Lögberg - 09.12.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.12.1926, Blaðsíða 2
BIs. 2 9. DPSEMBER 1926. Robert Marion La Follette. Foringi Framsóknarmanna. (1855 — 1925.) Framh. BáSum þessum ungu mönnum var mjög ant um að vinna málið. BáSir höfSu mikiS um þaS hugsaS. Félagi La Follette, sem ekkert ráð hafði getað hugkvæmst, fór að verða ærið for- vitinn. ‘ ‘ HvaS ráSleggur þú'!” spurði hann með nokkrum ákafa. “Við verðum að fá landmælingamann, til þess að mæla landið, þar sem slysið vildi til,” sagSi La Follette með mestu hægð. Hann gat ekki leynt þVí, að hqjinm var mikið niðri fvrir. Hann bætti við: “Ef að skýrslu landmælinga- ■mannsins ber saman við sögusögn verkamanns- ins, þá vinnum við málið.” “Við höfuiji ekki tíma til að koma þessari hngmynd þinni í framkvæmd; mál þetta verð- ur afgreitt á morgun. StaSur sá, þar sem slys- ið vildi til, er fjörutíu mílur»héSan. ViS getum ekki no'tað jámbraut,” svaraði samverkamað- ur La Follette’s. — Þetta var löngu áður en fariS var að nota bíla. “Eg held við getum yfirunnið þann 'erfið- leika,” svaraði La Follette. “ViS leigjum beztu hestana. sem við getum fengið. ViS verð- um máske að skifta um hesta, af því vegir eru víSa slæmir. ÞaS tekur okkur alla nóttina. Eg vona að við verSum komnir til baka áður en réttarhaldið bvrjar í fvrramálið.” Þetta fór eins og La Follette sagði. Þeir fóm út með lándmælingamahninn, og vom komnir til baka nögu snemma næsta morgun. Skýrsla landmælingamannsins gaf til kvnna hvernig landslag var. þar sem slysið hafði viljað til, har saman við sögusögn verkamannsins, og sannaði að sögusögn vitnanna var öll afbökuð. La Follette vann málið. VerkamaSurinn fékk skaSabæturnar, sem hann svo mjög þaHnað- ist. II. La Follette .vanri að þessu máli,. eins og svo mörgum öðram, endurgjatdslaust. Fylgdi hann hyerju máli þannig eftir til æfiloka, þegar hann var að berjast fvrir málefni þjóðarinnar, sem hann unni svo mikið. FerSalag hans með land- mælingamanninum í náttmyrkrinu, var sein- fariS og ekki torfærulaust. Hversu ótalmarg- ar, mikið erfiðari nætur, átti hann eftir aS stríða og líða, bæSi þegar þjóðin hans lagSi út í Ev- rópustríðið. þegar hann nærri því éinsamall barðist á móti herskyldu, og oftar. Þessa sögu um skaðabótamál verkamanns- ins, hefi eg eftir Gilbert E. Roe, sem eitt sinri var í félagi með La Follette. Hann er mjög vel metinn lögfræðingur, og hefir nú í mprg ár starfað í New York. Ekki sagði hann neitt um það, hvort hann var maðurinn, sem aðstoðaði La Follette viS þetta mál. Merkur rithöfundur sagði: “Æfisaga La Follette’s er ein stórmerkileg æfintýra skáld- saga. Bardagar þeir, sem^iann háði í Wiscon- sin. einsamall í fyrstu, voru síðar háðir af öðr- um í hverju nkinu eftir annað, af fleiyi foringj- um, undirforingjum og liðsmönnum.” Skömmu eftir að La Follette tók lagaprófið, þá sótti hann um sýslu-lögsóknaraembættið, í I)ana sýslu, í Wisconsin. Þegar hinir pólitisku flokksforingjar tilkyntu honum, aS þeir hefðu valið annan mann til þess að sækja um það em- bætti, þá svaraði hann: “Eg héfi skilið það svo„ að það væri kjósendanna að útnefna em- bættismenn.” * La Follette átti gamlan klár, en_hvorki vagn eða aktýgi. Gamall og góðviljaður nágranni léði honum aktýgin og svolítinn vagn. Svo lagði hann út í kosningabaráttuna, sem átti eft- ir að verða sögufræg um öll Bandaríkin. Um uppskerutímahn heimsótti hann hvern einasta