Lögberg


Lögberg - 25.11.1926, Qupperneq 3

Lögberg - 25.11.1926, Qupperneq 3
LÖGBEkG FIMTUDAGINN, 25. NÓVEMBER 1926. Bls. S. Dr. Lyman Abbott, 1835—1922. Ritstjóri hins velþekta tímarits “1 he Outlook í fjörutíu ár, Eftir ASalitein Kris'jáaison. [ Framh. Um starfsemi sína í þarfir Svertingjanna í Suðurríkjunum, segir Lyman Ab'oott meðal annars: “Þátttaka mín í velferðarmálum Svertingjanna í Suðurríkjunum, var ekki þýð- ingarmikil, en eg get ekki vel sagt æfisögu mína, án þess að geta um þessa endurreisnar-hreyf- ingu. Eg veit ekki hvar hægt er að finna í mannkynssögunni samskonar starfsemi. Sig- urvegaramir taka ekki einungis ekkert herfang í hinum herteknu ríkjum, sem hafði tekið fjögur ár að vinna, heldur verja mörgum miljónum, til viðreisnar mentun og iðnaði, skólum og kirkj- um. Og starfa með vinarhug — í bróðemi — með íbúum hins hertekna lands, allir undir sama flaggi.” Þrátt fyrir }>að, þó þannig löguð samvinna meðal hinna góðgjarnari manna væri möguleg, var hatur og fyrirlitning til Svertingjanna svo almenn,, að ekki var við það komandi, að böm þeirra gengi á skóla með börnum hvítra manna. Það hefir verið vikið að því hér að framan^ liversu innilegan áhuga Lyman Abbott hafði fyrir því að bera vitni andlegu frelsi — og forð- ast hlutdrægni af fremsta megni, að svo miklu leyti sem okkur mönnunum er það mögulegt. A æskuárum hans var þ'að ekki óvanalegt, að deilt væri um trúarbrögð í Nýja-Englands ríkj- unurn, ðkki sízt } Massaehusetts. Getur hann um eina þess konar deilu í æfisögu sinni, sem honum vgrð sérstaklega minnisstæð. Það vom tveir prestar, sem deildu.' “Þú ert svo mikið verri en trúleysingi, eins og vondur Guð er verri en enginn Giuð”. Þannig komst annar prestur- iinn að orði um móstöðumann sinn. Og Abbott bætir við: “Þessi setning hefir oft flogið mér í hug, þegar eg hefi lesið ræður, sem fluttar hafa verið með þeim ásetningi, að hræða menn til þess að vera góða.” IV. Islendingum er að nokkm kunnugt um bar- áttu þá* sem hefir verið hafin á móti frámþró- unarkenningunni, í Norður-Am§ríku. Hitt er vafamál, að margir af þeim hafi gert sér grein fyrir því, hversu margar kifkjur og kirkju- deildir í Bandaríkjunumi og Canada, vinna að því leyht og ljóst, að ófrægja þessar kenningar, ©g banna það með lögum að þær séti kendar í hærri skólum. 1 Nú er Biskupalrirkjan enska að flytja inn í hina Sameinuðu kirkju í Canada, þ. e. a. s. taka sömu afstöðu gagnvart framþróunarkenning- unni ©g náttiiruvísindum, eins og Biskupakirkj- an. Á síðastliðnum tólf mánuðum hafa prestar og biskupar frá Englandi flutt ræður og fyrir- lestra víðsvegar í Canada., til að sýna liversu marklitlar þessar kenningar væm. Sumir ganga svo langt, að halda því fram, að helztu \ vísindamenn vörra tíma hafi gefið framþróun- arkenninguna upp sem markleysu eina. — And- leg hlýðni er drotnum þessarar jarðar þægileg fóm.— Aðal ástæðan, sem gefin er fyrir þessari nýjudrúboða^starfsen^i, er sú, að skólamir, sem fylgja og kenna framþróunarkenninguna, eyði- % leggi ibiblíutrú, og líilsvirði Guð og hans dá- semdarvei'k. Henry G. Wells hefir ritað um biblíuna, og sýnt fram á það, hversu erfitt það er að læra frjálsa göfuga og einlæga trú af því safni, nema því sé öðra vísi niður raðað — nema ný biblía sé rituð. 