Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.08.1926, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 12. ÁGÚST 1926. Bls. &. minti Mr. King á, að íhaldsmenn væru þar í meiri hluta, og hefðu þeir stungið undir stól ýmsum málum, sem hinir þjóðkjörnu full- trúar þjóðarinnar hefðu samþykt. Ef Mr. Meighen næði nú völdum, mundi styrkur íhaldsins þar enn aukast og magnast. Minti hann einnig á þá fyrirætlun sína, sem hann hefði áður látið í ljós, að fcreyta efri málstofunni þannig, að senatorarnir gætu ekki að eig- in vild eyðilagt þau mál, er kjörn- ir fulltrúar þjóðarinnar vildu að hefðu framgang. Þetta yrði gert þegar frjálslyndi flokkurinn hefði nægan meiri hluta í þingi. Ræðumaður fór nokkrum orðum um þau lög, er síðasta þing hefði samþykt og einnig þau lagafrum- vörp, er dagað hefðu uppi vegna þess að Meighen hefði fyrirvara- laust rofið þingið, sem hann áleit að ekki hefði gert verið á lögleg- an hátt. Einnig minti hann á hvað stjórn sín hefði gert til að lækka skatta og borga skuldir þjóðar- innar. Þá mintist hann á Can- adian National járnbrautarkerfið og sagði, að stjórn sín ætti mest- an og beztan þátt í því, hve vel það gengi nú. Hún hefði fengið Sir Henry Thornton til að stjórna járnbrautakerfinu og hún hefði ákveðið, að halda því algerlega fyrir utan stjórnmálaþrasið. Hann sagðist ráða Mr. Meighen, mann- inum, sem gert hefði sjálfan sig að alræðismanni í Canada í tvær vikur, að láta járnbrautakerfið af- skiftalaust. Kveðjusamsæt i Stephans G. Stephanssonar. ÁVARPIÐ. Stephan G. Stephansson, skáld! Á samsæti, er Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi heldur yður í kvöld, færum vér yður vor- ar hjartfólgnustu árnaðaróskir, og þökkum yður leiðsögn yðar og ljóð. Winnipeg, 4. ágúst 1926. í nafni íslendinga í Ameríku. Stjóm Þjóðræknisfélagsins. fegurri — trúin margra íslenzkra alþýðusagna, sem hafa að fyrir- sögn: Guð borgar fyrir hrafninn! Sú trú hefir sífeldlega gert það gustukaverk á gremjunni yfir getuleysi sjálfs mín, að eg verð öruggari um endurgjald, hvort sem ímyndun mín hallast að, að slíkt ,sé að ráði æðri veru en okk- ar, eða hinu, að það liggi i eðli mannlegrar samúðar, “að hitta sjálfan sig fyrir!” Því getur það verið þolandi, jafnvel til fagnað- ar stundum, að hafa orðið óskila- maður við ætlanir sínar, vini sína og vonir. II Einnig eykur það ánægju mína, að sumt af ykkur, helzt öll þið, hafið fyrirgefið mér svo margt, eins og á sér stað hér í kveld Enda veit eg ekki, með vissu, af neinni veru, sem fyrirgefur jafn fyllilega ems og mennirnir. Hér skal eg ekki afsaka þá léttúð mína, sem eitt fornskáldið nefndi að “tefla á hvassorða leikborði”, eg á við það, sem eftir mig liggur af því smásmíði, sem alment er nefnt: skammavísur. Mér væri hvergi sárt, þó satt þætti, að það sem sagt hefir einn af æskuvinum mín- um, sem flest gott hefir þó um mig sagt, yfir höfuð, en það var, að svo herskár væri eg, að eg líkt- ist Þorgeiri Hávarssyni í því, að veita manni áverka, að eins fyrir þá skuld, að hann lægi vel við höggi. Eg efast sjálfur um, fyr en á reynir, að íslenzkum kveð- skap' yrði það mikill gróði, þó öll illvilijalaus stóryrði væru af hon- um skafin. Hitt hefir líka borið við, að misendismenn hafa talið það í tekjudálk mannkosta sinna, að gallar sínir hafi orðið heimin- um til gleði, málaðir með mein- lausri fyndni, svo alt hafi ómeitt sloppið. Satt að segja, mig grunar stundum, að ljóðadís okkar hafi orðið það