kjósanda í kjördæminu. Löngu síðar, eftir að La Folleíte var orðinn þjóðkunnur, þá sagði hann frá því, hversu oft hann hefSS klifrað yfir girðingar á búgörðum bænda, eftir að ihafa bundið gamlá klárinn sinn við einn girðingarstaurinn. Þegar hann bar upp erindið bað þá að greiða sér atkvæði sem sýslulögsóknara viS næstu kosningar. — þá voru svör þeirra vanalega hin sömu: “Ert þú ekki of ungur fyrir það embætti f Þótt bænd- um sýndist hann Ktill og unglingslegur, dáðust þeir að emlægni hans og áhuga, hversu djarf- lega þessi umkomulausi og allslausi unglin^ur kom fram. “Margir nágrannar mínir vom NorSmenn Eg skildi norsku sæmilega, J>ó eg gæti lítið tal- að. En það IítiS, sem eg gat talað, það hjálpaði mer talsvert. ÞaS sem hjálpaði mér þó mikifr meira var það, að bændur vora óánægðir með emoættisfærslu þeirra, sem pólitisku burgeis- arair hofðu a8ur útnefnt fyrir þetta embætti,” sagðx La Follette. Annað, sem hjálpaði La Follette í þessari íyrstu kosningabaráttu hans, voru skólabræð- ur hans fra haskoknum. Tveir eða þrír af þeim nærri því tilbáðu hann, og reyndust hon- um eins og beztu bræður, meðan ‘þeir lifðu Þessum ungu vinum hans og skólabræðrum var V(.l kunni;gt um það, hvernig þeir sem völdin hofðu, notuðu sér fáfræði “útlendinganna” sem í mörgum tilfellum höfðu hvorki tíma, eða a irtust hafa áhuga fyrir þyí að læra ensku, til þess að njóta, frelsis og mannréttinda. ÞaS er górnul og ný, og marg-endurtekin sggh, hér í þessari heinisálfu. — Mörgum kjósendum og vinum La F’ollette’s varð einnig kunnugt um þaS, að tilraun var gerð til þe&s að hræða hann fra þeirri “baraalegu” fyrirætlun, að sækja um sýslu-lögsóknaraembættið. La Follette náði kosningu, þrátt fyrir það þótt þeir, sem skákuðu í valdaskjólinu, skipuðu honum að fá sér aSra atvinnu, þegar þeir fréttu, að hann ætlaði að sækja um embættið Þeir, (j FIMTU D A.Í* sem skipað höfðu þetta embætti a undan hon- um, höfðu liaft einn eða fleiri sér til aðstoðar. La Follette afgreiddi embættisstörf sín aðstoS- armannslaust^ ÞaS var í janúar 1881, sem hann tók embættiseiöinn í fyrsta sinn — tuttugu og fimm ára. / La Follette kvæntist ungur, um þaS leyti sem hann tók lagaprófið. Kona hans var gáfuð og dugleg, og honum einkar samhent í öllu. Þau höfSu stundað nám saman á háskólanum. Um hana sagði La Follette: “Konan mín hefir æf- inlega verið minn bezti ráðgefandi. ’ ’ Heimili þeirra var ætíð sönn fyrrmynd. Þau eignúSust f jögur mannvænleg börn. Frú La Follettte var fyrsta kona, sem tók lagapróf við Wisconsin lagaskóla. Líklega áú fyrsta, sem tók lagapróf í Bandaríkjunum. ;— La Folletté skýrir frá því í æfisögu sinni, að kónan sín hafi ekki stundaS laganám til þess að gera það að æfistarfi, heldur sér til skemtunar og fróSleiks. Hann getur þess, að eitt sinn, þegar ha%nn hafði svo mikiS að starfa, að ekki var nægilegur tími fyrir hann að verja mál fyrir hæstarétti, sem hann hafði veriS beðinn að taka aS sér, þá samdi kona hans varnar- skjölin, og vann málið. Ári síðar, þegar La Follette 'hitti hæstrétt- ardómara þann, sem skjölin voru send til, í hæstarétti Wisconsin-ríkis, jiá hafSi hann orð á því, hversu skjöl þessi hefðu veriS snildarlega vel samin. Hann lét undran sína í ljós, þegar La Follette sagði honum, að konan sín hefði samið þau. Dómarinn sagði, að þau hefSu ver- ið meS þeim beztu, sem til sín liefðu komið. Hann vildi naumast trúa- því, að frú La