu, og þess- vegna er það að eg leyfi mér aö rita fáeinar línur um þessa síðustu íslendinga árshátíð hér vestra. Og eg hygg, eða er næstum sann- færður um, að með þessum línum tala eg máli og hugsun, undantekn- ingarlítið, allra sem þar voru staddir í þetta skifti. 1 einu orði sagt dagurinn var —þessi íslend- inga minningarhátíð — einn sá allra ánægjulegasti sem eg man eftir hér hjá oss. Og þrátt Jyrir það að meiri örðugleikar voru nú í vegi en oft áður að geta komið öllu myndarlega og vel fyrir, þar sem engir peningar voru eftir skildir frá fyrri árum, og ekki varð hjá þvt sneitt, að enskumæl- andi Winnipeg-menn höfðu stór- kostlegan skemtidag á sama tíma í veðhlaupagarðinum í River Park, sem að mörgu leyti er hentugasti staðurinn fyrir okkur ísl. hátíð og lika ofast verið notaðar undanfar- ið. Þá samt stýrði nefndin sem fyrir öllu sá, svo meistaralega og vel hjá öllum árekstri í þetta skifti, með dugnaði og fyrirhyggju að slíkt er ekki einungis nefndinni til stórsóma, heldur líka öllum sem þar voru staddir til vegs og virð- ingar, ánægju og gleði. Eyrst var það að pallurinn, sem forseti, ræðumenn og heiðursgest- ir skipuðu. og hásæti drotningar- innar var bygt á, ásamt hirðmeyj- um hennar var þriðjungi stærri en áður hefir átt sér stað, og svo fag- urlega skreyttur að slíkt hefði ver- ið boðlegt hverri konungs eða keis- arahirð. Og frá hásæti drotningar, sem stóð hærra en hirðmeyjanna, sitt til hvorar handar undir skreytt um tjaldhimni fyrir miðju palls- ins, var grænt klæði lagt beint fram, og svo í réttan vínkil að suður iþhð pállsins, iþangað er tröppur voru upp að ganga með skrautboga yfir og flöggum til beggja hliða. Yfir höfuð var öllu skrauti á þessum palli svo smekk- lega fyrir komið að slíkt var í fylsta máta prýðilegt, og líka var pallur- inn mátulega hár svo allir gátu úr sætum sínum séð það sem þar fór fram. Svo þegar drotning okkar í allri sinni íslensku dýrð, og ógleym- anlegu ástar endurminningum var leidd upp á pallinn með meyjum sínum, þá næstum klöknaði hjarta mitt og eg get hugsað að líkar til- finningar hafi gripið fleiri gamla menn og konur, og á meðan hún flutti sitt langa og fagra ávarp, þá var svo hljótt um alla, að nál hefði vart fallið þar svo niður, að við ekki hefðum orðið þess vör. öll framkoma drotningarinnar var i fylsta máta aðdáanlega góð og fög- ur, tilgerðarlaus i öllu, málið gott, og fagurlega framsett. — þó er hún fædd og upalin í Winnipeg — og tignarsvipurinn og fríðleikinn, sem hvíldi yfir henni og hirðmeyj- um hennar, gegntók svo alla að meiri stilling og kyrð var hjá öllum áheyrendum, en eg hefi nokkurn tíma áður þekt við siikt tækifæri. “Mikið er skraddarans pund’’, sagði okkar blessaði Þörsteinn Erlings- son. En þar er átt við hvað ósegj- anlega mikið fagur klæðnaður getur umskapað og bætt fegurð' og tigu- leik persónunnar. En alt slikt er að- eins aukaatriði í samanburði við náttúrlega fegurð konunnar. Mis- munurinn þar á milli er líkur því sem að vera skáld af Guði, og skáld úr skitnum smiðjubelg. Ungf|"ú Ida Swainson sem var drotning dagsins er friðleiks-stúlka og tilkomumikil í allri framkomu og líkt má segja um hennar fögru hirð- meyjar. Og hér er það efamál að meðal okkar mannmörgu innlendu þjóðar sé hægt að' finna fríðari stúlku hvar sem á er litið, en ung- frú A. Guðmundsson er, sem var önnur drotningarinnar aðstoðar- meyja, þótt i islenzku peysufötun- um væri og með skotthúfuna, sem við létum okkur vel lynda í gamla daga. • Skáldkonungurinn íslenzki og gáfumaðurinn Einar Benediktsson sagði í skálaræðu hér, þegar hann var hingað fenginn fyrir nokkrum árum á íslendingadag. “Það er öld- ungis þarflaust af ykkur hér vestra, að hafa þá fvrirhöfn alla að sækja menn austur yfir Atlantshaf til að halda hér ræður. þið hafið