heilsubót á sinn hátt, að eitthvað geymdist af þessum “fjósafötum” hennar, sem kallast bersögli um of, líkt og frú Sæ- mundar fróða forðum, og hennar heimili. III. ekki verið eins góð eins og fram- an af þinginu. Hefði íhaldsmönn- um tekist að villa svo um nokkra þeirra, að þeir hefðu ekki lengur vorið trúir fylgismenn stjórnar- innar. Hefði hann þá farið til landstjórans og óskað samþykkis hans til að rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga. Því hefði ver- ið haldið fram, að þetta hafi hann gert til að komast hjá van- traustsyfirlýsing þingsins. Slíkt væri fjarstæða, eins og allir gætu séð, ef þeir gættu þess hvernig á stóð, þar sem hann hefði haft á- kveðið loforð bændaflokks þing- mannana, um að fylgja þeirri fcreytingartillögu sinni, við hina svo nefndu Stevens tillögu, að skipa þrjá dómara til að rannsaka hvað hæft væri í toll-smygluninni, ekki bara í Montreal, heldur um land alt. “Hefði eg verið hræddur við vantrausts-jrfirlýsingu”, sagði Mr. King, “haldið þið þá virkilega, að hefði farið til landstjórans og óskað hans samþykkis, að mega fara til kjósendanna, eins fljótt og mögulegt væri. IHugsið um þetta með stillingu og skynsemi. Eg var ekki að biðja um leyfi til að mega halda áfram að vera stjórn- arformaður. Eg ætlaði að eins að halda áfram þangað til hægt væri að ákveða kosningar, Ijúka við helztu störf þingsins, og fá þau lagafrumvörp staðfest, sem þegar voru samþykt af þinginu. Hefði eg í raun og veru óttast slúður, sem þyrlað var upp, hvernig hefðj mér þá getað dottið í hug, að vilja leysa upp þingið?” Ræðumaður lagði þá spurningu fyrir tilheyrendur sína, hvórt hann hefði haft rétt fyrir sér í því, að fara f(:am á það, að þingið væri uppleyst, og var kveðið já við því úr öllum áttum. “Hin svo nefnda ‘stjórn’, sem Mr. Meighen myndaði, eftir að mér var neitað j um þingrof, gat að eins haldist við í tvo og hálfan dag, og er það ó- ræk sönnun fyrir því, að ráð þau er eg gaf landstjóranum, að leysa upp þingið, voru á góðum rökum bygð og fram borin af einlægum hug og af fullri trúmensku.” Landstjórinn leit svo á málið, að það væri réttmætt að veita Mr. Meighen tækifæri til að mynda nýja stjórn. Hann tók það upp á sig, að gerast nokkurs konar gerðardómari í málum stjórnmála- flokkanna. Ræðumaður leit svo á, að landstjórinn hefði verið al- gerlega einlægur. Hann hefði ekki viljað gera neitt það, sem frá hans sjónarmiðil var rangt eða ó- heiðarlegt, en hélt að hann hefði misskilið stöðu sína. Liti á stöðu sína, eins og hún hefði verið fyrii; 50 eða 60 árum, eða áður en fylkjasambandið var mvndað. En það væri ólíku saman að jafna: þjóðfélagi, sem hefði fulla sjálf- stjórn, eða nýlendu, sem að meira eða minna leyti er stjórnað frá heimaþjóðinni. iCanada ætti að hafa fullkomna sjálfstjórn, engu síður en Bretland. Canadaþjóðin mundi naumast gera sig ánægða með minni stjórnarfarsleg rétt- indi, heldur en stjórnmálamenn Breta viðurkendu að henni bæri. Ef Canada viðurkendi, að land- stjórinn mætti gera sjálfan sig að dómara eða gerðarmanni í ágrein- ingsmálum flokkanna, þá væri þar með lagt á mjög hættulega braut, sem síðarmeir gæti haft stórkojtlega þýðingu. Ef þjóðih sanþykti þetta, og kysi Mr. Meig- hen sem stjórnarformann, þá væri ekkert sem aftraði landstjóranum að fara eins að í annað sinn.. Ræðumaður kvaðst að eins hafa tekið þetta sem dæmi. Hanp væri ekki að gera ráð fyrir því, að Mr. Meighen næði völdum. Hann væri viss um, að það