F'ollette hefSi ritað þau aðstoðarlaust. V 1 i III. La Follette byrjar æfisögu sína með því að segja frá því, “að fáir hinna ungu manna, sem sneru huga sínum aS stjórnmálum fyrir þrjá- tíu árum, hefðu haft mikið víðsýni eða þekk- ingu. Eg bvrja<?i að taka þátt í stjórnmálum 1880, órið eftir að eg útskrifaðist frá Wiscon- sin-háskóla. Eg ásettl mér að sækja um lög- manns-embættið í Danasýslu. Fyrír ungan, framgjarnan, allslausan lögmann, sem búsett- ur var í uppsveita smábæ og hafði nærri því enga aSsókft^þá voru ótta hundruð þau, sem fýlgdu þeirri stöðu, eftirsóknarverð. Já, svo Voru fimtíu dollarar þar að auki fyrir kostn- að.” I Svo ánægðir voru kjósendur í Danasýslu yf- ir embættisfærslu liins u^iglingslega lögsókn- ara, að þeir, sem með öllu móti höfðu reynt að sporna á móti útnefningu hans og kosningu í fyrstu, létu ekkert til sín heyra, þégar að því kom, að hann yrði útnefndur í annað sinn. Þegar annað kjörtímabil hans var á enda, þá gerði einn af vinum hans þá uppástungu, að hann gæfi kost á sér sem þingmaSpr fyrir neðri deild sambandsþingsins í Washington. Skólabræður hans brugðu fljótt við, þeirri hug- mynd tií aðstoðar. Fyrir þeirra aðstoð, þá var hann útnefndur, og eftir sögufræga baráttu, sem of langt yrði að skýra fró hér, þá náði hann kosningu. i Þegar La Flolette var fyrst kosinn á þing tuttugu og níu ára, þá var hann yngstur allra þingmanna í Washington. Hann hafði frá því fyrsta verið hom í síðu auðfélaganna, fyrir yf- irgang þe,irra. Pólitisku burgeisarnir í Wis- consin gerðu sér vonir um — þeir gerðu tilraun til þess að stemma stigu fyrir því, að La Fol- letfie hefði víðara verksvið, heldur en sýslu- lögsóknaraembættið. Allir hugsandi menn í Bandaríkjunum, sem fylgst hafá með æfistarfi La Follette’s, viður- kenna, aS hann hafi frá því fyrsta til hins síð- asta verið merkisberi lítilmagnans, þeirra, sem áttu í vök að verjast gegn yfirgangi einókunar- felaga. Hann fylgdi þeirri stefnu málamiðlun- arlaust, sem mörgum hefir skapað óvinsældir, — sem mörgum hefir'orðið til falls — á meðaí þeirra, sem völdin^ hafa: Að sömu varúðar væri gætt í meðferð á opinberam eignum, eins og Þegar um verzlunarfyrirtæki einstaklin’ga er að ræða. La Follette var þrjú kjörtímábil þingmaður peðri deildkr. Hann var kosinn í þingneftid þá, sem umsjón hafði yfir málefnum Indíána. Þeir hafa oft verið sárt leiknir', bæði af okurfé- lögum og rikisstjornum. La Follette rannsak- aði málefni Jndíana af miklu kappi. Skömmu eftir að hann kom fyrst til Wash- mgton, þá var lagafrumvarp fvrir þinginu í sambandi við 11,000,000 ekrur af Indíána-landi sem atti að ppna í Suður-Dakota, fyrir heimil- ísrettarlond. Þegar járnbrautarfélögin í Norð- ’ vesturríkjunum fréttu um þetta, þá gerðu þau samninga við Tndiana um það, að fá land gefins til jarnbrautarlagninga. Auk þess hafði eitt jarabrautarfélagið gjafabréf frá Indíánum fvr- m 715 ekrum,, annað félag fyrir 828 ekrum Áuk þess hofðu félög þessi fengið Indána til þess að gofa 160 ekrur á hverju tíu mflna svæði fVrir stoðvarskála, þar sem brautir átti að bvggja. Tilgangur jámbrautarfélaganna var að ná í nógu mikiS land fyrir smábæi þá, sem líkur vora tfl að mundu byggjast í nálægri' framtíð með fram þessum brautum. ÞaS er algeng regla i A orður Ameríku, að byggja járnbrautar- stoðvai- með nálægt tíu mílna millibili. Oftast úær myndast ofur lítill kaupstaður, þar sem bygður er