1 New York hefir verið stofnað félag í þeim tilgangi. Fyrir þessar tillögur og margar aðrar, sem Wells hefir gert í sambandi við trúabragða- og skólamentun, hefir hann eignast marga óvini í Norður-Ameríku. William Jennings Bryan, lét ekkert tæki- færi ónotað til þess að gera framþróunarkenn- ing þá, semkend er við Darwin, hlægilega. “Það sem skapar mestan áhuga fyrir framþróunar- kenningu Darwins, em tilgátur hans um upp- runa mannsins á jörðunni.” sagði Bryan. Þeir, sem lesið hafa bækur Danvins, hafa tekið eftir því að tilgátur hans um það, af hvaða fram- stofni mannkynið sé komið, og um uppmna lífs- iris á jörðunni er aðeins einn þáttur — ef til vill sá þýðingarminsti, í því kenningakerfi, sem gengur undir nafninu framþróun. Af þeirri á- .stæðu, að þótt tilraun sé gerð til þess að gera grein fyrir uppruna lífsins á jörðunni, og upp- runa mannsins, og þótt vísindamenn séu alt af að grafa upp úr dulardjúpi liðinna alda nýja hlekki, líkur og sannanir, þá samt eru víst fáir vísindamenn, sem gerast svo djarfir að fullyrða nokkuð um uppmna lífsins, eða uppruna manns- ins á jörðunni. Darwin greip apann, að nokkra leyti af handa hófj, til þess að fylla upp í eyður verð- leikannaá ætartölu okkar. Það er mörgum í uöp við þessa tilgátu Darwins, sumum finst nærri sér gengið — hyer vill kannast við apa- vitið ? Og svo spyrja þeir, sem barist hafa fyr- Ir völdum og metorðum, með þann eina verð- » leika, að raupa af forfeðmnum: “Er ekki apa- kenningin þýðingarmest af öllum kenningum Darwins ? Svari þar hver fyrir sig. Þess var áður getið, að Lyman Abbott fylgdi framþróunarkenningunni, en ekki Dar- winskunni. Nú verður tilraun gerð til þess að i sýna, hvers vegna hann léði jiessari stefnu fylgi sitt. Fáum mánuðum fyrir andlátið, ritar Dr. Lyman Abbott ritstjórnargrein í “Outlook”: “Hvemig vinnur Guð verk sitt?” — um hina ' andlegu framþróyn í sálum mannanna, og starf- semi peirra. Getur hann þess, að ástæðan fyrir ]>v£, að hann skrifaði ]iessa ritgjörð1, var sú, að honum hafi verið sent hraðskeyt.i frá ríkinu Kentuöky, sem tilkynti honum, að lagafrumvarp hefði verið lagt þar fyrir ríkisþingið, þess efn- is, að banna að framþróunarkenning sú, sem kend er við Darwin, verði framvegis kend þar í skólum, sem kostaðir eru af ríkisfé. Hann var beðinn að gefa álit sitt á þessum fyrirhuguðu lögum, “A þessum fyrirhuguðu útskúfunar- lögum. ’ ’ Ritgqrð þessi er fagurt aftanskin frá frjáls- um, andríkum kennimanni, og lærisveini Krists, áttatíu og sex ára. Lausleg þýðing fylgir: “^Skeð getur, að faðir og framsögumaður þessara útskúfunar-laga í Kentucky, lesi með undmn s^ar mitt, ef hann annars les það,” “Eftir því sem eg veit bezt, þá var Jesús Kristur fyrstur allra manna í mannkynsögunni til þess að lýsa velþóknun sinni yfir framþróun- inni, og nota sem trúarjátningu., og undirstöðu undir kirkju þá, er stofnuð var í hans nafni, og trúboð það, sem við hann er kent, Guði föður og skapara alls lífs til dýrðar. Og hann sagði: “Þannig er Guðs ríki eins og ef maður sáir fræi í jörðina, fræið ^rær upp og sá sem sáir, skilur ekki hvernig það atvikast, að akurinn gefur upp- skerana. Fyrst lítið blað, næst kemur stöngin, síðan hveitikornið fullþroskað, þá byrjar upp- skeran.” “Framþróun er starfsaðferð Guðs”, segir John Fiske. Kristur tekur af öll tvímæli um það. “Framþróun er hringferð efnis og anda, sem fvlgir vissum lögum,” segir Le Conte pró- fessor. Kristur segir, að ríki Guðs þroskist á jörðunni eins og jurtin af