tæki' engu tali. “Eg tek þá afstöðu,” sagði Mr. King, “að þingið hafi hér æðsta vald, og að Canada hafi sömu stjórnfarsleg léttindi eins og Bretland og að ^tjórnin í Can- ada beri sömu ábyrgð gagnvart konungsvaldinu, eins og stjórnln á Bretlandi gerir.” “Hefir nokkur neitað því?” spurði einhver af tilheyrendun- um, og svaraði Mr. King því þann- ig, að það væri einmitt þessi spurning, sem hann hefði nú ver- íð að svara. Tæki maður sem dæmi, hvernig ástatt hefði verið fyrir Ramsay MacDonald, þá kæmi fram hliðstætt dæmi við það, sem hér hefði átt. sér stað. Vantrausts- yfirlýsing hefði verið samþykt gegn MadDonalds stjórninni. Þá fór Ramsay MacDonald þegar á konungsfund og bað um að þing;ð væri rofið og fékk það viðstöðú- laust og það eftir að stjórnin hefði setið að völdum hér um bil níu mánuði með stuðningi frjáls- lynda flokksins, því verkamanna- flokkurinn hafði aldrei meiri hluta af sínum ðigin mönnum. “Ramsay MacDonald stjórn- in var feld,” sagði einhver við- staddur. “Það, að Ramsay Mac- Donald stjórnin var feld, er ein- mitt enn þá sterkari sönnun fyrir því, sem eg er að halda fram,” sagði Mr. King. “Eg hafði verið stjórnarformaður í fjögur og hálft ar og eg hafði rétt til þess, að ráð mín væru tekin til greina. Mr. Meighen vissi, að hann gat ekki myndað stjórn, sem hefði stuðn- ing þingsins, en samt var hans tillögum fylgt. Getið þið fallist á annað eins og þetta? Haldið þið að það sé heillavænlegast fyrir þetta land, að fá stjórnartaumana manni, sem hefir stuðning þings- ins, eða öðrum, sem kemur fram og þykist geta það, sem bæði hann sjálfur og allir aðrir vita, að hann getur ekki gert?” Ræðumaður sagði, að þegar landstjórinn hefði neitað sér um að rjúfa þingið, þá hefði Mr. Meighen tekið á sig alla ábyrgð, sem af því leiddi. Hann væri því maðurinn, sem bæri alla ábyrgð- ina á því, hvernig komið væri, en ekki landstjórinn. Þá sneri ræðumaður sér að toll- málinu, eða tollsvikunum, sem mótstöðumenn sínir gerðu nú mest veður út, af og sem Mr. Stevens og félagar hans þættust eiga mik- ið hrósl skilið fyrir að hafa Iátið rannsaka og leiða í ljós. Sérstak- lega snerist rannsókn þessi um gerðir embættismanns nokkurs, sem Bisaillon heitir. En hver vék honum úr embætti? Það gerði Kingstjórnin, og voru þær gerðir hennar bygðar á rannsókn, er hún hafði sjálf hafið og stjórnað, löngu áður en Stevens kom til sögunnar, því stjórnin hafði all- lengi verið að láta rannsaka hvernig ástatt væri í þeirri stjórn- ardeild, sem tollmálin heyra und- ii\ Bisaillon var vikið úr em- bætti 10. desember, löngu áður en þingið kom saman. Eftir því að dæma, sem Stevens og hans fé- lagar tala um þetta mál, gætu menn haldið, að það væri alger- I lega þeim að þakka, að nokkuð var hreyft við þessu máli, eða nokkur rannsókn hafin. Nefnd var skipuð til að rannsaka þetta mál eins nákvæmlega og kostur var á, og það er langt frá, að í skýrslu nefndarinnar sé nokkur áfellis- dómur á stjómina, þó andstæð- ingar stjórnarinnar láti það í vcðri vaka. Mr. Stevens gerði þá tillögu, að skýrslunni væri aftur vísað til stjórnarinnar, en það var gert í þeim tilgangi einum, að reyna að sverta stjórnina og vinna henni og frjálslynda flokkn- um tjón. “Eg get ekki séð, að rétt væri að hætta hér við þetta mál,” sagði ræðumaður; “eg held ekki að nægilegt sé að rannsaka tollsmygl- un að eins í Mbntreal. Hér þarf fleira að athuga og því gerði eg þá breytingartillögu við tillögu Mr. Stevens, að þrír dómarar