stöðvárskáli, með tvæimur eða fíeiri kornhlöSum og smáverzlunarbúSum. Eru þá oft gerSar spámannlegar óætlanir um það, hver at þessum litlu kaupstöðum hafi bezt skilyrði tfl }>ess, að aukast og margfaldæst. Þeir, sem hafa margfaldað verzlunarvitið, sanna þá lær- dom smn i verkúnum. Það sem lærdómsríkast er í sambandi við iagafrumvörp, sem eru stórum verzlunarfélög- um x vil, er það, hversu marga fylgjendur þau hala, undir ems og framsögumaður þeirra ber þau upp. Þess konar lagaframvörp eru miög algeng bæði í Bandaríkjunum og Canáda. . t “Þetta lítur út fyrir að vera,ætlað fyrir bæj- arstæði,” sagði La F’ollette við meðnefndar- menn sína, þegar hann sá, að járnbrautarfélög- in vildu fá 160 ekrur að gjöf á hverjum tíu míl- um með fram brautinni. “Naumast hafði eg slept þessum orðum, þegar einn af hinum eldri meðnefndarmönnum, sem næstur mér sat til hægri handar, hvíslaði aS mér: “Þú skiftir þér ekki af þessari landveitingu. Þú gerir enga til- raun til þess að breyta þessum lögum. LJárn- brautarfélög þessi eru í þánu heimaríki, og, ná- grannaríkjum þínum.” La Follette sannfærðist fljótlega um það, að meiri hlutí meðnefndarmanna hans var því fylgjandi, aS þessi lög og landagjöf væri sam- þykt. Einnig var meiri hluti þingmanna, sem tilheyrðu sama flokk og Fa Follette, því fylgj- andi. Þegar járnbrautarfélögin í Norðvesturríkj- unurn fréttu, aS La Follette hefði samiS brcjyt- ingar lagafrumvarp, þá sendu þau einn sinn helzta trúnaðarman til Washington, til þess að fá liann til þess aS samþykkja landgjöfina. En La Follette lét ekki fortölur þeirra eða fögur loforð hafa nein áhrif á sig. Hann barðist fvr- ir því, aS járnbrautarfélögum væra gefnar að eins tuttugu ekrur á hverjum tíu mílum, og sú •tillaga hans var samþykt seint og síðar meir. — Hér er að eins dregið fram eitt dæmi af mörgum, til þess að sýna hvemig La Follette barðist á móti yfirgangi hinna voldugu, yfir- gífngssömu auðfélaga. ÞaS er sanngjarnt að taka það fram, að þeg- ar fyr^t var verið að leggja járnbrautir í NorS- vesturríkjunum, skömmu eftir miðja nítjándu öld, þá var það talsvert f járhættuspil. Flutn- ingur með járnbrautum var að byrja. ÞaS tók úrvals atorkumenn, til þess að fá nægilegt fé til þess aS' bfyggja brautimar, í mörguln tilfellum yfir óbygðir. Framsýnuúi og heiðarlegum stjórnmálamönnum var þaS mikið áhugamál, að brautir væru bygðar. Þess vegna veittu þeir ýms hlunnindi í fyrstu. En eftir að félög þessi voru orðin stórauðug, þá beittu mörg af þei'm öllum brögðum til þess að ná undir sig ýmsum þjóðeignum. Einn af þeim, sem líklega hefir aldrei beðið um, eða þegið landgjafir, var hinn þjóðholli vitsmuna og atorkumaður James J. Hill. Hann var fæddur í Canada, honum var gefið auk- nefnið “The Empire Builder”. ÞaS var hann, sem bygði hina frægu Norðvesturbraut Banda- ríkjanna, “The Great Northem.” La Follette varð snemma frægur sem ræðu- maSur. Var mikil eftirsókn eftir honum, sér- staklega meðal hinna frjálsári og framgjarnari mentastofnana. Eftir að honum varð það kunn- ugt, hversu margir af fulltrúum þjóðarinnar voru þjónar auðfélaga, þá varði hann miklu af þeim tíma, sem hann gat sparað frá þingstörf- um, til þess að fræða landsmenn sína um póli- tíska ástandiS í landinu. Einn meðlimur efri málstofunnar í Wash- ington, sem hafði verið á öndverðum meið við La Follette, en sneris-t síSar í lið með honum, sagði eitt sinn í hóþi andstæðinga hans: “Eg get ekki að því gert, að eg dáist að ‘Bob’ La Follette — tilfinhingar mínar era hlýjar og vingjarnlegar gagnvart honum. ViS höfum fréttablöðin og aðstoð pólitisku flokkanna, okk- ur til hjálpar. ViS höfum frí farbréf með járn- brautum, og alla þá peninga sem við þurfum. Ef La Follette hefði peninga til þess að kaupa dálítifi fleiri frímerki, þá mundum við bera lægri hluta, í þessari pólitisku baráttu.” (ÞaS er mál- tæki í Bandaríkjunum um þá, sem eru fátækir: “Þeir hafa ekki efni á því að kaupa frímerki.”) Þegar að því kom, að La Follette væri út- nefndur í fjórða sinn, sem þingmannsefni frá Wisconsin, fyrir neðri deild. sambandsþingsins, þá var hann svo önnum kafinn við ræðuhöld í öðram ríkjum og öSram kjördæmum, að hann beið ósigur við þær kosningar. Lagaframvarp það, sem hann átti mikinn þátt í að semja, og sem lengst verSur munað eftir frá fyrri þingstörfum hans í Washington, er tolllaga frumvarp það, sem kent er við William McKinley, sem síðar varS Bandaríkja- forseti. McKinley var einn af hinum fremstu þingmönnum í flokki samveldismanna í Wash- ington, þegar La Follette kom þangað fyrst. Hófst þá vinátta með ' þeim, sem hélst meðan þeir lifðu báðir. (Framh.) Málfrelsi Eftir SiffurS Nordal. I (Úr ‘‘Lesbíók Mbl.” [í vor hélt SigurSur Nordal pró- fesaor fyrirlestur þann, er hér birtist og sem hann nefnir “Mál- frelsi”. Fjallar hann um yfir- burði íslenzkunnar, sérstöðu hennar, og sérstöðu þeirrar þjóð- ar, er á ræktað menningarmál, SQfn er ósklft eign allrar þjóðar- innar. Færir hann um leið rök að því, með dæmum frá nágranna þjóðunum, að samheldni meðal þjóðar vorrar framvegis er undir engu fremur komin en því, að sama málsmenning haldist meðal allra stétta — að tungan haldist hredn.j Fyrir rúmu ári var háð í dag- blöðum Reykjavíkur ritdeila, sem almenna athygli vakti. — Hún spanst út af erlendum orðum í mál’i sjómanna: hvort, tækilegt væri eða jafnvel æskilegt, að ís- lenzka þau. En þegar bæjarbúar fóru að ræða málið sín á millum, bar fleira á góma. Þá var spjall- að um upptöku erlendra orða í tunguna yfirleitt, hvers virði hreinleiki málsins væri, um ný- yrðasmíð o. s. frv. í þessum um- ræðum virtist mér me'irli hlutipn verða á bandi þeirra, sem vörðu erlendu orðin og fanst íslenzkan ekkli vera of hvít til þess að taka við fáeinum slettum af hinni miklu bifreið nútíðar-menningar- innar. Vandlætingin fyrir máls- ins hönd væri að miklu leyti hót- fyndni lærðra manna, einkum málfræðinga, sem vildu “gera sig merkilega” og prakka óhæfum nýyr^um og úreltu torfi upp á al- menning. Málfrelsið er flestum mikils virði. Og nú fanst mörg- um manni það ekkert málfrelsi, ef hann mætti ekki láta út úr sér það, sem hann vildi, á því máli, sem honum þóknaðist. Eg stóð hjá þessari deilu, þó að hún kæmi mér dálítið við, enda var eg á förum utan. En hún vanð tál þess, að eg veítti skyldum deilumálum annarsstað- ar á Norðurlöndum meiri. athygli, en eg annars hefði gert, og ýms- ar hugleiðingar spunnust út af því. Á nokkur atriði úr þeim ætla eg að drepa hér. -I. Hverjir eru sérstakir yfirburðir íslenzkunnar? Það kveður stundum við, að tungan, (slenzkan, sé mesti kjör- gpipur þessarar þjóðar. Að einu leyti má undir eins færa þetta til sanns vegar. Tungan greinir manninn, framar öllu öðru, frá skynlausum skepnum. Án henn- ar væri mannlegt sálarlíf og fé- lagslíf óhugsandi. Einsætt er, að leggja beri rækt við slíkt