Lögberg - 11.11.1926, Blaðsíða 7
LfiöRERG FIMTCDAGINM,
n. NÓVEMBER, 1926.
Bls. 7
ROBiN HOOD FLOUR
Biblíufélagið.
Biblíufélagið brezka og erlenda
er elzta og áhrifamesta stofnun
þeirrar tegundar. Starf þess held-
ur áfram í öllum löndum undir
sólunni. Tæplega er nokkur sú
þjóð, sem, ekki hefir á einhvern
hátt verið aðnjótandi hinnar
blessunarriku starfsemi. Á ann-
að hundrað ár h^fir félagið stuðl-
að að útbreiðslu guís orðs.
meir en fimm hundruð tungumál-
um útbreiðir það guðs orð meðal
fávísra, fátækra 0g blindra. Eng-
inn sannkristinn maður getur
gengið fram hjá þessari starf-
semi, án þess að fyllast undrunar
og án þess að finna til sterkrar
löngunar til þess að taka þátt í
hinu dýrlega verki á einhvern
hátt, því starfið hvílir á fúsum og
frjálsum fjárframlögum. Laun
þeirra, sem standa fyrir fram-
kvæmdum, eru lág. Fyrir hverja
$5.00, sem félagið leggur fram til
þess að gefa út biblíuna eða ein-
hvern hluta hennar, fær það $1.80
Mismuninn Ieggja fram menn og
konur, sem telja sig bera ábyrgð
á málefni Krists á jörðunni.
Svo mikil þlessun fylgir starf-
semi Biblíufélagsins, að það er
mælt? að ekki muni Englandi hætt
við falli, meðan það stendur fyrir
starfsemi félagsins. Háir og lág-
ir þar í landi leggja fram þúsund-
ir sterlingspunda til Biblíufé-
lagsins árlega.
Nú mætti spyrja, hvort starf-
semi þessi svari kostnaði.
Orð Krists benda til svarsins.
Hann telur það eitt af órækum
merkjum guðsríkis, að fátækum
boðist fagnaðarerindið.
Óteljandi vitnisburðir sjónar-
og heyrnarvotta eru ótvírætt
svar. Eftirfylgja'ndi saga sýnir
þetta:
Ekkja ein bjó með börnum sín
um tveimur, dreng og stúlku.
Mann sinn misti hún í sjóinn og
son sinn hinn eldri á vígvellinum.
Einn af mönnum Biblíufélagsins
þar þar að garði; leitaðist hann
við að liðsinna ekkjunni eftir
kröftum, 0g gaf henni nýja testa-
mentið. Reyndist það óþrjótandi
svalalind ekkjunni og börnum
hennar ómælileg blessun.
En svo kom að því, að ekkján
lagðist í rúmið og dró veikin hana
til dauða. Þrátt fyrir það, að ná-
grannarnir leituðust við að hjálpa
upp á sakirnar, voru þó systkinin
einstæðingar að mestu leyti. Dag-
inn eftir lát móðurinnar var kalt
veður. Það var ekkert eldsneyti í
húsinu og ekkert til næringar. Nú
voru syStkinin báglega stödd.
Filip, svo hét drengurinn, sagði
við systur sína: “Nú man eg eft-
ir því sem mamma var vön að
segja okkur, að Jesús hefði sagt,
að þegar maður ætti bágt, þá ætti
maður að biðja hann að hjálpa
sér, og svo ætti maður líka að leita
hann uppi og knýja á þar sem
hann ætti heima. Hún las það í
bókinni, sem maðurinn gaf henni.
Við erum svöng og eigum ekkert
til að borða, og svo er svo fjarska
kalt. Við skulum fara að leita
að Jeeú.” '
Systkinin lögðu nú af stað.
Þegar komið var út á götuna, ætl-
aði kuldinn að gagntaka þau. Það
var nýfallinn snjór og stinnings-
vindur blés af norðvestri. Hend-
ur abranna og fætur urðu bláar
af frostinu.