fræinu, — hin andlegu öfl í sálum mannanna þroskast í heilögum náð- arkrafti Guðs, eins og jurtin þroskast af frjó- efnum jarðarinnar. Tíminn innleiðir ekki ein- Ungis framhald af því sem hefir verið, heldur einnig stofnsetur Guð og náttúra'n nýjar undir- stöður,, nýjár tilraunir, á meðal mannanna.” “Öll reynsla mánnkynsins sannar, að þessu er þannig varið, frá hinu einfalda guðspjalli Jesú, “trúðu, og þú munt hólpinn verða”, hafá vaxið hinar mörgu trúarjátningar kristninnar. Trúarjátning Píusar IV., Westminster játning Presbýtera kirkjunnar, játning hinna þrjátíu og níu trúarjátningargreina biskupa kirkjunn- ar, og margar fleiri. Guðsþjónustur, eins og þeim er lýst í hinum elztu riturn, í hinum hrör- legu 'bænahúsum. Frá hinu fyrsta kvöldmáltíð- arsakramenti, eins og því er lýst í guðspjöllun- um, hafa komið hinar hátíðlegu altarisgöngur, í hinnm veglegu musterum. Kvöldmáltíðarsakra- mentið, sem í flestum kirkjum era helgustu og lotningarfylstu athafnir í guðsþjóáustu krist- innar kirkju. ’ ’ “Frá hjálparstofnunum þeim, sem mynd- uðust með hinni fyrstu kirkju, hefir rauðakross- félagið vaxið, ©g grætt út greinar sínar meðal allra þjóða jarðarinnar. A tímum neyðarinnar, er sú líknarstofnun stvrkt af öllum þjóðum, öll- um trúarflokkum og þéim, sem engu þykjast trúa. — Undir rauðakrossinn sameinasta þann- ig allir.—Andi kærleikans, Krists—andi fram- þróunar Guðs, ríkir þá í hjörtum mannanna.” “Frá sámkunduhúsum Gyðinga, þar sem Kristur meðtók alla sína mentun, hafa þroskast óteljandi mentastofnanir, frá barnaskólum, til ■hinna æðstu mentastofnana vorra tímá. Fyrst vora hinar hærri mentastofnanir — háskolarn- ir, stofnaðir og þeim stjórnað af kirkjunum. Nú era þeir sjálfstæðíp- stofnanir, í flestum löndum. Eftir Pál og Silas, sem fyrst lögðu á stað einir í trúboðaerindum, hafa komið ótelj- andi trúboðar, prestar og kennarar, sem tilraun gjöra til þoss að flytja ljóssins gleðiboðskap. — Boðskap trúar og þekkingar til allra landa, öll- um þjóðum, á þeirra móðurmáli. Var ekki fræ- komið, sem Kristur kendi um í musterinu, dapmisaga um þannig lagaða framþróun?” “Fyrir nokkrum árum var eg gestur hjá fólki, þar sem á borð vora bomir allskonar á- vextir, sem mér sýndust mjög ljúffengir. Það sem vakti eftirtékt mína,, var það að enginn dirfðist að snerta hin gimilegu, fögra aldini, eins og alla aðra rétti, sem á borð voru borair. Eg skildi ekki ástæðuna fyrir því, mig langaði til þess að biðja um leyfi til að taka handfylli af vínberjum, epli eða peru áður en cg gekk til rqjkkju.* Eg var heppinn, að eg gerði það ekki. Næsta morgun komst eg að því að hinir litfögru ávextir vora aðeins eftirlíking. Hvað meinar það? Epliri og vínberin, sem eg sá á borðinu, voru aðeins mannaverk — dauð, sem aldrei höfðu lifað og gróið. —” “Aðferð Guðs við að skapa epli, er að gefa því líf. Garðyrkjumaðurinn getur undirbiiið akurinn, varið nýgræðinginn — uppskeruna fvrir illgresi og yrmlingum, og margskonar plághm. En hann jgetur ekki gefið líf frækom- inu, moldinni eða eplatrénu. Garðyrkjumaður- inn getur sáð demöntum, en hann fær enga upp- skéru, af því demantar hafa ökkert líf. ” “iSaga lífsins er þroskasaga, sem sýnir og sannar að framþibun hefir verið starfsaðferð Guðs í gegnum aldir alda. Allar rannsóknir bera þeim megin vitnisburð á söguspjöldum. Þessu neitar enginn, nema kennarar eins og Voliva og Jasper. Að