væru skipaðir til að rannsaka þetta mál; menn sem hefðu traust al- þjóðar og allra stjórnmálaflokka, og skyldi verksvið þeirra ná yfir alt landið frá hafi til hafs. Skyldu þeir rannsaka allar kærur um toll- svik, er fram kynnu að koma og hvað annað, sem að þessu máli lýtur. Komist frjálslyndi flokk- urinn til valda við kosningarnar 1. september, þá er þetta aðferð- in, sem vér ætlum að hafa til að hreinsa upp þetta mál.” Mr. King sagði, að þetta mál væri óspart notað af óvinum frjálslynda flokksins, en ekki heiðarlega eða opinberlega. Það væri hvíslað um það bak við tjöld- iit^ gefið í skyn, að hér væri um eitthvert óskapa óþverra mál að ræða, sem helst væri ekki hægt að tala um. ávalt forðast að segja allan sannleikann, en lævíslega gefið í skyn, að hér sé um eitt- hvað það að ræða, sem ætti að verða banabiti Kingstjórnarinnar o? frjálslynda flokksins. Þessi að- ferð, sagði Mr. King, að reyna að sverta menn í opinberum stöðum, væri bæði auðvirðileg og skaðleg og ef fólkið í Canada léti hana viðgangast, þá mundi að því draga, að erfitt mundi reynast, að fá góða menn til að standa fyrir málum þjóðarinnar, því þeir vildu ógjarna eiga það á hættu, að mannorð þeirra væri eyðilagt með auðvfrðilegum rógburði. “Eg er tilbúinn,” sagði Mr. King, “að mæta hverjum sem vera vill, og hvar sem vera skal, af hálfu íhaldsmanna, þar sem fcann opinberlega og í heyranda hljóði vill leggja ffam kærur gegn ein- hverjum af meðlimum stjórnar minnar og skal eg svara þeim, og óttast eg ekki úrskurð almenn- ings.” Hins vegar kvaðst hann mótmæla þeírri aðferð harðlega, að út sé borinn rógur og ósann- irdi um meðlimi stjórnar sinnar, í þeim auðvirðilega tilgangi, að rægja þá frá stöðu sinni o^ tiltrú gcðra manna. Mr. King sagði, að stjórn sín hefði notið stuðnings verkamanna þingmannanna frá Winnipeg, Heaps og Woodsworth, og heiðar- legrar samvínu um ellistyrks lagafrumvarpið og ýms fleiri mál. f sambandi við efri málstofuna Til Stephans G. Stephanssonar. Svo hefir gengið öld af öld, eins og greinir Saga: Vermdi íslands köldu kvöld kvæðahlýja Braga. Ef að lagðist yfir nótt og oss tók að næða, þá hefir altaf einhver sótt elda dýrra kvæða. Þú ert einn úr þeirri sveit, þökk er skylt að gjalda; kveðið fékstu hjörtu heit, hitað lófa kalda. Margir dýran ortu óð, aldrei gleymast stefin, en fyr hefir enginn fossahljóð fengið í landabréfin. Enginn skýrri orðmynd dró allra skálda vorra, kveðið gaztu í gróðurtó gadd um miðjan þorra. Er í sól eg sveittur ligg, sveipa eg að mér klæði þegar skjóta hrolli 1 hrygg hriða þinna kvæði. Þýtur skógur, ilma eng, axi byljir svifta, jafnvel fljót í flúðastreng fæti sínum lýfta. Geymdur muna minni þjóð muntu vel og lengi, meðan foss og lækur ljóð leika á glaða strengi. Páll Guðmundsson. 1 VÖKULOK. Ekki getur ólíkari fugla, en hrafninn og svaninn — enda fann hrafninn landið með Flóka; óvíst er, að hann eigi færri falleg kvæði og sagnir í íslenzkum ritum, þó ó- líkum sé við jafnað — bæði rödd og lit. Hrafninn er orðið lang- vint ljóðaefni, frá þeirri ómuna- tíð þegar hann fylgdi hverjum gunnfána, niður að barnagælunni gömlu: “Krumminn á skjá, skjá”; alla leið niður að síðasta íslenzka krummakvæðinu, sem þessar hendingar standa í: “Svívirtu ekki söngva þá, sem svörtu brjósti koma frá.” Á því hefi eg oft verið hrædd- ur, að svo oft hafi eg “krunkað á skjá” presta og ritstjóra, og ann- ara enn meiri manna, að mér myndi það um síðir í koll koma. Þá hefi eg