'Systkinin leiddust eftir göt-
unni og skimuðu í allar áttir eftir
Jesú. AHir, sem mættu þeim,
virtust naumast taka eftir þeim;
þeir virtust allir eiga brýnt er-
indi.
Nú voru systkinin orðin sárköld
og svöng og þreytt. Þau fóru að
hugsa um að setjast niður og hvíla
sig um stund. í því sér Filip
stórt hús fram undan. Það var
rautt steinhús, með flötu þaki og
með tvöfaldri gluggaröð á hlið-
inni( sem að þeim sneri. Það var
með breiðu forskygni og steinrið
upp*nð ganga að dyrum hússins.
Filip sagði við systur sína, að
Jesús hlyti að eiga heima í þessu
húsi; það væri svo stórt og fall-
egt. Þau skyldu berja að dyrum
og vita hvort h'ann væri.heima.
Þau gengu upp steinriðið og
drápu á dyr. Eftir að þau höfðu
barið tvisvar, voru dyrnar opnað-
ar af unglingsstúlku, er spurði
hvað þau vildu.
Filip sagði erindið og að sig
langaði að fá að tala við Jesúm,
ef hann ætti hér heima. Stúlkan
fór að hlæja og sagði, að hér væri
enginn maður með því nafni, og
að þau yrðu sjálfsagt að leita
longra. Hún var í þann veginn
að láta aftur hurðina, er henni
dattj í hug að segja föður sínum
frá börnunum, og segist ætla að
spyrja hann um Jesú.
Börnin biðu nú óþreyjufull þar
til að dyrnar opnuðust í annað
sinn og aldraður maður, hár og
tígulegur^ ávarpaði þau og spurði
um erindi þeirra.
Filip svaraði: “Okkur langar
til að vita, hvort Jesús á hér
heima. Við ætlum að biðja hann
að hjúlpa okkur. Við e^um bæði
svöng og köld.”
“Skeð getur, að hann sé hér,”
mælti gamli maðurinn. Hann
sagði börnunum að koma með sér
inn í hlýjan og bjartan, afar-
skrautlegan sal. Það logaði þar
eldur á arni.
Filip sagði við systur sína í
bálfum hljóðum, að það væri auð-
séð að Jesús ætti hér heima. Gamli
maðurinn spurði nú börnin um á-
stand þeirra og ferðalag, og varð
ljóst um alla hagi þeirra.
Nú var þeim færð heit mjólk,
með smurðu brauði og hunangi.
Ekki stóð á lystinni; þóttust
börnin.aldrei hafa bragðað neitt
jafn gott. Börnunum var nú sagt,
að þau skyldu halda kyrru fyrir
nokkra daga, Jesús ætlaði að
hjálpa þeim. Dóttir húsbóndans
færði þeim hlý föt og sá um, að
þeim liði vel að öllu leyti.
Börnin dvöldu á heimili þessu
þar til þeim var komið fyrir hjá
góðu fólki, sem fór vel með þau
og kom þeim til manns.
Starf Biblíufélagsins er inni-
falið í því, að útbreiða þekkingu
guðs orð3 um víða veröld. Þar
sem það fær inngöngu; útrýmir
það náttmyrkri fávizku og von-
leysis, og skapar djörfung og dug
í baráttunni við sorg og örðug-
leika. Það hjálpar til að byggja
löndin 4iðuðum 0g mannborlegum
rnönnum og konum, og leiðir til
ómælilegrar blessunar í bygð og
bæ.
Og eins og blessunar ávextirnir
eru sýnilegir út á við, eins sýnist
það liggja í augum uppi, að það
hljóti að leiða til blessunar 1 lífi
allra þeirra, sem á einhvern hátt
ljá starfinu liðsinni. Á þanh hátt
or hægt að láta leiða gott af sér
eftir því, sem ástapður leyfa".