framþróunarkenningin taki guð burtu úr alheiminum, er ekki satt held- ur hið gagnstæða. Sú kenningaraðferð sannar skýrast að Guð er alstaðar nálægur. Kristur segir, faðir minn er ai5 vinna jafnvel nú.” “Þeir sem fylgja framþróunarkenningunni, trúa því að við. Iifum á tíma'oili sköpunarinnar. Klottarnir skýra dkkur frá mþrgu því sem gerst, hefir á umliðnum öldurri. Lífið sjálft tilkynnir okkur það sem er að ské, að efnið gotur ekki þroskast án andans.” — “Lærisveinar framþróunarkenningarinnar, þurfa ekki að fara sex þúsund ár til baka til þess að finna það að Guð er að vinna eftir sömu lögum,, og á sama hátt og fyr. Eg man ekki eft- ir neinu einfaldara og ljósara dæmi viðvíkjandi ])ví, að hinn voldugi andi er alstaðar og á öllum tfmum nálægur, lieldur en hjá Herbert Spencer, þar sem liann segir: Umkringdur innan um all- ar hinar dularfullu ráðgátur: ‘ ‘ Ekkert er eins víst eins og það að við erum ætíð nærstaddir hinum óendanlegu, eilífu öflum, sem framleiða alt. — Við þurfum ekki ætíð að fara til baka til þess að sjá og skilja hin vitru áform og starfs- aðferðir, því við erum boðnir og velkomnir inn í hina eilífu verksmiðju Guðs, þar sem hann vinnur verk sitt.” “Eg skil ekki hvað þingmaðurinn í Ken- tucky meinar með þessum lögum, því ef hann vill banna. að framþróunarkenningin — þroska- saga lífsins á jörðinni—sé kend þar í skólum rík- isins, þá um leið útilokar hann tækifærið til þess að skýrt sé frá því, “Ilvernig Guð vinnur verk sitt. ” “Þessi lög fyrirbjóða þá einnig að dæmi- saga Jesú um frækornið sé kend. “Það frækorn var guðsríki í fyrstunni smátt, en frjóvgaðist óðum og þroskaðist biátt.” “Þessi lög banna þá líka, að stúdentum sé kent, að af f ræinu, sem þeir sá á vorin, grói upp- skera sama sumar.” Það voru Baptistar, sem lengst gengu í því að framþróunarkenningin væri útilokuð ú^ hærri skólum. Áform þeirra var að gera alla ‘kennara ræka, sem þessum kenningum fylgdu. Það virðist eins og það hafi verið skilningur margra íslendinga, að þessi barátta milli trúar og þekkingar, hafi aðeins átt sér stað í Tennes- see ríki. Forseti háskólans í Texas hefir hátíð- lega lofað Baptistum því, að “villukenningar þessar verði ekki framvegis kendar í Baylor háskóla.” Þeir sem sækja um opiriberar stöð- ur í Kentucky og Texas, verða að gefa sömu loforð ef þeir eiga að vinna hvlli Baptista. Lagafrumvarp það, sem áður var getið um að lagt héfði verið fvrir þipgið í Kentucky, til þess að banna að framþróunarkenningin yrði kend þar í hærri skólum, var feld með einu atkvæði. En baráttan milli trúar og þekkingar heldur áfram.— Það er annar félagsskapuf í Bandaríkjun- um,, sem nú á síðari árum hefir náð allmikilli út- breiðslu,, hefir mikil afskifti af stjórn- og trú- málum. Tekur sömu afstöðu, gagnvart fram- þróunarkenningunni, og náttúruvísindunum, eins og hinar íhaldssamari kir'kjudeildir, þótt það sé meira undir vfirborðinu. Félagsskapur þessi nefnist “Ku Klux Klan. Prófessor Wil- liam Starr Myers við Princeton háskóla ritaði um Ku Klux Klan nú fyrir skömmu í “The North American Review.” Segir hann þar meðal annars. “Það er engin efi á því að Ku Klux Klan hafa nú á síðari áram haft mikil á- hrif á kosningar í New York, New Jersey, Colorado,, Oklahoma, og Texas.” Kjósendur í Bandaríkjunum, ganga mikið harðara eftir því en í Canada hvaða ■stefnum þeir fylgja, sem bjóða sig fram í opinberar