nógum kröftum þar á að skipa sjálfir svo i góðu lagi sé, ]>að hef eg nú þegar heyrt.” Þessi orð þótti mér vænt um eins og öll önnur orð og hugsun, sem með réttu miða til þess að við hér vestra stöndum óauðmýktir og uppréttir á okkar eigin merg á hvaða sviði sem vera skal. Eg ætla ekkert að minnast á ræður dagsins annað en það að mér likaði þœr allar vel. Séra J. A. Sigurðsson mælti fyrir minni íslands, og talaði þar af hug og hjarta, og þá þarf enga lýsing lengri um þann ágætis- mann, og bezta íslending, sem við eigum hér. Séra Albert Kristjáns- son fyrir minni Canada, mælsku- maður með afbrigðum og rökfastur. Séra Rögnvaldur Pétursson fyrir minni “okkar” Vestur-íslendinga. Afbragðs erindi að minum dómi. djúphugsað og ábyggilegt, hispurs- og glamrandalaust í okkar garð. | Er Eins Og Ný Manneskja. Annam koma efalaust allar þessar 1 Allur Svimi Horfinn og Getur Nú ræður út í blöðum okfcar og þá get- Gengið Staflaus. ur hver dæmt fyrir sinn smekk. Einnig sagði skáldið og heiðurs- gesturinn St. G. þar nokkur orð. Að loknum ræðuhöldum fóru glímur fram á pallinum og var það góð sfcemtun að horfa á þá gömlu, ísl. list, sem nú er búið að fegra og lögfesta. Eins langt og eg gat náð yfir, held eg að allar aðrar íþróttir og Ieikir hafi farið þar vel og á- nægjulega fram. Okkar valinkunni sæmdar dreng^ ur Jón Samson var forseti dagsins, og hávaðataust stýrði hann þessu hátiðahaldi betur en eg nókkurn tíma man eftir áður. Svo var kyrð- in'og stillingin mikil á fólkinu að eg hygg að hundruðin eða þúsund- in, sem á hlýddu hafi heyrt hvert orð til ræðumanna. Og þar var eig- inlega ekkert annað að en það, að sæti voru of fá svo margt varð að standa. En minn góði Mr. Samson á ekki einn allan heiðurinn af þeirri ánægjulegu útkomu sem varð á þessu þrítugasta og sjöunda hátiða- haldi okkar. Öll nefndin hefir hlot- ið að vinna af hjartanlegum áhuga og dugnaði, og eg á ekfci svo góð orð til sem gætu fullnægt þvi, þakk- læti sem eg vildi leggja i hennar garð. Mér finst svo mifclu tapað í þjóðernislegum skilningi ef við mistum slikan dag sem þennan að slíkt væri stórtjón fyrir okkar helg- ustu endurminningar. Þvi vildi eg af hjartanlegri alúð minna menn á, að gjalda öllum þeim góðu drengj- um mikla og kæra þökk, sem fyrir þessu hafa staðið og lagt óskaplega mikið á sig til þess að aJt gæti orðið sem fullkomnast. Og frefcar mætti þá til þess ætlast í framtiðinni að menn fengjust til þessa örðuga og umfangsmikla starfs, ef þeir þá fremur ættu von um þökk og góð- gimi, en tóma vanþökk. Og að síðustu segi eg til þessarar góðu nefndar, sem varð nú að byrja og berjast i öllu peningalaust: kór- ónið ykkar starf nú með því, að fara vel og sparlega með ágóða, sem varð af deginum, þvi hægra er að byrja með eitthvað i höndum en “tvær hendur tómar.” íslendinga- dagurinn og enginn annar á féð, ef nokkuð er, og hann þarf að lifa, og á að lifa með sama heiðri og sóma eins og nú átti sér stað í Winnipeg. Mikil voru þau vonbrigði fyrir mig og marga fleiri að' okkar góði Þorskabittir gat ekki mætt á þessari hátíð. Ekki ætla eg að ergja neinn með dóm um kvæðin, en mér er ómögu- legt að þegja yfir þvi að ljómandi féll mér vel ávarp Ejallkonunnar eftir Einar Pál. Lárus Guðmundsson. Hróður Robin Hood hveitisins eykst. Á sýningum þeim, er haldnar voru í Regina og Saskatoon í ár, þar sem fram fór bökunarsam- kepni, varð sú raunin á, að brauð þau, sem gerð voru úr Robin Hood hveiti, unnu öll verðlaunin, og voru þó allar hveititegundir reyndar. f Regina voru 10 verðlaun í boði 0g hlutu þau öll konur, er búið höfðu til brauð sín úr Robin Hood hveiti. í Saskatoon voru 6 verð- lai»p veitt, og gepgu þau öll Robin Hood hveitinu í vil. Er hér því fengin fyrir því bein sönnun, hve áþreifanlega Robin Hood skarar fram úr öðrum teg- undum, þeim er framleiddar eru í Vesturlandinu, þótt flestar séu hinar einnig góðar. Gæðajöfnuð- ur Robin Hood hveitisins, er á- byrgstur hverjum kaupanda, með peninga tryggingu í hverjum poka. Þér fáið fleiri og betri brauð úr Robin Hood hveiti, en nokkurri annari hveititegund. Eru slík brauð svo ljúffeng, að þau eiga engan sinn líka, í hvaða átt sem leitað er. »' Verðlaunaskrá íslendingadagsins í Winnipeg. 