Það er vel hugsanlegt, að í ei-
lífðinni fáum við að kynnast ein-
hverjum sem við hjálpum til
að frelsa frá andlegum og líkam-
legum dauða, með því að hafa
tekið þátt í starfi Biblíufélagsins
með fjárframlögum eða á annan
hátt. Enda er sælan mesta sú, að
hafa það að stöðugri viðleitni að
láta leiða af sér alt gott, sem
unt er. Það er tilgangur lífsins,
og þannig fær það notið sín til
fulls.
Það er eðlilegt að þeir, sem hafa
þreifað á krafti guðs orðs og
huggun þess, langi til að aðrir fái
að njóta sömu blessunar.
lslendingar eru í stórri þakk-
lætisskuld við Biblíufélagið. Það
er búið að gefa út biblíUna ipörg-
um sinnum og ýmsa hluta hennar,'
og hefir að' miklu leyti borið
kostnaðinn við útgáfuna. Og þótt
allmargir styðji að því verki, er
það þó ekki eins alment og vera
skyldi. Tel eg það aðal orsökina, j
að ekki hefir verið skýrt nógu
rækilega starf og ákvörðun fé-
lagsins.
Canada Biblíufélagið, sem er
grein af Brezka og erlenda Biblíu-
félaginu, fór fram á það við mig,
að leita samskota meðal landa
minna. Þess vegna hefi eg ritað
línur þessar. Eg geri mér grein
fyrir því, að starfið er örðugt á
margan hátt, og laun svo lítil, að
þau ekki nema sem svarar ferða-
kostnaði, ef alt er reiknað.
En mér virðist íslendingar
standa í stórri skuld við Biblíufé-
lagið og eg vildi sjá þá verða
hluttakandi í hinu mikla verki
þess. Eg ber'það traust til manna,
að eftir því, sem menn kynnast
starfinu, þess fúsari muni menn
vera að leggja að mörkum eftir
megni.
Eg trúi því fastlega, að starf
Biblíufélagsins sé starf Guðs, eft-
ir hans ákvörðun og vilja.
Eg treysti því, að eg muni hitta
fyrir ma^ga, sem líta á málið á
sama hátt og eg, grípa fegins-
hendi tæifærið til þéss að taka
þátt í hinu mikla verki Guðs.
S. S. Christopherson.
*
Avarp
til gjaldenda í Bifröst sveit.
Um nokkur undanfarin ár hef-
ir hagur þessarar sveitar verið
slæmur, og virðist fara versnandi
—skattar háir, innheimta á þeim
lfeleg og því erfit^ að mæta út-
gjöldum til skóla o. s. frv., þrátt
fvrir það, þótt fleiri þúsundir
spöruðust sveitinni, þegar skól-
arnir gáfu það eftir að stytta
kenslutímann um tvo mánuði á
ári. Sú hugsun hefir verið að
grafa um sig hjá fjölda af gjald-
endum, að vandræði þessi væru
að sumu og jafnvel að miklu leyti
sveitarstjórninni að kenna. Var
eg frumkvöðull að því ásamt
nokkrum öðrum gjaldendum, að
kalla til almenns fundar hér í
Árborg síðastl. júní, til að ræða
um ástand sveitarinnar 0g heppi-
lega úrlausn þeirra mála. Áður
hafði eg kynt mér nokkuð þessi
máli og mætt á fundum bæði í
Framnes og Víðir bygðum, sam-
kvæmt ósk þeirra, til að ræða þau.
Á Árborgar fundinum mættu á
þriðja hundrað manns víðsvegar
úr sveitinni. Var þar samþykt til-
(aga, að biðja Sveitamálaráðgjafa
fylkisins (Municipal Commissi-
oner) að rannsaka ýtarlega alt á-
stand og fjárhag sveitarinnar, og
níu manna nefnd — 4 ^Rútheníu-
menn og 5 íslendingar — kosnir
til að fylgja þessu fram. Tók
nefndin þegar til starfa og samdi
skýrslu (brief) þar sem ástand-
inu er lýst, kærur bornar á sveit-
arstjórnina, og að endingu nokkr-
ar bendingar gerðar til að kippa
þessu í lag. Að þessar kærur hafi
við nokkuð áð styðjast, mun flest-
um, ekki síður en okkur nefndar-
mönnum, finnast, þegar tillit er
tekið til þess að sveitarskrifar-
inn, I. Ingjaldsson, sem er einn^f
nefndarmönnumt skrifaði undir
þær, og hefir hann verið skrifari
þessarár sveitar síðastliðin tíu ár
og því eðlilega allra manna kunn-
ugastur sveitamálum.