stöður. V. Þegar Dr. Lvman Abbott var áttræður, þá ritaði hann bók, sem hann nefndi Endurminn- ingar. Er þar margt fróðlegt, og stOsmáti svo liþur og skemtilegur, að unun er að lesa. Set eg hér nokkur dæmi. “Það er vandnumin list að læra að hlusta, af öllum þeim tækifærum sem það skilningarvit veitir okkur., er það eftirsóknarverðast að læra að hlusta með þolinmæði og stillingu, eftir röddu Guðs í sálum okkar og samvidku. Hlusta eftir þeim röddum, sem finna veginn til sálar- innar, án þess að hreyfa hinar léttustu loftöld- ur. Er það ekki dásamlegt, að Guð hefir gefið okkur skynjan til þess að heyra hljóðlausar raddir, og sjá fegurri myndir, heldur en burst-, ar frægustu málara hafa nokkurn tíma myndað. Ef við fylgjum þessu skilningarviti rétt eftir eðlislögum, þá veitist okkur tækfæri til þess að standa augliti til auglitis við almættið. — Þ\ri- líka óútmálanlega gleði það veitir, að þjóna list- inni, sem er móðir allra lista.” Dr. Abbott gerir grein fyrir því eftir hverju flestir hlusta — hversvegna skáldin og spá.- mennirnir hafa verið rægðir, fyrirlitnir og krossfestir. Hversu óbætanlegt tjón listir og vísindi hafa 'beðið af því að sálir mannanna voru svo aðþrengdar af hatri og öfund, að fáir hafa t lært að tilbiðja í auðmýkt og lotningu — fáir hafa lært að hlusta með tilbeiðslu og lítillæti, eftir röddu Guðs í sálum mannanna. — Listamennirnir, sem fljótustum þroska ná, á hinum stutta áfangh mannlegs lífs, eru dásam- legustu sannanir fyrir framþróunarkenníng- una. “Meðan eg stundaði lögmannsstörf, ritar Lyman Abbott, “hjálpaði konan mín mér, með því að yfirfara allar mínar röksemdir, sem eg ritaði niður mér til minnis, til sóknar og vaníhr, þeim málum, sem eg hafði tekið til meðferðar. Eftir að eg varð prestur og ritstjóri við “The Outlook, ’ ’ þá var það hún, sem var minn bezti íæðu- og ritdómari. Eg las oftast ræður mínar og ritgjörðir fyrir hana. Iíversu oft hefir hún ekki stöðvað miíí við þann lestur og snurt, hvað meinar þú með þessu, Þegar eg hafði útskvrt það fvrir henni, þá sagði liún oft við mig, því ekki að rita það ]>annig, svo að eg og mínir líkar skilji það fyrirhafnar lítið.” “Mér hefir oft verið sagt að eg riti Ijóst og skipulega. Ef það er rétt, þá er það að þakka því, sem eg lærði af föður mínum og konunni minni. Hugur minn var reikull og leitandi, skarpskygni hennar og viðkvæmni frelsaði mig oft, og kallaði mig beim frá binnm fjarlægu draumalöndum. ET eg fann þar eitthvað. sem mér fanst vera í frásögur færandi. þá biálrfaði bún mér til þess að gera öðrum það skiljanlegt. Eg varð stundum að skrifa það upr> fiórum eða sex sinnum, áður en að mér fanst að busmvnd mín vera komin í sæmilegan búning. Þegar Profession al Caras DR. B. J. BRANDSON ai6-220 Medical Arta Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Plione: 21 824. Ofítce ttmar: 2 1 Helmilt: 77« Victor St. Phone: 27 122 Winnipegr. Manttoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 MaArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1*5« ' Phones: 26 849 og 26 840 COLCLETTÍÍH * m Vér leg-gjum sérstaka áheralu á aS eelja meCul eftlr forskriftum lsekna. Hin beztu Iyf, sem hœgt er aC fft, eru notuB elngöngu. Pegar þér komiC me(5 forskrlftlna til vor, meg-iB þér vera viss um, aB fá rétt þaB sem læknirinn tekur til. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fslenzklr lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 963 356 Main St. Tals.: A-4968 Peir hafa einnig skrifstefur at! Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a<S hitta á eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mlBvlkudar Riverton: Pyrsta fimtudag. Glmil: Fyrsta mlSvtkudag. Piney: PrlBJa föatudag 1 hverjum mánuBl. DR 0. BJORNSON 216-220 Medlcnl Arta Bld* Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonee: 21 834 Offico tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 68’6 Winnipeg, Manitoba. \ A. G. EGGERTSSON fsl. liigfræðlngur Hefir rétt tll aB flytja mál b»Bl 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinaata mAnudag I hverjum mtn- uBi staddur 1 Churchbridge DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. \ Pane: 21 834 \ Offlce Hours: t—6 Heimlll: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina v5ar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er ali hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Helmlli: 3 73 River Ave. Tals. 42 691 A. C. JOHNSON 907 Confeiieratlon Life BMg. WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrifstofusíml: 24 263 Heimajsimi 33 328 , 1 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdðma. Er ai5 hltta frá kl. 10-12 f. h. og 8—5 e. h. Oífico Phone: 22 296 Heimili: 80« Vlctor St. Slmi: 28 180 J. J. SWANSON & CO. | LIMITED R e n t a 1 s Insurance Real Estate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnesi 26 349—26 340 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. STEFAN SOLYASON TEACHER of PIANO 1256 Domlnlon St. Phone 20 83* DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimilis Tals.: 38 626 Emil Johnson SKKVIOE KLEOTRIO Ra.fm.agn4 Contractlng — AB«- leyna rafmagtmIhöld teld og viO þau gert — Kg tel Uoffat og McClary Eldavétar og hefi þcer til sýnis i verkstœOi minu. 524 8ARGENT AVK. (gamla Johnson’s byggingin TÍO Young Street, Wlnnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima.: 27 286 DR. G. J. SNÆDAL Tnnnlæknlr 614 Somsnet Block Cor. Portage Ave og Donald 8t. Talslml: 28 889 Verkst. Tals.: Helma Tals-i 28 883 2* 384 G. L. STEPHENSON PLITMBKR Allsknnor rafmagnsáhöld, svo W«n strnnjám. vfra, allar togundlr af glösum og aflvaka (hatteries) VEKKSTOFA: 676 HOME OT. Giftinga- og Jarðarfara- Blóm með litlum fyrlrvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 Tals. 24 153 NewLyceum Phato Studio Kristín Bjarnason elg. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur UkkUtur og annast um út- farir. AUur útbúnaBur eð. beztl. Enn fremur seiur hann allskonar mlnnlsvai-Ba og legsteina. Skrifstofu tals. 86 6b7 llciinilis Tals.: 58 302 ' — MRS. SWAINSON aS 627 SARGKNT' Ave., Wlnnlpeg, heftr ávaTt fyrirlisggjandi úrvals- hirgðir af nýtí/iku kvenhöttum. Hún er oina ísl. konan, sem slíka verzlun rekur f Winnipeg. Islond- ingar, látlð Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Islenzka bakaríið i Selur heztn vöritr íyrir lægsta verð. Pantanir afgi-eiddar lwt« fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur viðskiftl. Bjarrmson Baking Co. 676 SARGENT Ave Winnlpe*. Phone: 34 298 ' skrifstofa mín Var héima í húsi okkar, þá var það regla hennar, að líta eftir því að eg væri ekki ónáðaður víð störf mín, þann tíma sem til þeirra var settur, nema ef eitthvað óvanalegt bar að höndum.” Framh.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.