höf- uðtæki menningarinnar, svo að sem beztum notum komi. En nú eru íslendingar ekkii einir þjóða um slíka gersémi . Allar þjóðir eiga sér móðurmál og ailar leggja þær einliverja rækt við það, þótt með misjafnri alúð sé og ýmisleg- um hætti. Þetta sjónarmið sker því hvorki úr um ágæti íslenzk- unnar né nein önnur vafamál. Ef lof íslenzkunnar á að reynast ann- að en tómt orðagjálfur, verður að benda á einhverja sérstaka kosti, sem hún hafi fram yfir aðrar tungur. Því má halda fram með rökum, að íslenzkunni sé margt stórvel gefið. Hún er gagnorð og þrótt- mikjil, ljós og skýr, svo að hún fell- ur vel við rökfastri hugsun. Mál- fræðin er torveldi, og mikil tamn- ing að læra hana. Orðaforðinn er geysimikill á sumurti sviðum. Þá er hún og skemmra koiúin frá frumlindum sínum en flestar aðr- ar tungur. Orðin eru ekki jafn- slitiið gangsilfur og annars ger- ist, auðveldara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í öndverðu, og hún er oft furðu spakleg. Þetta og annað fleira, hljóðvörp, viðskeyti og samsetningar, veldur grósku í málinu. Á íslenzku er kostur meiri ritsnildar en á flest- um öðrum tungum, ný orð spretta upp af sjálfu sér til þess að láta í ljós nýjar hugsanir, og virðast þó vera gömul. Þau hlaupa í skörðin, sem af einhverri tilvilj- un hafa staðið opin fyrir þeim. Engin furða er, þó að menn unni slíku máli, þegar það auk þess er móðurmál þeirra, — verði hrifnir af hljómi þess og kyngi í fögrum kvæðum, dáist að fjövtökum þess í snjallrí frásögu. En svo er um móðurmálið sem sumt annað, sem nákomnast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Ef aðrar þjóðir færu að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenzkan vara sig. Auðli1 hennar er undar- lega háttað. Hún er sniðin eftir frumstæðum og frábreyttum lífs- háttum. Hún á tugi orða ufn alls- konar hestaliti, ógrynni heita á veðrum og veðurfari, sérstakt nafn á ýmsum tegundum á rófum (danska orðið‘hale” er útlagt á íslenzku: rófa, skott, hali, stertur, tagl, dindill, stél, vél, sporður). En hana skortir enn orð um fjölda af hluta og hugtökum, vísindum og menníngu nútímans. íslend- ingar hafa lagt rækt við sína tungu með því að vera á verði gegn erlendum orðum. Englend- ingar og Danir aftur á móti með því að taka upp hvert útlent orð, sem tönn á festí. Ef vér hrósum hreinleik vorrar tungu og þeim kostum, sem honum fylgja, munu þeir tefla Öðru fram til jafnaðar. Á þessar tungur er auðvelt að rita um, öll mannleg efni, og sá sem á þær að móðurmáli á því auðveld- ara með að læra aðrar tungur, Framh. á 7. bls. IIVERSU GAMALT ER CWhisky Les-ið Stjórnar Stampinn, Sem Er á Ilverri Flösku. jat ÍKKKHKHKHKHKHKHKHKkKH*>KhKHKhKHKHKHKhKHKhKHKhKHKHKHKHKí Sendið korn yðar tii llnited Grain Growers Ltd. Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. TÍ.P fYntníi fíivíX Vér viljum selja yður þessar vör- ur og vér höldum að vér getum gert það með því að bjóða yður að eins það bezta. Komið inn og skoðið hinar beztu tegundir af rubbers, yfirskóm og stígvélum—The Northern. Til sölu hjá eftirfyl^jandi Raupmönnum: Arborg Farmers’ Co-op Ass’n T. J„ Gíslason, Brown. Jonas Anderson, Cypress River Lakeside Trading Co., Gimli. T. J. Clemens, Ashern. 3. M. Sigurdson, Arborg S. Einarson, Lundar F. E. Snidal, Steep Rock S. D. B. Stephenson ,Eriksdale. llIIIIIIIIIIlllSlllllIIBIlllllllHIIIIEIBIIIimi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.