Nokkru seinna var skjal þetta
afhent “Municipal Commissioner”
Og lofaði hann að líta inn í þessi
mál. Á sama tíma var honum af-
hent bænarskrá, sem bað einnig
um rannsókn og enn fremur að
fylkið tæki yfir sveitina, og sem
upptök sín átti hjá Rútheníum,
og var undirrituð af yfir fimm
hundruð búsettum gjaldendum,
bæði íslendingum og Rúthening-
um. Þar sem nú nefndin hefir
ekki fengið nægilega rannsókn á
þeim kærum, sem hún bar fram,
og þar sem hún álítur að nauð-
synlegt sé að halda þessu til
streitu, hefir hún, eftir að hafa
leitað álits hjá mönnum víðsveg-
ar um sveitina, beðið mig að sækja
Hafið þér heyrt
um Peps? Pepstöfl-
TTrnar eru búnar til sa’m-
kvævnt strangvísindalegum
reglurn og skulu notaðar við
hósta, kvefi, ihálssárindum og
brjóstþyngslum.
Peps innihalda viss lækning-
arefni, sem leysast upp á tung-
unni og verða að gufu, er þrýst-
ir sér út í lungnapípurnar.
Gufa þessi mýkir og græðir hina
sjúku parta svo að segja á svip-
stundu.
Þegar engin önnur efni eiga
aðgang að lungnapípunum, þá
þrýstir gufa þessi sér viðstöðu-
laust út í hvern einasta af-
kima og læknar tafarlaust. —
Ókeypis reynsla. Klippið
þessa auglýsingu úr blaðinu
sendið hana með pósti, ása’mt
1 c. frímerki, til Peps Co., Tor-
onto. Munum vér þá senda yð-
ur ókeypis reynsluskerf. Fæst
hjá öllum lyfsölum og í búðum
50 cent askjan.
MSMSMSMSHSMSMSMæMSHSIHSMSMSMSHæKiaMSMSHSMBHæHæMSHSHaBBHæMaMSMaMBSSSMBMSEMaMaMSMSHSHS
■
sem oddviti við í hönd farandi
sveitarkosningar, og hefi eg látið
tilleiðast að lofa því. Áherzlu-
atriðið frá minni hálfu verður
því, að fá ýtarlega rannsókn af
fylkisstjórninni, samkvæmt kær-
um þeim, sem nefndin lagði fram.
Enn fremur held eg mig við til-
iógUr þær, sem hún gerði, og sem
hljóða þannig:
1. Að öll útgjöld sveitarinnar
séu minkuð að mun, og skattar þar
með lækkaðir alt hvað unt er.
2. Að skattar séu einnheimtir
alla tíma með látlausum dugnaði
og óhlutdrægni.
3. Að ný og sanngjörn virðing,
gerð af einum færum jnapni, fari
fram eins fljótt og hægt er.
4. Að engin skifting á sveitinni
eigi sér stað eins og stendur.
5. Og til að koma þessum
breytingum í framkvæmd, þegar
teknar éru til greina hinar marg-
víslegu og erfiðu kringumstæður
hér, álítum við, að umboðsmaður
(administrator) með stjórnina að
baki, hafi betra tækifæri en sveit-
arráð að laga og bæta ástand
sveitarinnar.