löngum svarað með því hreysti- yrði, að hingað til hafi fáir reynst mér öllu betur en ýmsir prestar og ritstjórar. Að vísu skutu þó slík- ar spár mér nokkrum skelk í bringu. Eg vissi til hvers eg hafði unnið, og ætti þar við færustu mennina. En í kveld hefir svar mitt sannast, enn sem fyr. Þeir, sem hér hafa ávarpað mig í kveld, eru ekki þeir, sem vilja “svívirða söngva þá, sem svörtu brjósti koma frá.” Og að erindislokum á eg eina óskina heitasta, ykkur og mér, þá, að aldrei verði ykkur til ámælis í framtíðinni velgerðir ykkar og vináttan til mín. Ávarp Stephans G. Stephanssonar á samkomunni 4. ágúst. I. Góðvinir, Konur og karlar! Löngum hefir mér virst það vandaminna, að svara fyrir sig, þegar að manni var hnýtt, en væri manni hrósað — eins heimskt eins og það þó er, að bila, þegar bezt er til manns gert, og skorta hug til að heyra sitt eigið lof; að heykjast við að verða öðrum margskyld- ugri en áður og óánægðari við s.iálfan sig, að vera þess viss, að aldrei hafi maður náð tám verk- anna, þangað sem hann hafði hæla viljans og vonanna. Á þeim gatnamótum tilfinninganna, þar' sem “víkur lengjast milli vina”, vcrður mörgum erfitt um orð, sem eiga við. Svo fer mér í kveld. Kveðjan ykkar hér fer þannig með mig, sem þó er ekki öll hér innan- veggja. Á þann hátt verð eg “þeim verstur er eg unni mest,” að þeim mönnum, sem maklegastir væru að flest væri sagt, verður fæst sagt, af þvi, sem þeim er upp að inna. En öllum ykkur hefi eg þó ið sama að segja að skilnaði: til er íslenzk trú, sem eg tók af mínu foreldri, flestum trúarbrögðum Islendingadagshátíðin í N. fslandi. Stundum hefir þaö veriS að tvö slík hátíSahöld hafa fariS fram í Nýja íslandi, annaS á Girnli og hitt eitihverstaSar í norSurbygSum. Nú i þetta sinn var hátíSin bara ein og fór fram í Árborg.. VeSur var indælt og margt fólk samankomiS, þó naumast fleira en venjulegt hefir veriS. Fyrir minnum var mælt og kvæSi flutt, auk 9Öngs og lúSraspils. Forseti dagsins var Gestur bóndi Oddleifsson i Haga. Og nokkuS af ttmanum Sveinn kaup- ntaSur Thorvaldson. Fyrir minni ís- lands mælti séra Jóhann Bjarnason. Fyrir minni Canada Marinó H. Han- nesson ríkisþingmaSur. Fyrir Minni Nýja íslands, Gestur Oddleifsson. kvæSi fyrir mipni Islands flutti G. O. Rinarson, en fyrir minni Canada BöSvar Jakobsson. Auk þess las G. O. Einarson frumorkt kvæSi eftir Step- han G. Stephanson. GóSur rómur var gerSur aS ræSum og kvæSum. Á milli var skemt meS ágætum ntargrödduS- um söng og fjörugtt IúSraspili horn- leikaraflokks frá Riverton. Hvort- tveggia, söngttrinn og lúSraspiIiS, undir stjórn Sigurbj. kaupm. SigurSs- sonpr frá Riverton. Ýmsar íþróttir fóru og fram. Fn hverjir báru af öSr- ttm í þeim viSskiftum er þeim er þetta ritar eigi kunntigt. — Minst hefir veriS á aS framvegis ætti aS vera aS- eins eitt hátíSarhald fyrir alt Nýja Island. HátíSahöldin tvö, þó aS þau hafi oft veriS býsna vönduS og tekisi vel, hafa þó aS líkindum dregiS hvort frá öSru og þaS eigi svo IítiS. Skemti- staSurinn bezti sem til er, mun vafa- laust vera lystigarSurinn á Gimli. En þaS er langt frá miSstöSvum nýlend- unnar. NorSurbygSirnar miklu mann- fleiri en þær sySri. Vegalengd úr norSvesturhluta Nýja Islands til Gimli viða frá 40—50 mílur. VerSur þá aS leita samkomustaSar r.orSar i lýlendunni eigi samkomulagi aS /erSa náS. Mun þá láta nærri aS ,væSi þaS er kent er viS BreiSuvík /erSi liklegast til samkomulags. f'Fréttarit. Lögb.J SíðastliSinn föstudag, 6. ágúst, setti umboðsmaður H. Gíslason eft- irtalda meSlimi í embætti í stúk- unni Heklu. F. Æ. T. — Sveinbj. Gislason. Æ. T. — Egill Fáfnis. V. T. — Helga Jónsson. Kap. — SigríSur SigurSsson. F. R. — B. M. Long. G. i— GuSm. Jónatansson. R. — Stefanía Eydal. A. R. — Vala Magnússon. D. — Veiga Christie. A. D. -— Bjarney H. Fáfnis. V. — Ingi Stefánsson. U. V.