100 yards: 1. R. E. Pétursson, 2. E. L. Anderson, 3. H. Pétursson. One mile: 1. E. Jöhnson, 2. A. R. Magnússon, 3. A. Vopnfjörð. 100 yards Open: 1. Hl G. Cunningham, 2. E. Sneed, 3. A. Knight. Mrs. J. W. Peterson, Republic, Wis., skrifar oss: “Eg er eins og önnurt manngskja síðan eg fór að nota Nuga-Tone. Þér segið sízt of mikið af því, hvað það gerir fyrir gamla fólkið. Mér finst eg ekki mega án þess vera. Eg er 69 ára og var orðin svo máttfarirt, að eg gat ekkert komist um, en nú get eg passað hænsnin og gengið staflaust og hefi ekki svima eins og áður.” Gamalt fólk, sem er orðið þreytt og slitið, ætti að reyna Nuga- Tone. Það mun undrast, hve fljót og góð áhrif það hefir. Það eykur orku og áhuga og uppbygg- ir taugarnar, blóðið og allan lík- amann fljótt og vel. Veitir end- urnærandi svefn, lætur lifrina vinna sitt verk og kemur reglu á meltingarfærin . Þeir, sem búa til Nuga-Tone, þekkja svo vel verk- anir þess, að þeir ábyrgjast það og skila aftur peningunum, ef kaupandi er ekki ánægður. Á- byrgð og meðmæli og til sölu hjá öllum lyfsölum. Eða sendið $1.00 ,og fáið meðalið beint frá National Laboratory, 1014 S. Wabash Ave., Shot Put: 1. R. F. Pétursson, 2. F. Frederickson, 3. P. Johnson. Discus: 1. R. F. Pétursson. 2. F. Fredrickson, 3. H. Pétursson. Half mile: 1. E. Johnson, 2. Th. Johnson, 3. P. Frederickson. Hop Step and Jump:: 1. E. L. Anderson, 2. R. F. Pétursson, 3. A. R. Magnússon. 220 yards: 1. R. F. Pétursson, 2. E. L. Anderson, 3. H. Pétursson. . 300 yards, open: 1. H. G. Cunningham, 2. A. Kright, 3. L. E. Jones. Running Broad Jump 1. R. F. Pétursson, 2. E. Johnson, 3. P. Johnson. 440 yards: 1. E. Johnson, 2. Th. Johnson, 3. A. R, Magnússon. Standing Broad Jump: 1. O. Þorgilsson, 2. R. F. Pétursson, 3. P. Pétursson. Javelin: 1. R. F. Pétursson, 2. E. Fáfnis. 3. H. Pétursson. Running High Jump: 1. R. F. Pétursson, 2. O. Þorgilson, 3. H. Pétursson. Swimming: 1. K. W. Jóhannson, 2. S. Olson, 3. P. Frederickson, Glima: 1. K. Oliver, 2. B. Ólafsson, 3. K. J. Johnson, Skúíi Hanssons Trophy. Individml Champion, R. F. Pétursson. H. M. Hannessons belti veitt fyrir glímu, K. Oliver. Jónas Pálssons bikar. veittur fyrir fegurðarglímu, B. Ólafsson. OddsonS sfcjöldur, Sleipnir Winnipeg. VELFARARMINNI til Mrj. Sigurðsson, við burtför hennar frá Selkirk. Heyrði’ eg að héðan flytti hróðgyðja Selkirk-bæjar, vildi’ eg því litlu ljóðin leggja í ferðanesti ósk, er þér efnið líki úr spunninn Braga þráður fléttað, í fyrirvafið farsæld og langa æfi. Veit eg að við þig leikur vetrar úr kulda farinn vorblærinn vesturbygða , veitist þér heilsa’ og yndi. Útsýni er þar fagurt, iðgrænar hlíðar fjalla, særinn við syngur strendur, sól gyllir hverja báru. Þigðu mín stirðu stefin, styrki þig alvalds kraftur, leiði á ljósum vegi, liggi til frama brautin; góðvini gefi þér trygga, gangi þér ferð að óskum. Kveðju frá klökkum huga knýti við endir ljóða. Hulda. ?5H5HSEjíL5H5a5HSH5cl5HSH5ia5a5E5a5E5ESaSH5Z5H5HSE5E5H5a5HS2SHS25HSa5Z5BS 1 VÉR ÞURFUM MEIRl RJÓMA! Vér ábyrgjumst hæzta markaðsveiÖ. skjóta af- greiðslu og peninga um hæl. Sendið oss dúnk til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka rgg, ST. BONIFACE CREAMERY COMPANY 373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba. a^SEsasHsasasasasHSHsasas'ö

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.