I'yrir utan það hvað Rútheníu
menn eru yfirleitt á móti sveitar-
ráðinu, sem það að sumu leyti er
eflaust valdandi, að , hallaðist eg
að þessari niðurstöðu, aðallega
sökum þess, að stjórnin, í gegn um
“administrator” hefir að öllu leyti
betri aðstöðu en sveitarstjórn til
að takmarka kenslutímabil á skól-
unum, eftir því hvað innkallast
af sköttum í hinum ýmsu hér-
uðum.
Og einnig og sér í lagi hefir
stjórnin mikið betri tækifæri að
innkalla skattana, en innheimtan
hefir verið, er og verður okkar
erfiðasta viðfangsefni. Og sé
það rekið, eins og núverandi
kringumstæður óhjákvæmilega
krefjast, af látlausum dugnaði og
óhlutdrægni, er ólíklegt að afli
neinum oddvita eða ráði vinsælda
eða fylgis, fremur það gagnstæða,
0g í því liggur hættan. Væri af
alvöru og einlægni unnið í sveita-
málum, og meiri hluti gjaldenda
léti sig þau mikils varða lengur
en rétt í svipinn, má vel vera, að
þáð hepnaðist að kippa þeim í
lag með sveitarstjórn, en þó að-
eins, að eg hygg, með því móti að
bærileg samvinna náist milli þjóð-
flokkanna—sem nú virðist vanta
— og _að fylkið styðji sveitina
meir en að undanförnu, með frek-
ari tillögum til skólanna, sérstak-
lega þeirra, sem verst eru stadd-
ir, og til vegagerða. Að þessu
hvorutveggju mun eg vinna af
fremsta megni, nái eg kosningu.
Að endingu langar mig til að
draga athygli ykkar að nokkrum
atriðum í sambandi við ráðs-
“Whisky sem hefir beztu kostr’
LÁTIÐ GERAST 1 EIKAR
TUNNUM
Eini vegurinn til að framleiða verulega
gott whisky *
“@JADI M
QVhisky
{TITTXTí tV.TTTTlrLl i m y
m sa *J IU.I * -Xv-rrj
SÓLARVÍSUR.
Blíða sólarinnar knýr oft lofgjörðar og að-
dáunar orð af vörum vorum, og það oft næstum
ósjálfrátt. Orðavalið fer þá auðvitað hjá hverj-
um einum eftir þeirri auðlegð, sem hann á þar
yfid að ráða. — Vísur þessar, sem hér fara á
eftir, hafa allar orðið til fremur fljótlega, hér
og þar.—Höf.
SIGURMÁTTUR SÓLARINNAR.
Mikill er þinn sigurmáttur, sól,
frá syðstu mörkum út að nyrsta pól,
þú blíðkar alt og brosa foldu lætur,
Við bros þitt jafnvel kaldur steinninn^
grætur..
Þinn geislavængur gullnum rósum ljær
sitt græðimagn, við yl hans dafna þær.
Þess minsta lífs, er moldar faðmur geymir,
þín móður lífæð inn í hjarta streymir.
SÓLARUPPKOMA.
Sólin blessuð fer á fætur,
foldar börn sín klæðast lætur,
hlýjaY kaldri grund, sem grætur,
gyllir fjöll og dali,
með geisla-vendi sópar himinsali.
DYGÐA SÓLIN.
Ó! að skini andleg sól "
yfir manna bygðum,
vermdi jörð frá pól til pól
og prýddi öllum dygðum.
SVO AÐ DÖGGIN ÞORNI.
ákín þú blessuð sunna sætt,
svo að döggin þorni.
Hauðrið nóttin hefir grætt,
hrynja tár að morgni.
SÓLARLAG.
Ó, Drottinn rninn! Hve dýrðlegt er að sjá
nú dýrðarljómann út við himin blá,
þar glóandi á glæstri fjallsins brún,
í gullslit vefja engjar jafnt sem tún,
og á hverjum tindi tendra bál.
Hann tendrar einnig ljós í minni sál.
Eg finn hve ljúft,—er ljósið um mig skín,—
ljósanna Guð! þú dregur mig til þín.