— Lily Backman. S. Eydal, ritari. WONDERLAND Á fimtu- föstu- og laugardaginn gefst fólki kostur á aS sjá Marion Davies í hinum ágæta leik Beverley of Graustark,” sem sýndur verSur á Wonderland þessa daga. í þcss- um leik er valinn maður í hverju rúmi og var þess vandlega gætt, þegar myndin var gerð, að hverjum leikanda hæfði það hlutverk, sem honum var fengiS aS vinna. ÞaS var haft fyrir augurn sérstaklega að lcikendurnir skildu höfundinn og væru þess megnugir að sýna hug- myndir hans á IeiksviSinu. f þessum leik gerir Miss Davies svo vel aS hún hefir aldrei betur gert og cr þá mikið sagt. Hér sýna einnig margir fleiri ágætir leikarar list sína cins og Ánonio Moreno, og Crcighton Hale, og ýmsir fleiri. Leikurinn sýnir hirSlif i Evrópu nú á dögum og sá sem stjórnað hef- ir Ieiknum er Sidney Franklin. Dánar minning. Miðvikudaginn, 21 júlí andaðist í Transcona Kristján Sigurðsson Eyford, 77 ára aS aldri. Banamein- iS var magakrabbi. Síðustu fjögur árin var hann blindur, en lengst af æfi var hann hraustur maSur. Hvíldina fékk hann hjá tengdasyni og dóttur, Mr, og Mrs. FriSl. John- son, þar sent hann var síSustu 11 mánuðina. Kristján sálugi var fædd ur aS Hvammi i Hjaltadal í Skaga- firSi, cn fluttist 2 ára gamall með foreldrum sínum, að Þúfnavöllum í Hörgárdal í Eyjafirði. Er faSir hans var dáinn fór hann mcð móS- ur sinni og systkinum frá Silfra- stöSum í Skagafiröi til Ameríku ár- ið 1876 og voru fyrst í Nýja ís. landi. Fyrir 39 árum giftist hann GuðriSi Halldóru Jónsdóttur. Þau bjuggu í Norður Dakota, Roseau i Minnesota og siðast í Piney, Man. og þar dó hún fyrir nokkrum ár- um. Eftir það var Kristján til skift- is h já börnum sinum, en þau eru: GuSmundur Anderson, stjúpsonur hans i Winnipeg: Þóra Margrét, gift Einari Einarssyni i Piney; Sæ- unn Margrét, gift Friðlundi John- son i Transcona: Anna HólmfriS- ur, gift Þórði Ellisson aS Steep Rock, Man.; Áróra Sigriður Eyford i Winnipeg og Skafti Valdemar i Piney. Af 4 systkinum Kristjáns er nú lifandi aðeins Jakobina, kona Jóns Finnbogasonar í Winnipeg. Kristján sál. var jarSsunginn af séra Rúnálfi Marteinssyni. laugar- daginn 24. júli. Útfarar athöfn með likræðu í útfararstofu Bardals og greftrtinarsiðir i Rrookside grafreit. Kristján var merkttr mvndarmað ur, clskur aS öllum fróðleik. mikill bókavinttr, stefnufastur, af lifandi sannfæringu kristinn lúterskur maSur, elskaSur og virtur af þeint, scm þektu hann. Hveitisamlagið. Kornhlöður hvcitisamlagsins í Saskatchewan t byrjun þessa mánaðar voru fullnaSar ráðstafanir gerSar þVí viðvíkjandi aS hveitisamlagið tæki við Saskatchevvan Co.Oiperative kornhlöðunum. Hefir gerSarnefnd sú er sett var til aö virða þessar eignir nú lokið störfum sínum. Samkvæmt virSingu borgar hveitisamlagið $11,059,310.47, sem Saskatchewan Co.operative Ele- vator Co. fær fyrir þessar eignir sínar. Þar með hættir þetta félag að vera til, eða frá 1. ágúst að telja, þegar hveitisanilagið tók viS eignunt þess. Saskatchewan hveitisamlagiS hef- ir nú yfir að ráða meira en sex hundruS kornhlöðum, auk þeirra. sem við hafnirnar eru. og