KVöLDiROÐINN.
Hvar finst maður, sem málað getur
svo mynd, eða fært í rósa letur ?
Þvílík dýrð, sem drottinn smíðar,
þær dásamlegustu myndir fríðar.
Þegar hann glæstu geisla-flóði
gyllir hvert ský, og litar blóði
hnígandi sólar sumarkvelda,
sindrandi blossum fórnarelda
dagsins, er kvöldsins bæn fram ber.
Ó! hve mig langar hug minn hefja
hærra til Guðs, — mig allan vefja
þessum glitofna guðvefs feldi,
guðmálið lesa, — ritað eldi;
í sannleikann niður sökkva mér.
SIGUR LJÓSSINS.
l}ú kviknar bál að baki skýja
brennur myrkrið, jelin flýja,
sigrar blessuð sólin hlýja
svartnættið og kuldans mátt.
Þokuböndin óðar eyðast,
ylgeislar, um jörðu breiðast,
sortaflókar sundur greiðast;
sunna fægir loftið blátt.
Hitnar þá um hríslurætur,
hauðrið viknar, brosir, grætur,
ilmur blóma angar sætur
út frá hverjum, rósamunn.
Ljósi vakin lifin teiga
loftsins tæru, hollu veiga,
glöð við himins bjartan brunn.
HVAÐ ERTU, SÓL?
Hvað ertu, sól? Mig undrar oft,
\hve af þér mikið líf þú fæðir,
gjörvalt kvikar láð og loft,
ljós þitt frjóvar, þroskar, græðir.
Geisla þinna guðdóms afl
geiminn víða allan fyllir,
brýtur jökul, bræðir skafl,
blóma-skrauti jörðu gyllir.
Sálar þinnar segulmagn
sér að alla hluti dregur,
heima jafnt sem hismis-agn
himingeimnum í þú vegur
þínum geisla örmum á;
ástúð þín við menn ei breytist.
Þú ert Guði gengin frá,
gott að vinna aldrei þreytist.
Pétur Sigurðsson.
a
H
H
3
H
S
H
is
H
5
H
■
X
H
X
H
ÍE
H
X
H
S
M
X
H
S
H
S
M
X
H
S
M
3
H
K
r;
2
H
E
S
H
X
M
5?
M
3
Kt
S
M
3
H
H \
X
M
3
I
s
3
M
3
H
£
M
H
3
M
3
H
3
H
3
M
3
H
3
H
3
H
3
H
3
M
3
i
3
H
KHEMSHSMSIIISHSHSHSHBMSMSHBMSHBHBMSMSHSMBMSMSMSH3M3MEMBHEMEHSMEHSMHMSMSMSMSHSMSMSM
menskuna og fjárhaginn.
Með skuldabréfum skólahérað-
anna munu skuldir sveitarinnar
nema fyllilega kvart miljón doll-
ara. $60,000 hafa verið strikaðir
út af sköttum síðastliðin fjögur
ár, og af því hefði mátt ná 30 prct.
að áliti skrifara. Yfirskoðunar-
maður leggur áherzlu á það, i síð-
ustu ársskýrslu sinni, að slíkt sé
ekki leyfilegt nema með samþykki
sveitamála ráðgjafans.
$26,000 hafa verið teknir til
láns til góðra vegá (good roads)
án samþykkís gjaldenda, sem þó
eiga að greiða atkvæði um slíkar
lántökur.
Má óhætt álíta, að sveitin hafi
verið um $30,000 á eftir um síð-
ustu áramót, þó gengið sé út frá
því, að. 75 prct. af útistandandi
sköttum séu innkallanlesgir, sem
mjög er vafasamt. Og nú hefir
sveitin beðið skó>lahéruðin að
strika út um $17,000 af því, sem
hún skuldar þeim, til að rétta
reikninga.
Vona eg að fá tækifæri að ræða
þessi mál við gagnsækjanda, hver
sem hann kann að verða, á sam-
eiginlegum fundum víðsvegar um
sveitina, frá 16. til 25. þ. m.
Verða auglýsingar um fundina
sendar út til hinna ýmsu pósthúsa
nú þegar.
Með ósk um fylgi og áhrif allra
þeirra, sem eru ekki ánægðir með
ásigkomulagið eins og það er, er
ég, Virðingarfylst,
Björn I. Sigvaldason.
Árborg, 4. nóv. 1926.
jíUiiiiiiiiiimiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiiiiiimiiiiiiMimimiiimitiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiU;
ISJERSTAKAB LESTIR (
Austur að Hafi =
SIGLT TIL GAMLA LANDSINS (
SÉRSTAKIR SVEFNVAG[NAR
frá Vancouver, Edmonton, Cálgary, Saskatoon, Regina
með lestunum austur, sem koma matulega
til að ná í jólaferðir gufuskipanna:
Fyrsta Iest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 23. nóv., til Montreal, ~
Þaðan 25. nóv. með S.S. “Athenia ” til Belf., Liverp, Glasgow =
Ónnur lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 25. nóv. til Quebec og =
þaðan Gbeint norðurleiðina) með SJS. “Regina” 27. nóv. til =
Belfast, Glasgow og Liverpool. E
Þriðja lest fei- frá Winnipeg kl. 4.30 e.m. 2. des. til Halifax, og E
nær í S.S. “Pennland” 6. des. til Plymouth, Cherb. Antwerp. ^
Fjórða lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 9. des. til Halifax nær =
í S.S. “Letitia” 12. des. til Belfast, Liverpool, Glasgow, og E
S. S. “Baltic” 13. des. til Queenstown og Liverpool.
Fimta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 10. des. til Halifax, nær =
í S.S. “Antonia” 13. des til Plymouth, Cherbourg, London. =
' SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR alla leið ef þörf kreiúr. frá Í
Vancouver, Edmonton, Calgary, Saskatoon, Regina, til íð ná í =
S.S. “Stockholm” 5. des. 7rá Halifax til Oslo 0g K.hafnar.
S.S. “Estonia’ 9. des. frá Halifax til 'Kaupmannahafnar. E
S.S. “Frederik III” 10. des. frá Halifax til Christiansand,
Oslo og Kaupmannahafnar. =
Hvaða umboðsmaður sem er fyrir Canadian Nat. Rv gefur uppl. =
Eða skrifið W. J. QUINLAN, Dist. Pass. Agent, Winnipeg =
=5 __ —
~i' 111111111111111111111111111111111111111111111111; 11: m 1:111111111111111111111111111111111111111111111117
sjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimmm^
(Excursion Farbriefl
E iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmmmmimiiiiMiiiiiim E
fyrir Skemtilegar Vetrarferdir |
AUSTUR
CANAPA
Farbréf til sölu daglega
1. Des. 1926 til 5. Jan. 1927
Gildandi í
Þrjá Mánuði
VESTUR
AD HAFI
V AN COUVER-VICTORIA
NEW WESTMINSTER
Farbr. til sölu vissa daga
Des. - Jan. - Feb.
Gilda til 15. Apríl, ’27
GAMLA
LANDSINS
Excursion Farbr. til
Austurhafna
SAINT JOHN - HALIFAX
PORTLAND
1. dec. ’26 til 5. jan. ’27
SJERSTAKAR* JÁRNBRAUTA LESTIR—SVEFNVAGNAR ALLA LEIÐ
U - Fyrir skip, sem sigla frá W. Saint John í Desember .
1 Ná sambandi við
E.S. Melita E.S. Montroyal E.S. Metagama E.S. Montcalm
1. Des. 7. Des. 11. Des. E.S. Minnedosa ’ 15. Des.
' / Allir vorir umboðsmenn veita frekari upplýsingar
|C 4NADIAN P ACIFICl
r:mMMMMMMMMMMMMmMmMmMMMMMMMMMMMMMMMmriMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMmmMMMMMMmMMmMMMlÍ7.