er það með langstærsta hveitiverzlrm, sem- til er í heiminum og að meðtöldum hveitisamlögum i Manitoba og Al- berta er hér um aS ræða félagsskap, sem meira hveiti hefir að selja, heldur en nokkur annar félagsskap- ur í heimi. Hvcitisamlagið í Albcrta. Samkvæmt fyrirætlun sinni, um að byggja eða kaupa kornhlööur á einum þrjátíu stöðum í fylkinu hef- ir hveitisamlagið í Alberta nú keypt kornhlöður á þeim stöðum, er hér segir: Brant, Carstairs, Castor. Coaldale, Dalemead, Ensign, Fleet. Galahad, Kathryn, Kirkcaldy, Oha- ton, Okotoks, Rockyford, Strath- more, Tudor, Welling, Wloolford, Watts. Þar aS auki hefir hveitisamlagið ákveSiS og og gert ráðstafanir til að byggja á þessum stöðum: Bawlf, Daysland, Dawling, High River, Hlussar, Killam, Ponoka, Pulteney, Strome, Twining, Warden, Wood- house. Enn eru nokkrir staðir, þar sem verið er aS semja um kaup á korn- hlöðum, sem þar eru. Mr. C. M. Hall, sem áSur var ráðsmaSur fyrir Pacific Grain Company, hefir nú veriö ráðinn til aS vera ráösmaður fyrir kornhlöð- ur Alberta hveitisamlagsins. Lesendum er boðið aS leggja fram spurningar ■ hveitisamlaginu viövikjandi, og verður þeim svarað í þessu blaSi. Fréttabréf. Detroit Harbor, Wis., 12. júlí 1926. Herra ritstj. Lögbergs Einhvern tíma í fyrra gat frétta- ritari yðar héðan um, að landa- þrætumál, höfðað af Michigan rík- inu gegn Wisconsin ríkinu, hefði verið lagt fjrrir hæstarétt Banda- ríkjanna til úrskurðar. Hinn 1. narz s.l. féll dómurinn og var í vil fyrir Wisconsin. Landspilda sú, sem sækjandi segir að Wisconsi.n hafi ranglega haldið, síðan mælingin fór fram árið 1846, inniheldur um 1,000 fer- mílur, virtar að minsta kosti á 30 miljónir doll., og er sumt af því námuland, og sumt sumarbústaðir ríkismanna, og svo margar eyjar í Green Bay flóanum, þar á með- al Washington Island, Detroit, Plum, Rock og fleiri smáeyjar. Rétturinn komst að þeirri nið- urstðu, að í öll þau ár, síðan mæl- ingin fór fram, hafi land þetta verið skoðað sem partur af Wis- consin, og því nú o seint að breyta því, með því líka að ákvæði eitt í gjörningum, /þdgar skilin voru sett, var, að línan skyldi renna í beina stefnu í þann ál úr Green- Bay í Michigan vatn^ð, þar sem mest skipaferð hafi átt sér stað um þær mundir, annað hvort í sundið milli meginlands og Wash- ington Island, eða þá skipaleiðin fyrir norðan Roch Island, og með vitnaleiðslu fyrir réttinum hefir það verið sannað, að mest skipa- ferð hafi þ á verið á hinni síðast- nefndu leið. Reglulegt sumarveður byrjaði hér ekki fyr en með júlí; kalsi fram til þess tíma; samt eru upp- skeruhorfur hér góðar af heyi og korni; maís er nú líka byrjaður að spretta, og verður nógu þrosk- aður til að skera og fella í silo- arnar. — Fiskimenn eru þakklát- ir fyrir ágætan afla í vor, og yfir höfuð má segja, að fólki líði hér vel; ekkert sveitar útsvar, enginn ræningja lýður sem svo viða ann- ars staðar. Sumarfólkið er nú að koma á degi hverjum; flestir koma með bíla sína; lítil ferja tekur þá yfir sundið, að eins þrjá í einu þó, en hún fer oft, eftir þörfum. Eyjan er að verða betur og betur þekt og fjölgar því sumargestum ár frá ári. Hinn velþekti landi vor, H. C. Thórðarson frá Chicago, er hér eða réttara sagt á Rock Island- eign sinni með annan fótinn; hann hefir fjölda fólks þar að byggja og prýða á ýmsa vegu. Bygging niður við vatnið (boat house) er í smíðum nærri annari; er sagt, að sú bygging að eins muni kosta $40,000; ekkert er sparað, til að gera alt sem fullkomnast. Kunningjar hans frá Chicago heimsækja hann við og við. Með- al annara voru þessir gestir ný- lc*gá hjá honum: Thompson, fyrr- um borgarstjóri í Chicago; Clar- ence Darrow, lögfræðingurinn al- kunni; McDonald heimskautafari; Svoleiðis karlar heimsækja hr. Thordarson. Bravo! Gamli Gvendur varð 86 ára þ. 8. þ.m. og sýnist nærri óbilugur, að minsta kosti í anda. Þegar hann sendi Lögbergi ættartölu séra Kolbeins, hefir hann gleymt að botna hana, eða líklega af hræðslu látið það ógert. Skal eg því hér fylla upp í skarðið: Kolbeinn á Húsatóftum átti son, sem Þorleifur hét, og dóttur, sem Málfríður hét. Málfríður gift- ist Guðmundi Þorgilssyni á Litla- hrauni og eignuðust þau hjón son, sem var vatni ausinn og nefndur Guðmundur, og tr það drengUr- inn, sem varð 86 ára þann 8. þ.m. og tiú kallar sig “Gamli Gvendur.” Þorleifur móðurbróðir hans bjó á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka og af sumum kallaður “Þorleifur ríki”. en einn af sveitungum hans gaf honum nafnbótina “Þorleifur með kollinn.” Að eins einn íslendingur dó hér á hinu liðna ári, nefnilega Pétur I Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt iem þér þnrfið er úrgansfeiti og GILLETT’S HREINT ■ vr OG GOTT LY E. Upplýsingar eru á Kverri dós Fæst í| mat- vörubúðum. Gunnlaugsson, einn af eldri inn- flytjendum, kom hingað 1873 frá Brú á Jökuldal, sonur Gunnlaugs Jónssonar og fyrri konu hans. Pétur sál. var fæddur að Klaust- urseli á Jökuldal, NorðurnMúlas., 24. ágúst 1847. Hann giftist 10. júní 1876, Magnínu Jakobínu Magnúsdóttur. Hann skildi við 17. desember 1925, eftir þungar þjáningar. Ekkja hans ásamt sex börnum lifa hann, sem öll eru með beztu borgurum eyjunnar, eins og sá framliðni líka var. Bárður Nikulsson (Nichols) varð fyrir bifreið í Milwaukee snemma í desember, þegar hann var að fara yfir götuna heim til sín, og dó fáum klukkustundum síðar án meðvitundar. — Bárður kom til Wash. Isl. árið 1886 og var hér stöðugt, þangað til í hitt eð fj’rra, að hann fór með kjörsjmi sínum Ásgrími (Oscar) til Mil- waukee. Hingað kom Bárður frá Eyrarbakka, en var ættaður úr Skaptafellssýslu. Hann hafði átta um sjötugt, þegar hann dó, en hvenær á árinu hann var fædd- ur, veit sá ekki, sem þessar línur ritar. Skömmu eftir að hann kom frá íslandi veiktist hann af geð- veiki, og hafði hann á íslandi átt vanda til þess; hann var sendur á spítalann í Winnebago, Wis., og batnaði honum fljótt; hve lengi hann dvaldi þar, man eg ekki, lík- lega á annað ár. Síðan bar aldr- ei neitt á veikinni. Bárður Nikulásson var vel- þenkjandi maður og heyrðist aldr- ei lasta neinn, og hefir enginn nema gott um hann að segja. Hann var fróður um marga hluti, því hann las mikið, bæði á íslenzku og dönsku. Við eyjarskeggjar höfðum einu sinni lestrarfélag hér (Skandinavar yfir höfuð) og komst Bárður í bækurnar; heyrði eg hann einu sinni segja, að Dan- ir væru fínir í ritum sínum. Bárður var fluttur hingað og jarðaður hér við hlið konu sinn- ar, sem dó fyrir nokkrum árum síðan. Amicus. í ógáti slæddist bréf þetta inn í bréf og skjöl á skrifborði rit- stjóra Lögbergs, þar sem honum sást jrfir það þar til nú. Hinn fceiðraði höf. er beðinn að færa á betri veg yfirsjónina.—Ritstj. Kievel Brewing Co. Limited St. Boniface Phones: IN1178 Nll 7 ) Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum be88 Kvc efni cg útbúnaður er (fullkominn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.